Leikir kvöldsins

Jæja, svona leit þetta út á sunnudaginn eftir Man U leikinn.

Svona mörgum stigum höfðu liðin tapað:

Man City – 34
Tottenham – 35
Aston Villa – 37
Liverpool – 42

Eftir leiki kvöldsins lítur þetta aðeins betur út – þar sem að Everton unnu Man City (á heimavelli Man City, takk fyrir) og Aston Villa töpuðu líka stigum á heimavelli gegn Sunderland. Gott kvöld fyrir okkur.

Tottenham – 35
Man City – 37
Aston Villa – 39
Liverpool – 42

Semsagt, munurinn á okkur og Villa er kominn niður í 3 stig og í City niður í 5 stig. Tottenham er einsog áður í bestu stöðunni. Fyrirfram hefði ég búist við því að Villa og City hefðu klárað þessa heimaleiki, þannig að þetta er ánægjulegt.

45 Comments

 1. Lítið en mikilvægt skref í áttina að 4 sætinu var tekið fyrir okkur í kvöld 🙂
  Frábær úrslit sem eru sannarlega ástæða til að 🙂 yfir.

 2. Flott kvöld, LFC verður einfaldlega að vinna rest. Eins og ég hef reiknað þetta út megum við tapa einum af þeim leikjum sem eftir er og þá erum við í ágætum málum með 4 sætið reyndar með því skilyrði að allir hinir vinnist. Bæði City og Tottenham eiga erfiðari leiki eftir, sérstkalega Tottenham þó sem á öll toppliðin eftir og City. Aston Villa virðist vera sprungnir miðað við úrslit seinustu leikja.

  lokastaðan verður eftirfarandi:
  1.-2. Arsenal eða Chelsea, markamunur gæti skipt máli.
  Manure
  LFC (alls ekki hlutdrægur…..)
  City
  Tottenham
  Aston Villa

  Vonum það besta.

 3. Það sem verst er við þessi úrslit í kvöld er þó óþægileg nánd hinna bláklæddu hinum megin við Stanley Park. Sjö umferðir eftir og við erum bara þremur stigum á undan Everton. Ég vona innilega að þetta sé óþarfa svartsýni hjá mér …

 4. Orðum þetta svona, ef við ætlum að fara tapa eitthvað mikið meira af stigum heldur en við höfum þegar gert þá eigum við ekkert skilið að ná 4.sætinu. Svo við verðum bara að hafa trú á því að við náum að stinga Everton aftur af. Þeir gerðu allavega sitt til að hjálpa okkur í kvöld, og ég meira að segja fagnaði því upphátt.

 5. Góð úrslit í kvöld og líklega bara fínt að Tottarar skyldu komast áfram í bikarnum, það tekur vonandi frá þeim orku og einbeytingu. Það er enn veik von ef blásið verður til sóknar í þeim leikjum sem eftir eru.

 6. Það er alveg klárt að Liverpool hafa verið sjálfum sér verstir í vetur. Það er í raun með ólíkindum að liðið skuli enn eiga raunhæfan séns að ná þessu sæti og það skráist ekki á frábæra spilamennsku Tottenham, City, Villa eða Everton. Öll þessi lið hafa verið að spila á svipuðum kalliber og þau hafa gert undanfarin ár og með réttu ættu þau að vera keppa um sæti í UEFA keppninni,,,,,en eins og ég segi fyrir aulagang Liverpool í vetur þá eru þessi lið komin í þá stöðu að keppa um 4. sætið í deildinni.

  Þegar maður horfir á leikjaprógrammið sem er eftir hefði maður einhvern tímann sagt að þarna væru næstum örugg 3 stig í hverjum leik. Í dag er staðan hins vegar sú að heimaleikur gegn Sunderland er leikur sem getur með jöfnum líkum endað 1 x eða 2, líkt og útileikur gegn Birmingham.

  Þá má heldur ekki gleyma því að Everton er farið að setja spennu í sæti um UEFA keppninni með því að troða sér óhóflega nálægt Liverpool. Hvað sem menn segja um þá keppni þá myndi ég frekar vilja sjá Liverpool í þeirri keppni en engri Evrópukeppni.

 7. Everton eru 3 stigum á eftir okkur, eru á svakalegri siglingu og eiga léttasta prógramið eftir, Wolves W. Ham, Villa, Blacburn, Fulham, Stoke og Pompey. Þeir gætu stolið þessu 4 sæti.

  Tottenham eiga eftir að spila Við Manutd, Arsenal, Chelsea. Hvenær unnu þeir eitt af þessum liðum seinast í deildinni? Svo eiga þeir Mancity eftir líka. Þetta verður háspenna fram á lokaleikdag.

 8. Megum ekki við því að tapa meira en 3 stigum það sem eftir er. Ef það gerist þá verður þetta spennandi lokaumferð. Sérstaklega þar sem City og Tottenham mætast í næst síðustu umferðinni og þar gætu átt sér stað úrslit sem hagnast okkur. Þó í síðustu umferðinni spilum við gegn Hull sem verður líklegast í mikilli fallbaráttu og það verður erfitt. Einnig eigum við heimaleik gegn mestarakandídötum í Chelsea í næst síðustu umferð. Þetta eru bæði leikir sem VERÐA að vinnast. Gott að þessi þrjú lið fyrir ofan okkur eiga eftir að mætast þónokkuð í innbyrðis viðureignum. Það er gott mál fyrir okkur, svo lengi sem við tökum hnakkann úr bossanum á okkur.

 9. verður erfitt að horfa á liverpool chelsea það er að segja ef liverpool vinnur chelsea þa myndi scum vinna deildina en ef það myndi redda okkur 4 sæti þá bara verður maður að sætta sig við það.En úrslitin í dag gefa okkur 1% meiri von það er að segja ef við kluðrum ekki á moti sunderland næstu helgi ef við sigrum þann leik þá erum við komnir aftur i þetta.Ég held að city mun springa undir pressuni í næstu leikjum og lika tottenham það er eitthvað við það lið sem gerir það kleift að þeir munu klikka þeir gera það alltaf

  En koma svo liverpool ég sver það að ég skal meiri segja kaupa Dirk kuyt bol ef við náum 4 sæti

 10. Elías, það verður ekkert mál að horfa á Liverpool – Chelsea, NEMA að við verðum dottnir alveg útúr baráttunni um fjórða sætið Þá gæti þetta orðið erfitt þar sem við þyrftum kannski að velja á milli merkingalauss Liverpool sigurs og þess að United ynni deildina. Það væri skelfilegt.

 11. Ég tel að Liverpool muni í mesta lagi tapa 4 stigum það sem eftir er. Við gætum tapað á móti Chelsea og gert jafntefli á móti Birmingham og unnið rest. En ég teldi líklegast að við næðum jöfnu á móti Chelsea og sigrum rest….smá bjartsýni í lok leiktíðar :o) YNWA

 12. Eins og ég sagði í spádómsþræðinum sem hefur verið í gangi. Það má ekki gefast upp fyrr en feita kellingin springur. Svo ég vitni nú líka í The Black Knight: “I’ll bite your legs off!”

  Gærkvöldið fór vel fyrir okkur. Ein varðan í langri leið sem eftir er af tímabilinu. Núna þarf liðið okkar bara að koma sér á tærnar og mæta ákveið til leiks, lykilmenn eru heilir….sækja sækja sækja.

 13. Af tvennu illu, þá vil ég frekar að LFC tapi fyrir Chelsea og missi af 4 sætinu ef það þýðir þá að Wanckester United verður ekki meistari.

 14. Það er ljósir punktar í þessi fyrir okkur. Allir (sem máli skipta) eru heilir, Við eigum eftir að spila við Chelsea á Anfield en þar fyrir utan eigum við bara eftir að spila við lið í 9 sæti og neðar, og svo er gullkálfurinn Fernando Torres funheitur og skorar í hverjum einasta leik. Þetta lítur ekkert svo illa út.

 15. 6-einare

  Ertu ekki eitthvað að ruglast?

  Eru öll hin liðin sem eru að berjast um 4.sætið á svipuðu róli og undanfarin ár?

  Man City 50 stig í fyrra – 10. sæti.
  Man City fyrir tveimur árum – 55 stig – 9. sæti.
  Fyrir þremur árum enduðu þeir í 14.sæti.

  Tottenham 51 stig í fyrra – 8. sæti
  Tottenham fyrir tveimur árum – 46 stig – 11. sæti

  Aston Villa er kannski á svipuðu róli en Tottenham og Man City eru bæði búinn að bæta stigafjölda sinn frá því í fyrra (Spurs um 4 stig, City um 3 stig) og það eru enn 8 leikir eftir. Reikna má því að bæði lið fari allavega yfir 60 stiga múrinn og þá þýðir það allavega 10+ stiga bætingu, hugsanlega alveg 15-20 + stiga bætingu.

 16. Þetta var klárlega gott gærkvöld fyrir LFC. Bæði Man City og Aston Villa töpuðu stigum sem auðvitað er mjög jákvætt. Aldrei að segja aldrei piltar, þetta er og mun alltaf vera í höndum okkar manna. Ef þeir klára sitt prógram með stæl þá náum við þessum 4 sæti engin spurning. Samt er ég ekki sammála því að ég myndi frekar vilja missa af þessu 4 sæti heldur en að Man Utd yrðu meistara, bara sorry. Liverpool þarf á þessu 4 sæti að halda peningalega séð og svo líka bara til að halda okkar bestu mönnum og fá önnur stór nöfn í klúbbinn.

  Sáu þið svo að Harry Redknapp fagnaði ekki mörkunum í gær þegar að Tottenham skoruðu. Hann hlýtur að vera ömurlegur stjóri :0)

 17. Freyr (#15) – ég rúllaði í gegnum þetta og sló inn hver einustu úrslit. Hugsaði ekkert um töfluna, bara hvernig ég myndi spá hverjum leik fyrir sig miðað við liðin í vetur.

  Skv. minni “spá” vinnur Man Utd deildina á markamun yfir Arsenal, bæði með 86 stig og Chelsea með 85 stig. City tekur 4. sætið með 72 stig, svo við með 68 stig, Everton 65 stig, Tottenham 64 og Aston Villa með 62 stig. Hull og Burnley falla með Portsmouth, West Ham rétt sleppur.

  Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér en svona sá ég þetta allavega. Jafnvel þótt ég hafi í raun verið að spá Tottenham og Villa smá hruni þá nægir það ekki ef City halda dampi. Ég held mig því við þá skoðun að það sé frekar langsótt að halda að öll þrjú liðin fyrir ofan okkur muni hrynja nægilega til að hleypa okkur upp fyrir þau.

  Og nota bene, ég spáði Liverpool sigri í öllum leikjum nema Chelsea, jafntefli í þeim leik. Jafnvel þótt ég hefði spáð okkur sigri í þeim leik líka hefðum við endað tveimur stigum á eftir City, og ég spáði City samt tapi gegn bæði Arsenal og jafntefli gegn Man Utd á heimavelli.

  M.ö.o., það er enn von en hún er langsótt. Ég ætla að anda rólega.

 18. Fyrst Fernando Torres er orðin svona funheitur þá verður alltaf von í mínum augum! Vonandi smitar Torres leikgleðina sína yfir í Gerrard, ekki veitir af !

 19. @Kristján Atli. Ef þú spáðir Liverpool sigri í öllum leikjum nema Chelsea og spáðir jafntefli í þeim leik, þá hefði Liverpool átt að enda í 70 stigum hjá þér.

  Sjálfur gerði ég eins og Kristján, og fékk eftirfarandi:
  1. Arsenal 88
  2. Chelsea 87
  3. ManU 87.
  4. LFC 70
  5.Everton 69
  6. Tottenham 67
  7. City 67
  8. Villa 62

  Liðin sem féllu voru svo Hull Burnley og Portsmouth.

  Vonandi stenst þetta.

 20. Hjá mér er þetta svona:

  1. Man Utd. 86 stig

  2. Arsenal. 86 stig

  3. Chelsea. 85 stig

  4. Liverpool. 70 stig

  5. Man City. 68 stig

  6. Tottenham. 67 stig

  Hull, Burnley og Portsmouth falla.

 21. Er kominn með skýringuna á slæmu gengi liverpool. Benitez er á of lágum launum. Sjá launatöflu í Fréttablaðinu.

 22. Athyglisvert viðtal við Felix Magath nýlega í þýskum fjölmiðli. Hann er einn af þeim mönnum sem ég persónulega og privat mundi vilja sjá taka við Liverpool, enda maðurinn að gera stórgóða hluti í þýska boltanum undanfarin ár, sigurverari. Hann lét hafa eftir sér þessa speki sína hvað knattspyrnu varðar,,Agi leiðir til góðs árangurs, á meðan góður árangur leiðir af sér lélegan aga”. Mér varð hugsað til Liverpool, ofmetnuðust menn eftir síðasta tímabil þrátt fyrir titlaleysi og annað sæti í deild? Léttleikandi leikmenn liðsins mættu einhverrahluta vegna sem 25 kg. þyngri strax í æfingaleikina sem leiknir voru í fyrrasumar o.s.frv.

 23. Svona fer þetta samkvæmt minni spá – og ég verð drullu sáttur.

  1 ARSENAL 88
  2 CHELSEA 86
  3 SATAN 85
  4 LIVERPOOL 72
  5 ASTON VILLA 68
  6 MAN CITY 68
  7 TOTTENHAM 66
  8 EVERTON 63

 24. Liverpool munu verða i fjórða sæti fyrir síðustu umferðina, þar sem þeir tapa mjög svekkjandi 1-0 fyrir Hull. Þannig bjargast Hull frá falli og senda West Ham niður í staðinn (það er oftast eitthvað drama í lokaumferðinni).
  Vona auðvitað að spáin reynist röng, en það þýðir ekkert að spá bara eins og maður vonar. Hef þó trú á bikar í Europa League.
  1. Chelsea 83
  2. Arsenal 82
  3. M.U. 81
  4. Tottenham 68 (+31)
  5. Man. City 68 (+20)
  6. Liverpool 67
  7. Aston Villa 65

 25. Hvernig er það, ef að Man Utd eða Arsenal vinna meistaradeildina fær þá liðið í 5. sæti ekki fjórða meistaradeildarsætið?

 26. Sælir félagar

  Mín lokaspá er svona

  Arsenal 88

  Chelsea 84

  Manure 81

  Liverpool 70

  Everton 67

  Tottenham 66

  Man C. 65

  A. Villa 64

  Fall

  Hull 31

  Burnley 25

  Portsm. 17

 27. Þurfum að vinna 5 leiki í deildinni í röð en við höfum ekki unnið 3 leiki í röð eða meira síðan í september. Sem betur fer eru bara 2 útileikir á móti Birmingham og Burnley en við höfum bara unnið 4 útileiki það sem af er af 16 og skorað 13 mörk.

  Tölfræðin er amk ekki með okkur. Sá annars merkilega tölfræði en við höfum unnið alla 5 deildarleiki sem Aquilani hefur byrjað en aðeins 1 af sjö þar sem hann hefur komið inn á. (heim. http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/eng_prem/8583759.stm?)

 28. Ef að þessi maður er farinn að 8 sig þá er von á góðu.

  Tekið af fotbolti.net

  Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur viðurkennt að spilamennska sín hafi ekki verið upp á það besta á tímabilinu.

  Gerrard segist þurfa að bæta sig en hann vonast til að geta hjálpað Liverpool að ná Meistaradeildarsæti á lokasprettinum á tímabilinu.

  ,,Ég tel að ég geti gert betur, ef að þú horfir á það hvernig ég hef leikið á öllu tímabilinu þá er ég ekki fullkomlega ánægður, ég hef ekki komist á það stig sem ég vil vera á,” sagði Gerrard.

  ,,Það veldur mér ekki áhyggjum því að ég hef ennþá trú á að ég geti snúið þessu við, ég hef leikið vel á tímabilinu en síðan hafa komið leikir þar sem ég hef ekki verið fullkomlega ánægður.”

  ,,Ég er sjálfur minn versti gagnrýnandi, ég veit hvenær ég leik vel og ég veit hvenær ég þarf að stíga upp. Áskorunin fyrir mig í síðustu leikjunum er að stíga upp og koma Liverpool í fjórða sætið, reyna að komast í úrslitaleik í Evrópudeildinni og fara á HM.”

  Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=89072#ixzz0jILaymME

 29. Það kemur mér ekkert á óvart ef það er rétt að það verði engir peningar til leikmannakaupa næsta sumar. Þessir eigendur hafa alveg sýnt það að þeir ætla sér ekki að leggja neitt í þetta lið nema leiðindi. Megi þessir andskotans fara til fjandans…

 30. Það er alveg klárt að það er ekkert að fara gerast hjá Liverpool meðan liðið er í eigu núverandi eigenda. Hvað þeir ætla að sér að vera lengi veit ég ekki en það alveg klárt að liðið gerir lítið annað en að dragast aftur úr öðrum liðum. Maður vonar bara að þetta verði ekki langt hnignunarskeið.

 31. Ég samt erfitt með að kaupa þessa frétt… veit ekkert um trúverðuleika þessa miðils en orðalagið og það að Riera sé mögulegur á láni lætur mig halda að þetta sé bull…

 32. Ég er alveg hættur að spá í þessu 4.sæti enda held ég að þetta sé full langsótt miðað við fjölda liða fyrir ofan okkur. Síðan er ég ennþá svo fúll eftir væntingarnar í sumar að ég vil ekki leyfa mér að gleðjast yfir Meistaradeildar sæti enn eitt árið. Við ætluðum okkur svo mikið, mikið meira á þessari leiktíð.

  En auðvitað verður maður að gera gott úr því sem við höfum og auðvitað væri gott, úr því sem komið er, að ná 4.sætinu og vinna Evrópudeildina. Sigur í Evrópukeppni er alltaf sigur og ég myndi taka honum fagnandi.

 33. Já núna eru Villa menn búnir með jafnmarga leiki og við og eru ennþá fyrir neðan okkur þannig að núna eru það 2 lið sem verða að fara að klúðra sínum málum, Tottenham eru á svakalegu flugi en þeir eiga virkilega erfiða leiki eftir þannig að þetta er allt opið ennþá. En djöfull eru Chelsea góðir að rústa Villa svona rosalega…

 34. Spurs núna 7 stigum á undan okkur. Villa klárlega úr leik í þessari baráttu og Arsenal, eins og ég átti von á, eru drengir en ekki karlmenni og tvö töpuð stig hjá þeim í dag í toppbaráttunni.

  Spurs eiga ansi erfiðan apríl mánuð fyrir höndum: Sunderland (ú), Arsenal (h), Chelsea (h) og Man Utd (ú). Þar tapast klárlega einhver stig hjá þeim og það verðum við að nýta okkur ef vel á að fara.

 35. Þótt Spursarar eigi erfiðan apríl framundan þá eru þeir með 7 stig á okkur. Held að þeir verði a.m.k. á pari við okkur eftir aprílmánuð. Stóra efasemdin í þessu er að við náum að klára prógrammið okkar sómasamlega. Svo má líka horfa á þetta þannig að Tottenham er einfaldlega með breiðari og að mörgu leyti betri hóp en okkar menn.

  http://www.knattspyrna.bloggar.is

 36. Ég tel það býsna gott ef Liverpool nær að fara inn í apríl á pari við Spurs. 7 stig er ansi mikið bil þrátt fyrir erfitt prógram Spurs en klárt mál að þeir eiga eftir að tapa stigum í mánuðinum.

  Liverpool aftur á móti spilar við: Birmingham (ú), Fulham (h), West Ham (h) og Burnley (ú) á þessum sama tíma. Ef við náum ekki að minnka bilið þá eigum við ekkert skilið að spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

 37. Ég held að það sé best að gefast upp á fjórða sætinu í bili og einbeita sér alfarið að leikjunum framundann… Það er augljóst að þegar maður er að fylgjast með þremur öðrum liðum og vonast að þau tapi stigum, til þess að ná fjórða sæti deildarinnar, þá er lið eins og Liverpool ekki í nægilega góðum málum.

 38. Við getum gleymt því að ná 4 sæta, eigum það ekki rassgat skilið.

  Spái því að Chelsea vinni Tottenham í 4 og við í 5 sæti 🙁
  Hull Burnley og Pmouth falla.

  Liverpool er klúbbur í krísu.

  Eigendurnir með snuð
  Þjálfari ráðþrota þverhaus með meðalmenn innanborðs, að frátöldum 4 leikmönnum. Torres Reina Mascherano (Gerrard) hann er skugginn af sjálfum sér. Saman safn af ofborguðum nútíma fótboltamönnum sem hugsa bara um peninga. Svo virðist að alltof margir eru þegar hættir að spila þetta tímabil og farnir að hugsa um HM 2010 (fkn óþolandi vælukjóar). Margir eiga það skilið að fá hnefann minn beint á kjaftinn fyrir skemmtun tímabilsins!

  Það er heiður að spila fyrir Liverpool FC, sem er ekki bara fótboltafélag heldur miklu meira.

  Í von um gott sumar LFC sumar!

Nýir búningar? (uppfært)

Sunderland á morgun