Manstu eftir United á morgun !

Verkefni morgundagsins er svona aðeins í erfiðari kantinum, Liverpool sem spilað hefur tvo leiki á einni viku svo SSteinn gæti nýtt vinnuferð sýna til Liverpool í botn mæta Manchester United sem hefur lítið gert annað í þessari viku heldur en að spila tölvuleiki og líklega gera grín að Gary Neville.

Gamli skarfurinn sem stjórnar þessum fulltrúum hins illa hefur verið með blaðamann á kantinum alla þessa viku og meðal annars hneykslast á FA fyrir að sleppa alltaf Gerrard við refsingu (þess má geta að það er ekkert gler eftir í glerhúsinu hans Ferguson) og eins var hann að tala um að stjóri Liverpool hefði þegar toppað með liðið þegar hann náði öðru sæti í fyrra. Eins og ég sagði þá er glesrhúsið hans tómt því það er hægt að benda á nokkur skipti þar sem Ferguson var talinn hafa toppað með sitt lið.

Old Trafford er stór völlur en það heyrst ekkert í áhorfendum þar nema þem sem sitja þarna.
Old Trafford er stór völlur en þetta er eina svæðið sem eitthvað heyrist frá af viti

Leikurinn er á Old Trafford og miðað við hvernig þetta tímabil hefur spilast hjá þessum liðum er ekki hægt að ljúga því að maður sé neitt of bjartsýnn, hvað þá þegar Liverpool liðið kemur til með að mæta frekar lúið til leiks. Það sem þó vinnur með okkur er að við höfum verið að taka United undanfarið, G & T eru komnir aftur í sæmilegt form og liðið hefur verið að endurheimta flesta af þeim sem lent hafa í meiðslum í vetur og er þar af leiðandi farið að sýna brot af þeim fótbolta sem liðið getur spilað. T.a.m. spilaði Liverpool sinn fyrsta leik á mánudaginn síðasta er þeir fengu Pompey í heimsókn og nú er bara vona að þeir geti byggt ofan á það.

Að spá fyrir um byrjunarlið er svolítið erfitt og er þar sérstaklega hægt að þakka góðri frammistöðu Aquilani og Babel í vikunni. Þeir komu inn í liðið gegn Pompey sem gerði það að verkum að Benitez stillti upp því byrjunarliði sem ákaflega margir stuðningsmenn hafa óskað eftir í marga mánuði að fá að sjá. Pompey var ekki mikil fyrirstaða en það er ekki bara því að kenna að spilamennskan var mikið gáfulegri í þeim leik.

Svona tippa ég á að liðið verði:

Reina

Johnson – Carra – Agger – Insúa

Mascherano – Aquilani
Kuyt – Gerrard – Babel
Torres

Á bekknum: Cavalieri, Benayoun, Kyrgiakos, Ngog, Lucas, Maxi, Kelly.

Á heimasíðunni kemur það fram að Aquilani hafi mætt á æfingu í gær og hafi þar með náð sér af þessum tölvuvírus sem hann smitaðist af.  Þannig að með nokkuð rúmlegu magni af bjartsýni ætla ég að spá því að hann fái að byrja þennan leik gegn United og Lucas verði á tréverkinu. Aquaman er bara mikið gáfulegri á miðjunni heldur en Lucas og okkur vantar alveg grátlega mikið einhvern sem getur tekið leiki yfir og stjórnað spilinu frá miðjunni, það getur Aquilani, ekki Lucas. Brassinn hefur þó verið að spila vel gegn United undanfarið svo það væri ekkert heimsendir ef hann byrjar inná, en ég efa að það séu margir sem óski þess. Eins er það með hina stöðuna frá leiknum gegn Pompey. Eins rosalega mikið og mig langar að spá því að Kuyt verði á bekknum þá held ég að það komi í hlut Maxi að fara á bekkinn… en ég óttast að það verði Babel sem detti úr liðinu.

Eins er svolítið erfitt að spá fyrir um liðið í ljósi þess að nokkrir leikmenn hafa þegar spilað tvo leiki í þessari viku þannig að Benayoun, Herkúles og fleiri gætu alveg dottið inn í þennan leik líka.

Hvernig United stillur upp skiptir ekki máli, þeir eru í góðu formi og með Rooney í fáránlegu formi og meira að segja Berbatov í stuði. Við getum engu að síður klárlega alveg unnið þetta lið og vonandi skemmt okkur eins vel við það og í fyrra:

Spá: Eins og ég segi þá er ég ekki bjartsýnn fyrir þennan leik, set þó óskhyggjuspá upp á 1-2 sigur og Super Danny Murphy skorar bæði fyrir okkur.

38 Comments

  1. Ég spái öruggum 0-3 sigri þar sem Torres setur tvö og Aquaman eitt.

    Skal svo leggja fimmara undir að Super Danny Murphy komi ekki til með að gera miklar rósir í þessum leik, enda eflaust þreyttur eftir leikinn við Juve.

    Flott upphitun btw.

  2. Núúúúúuúúú ok… þá er þetta séns. Stend samt við fimmarann 😉

  3. ég spái 2-2.Rooney og park vs Torres og Babel + 1 rautt á hvort lið.Rio og Gerrard.

  4. Það eru engar líkur á að Benitez byrji með Aquilani inn á og litlar líkur á að Agger byrji. Eins mun Kátur hefja þennan leik. Benni hefur opnað augun loksins fyrir Babel og mun því byrja með hann, en hann mun aðeins fá 66 mínútur óháð spilamennsku. Kyrgiakos byrjar í miðverðinum ásamt Carra, Lucas skiptir við Aquilani á 82. mínútu og Maxi kemur inn á þegar korter er eftir í staðinn fyrir Kát.. Leikurinn mun svo enda 3-1 fyrir Utd. sökum lélegs flæðis á miðjunni og ömurlegrar dekkunar á Rooney, en hann mun skalla 3ja markið inn eftir aukaspyrnu sem Lucas gefur rétt fyrir utan teig. lélega dekkunin verður vegna miskilnings hjá Insua og Carra.
    Hinsvegar ef að Benitez ákveður að spila “djarft” á sinn mælikvarða og byrja með Aquilani, Maxi og Aurelio inn á þá verður þetta hörkuspennandi leikur á milli tveggja mjög öflugra liða sem endar 2-4 fyrir Liverpool.
    Jú, það er von mín og þrá að við jörðum þessa djöfla, troðum blautum svampi upp í Fergie og mætum með vasaklúta handa Vidic.
    Áfram Liverpool, áfram Liverpool og áfram Liverpool.

  5. Ég er sannfærður um að Lucas og Mascherano munu verða inni á miðjunni í þessum leik, eins og í þremur síðustu sigurleikjum okkar gegn United. Ég styð þá samsetningu alls ekki venjulega en þeir hafa algerlega snýtt miðjumönnum Scum í þessum leikjum og ekki nokkur ástæða til að breyta því.

    Ekki síst þegar maður tekur það inn í dæmið að aðeins í einum þessara þriggja leikja var Gerrard karlinn með! Ég held því að þeir þrír hefji leik á OT á morgun, þó ég væri til í að hvíla Kuyt og hafa Aquilani inni og Gerrard hægra megin.

    Stóri vandi okkar á morgun utan við Rooney verður vinstri vængurinn. Insua er á mjög góðri leið en á erfitt varnarlega gegn klókum leikmönnum. Það eru Valencia og Nani. Í leiknum á Anfield var leikurinn settur upp með Aurelio fyrir framan Insua og því er það spurningin hvort Babel dugar, mér hefur fundist Maxi afar duglegur varnarlega og það kæmi mér ekki á óvart að hann byrjaði.

    Þetta styð ég. United hefur engin svör átt við uppsetningu Benitez síðustu ár og það er ENGIN ástæða til að breyta því fyrr en þeir hafa sýnt að þeir ráði við þá uppsetningu, ekki síst þegar í öllum þessum leikjum við höfum séð hafsentinn þeirra fá rautt. Þeir eru viðkvæmir fyrir skyndisóknum og miðjan þeirra á erfitt með að sækja og verjast. Lykillinn verður að loka á Rooney og hægri vænginn. Menn halda stundum að það skipti ekki máli hvernig fyrri leikir þjálfara og liða hafa farið. Svo er að mínu mati alls ekki.

    Benitez fann lausn sem hefur SVÍNVIRKAÐ gegn uppsetningu og liði Rauðnefs og alveg sama hvað sá segir er hann ekki glaður með þá útkomu.

    Þess vegna leyfir maður sér að vona að óvænt úrslit verða á OT, en ég verð afar undrandi og fúll ef ég sé nýtt upplegg á sunnudaginn frá fyrri sigrum gegn Scum!

  6. Átti auðvitað að vera!

    ….miðjan þeirra á erfitt með að sækja og verjast gegn okkar miðjumönnum eins og þeir hafa verið settir upp….

  7. Spái jöfnu 1-1.

    Svo má brosa yfir því að Aston Villa var að tapa 2 stigum áðan 🙂

  8. Ég sé því miður ekkert broslegt við það að gleðjast yfir því að Aston Villa skuli misstíga sig. Finnst það frekar grátlegt.
    Stoppum Rooney, þá stoppum við Man Utd.

    Frekar vil ég fá Gerrard djúpan í staðinn fyrir Lucas en vill þó helst leyfa Aquilani að taka stöðuna hans.

  9. Lolli, í dag er það nú bara þannig að við verðum að gleðjast yfir óförum annara liða hvort sem þér líkar það betur eða verr. Aston Villa tapar 2 stigum og því minni hætta á að þeir verði í þessari baráttu um 4 sætið. Ég held hins vegar að þetta verði tottenham, city og Liverpool sem muni berjast um þetta…

    En flott upphitun hjá þér og ég spái þessu 2-2.

  10. Getur verið að Gerrard hafi verið aftarlega á miðjunni um daginn? Hvaða leikur var það?

  11. Sama liðið og var á mánudag takk. Tökum þetta elsku LIVERPOOLdrengirnir mínir , og efa að Kuyt verður inná þá má hann halda áfram að skjóta eins og síðasta, þvílíkar neglur.

  12. MU efstir á meiðslalistanum með 10 leikmenn meidda. Samt er maður vel hræddur um að tapa. Það lýsir því ágætlega hvernig stöðu við erum í.

  13. Ég held að ef það verður rautt spjald gefið í þessum leik, þá verður það Vidic, hann hefur allavegna verið áskrifandi að þeim hingað til!
    Ég er Man Utd fan og er dauðkvíðin fyrir þessum leik á morgun, enda er það ekki furða, þið hafið farið of illa með okkur í síðustu þrem leikjum!

    p.s. þrátt fyrir að ég sé ekki Liverpool fan, þá er þetta lang besta fótbolta spjall síðan og mér finnst alltaf jafn gaman að koma hingað inn og lesa það sem er í gangi. Ég hef oft hlegið upphátt yfir húmornum í ykkur 😉

  14. mér finnst menn vera soldið mikið bjartsýnir hérna. ég vona það svo innilega að þið hefið rétt fyrir ykkur. en þó svo við seum búnir að vinna í síðustu 2 leikjum þá var það á heimavelli á móti Lille og Portsmouth en síðustu tveir útileikir töpuðust á móti Lille og wigan sem eru hræðilega léleg hliðinna á man u. menn aðeins að gleyma hvernig útileikirnir á þessari leiktíð hafa farið og á morgun er það sá erfiðasti.

    En ég vona að þessir Liverpool kallar muni eiga stórleik og rústa the shit!!! en ég ætla að leyfa mer á spá jafntefli !

    áfram LIVERPOOL !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  15. @Maggi #6. Ég er sammála því sem þú segir, en mér finnst samt vert að benda á það að Babel hefur bætt sig mikið í að pressa menn. Mér fannst það einn helsti gallinn við hann að hann virtist latur og ekki skilja að hápressa skilar mörgum, en í dag virðist vera allt annað uppi á teningnum. Til dæmis var hann að verjast vel þegar hann lagði (sennilega alveg óviljandi) upp markið fyrir Torres á móti Lille.

    En ég er mjög hrifinn af Maxi og er nokkuð viss um að hvor þeirra sem byrjar inná eigi eftir að standa sig vel.

  16. Eðlilega er maður hræddur við þennan leik á morgun þó svo að Liverpool hafi gert fína hluti á móti Man Utd í síðustu leikjum. Ég man líka eftir töluverðri gúrkutíð þar sem við fengum ekkert fyrir okkar snúð leik eftir leik og það var virkilega pirrandi tími.

    Ég held því miður að Aquilani sé ekki málið á miðjunni á morgun. Hann þarf að fá reynslu í að spila stærri leiki með LFC og að henda honum beint á Old Trafford og spila á móti miðju Man Utd. Held hann sé ekki klár í það, hann þarf meiri reynslu á móti stórum liðum fyrst.

    Lucas og Masch verða á miðjunni sem er bara fínt, við þurfum að hafa þétta miðju á móti Man Utd. Þurfum líka að vera með kantara sem eru sterkir varnarlega. Bæði Kuyt og Maxi eru sterkir í því þannig að vandi erum slíkt að spá hver verður þar.

    Sigur væri mjög gott en jafntefli verða að teljast fín úrslit líka.

  17. Ef þetta komment fær meira en 76 Þumla upp þá vinna liverpool 7-0 og ef ekki þá tapa liverpool 12-0.

  18. Við eru að fara að spila við Manchester United. Arsenal var að skjótast upp fyrir þá í dag í toppsætið með góðum sigri á West Ham einum færri og þrátt fyrir að þeir hafi fengið víti dæmt á sig. Geri önnur lið betur!

    Dómarinn á morgun verður því undir mikilli pressu að hjálpa united að vinna. Hann getur t.d. ekki dæmt víti á United og þarf örugglega að dæma víti á Liverpool til að hjálpa United á toppinn aftur. Man utd. á marga stuðningsmenn og ekki er hægt að svekkja þá með því að hjálpa ekki United.

    Á morgun verður Liverpool leikmaður rekinn útaf. Það er vegna þess að Vidic hefur fengið að fjúka þrisvar. Það verður Steven Gerrard því það er gert til að bregðast við ummælum Ferguson um að Gerrard sé á sérsamningi.

    Ég bið bara um skemmtilegan leik þar sem knattspyrnana sigrar en ekki einhver utanleikspólítík.

    Er Rooney betri leikmaður en Ronaldo?

  19. Ég er mjög smeykur um að leikurinn á morgun verðir erfiður og er mjög svartsýnn, burtséð frá hverjir byrja inná. Það er jákvætt að liðið virðist loksins vera að vakna en mér finnst ekkert benda til sigurs. Því er nú ver og miður.

    • Dómarinn á morgun verður því undir mikilli pressu að hjálpa united að vinna.

    Þú ert nú ekkert betur settur sem dómari með að styggja okkur Poolara!!

    • Er Rooney betri leikmaður en Ronaldo?

    Tek undir það ef hann spilar í 2-3 ár á sama leveli og hann hefur gert í vetur

  20. Látum okkur nú sjá. Ég horfði síðast á þessi tvö lið spila fyrir c.a 2 árum á Old Trafford. Sá leikur fór 3-0 fyrir djöflana og við fengum rautt spjald (Mascherano minnir mig).

    Síðustu þrem viðureignum hef ég misst af, af ýmsum ástæðum. Við höfum unnið þær allar og í þeim öllum hafa þeir misst mann útaf (Vidic í öll skiptin held ég).

    Á ég nokkuð að horfa á leikinn á morgun? Get eflaust fundið mér eitthvað annað að gera, eins og að naga neglurnar upp að hnúum.

  21. Aðalmálið á morgun er ,,,,,, að halda hreinu. Veit að það verður erfitt, en vona að það takist. Fergie er að setja pressu á dómarann með þessum kommentum með að Gerrard sleppi alltaf við refsingu. Vona að það virki ekki, og veit s.s. ekki hvaða dómari dæmir á morgun.

    Ég veit ekki hvort ég sé bjartsýnn eða svartsýnn á þennan leik fyrir okkar hönd, svei mér þá.

    VONA BARA AÐ VIÐ HÖLDUM HREINU, OG,,, POTUM INN EINS OG 4 TIL 7 MÖRGUM ! ! ! ! ! ! !;-)

    YNWA

  22. Ooooooooooooooooo…… hvað það myndi redda miklu við þessa herfilegu leiktíð ef við myndum vinna Scums á gamla traffa. Það má fyrirgefa svo mikið fyrir slíka gjöf.

    YNWA

  23. fyrir nokkrum vikum vorum 1 stig á milli Arsenal og Liverpool en nú Arsenal í fyrsta sæti og það sýnir að deildinn sé ekki búinn þar til maí.
    Svo áfram Liverpool og Leikurinn fer 2-0 torres og aqui

  24. Úff þetta verður spennandi og erfiður leikur. Vona að lukkudísirnar sem hafa algerlega yfirgefið okkur bæti ráð sitt og mæti á leikinn. Þurfum á þeim að halda gegn sterku manu liði.

    Vona svo sannarlega að Lucas og Kuyt byrji á bekknum. Af hverju?
    1. Verðum að geta haldið boltanum innan liðsins. manu valtar yfir lið sem ekki hafa getu eða þor til að halda boltanum.
    2. Aquulani er mun betri sendingamaður en Lucas. Verðum að hafa einhvern sem getur dreift spilinu inn á miðjunni. Aquilani er mun betri en Lucas og um leið fá vængmenn, Torres og Gerrard mun meiri tíma til að athafna sig. Sýndi sig á móti Pourtsmouth.
    3. Ef Aquilani er ekki maður í svona leik – verður hann það aldrei. 18 millj. punda maður sem er að komast í toppform en er ekki treyst í stórleiki á ekki heima í Liverpool liðinu. Svo einfalt er það. Tel hann reyndar eiga fullt erindi.
    4. Kuyt er ágætur en á meðan hann getur varla tekið á móti bolta og hægir á öllu spili gagnast hann ekki liðinu. Ég er líka á því að tími varnarsinnaðra sóknarmanna hjá Liverpool sé liðinn. Helst hefði ég viljað sjá Rieira en Benayoun og Maxi höndla verkefnið. Verð samt að viðurkenna a ég er lítið hrifinn af Maxi enn sem komið er og hef beðið vini mína að hafa samband þegar hann sólar sinn fyrsta varnarmann.

    Annars er ég þokkalega bjartsýnn. Tel okkur eiga möguleika og ef lukkan mætir á svæðið tökum við þetta.

    Áfram svo Liverpool!

  25. Ég er algerlega sannfærður um að við tökum þetta aftur, Shrek verður pakkað saman, Vidic fær rautt og við vinnum 1-3 með mörkum frá Torres, Gerrard og Babel…

  26. Úff, ef við töpum þessum leik verðum við FU**ED í Meistaradeildarbaráttunni. Gætum misst Tottenham 7 stigum á undan okkur og Man City gæti náð 8 stiga forystu ef þeir vinna leikina sína sem þeir eiga inni. Þetta er ekki góð tölfræði þegar það eru aðeins 7 leikir eftir.

    Verðum að hirða öll þrjú stigin og aðstoða Arsenal í að taka titilinn í ár. Það væri bærileg niðurstaða ef við næðum 4. sætinu og Litla-Evrópubikarnum.

Dráttur: 8-liða úrslit (Uppfært: BENFICA!)

Byrjunarliðið mætt