Benfica á Estádio da Luz

Árið 2006 var Liverpool F.C. ríkjandi evrópumeistarar, sem slíkir komumst við bakdyramegin í meistaradeildina þrátt fyrir að hafa lent í 5.sæti í deildinni 2005 en þurftum að byrja titilvörnina um sumarið í fyrstu umferð gegn stórliði TNS frá Wales. Hægt og rólega vann Liverpool sig áfram í keppninni og rúllaði t.a.m riðlinum sínum upp sannfærandi og voru heppnir þegar dregið var í 16.liða úrslitum. Við fengum Benfica.

Það þarf líklega ekki að minna marga á að Benfica vann sinn heimaleik 1-0 með marki sex mínútum fyrir leikslok og vann síðan líka leikinn á Anfield 0-2. Þeir semsagt SLÓGU okkur út, bókstaflega. Bölvaðir. Í fyrri leiknum fékk Sissoko spark í smettið sem varð til þess að óttast var að hann myndi tapa sjón á öðru auganu.

Að vanda ætla ég ekki að einbeita mér um of af okkar mönnum í upphitun fyrir þennan leik  heldur andstæðingunum, enda ekki of oft sem við mætum liðum á borð við þau sem við höfum mætt í Europa League.

Benfica er þó auðvitað töluvert þekktari klúbbur heldur en fyrri andstæðingar okkar í t.d. Debreceni og Unirea Urziceni og hefur Liverpool t.a.m. fjórum  sinnum áður í sögunni  spilað við Benfica í Evrópukeppni.

Sport Lisboa e Benfica kemur eins og nafnið gefur til kynna frá stærstu borg Portúgal, höfuðborginni Lissabon. Félagið var stofnað árið 1904 og er síður en svo eingöngu í fótbolta, þeir eru líka með lið í íþróttum eins og körfu, futsal, blaki, handbolta, sundknattleik, ruðning, hjólreiðum og bara name it, ekki ósvipað og mörg lið hér heima eru að eyða óþarfa orku í. Á fyrri hluta síðustu aldar var Benfica t.a.m. mest þekkt sem gott hjólreiðalið.

Knattspyrnuliðið er þó að sjálfsögðu aðalatriðið hjá Benfica líkt og öllum öðrum liðum sem eitthvað vit er í og er liðið talið vera það vinsælasta í Portúgal og raunar eitt vinsælasta lið Evrópu ef út í það er farið. Þeir tilheyra “Topp 3” grúppunni í heimalandinu með nágrönnum sínum í Sporting Lissabon og erkifjendunum í Porto og hafa unnið bæði titil og bikar leiðinlega oft, deildina í 31 skipti og bikarinn í 24 skipti. Ekki nóg með að saga Benfica sé svona afgerandi sigursæl þá er þetta ennþá magnaðara í ljósi þess að deildarkeppnin í Portúgal hófst ekki fyrr en uppúr 1930. Þeir hafa síðan unnið meistaradeildina tvisvar sinnum sem er t.d. tvisvar sinnum oftar en t.a.m. Chelsea, Arsenal og Tottenham til samans.

Uppúr 1940 varð fótbolti aðalmálið hjá Benfica og liðið eitt það allra allra besta í landinu ásamt nágrönnum sínum í Sporting. Vinsældirnar urðu svo miklar að árið 1954 var byggt hið sögufræga vígi Estádio da Luz. Sá völlur sem var fjölnota íþróttavöllur  tók aðeins 40.þúsund manns til að byrja með en var fljótt stækkaður til að fleiri gætu borðið goðsagnir eins og Eusébio augum og tók þegar mest var um 125.þúsund manns, og það nánast engann í sæti. Árið 1987 er talið að um  135.þúsund manns hafi séð leik Benfica og Porto sem er það mesta sem selt hefur verið á leik hjá Benfica, og raunar bara í Evrópu.

Upp úr 1990 var farið að skylda lið til að hafa alla vallargesti í sætum og því tók völlurinn “bara” 78.þúsund manns eftir þær aðgerðir. Þessi sögufrægi völlur var síðan rifinn upp úr aldarmótum og í staðin var byggður nýr og glæsilegur 65.þúsund manna völlur með sama nafni sem m.a. hýsti lokaleik EM 2004.

Þakið á vellinum er hannað þannig að hann hleypir betur inn birtu og er þar af leiðandi sannarlega Leikvangur Ljósins (Estádio da Luz). Gamli völlurinn var hinsvegar skírður eftir hverfnu sem hann var byggður í.

En nóg um völlinn, gullöld Benfica var uppúr 1960. Liðið varð Evrópumeistari 1961 og 1962 og tapaði síðan þrisvar í úrslitum á þessum áratug. M.ö.o. liðið fór fimm sinnum í úrslit á sama áratugnum sem sýnir sæmilega hvað Eusébio og co voru ógeðslega góðir. Þeir meira að segja náðu að laða 18.þúsund manns á Laugardalsvöllinn þrátt fyrir að Valur væri að spila árið 1968. Þetta ár var Benfica valið besta lið Evrópu (af France Football) þrátt fyrir að hafa tapað úrslitaleiknum gegn einhverju ensku liði. Við tökum auðvitað frekar mark á frökkunum.

Eusébio og co unnu síðan auðvitað nánast alltaf titilinn heimafyrir á þessum tíma. Þetta lið er ástæðan fyrir því að Benfica er svona þekkt worldwide enn þann dag í dag, það fullyrði ég.

Frá 1994-2004 voru myrkustu ár Benfica, þeir unnu bara einn titil og lentu eitt árið í alveg sjötta sæti í deildinni!! Liðið var í miklum fjárhagsörðugleikum og tómu veseni. Undanfarin ár hafa þeir síðan verið að koma sterkir til baka og eru enn á ný eitt af topp liðunum í Portúgal og líta alls ekki illa út í Evrópu heldur.

Sem stendur er Benfica á toppnum í Portúgal sex stigum á undan Braga sem þeir unnu einmitt um helgina 1-0. Í fyrra komst liðið ekki í meistaradeildina og er ferðalag þeirra fram að leiknum gegn Liverpool því svona:

Undankeppni – Vorskla Poltava 4-0 (h), 1-2 (ú)

Riðlakeppni –

BATE Borisov 2-0 (h), 2-1 (ú)

AEK 0-1 (ú), 2-1 (h)

Everton 5-0 (h), 2-0 (ú)

32 liða úrslit – Hertha Berlin 1-1 (ú), 4-0 (h)

16 liða úrslit –Marseille 1-1 (h), 2-1 (ú)

Eins og sjá má á þessu erum við að tala um ágætis lið sem þeir hafa verið að spila við og var ég t.a.m. búinn að gleyma þeirri ánægjulegu en þó smá ógnvænlegu staðreynt að Benfica flengdi Everton með písk 5-0 á þessum fáránlega sterka heimavelli sínum.

Þetta er hressandi engu að síður

Það eru nokkur vel þekkt nöfn í þessu Benfica liði og eru t.a.m. markahæstu menn í Evrópukeppninni þetta árið sóknarmennirnir  Cardozo (7), Saviola litli (6) og undrabarnið Ángel Di María (4).

Líklegt byrjunarlið hjá þeim gæti hljómað einhvernvegin svona:

Quim

Pereira – Luisao – Luiz – Conetrao

Garcia – Ramires
Aimar – Saviola – Di Maria
Cardozo

Quim er fyrrum landsliðsmarkmaður Portúgala með 32 landsleiki. Pereira er sókndjarfur bakvörður frá Uruguay og fastamaður í landsliðinu, Luisao og Luiz eru traustir og öflugir miðverðir sem báðir eru fastamenn í landsliði Braselíu. Þeir hafa bara spilað með Benfica í evrópu en eru eftirsóttir mjög. Coentrao er ungur bakvörður sem hefur verið mikið á láni undanfarin tímabil. Hann er þó kominn í liðið núna og á einn landsleik fyrir Portúgal þú þegar.

Javi Garcia er spænskur miðjumaður ættaður úr Real Madríd og hefur spilað með öllum yngri landsliðum Spánar. (svekkjandi kannski að vera uppi á sama tíma og Alonso, Iniesta, Fabregas, Silva, Xavi og co.).  Ramires er enn einn Brassinn sem þeir hafa keypt ungan frá heimalandinu. Portúgalska er móðurmál Brassa og því kjörið fyrir þá að byrja í Portúgal þegar þeir stökkva yfir til Evrópu. Ramires hefur spilað 10 landsleiki fyrir Braselíu og er bara ´87 módel.

Argentínumennina þrjá höfum við síðan alla heyrt mjög mikið um, Aimar er legend í Valencia og sá leikmaður sem Benitez byggði lið Valencia upp í kringum, með fínum árangri. Ég skil ekki enn afhverju við keyptum hann aldrei til Liverpool en kemst vonandi af því á morgun.

Saviola er síðan einn mesti næstum því leikmaður sögunnar en hann náði aldrei að festa sig í sessi hjá þeim liðum sem hann var í… sem reyndar hafa oft verið allra stærstu klúbbar heims. Hann ætti að vera nokkuð stórt nafn í þessu Benfica liði engu að síður og er auðvitað stórhættulegur.

Þriðji samlandi Mascherano er síðan Angel Di María, eitt allra mesta efni Evrópu í dag og leikmaður sem óttast er að fari til Helvítis, 40km frá Liverpool.

Frammi er síðan Paragvæinn Oscar Cardozo, hann er maðurinn í heimalandinu og hefur verið sterkur í Benfica, sem er eini evrópski klúbburinn sem hann hefur spilað fyrir.

Fyrirliði liðsins er síðan Nuno nokkur Gomes fyrrum vonarstjarna Portúgal og bjáni sem sagðist ekki vilja fara til Liverpool á sínum tíma.

Þjálfari Benfica er síðan Jesús (oft kallaður Jorge Fernando Pinheiro de Jesus) en hann tók við liðinu sumarið 2009 og var áður stjóri hjá Beleneses og Braga og stýrði þeim liðum báðum í evrópukeppni.

Saviola hress

Ef við skoðum síðan önnur afrek Benfica er gaman að geta þess að þeir rétt svo merja SStein og félaga í Liverpool klúbbnum á Íslandi hvað varðar fjölda klúbbmeðlima. Það eru nú yfir 200.þúsund borgandi meðlimir í aðdáendaklúbbi Benfica sem er talið vera það mesta sem gerist í þessum fræðum í Evrópu, en það eru um 3.þúsund í Liverpool klúbbnum á Íslandi sem er þó á rjúkandi uppleið og nær þeim líklega um áramótin.

Ef við snúum okkur að okkar mönnum er ekki nokkur lifandis leið að átta sig á því við hverju við megum búast, liðið hefur aðeins verið á uppleið undanfarið með endurkomu manna úr meiðslum og sigurinn á Sunderland var sá besti á leiktíðinni, hvað spilamennsku varðar. Raunar var það líka bara annar leikur hins sanna Liverpool á árinu.

Eins og staðan er núna er þó ekkert sem ætti að koma á óvart í okkar liði, Skrtel og Aurelio eru meiddir og Maxi í banni, aðrir ættu að vera heilir. Þetta Benfica lið er mjög léttleikandi og því býst ég við að vinsælasti leikmaður Liverpool um þessar mundir, Lucas Leiva komi aftur á miðjuna við hlið Mascherano.

Svona spái ég allavega byrjunarliðinu:

Reina

Johnson – Carra – Agger – Insua

Mascherano – Lucas
Kuyt – Gerrard – Babel
Torres

Svona “óttast” ég að liðið verði, semsagt Lucas inn fyrir Maxi Rodriguez sem er ólöglegur, annars sama lið og lék gegn Sunderland.

Spá: Vonum það besta, við eigum harma að hefna gegn þessu liði og við vinnum þá á eðlilegum degi. Ég segi 1-1 í þessum leik sem væru ágætis úrslit enda ekkert venjulega góður heimavöllur.

Babú


52 Comments

  1. Góður pístill ég held að við séum komnir með sjálfstraustið núna og ég held að við vinnum þennan leik 2-0 torres með bæði ég væri samt til í að sjá aqualini í stað lucas held að það myndi bæta sóknarleikin okkar.Og líka mér finnst eins og við eigum að nota hann í svona leikjum hann kostaði nú 20M en annars bara vona eg sigur og það að enginn meiðsli munu eiga ser stað í herbúðum LFC

    YNWA

  2. frábært framtak að eyða póstum sem stjórnendum finnst óþægilegt að lesa, þrátt fyrir það að menn séu að benda á sannleika. Þess vegna ætla ég að pósta þessu aftur:

    hahahahaha EF torres hefði verið heill hahahahaha. ok EF United hefði ekki misst 8 varnarmenn í meiðsli í einu værum við í geggjaðri stöðu. og EF Ronaldo hefði ekki farið til Real, og EF Cashley Cole hefði ekki fiskað auke gegn United og EF Drogba hefði verið dæmdur rangstæður í markinu.
    Þetta minnir mig á ummæli á RAWK sem ég sá, þar var tragedy hunter sem sagði að dómarar hefðu byrjað að vera lélegir á 90’s og eftir það, en hefðu verið góðir 70’s og 80’s, er það bara ég sem sé samasem merki milli árangurs tragedy hunters og Man Utd á þessum tíma? Þetta bara hlýtur að vera dómaraskandalar og hellingur af EF-um.

    BTW þeir sem halda því fram að Torres sé betri en Rooney, Drogba og Higuaín ættu að fylgjast með fótbolta en ekki bara Bindippers.

    og ef menn þurfa að eyða þessu er bara staðreynd að ég sé að hitta á veikan punkt, samt er víst í lagi að tala um manure.

    hvað er svonaólöglegt við það sem ég er að segja?

    innsk. Babú.
    Ég leyfi þessu að lifa þar til þessu verður eytt í fyrramálið. Fyrir það fyrsta er þetta ekki á nokkurn hátt tengt upphitun fyrir Benfica sem ég var bróðurpartin af kvöldinu að sjóða saman. Eins er þetta umræða á leiðinlegum kaldhæðisnótum sem er ekki að fara skila nokkrum árangri og ég raunar bara sé ekki þessa þörf þína að vilja endilega koma þessari mikilvægu skoðun þinni að.
    M.ö.o. það eru mikið til svona ummæli sem við erum að reyna að losa okkur við af Kop.is, viljum hafa umræðuna á hærra plani og það hefur verið marg ítrekað.

  3. Babu… ég verð bara að segja þetta eftir að hafa lesið allar upphitarnirnar fyrir uefa cup… Ég elska þig 🙂

    p.s. þó að þú búir á Selfossi 🙂

    • Babu… ég verð bara að segja þetta eftir að hafa lesið allar upphitarnirnar fyrir uefa cup… Ég elska þig 🙂

    Takk fyrir það, tek það skýrt og greinilega fram að í ljósi þessa er prófíllinn minn bara bull og yfirhalning…. ég heiti í raun Sigursteinn Brynjólfsson. 🙂

  4. Sjúddirarirei, til að svara loka spurningu þinni fyrir hönd allra siðaðra manna: Vegna málfars þíns, slakrar stafsetningar og skorts á rökum og almennri kurteisi. Held það dugi svona til að byrja með.

    Ef menn eyða kommentum þínum út, þá ættir þú að líta á það sem góðverk í þína (og raunar allra) þágu. Þá er greinilega einhverjum annt um að þú sért ekki að gera þig að fífli á opinberum vettvangi. Sú er ástæðan, en ekki sú að þú sért fundvís á veika bletti.

  5. en af hverju var póstinum eytt upprunalega? það var svar við öðrum póstum.

  6. <takk fyrir það, tek það skýrt og greinilega fram að í ljósi þessa er prófíllinn minn bara bull og yfirhalning…. ég heiti í raun Sigursteinn Brynjólfsson. 🙂

    Blessaður Sigursteinn Brynjólfsson, ég heiti Jói btw.. 🙂 Samt, ég er mjög ánægður með þessar upphitanir, vona að Aquilani fái að byrja þennan leik á kostnað Lucas (sem ég hef samt sem áður ekkert á móti) :).

  7. takk fyrir það, tek það skýrt og greinilega fram að í ljósi þessa er prófíllinn minn bara bull og yfirhalning…. ég heiti í raun Sigursteinn Brynjólfsson. 🙂

    Blessaður Sigursteinn Brynjólfsson, ég heiti Jói btw.. 🙂 Samt, ég er mjög ánægður með þessar upphitanir, vona að Aquilani fái að byrja þennan leik á kostnað Lucas (sem ég hef samt sem áður ekkert á móti) 🙂 .

  8. Sterkur heimavöllur ! ! ! !.. Iss , piss, Benitez hefur sýnt það áður að hann kann að ná góðum úrslitum á útivelli, í evrópukeppni. Ég þarf ekkert að fara nánar út í það hér.

    Ég vona að við náum að halda hreinu í þessum leik, það er fyrir mestu. Tökum þetta síðan á heimavelli, eða eða bara á útivelli. 😉

    Held við vinnum 0-1. Veit, það halda margir að ég sé óhóflega bjartsýnn, en ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik. Torres með mark LFC, hver annar.

    YNWA

  9. Ég vona eins og aðrir að Rafa þori að blása til sóknar, það hefur nefnilega virkað fjandi vel á heimavelli, en greyið heldur enn að þetta sé bara munurinn á heima og útivelli.

    Hvað Babu varðar er aðeins hægt að vona að G.Ben og félagar fylgi hans frammistöðu eftir í sumar og þá mun Selfossliðið sleppa við fall. Hvað sjúddirarirei varðar er varla hægt að segja neitt annað en dæmigerður manutd stuðningsmaður (vona að þetta komment verði ekki fjarlægt vegna svona slæms blótsyrðis). Hvað Torres varðar er hinsvegar rétt að benda á mínútur á milli marka og prósentur af mörkum liðs, ekki að það þurfi að benda á eitt né neitt svosem varðandi hans gæði

  10. Ég var á Anfield 8.mars 2006 þegar Benfica sló ríkjandi Evrópumeistara Liverpool út úr Meistaradeildinni. Það var frekar fúlt enda frumraun mín á Anfield. Simao Sabrosa, sem var nokkrum mánuðum áður nánast orðinn leikmaður Liverpool, skoraði fyrra markið sem var stórglæsilegt. Benfica verða erfiðir en þetta einvígi ræðst algjörlega af því hvort Liverpool langar að komast lengra í þessari keppni og það hugarfar ræður því á endanum hvort við vinnum hana í vor.

  11. Fyrst menn eru byrjaðir á afhjúpunum hérna, þá er bara best að halda því áfram, ég heiti í rauninni Gylfi Ægisson og biðst ég hér með formlegrar afsökunar á því að eitt af lögunum mínum sé byrjað að tjá sig hérna á síðunni.

    Annars er Toggi algjörlega með þetta.

    En frábær upphitun hjá Sigursteini, en kemur svo sem ekkert á óvart þegar sá snillingur á í hlut. Þetta verður erfiður leikur, engin spurning um það, og vonast ég eftir alvöru Evrópu útivallarleik hjá okkar mönnum, þ.e. spila þétt og næla inn þessu marki sem við þurfum. Er sammála uppstillingunni í upphituninni. 1-1 jafntefli yrðu góð úrslit.

  12. Já ég er sammála SSteinni að 1-1 væru fín úrslit allavega mun betra en að tapa 2-1 🙂

  13. Er ad koma heim fra Portugal i kvold, horfdi a Benfica vinna Braga i toppslag portugolsku deildarinnar a sunnudaginn.

    Thetta er storgott fotboltalid med MIKINN hrada framavid og Di Maria er verulega godur leikmadur, auk thess sem Saviola er i feykilegu formi. Their hins vegar virkudu frekar shaky varnarlega, serstaklega bakverdirnir, auk thess sem lidid er akaflega lagvaxid.

    Thad er svakaleg stemming fyrir leiknum i Portugal og thad verdur stutfullur vollur af argandi Portugolum. Mer syndist vedurspain ekki bjoda upp a mikinn kulda svo thad aetti ad vera i lagi.

    En vid erum orugglega ad fa alvoru leik! 2-1 tap i Lissabonn en tokum seinni leikinn og komumst afram.

    • Er ad koma heim fra Portugal i kvold, horfdi a Benfica vinna Braga i toppslag portugolsku deildarinnar a sunnudaginn.

    Þetta er annars nýtt hjá á kop.is, við ætlum að senda einn fulltrúa á hvern leik til að njósna um andstæðingana!! Pant vera næst 🙂

  14. Þeir hafa síðan unnið meistaradeildina tvisvar sinnum sem er t.d. tvisvar sinnum oftar en t.a.m. Chelsea, Arsenal og Tottenham til samans.
    Ég þurfti að lesa þessa setningu tvisvar til að ná henni 🙂

  15. En spadu i bullinu Babu ad fara heim i dag!

    Tekkadi a kostnadi vid ad framlengja um tvo daga og fa mida, ca. 120 tusund og eg guggnadi.

    Ef thetta verdur rosaleikur er verid ad tala um tunglyndi!

  16. Þetta verður örugglega spennandi og skemmtilegur leikur og ég vona að við fáum að sjá Aquilani á miðjunni frekar en Lucas, Lucas er alveg fínn leikmaður en ekki til þess að spila með Masch. Annars er ég sammála Babu með byrjunarliðið.

  17. Skemmtileg upphitun, mikið væri gaman að sjá Rafa stilla upp sóknarsinnaðri miðju (lesist: allt nema Lucas+Masch) svo maður nenni nú að sitja yfir þessum leik. Síðustu leikir hafa verið mun skemmtilegri en allt tímabilið til samans, fyrir utan kannski MU sigurinn.

    Selfoss verður síðan svakalegt í sumar, sjáiði til!

  18. Lucas hefur verið góður í erfiðum leikjum undanfarið og ég hef trú á því að masch og lucas muni reynast vel í að hamra á stórhættulegum mönnum eins og Aimar og Di María.

    Frábær upphitun Babú og geðveikt skemmtileg lesning!

  19. Samkvæmt aðalsíðunni er Aquilani með ökklameiðsli og verður ekki með gegn Benfica. Það er því ljóst að miðjan verður annað hvort Masch-Lucas, eða Masch-Gerrard. Ég held að hvor miðjan sem er geti staðið sig vel og hef því ekki miklar skammtíma áhyggjur, en ég er hins vegar farinn að skilja vel hversvegna Rafa hefur hlíft Aquilani svona mikið. Hann virðist ekki vera orðinn alveg heill og fit. Vonandi vinnur hann góða vinnu með sjúkra- og fitness þjálfurum í vetur, og kemur flottur til leiks næsta vetur. Hann hefur sýnt það á köflum að hann er klassa leikmaður, en hann þarf greinilega að styrkja sig og ná sér almennilega af þessum meiðslum.

  20. Meiðsli Aquilani eru þessi sömu og hrjáðu hann síðasta sumar. Þegar hann átti að vera frá í tvo mánuði en var svo frá í sex. Ekki gott. Annars var það alltaf vitað mál að Lucas myndi koma inn fyrir Maxi, það var borðliggjandi og eðlilegt á erfiðum útivelli í mikilvægum leik.

  21. Aquilani Ó Aquilani hvað er málið með þennan 20 milljón punda gler strák. Fyrst er hann meiddur svo veikur og svo er hann aftur veikur og nú er hann enn og aftur meiddur. Ef formúla mín er rétt eru allar líkur á því að hann verði næst enn og aftur veikur.

  22. Flottur pistill, mjög skemmtileg lesning. Ég held að allir geti verið sammála um að við séum ekkert að fara fá einhvern markaleik á morgun. Þetta Benfica lið er slatti erfitt heim að sækja og þess vegna þurfum við sterka miðju. Við þurfum að halda hreinu og setja svo kannski eitt mark á þá og byggja þetta á góðri taktík. Masch + Lucas kæmi mér ekkert á óvart og ég yrði ekkert óhress með það heldur þar sem þeir eru báðir fínir stopparar og við þurfum góða stoppara á móti þessu liði á útivelli. Svo geta Babel, Torres, Gerrard og Co sótt hratt á þá.
    Þetta verður hörku leikur, maður bíður spenntur.

  23. Núna er Rooney meiddur.

    Hvaða áhrif hefur þetta á United liðið. Ef þetta hefur lítil áhrif á United sem þýðir að það nær að vinna Bayern í næstu viku án hans og liðið nær að halda sér í toppbaráttunni á meðan hann er úti þá er United sterkara en Liverpool.

    Því þetta er nákvæmlega það sem við lentum í vetur með Torres. Ef hann hefði verið heill þá værum við í 1-2 sæti en ekki í 6 sæti. Það sést því á næstu 2-4 vikum á meðan Rooney er úti hvort United eða Liverpool er betra lið.

    Ef það er rétt sem United menn segja að breiddin sé meiri hjá þeim þá mun United slá Bayern út og verða enskur meistari þrátt fyrir meiðsli United.

  24. Þrátt fyrir að það sé örlítið óháð upphitun þessa leiks en þá finnst mér athyglisvert að Alex Ferguson gerði tvöfalda sókndjarfa skiptingu á 70 mínútu gegn Byern í stöðunni 0-1. Berbatov og Valencia fyrir Carrick og Park, sex mínútum seinna skora Byern og enda með að vinna leikinn. Ekkert hefur verið rætt um glórulausa skiptingu Ferguson, óháð því hvort hún hafi verið það í sjálfu sér. En nokkuð víst er að Benitez hefði fengið það óþvegið í fjölmiðlum fyrir slíkt.

  25. ekkert ofurbjartsýnn fyrir þennan leik, þetta Benfica lið virkar mjög sterkt og verður erfitt við að eiga… væri sáttur við jafntefli með mörkum… 1-1 eða 2-2 væri ágætt veganesti

    já greyjið Postulani það ætlar ekki af honum að ganga, er í flokki með brothættum postulíns-mönnum eins og Kewell, Aurelio, Owen og Redknapp

  26. Ég man ennþá hvað lýsarinn sagði þegar Simao skoraði fyrra markið gegn okkur. Benitez var náttúrulega brjálaður og hripaði eitthvað niður í vasabókina sína og lýsandinn hafði þá að orði: “What do you think he’s writing? Maybe a cheque?”

    0-4 fyrir Liverpool. Við erum hrokknir í gír gott fólk

  27. Zero #26, ekki gleyma því að United er í toppbaráttunni þrátt fyrir að hafa ekki getað stillt upp aðal varnarlínu sinni alla leiktíðina fyrr en núna. Vidic, Ferdinand, John O´shea allt menn sem hafa verið meiddir á sama tíma og í sitthvoru lagi, ég ætla ekki að kvitta undir það að Liverpool sé betra en United þó þeir vinni ekki deildina og falli út í meistaradeildinni, skulum ekki gleyma því að besti maður United fyrir utan Rooney er Sir Ferguson og hann er ALDREI meiddur… Berbatov væri allt eins líklegur að hrökkva í gang, United virðist hafa svör við öllu eða allavega síðastliðin ár.

  28. Frábær upphitun, skemmtileg lesning.

    Það skiptir nákvæmlega engu máli hvort Aquilani sitji uppi í stúku, inni í stofa heima hjá sér eða á bekknum. Rafa ætlaði aldrei að láta hann spila þennan leik. Rafa virðist ekki hafa nokkurn áhuga á því að nota þennan 20 milljóna punda mann. Stórfurðulega kaup, ekki í fyrsta sinn.

    Ég held að það sé nokkuð öruggt að fótboltamorðingjarnir Lucas og Kuyt spili þennan leik því miður. Þetta verður því líklega hrikalega leiðinlegur fótbolti sem við munum spila. En Fernando Torres er með svo ég spái okkur sigri.

  29. Þetta verður virkilega erfiður leikur, ég spái 2-1 tapi, við tökum þá svo á Anfield 2-0.

    Smá þráðarán, athyglisvert að skoða tölfræðina í PL.

    Torres: 18 goals in 1,641 minutes = 91.7 minutes per goal

    Rooney: 26 goals in 2,472 minutes = 95.1 minutes per goal

    Drogba kemur svo næstur með 95,8 m/p.goal.

    Spilaðar mínútur gera mig sorgmæddan. værum klárlega í betri stöðu með þennan mann í sama mín. fjölda og “heitasti knattspyrnumaður í heiminum í dag”. Ef Utd eru eins manns lið, þá ætti Torres að geta farið langt með að bera okkur 😉

  30. Liverpool hefur líka lent í vandræðum með sína varnarmenn. Aurelio, Skirtel, Johnson og Agger hafi allir verið meiddir.

  31. Snildar pistill!!!! .. mikið svakalega kætir það mann að sjá svona ítarlega samloku um það lið sem við erum að spila við og þekkjum ekki mikið til…
    Leikurinn fer 2-2 eða 2 – 1 .. Torres klárlega með fyrra markið og ef það seinna kemur þá smellir Johnson honum…

    Staðan hjá Babu er 6-0 fyrir þennan pistill

  32. Afsakið þráðránið en ég rak augun í þessa frétt á fótbolti.net http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=89333 . Þar kemur framað Riera muni EKKI fara til Rússlands og kemur einnig fram að hann sé ánægður hjá Liverpool. Gæti þetta þýtt að við munum fá að sjá hann spila í næstu leikjum, eða verður hann fastamaður á bekknum hjá varaliðinu?

  33. Var einmitt að lesa þetta … ég vona að hann verði tekinn í sátt og fái að spila. Mér finnst hann einfaldlega of góður leikmaður til að geyma á bekknum eða í varaliðinu.

    Ég meina … Benitez fyrirgaf Babel fyrir Twitter brjálæðið sitt hérna um daginn. Þó að Riera málið sé kannski öllu alvarlegra, þá held ég að þetta sé water under the bridge. Riera ætti náttúrulega að sjá sóma sinn í því að biðjast afsökunar á þessu, hafi hann ekki þegar gert það.

  34. Strákar ekki að ég vilji skemma þetta hjá fótbolta.net (eða sky)… en hvaða dagur er í dag? 🙂

    Kaupi svona á morgun

  35. Babu 37, ég var einmitt að spá í því hvort að ég ætti að taka þessu trúanlega vegna þess að það er jú fyrsti apríl, en það væri samt svo rangt að hafa þetta sem aprílgabb… þetta er frekar lygi en aprílgabb. Gott aprílgabb er Barthez til KR, ótrúlegt en samt mögulegt en samt ekki þannig að maður velkist aðeins í vafa. En þetta kom allavega smá umræðu aftur í þráðinn.

    En hvað væri gott aprílgabb hjá Liverpool??? Villa að koma? Torres meiddur (menn myndu allavega taka því trúanlega 😛 ), Gerrard að hætta eftir tímabilið, H&G staðfesta 100 milljóna króna innspýtingu í stríðskistu Benitez??? Æji ég veit ekki, einsog tímabilið er búið að vera þá er ekki hægt að taka aprílgabb á Liverpool vegna þess að sama hvað það væri þá myndi það koma einkar ílla út.

  36. Bölviðu skítseiðinn á Stöð 2 ætla að sýna körfuboltaleik á stöð 2 sport klukkan 19 djöfull þoli ég þetta ekki.

  37. Frábær upphitun, meiriháttar þegar menn leggja vinnu og metnað í að kynna sér andstæðingana. Hef góða tilfinningu fyrir leiknum. Hann verður á sport3.

  38. Ég er farinn að hlakka svakalega til. Ég vona alveg innilega að liðið haldi áfram að vera eins gott og í undanförnum leikjum, og að Torres haldi áfram að skora eins og hann fái borgað fyrir það.

  39. 40. Stöð2Sport sýnir líka Liverpool-leikinn. Á Stöð2Sport3 (11 á digital-afruglaranum) er hann sýndur.

  40. Páló, það eru alls ekki allir sem geta séð þessar aukastöðvar (algengt á minni stöðum á landsbyggðinni að það sé ekki í boði vegna tæknimála)

  41. Jahérna, datt ekki einu sinni í hug að þetta gæti verið aprílgabb …. finnst þetta asnalegt gabb ef svo er. Sá þetta nefnilega bæði á Soccernet.com og skysports.co.uk, er það kannski bara sama dótið?

  42. Er ótrúlega bjartsýnn fyrir þennan leik og spái 0-5 fyrir Liverpool og spái enn fremur að Lucas Leiva skora 1 stk mark

  43. frábær upphitun!

    Væri flott að bæta í upphitunirnar hvernig mótherjarnir hafa staðið sig í síðustu 5 leikjum, hvort þeir séu á winning streak eða hvort að þeir séu að ströggla.
    Ekkert mál fyrir mann að finna þetta sjálfur en það væri samt skemmtileg viðbót við annars fullkomna upphitun.

  44. Liðið komið

    Liverpool: Reina, Johnson, Agger, Carragher, Insua, Lucas, Mascherano, Kuyt, Babel, Gerrard, Torres. Subs: Cavalieri, Benayoun, Kyrgiakos, Ngog, Plessis, El Zhar, Pacheco.

  45. Nr. 48

    Vá var ég ekki búinn að segja þetta ? 🙂

    Efast reyndar um að ég hafi hitt 100% áður á liðið í upphitun.

  46. Afsakaðu þetta Babu, skil ekki hvernig þetta fór framhjá mér, saka yfirnátturulegri þynnku um þetta.

Liverpool 3 – Sunderland 0

Liðið gegn Benfica