Liðið gegn Portsmouth

Liðið er komið og er það sem hér segir:

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Insúa

Mascherano – Aquilani
Rodriguez – Gerrard – Babel
Torres

**BEKKUR:** Cavalieri, Kyrgiakos, Kelly, Lucas, Kuyt, Benayoun, Ngog.

Ég hef eiginlega lítið um þetta að segja. Þetta er sterkt lið á pappír en það er sama hvernig við stillum upp, það getur allt gerst með þetta lið þessa dagana.

Áfram Liverpool!

72 Comments

 1. Mér líst geggjað á þessa uppstillingu og ég spyr hvað kemur til að hann tekur BÆÐI Kuyt og Lucas úr liðinu ?

 2. Merkilegt að þetta er alveg eins og óskaliðið hans Magga Anfield Road.

 3. Ha hvað er Benitez að bulla með þessu. Ég er bara 100% sammála honum með þetta lið. Djöfull hverjum á ég þá að kenna um og drulla yfir ef ílla fer.

 4. Það sem “vantar” í þetta byrjunarlið eykur væntingavísitöluna hjá mér töluvert.

  Að tapa tvisvar fyrir þeim á þessu tímabili er ekki boðlegt.

 5. verð að seigja við fyrstu sýn lýtur liðið mjög sókndjarft út.. vona bara að allur þessi sóknar talent verði settur í einhver svakaleg varnarhlutverk og verði í staðinn blásið til allsherjar sóknar

  ættla vera bjartsýnn og spá 3-0 fyrir liverpool

 6. Þetta lítur svakalega vel út! Ég held ég gerist svo djarfur að spá þeim úrslitum sem ég setti í óskhyggjukasti í ummæli við upphitunina. 5-0! Ég ætla að spá því að Maxi opni reikninginn sinn fyrir LFC í kvöld.

 7. Alltaf heldur maður að þetta muni smella og ég er einhvernveginn með 5-6 núll í huganum í kvöld en líklega verða þetta svo bara enn ein vonbrigðin.. Váá hvað yrði gaman samt ef við myndum drulla yfir þá og sýna einn frábæran leik…..

 8. Loksins fær Aquilani tækifæri. Ætli Benitez skipti ekki Lucas samt inn fyrir hann á 60 mínútu?
  Annars held ég að þetta fari 4-0 fyrir Liverpool, ég er óvenju bjartsýnn í dag. Torres 2, Maxi 1 og Gerrard svo með eitt úr víti.

 9. jæja, loksins er Benitez komin með pung og stillir upp okkar sterkasta liði fyrir utan kannski Maxi. En í fyrsta skipti í allan vetur er ég sáttur með byrjunarliðið og bíð ég nú bara spenntur eftir flautinu. Spái þriggja marka sigri í þessum leik. Koma svo….

 10. Líst hrikalega vel á þessa uppstillingu. Alveg eins og ég myndi vilja hafa þetta. Nú er bara að setja í hápressu og klára dæmið.

 11. Ásmundur hvað kemur til að hann lætur okkar 2 bestu leikmenn ekki byrja inn á Kuyt og Lucas, Það er mjög einföld skýring á því fyrir mér. Ef þú horfir á síðasta mánudagsleik hjá okkar mönnum þá kannski sérðu að Lucas byrjar sókninna hjá Wigan og Kuyt Endar hana með því að gefa þessa frábæru stoðsendingu á manninn sem gefur svo endanlegu stoðsendingunna í leiknum. Og það hefur gerst áður í deildinni í vetur.

  Leikmenn sem spila sem 12 og 13 leikmaður fyrir hitt liðið eiga hreinlega ekki skilið að byrja inn á, því nógu erfitt er fyrir okkar lið að spila 11 á móti 11 😉

 12. Ég held að Maggi verði næsti stjóri hjá Liverpool. KOMA SVO LIVERPOOL

 13. Ég segi nú bara eitt fokking stórt like á þetta lið. Hefði sjálfur stillt því svona upp ef ég héti Rafa. Kuyt og Lucas á bekknum? Hvað er í vatninu hans Benitez þessa dagana?

 14. Kúl. Eina sem ég get mögulega vælt yfir er að Pacheco er ekki á bekknum.

 15. Ánægður með að Kyut sé á bekknum eftir mjög slakar frammistöður undanfarið. Einnig að Aquilani sé á miðjunni. Tökum þetta, 3-0, Torres með tvo og Babel eitt 🙂

 16. Frábært að benni prófi loksins þessa uppstillingu, ég held bara að ég kíkji á leikinn.. come on reds

 17. Einhvern með góðan link á leikinn?… allt að virka frekar illa hjá mér

 18. Byrjar nokkuð vel og liðið er vel spilandi, flottar sendingar inn á milli ! En megum samt ekki gleyma því að við erum að spila á móti lélegasta liði deildarinnar ….

 19. Hvernig er það með enska lýsendur, eru þeir með bónusa í samningnum sínum fyrir að skíta í hvert skipti yfir Liverpool þegar þeir hafa ekkert að segja?

 20. Ég held að enskir lýsendur hafi nú ekki haft neitt svakalega fallegt til að segja um þetta lið undanfarið. En ég skal taka undir það að meðlýsandinn á straumnum sem ég er að horfa á er alveg sérstaklega neikvæður í garð Liverpool.

 21. Þulirnir tala um að þeir hafi aldrei orðið vitni af eins litlum háfaða á Anfield og þá sérstaklega þegar leikmennirnir hlupu inná völlinn.

 22. Loksins stillir hann upp alvöru liði og gaman að sjá johnson aftur í liðinu. Er ekki búinn að horfa á allan leikinn en sá bæði mörkinn og vona að þetta verði framhaldið. Skemmtilegt, sóknarsinnað lið.
  Benitez hefur í raun engu að tapa en allt að vinna..

 23. Ég ætti greinilega að vera oftar uppi í bústað 🙂
  Veit einhver um link sem ekki þarf að installa til að horfa á??

 24. RAFA RAFAEL RAFA RAFAEL !!! Fokking legend þessi maður nýan samning á hannn!

 25. @30… skil ekki síðustu setninguna, hvernig er hægt að fá það út að Benitez hafi engu að tapa????? nema náttúrulega að þú gefir þér það að meistaradeildarsætið sé nú þegar tapað sem og djobbið sem kappinn er í 🙂

 26. Djöfulsins helvítis helvíti, rétt fyrir markið hjá Torres þá datt streamið hjá mér út og þegar ég loksins fann annað stream þá voru komin þrjú mörk… blendnar tilfiningar þetta maður 😛

 27. Shit erum við að tala saman núna. Hættur við að fara í körfu, ætla að klára þennan leik!

 28. Svona var Liverpool á síðasta ári og verður vonandi svona það sem eftir er!!

 29. Hvar hefur þetta lið verið undanfarna mánuði??? meiðsli kannski? allavega ég er ánægður að ég tók áhættuna á að eyða afmæliskvöldinu í áhorf á Liverpool, fyrir leikinn íhugaði ég alvarlega að sleppa því að horfa til að eyðileggja ekki afmælisdaginn en sem betur fer sá ég að mér og vissi að Liverpool FC mundi koma með fullkomna afmælisgjöf!

  Margra mánaða kvöl fyrir framan leiki er núna að borga sig 😀 gleðjumst nú allir því Benitez er fullkominn þjálfari allir leikmenn stórstjörnur og í ofanálag erum við með bestu eigendur í heimi.

 30. Snilld, það þarf ekki annað en að taka manninn sem hengur á bolta eða missir frá sér=Lucas, og manninn sem sendir 90% af boltum sem hann fær aftur á völlinn=Kuyt .. Fótbolti snýst um að sækja að marki andstæðinganna, maxi , babel, gerrard aqua dude þeir sækja áfram… Mascha er frábær sem djúpur miðjumaður , hann er snögur að setja boltann í sókn eftir að hann hefur verið unninn á miðjunni, það þarf ekki 2 djúpa miðjumenn, .. Meira af þessu

 31. ég vil sja aquilqani spila miklu meira skemtilegur leikmaður og dreifir spilinu vel eimitt það sem miðjuni hja okkur hefur vantað

 32. Það sama kom fyrir hjá mér og Dóra stóra… fraus allt þegar boltinn var að fara yfir línuna í fyrsta markinu…. ég er brjálaður. Getur einhver góður lýst mörkunum svona gróflega fyrir mér??

 33. Jónsi, við erum dáldið frá 4 sætinu, sé ekki að það breyti miklu þannig séð að lenda í 5 – 7, finnst hann ætti að hafa punginn í að spila þessu liði áfram. sækja á mörgum mönnum, hröðum mönnum.

  Þótt að þetta sé Portsmouth þá held ég að þetta gefi smá boost og svo lengi sem hann tekur þá ekki alla út eftir þennan leik þá held ég að þeir finni taktinn.

 34. Þetta er lið sem gæti unnið deildina og Meistaradeildina…. eða svona örugglega, segjum það.

  Selja Lucas og Kuyt núna!!!!!!

 35. Strákar athugið að Benitez er að hvíla þessa tvo ( lesist Kuyt og Lucas)fyrir Sunnudaginn….

 36. Djöfull var þetta fallegt mark hjá Aquilani, og djöfull er Torres búinn að vera svakalega góður í leiknum!

 37. Mörkin voru sem betur fer endursýnd, þannig að mín vegna þarf ekki að koma lýsing á mörkunum.

  Flott afgreiðsla hjá Aquilani BTW

 38. Eitt sem ég sá ekki alveg, snerti Gerrard boltann í markinu hjá Aquilani? Ef ekki þá er Torres kominn með 2 stoðsendingar og eitt mark í fyrri hálfleik, svo ekki sé minnst á stangarskotið. Þvílíkur leikmaður!

 39. hvaða fokking kjaftæði er þetta að benitez hefur aldrei unnið á mánudeigi þetta er bara bull. arnar björnson var eimmit að kvabba þetta. er nokkuð viss um að liverpool hafi unnið nokkra mánudagsleiki. minnir að leikur gegn newcastle 2007 þegar Alonso skoraði frá miðju hafi verið á mánudeigi. ekki satt?

 40. Sýndist Gerrard ekki snerta hann en hann á engu að síður um 49 prósent í stoðsendingunni.

 41. Jæja skipta nú Babel út, buinn að eiga flottan leik, en kominn fram yfir að gera eitthvað af viti.

 42. Hvenær var sú ákvörðun tekin hjá dómarasambandinu að dæma ekki víti andstæðinga Liverpool í vetur??…Þetta er að verða frekar pirrandi.

 43. Hvurslags er þetta hjá Gerrard??? Hann gefur Brown viljandi olnbogaskot í hnakkann! Þetta er ekki einusinni leyfilegt í UFC. Ljótt og ég vona að hann fái sekt frá klúbbnum fyrir þetta, svona á ekki að sjást á vellinum hvað þá frá fyrirliða Liverpool.

 44. hvað í andskotanum var Gerrard að gera þarna ? heppinn að fá ekki rautt bara

 45. Djöfull er Aquilani að eiga frábæran leik! Mögnuð sendingin á Torres, Benitez hefur greinilega gefið honum frekar frjálst hlutverk því hann er búinn að vera út um allt á vellinum, mjög ógnandi og hefur átt þátt í öllu flottu spili. Maður leiksins hjá mér.

 46. Bjarni 60: Gerrard fær ekkert bann fyrir þetta… Þar sem dómarinn sá þetta og ákvað að gefa ekki spjald… Þá getur sambandið ekki sett hann í bann… Svo er annað mál hvað klúbburinn getur gert… En eins og sumir halda fram að Gerrard sé stærri er klúbburinn þá efast ég um að Gerrard fari að senda sjálfum sér sektarboð 🙂

 47. Hmmm… ef það er einhver leikmaður í ensku úrvalsdeildinni sem á skilið að fá olnbogaskot í hausinn þá er það Michael Brown… Sést líka að þegar SG er að hlaupa fram hjá honum bíður Brown eftir honum með olnbogann úti.

  Ég set allavega thumbs up á fyrirliðann fyrir þetta

 48. Sá dómarinn það sem Gerrard gerði? Það gæti ekki hafa verið annað en rautt ef hann sá þetta. Hvað var hann að gera? Þetta er nánast ófyrirgefanlegt nema Brown hafi sagt eitthvað viðurstyggilegt.

  Kuyt og Lucas byrja í næsta leik, sjáiði bara til 🙂

 49. Ekki að það skipti öllu máli, en er portsmouth leikmaðurinn ekki rangstæður í markinu ???

  Flottur leikur samt hjá okkar mönnum, meira af þessu!

Rhone Group bjóða í Liverpool FC

Liverpool 4 – Portsmouth 1