Birmingham City á St. Andrews

Ákvað að bíða með að klára upphitun þangað til að leikjum dagsins loknum. Dagurinn hefur skilað Chelsea í toppsætið og gamli Rauður lét dómarana auðvitað heyra það eins og alltaf þegar hann tapar, þó í þetta skiptið hafi nú mátt segja að þeir voru óvenju lítið búnir að átta sig á reglunum sem gilda á OT í dag….

Keppnin um 4.sætið harðnar stöðugt eftir sigur Aston Villa á Reebok, en Tottenham voru flengdir “on the beach” í Sunderland í dag, endaði reyndar bara 3-1 fyrir Sunderland sem áttu að vinna miklu stærra. Bíð ekki eftir Manchester City í Burnley, sjáum til hvað gerist þar. Okkar menn ættu nú samt að hafa fengið innblástur með frammistöðu og tapi Spurs í dag!

Mótherjar okkur á morgun eru “þrjóskuhundarnir” í Birmingham City. Það voru ekki margir sem töldu Birmingham eiga mikið erindi í Úrvalsdeildina en segja má að það sé spútniklið vetrarins. Sitja fyrir leikinn í 9.sæti deildarinnar og algerlega á lygnum sjó varðandi fall, en eiga lítinn möguleika á evrópusæti. Eilítið hikst hefur komið í vél þeirra í síðustu leikjum þar sem einungis hafa náðst 2 stig af 12 mögulegum.

Heimavöllur þeirra hefur skilað þeim gríðarlega góðum árangri. Einungis tvö töp í 16 heimaleikjum, bæði í september og þeir hafa náð stigi þar gegn Chelsea, Man.Utd., Tottenham og nú síðast Arsenal. Leikur þeirra gegn Arsenal um síðustu helgi lýsir þeim vel, hægt tempó, lágu til baka en reyna svo að sækja hratt á fljótum leikmönnum. Arsenal sótti án þess að nýta nema eitt færi, svo í uppbótartíma kom gamli jaxlinn Kevin Phillips og skoraði grísamark og tryggði þeim stig við gríðarlegan fögnuð!

Ef við skoðum líklega liðsskipan þeirra bláu myndi ég tippa á eftirfarandi uppstillingu:

Hart

Carr – Dann – Johnson – Ridgewell

Bowyer – Ferguson
Gardner – McFadden – Larsson
Jerome

Þarna erum við að tala um leikreynda varnarjaxla á miðju og í öftustu línu en öskufljóta sóknartengla og grimman framherja. Stjóri liðsins, Alex McLeish, er að mínu mati að ná verulega góðum árangri með þetta lið. Þeir eru afar yfirvegaðir, gefast aldrei upp og eru verulega skeinuhættir í skyndisóknum sínum. Á bekknum held ég að þeir geymi Chucho Benitez sem hefur hæfileikann í að koma inná og skipta sköpum.

Svo við erum að fara í alvöru verkefni í keppninni um CL sætið.

Okkar lið er að koma úr hörkuleik í Lissabon og ljóst að sá leikur gæti þýtt breytingar á byrjunarliðinu okkar. Það virðist vera eitthvað að hrjá Aquilani karlangann og allsendis óvíst hvort hann er leikhæfur. Ég er á því að ef að hann vantar verði Gerrard skellt niður á miðjuna og Maxi komi inn í byrjunarliðið aftur. Sem þýðir þá eftirfarandi uppstillingu:

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Insua

Mascherano – Gerrard
Kuyt – Maxi – Babel
Torres

Bekkur: Cavalieri, Benayoun, Kyrgiakos, Ngog, Aquilani, El Zhar, Lucas.

Auðvitað gætum við séð Lucas inni og þá líklega Babel úti, en ég er á því að svona verði lagt upp.

Þessi leikur verður ekki fljótandi hraður fótbolti, heldur stöðubarátta á miðjunni og þar vinnst leikurinn og tapast. Bæði lið leggja upp á svipaðan hátt og það verður í fótum miðjumannanna að ná yfirhöndinni og þrýsta á vörn heimamanna.

Fernando Torres verður eins og áður í lykilhlutverki. Varnarmenn Birmingham verða seint kallaðir klókir, hægir og eru klaufar í fótunum og því verður lykilatriði að fara á þá á fullri ferð. Sérstaklega vona ég að við sjáum Babel fara á Carr gamla í bónusgírnum! En ef við ætlum að fara að negla eitthvað háum boltum eða löngum stunguboltum munu þeir hafa það gott.

Liverpool hafa ekki haft það gott á útivöllum vetrarins, í raun er alveg ástæða til að hafa töluverðar áhyggjur af þessum leik eftir töluvert álag á fimmtudaginn og þá staðreynd að við höfum ekki unnið á útivelli á árinu 2010. Síðasti útisigur var í Birmingham, á Villa Park 29.desember!

En okkar lið hefur verið að sýna töluverð batamerki að undanförnu og ég hef fulla trú á því að við náum að hirða þrjú stig með 0-1 eða 1-2 sigri í hörkuleik.

KOMA SVO!!!!!!!!

25 Comments

 1. jæja nú duttu ein úrslit á okkar veg með því að sunderland tóku tottenham með marki frá bolo zenden. núna er það að nýta sér þetta og taka birmingham á morgun. ég ætla að segja 3-0 .

 2. Flottir hlutir að gerast í dag sem ég vona að kveiki í okkar mönnum sem koma bandbrjálaðir til leiks á morgun. Ég spái því að fyrsti útivallarsigurinn komi á morgun. Þetta verður mjög erfitt en ég held að Liverpool hafi þetta 0-2 eða 1-3.
  Forza Liverpool

 3. Ég er sammála pistlahöfundi með byrjunarliðið og vonandi að við munum keyra á þá frá fyrtu mín og setja allavega 2 fyrir hálfleik. Ég held að það muni nást útisigur á morgun og baráttan um þetta 4 sæti fera að verða rosaleg og við bara megum alls alls ekki við því að tapa stigum, ég fer að hafa minni áhyggjur af Tottenham en ég hef hrikalegar áhyggjur af Man City enda virðast þeir ætla að gefa allt í þetta og einnig Aston Villa.

 4. Vááá hvað það er must að vinna þennan leik á morgun eftir að tottenham klikkaði í dag.Ég hreinlega veit ekki hvernig þetta mun fara á morgun ég ætla bara að vona það besta og treysta á my man torres að hann klári þetta fyrir okkur.Ég vill ekki sjá lucas í liðinu á morgun og kannksi það sé lika tími til að láta Benna Jón byrja held að hann gæti spólað upp þessa vörn hja birnigham

  Koma svo liverpool ég stend enþá á mínu að ég ætla að kaupa Dirk Kuyt Bol ef við naum 4 sæti

 5. Bara verðum að taka þennan leik, sáttur með uppstillingu, og ef einhver er ekki að spila vel þá skipting strax, HEYRIR´ÐU það Rafa B SKIPTA STRAX Tökum þetta 0-2 Torres með bæði.

 6. Sælir félagar

  Fín upphitun og ég er sammála henni í einu og öllu. Það er ekkert um að ræða nema sigur. Þetta verður drulluerfitt gegn massívu liði Birm. En ef stígandin í leik liðsins heldur áfram þá ætti þetta að hafast. Spái 1 – 3.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 7. Við tökum Birmingham á morgun 0-3.

  Annars hef ég mestar áhyggjur af City sem er gersamlega að slátra Burnley á fyrstu mínutunum.

 8. Jæja, Man City virðast vera öruggir með sinn sigur þannig að við verðum 5 stigum á eftir þeim eftir leikinn og búnir með jafn marga leiki.
  Við einfaldlega verðum að vinna Birmingham á morgun til að hafa raunsæjan séns á 4. sætinu. Við vinnum leikinn á morgun 1-2 eftir mörkum frá Torres og Kuyt.

 9. Ég er sammála liðsuppstillingunni. Ég held að Maxi verði notaður því hann getur ekki verið með í miðri viku, og það sama gildir um Babel. Einnig held ég að Babel verði góður, því hann ætlar sér örugglega að biðja stuðningsmenn afsökunnar á rauða spjaldinu með góðum leik núna. Ég ætla að spá því að við höfum þetta 3-0 frekar þægilega.

 10. 10 ingimar; Carr er víst enn að spila þarna…allavega segir wikipedia það 😉

 11. Sælir
  Þó að það sé ekki beint um leikinn þá verð ég að segja að Babel hefur vaxið í áliti hjá mér undanfarið. Af hverju, jú hann hefur barist vel fyrir liðið og meira að segja sýnt pínu varnartakta, hann hefur alltaf haft boltatækni og hefur sýnt hana vel að undanförnu, hann hefur spilað þegar annar maður er í betri stöðu…… og rauða spjaldið hans sýndi að hann er tilbúinn að verja félaga sinn í liðinu. Þó að hann hafi fengið rautt spjald fannst mér þetta sýna þann félagsanda sem manni hefur fundist vanta hjá honum. Svo sér hann strax eftir þessu, biðst afsökunar og segist hafa brugðist liðinu. Þetta gefur mér vonir um að hann sé að þroskast og við förum bráðum að sjá allar hans bestu hliðar.

 12. 0-2 á móti birmingham á morgun. Verðum að halda hreinu, pota inn eins og tveimur kvikindum. Vona það besta. Hrekja burt útivallardrauginn.

  YNWA

 13. Þetta er ekkert alvöru cl verkefni eitt né neitt, þetta er Birmingham for crying out loud!

  Ef við spilum okkar bolta, þá vinnum við. Ef við spilum varnarsinnað ala Benitez þá strögglum við.

  Mitt óskalið:
  Reina
  Johnson – Carra – Agger – Insua
  Mascherano – Aquilani
  Maxi – Gerrard – Babel
  Torres

  Ef Aquilani er ekki með, þá Gerrard niður og Benayoun in. Engan Lucas eða Dirk Kuyt takk fyrir!

  Ætla vona að Benitez haldi pung og þá vinnum við örugglega 0-3. Ef ekki þá verður þetta 1-1 ströggl.

 14. er sérstaklega sáttur með partinn um OT og gamla rauð , en við tökum þetta , gleðilega páska YNWA!!

 15. Veit einhver hvort það sé einhver búlla opin á höfuðborgarsvæðinu sem sýnir leikinn?

 16. PÁSKADAGUR gleðilega páska
  KL.12.15 Hibernian-Celtic
  KL.14.00 Birmingham-Liverpool
  KL.15.00 Everton-West Ham
  KL.17.00 Racing Santanter-Real Madrid
  KL.19.00 Atletico Madrid-Deportivo

  Þetta var á síðunni hjá Players

 17. Benitez hefur aldrei náð að vinna Birmingham sem stjóri Liverpool…. Þetta er eina liðið sem hann hefur ekki unnið…. þar sem afi og amma eru löngu hætt að gefa mér páskaegg þá myndi ég þyggja sigur á Birmingham í staðinn.

 18. Góð upphitun, þetta verður að vinnast í dag en eitt er víst að það verður erfitt Birmingham er með hörkulið og það sem verra er að við höfum aldrei unnið þá undir stjórn Benitez en það breitist vonandi í dag… Ég spái því að þetta verði mikill báráttu leikur og að við vinnum á endanum 1 – 2
  Áfram Liverpool…

 19. Að vísu vann Liverpool Birmingham í Carling Cup 2006 – 2007 en hinir leikir hafa endað í jafntefli. Leiðréttið mig endilega ef ég er að fara með vitleysu, og svo vinnu við náttúrulega NÚNA jess .

 20. Yossi Benayoun, Sotirios Kyrgiakos and Maxi Rodriguez come in against Birmingham this afternoon – a game you can listen to live from 2.55pm BST.

  Daniel Agger, Javier Mascherano and Ryan Babel all make way.

  The Liverpool team in full: Reina, Insua, Johnson, Carragher, Kyrgiakos, Lucas, Gerrard, Rodriguez, Benayoun, Kuyt, Torres. Subs: Cavalieri, Agger, Aquilani, Babel, Ngog, Degen, Mascherano.

  Þar höfum við það.

 21. öööö masch á bekknum ?? hvað er málið með það !! , hann er búinn að vera jafnbesti leikmaður liverpool á leiktíðinni og núna er að duga eða drepast þá finnst mér ekki sterkt að taka masch útúr liðinu , ef að þetta er hugsað sem hvild fyrir hann þá er ekki nema mánuður í sumarfrí og þá geta þeir allir hvílt og farið í verslunarferðir með kellingunum sínum .

Benfica 2 – Liverpool 1

Liðið gegn Birmingham