Sunderland á morgun

Þessi upphitun kemur svo sannarlega seint og illa og er þar um að kenna almennu fermingarveislu tertuáti fram úr hófi. En það breytir ekki þeirri staðreynd að það er mikilvægur leikur hjá okkar mönnum á morgun. Úrslit dagsins voru nokkurn veginn eftir bókinni, nema hvað ég held að enginn hafi búist við svona stórum sigri hjá Chelsea á Villa, en ekkert óvænt við sigur Spurs á Portsmouth, það var kannski helst sem kom á óvart var óvænt jafntefli hjá bláu horbjóðunum gegn Wolves. Það var svo sem ekki við því að búast að mikið myndi breytast í baráttunni um fjórða sætið í þessari umferð. Þetta mun fyrst og síðast byggjast á því að okkar menn skakklappist til að spila eins og menn út þetta tímabil. Þetta er ekki flókið, við munum taka þetta 4 sæti ef við vinnum rest, en við vitum líka að lífið er ekki neitt voðalega einfalt, hvað þá fótboltinn.

En Sunderland eru búnir að vera á ágætis róli, allavega aðeins tapað einum leik af síðustu 9 leikjum, en reyndar aðeins unnið 2 af þeim, báða á heimavelli. Við eigum að SJÁLFSÖGÐU að vinna þennan leik ef allt væri eðlilegt. Ég hef verið nokkuð ánægður með liðið undanfarið, þ.e. hef sé mikil batamerki á liðinu. T.d. áður en vítið var dæmt gegn ManYoo the other day, þá fannst mér við hreinlega vera að fara að sýna svipaða greddu eins og við sáum á síðasta tímabili. Það er auðvitað áfall að hafa tapað leiknum, en ég hef þá trú að menn haldi áfram þar sem frá var horfið og nú skal enginn fokking sundbolti tryggja Sunderland sigurinn.

Óvenju fáir eru á sjúkralistanum fræga, Fabio er þar að vanda og Martin er að hjóla með honum í gymminu. Svo er Riera tognaður á heila og mun væntanlega ekki spila meira fyrir Liverpool FC. Aðrir eru nokkurn veginn heilir. Ég geri mér vonir um að sjá svipað approach hjá Rafa eins og í leiknum gegn Portsmouth á dögunum. Ég fór vel yfir þetta með honum fyrir þann leik og við vorum sammála um þá uppstillingu, vonandi verður það sama uppi á teningnum núna, eða allavega svipað. Ég ætla að spá því að Insúa verði vinstra megin (hörku samkeppni þar um stöðuna), Pepe verður í marki, Johnson hægra megin og CarrAgger í miðvarðarstöðunum. Maxi verður hægra megin og Yossi vinstra megin, Javier og Alberto á miðjunni, Stevie þar fyrir framan og svo Fernando fremstur. Málið látið.

Reina

Johnson – Carra – Agger – Insúa

Mascherano – Aquilani
Maxi – Gerrard – Yossi
Torres

Bekkurinn: Cavalieri, Kyrgiakos, Lucas, Kuyt, Babel, El Zhar og Ngog

Sókndjarft lið og sókndjarfur bekkur. Kannski lifir maður í draumaheimi, en ég ætla þá bara að lifa þar, enda gott að búa á þeim stað. Við þurfum 3 stig, ekkert meira (enda ekki í boði) og alls ekkert minna. Við megum ekki við neinum skakkaföllum, heldur þurfum við að raka inn stigunum og fylgjast svo spenntir með hvað gerist hjá keppinautum okkar. Þetta er algjörlega hægt, en til þess að þetta sé hægt þá verða allir að hafa trú á verkefninu, leikmenn þurfa að hafa trú, þjálfarar þurfa að hafa trú og við stuðningsmenn þurfum að hafa trú. Hafið þið heyrt af því að trúin flytur fjöll? Mér skilst meira að segja að þetta eldgos okkar hafi bara komið vegna þess að einhver hafði ofurtrú á að eitthvað slíkt gæti eflt ferðamannastraum til landsins. Segið síðan að þetta virki ekki.

Hvað eigum við að segja? 2-0, Torres með bæði.

25 Comments

  1. Verð í fermingarveislu þegar þessi leikur fer fram og veit ekki hvort það er gott eða slæmt. Annarsvegar missi ég af leiknum og hinsvegar fæ ég ekki hjartsláttartruflanir yfir honum heldur.

    Annars líst mér vel á þessa uppstillingu og segi að þetta fari 2-1.

    YNWA

  2. Engin ástæða til að svelta Babel. Hann hefur staðið sig gríðarlega vel að undanförnu, skorað mörk, gefið stoðsendingar og spilað heilt yfir mjög vel. Hann ætti klárlega að vera inni á kostnað Yossi að mínu mati. Annars er ég sammála liðinu og flott upphitun.

  3. ég myndi hafa liðið aðeins öðruvísi heldur en ssteinn ,Kyrjagos í hafsentinum með Agger það er bara ekki hægt að hafa carra þarna lengur fer hálfur leikurinn í að gefa boltan til baka á markmann greinilega orðinn of gamall þorir ekki að drífa boltann fram .Babbel á vinstri kannt yossi á hægri kant.Svo er ég ekki sammála að Riera sé tognaður á heila ég myndi frekar segja að ssteinn og Benites séu tognaðir á heila .Riera kom bara fram með sannleikann.Ég trúi því ekki að menn skuli ekki sjá hvað benitez er að gera vitlaust,Það sjá það flestir þar á meðal þeir erlendu þulir sem eru að lýsa leikjunum ,,samanber ,,,,hann Benites virðist skipta inná eftir klukkunni en ekki eftir stöðunni á vellinum svo að hann og fleiri eru tognaðir á heila….

  4. tognaður #8 sagði allt sem segja þarf, þar fer púllari sem segir sannleikann nákvæmlega eins og hann er og kann að stilla upp sigurliði.

  5. Sammála #8 en vil Babel inn fyrir Yosse en endilega að leifa Maxi að byrja. Óska svo eftir skiptingu ef einhver er ekki að vinna vinnuna sína, sama hvað klukkan er. 😉

  6. Vil veikja athygli á því að nú er búið að breyta klukkunni úti, svo leikurinn hefst kl. 3 (ekki 4).

  7. Verð samt að viðurkenna að það fer í taugarnar á mér hvað pistilhöfundur er með mikið skítkast. Kallar Everton t.d. blán horbjóð og Rieira tognaðan á heila afþví að hann sagði það sem allir hugsa.

    Æji ég veit það ekki, einhvernveigin vil ég að Liverpool sé betra en svo að vera í einhverju minnimáttarkasti og kalla allt og alla illum nöfnum.

    Þetta á bara að vera vinsamleg ábending og einnig er þetta bara mín skoðun, þarf ekkert endilega að endurspeigla skoðun annarra hérna inni.

  8. Sælir félagar

    Fín upphitun hjá SSteini og það er leiðinlegt að heyra af heilatognunni 🙂 hjá Riera. Slæm tognun á þessum stað er víst ólæknandi. Annars að öllu leyti sammála og ekkert nema vinningur kemur til greina. Ég spái 3 – 1 og Carra, minn maður, mun setja eitt (öðruhvoru megin 😉 )

    Það er nú þannig.

    YNWA

  9. Fyrir tæpum tveim vikum var svokölluð mánudagsgrýla tekin fyrir og kæfð. Í dag vona ég að systir hennar, steve-bruce-grýlan fái sömu meðferð.

  10. Haukur (#15) – ertu sem sagt að gefa í skyn að Steve Bruce og mánudagur séu á einhvern hátt skyldir? Það er eitt það ljótasta sem nokkur maður hefur sagt um mánudag…

  11. Babel á klárlega að vera í liðinu í staðinn fyrir Yossi. Annars er ég sammála þessari liðsuppstillingu. Ég er samt dauðhræddur um að Lucas og Kuyt verða í byrjunarliðinu. Af óskiljanlegum ástæðum að sjálfsögðu eins og ávallt. Spurning um að vera með rótsterkt kaffi tilbúið á könnunni ef það yrði raunin. Þá er jarðarfararbolti í uppsiglingu.

  12. kuyt og lucas ekki í liðinu = sigur í þessum leik
    kuyt, lucas og benites ekki nálægt liðinu = Englandsmeistarar á næstu leiktíð.

  13. Rafa á örugglega eftir að hafa snillinginn lucas inná enda búin að leggja upp hvert markið af fætur öðru í vetur sg verður líka inná enda búin að eiga æðislegt tímabil carra sömuleiðis það má ekki taka hann út þá hrynur allt eða hitt og heldur svo sagði riera bara sannleikann og var rekinn

  14. @13 Gunnar , mér finnst skrítið hvað réttlætiskennd þín er furðulega takmörkuð.

    Má Riera semsagt segja það sem “allir aðrir eru að hugsa” .. en ekki pistlahöfundur ? .. Því blár horbjóður , og tognun á heila… er ansi góð og nákvæml lýsing á amk. því sem margir hér inni hugsa.

  15. Varðandi Riera og heilatognunina þá held ég að það sé ekki verið að deila um hvað hann sagði, það eru allir sammála um að tímabilið sé vonbrigði. Aftur á móti þá er tímasetningin algjörlega útúr kortunum…fyrir utan það að leikmaður á ekki að segja eða hugsa svona. Það viðhorf sem Riera sýndi er eitrað og smitar útfrá sér til annara leikmanna í hópnum. Því er það sjálfsagt að selja leikmann sem ekki er tilbúinn til að berjast til síðasta blóðdropa fyrir liðið sitt. Þess vegna tel ég að notkun á orðinu heilatognun eigi vel við í þessu sambandi.

    En að leiknum, Sunderland gaf það víst út að þeir myndu taka sundboltann með sér og ég vona að það sé satt því ekki gæti réttlætið verið meira en að vinna Sunderland með sundboltamarki 🙂 Ég vona þó að við munum yfirspila Sunderland og setja allavega nokkur mörk á þá.

  16. Ég útskýrið vel mál mitt með Rieira í öðrum þræði hérna Vala, myndir vita mína afstöðu í því máli ef þú myndir lesa þessa síðu.

    En það sem ég meinti með þessu er að hvaða álit sem menn hafa á Rafa, Everton, Rieira eða hverjum sem er, hvernig væri bara að sýna mönnum virðingu og sleppa öllu svona óþarfa skítkasti. Síðuhaldarar vilja að við sem skrifum comment gerum það, hvernig væri þá að þeir gerðu það sjálfir.

    Og svona for the reckord, þá er ég alveg sammála SSteini um bæði Everton og Rieira. Finnst bara að við ættum að halda því fyrir okkur sjálfa, ekki gaspra um það á veraldarvefnum, Liverpool á að vera betra og meira en svo að mínu mati!

  17. Riera tognaður á heila , fyrir mér var hann að segja það sem segja þurfti, Benitez hefur engu skilað síðustu ár nema arfaslöppu hugmyndalausu knattspyrnuliði og ætti að segja af sér ef hann ber hag Liverpool fyrir brjósti. Ég vill að klúbburinn minn rísi upp frá dauðum og það gerir hann ekki með fúllindann Benitez á hliðarlínunni.

  18. ég held að comment ársins sé komið. Að Riera sé tognaður á heila bjargaði deginum fyrir mér og ég held að ég sé ekki þunnur lengur.!

  19. Tryggur #23

    Síðustu ár? Eigum við ekki frekar að segja kannski “síðasta ár”.

    Liðið sem ég horfði á bróðurpartinn af síðasta tímabili var langt því frá að vera arfaslappt, þó svo að hugmyndaleysi hafi vissulega verið til staðar í nokkrum leikjum – sem btw. töpuðust þó ekki.

Leikir kvöldsins

Liðið gegn Sunderland