Liðið gegn Benfica

Fátt sem kemur á óvart. Maxi er ekki löglegur í þessari keppni og fer út fyrir Lucas. Babel er áfram í liðinu á kostnað Benayoun sem er á bekknum með Hercules og nokkrum ungum pjökkum.

Reina

Johnson – Carra – Agger – Insua

Mascherano – Lucas
Kuyt – Gerrard – Babel
Torres

Bekkur: Cavalieri, Benayoun, Kyrgiakos, Ngog, Plessis, El Zhar, Pacheco.

61 Comments

 1. Merkilegt miðað við hvað Rafa talar endalaust um að ná einhverju balance í liðinu að hann skuli endalaust hafa Lucas áfram á miðjunni með (undirstrika þetta með) Masch, þar sem að það skapar undarlega mikið ójafnvægi í liðinu. Fyrir mér var t.d. fullkomið jafnvægi í liðinu gegn Sunderland en núna finnst mér eins og Rafa hafi bara ekki horft á þann leik, smb. ummæli hans um að færa Stevie aftur ef hann vildi og svo núna smella Lucas inn og skapa þetta fullkomna ójafnvægi í liðinu.

 2. Mér sýnist þetta vera sterkasta liðið sem við mögulega getum stillt upp í þessum leik. Þetta gæti verið sama gamla uppstillingin eða 4-4-2 með Kuyt uppi með Torres, en hvort heldur sem er þá er ég viss um að við munum setja allavega eitt mark í þessum leik…svo er spurning hvort að við fáum einhver á okkur 😉

 3. Með þessa miðju verður fast & free-flowing football í boði hússins…það er klárt. Jæja, ég ætla að taka bjartsýnina á þetta…uppstillingin mun henta á móti þessu Benfica liði og við vinnum 1-2. Torres og Babelinn setja hann.

 4. Er viss um að það eru nokkrir nú þegar byrjaðir á pistil um það hvernig Lucas klúðraði leiknum ef ske kynni að við myndum tapa þessum leik.

  Vona bara að ef þetta verður steingelt hjá okkur og Lucas verður með skítakleprana í hnakkahárunum að Rafa þrjóskist ekki of lengi á því að breyta liðinu og skipti Benajew inn á fyrir hann þá strax í hálfleik.

 5. þetta er fokking léleg uppstilling !!! uppstillingin á móti sunderland var að virka vel! nú er maxi ekki með. af hverju setur hann þá ekki kantmann inn fyrir kantmann í staðin fyrir að bæta við öðrum miðjumanni. hefði vilja sjá benna fyrir maxi

 6. Erum við að tala um snildarmark eða hvað??? Agger setur boltann inn með hælnum 😀

 7. Sællll, ef þetta kallast ekki árás þá veit ég ekki hvað árás er…

 8. Babel með rautt???? Getur einhver sem hefur góða þekkingu á reglunum útskýrt af hverju Babel fær rautt en Luisao gult?

 9. Held það geti enginn sagt til um það. Ekki einu sinni sá sem samdi reglurnar.

  Þarna var bara um heilatognun að ræða hjá dómaranum. Eða aprílgabb eins og Gummi Ben sagði 🙂

 10. Þetta hlýtur að vera apríl gabb… miðað við meðferðina sem Torres fær þarna frammi allavega, oftar en ekki lamið í andlitið á honum og ekkert dæmt…

 11. Er dómarinn Hollenskur og skildi hvað Babbel sagði ? Það er víst betra að láta verkin tala í stað þess að tala einog Babbel, hægðir

 12. Ekki slæmur árangur, dúndra niður Torres sem vel hefði getað meiðst við þetta og ná Babel útaf með því að rífa kjaft við hann. Stórkostlegur fótboltamaður.

 13. Dönsku þulirnir skildu ekki af hverju Babel fékk rautt…allavega geta þeir ekki útskýrt þetta. En við erum komnir með eitt mark á útivelli og núna getum við gert það sem við getum gert mjög vel, verjast andstæðingnum og beitt skyndisóknum (AKA langir boltar á Torres).

 14. rautt spjald og svo dæmd rangstæða… hvað er í gangi með þessar dómaradruslur???

 15. ekkert allt og viss með þennan rangstöðudóm fannst þetta kuyt ekki hafa áhrif ef hann var þá einhvað rangstæður

 16. Þetta var mjög skrítið….ég gat ekki betur séð en dómarinn veifar gula spjaldinu í annað sinn á Luiz og síðan strax rauða og horfir á hann á meðan. Luiz virðist taka þessu rauða spjaldi á sig og ríkur í burtu……. Síðan er bara eins og dómarinn skiptir um skoðun og víst hann var búinn að veifa rauða þá varð hann að klína því á einhvern, Babel. Babel átti alveg skilið gult fyrir þetta en ekki meira en það….

 17. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst nú óþarfi fyrir leikmenn að setja hendur í andlit andstæðingsins. Það bíður bara upp á að fá rautt spjald. Hvað þá þegar menn gera það tvisvar sinnum með dómarann sér við hlið!

 18. Og svo fær Insúa gult fyrir að taka í hendina á Benfica manninn :@ Insúa tók að því er mér virtist í hendina á honum þannig að hann væri nú bara að reyna við hann, ekkert meira en það 😛

 19. þetta er einhver mesti dómaraskandall sem ég hef séð ! BULL og vitleysa.

  Ég var viss um að lui bjáninn fengi rautt, en babel átti aldrei að fá meia en gult.

  markið var í góðu lagi – kuyt hafði engin áhrif.

  og gult á insua ????? hann kom varla við hann – þetta er fáránlegt !

  En við klárum þetta 1-3.

 20. Þetta er algjörlega viðbjóðsleg dómgæsla. Þetta er bara heyksli. Það þurfti að halda Luzio svo hann réðist ekki á Babel. Þvílík og önnur eins ævintýraleg heimska og vilteysa að reka Babel útaf en hitt fíflið fær að hanga inna. Það á að setja dómara í bann fyrir svona viðbjóð.

 21. 30 Gerrard, ég held að Insúa hafi fengið gult fyrir viðreynslu enda er kynferðisleg áreitni ekki liðin í fótbolta 😛

 22. Verulega flott frammistaða á erfiðum útivelli þessar 45 mínútur!

  En dómgæslan er alveg fáránleg og ég veit ekki hvaða dómaraguð veifar okkur að ofan þetta árið. Hvert ruglið af öðru, fáránleikinn alger að sveifla ekki öðru gulu á Luizao fyrir framganginn eftir brotið og Babel átti í mesta lagi að fá gult. Rangstöðudómarinn er einfaldlega rangur!!!

  En koma svo, þetta er í fínum málum….

 23. Held að það hljóti bara að vera lægð í Sænsku-efnahagslífinu núna. Sumir búnir að missa fastastarfið sitt og þurfa að bæta það upp með góðum launum fyrir aukavinnuna. Ef svo er ekki er aðeins eitt að segja við þennann dómara: Don´t quit your day job!

 24. Er þetta kannski hinn árlegi “Respect campaign” leikur, óheppnir að lenda alltaf á honum.

 25. Gleimum ekki hversu erfiðu vekefni við erum í … þrátt fyrir að dómararnir blári og hvási á moti eins og þeir mögulega geta þá er staðan klár 0-1 fyrir okkur í fyrri hálleik… ekki slæmt það!!!

 26. Ég hugsa nú að dómurinn hafi samræmst reglunum. Þ.e.a.s. að það á örugglega að taka hart á því þegar menn eru með hendurnar á lofti (ævintýraleg heimska hjá Babel að bjóða upp á þetta) og það væri hægt að meta brotið á Torres sem gult spjald. Hins vegar sér hver kjaftur að tæklingin hjá Luisao var mun hættulegri en klappið hjá Babel.

  Ps. Minnti þetta einhvern annan á rautt spjald sem Reina fékk fyrir nokkrum árum þegar hann klappaði Robben?

 27. Ég held að sænskir dómarar séu einfaldlega að dæma sjálfa sig úr leik í evrópukeppnunum!!!! Spurning að kíkja á sænsku þýðinguna á reglunum, hún hlýtur að hafa varið forgörðum einhversstaðar á leiðinni frá FIFA!!!!!

 28. Þegar leikmaður snertir andlitið á öðrum leikmanni er það bara rautt spjald, þannig er það bara.

  Ef Lúcio hefði komið við andlitið á Babel og fengið gult þá væru nú 30 athugasemdir á þessari síðu þar sem allir væru að væla yfir því að hann hefði ekki fengið rautt.

  Babel hegðaði sér heimskulega, so be it!

 29. Ég er að segja ykkur það, ef við fengjum Cardozo til okkar í sumar þá værum við set með sóknina næsta vetur. Hann hefur verið óheppinn (sem betur fer) með skot og skalla í dag en hann hefur átt nærri 70% færa Benfica í leiknum.

 30. Ein spurning… af hverju lendir liverpool alltaf í svona rosalega miklum vanda þegar við fáum á okkur hornspyrnur eða aukaspyrnur á okkar vallarhelmingi?? Það er án undantekningar sem andstæðingarnir fá dauðafæri upp úr þessum atriðum. En svo þegar liverpool fær aukaspyrnu eða hornspyrnu þá oftast bara fuðrar það út í loftið og engin hætta…

 31. Hvað er að gerast í þessum leik eiginlega, var hann ekki rangstæður þegar það er brotið á honum??????

 32. Var ekki rangstæða í aukaspyrnunni??

  Og var leikmaður Benfica ekki kominn langt inn fyrir teig þegar vítið var tekið…..Meiri dómaraskandallinn

 33. Aimar var kolrangur og því fáránlegt víti, en Sigurgeir, oft hef ég verið sammála þér, en í þessum leik, erum við þá ekki búnir að skora 2 mörk eftir aukaspyrnur? þó annað hafi reyndar ranglega verið dæmt af

 34. 45 Pétur, markið var eftir aukaspyrnu frá Gerrard…en þetta var á svipuðu svæði

 35. Pétur F. jú vissulega erum við búnir að skora tvö mörk eftir aukaspyrnur en hvað eru Benfica búnir að fá marga fria skalla eftir föst leikatriði?? Nánast alltaf leikmaður laus hjá þeim inní teig…

 36. Neeejjjj Torres….í 9 af hverjum 10 tilraunum hefði hann klárað dæmið..:S

 37. Þetta víti var ólöglegt sjáið leikmanninn við hliðina á Insúa kominn hálfa leið að markinu…

 38. Já, Sigurgeir, var nú meira að meina seinni hlutann hjá þér, þ.e. að það kæmi aldrei neitt út úr okkar föstu leikatriðum. Hitt er rétt

 39. Það sem er samt að fara mest í taugarnar á mér er hversu mikið Benfica menn mega sparka aftann í okkar menn endalaust án þess að fá nokkra áminningu fyrir það. Einstaka sinnum er dæmd aukaspyrna en hvar eru spjöldin fyrir þetta. Ég hefði haldið það þegar leikmaður er búinn að gera þetta heilan leik þá væri nú kominn tími til að spjalda hann. Þessi blessuðu uppsöfnuðu spjöld hefðu átt vel við í þessum leik!

 40. Hvur fokking andskotinn. 2-1 fyrir Benfica, dæmigerð óheppni/klaufska hjá Carragher á þessu tímabili. Væntanlega mun Ngog klára þennan leik fyrir Liverpool eins og venjulega!

  Þetta með föstu leikatriðin hefur m.a. ýmislegt að gera með sjálfstraust og leikskipulag. Til að skora úr föstum leikatriðum þurfa menn að vera 100% ákveðnir inní teignum, rugla talninguna, koma varnarmönnum á óvart og taka sénsa til að skora. Rafa Benitez leyfir mönnum bara ekki að taka áhættur. Jafnvel þegar við erum að taka aukaspyrnur við teig andstæðinganna er allt Liverpool liðið með hugann við varnarfærslur og að halda hraðanum niðri… + Það að við létum Hyppia fara í fyrra og erum með eitt hægasta og lágvaxnasta liðið í enska boltanum.

  2-1 er svosem enginn heimsendir en þetta Benfica lið getur vel skorað á útivöllum og þetta verður erfitt á Anfield en ef Torres verður í stuði og Aurelio loksins heill þá eigum við mjög góðan séns að komast áfram.

  Burt með Benitez. Áfram Liverpool.

 41. Nohhh … bara stóri sénsinn… Benni fær 4 mín… ætli hann þurfi að fara í sturtu með strákunum eftir leik……

 42. hr benitez sem á að vera taktískur snillingur en átti ekki til eitt einasta svar þegar að hann missir mann útaf , að vísu ranglega en þetta fannst mér vera merki um að hans tromp eru af skornum skammti . annars eru þessi úrslit langt frá því að vera heimsendir þar sem að þetta lið fær ekki sömu dómaranna og anfield á evrópukvöldi er erfitt vígi að brjóta ….

 43. Hlægileg neikvæðni hér á ferð!

  Benfica er alvöru fótboltalið og það að tapa 1-2 með tveimur vítum eftir dómaraskandal í fyrri hálfleik er vel ásættanlegt.

  Benfica fékk varla eitt færi úr opnu spili, lið sem er langbest í Portúgal, mörgum mílum betra en t.d. Porto.

  Taktíkin gekk upp hjá LFC í 77 mínútur í þessum leik og því miður náði Torres ekki að skora úr sínu dauðafæri og Carra varð of bráður. Flott frammistaða í svaka leik á erfiðum útivelli.

  En þetta er auðvitað ekki búið, Benfica er afar sterkt skyndisóknalið og mun verða skeinuhætt á Anfield.

 44. Ég vona að menn fari ekki að hrauna yfir Benitez eftir þennan leik. Mér fannst liðið verjast vel eftir að þeir urðu einum færri og fengu á sig ansi vafasama vítaspyrnu þar sem að mér fannst Aimar vera kolrangstæður þegar brotið var á honum.
  2-1 eru ágætis úrslit eins og leikurinn þróaðist og þrátt fyrir einbeittan vilja dómarans að Benfica myndi fara með stærri sigur. Maður hreinlega trúir ekki að svona dómgæsla skuli vera í boði í Evrópukeppni.

 45. Er hægt að kvarta? 15-5 í skotum á ógnarsterkum heimavelli Benfica. Einum færri í 60 mínútur. Tvö lið að spila fótbolta en einn trúður þvældist fyrir.

 46. þessar sænsku kjötbollur fóru nú allveg með þetta, en ég er sammála #56

 47. Sammála Magga, óþarfa neikvæðni.

  Ósammála Magga aftur á móti með að Benfica skuli ekki hafa fengið eitt einasta færi úr opnu spili. Núna hlýtur þú að vera að grínast Maggi?

  Cardozo 2-3 svar í fyrri hálfleik í góðum sénsum. Agger rétt missir af boltanum og Cardozo skóflar honum yfir. Skalli yfir markið í úrvalsfæri einnig. Di Maria með gott skot sem Reina ver mjög vel og Glen Johnson hreinsar. Þeir fengu alveg sína sénsa í þessum leik Maggi minn:)

  En 2-1 eru alls ekki vond úrslit, langt í frá.

  Dómgæslan auðvitað sér kapítúli út af fyrir sig.

 48. Fyndið að sjá Magga sitja í fílabeinsturninum sínum og finnast skoðanir annarra hlægilegar. Geturðu ekki bara sætt þig við það Maggi að það eru ekki allir sáttir við meðalmennsku? Auðvitað var þetta erfitt eftir að við urðum einum færri og dómarinn hjálpaði okkur ekkert í þessumleik en við gáfumst upp og pörkuðum rútunni uppvið markið okkar. Skotgrafahernaður ala Houllier. Þetta er kannski eitthvað sem þú fílar en ég get ekki sagt að ég sé ánægður með eþtta og geturðu ekki bara virt það?

  Að stilla Benifica upp sem einhverju stórliði get ég ekki verið sammála. Ég er ekki að segja að þetta séu eintómir aumingjar, en þetta er ekki beint Barca, Real eða Inter sko!

Benfica á Estádio da Luz

Benfica 2 – Liverpool 1