Lille á morgun

Árið 2010. Evrópudeildin. 16-liða úrslit. Seinni leikur. Anfield. Andstæðingarnir eru Lille, liðið í þriðja sæti Ligue 1 og þeir hafa 1-0 forystu eftir fyrri leikinn. Leikurinn á morgun mun ráða úrslitum um það hvort liðið fer áfram í 8-liða úrslit.

Það sem mun ekki ráða úrslitum á morgun eru andstæðingarnir, hvernig þeir stilla upp eða leikform þeirra. Lille-liðið er gott, í titilbaráttu í Frakklandi og sýndu í fyrri leiknum að þeir meina hlutina. Þeirra hlutverk í leiknum annað kvöld verður hins vegar lítið annað en sviðsmynd fyrir það sem mun ráða úrslitum.

Það sem mun ráða úrslitum á morgun er einföld spurning: hversu mikið langar Liverpool-liðið í 8-liða úrslit í þessari keppni? Ef svarið er „mjög mikið“ eða eitthvað þaðan af jákvæðara, og stemningin á Anfield er eins og við eigum að venjast á Evrópukvöldum, þá mun Lille-liðið hafa lítið með úrslit leiksins að segja. Sé svarið „ekkert frekar“ eða eitthvað þaðan af neikvæðara munu Lille-menn fá 8-liða úrslitin upp í hendurnar nokkuð vandræðalaust.

Persónulega myndi ég helst vilja geta stillt upp nákvæmlega sama liði og spilaði besta leik okkar í margar vikur sl. mánudag. Það verður því miður ekki því mér sýnist á öllu að Rafa verði neyddur til a.m.k. tveggja breytinga; ég geri ráð fyrir að Dirk Kuyt komi inn fyrir Maxi Rodriguez sem er ólöglegur í þessari keppni eins og áður, og svo berast þær fregnir frá Melwood í dag að Alberto Aquilani sé með magakveisu og því tæpur fyrir leikinn á morgun, sem þýðir væntanlega að Lucas Leiva kemur einnig inn í liðið.

Maxi og Aquilani út, Kuyt og Lucas inn. Reynið að halda aftur af neikvæðninni.

Liðið ætti því að öllu óbreyttu að vera svona skipað:

Reina

Johnson – Carra – Agger – Insúa

Mascherano – Lucas
Kuyt – Gerrard – Babel
Torres

MÍN SPÁ: Ég talaði um tvo möguleika hér að ofan og ég ætla að tippa á þann fyrri, þ.e. að okkar menn mæti grimmir til leiks vitandi það að þeir þurfa að skora mörk, og einnig að áhorfendur verði í góðum gír á Anfield. Torres datt í gang á mánudaginn og eins áttu menn eins og Babel, Gerrard og Mascherano toppleiki. Insúa og Johnson eru einnig sókndjarfir og ég á sterklega von á að okkar menn selji sig dýrt á morgun.

Leikurinn fer 2-0 fyrir okkar menn. Við komumst snemma tveimur mörkum yfir og lendum í að hanga á því undir lokin í einhverjum taugatitringi en það ætti að nægja okkur til að komast í næstu umferð.

Áfram Liverpool! Og mundu Jose …

74 Comments

  1. Jesús minn góður er ekki hægt að senda þorskalýsi þarna út til Aquilani, menn í þessu formi eiga ekki að vera hringja sig inn veika með flensu í annarri hverri viku !

  2. Snilldar banner þarna á neðstu myndinni 🙂

    Annars það sem Ragnar sagði! Ef hann er ekki meiddur þá er hann fokkings veikur! Ég hélt að veikindi væru eiginlega ekki afsökun í enska boltanum nema ef þú ert svo gott sem við dauðans dyr.

    Ég er annars sammála því að líklega koma bæði Lucas og Kuyt því miður inn í liðið og líklega fer Babel líka á bekkinn. Myndi þó vilja Riera eða Benayoun frekar inn fyrir Maxi og þá Lucas fyrir AA.

    Eins spurning með Kyrgiakos í þessum leik á kostnað Agger, aðallega þar sem ég er ekki viss um að hann höndli þrjá leiki á tæplega viku.

  3. Langaði aðallega að hrósa ykkur fyrir þetta ágæta blogg. Nógu vel og skynsamlega skrifað til að jafnvel Arsenalmaður eins og ég nenni að lesa það reglulega. 🙂

    Hefur reyndar aldrei tekist að koma mér upp almennilegu Liverpool-hatri. Til þess þekki ég of mikið af öðlingum og snillingum sem halda með liðinu.

    Ég held þið vinnið þennan leik. 2-0 þykir mér alls ekki ósennilegt.

    Koma svo!

    • Hefur reyndar aldrei tekist að koma mér upp almennilegu Liverpool-hatri. Til þess þekki ég of mikið af öðlingum og snillingum sem halda með liðinu.

    Af mjög svipuðum ástæðum er þessu akkurat öfugt farið hjá mér 🙂

  4. Vil ekki sja Stevie i liðinu i kvöld. 2 leiki i röð er hann buinn að vera i eitthverju bulli, vanvirða domarann og svo likamsaras. Kæla hann aðeins niður og leyfa honum að hugsa um hlutina. Annars er eg sammala þer nema eg held að Benayoun verði a hægri kantinum fyrir Kuyt, nema hann fari i holuna fyrir Gerrard eins og eg var að tala um.
    3-0 Torres, Torres, Torres takk fyrir gott.

  5. Ef minni mitt svíkur mig ekki þá er þetta í þriðja eða fjórða skiptið sem Aquilani veikist það alvarlega að hann geti ekki spilað leik frá því hann kom til liðsins. Á ekki einhver lýsisbirgðir sem hægt er að senda til hans, það myndi ekki saka 😛

  6. Ég hef fulla trú á því að liðið muni fylgja eftir góðum leik og gjörsamlega jarða þessa frönsku ónytjunga! 5 – 0. Torres 2, Gerrard 1, Kuyt 1 og svo tekur Pepe Reina einleik úr markinu, sólar upp völlinn og kloppar markmannsræfil Lille! Mark my words 🙂

  7. Ef lucas og kuyt koma báðir inn og Babel verður í þokkabót settur á bekkinn þá hef ég enga trú á að Liverpool fari lengra í þessari B keppni Evrópu. Ef Ítalinn getur ekki spilað á að setja Gerrard á miðjuna og Benayoun í holuna kuyt getur komið inn fyrir Maxi, en það allra mikilvægasta er að hafa lucas ekki í liðinu !!

  8. Þumall upp fyrir #2…

    Mér fannst liðsuppstillingin í Portsmouth-leiknum mjög spennandi og örugglega e-ð sem margir hafa beðið eftir af mörgum ástæðum. Einkum að Kuyt og/eða Lucas spili ekki – og að Aquilani, Babel, Johnson og Agger spili. Ég vil sjá þetta lið byrja sem oftast, hvort sem er á heimavelli gegn slökum liðum eða útivelli gegn sterkum liðum. Mér sýnist þetta líka vera dýrasta liðið okkar og það er væntalega ekki að ástæðulausu, hæfileikarnir eru þarna einhversstaðar.

    Benayoun gæti að skaðlausu komið inn fyrir Maxi (sem hefur reyndar ekkert heillað mig neitt sérstaklega) í næsta leik gegn Lille og ef Aquilani er of slappur til að spila þá væri ég til í að sjá Gerrard aftar og einhvern hungraðan kjúlla frammi (sem er auðvitað ekkert að fara að gerast – enda verður Kuyt bókað með)… Kuyt var rosalegaur markaskorari í Hollandi og ég hef ennþá smá trú á honum í því hlutverki, en ég vil mikið frekar Maxi eða Benayoun, eða jafnvel Gerrard, á hægri.

    En eins og KAR segir, þá vinnur Liverpool leikinn ef leikmenn liðsins vilja. Ég hallast frekar að því eftir góða frammistöðu gegn lélegu liði Portsmouth á mánudaginn. Það er jú bikar í boði…

  9. Lýst ekkert rosalega vel á að Kuyt og Lucas komi inn en þeir ættu að hafa lært eitthvað á því að horfa á síðasta leik 😉

    Sókn er greinilega besta sóknin…

    Áfram Liverpool

  10. Vona bara innilega að Benitez fari að átta sig á því að liði á mánudag er sterkasta liðið okkar + benayoun rotera við maxi og babel.

    Ef hann gerir breytingar á liðinu þá vona ég að það sé af nauðsyn en ekki gömlu hugsuninni um að hugsa fyrst um að fá ekki á sig mark.

  11. Meistari Benítez með gott comment :”We have to make sure we do the right things: score, keep a clean sheet and do good football things.”

    Mér lýst sérstaklega vel á að gera góða fótboltalega hluti!

  12. Algjörlega rétt hjá Bogga #8, Gerrard þarf að detta aftar með Masch og Benayoun fer í boxið, annars finnst mér hreinlega að Liverpool ætti að spila 4-4-2 á heimavelli gegn frökkunum og þá Ngog og Torres saman uppi. En Benitez myndi aldrei nokkurn tíman í lífinu þora að taka þannig “áhættu”.
    Við eigum að spila sóknarbolta á morgun og ekkert annað en sóknarbolta, skella Carra á bekkinn og leyfa Agger og Kyrgiakos að taka miðvörðinn. Ef að Aurelio er orðinn friskur þá vil ég fá hann í vinstri bakvörð og senda dverginn í ræktina á meðan. Lucas má vera heima að horfa á 6. seríu af Desperate Housewifes.

  13. Þetta með veikindin er ekki óalgengt hjá mönnum sem koma frá sólarlöndum, þeir þurfa að venjast veðrinu eins og tæklingunum margir hverjir. Mér þótti það líka skrítið hvað hann hefur verið fölur í allann vetur. sjá hér , á miðað við þetta
    3-1 á morgun ef allt fer að óskum
    Áfram Liverpool.

  14. Ég tippa á að Kuyt og Lucas brjóti upp leikinn með hraða sínum og útsjónarsemi. Getur ekki klikkað og við förum örugglega áfram eða þannig.

  15. Mikið vona ég að okkar menn mæti með hugarfarið í lagi og haldi áfram í keppninni. Við aðdáendurnir eigum það inni hjá liðinu. Eins ætla ég rétt að vona að Rafa fari ekki að taka uppá þeirri vitleysu að láta Masch spila með Lucasi á miðjunni. Mikið frekar vil ég fá Benayoun í holuna og Gerrard á miðjuna með Masch ef Aquilani er veikur. Það má ekki fara aftur í hitt hjólfarið. Áfram Liverpool!

  16. öruggur sigur 3-0 ég held að lille sé ekki með burði til að vinna á anfield fer líka eftir því hve mikið leikmenn liverpool vilja þennan europa cup það mun sýna sog á morgun.Lucas og kuyt skulu gjöru svo vel að drullast til að eiga góðan leik

  17. Riera að gera góða hluti 🙂 en í sambandi við leikinn á morgun þá liggur við að ég sé spenntari að sjá uppstillinguna frekar en að sjá leikinn sjálfann . How said is that !!?

  18. Kannski af því að úrslitin eru farin að velta á uppstillingu liðsins. Og það segir okkur kannski um breiddina á hópum. Mér finnst Riera í raun segja allt sem maður hefur verið að hugsa síðustu mánuði um vesalinginn á hliðarlínunni. Virðist aldrei vera nógu mikill maður til þess að taka ábyrgð á sínum mistökum, hvernig ætlast hann til þess að aðrir geri það. Það ber bókstaflega engin virðingu fyrir manninum sem vill ekkert tala við mann. Þekki þetta af minni reynslu, ef þjálfarinn segist hafa trú á manni og sýnir manni hvernig á að gera það inná vellinum en ekki á pappírum, hann er góður þjálfari. Pennant hafði svipaða sögu af manninum að segja, en núna er það landi hans Riera, þá fer maður nú kannski að hlusta á hvað er að gerast þarna á æfingasvæðinu. Enda spilaði Riera mjög vel síðasta leikinn sem hann fékk að byrja inná, hefur að sjálfsögðu verið útí kuldanum síðan. En annars vona ég bara sem flestir lesi þetta viðtal.

  19. Eins og ég benti á með Gerrard um daginn þá upptjúnast menn þegar HM er á næsta leyti. Riera fær ekkert að spila og finnur að hann er að missa sætið sitt í landsliðshópnum. Hann vill því komast strax til Rússlands, frá þessu sökkvandi skipi sem Liverpool er undir Benitez og þorir að gera opinbert það sem aðrir leikmenn liðsins eru að hugsa.

    Mér kemur ekkert á óvart að þessi ofurstrangi liðsagi Rafa brotni niður á HM-ári og liðið sé í upplausn. Menn höndla svona klausturslíf bara visst lengi.
    Rafa hefði átt að sjá þetta fyrir og hrista meira uppí liðinu síðasta sumar og fá ferskari menn inn. Eina sem getur bjargað Liverpool til loka leiktíðar nú er að Johnson haldist heill og Aquilani brilleri það sem eftir er. Restin af liðinu er alltof þreytt á þjálfaranum og leikkerfinu til að gera neitt af viti.

    Við vinnum 2-1 á morgun ef Kuyt og/eða Leiva spila og dettum út.

    Burt með Benitez. Áfram Liverpool.

  20. Mér finnst einhver skítalykt af þessu með Aquilani. Er það bara tilviljun að hann “veikist” eftir hvern leik sem hann byrjar inná? Er þetta ekki bara ágætis taktík til að troða Lucas þarna inn fyrir hann án þess að fólk gagnrýni Benitez ?

  21. Mér finnst einhver skítalykt af þessu með Aquilani. Er það bara tilviljun að hann “veikist” eftir hvern leik sem hann byrjar inná? Er þetta ekki bara ágætis taktík til að troða Lucas þarna inn fyrir hann án þess að fólk gagnrýni Benitez ?

    Ertu semsagt að segja að Aquilani séu gerð upp veikindi til þess að koma Lucas inní liðið? Er það ekki freeeeekar langsótt?

    Og Bill Hicks, geturðu sleppt þessari bjánalegu undirskrift við nánast hvert einasta komment? Við vitum hvað þér finnst um Rafa. Þetta er ágætt.

  22. Ég hef komið inná með það sem Riera er að segja, RB er einvaldur og tekur einn ákvarðanir, hlustar ekki og talar ekki við suma og tekur menn á taugum. Ég hefði haldið að maður ætti að vera vinur og félagi leikmanna, einnig að léttleikinn sé no,1, 2, 3. Hvernig er það eigum við ekki einhvern annan en Lukas á miðjuna, eðe að Kuyt fari í holuna og Gerrard með Masc, við hljótum að eiga einhvern á kantinn fyrir Kuyt bara einhvern, EKKI hafa Lukas með, maður sér hvað hann dregur allt liðið niður eftir síðasta leik, þar sem var virkileg gaman á að horfa. Eins og Kristján Ali segir, við vinnum þetta ef menn vilja. Verð að segja það að Masc. er farinn að vanda sendingarnar, það sást vel í síðasta leik, KOMA SVO LIVERPOL. 5-0 jess jess jess bless.

  23. Þetta Riera-dæmi er ekkert annað en pirrandi. Burtséð frá því hvort hann hefur rétt fyrir sér (og ef hann er að segja satt þá sýnir það enn betur hversu stór gjáin virðist vera orðin á milli þjálfarans og a.m.k. sumra leikmanna) þá er tímasetningin kolvitlaus fyrir alla nema hann sjálfan. Hann er engan veginn að hugsa um hagsmuni Liverpool FC með því að segja þetta eða grafa svona undan þjálfaranum á mikilvægum tímapunkti tímabilsins. Hann er bara að hugsa um sjálfan sig.

    HM-ár fara oft skringilega í hausinn á leikmönnum. Fólk gerir alls konar gloríur á HM-ári af ótta við að komast ekki í landsliðshópinn. Riera að íhuga að fara frá Liverpool til Rússlands af öllum stöðum sýnir manni að HM hefur farið skringilega í hausinn á honum líka.

  24. Tek algjörlega undir með Kristjáni Atla, þó ég nái ekki beinlínis að pirra mig á þessu. Til þess er allt þetta tímabil of uppfokkað og útskitið, maður er orðinn nánast ónæmur fyrir neikvæðum hlutum er varða klúbbinn.

    En ef við gefum okkur að Riera sé að lýsa aðstæðum rétt, þá finnst mér alveg ljóst að Rafa er hvorki rétti maðurinn í LFC djobbið eða nokkuð annað stjóradjobb ef útí það er farið. Samskipti eru lykilatriði í stjórnun, líklega mikilvægasti hluti þess. Stjóri sem talar ekki við sína menn mun ekki ná árangri til lengri tíma litið. Það er mín skoðun.

    Burt með bjánaskap. Áfram Liverpool.

  25. „Til þess er allt þetta tímabil of uppfokkað og útskitið, maður er orðinn nánast ónæmur fyrir neikvæðum hlutum er varða klúbbinn.“

    Nákvæmlega. Það er svo fáránlega mikið búið að ganga á í vetur að maður er orðinn hálf ónæmur. 5-0 tap fyrir Lille í kvöld? Kæmi mér ekki á óvart, og myndi ekki angra mig jafn mikið og í fyrra. Maður er kominn með stálkjálka og þolir höggin betur.

  26. Mig langaði bara að vitna í Liverpool aðdáanda sem kommentaði á Skysports fréttina um Riera, gæti ekki orðað þetta betur sjálfur:

    Tomas Noruego says…

    Strange how these negative comments always come from those on the bench, right? A manager is not nuts, he wouldnt leave the guy on the bench if he is better than those playing. He is there for a reason, and the reason has nothing to do with the boss being “cold”. If he dribbles people, makes crosses, wins tackles and scores goals at training, he will be playing – it is as simple as that, no matter what the personality of the manager is like. Benitez says nothing, O’Neill shouts, Keegan used to play with them >himself while Gullit often wasnt even there – IT DOES NOT MATTER. If Riera, or any other player for that sake, show he is better than the other alternatives in the squad HE WILL PLAY.

  27. Já Gylfi eins skrítið og það virðist vera þá eru enn til menn eins og þessi Tomas sem loka augunum fyrir því að vandamál Liverpool gætu stafað af því að benites er enn stjóri liðsins. Riera er ekki fyrsti maðurinn sem heldur því fram að benites sé svona enda ef þú hefur horft á leiki liðsins þá hefur þú væntanlega tekið eftir því að hvort sem Liverpool skorar mörk og vinnur leiki eða fær á sig mörk og tapar leikjum þá breytist aldrei svipurinn á benites sama hversu mikið er í húfi fyrir liðið.
    þetta segir mér að manninum er andskotans sama og hann heldur bara áfram að lifa í rafa landi þar sem allt gengur út á það að hann hafi rétt fyrir sér og allir aðrir rangt.

  28. Ef ég man rétt þá var Riera ekki með orð á sér fyrir að vera einhver engill hjá fyrri klúbbum og ef þetta outburst á sér einhverja stoð í raunveruleikanum vill ég að Benitez hendi Riera í unglinaliðið og hleypi honum ekki einu sinni á æfingasvæðið á sama tíma og aðalliðið er þar.

    En ég á bara erfitt með að trúa því að hann hafi ælt þessu út úr sér.

    • enda ef þú hefur horft á leiki liðsins þá hefur þú væntanlega tekið eftir því að hvort sem Liverpool skorar mörk og vinnur leiki eða fær á sig mörk og tapar leikjum þá breytist aldrei svipurinn á benites sama hversu mikið er í húfi fyrir liðið. þetta segir mér að manninum er andskotans sama og hann heldur bara áfram að lifa í rafa landi þar sem allt gengur út á það að hann hafi rétt fyrir sér og allir aðrir rangt.

    Ja hérna hér, djöfull ertu svakalegur mannþekkjari!! Og það bara á því að ráða í svipbrigði stjórans!!

  29. Hvers vegna ættu leikmenn ekki að segja frá vandamáli sem er að brjóta niður margann leikmanninn. Hversvegna er betra að fá sannleikann þegar að stjórinn er farinn. Og ef þetta er bull í Ríera og hann er að reyna að fá að spila á HM, þá er hann mjög heimskur að ljúga uppá RB. Held að hann telji að hann verði ekki með á HM og hann vilji bara að sannleikurinn komi í ljós. Svo að lokum þá eru sjónvarpsmenn hættir að sýna RB þegar að Liv, skorar.

  30. Ég held bara að Benitez takist að brjóta niður sjálfstraustið hjá allt of mörgum leikmönnum liðsins. Að menn séu frystir 3 leiki í röð eftir að hafa átt fínan leik meikar bara ekkert sens. Og að menn séu spenntir að yfirgefa Liverpool til að geta komist til Rússlands segir ansi margt (ok HM hefur þar reyndar slatta að segja).
    Svo eru leikmenn sem eru með áskrift að byrjunarliðinu no matter what.
    Tómt rugl. Held að margir leikmenn liðsins hafi ekki taugar í svona vitleysu endalaust.

  31. Það er hálfpartinn fyndið að lesa sum komment hér inni, eins og t.d. þetta:

    “Eina sem getur bjargað Liverpool til loka leiktíðar nú er að Johnson haldist heill og Aquilani brilleri það sem eftir er.”

    Perónulega ef ég ætti að velja einn leikmann sem yrði að haldast heill út tímabilið til að bjarga því þá væri það TORRES. Torres er í dag besti leikmaður Liverpool og án hans er liðið hvorki fugl né fiskur sóknarlega.

    Varðandi Riera þá hef ég alltaf haft mikið álit á honum sem fótboltamanni, en tímabilið núna hefur einkennst að meiðlum hjá honum og eflaust er það aðalástæða þess að hann spilar ekki meira. Loksins þegar Babel er farinn að halda haus og hættur öllu væli þá tekur annar við, í þessu tilfelli Riera. Hverju skilaði vælið í Babel honum ENGU, en um leið og hann fór að einbeyta sér að fótboltanum þá hefur tækifærunum fjölgað.

    Vonandi er þetta eitt enn viðtalið þar sem allt er tekið úr samhengi, annars eru dagar Riera í búningi Liverpool taldir.

    Krizzi

  32. Ég er nú ekki sammála þessum sem vitnað er í commenti nr 29. Leikmenn eins og Dirk Kuyt og Lucas gæti sést niður á völlinn og byrjað að hella í sig bjór en myndi samt fá að spila næsta leik, á meðan leikmenn eins og Riera og Babel er alltaf refsað grimmilega fyrir að eiga slæma leiki og sjást stundum ekki í hópnum næstu vikurnar Ég skil vel pirringinn í Riera. Leikmenn fá ekki sömu meðferð hjá Rafa. Riera er hörku kantmaður, eini kantmaðurinn í liðinu og ég vil alls ekki missa hann.

    Ef Rafa verður ekki rekinn í sumar þá verð ég að verða mér útum einhverjar rótsterkar gleðipillur til að lifa af næsta tímabil. Ég þoli ekki meira af þessum hörmulega varnarbolta þar sem hæfileikaríkir fótboltamenn þurfa á sitja á bekknum fyrir hæfileikalausa vinnuhesta.

  33. Ég er sammála þér með gleðipillurnar Halli. Ef Rafa verður áfram eftir sumarið láttu mig þá vita hvort þú hafir fundið einhverjar öflugar gleði-eða deyfipillur. Ég skal gera slíkt hið sama…

    Annars held ég að við vinnum þennan leik.

    Áfram Liverpool, burt með Rafa!

  34. Hvað svosem Rafa líður, þá er þessi hegðun Riera ekki ástættanleg. Ég hugsa að þetta væl í honum hafi minnst áhrif á Rafa sjálfan. Áhrifin birtast aðallega í neikvæðri umfjöllun um klúbbinn en af nógu hefur verið að taka í vetur. Þessi neikvæða umfjöllun hefur haldið óveðursskýi yfir Anfield í allan vetur. Sumir vilja kenna Rafa algjörlega um þessa neikvæðni en ég tel að fleiri hlutir komi hér til (eigendur, leikmenn og jafnvel stuðningsmenn).

    Svo má velta fyrir sér hvað Riera heldur að hann nái fram með þessari heimsku. Tímabilið í rauða búningnum er hér með búið og ég skal hundur heita ef Rafa leyfir honum að fara til Rússlands til að ná í þetta landsliðssæti. Þannig að í stað þess að leggja sig enn meira fram á æfingum og komast í liðið okkar og þar með eiga séns á HM sæti hefur hann minnkað líkurnar á þessu sæti umtalsvert. Vel gert Riera…vel gert.

    Ef þetta viðtal reynist rétt fer hann í flokk með Pennant og Diouf. Ekki amalegt hlutskipti.

  35. Varðandi Riera:
    Þjálfari velur alltaf það sem hann telur sitt sterkasta lið úr þeim sem eru available.

    Annað væri geðveiki!

    Svo stendur hann og fellur með úrslitum.

    Vælubíllinn er á leiðinni til Riera.

  36. Tippa á að Riera dragi úr þessu og segi að “hlutirnir hafi verið teknir úr samhengi”. Annars má hann fara í sumar, við þurfum að selja hann eða Babel hvort sem er. Ef Babel kemur til, skiptir það mig ekki miklu máli. Jafnvel hrifnari af Babel, þrátt fyrir margt….

  37. Lille rúst! Riera-málið má bíða betri útskýringa frá Benítez og Riera sjálfum… Lille rúst!

  38. Svo vill ég rétt bæta því við Reina virðist vera að samþykkja framlengingu á samningi sínum. Ég hef hvergi séð hann væla yfir karakter Rafa eða þjálfunaraðferðum hans. Ég ætla að trúa besta markmanni deildarinnar fremur en miðlungs vængmanni. Riera er einfaldlega ekki nægilega góður fyrir klúbbinn og því er fínt að hann fari til Villareal í sumar (sá það í einhverju slúðri).

    Svo finnst mér það vera orðið helvíti þreytt að menn séu að tala um það hvernig Rafa fagnar eða fagnar ekki mörkum. Hvaða andskotans máli skiptir það hvernig hann fagnar? Haldið þið virkilega að hann sé ekki jafn ánægður og Ferguson, Wenger eða einhver annar þegar þeirra lið skora? Þetta er eins og setja út á jórtrið í Ferguson. Ef Martin O’Neill kemur í sumar ætla ég að fordæma hann fyrir að vera stundum í takkaskóm á línunni (ekki nógu professional).

  39. Alveg ótrúlegt að lesa ummælin hérna en af öllum ummælum sem eru hér komin þá eru kannski 3-5 aðilar sem véfengja eitthvað þessi orð frá Riera og þetta viðtal. Hinir eru allir tilbúnir til að jarða Benitez án dóms og laga og taka undir þetta heilshugar. Þeir sem hafa spilað fótbolta hjá fótboltaklúbbi með metnað vita það að þeir sem spila minna verða pirraðir og bulla allsskonar vitleysu og það er alltaf allt öllum öðrum að kenna en þeim sjálfum. Ég bara neita að trúa því að Benitez sé að beita sér persónulega gegn einhverjum leikmönnum. Ef þú stendur þig á æfingum og helst heill þá færðu að spila, þá kemur að þér. Hinsvegar ef þú tekur Babel á þetta og ferð að rífa þig í fjölmiðlum þá færðu bara ekki að spila, þetta er svo einfalt.

    Liverpool er risastór klúbbur og margir hérna láta eins og Benitez eigi að vera nostra við hvern og einn leikmann eins og einhver smábörn. Þetta eru fullorðnir karlmenn sem fá borgaða fúlgu fjár fyrir að spila knattspyrnu á hverjum einasta degi. Haldiði að Benitez hugsi “æji þessi er að grenja yfir því að fá ekki að spila nóg, ég skil það alveg. Læt hann byrja næstu leiki af því að hann er að væla” ??? Babel er að spila vel og af hverju ætti þá Benitez að kippa honum út ????

    Ég skil ergelsið útaf Kuyt og Lucas því ég sjálfur hugsa það en COMMON, hversu mikil kelling þarftu að vera þegar þú ferð og grenjar í fjölmiðlum yfir þjálfaranum þínum. Hvor er með samskiptarörðuleika, Riera sem greinilega getur ekki talað við þjálfara sinn um lítinn spila tíma eða Benitez ?
    2-0 fyrir Liverpool í kvöld. Torres með bæði
    Orðinn fokk pirraður á allir þessari helvítis neikvæðni.

  40. það eru voða margir sem halda RB á lofti, en hversvegna er hann að frysta menn ef þeir standa sig vel , af hverju eru sumir fasta menn hjá liðinu s,b, Lukas og Kuyt sem gera oft óleik en hitt, og , og, og,. Hvað þurfa margir að stíga fram og gagnrína RB svo að það sé tekið mark á þeim, og af hverju svarar RB engu fyrr en að hann er búinn að kalla sökudólginn fyrir hjá sér og skammast í honum, og segir svo að þetta sé misskilningur og að það sé allt í góðu á milli þeirra, en við verðum að taka næsta leik fyrir og ég nenni ekki að velta mér upp úr hvað blöðin eru að búa til osf. Svona hefur þetta verið. En það berast ansi mörg spjót að RB að hann sé þungur og ráðríkur og liðsmenn eru bara ekki sáttir, það verður bara að segjast eins og er.Og það eiga fleiri eftir að tjá sig held ég þótt seinna verði. ÁFRAM LIVERPOOL OG MENN EIGA AÐ FARA SEM ERU AÐ EYÐILEGGJA KLÚBBINN.

  41. Benitez er auðvitað ferlegur þjálfari, kann ekk að brosa, er verri hrokagikkur en traktorinn í Manchester og allt það. Benni er sá sem eitrar allt í kring um sig svo að menn og hlutir drepast á stundinni. Það sést best á því að okkar bestu menn hafa og eru að skrifa undir langtímasamninga við okkar ástkæra lið………það er samt eitthvað rangt við þessa jöfnu er það ekki?

    Dettur í hug lagstúfur sem stundum er sunginn á völlunum hér heima þegar menn væla. “Væla væla! Væla væla væla meir…..”

    Það er ekkert sem segir að þjálfari hvaða liðs sem er eigi að vera vinur allra. Ef þú sýnir þjálfara/yfirmanni þínum ekki virðingu þá færðu nákvæmlega ekkert frá honum. Hver getur nefnt dæmi þar sem leikmaður einhvers liðs fer að væla í fjölmiðlum og það endar á því að þjálfari er látinn fara? Þeir sem stýra liðum, hvort sem það eru leikmenn eða þjálfarar þá stundina, gera það innan dyra en ekki í útvarpi.

    Leikurinn í kvöld. Ætla að horfa á hann með nákvæmlega sömu væntingum og ég horfi á alla leiki. Við vinnum. Hvet alla sem klæðast treyjunni okkar því það eru leikmenn Liverpool. Er slétt sama hvað þeir heita.

  42. Já en Már, hugsaðu aðeins málið. Tekurðu mark á Pennant ??? Hvað gerði hann svona mikið áður en hann kom til Liverpool og hvað hefur hann gert eftir að hann fór frá klúbbnum ?? Svarið er NÁKVÆMLEGA EKKERT. Svo er þetta Babel málið, það var barnalegt. Hann tók sig saman í andlitinu og er að spila betur. Sagði í viðtali fyrir stuttu að hann væri ánægður hjá klúbbnum. Núna þetta Riera dæmi. Þetta eru greinilega menn sem eru ekki með hausinn og metnaðinn í lagi.
    Afskaðu en ég man ekki fleiri dæmi í augnablikinu.

  43. Getur einhver nefnt þjálfara á englandi sem fagnar ekki þegar að skorað er, ég er með 1 RB.

  44. Já babu það gæti verið að ég sé svona góður mannþekkjari en ég fer nú að hallast að því að þú sért bara svona svakalega lélegur mannþekkjari því það er nokkuð sama hversu margir gagnrýna rafa þá ert þú alltaf eins andskotinn í þínum svörum hérna.
    Blessaður skoðaðu þessa helstu vefmiðla og tékkaðu á því hversu mörg prósent af því sem er skrifað er jákvætt í sambandi við benites það er alltaf að minnka með hverjum leiknum.
    Og ef þér er andskotans sama hvað verður um Liverpool bara ef rafa benites verður þar áfram þá verður þú bara að eiga það við þig.
    Ég er alla vega búinn að fá ógeð á að lesa þessar varnarræður þínar í sambandi við trúðinn !!!!!

  45. Már Gunnars (#30 og #44), Boggi Tona (#30) og fleiri – það er enginn að segja að Rafa eigi ekki að fá gagnrýnina og ég held að það sé orðið nokkuð ljóst í gegnum árin að hann er mjög fjarlægur og þótt það henti sumum leikmönnum (t.am. Reina og Kuyt sem virðast dýrka hann) þá fer það öfugt í suma sem þurfa kannski á meiru að halda.

    Það er enginn að segja að Riera megi ekki viðra skoðanir sínar ef honum finnst á sig hallað. Hann veit afleiðingarnar af því að segja svona hluti, hann velur að gera þetta, hans mál og ekkert að því. Fínt að fá að vita ef leikmenn eru óánægðir. Það sem menn eru að agnúast út í er TÍMASETNINGIN. Liðið vann 4-1 á mánudag í góðum leik, er loksins í smá jákvæðnikasti fyrir tvo af mikilvægustu leikjum tímabilsins núna gegn Lille og Man Utd … og akkúrat þann tíma velur Riera til að viðra árás sína á Rafa.

    Hann er einfaldlega að grafa undan móralnum í liðinu rétt fyrir þessa mikilvægu leiki. Burtséð frá því hvort gagnrýnin á rétt á sér eða ekki, hvort Rafa er sekur eða Riera bara að væla, þá átti hann að grjóthalda kjafti fram yfir helgina. Það gerði hann ekki og sýndi fyrir vikið að honum er skítsama um Liverpool, hann hugsar eingöngu um sjálfan sig.

    Kemur Rafa ekkert við eða hvort menn eru sammála/ósammála Riera. Það er einfaldlega STAÐREYND að hann velur versta mögulega tíma til að viðra þessar skoðanir sínar og fær ekkert nema mínus í kladdann fyrir það.

    Hefurðu kannski orðið mikið var við að menn séu að ræða Lille-leikinn í dag? Nei, auðvitað ekki, það eru allir að tjá sig um nýjustu „krísuna“ hjá Liverpool FC … í boði Albert Riera.

    • Getur einhver nefnt þjálfara á englandi sem fagnar ekki þegar að skorað er, ég er með 1 RB.

    Og hvað í grefalanum með það?

    og Boggi Tona, nenni ekki að svara þér strax með öðru en takk, sannarlega sömuleiðis.

  46. Már Gunnars – hvaða máli skiptir það hvort að hann fagni eða ekki? hvaða máli skiptir hvort hann sé með donut eða ekki? hvaða máli skiptir hvort hann reimi hægri skóinn á undan þeim vinstri? hvaða rugl umræða er þetta?

    Svo er ég með eitt enn í Riera umræðuna. Xabi Alonso, Luiz Garcia, John Arne Riise, Dietmar Hamann, Sami Hyypia og Alvaro Arbeloa eru allt leikmenn sem Rafa hefur selt. Þeir gætu því verið ósáttir við hann út af einhverju. Allir þessir leikmenn tala hins vegar vel um Benitez þrátt fyrir að Xabi hafi t.d. verið ósáttur með Rafa á ákveðnum tímapunkti. Fór Xabi og vældi í fjölmiðlum? Nei, hann ákvað í staðinn að afsanna pælingar Rafa og verða einn besti miðjumaður í heimi. Pappakassar eins og Riera, Diouf og Pennant hefðu mátt gera þetta frekar en að væla eins og frek börn.

    Þetta hefur þó ekkert með það að gera að ég vil gera tímabilið upp í sumar. Rafa klárar þetta til vors og svo vil ég skoða málin frá öllum hliðum. Ég fylgi því ekki Rafa í blindni svo það sé á hreinu.

  47. KAR #49

    Ég get ekki ímyndað mér rétta tímasetningu á svona væli í fjölmiðlum!! Þetta er mál sem á að vera innanbúðarmál.

  48. Maður að austan: Það skiptir engu hvað Pennant hefur gert í boltanum, hann getur alveg gagnrýnt RB jafnvel Skúringakonan getur það líka, og svo er eimmitt það sem ég nefndi að þegar að RB er búinn að kalla menn á teppið þá koma yfirlýsingar að allt sé í laga sb, Babel. Og margt sem bloggarar hér hafa nefnt að þessar skiptingar hjá RB nánast alltaf 70 mín, ÞÓTT Lukas sé búinn að gefa 1-3 aukaspyrnur á stórhættulegum stað (með kjána tæklingu) og áhorfendur BIÐJA um að hann fari útaf í hálfleik eða þar um bil, NEI þá er skipt á 70 mín og jafnvel Gerrard eða einhver annar tekinn út af, Já sæll. Þetta er ekki nógu gott. Og Jói: hversvegna getur þú ekki átt vin sem þú berð virðingu fyrir. Vil taka það fram að ég hef nánast horft á alla leiki með Liv og held því áfram meðan að ég lifi, en vil fá góðan og sanngjarnan þjálfara sem mér finnst RB ekki vera

  49. 50Babu
    þann 18.03.2010 kl. 11:32
    Getur einhver nefnt þjálfara á englandi sem fagnar ekki þegar að skorað er, ég er með 1 RB.
    Og hvað í grefalanum með það
    Það segir ansi margt um RB

  50. ef Rafa talar ekki við Riera á þá Riera ekki sjálfur að sýna frumkvæði og fara á fund Rafa ? það er alveg ljóst að Rafa heldur töluverðri fjarlægð við leikmenn m.v. það sem maður hefur lesið, t.d. “ævisögu” Stevie G… það að svona mál fer í fjölmiðla í stað þess að vera leyst innan hópsins gefur til kynna að eitthvað sé að í herbúðum félagsins (gengið á tímabilinu rennir náttúrulega frekari stoðum undir það)

    enn já mér finnst leiðinlegt að Riera hafi ekki fengið mörg tækifæri frá áramótum enda er hann eini natural vængmaðurinn í liðinu, þ.e. gefur breidd og krossar… allir aðrir sem spila á kantinum hjá félaginu hafa meiri áhuga á því að sækja inn á miðjuna og treyst er á að bakverðirnir komi upp vængina og krossi

  51. Jæja … Það er ljóst að menn eru að taka ummæli Riera og nota þau sem ástæðu til að breyta þessum þræði í gagnrýna-Rafa þráð. Það eru til margir slíkir aftar á síðunni en í þessum er tilgangurinn að ræða stórleik kvöldsins.

    Ég mun eyða út ÖLLUM ummælum sem ekki fjalla um Lille-leikinn í þessum þræði héðan í frá.


  52. Ætli Riera verði með á móti LILLE. 😉 KOMA LIVERPOOL vinna STÓRT

  53. KAR, hvernig á að vera hægt að tala um Liverpool í dag án þess að ræða um ástandið eins og það sé ekki til staðar?

    Sammála að Riera ætti bara að sýna tennurnar á æfingum og halda kjafti í fjölmiðlum, en þetta mál segir bara margt um ástandið í kringum Liverpool. Leikir liðsins þessa dagana eru orðnir að aukaatriðum í kringum einhvern valdabaráttusirkus.

    Ég er persónulega með mjög blendnar tilfinningar til leiksins við Lille, einmitt útaf öllu sem á undan hefur gengið í vetur.

    Ég er fúll með að vera í Europa League en ekki í Champions League en vill samt vinna keppnina.

    Ég er fúll út í þjálfarann en vill samt að hann vinni.

    Ég hef miklar áhyggjur af frammistöðu leikmanna í vetur, en vona alltaf það besta fyrir hvern leik.

    Ég er skíthræddur um að liðið komist ekki í 4. sætið. Og grautfúll að það sé markmiðið enn eitt árið.

  54. Reina
    Johnson – Herkúles – Agger – Insúa
    Mascha – Lucas
    Kuyt – Gerrard – Babel
    Torres

    ef ekki hefði verið fyrir hálfvitaskapinn í Riera hefði ég viljað hafa hann á vinstri og babel á hægri. í staðinn kemur kuyt inn og hitar sig upp fyrir stórslaginn á sunnudag þar sem hann mun brillera. svo er auðvitað hræðilegt að aquilani skuli hafa fengið nefrennsli eftir pompey leikinn. ég hefði viljað hafa hann í stað lucas eða mascha. carra vil ég einfaldlega hvíla og gefa herkúlesi séns.

  55. Ég tók mig til og hlustaði á viðtalið við Riera, þetta er því miður bara 30 sekúndna bútur en það sem ég heyrði var ekki neikvæð gagnrýni heldur var hann einfaldlega að segja að hann vilji fá meira frá Rafa, hvað hann eigi að gera og hvað hann eigi ekki að gera. Það sem hann svo segir um gengi Liverpool er að honum finnist tímabilið ekki hafa gengið nógu vel og hann nefnir hversu frústrerandi (frustracion) það sé. Hægt er að hlusta á þennan bút hérna, hann er staðsettur undir myndinni hægra megin efst.

    Að leiknum í kvöld; ég spá því að í kvöld verði töfrakvöld á Anfield. Liðið er með bakið upp við vegginn og ef eitthvað er að marka þá sál sem ég tel klúbbinn, liðið og áhangendur liðsins hafa þá mun þetta vera eitt af þeim kvöldum sem við munum minnast þar sem við risum úr ösku hörmulegs tímabils og risum upp til hæstu hæða og hófum fyrir alvöru sigurgöngu okkar í STÓRU evrópukeppninni.

  56. Það kemur mér mikið á óvart að sjá, enn þann dag í dag, að verið sé að setja samasemmerki milli Mashcerano og Lucas. Ef það á að spila með einn djúpan á miðjunni þá kemur bara einn til greina – það þarf ekkert að ræða það frekar. Það má hugsanlega spila þeim saman á útivelli gegn stærstu liðunum.

    Að mínu mati eru eftirtaldir sjálfvaldir í liðið þessa dagana: Reina, Johnson, Agger, Insúa (eingöngu vegna skorts á samkeppni), Mascherano, Gerrard, Torres.

    Þá eru 4 stöður til að keppa um:
    Hafsent: Carra/Kyrgiakos
    Miðja: Aquilani/Benayoun
    Hægri forward: Maxi/Benayoun
    Vinstri forward: Babel/Riera/Benayoun

  57. Nú ertu að segja mér að Kátur og Lúkas litli séu ekki sjálfvaldir? Eru þeir með áskrift að byrjunarliðinu vegna framúrskarandi frammistöðu þeirra að undanförnu?
    Ég NEITA að trúa því að Rafa hendi Maschearno og Lucas saman á miðjuna í þessum leik. Þá frekar horfi ég á 1. seríuna af Desperate Houswifes.
    Vona að liðið verði svona: Reina – Glenda – Carra – Kyrgiakos – Insua – Mascherano – Gerrard – Babel – Benayoun – Kuyt – Torres.

    Ef liðið verður svona þá vinnum við og förum áfram. Ef Lúkas og Mascherano byrja báðir þá mun dómarinn flauta leikinn af eftir korter vegna leiðinda og Lille dæmdur 3-0 sigur. Það væri siðferðisleg skylda dómarans að flauta slík leiðindi af.

  58. Besti leikur Liverpool í marga mánuði var á mánudaginn og eitthvað til að byggja ofan á. Þá kemur óánægður varamaður sem er orðinn desperat að komast HM og rakkar niður stjórann daginn fyrir mikilvægan leik. Bara eitt í stöðunni útúr hóp með kauða og hvetja hann til að kaupa sér sjónvarpsáskrift þannig að hann missi ekki af HM.

    Hef ágæta tilfinningu fyrir þessum leik. Vil að liðið haldi uppteknum hætti frá því á mánudaginn, skelli í hápressu og láti andstæðinganna gera mistökin á eiginvallarhelming. Þar erum við með mennina til að klára dæmið.

  59. Ég væri mikið til í að sjá 4-4-2 í kvöld, með Carra og Agger í miðverðinum, Insua og Johnson í bakvarðarstöðunum, Masch og Stevie á miðjunni, Babel á hægri og Riera (ætla að gefa honum benefit of the doubt) á vinstri og loks Torres og Kuyt frammi.

  60. Úff ég gleymdi Benayun! Frekar þá Babel á vinstri og Benayun á hægri.

  61. Ég tók mig til og hlustaði á viðtalið við Riera, þetta er því miður bara 30 sekúndna bútur en það sem ég heyrði var ekki neikvæð gagnrýni heldur var hann einfaldlega að segja að hann vilji fá meira frá Rafa, hvað hann eigi að gera og hvað hann eigi ekki að gera.

    Það stendur nú í textanum orðrétt hvað hann segir í meira en bara þessum 30 sekúndna búti. Þ.á m. að Benítez væri ekki gott val fyrir Real Madrid. Það er sennilega það versta sem hann sagði, svona fyrir framtíð Liverpool a.m.k. Um að gera að reyna að pranga honum inn á Madridinga 🙂

  62. Ef við fáum einvherja upphæð fyrir hann þá er ég viss um að það reynist betri biti þarna úti fyrir okkur.

    En ég iða í skinninu fyrir Lille leikinn, held barasta að ég hafi ekki verið svona spenntur síðan við tókum á móti United á þessari leiktíð… Sigurinn liggur í loftinu, skýin hvísluðu því að mér!

  63. Dj0full hlakka ég til að sjá byrjunarliðið. Er ekki einhver síða komin með uppröðunina?

  64. Grunar sterklega að Riera byrji ekki þennan leik, þvílíkur aulaskapur að segja þetta. Hann er besti vinstri vængmaðurinn okkar on-form, en spurning er afhverju hann hefur gert svona lítið í ár?

    Það rifjast sífellt upp einhver umræða á ynwa um það að Riera hafi í byrjun tímabils kýlt einhvern leikmann, spurning hvort það hafi áhrif á liðsvalið?

    annars vonandi að AA nái Lille leiknum, SG búinn að vera skugginn af sjálfum sér á þessu seasoni og virtist eitthvað smá birta yfir honum siðasta manudag, væri til i sama lið nema inn með Yossi/Kuyt fyrir Maxi

    Koma svo LFC, 3-0 Torres x2 og Kuyt

  65. 68 Kjartan, ég rendi aðeins yfir það en ég get ekki tekið þetta of trúanlega nema að heyra sjálft viðtalið við Riera. Því miður fann ég það ekki í heild sinni, aðeins þennan bút, en þangað til annað kemur í ljós gef ég Riera benfit of the doubt.

  66. 100% á að Lucas byrji í dag enda vill hann ekki setja Gerrard á miðjuna einhverra hluta vegna. Babel fær sénsinn og Kátur að sjálfsögðu.

  67. Jæja þá er hægt að sleppa því að horfa á þetta, helv……. trúðurinn er steingeldur !!!!!!!

    The Liverpool team in full: Reina, Insua, Carragher, Agger, Johnson, Mascherano, Lucas, Kuyt, Babel, Gerrard, Torres. Subs: Cavalieri, Benayoun, Kyrgiakos, Ngog, Degen, El Zhar, Kelly.

10 bestu í Evrópu skv. Castrol

Liðið gegn Lille