Nýir búningar? (uppfært)

Þá er komið að uppáhalds tíma sumra Púllara á hverju ári, eða vormánuðunum þar sem myndir af væntanlegum Liverpool-búningum leka á netið.

Fyrsti lekinn varð í síðustu viku þegar Empire of the Kop birti myndir af þremur treyjum sem þykja líklegar sem búningar næsta tímabils:

Vandamálið við þennan leka er að í gær láku svo myndir af búning sem virðist vera enn meira ekta (er með ClimaCool-merki Adidas sem hinir hafa ekki) og gæti þá verið nýja varatreyjan:

Spurningin er, hvað af þessu er rétt? Ef fyrri þrjár myndirnar eru réttar er ég ekki alveg sannfærður um ágæti rauðu treyjunnar, græn/hvíta treyjan er algjör hryllingur, en ég mun versla gylltu treyjuna daginn sem hún kemur út. Hvíta treyjan sem lak í gær er svo bara nokkuð flott.

Hvað segir sérlegur tískuráðgjafi Kop.is? Einar Örn?


**Uppfært (EÖE)** Empire of the Kop birta nú nýja útgáfu af búningnum, sem mér finnst svona sirka 1800 sinnum flottari:


Ég ætla innilega að vona að þetta sé nær lagi en sá hroðbjóður sem birtist hér að ofan.

56 Comments

  1. Ég fíla ágætlega aðaltreyjuna, fyrir utan þennan kraga sem mér finnst ljótur. Adidas eru þó í tómu tjóni með þessi hálsmál á sínum treyjum (sjá t.d. Bayern). Gullitaði búningurinn finnst mér fínn, en þessi græn-hvíti og þessi neðsti eru verulega slakir.

    Þetta fær ekki háa einkunn hjá mér.

  2. Er Einar Örn Svavar Örn kop.is? Fyndið 🙂

    Annars fynnst mér þessir búningar allir frekar ljótir, en það gæti líka verið af því að það mun taka smá tíma að venjast nýju auglýsingunni.

  3. Mér finnst bara ekkert að marka þessa búninga fyrr en maður er búinn að sjá Steven Gerrard í þessu, stífgirtan og útskeifan með fýlusvip. Það gerir oftast lúkkið fyrir mér.

    En í fljótu bragði er þetta frekar ljótt alltsaman.

  4. Þessi hvíti neðst er nokkuð töff. Hinir ekki. Vona svo sannarlega að þetta sé bara bull…

  5. Vona að þetta sé skúbb, finnst þeir allir lítið fyrir augað. Það má svo alveg fara útrýma þessum græna lit úr Liverpool treyjunni.

  6. Jaaá ætla rétt að vona að þetta sé ekki treyjunar sem við munum vera í, rauða, hvíta og græna/hvíta eru hörmung..en finnst samt gylta nokkuð töff og ég myndi bókað fjárfesta í þeirri treyju 😉

  7. Vá var Haffi Haff að hanna þetta ??
    Mun ekki kaupa neitt af þessu ef þetta er það sem á að koma 🙁

  8. Þessi neðsti teinótti minnir mig á varabúning Þórsara 1985, Hinir 3 fyrir ofan hljóta að vera eitthvað Phjótosjoppað af 13 ára Kanadískum dreng því að það er ekkert flott við þá, nema Liverpool merkið.

  9. Góðan daginn

    Ég hreinlega frábýð mér þá vitleysu að mönnum skuli láta sér detta það í hug, að spila í rauðum pólóbol á næsta tímabili. Ef menn rýna í þennan bol, þá sjást að það eru tölur á honum, og hálsmálið er er slíkt tískuslys að fatalaust fátæktarbarn úti í þriðjaheiminum, myndi hugsa sig um, áður en það færi í hann.
    Ég þarf ekki að segja orð um þennan búning nr 2, nema það eitt að ég ætla ekki að kaupa hann.
    Nr 3 bolurinn, sést kanski ekki nægilega vel á þessari mynd en hann er líklega skástur af þessum þrem.

    Neðsti búningurinn minnir óneitanlega á Þórsbúninginn, sem ég reyndar tel að hafi verið aðalbúningurinn 1985, en ekki varabúningurinn, þó svo að Kiddi hafi kanski rétt fyrir sér.. ég útiloka það ekki. Sem slíkur er búningurinn bara nokkuð flottur, enda hafa norðlenskir Þórsarar ávallt verið flottir í tauinu, innanvallar sem utan 😉
    En ég hefði viljað sjá þennan búning í smá meiri Liverpool retro stíl, og hafa bara ljósgular rendur á honum, og aðalbúninginn þá bara rauðan, með ljósgulum röndum…. já og rauða stafi á auglýsingunni, og þá hvíta á rauðu treyjunni… allt annað er horbjóður.

    Insjallah… Carl Berg

  10. Þorgrímur Þráinsson sagði fyrir mörgum árum að Liverpool ynni ekki deildina meðan þeir auglýstu áfengi. Þannig að ég fagna þessum búningum bara fyrir það að við eigum loks séns í að vinna deildina. Þá er mér nokk sama hvernig búningurinn lítur út.

    http://www.knattspyrna.bloggar.is

  11. Alveg hrikalega er þessi græni ljótur, og líka er rauði búiningurinn alls bara ALLS ekki fallegur eiginlega bara ljótur líka.

  12. Hvíti hefur fagurfræðilega yfirburði sem þó rýrna verulega þegar farið er að líkja honum við Þór Akureyri

  13. Rautt er litur Livepool og mér finnst hryllilegt ef búningur nr. 1 á að verða aðalbúningur. Hann líkist búningi ManUtd., eins og hann var einu sinni, allt of mikið! Ekki góð tilhugsun:-(

    • Er Einar Örn Svavar Örn kop.is? Fyndið

    Klárlega!

    En ég sakna strax Carlsberg! Vona sannarlega að þetta sé ekki staðfest útlit því annars held ég að búningahönnuðurinn ætti að fá sér aðra vinnu! Svosem enginn hryllingur enda erfitt fyrir Liverpool búning að verða það, en þetta er ekki alveg málið.

  14. Tekið af wikipedia

    Liverpool traditionally played in red and white, but this was changed to an all red kit in the mid 1960s. Red has not always been used. In the early days, when the club took over Anfield from Everton, they used the Toffees’ colours of blue and white. Their kit was almost identical to that worn by the Everton team of the time.

    Everton búning?! Nei takk!!

  15. Þetta lítur illa út fyrir utan gylltu treyjuna sem mér finnst nokkuð flott. Annars treysti ég adidas fullkomlega að koma með nýmóðins “look” á þetta og hef ekki nokkra trú á að þetta sé það sem koma skal í treyjumálum Liverpool Fc.
    YNWA

  16. Það getur ekki verið að liverpool sé að fara nota þennan gyllta þarna á næsta tímabili.Mér sýnist nefnilega vera meistaradeildarmerki á honum.:)

  17. Þetta eru tussu ljótir búningar. Adidas er með allt á hælunum einsog vanalega.

  18. já maður á eftir að sakna carlsberg. Annars er ég algerlega á móti gylltun knattspyrnubúningum hjá liverpool sem og svörtum. Aðalabúningarnir eiga að vera rauðir, varabúningarnir hvítir og þriðju grænir eða gulir. Það eru liverpool litirnir, ekki gyllt eða svart.

    Takk fyrir ps. Liverpool á aldrei að spila í öðru en adidas.

    • og þriðju grænir eða gulir.

    Allann daginn vill ég frekar svarta þriðju búninga. ALDREI þessa viðbjóðslegu grænu 🙂

  19. Eina sem mér finnst flott við búningana er Liverpool merkið.
    Mér finnst Liverpool búningarnir undanfarinn ár hafa verið virkilega flottir en þetta er alveg skelfilegt.

  20. Afhverju eru allir að dissa þennan Hvíta/Græna? Hann er sjitt töff !

  21. Sælir félagar

    Í einu orði sagt: ÖMURLEGT.

    Það ernú þannig.

    YNWA

  22. Þoli ekki þessa kraga!!!

    Þetta eru keppnis treyjur, ekki golf eða krikket..

  23. Rosalegur Bayern-bragur á rauða bolnum. Grænhvíti sýnist mér nú bara alveg einsog sá frá árinu þegar Fowler var með aflitað hár.

  24. Einar ég fékk bara í magann þegar ég sá efstu myndina, hæðilega late 80´s búningur. Þessi er allt annað mál lýtur mjög vel út 🙂

  25. ömurlegir búningar finnst mer það er eitthvað sem vantar þegar carlsberg er ekki en who cares það er liðið ekki buningurinn sem skiptir mali

  26. Mér finnst þessi fyrsti mjög flottur. Gott retro look. Sýnist líka standa Villa aftaná honum.

  27. Þetta væri mjög flottur búningur ef ekki væri fyrir þessar hvítu bogalínur á ermunum og fyrir ofan mittið.

  28. Er ekki að fíla það að skipta út klassíska Carlsberg merkinu fyrir Standard Chartered með logo sem minnir á garnaflækju.

  29. þetta er það ljótasta sem eg hef séð í mörg ár….. því miður

  30. Þessi nýjasti er virkilega flottur en eru menn að taka eftir því að núna þegar tæpur hálftími er eftir af leikjunum er Man.City að tapa fyrir Everton og Aston Villa að gera jafntefli gegn Sunderland svo vonandi að þetta haldist bara svona 🙂

  31. Ég held að Lucas og Kuyt hafi hannað þessa búninga saman.

    Ahahahaahahah

  32. Jæja. Hvað er að frétta!?

    Jú!

    10 mín eftir og Aston Villa menn eru að gera jafntefli við Sunderland 1-1
    og
    Man City eru að tapa á eigin velli gegn Everton 0-1

  33. Já úrslit kvöldsins eru sannarlega gleðiefni fyrir okkur púllara þó svo sumir sem hér kommenta leggi blátt bann við slíkri gleði 🙂

    Takk Sunderland og mútsjos gras í rass Everton 🙂

  34. Já, Hafliði ég skellti inn færslu til að skrifa um eitthvað gleðilegt. Það er ekki einsog það rigni yfir okkur gleðfréttum þessa dagana. 🙂

  35. Það er alltaf gaman að skoða nýja búninga og auðvitað höfum við öll skoðun á þeim og viljum hafa þá sem flottasta. Ég kann ekkert alltof vel við þessa grænu og gulu varabúninga sem Liverpool notar oft og vil frekar hafa þá hvíta eða svarta.

    En annars væri mér sama þó að liðið myndi spila í wifebeater bolum á næsta tímabili ef spilamennskan og úrslitin verða betri en á yfirstandandi tímabili.

  36. Ekkert að marka þetta, ekki heldur þennan nýjasta. Þessi Empire síða dæmir sig sjálf úr leik með þessum fyrsta grínbúningi.

  37. Tók einhver annar eftir því, að á hvíta bolnum stendur í hálsmálinu: “Your Will Never Work Alone”

    Hver djöfullinn er það?

  38. Þessi treyja lúkkar alveg ágætlega á Spænska gullmolanum okkar 🙂

  39. Nú við nánari skoðun þá stendur á heimasíðu Liverpool að búningarnir verði sýndir fimmtudaginn 8 apríl, svo það sé alveg á hreinu 🙂

Riera á förum til CSKA Moskva

Leikir kvöldsins