Riera á förum til CSKA Moskva

Samkvæmt Guardian og einhverjum fleiri miðlum er Liverpool víst búið að taka 6m punda tilboði CSKA Moskva í Albert Riera. Riera, sem er í ónáð eftir að hafa gagnrýnt Rafa og liðið í síðustu viku, á rússneska eiginkonu og hefur því sýnt áhuga á að fara til Rússlands til að bjarga landsliðsmöguleikum sínum fyrir HM í sumar.

Leikmannaglugginn í Rússlandi er enn opinn þannig að hann gæti skipt strax yfir ef af þessu verður.

Ég ætti víst að segja eitthvað um þessi viðskipti og kveðja þennan leikmann Liverpool á þann hátt sem hann á skilið. Þannig að ég ætla núna að yppa öxlum og segja, eh, lokaðu á eftir þér Albert.

Í heldur betri fréttum, þá er sagt frá því í Liverpool Echo í dag að stutt sé í að Javier Mascherano skrifi undir framlengingu á samningi sínum við Liverpool. Það eru makalaust góðar fréttir eftir að menn voru farnir að óttast mjög að hann færi til Spánar í sumar. Það er einnig vert að gefa því gaum að nú hafa tveir af helstu stuðningsmönnum Rafa innan liðsins – Pepe Reina og Mascherano – framlengt samninga sína á stuttum tíma. Bendir það til þess að Rafa verði áfram með liðið á næstu leiktíð? Kemur í ljós.

61 Comments

 1. Já Riera varð aldrei neitt meir en meðalmaður hjá okkur. Fannst hann samt alltaf eiga meira inni en hann sýndi en hann hefur greinilega ekki karakterinn til að klæðast Liverpool treyjunni. Við berjumst til síðasta blóðdropa og ekkert annað.

 2. Var Alonso samt ekki nýbúinn að skrifa undir nýjan samning svona hálfu ári fyrir brottförina til Real Madrid?
  Þetta getur allt saman verið gert til að hækka verðmiðan á honum og láta félagið sem kaupir hann kaupa upp samninginn í viðbót við sangjarnt verð…
  Annars vona ég að hann verði áfram enda hluti af mænu liðsins

 3. Hvernig er það, er ekki hægt að bera víurnar í Joe Cole sem verður samningslaus næsta sumar!?

  Helvíti góður leikmaður sem gefur allt í þetta. Ekki einsog við séum í bestu málunum varðandi kantmenn, sérstaklega þegar við erum að missa okkar eina kantmann…

 4. til að bjarga landsliðsmöguleikum sínum fyrir HM í sumar.

  Ef að Riera spilar leik á HM þá verður það stærsta surprise sumarsins. Hann á ekki sjeeeeens, nema að hálfur hópurinn meiðist.

 5. Fínt að fá 6 millj. GBP fyrir hann. Kveð hann ekki með söknuði. Tek algjörlega undir með Jóa, væri klárlega til í að fá Joe Cole. Myndi gjarnan vilja sjá Liverpool fara í það mál af fullum þunga.

 6. Mér finnst Riera góður leikmaður og vil ekki missa hann. Lítið hægt að gera samt í þessari stöðu annað en að láta hann fara fyrst hann hraunaði yfir Rafa opinberlega og kallaði Liverpool sökkvandi skip. Það má reyndar deila um meðferðina hjá honum hjá Liverpool. Ég hef ekki farið leynt með þá skoðun mína að mér finnst sóknarþenkjandi leikmenn hjá Liverpool fá alltof lítinn séns á kostnað “vinnuhesta”. Fyrir vikið getur verið ruddalega leiðinlegt að horfa á þennan bolta sem liðið spilar.

  Góðar fréttir að Mascherano sé að skrifa undir. Þetta gæti þá þýtt að Rafa verði áfram á næsta tímabili. Ég veit nú ekki hvað mér á að finnast um það. Eru menn hérna ekki löngu búnir að fá nóg af þessum bolta sem liðið spilar? Þetta er alltof varnarsinnað og þurrt. Sumir gætu eflaust fyrirgefið þetta ef þessi taktík væri að skila árangri, en það er ekki eins og það sé að gerast.

 7. Mér finnst nú frekar súrt hvernig menn tala hér um fyrrum vonarstjörnur liðsins. Það er ekki eins og hann sé í flokki með Diouf. Hann átti ágæta byrjun hjá félaginu og ég man ekki betur en að menn hafi verið nokkuð ánægðir með þessi kaup en meiðsli og síðan þetta útslag hans í síðustu viku gerðu útaf við feril hans hjá liðinu. Ég segi bara takk Albert fyrir þjónustuna síðustu misserin.

 8. Þá er enn einn leikmaðurinn sem keyptur var sumarið 2008 að hverfa á braut.
  Robbie Keane for eftir nokkra mánuði, Dossena í janúar og núna Riera. Líklega fer Degen sömu leið í sumar og eftir standa þá N’Gog og varamarkvörðurinn Cavalieri.
  Keane, Dossena og Riera virðast allir vera seldir með tapi.

  Það verður bara að segjast eins og er að þetta er alls ekki nógu gott. Vissulega ekki endilega þeir leikmenn sem Benitez vildi helst fá, en samt leikmenn sem hann taldi sig geta notað.

  Þetta er engin grundvallarástæða fyrir því að ég vilji sjá Benitez fara, um það snýst þessi upptalning mín ekki því ábyrgðin liggur til jafns á fleiri stöðum (hausunum á a.m.k. tveimur af þessum leikmönnum). Þetta er hins vegar afskaplega slæmt því þetta eru 3 leikmenn (Keane, Riera, Dossena) sem keyptir voru á samtals um 35 milljónir punda og fyrir þá fjárhæðir gerir maður hærri ávöxtunarkröfu.

 9. Ég man ekki betur en að Riera hafi líka farið í leiðindum frá Espanyol og átti í útistöðum við þjálfarann.
  Við nennum ekki svona hjá Liverpool.

 10. Ég vil fá Cheryl Cole til Liverpool.

  Riera verður saknað, spilaði alltaf vel á Anfield og er hörkufínn leikmaður þegar hann er í toppformi. Góður skotmaður, gott touch, teknískur og agaður með afbragðs leikskilning. Það er álíka vitlaust að selja hann núna og það var að selja R.Keane í fyrra og kaupa engan í staðinn. Liðsmórallinn er í núlli hvort sem er þökk sé persónutöfrum og man-management þjálfarans okkar.

  Ég mun dryhömpa ömmur ykkar allra ef Rafa heldur áfram að þjálfa Liverpool á næsta ári..

  Burt með Benitez. Áfram Liverpool.

 11. Riera sagði það sem menn eru búnir að vera að hugsa og er rekinn fyrir það þó hann hafi ekki logið neinu, og menn eru tilbúnir að ausa hann aur fyrir vikið.
  En svo eru til menn sem vilja benites áfram þó hann sé búinn að ganga um ljúgandi og sé búinn að gera Liverpool að meðalliði með skít og skömm.
  É segi nú bara hvar er allt vitið á bak við svona gjörninga ??

 12. Hvað kostaði Riera á sínum tíma ?
  Annars er ég sammála því að hann er ekkert nema meðal leikmaður en hefur Benitez ekk aðallega verið í þeim pakkanum ef frá er talin Torres ?

 13. @ Boggi # 18
  Menn fara ekki í fjölmiðla með svona ! Ef menn hafa enga trú á stjóranum og félaginu þá setjast menn niður með toppunum , segja sína skoðun og biðja um að verða seldir hið snarasta. Þegar menn eru komnir til annars félags þá geta menn hraunað yfir mann og annan en slíkt segir nú meira um viðkomandi en allt annað…

 14. Það verður nú bara að segjast eins og er að Liverpool/Rafa hefur ekki alveg verið að hitta á það í leikmannakaupum síðustu 2 tímabil þó ekki sé öll nótt úti enn.

 15. Aldrei verið hrifinn af Riera, þannig að mér er svona nokkuð slétt sama. Eina sem ég er hræddur við er að nú á síðustu metrunum þá meigum við ekki við því að þynna hópinn mikið meira.

 16. Mér fannst Didi Hamann koma með góðan punkt líka eftir að þetta kom upp.
  Rafa er ekki þjálfari sem sest niður með leikmönnum og segir þeim hvað þeir þurfa að bæta við leik sinn, hann kaupir til liðsins atvinnumenn sem eiga að geta séð sjálfir hvað þeir eru að gera vitlaust.
  Sumir leikmenn virðast meira þurfa pabba en þjálfara… einhvern sem er stanslaust að segja þeim hvað þeir eru góðir og hvað þeir eru duglegir… Rafa er ekki þannig þjálfari, hann setur upp leikskipulag og æfingaprógramm, leikmennirnir eiga svo að sjá um að framfylgja því.
  Hvort þetta sé rétt þjálfunaraðferð eða ekki er svo annað mál… en þetta eru atvinnumenn að spila hjá einu besta liði heims, þeir eiga ekki að þurfa þjálfara til að segja þeim hvað þeir gerðu vitlaust þegar þeir spiluðu illa, eða hrósa þeim þegar þeir spila vel. Þeir eiga bara að vinna vinnuna sína og hætta þessu væli…

 17. Árni: > en þetta eru atvinnumenn að spila hjá einu besta liði heims, þeir eiga ekki að þurfa þjálfara til að segja þeim hvað þeir gerðu vitlaust þegar þeir spiluðu illa, eða hrósa þeim þegar þeir spila vel. Þeir eiga bara að vinna vinnuna sína og hætta þessu væli…

  Bíddu nú hægur. Ef við tökum dæmi af Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara í handbolta, fór hann alltaf yfir með leikmönnum síðustu leiki, hvað gekk upp og hvað ekki og hvers vegna, hvað væri hægt að gera betur, farið yfir skipulag í næsta leik, hvað er ætlast til af hverjum og hvers vegna, leikskipulag andstæðingsins o.s.frv. Þetta eru eðlilegar þjálfunaraðferðir, að leikmenn fái fídbakk á það sem þeir eru að gera, öðruvísi nær liðið ekki framförum. Nú hef ég ekki hugmynd um hvaða aðferðir Benitez notar og ætla því ekki að kommenta á hann sérstaklega, en þjálfari sem fer ekki í þessa hluti og gefur leikmönnum ekki fídbakk (þetta er ekki spurning um hrós eða skammir) og leikmenn hafa á hreinu hvað ætlast er til af þeim, þá er sá þjálfari einfaldlega ekki að vinna vinnuna sína. Það vita það allir að það er erfitt að dæma eigin frammistöðu, sama hvað maður fær borgað fyrir það, þannig að þessi rök um að þetta séu atvinnumenn og eigi bara að vita þetta og hætta að væla halda ekki vatni. En enn og aftur, þessu er ekki beint sérstaklega að Benitez, enda veit ég ekki nógu mikið um hans aðferðir til að geta sagt neitt af viti.

 18. Rafa Benítez hefur einmitt verið hvað þekktastur fyrir það að greina hvert smáatriði fram í fingurgóma og fara yfir þau fyrir og eftir leiki, meira að segja hefur hann verið gagnrýndur af sumum að gera of mikið af því.

  Hann aftur á móti er lítið í því að strjúka mönnum og faðma, en þegar kemur að greiningu, þá hefur hann verið mjög detailed í því.

 19. Rafa ætti kannsi að drattast til að strjúka og faðma og sýna hæfileika sína í man-management ef þeir eru einhverjir. Því eins og staðan er í dag þá er þetta Liverpool lið í baráttu um að komast í Evrópudeildina, ekki Meistaradeild Evrópu. Ef við lendum í 7. sæti þá held ég að við verðum án Evrópukeppni næsta vetur í fyrsta skipti síðan ég veit ekki hvenær.

  Tveir stórir bikarar á sjö árum er ekki neitt til að hrópa húrra yfir. Menn lifa ekki endalaust á fornri frægð síðan 2005. Benitez lofaði titli á 5 árum og nú á 6. ári er liðið nálægt því að komast ekki í Evrópukeppnina.

  Þarf eitthvað að ræða þetta frekar? Það held ég ekki.

  Benitez burt!

 20. Grolsi, í gvöðanna bænum reyndu nú aðeins að lesa þér til áður en þú birtir svona rugl. Þú talar eins og Rafa sé einhver unglingur sem sofnaði í dönskutíma og þurfi að flengja aðeins og kenna mannasiði.

  Þetta er í meira lagi þreytandi. Við erum að ræða Albert Riera hérna og auðvitað tengist Rafa því máli en ef þú ætlar ekkert að gera nema nota tækifærið til að koma hér inn og hrauna yfir stjórann, í staðinn fyrir að gagnrýna kannski hans nálgun á málefnalegum nótum eins og nokkrir hafa gert fyrir ofan þín ummæli, endar það með því að við lokum bara á ummælin frá þér.

  Líttu á þetta sem gula spjaldið. Gagnrýndu eins og þú vilt en gerðu það á málefnalegu nótunum og taktu mið af því sem verið er að ræða í þræðinum í stað þess að endurtaka sama hlutinn í hverri færslunni á fætur annarri.

  Burt með barnaskap. Áfram Liverpool!

 21. Riera er vonandi bara byrjunin á massa hreinsun sem verður í liverpool innan næstu vikur.Babrel, lucas ,skretel,aurellio, maxi, benitez, carragher, kuyt og fucking kanarnir vill losna við þetta sem fyrst og fá nýtt liverpool lið

 22. Riera er einn af mörgum mönnum sem hafa komið inn í Liverpool fullir af potential en síðan bara staðnað sökum slæmrar stjórnunar hjá Benitez. Allt sem hann sagði í viðtalinu var rétt og óþarfi að gagnrýna hann fyrir það. Gallinn er nefnilega sá að það eru ekki nógu margir að gagnrýna leikstílinn sem Benitez leggur upp með. Því ef að það er satt sem verið er að tala um að Gerrard sé kominn með ógeð á þessum leikstíl og hugmyndaleysi Benitez eins og við hinir þá finnst mér alveg að Gerrard mætti æla því út úr sér. ‘Eg veit nefnilega ekki með ykkur en ég tek Gerrard fram yfir Benitez þegar kemur að Liverpool.

 23. Riera æatti nokkuð stóran hlut í velgengni síðasta árs að mínu mati.
  Þreytt að missa creative náunga úr liðinu, ekki of margir slíkir hjá klúbbnum.

 24. Menn sem heyrðu það sem Jamie Redknapp sagði eftir leikinn á móti United ættu að sjá hvað er í gangi þarna. Rafa Benitez er sprunginn á limminu

 25. Kristján Atli; Ekki bjóst ég við þessu frá þér.

  Þú segir að ég þurfi að lesa mér til. Getur þú bent mér hvað ég á að lesa? Er ekki að skilja þetta comment þitt.

  Auðvitað tengist Rafa þessu Rieira máli því með slæmu man-manegment hefur stjóranum tekist að gera Liverpool að liði sem er tengt við meðalmennsku.

  Og hitt eru auðvitað blákaldar staðreyndir sem eru vissulega sárar að horfa upp á. Ekki titill síðan 2006 hjá Benitez. Sannleikurinn er vissulega verstur.

  Það að gefa mér gula spjaldið fyrir málefnanlegar umræður finnst mér í besta falli einkennilegt. Ég bendi á staðreyndir og er hvergi eð drulla yfir einn né neinn. Nota ekki ærumeiðandi ummæli eða blótsyrði.

  En ég skal taka mér frí frá skrifum svo ég fái ekki brottvísun.

  B…með B……..!

  Áfram Liverpool.

 26. Riera er einn af mörgum mönnum sem hafa komið inn í Liverpool fullir af potential en síðan bara staðnað sökum slæmrar stjórnunar hjá Benitez.

  Ekki er nú öll vitleysan eins….

  Er Riera nú allt í einu orðin e-h píslavottur. Maðurinn sem kæmist að öllum líkindum ekki í lið Arsenal, ManUtd, Chelsea, Tottenham, Aston Villa og Man City er allt í einu orðin einn sá heitasti í bransanum – bara anti kristurinn hann Rafa sem heldur aftur af undrabarninu.

 27. Mitt álit er að Riera eigi að víkja og það STRAX,hans framkoma gagnvart liðsfélögum og klúbbinum er svívirðisleg,meira um þennan leikmann hef ég ekkert gott að segja.

 28. “They said we were predictable. Well, I think anybody who is unpredictable is a waste of time. Joe Louis was predictable. He would knock a man down on the floor. Goodbye! We were predictable, but the opposition couldn’t stop us!” Þetta komment er eignað engum öðrum en Shankly http://www.shankly.com/article/2517 .

  en að Albert Riera. Hann lofaði góðu og átti stórgott tímabil í fyrra þar sem hann skapaði ófá færi með ógnun á vinstri kantinum. Því mður þá hefur hausinn dottið af manninum og því er ekki annað að gera en að selja hann hæstbjóðanda. Ég sé eftir honum að vissu leyti en samt er ég feginn því að hann fari vegna þess að hópurinn þarf nefninlega ekki á truflunum í ætt við þetta.

 29. Benítez gæti kannski breyst að því leiti að hann gæti hætt að hugsa svona mikið um hvað Liverpool á að gera þegar andstæðingurinn gerir eitthvað, og einbeita sér bara að því hvað hann vill að sitt lið geri! Auðvitað þarf mikið að pæla í því hvað andstæðingurinn gerir, en þetta mætti kannski breytast.

  Varðandi Riera er bara fínt að losna við hann, ef hann er með þetta vesen. Hann hefur ekki stimplað sig neitt inn. Og hann er ekki að fara á HM, sama hvar hann spilar.

 30. Langar svo að benda á grein eftir Guillem Balague. Þar kemur meðal annars fram að Rafa og Mourinho séu efstir á óskalista Real Madrid í sumar, no surprise, og að þeir muni kaupa Ribery og David Silva. Ekki Cesc Fabregas. Sérstaklega slæmt með Silva þar sem ég var að vona að Barcelona keypti tvo af David Villa, Silva og Juan Mata, en Liverpool þann sem yrði eftir.

  Hér er greinin

  Megin pointið þar er varðandi stöðugleika hjá knattspyrnustjórum. Balague segir að margir horfi til Manchester United varðandi þann mikla stöðugleika þar í kringum Sir Alex. 24 ár hjá honum, ellefu meistaratitlar og tveir meistaradeildartitlar.

  Hjá Real Madrid, sem allir elska að gagnrýna fyrir fáránlegan stjórnunarstíl: 24 stjórar á 24 árum. Tíu meistaradeildartitlar og tveir meistaradeildartitlar.

  “It certainly suggests we should all be in less of a rush to rubbish the Galactico model.”

 31. Biðst afsökunar ef þetta stuðlar að þráðráni….
  Mér finnst fínt að Riera fari burt frá því hvernig hann kom fram við félagið. Finnst hann hvergi vera næginlega góður fyrir Liverpool og bætir það svo sannarlega ekki upp með framkomu eða vinnusemi á vellinum.

  Selja hann hið snarasta og fá Joe Cole frítt. Setja svo 6 millurnar í leikmannakaup. Þetta kalla ég gott business!

  Ég hef mikið velt því fyrir mér af hverju Liverpool reyndi hvorki við Nistelrooy eða Luca Toni.

  Ég vill sjá Liverpool fara hamförum á leikmannamarkaðnum, Ég vill fá almennilegan vinstri bakvörð því Aurelio sem er í miklu uppáhaldi hjá mér er alltaf meiddur, Insúa er polli og þó hann lofi góðu þá hefur það sýnt sig á þessu tímabili að það er of mikið að láta hann einan um stöðuna. Hann er að öðlast mikla reynslu og ég vil sjá meira af ungum mönnum úr varaliðinu, t.d. Pacheco, en þeir eiga ekki að þurfa að axla alltof mikla ábyrgð of snemma. Ég held að ef við hefðum getað notað Arbeloa í vinstri bakvörðinn í erfiðum leikjum þá hefðum við ekki þurft að horfa upp á jafn mörg mörk á okkur.

  Það á að selja menn sem eru alltaf meiddir, Degen, Aurelio. Kaupa háklassa kantara og framherja ásamt Simon Kjær og góðum bakverði sem helst getur leyst bæði vinstri og hægri. Ef þetta gerist, sem er algjör draumur. Þá verður Liverpool fáránlega öflugir.

  Við höfum Kuyt og Babel sem geta spilað sem kantmenn og framherjar og eiga að geta gert helling fyrir okkur. Ngog má fara mín vegna og spurning hvort við viljum ekki bara skella okkur í 4-4-2 stundum…

  Menn sem mega fara mín vegna: Skrtel, Aurelio, Degen, Riera, El Zhar, Ngog…. Þessar sölur gætu jafnvel skilað okkur 15mills. Þori ekki að slumpa hærra. Ef við fáum svo góða menn í kantstöður má skoða Babel, Benayoun og Maxi…

  Það ma samt deila um hversu skynsamlegt það er að gera miklar breytingar í einu…

  Svo væri gaman að fá Nemeth til baka, ég hef mikla trú á honum…

 32. Þetta er bara enn einn meðalmaðurinn sem að kemur inn og fer, án þess að hafa afrekað neitt og seldur mjög líklega með tapi. Ekki í fyrsta sinn sem að það gerist hjá okkur…
  Riera kemur til okkar frá meðalliðinu Espanyol og fer til meðalliðs í Rússlands (meðallið á Evrópukvarða, ekki í sínum heimalöndum). Mér finnst þetta segja bara mikið um kaupin hjá Benítez. Á tímabili var ég spenntur fyrir Riera, það var greinilegt að hann bjó yfir tækni, leikskilning og fleiru en maðurinn er ekki kollinn í lagi og algjör heimska að fara þetta mál milli hans og Benítez í fjölmiðla. En maður veit svosem ekki allt sem að gerist bak við tjöldin.
  Vona bara að hann fari sem fyrst svo við getum einbeitt okkur af því að klára þetta ömurlega tímabil með sóma og síðan byrjum við stax næsta sumar að byggja liðið upp. Joe Cole væri mjög góð styrking, sérstaklega gott að fá hann frítt og síðan var verið að tala um að David Silva sé falur fyrir 20millur.
  Annars hefði maður ekkert á móti því ef að P.Diddy og Jay-Z myndu punga saman út fyrir Liverpool og gefa okkur smá pening til þess að kaupa nýja leikmenn 😛

 33. Sælt veri fólkið,

  þetta er nú bara borðleggjandi, BLESS Riera.

  Það að leikmaður eins virtasta klúbbs í heimi og ætti að vera stoltur af því að bera Liverpool merkið á brjósti, kemur ekki fram í fjölmiðlum og segir að klúbburinn sé sökkvandi skip!!
  Eigendur og yfirmenn hljóta að bregðast við og kveðja viðkomandi. Mynduð þið kæra ykkur um svona framkomu ef að þið væruð yfirmenn eða eigendur? Einmitt, nei og aftur nei.
  Alveg sama hvað hægt er að segja um Riera sem spilara, þá er þetta bara ekki sæmandi. Klúbbnum er betur borgið án svona jólasveins og alveg er sama hversu rétt eða rangt hann hefur fyrir sér. Það er ekki mikil hollusta hjá þessum manni og hans hugsun er meira um sjálfan sig en liðsheildina og klúbbsins. Þetta snýst víst aðalega um hans möguleika að komast í landsliðsliðið sitt, en ekki að vinna að heilindum fyrir klúbbinn sem að borgar honum launin og stuðningsmennina sem skaffa honum launin og óska þess heitar að heyra einhvað annað frá spilurum sínum.

  Annað er, sama hvaða skoðun við höfum á þjálfara liðsins þá verða menn að fá tíma til að vaxa og dafna í starfi, það er nú bara þannig í öllum fögum. Skoðið feril Ferguson, hann byrjaði nú ekki vel hjá erkióvini okkar.
  Verum nú ekki með einhvern Real stíl á þessu og bara burt með þjálfarann þegar illa gengur heldur snúum bökum saman og berjumst. Við verðum einnig að fá mótlæti til að kunna að meta meðvindinn.
  Menn verða að setjast niður eftir tímabilið og skoða hvað fór úrskeiðis og menn verða líka að vera raunsæir í ákvarðanatöku, en eitt er víst að það þarf nokkra alvöru leikmenn inn.

  Annað er, þegar hugur leikmannað er kominn í önnur mið á að leyfa þeim að fara og fá nýtt blóð inn, ég held að það sé virkilega kominn timi til að horfast í augu við þá nöpurlegu staðreynd að þá spilara höfum við….

  Annað athyglivert og það eru allar hornspyrnurnar og aukaspyrnurnar sem að ekkert hefur komið úr, þær skipta tugum. Vantar SKALLA MANN.
  Þá spyr ég bara; hvar er Sami 🙂

  Mál að linni, vona að ég þurfi ekki að berja sófann minn meira og neyðast til að horfa EINN á leiki vegna illsku og pirrings 🙂

  3xG

 34. Skil ekki hvað menn eru alltaf að tala um nýja menn því þessir menn flestir sem eru keyptir eru ekki notaðir.
  Eða ekki nóg að mér finnst.
  Væri samt mest til í Asley Young finnst hann besti kanntarinn en hann kostar örugglega of mikið.

 35. En Gleymdi að skrifa um aðal málið og mér finnst Riera ekki nógu góður heldur bolta vel en finnst hraðinn ekki nógu mikill og man ekki eftir svo mörgum stoðsendingum frá honum en vonandi gengur honum betur hjá næsta liði.

 36. það er samt ekki gott að hann sé að fara til cska moskva því þar er leikmaður sem ég vill fá í sumar frábær kantmaður og ríera á örugglega eftir að drulla yfir klúbbinn og stjóran þannig að þessi gaur vill ekki koma http://www.youtube.com/watch?v=GTKKgbERdOM&feature=related . milos krasic fokking fljótur og góður kantari minnir á nedved

 37. Takk fyrir Kristján Atli að taka á mönnum sem endalaust reyna að færa umræðuna úti halda/sleppa Rafa dæminu. Akkúrat þetta gerir þetta að svona góðri síðu… Vel gert…

  Riera hefur á flestan hátt þjónustað klúbbinn alveg ljómandi. Fínn spilari og allt það. Ég var á vellinum þegar hann átti frábæran leik gegn A. Villa síðasta vor. Hann á alveg skilið þakkir frá mér. En útspilið hans um daginn var náttúrulega alger Hrói Höttur. Ef hann vildi fara voru til þúsund aðrar betri leiðir.

  Takk Riera fyrir þær stundir sem þú gladdir mig. Og vonandi, fyrir hann, kemst hann á HM. Og vonandi fattar Riera einn daginn að það eru tugþúsundir drengja (jafnvel enn fleiri) sem myndu gefa alla útlimi fyrir að spila fyrir LFC!!!

  Að vilja yfirgefa LFC og fara að spila í Rússnesku deildinni er… tja…. …… Svipað eins og að afþakka 5 rétta máltíð á humarhúsinu og fá sér pulsu í staðinnn!!!!

  Njóttu pulsunar Riera!

 38. Mér finnst þessi málalok með Riera hálf sorgleg. Var alltaf talsvert hrifinn af þessum leikmanni. Sást strax að þarna var kominn spilari með flair sem gat tekið menn á og gert eitthvað óvænt, sem vantaði eiginlega alveg í liðið.

  Að mínu mati stóð hann sig oftar en ekki prýðilega, man sérstaklega eftir 2-1 sigrinum á móti Man Utd á Anfield í fyrra. Gott ef það var ekki hans fyrsti leikur, a.m.k á Anfield. Þar var hann mjög góður.

  En fyrst hann fór að blaðra svona í fjölmiðla þá gat þetta varla endað öðruvísi. Synd að það hafi gerst, hefði viljað hafa hann áfram, a.m.k út þetta tímabil. Fannst hann okkar besti vængmaður by far.

  Skil eiginlega ekki hvað kom uppá á milli hans og Benitez, en maður veit víst ekki alltaf hvað fer fram á æfingarsvæðinu.

 39. Þetta er bara enn einn kantmaðurinn sem Benitez fær til félagsins og gerir svona svakalega í brækurnar. Þetta er orðið hálf vandræðalegt hjá kallinum.

 40. Ég held að allir viti að það var fáránlegt að fara í blöðin með þetta og allir eru sammála um það, held að við þurfum ekkert að ræða það mikið meira.

  En, hvað ef það sem Rieira er satt? Það hræðir mig mest af öllu. Hvað ef allir leikmenn eru búnir að missa trú á Rafa og vilja ekki spila fyrir hann? Hvað ef Rafa er kaldur sem ís og leikmenn ná engri tengingu við hann? Ég er algjörlega sammála einhverjum hérna að ofan að þjálfari verður að fara yfir stöðuna með leikmönnum fyrir og eftir hvern einasta leik. Þetta hefur ekkert með það að gera að sumir þurfi klapp á bakið, heldur verða allir að vita nákvæmlega hver staðan er. Ef þjálfarinn fer í fílu útí einstaka leikmenn af engri sýnilegri ástæðu þá er það gríðarlega alvarlegt mál.

  Rieira getur sjálfum sér um kennt að vera fara því hann fór í fjölmiðla, en hafa menn ekki áhyggjur af því AFHVERJU hann fór í fjölmiðla? …eða á bara að stinga hausnum í sandinn og segja Rieira = Vondur, Benitez = Æðislegur?

 41. Gunnar Ingi, ég held að það sé alveg vert að spyrja hvort samskipti Rafa við leikmennina séu hárrétt. Það er auðvelt að segja að sumir, eins og Pepe og Kuyt, fíli hann eins og hann er en þarf hann ekki að geta talað við hvern leikmann á þann hátt sem hann þarfnast? Tough love á suma, köld aðferðafræði á aðra og handleggur á öxl sumra? Það er vissulega alveg verðug spurning.

  Það er enginn að segja að Benítez sé æðislegur, bara að Riera er klárlega “vondur”, svo ég noti þín orð.

 42. Gunnar Ingi á besta punktinn hérna, við verðum nefnilega að taka af okkur Liverpool/Love gleraugun og spyrja okkur að þessu. Því ef að hann er búinn að tapa búningsklefanum (sem ég tel nokkuð víst) þá er þetta búið.

 43. Þetta er nú kannski bara kjarni málsins sem verið er að ræða hérna. Spurningin um mannauðsstjórnun framkvæmdatjórans okkar.

  Ég veit auðvitað ekkert frekar en aðrir hvernig Benítez kemur fram við menn. Það er alveg eðlilegt og ber að taka með varúð þegar menn sem hafa verið settir út af sakramentinu byrja að drulla yfir allt og alla en það verður að hafa í huga að það sem þeir segja er nú kannski upplifun þeirra á málunum.

  Ég er nú um stundir að þjálfa 2. og 4. flokk hjá smáliði á Íslandi. Sérstaklega er 4. flokkurinn viðkvæmur fyrir áföllum, álagi, áreiti og ýmsu öðru og það þarf stöðugt að vera að peppa þá, hvetja, segi kannski ekki strjúka og faðma, en allavega, þá er hugurinn það sem skiptir langmestu hjá þessum drengjum. Og um er að ræða gjörólíka einstaklinga á gjörólíkum þroskastigum. Þótt mannauðsstjórnun sé aðeins öðruvísi hjá stórliði þar sem allir leikmennirnir eru atvinnumenn þá er þetta ekki í grunninn ólíkt. Þetta snýst um, líkt og í kennslu, að koma fram við einstaklinginn á þann hátt að sem mest fáist út úr honum.

  Framkvæmdastjórinn hlýtur að vilja hafa mannskapinn sinn í sem bestu lagi, andlega og líkamlega og það gerir hann með því að tala við leikmenn sína, fara yfir ákveðna hluti með þeim, segja þeim hvað þeir gera vel og illa og reyna að hafa þá góða, a.m.k. þannig að þeir séu hæfir til að vinna saman í hóp. Framkvæmdastjórinn þarf líka að skoða hvort einhverjar klíkur séu, hvort einhver sé útundan og í sjálfu sér að nálgast hvern og einn leikmann á þann hátt sem hann telur að hann fái sem bestan leikmann út úr honum. Hann fær mest út úr leikmanninum ef honum líður vel, nær að aðlagast hópnum, fær skýringar og samtöl við stjórann þegar á þarf að halda og svo framvegis. Án þess að vita það þá efast ég um að Benítez sé mikið inni á þessari línu. Hann hentar því eldri og þroskaðri leikmönnum vel, og lykilmönnum en gagnvart leikmönnum sem eru að berjast við að komast í byrjunarlið eða hóp þá er hann eflaust ekki nógu supportive.

  http://www.knattspyrna.bloggar.is

 44. Benitez er bara yfir alla hafinn, hann er kóngurinn. Maðurinn sem sýnir ekki tilfinningar, þvílika hörkutólið. Hann vill leikmenn sem berjast en ekki þá sem hafa hæfileika, ef þú hleypur bara nógu mikið þá ertu pott þétt í byrjunarliðinu. Sjáið nú hvert það hefur skilað okkur á síðustu mánuðum. Þvílikur apahaus sem þessi maður er. Fyrigefið orðalagið en þetta er mín skoðun.

 45. Ótrúlega gaman að sjá á hversu hátt plan Grellir reynir að hýfa umræðuna, skrítið þótt löngunin í að taka þátt í umræðum hérna hafi nánast algjörlega horfið.

 46. Til Kristján Atla,

  Ég ákvað að vinda mér inná kop.is helsta vígi Rafa Benites í heiminum. Rafa sem er einstaklega óvinsæll stjóri sem hefur náð afar takmörkuðum árangri með fyrrverandi stórveldi Liverpool, ætti með réttu að vera löngu rekin. Þetta þekkja nú flestir þeir sem vilja þekkja.

  En þá að mergi málsins. Ég sá að maður að nafni Grolsi (sem sennilega ber annað föðurnafn 🙂 ) ritaði hér comment á þessa færslu. Kommentið innihélt rök, staðreyndir og vilja þess sem það ritaði. Næsta færsla á eftir gerði að mínu viti einn af ristjórum þessarar síðu Kristjáni Atli. Þar sem hann hótar því að skoðanabræður Grolsa á þessari síðu verði bannfærðir, ja eða altént skoðanir Grolsa, og hann tekin af sakramentinu ef hann hættir ekki að rita gegn skoðunum sínum! Hér erum við á kop.is – síðu sem haldið er úti í hiðu lýðræðislega ríki Íslandi, alltí einu komnir í kommuníska Kínverska ritskoðun. Langar að óska Kop.is til hamingju með þetta! Um leið hugsa ég að margir hættir nú að leita í þessa síðu ef þetta er í raun ekki misstök af hálfu Krisjáns sem hann biðst afsökunnar á. Altént ætla ég að vona að hann sýni af sér þann manndóm að biðjast afsökunnar á þessum einræðistöktum.

  Um leið vil ég nota tækifærið og benda á þá staðreynd að félagi minn var útí í liverpool núna fyrir skemmstu og með miða á besta stað í KOP stúkunni. Þaðan fóru þeir svo í party með hörðum kjarna Liverpool stuðningsmanna.Allir áttu tvennt sameigilegt með íslendingum. Elskuðu Liverpool og hötuðu Rafa Benitz.

  Með von um að Kristján Atli setji sjálfan sig ekki aftur á alltof háann hest,

  kveðja doddi

 47. Ég sé nú ekki betur Doddi en að það sem Kristján er að gagnrýna hjá Grolsa er sú staðreynd að hann framdi þráðrán um hábjartan dag. Nákvæmlega ekkert óeðlilegt við það ef þú spyrð mig Doddi 😉

  En hvað veit ég, ég er staurblindur af ást til Rafa Benitez.

 48. þráðrán segir þú……..

  ef það væri verið að ræða nýja búninga félagsins – þá já
  ef það væri verið að ræða eignarhald útlendinga – þá já
  ef það væri verið að ræða nýjan völl- þá já

  En þegar verið er að ræða leikmann sem Rafa kaupir, selur, er gagnrýndur af- þá nei

  þegar grein greinarhöfundar endar á orðunum: “Bendir það til þess að Rafa verði áfram með liðið á næstu leiktíð? Kemur í ljós.” – þá tel eg ljóst að allt tal um þráðrán eða hvað þið kallið þá eiga ENGAN VEGIN VIÐ.

  Stend ég því fast á mínu, Kristjáni ber að biðjast afsökunnar á ófyrirgefanlegri framkomu.

  með kveðju doddi

  • Stend ég því fast á mínu, Kristjáni ber að biðjast afsökunnar á ófyrirgefanlegri framkomu.

  Spurning bara um að kæra þetta til eiganda síðunnar?

  Annars var tekin sú stefna um daginn að reyna að draga verulega úr þessari upphrópunarmerkja umræðu um hatur manna eða ást á Benitez þar sem nokkrir höfðu ekki getað tjáð sig um nokkurn skapaðan hlut án þess að það snerist upp í barnalegan hatursáróður á Benitez sem var aldrei að fara skilja neitt eftir sig. (þ.e.a.s. flestir voru búnir að ná þessu eftir fyrstu 50 póstana frá hverjum og einum). Við sem viljum ekki taka undir þennan áróður og þetta hatur erum stimlaðir sem þvílíkir Rafa dýrkendur og ég veit ekki hvað og hvað, so be it. Ef þér finnst þetta vera ritskoðun á við það sem gerist í Kína verður bara svo að vera.

 49. Það er verst að ég sá ummælin frá dodda ekki fyrr en fyrst núna. Ég hefði tekið þau út ef fólk væri ekki byrjað að svara þeim.

  Doddi, ummælaþráður þar sem verið er að ræða Riera er ekki vettvangurinn til að ræða ritstjórnarstefnu Kop.is. Til þess geturðu sent okkur tölvupóst eða notað þræði þar sem ritstjórnarstefna Kop.is er til umræðu.

  Og bara svo að ég ítreki þetta í þúsundasta sinn: VIÐ ERUM EKKI AÐ BANNA FÓLKI AÐ GAGNRÝNA RAFA HELDUR BIÐJA ÞAÐ AÐ HALDA SIG VIÐ EFNISTÖK OG UMRÆÐUR VIÐKOMANDI ÞRÁÐAR OG GAGNRÝNA HANN Á MÁLEFNALEGU NÓTUNUM Í STAÐ ÞESS AÐ ENDURTAKA SÖMU UMMÆLIN Í HVERJUM ÞRÆÐINUM Á FÆTUR ÖÐRUM.

  Ekki stunda þráðrán, og ekki rita sömu ummælin mörgum sinnum án tillits til þess hvað verið er að ræða. Hvað í andskotanum er svona flókið við þetta?

  Ef einhverjir fleiri eru ósáttir við þetta geta þeir sent mér póst. Þessari umræðu er lokað.

Möguleikar á Meistaradeildarsæti

Nýir búningar? (uppfært)