Liðið gegn Lille

Jæja, liðið er komið og lítur svona út:

Reina

Johnson – Carra – Agger – Insúa

Mascherano – Lucas
Kuyt – Gerrard – Babel
Torres

Á bekknum: Cavalieri, Benayoun, Kyrgiakos, Ngog, Degen, El Zhar, Kelly.

Semsagt, þær tvær breytingar sem að allir vildu. Kuyt inn fyrir Maxi (sem er bikar-bundinn) og Lucas inn fyirr Aqulani sem er með vírus eftir óhóflegt pasta-át. Það er svo sem erfitt að mótmæla þessu. Fyrst að þeir tveir duttu út þá var Rafa í smá vandræðum, sérstaklega er varðar miðjuna. En allavegana, vonandi dugir þetta til að klára Lille.

58 Comments

 1. Þetta gat vel verið þannig að Gerrard kæmi á miðjuna til að spila með Masch og Yossi settur í holuna. Ég er drullufúll yfir þessari uppstillingu.

 2. Whatever samt, núna fáum við einfaldlega að sjá enn einn leik sem einkennist af possession en ákaflega bitlausri sókn og Carra mun dúndra boltanum fram og til baka eins og enginn sé morgundagurinn. Af hverju ekki að hafa Gerrard á miðjunni og blása smá til sóknar ? Það mun ekki skila okkur áfram að halda hreinu í þessum leik.

  …og er þessi bekkur ekki grín eða ?

 3. Afhverju ekki fokking Gerrard á miðjunna og Benayoun inná fyrir Lúkas. Ég er ekkert að leggja Lúkas litla í einelti en málið er að hann og Mascherano hafa ekkert erindi að spila saman á miðjunni á HEIMAVELLI, gegn LILLE, í LEIK SEM ÞARF AÐ SIGRA.
  Spái þessu 1-1.

  Er þó ánægður með að hafa Babel inná enda bara asnalegt að taka hann úr liðinu sem ég bjóst við. Kemur mér þó á óvart að Agger fær að spila þriðja leikinn á stuttum tíma. Kannski er bauninn í betra formi en ég hélt.

 4. hahaha shit var ekki búinn að sjá bekkin!! þessi leikur fer 1-1 á þessum leikmannahóp sem mer fynnst slakur! við verðum 1-0 yfir og leikmenn nokkuð sáttir bara en svo jafna þeir í endan !

 5. Er Riera nokkuð meiddur? Hann er bara endanlega dottinn úr liðinu aight?
  Vorkenni honum nákvæmlega ekkert. Hann er ekki með rétta viðhorfið sem við viljum hafa.

 6. Er bjartsýnn og spái þessu 5 – 1. Torres með 2, Gerrard, Johnson og Lucas!!

 7. Þótt þeir félagar Kuyt og Lucas (sem mér skilst að séu útsendarar djöfulsins, eftir skrifum manna hér að dæma) spili þennan leik, þótt Aquilani liggi með flensu, þótt fyrirliðinn okkar berji menn í hnakkann í tíma og ótíma, og þótt Rafa sé fífl og asni þá spái ég öruggum sigri 3-0, þar sem Torres (2) og (haldið ykkur) Lucas skori mörkin.

  Og í þessum töluðu orðum sýnist mér að Fulham gæti verið á leiðinni í átta liða úrslitin.

 8. Ég get ekki kvartað yfir þessari uppstillingu. Spáið aðeins í því, við erum jú með tvo varnarsinnaða miðjumenn..EN, þetta gefur okkur tækifæri til að sækja meira upp kantana og þá geta Insúa og johnson sótt meira upp völlinn. Ef ég ætti pening til að tippa á leikinn myndi ég segja að við vinnum þennan leik 3-1. Við munum sækja mest upp kantana og munum við sjá ófá krossa eða hlaup frá kantmönnunum inn á miðjuna og efast ég ekki um að við eigum eftir að setja allavega tvö skallamörk. Ég ætla svo að gerast svo grófur og giska á að Carra verði með eitt mark eftir horn, Torres með skalla og svo mun Babel setjann eftir sendingu frá Kuyt af kantinum. mark my words 😀

 9. Svo það sé komið fyrir þá sem vantar stream, ég mæli eindregið með þessu streami tvu://A63053d12537b76f87177ba258e43f7a0e2e846678778c338fa883bc96a3f0a1e0ce8f3db5624be3ac8a7af3ad09f021e

  Þetta er frá TV3 með dönskum þulum og eru gæðin góð. Þetta er fyrir TVU player fyrir þá sem ekki vita.

 10. Voru menn ekki ánægðir með síðasta leik. Þar gekk boltinn hratt inná miðjunni nú er vinur okkar Lucas kominn til að draga niður hraðan. Ég er ekki bjartsýnn.

 11. mér finnst ósanngjarnt að gera lítið úr Hollenska hundinum, hann hefur reynst okkur vel ansi oft þó svo að hann hlaupi endalaust í hringi og viti ekkert hvert hann sé að fara. við viljum hafa hann inn á í leikjum en ekki hverjum einasta fokking leik. Hann er góður kostur í evrópu leikina og á eftir að gera góða hluti í kvöld.

 12. Og hver annar en Lucas að fiska víti…þetta er saga sem getur ekki klikkað 😀

 13. Kátur að bjarga á línu vel gert á hann ekki að fá stig fyrir það í svk. Castrol

 14. hvað var málið með RB að ypta öxlum þegar flautað var af …. var tíminn ekki búinn??

 15. Sennilega af því að dómarinn flautaði á mínútunni 45… Hefði alveg mátt bæta við 2-3 mín í fyrrihálfleik…

 16. Lucas að gera góða hluti vona að hann haldi því áfram þá mun ég (fleiri) þurfa að étta nokkur vel valinn orð ofaní mig. Eitthvað sem ég mun gera með glöðu geði ef hann heldur áfram á sömu nótum og við komust í næstu umferð.
  Koma svo Liverpool kláru þetta dæmi í seinni.

 17. Lucas er að bjóða sig fram á miðjunni????? og það er að virka????
  shit það er allt að verða vitlaust hérna.
  Það getur greinilega allt gerst! Hann verður maður leiksins með þessu áframhaldi. og þá mætir Benitez heim til mín og segir “I told you so” og hvað segi ég þá?

 18. 1-0 í hálfleik, ásættanlegt. Myndi vilja sjá liðið setja meiri þunga í hápressuna. Það er eins og Lucas og Masche séu ekki alveg klárir hversu framarlega þeir eiga að vera þannig að það myndast fullmikið pláss milli fremstu mann og miðjumannanna. Þá finnst mér vörnin vera full taugaveikluð og ekki ná að koma boltanum almennilega frá sér sem gerir það að verkum að liðið er alltaf í eltingaleik í stað þess að stjórna leiknum.

  Þetta Lille lið er greinilega skeinuhætt og líklegt til þess að geta potað inn einu marki þannig að það er mikilvægt að ná öðru markinu sem allra fyrst.

 19. Fínasti leikur hjá okkur en við verðum að bæta við einu eða helst 2 mörkum og klára þennan leik, það væri hrikalegt að fá mark á okkur seint í leiknum.

 20. Eins og að drekka vatn……af hverju getur þessi maður ekki haldist heill í heila leiktíð :S

 21. JÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!!!!!!! Svo bara eitt enn og þá erum við öruggir áfram 😀

 22. 38 Viktor, hversu margar sóknir Lille hafa farið í gegnum hægri kantinn?? Sárafáar ef einhverjar, ergo, Kuyt er að gera það sem hann á að gera.

 23. Dóri hvað hefur kátur gert af viti sem sókarmaður. Er hans hlutverk að vera varnarmaður þarna á hægri kanntinum?!

 24. Jæja,,,nú mætti Benayoun fara koma inná þetta til þess að freista þess að ná 3ja markinu. Inn fyrir Kuyt eða Babel….

 25. 41 Viktor, ég veit ekki betur en Kuyt hafi spilað mjög vel í þessum leik, hefur átt góðar sendingar þar á meðal eina hættulega af kantinum inn í teig sem Lille þurftu að senda beint í horn. Hann pressar hátt og gefur þeim ekki grið á kantinum og hefur þar með lokað 1/3 af sóknarleiðum Lille…ekki slæmt það. Hvað getur maður farið fram á meira af kantmanni??? Skora einsog Duranona í handbolta???

 26. 41 Viktor, að auki þá gefur varnarvinna Kuyt Johnson færi á að vera mun sókndjarfari en hann ætti að vera miðað við þá stöðu sem hann spilar.

 27. Tókuð þið eftir því að Benitez virðist vera grennri en hann hefur verið síðustu 18 mánuði??? Annaðhvort er það stressið sem er að hafa áhrif á hann eða hann hafi farið á einhvern Herbalife kúr 😛

 28. Kátur er að standa sína vakt í dag. Ekkert mikið meira en það. svo náttúrulega setur hann eitt fylgja eftir mark í blálokin.

 29. Eina sendingu og eitt skot á 85 mín vá þvílík ógnun. Bara Messi þarna á ferðinni. Það versta við þetta hlutverk Kuyt erað honum er sagt að gera þetta. Þetta er bara ekki mikil skemmtun á að horfa.

 30. 49 Viktor, mér er sama hversu mikið þér og okkur hinum er skemmt með hans leik, ef það virkar og allir hinir í liðinu eru sóknarhætta þá er mér slétt sama…og þér ætti líka að vera sama vegna þess að við erum að vinna 3-0 með hann í þessu leiðinlega hlutverki 😀

 31. Ég mæli með að lesendur skoði ummæli nr. 9, svo ég vísi pínulítið í sjálfan mig.
  3-0.

 32. 3 – 0. Sumir eru ánægðir en aðrir væla. Svona er þetta. Ég er kátur. Hlakka til sunnudags.

 33. Sá Benitez ekki tala neitt við Riera á meðan leiknum stóð, kannski eitthvað til í því sem Riera segir.

 34. 😛 🙄 😯 😉 😐 😡 😈 🙂 😯 🙁 🙄 😛 😳 😮 :mrgreen: 😮 :mrgreen: 😆 💡 😀 👿 😥 😎 ➡ 😕 ❓ ❗

  Sorrý bara smá tilraun

Lille á morgun

Liverpool 3 – Lille 0