Rhone Group bjóða í Liverpool FC

Nær allir fjölmiðlar á Englandi skýra frá því í dag að peningasjóðurinn Rhône Group hafi lagt inn tilboð í 40% eigendahlut í Liverpool FC. Tilboðið ku hljóma upp á einhverjar 100-110m punda í reiðufé sem myndi gera þeim Hicks & Gillett kleift að halda klúbbnum í sumar. Þeir yrðu hins vegar ekki lengur meirihlutaeigendur þar sem þeirra hlutur myndi minnka niður í 30% hvor en Rhône Group myndi eignast 40% og því vera stærsti hluthafinn.

Maður veit ekki mikið meira að svo stöddu. Ég vísaði í frétt Tony Barrett hjá Times hér að ofan og einnig er gott að lesa frétt Matt Scott og David Conn í The Guardian, frétt Daily Post og frétt Dominic King hjá Liverpool Echo:

Flestar fréttirnar halda því fram að þetta verði aðeins fyrsta boðið af nokkrum í svona ráðandi hlut í klúbbnum og að það sé alls ekki víst að þetta boð endilega verði árangursríkt. En hvað sem kemur á næstu vikum er allavega ljóst að það er loksins að komast alvöru hreyfing á eigendamálin, nokkuð sem er gjörsamlega nauðsynlegt ef við ætlum okkur að bæta liðið eitthvað í sumar og á næstu tímabilum.

Dæmi: Fernando Torres varar klúbbinn við að voga sér ekki að sýna metnaðarleysi í sumar. Rafa Benítez staðfestir að titilbaráttur skipti Torres öllu máli og Torres sjálfur segir orðrétt, þegar hann er spurður um framtíð sína hjá Liverpool:

“It’s too early to talk about that.”

Bing! Viðvörunarbjöllur … þið megið hringja núna. Ef við ekki fáum inn fólk sem getur fjárfest í leikmannahópnum og sett af stað byggingu nýs vallar gætum við endað á því að ákveðnir lykilmenn liðsins hreinlega fari fram á sölu í sumar. Það yrði mikið reiðarslag fyrir alla tengda klúbbnum.

Vonandi komast eigendamálin í réttan farveg á næstu vikum. Við þurfum á því að halda.

31 Comments

 1. Við þurfum VIRKILEGA á því að halda.

  Annars er þetta dæmi um félag sem leitast til að kaupa hluti í félögum en ekki eiga þau 100%. Ekki eru miklar líkur á því að þeir kaupt G&H út í framhaldinu.

  Annars eru 110 milljónir punda ekki mjög há upphæð fyrir 40% hlut í félaginu. Þá er félagið í heild sinni metið á 275 milljónir sem er talsvert lægra en 500 milljón punda verðmiðinn sem G&H settu á fyrir um ári síðan.

 2. Eins og ALLTAF spennandi að heyra eitthvað sem inniheldur “Nýjir eigendur og nýtt fjármagn” þegar verið er að tala um Liverpool!

  Ekki hægt að segja annað þó en að maður er ekki að fara missa neinn svefn yfir þessu!

  Eins er þetta hjá Torres fullkomlega réttlætanlegt og nokkuð sjálfsögð krafa. Þó pirrar mig svolítið að tiltölulega nýr leikmaður sem varla nær 10 leikjum í röð á fullu gasi sé svo að setja svona kröfur…ef hann var þá að því yfir höfuð.

 3. Það er talað um að Hicks og Gillett vilji meiri pening fyrir, en þeir eru aftur á móti undir mikilli pressu að klára þetta fyrir sumarið. Ef þeir borga ekki inn á skuldina þá missa þeir klúbbinn. Þannig að þeir ÞURFA fjármagn inn, og það strax. Purslow vildi klára þetta fyrir páska. Þetta er auðvitað ekki gert á einni nóttu með einni millifærslu, þannig að því fyrr því betra.

  Það er ágætt að hafa þetta deadline fyrir sumarið. Hugsanlegir kaupendur vita af því og geta þá gert upp hug sinn strax.

  Það er líka talað um í ECHO amk að þetta gæti gert góða hluti fyrir möguleg leikmannakaup í sumar.

 4. Þetta er bara gott mál, vonandi gerist þetta fyrr en síðar. Samt sammála því að 110 millur er of lágt verð fyrir 40 % hlut í félaginu.

  Ooooog mikið afskaplega skil ég Torres vel, hann vill auðvitað ekki vera í liði þar sem eigendur hafa lítinn sem engan metnað til að gera liðið að stærri klúbbi. Hann er einn besti framherjinn í boltanum í dag og á ekki að sætta sig að vera í einhverjum miðlungsklúbbi útaf því að eigendurnir eru með hausinn í rugli.

  Styð hans gagnrýni og þessi ummæli 100 %

 5. Málið er SVO einfalt.

  Við höfum ekki verið samkeppnisfærir í leikmannakaupum síðan við fengum Torres og AUÐVITAÐ er hann búinn að fá nóg af spjalli um annað, algerlega eins og Rafa Benitez, sem enn hefur ekki fengið að vinna samkvæmt þeim loforðum sem mótormunnurinn Gillett gaf við kaup á liðinu (Ef Mikki Mús væri til sölu gæti Rafa boðið í hann).

  Ég held að þessi augljósa staðreynd sé afar niðurdrepandi fyrir lykilleikmenn að horfa á, t.d. þegar svo augljósir vankantir eins og breidd í bakvarðar, kant- og framherjastöðum eru látnir óáreittir ár eftir ár.

  Það er hæsta flokks bjartsýni að halda að nokkur alvöru stjóri vilji koma að liðinu okkar á meðan þetta ekki lagast.

  Krossa fingur og tær, svo mikið er víst……

 6. http://www.fernando9torres.com/index.php?p=3743

  “Since Christian Purslow arrived at the club, we have a new sponsor coming in who will be paying a lot of money, the deal is up there with what Real Madrid earn. I think that this is sign that things are moving forward.

  • Do you think that Rafa Benitez will leave?

  I don’t honestly know”

 7. Við viljum þessa gæja ekki, þeir eru af sama sauðahúsi og Hicks. Þetta er medium sized investments group sem sérfærir sig í leveraged buy-out’s – líkt og H+G.

  Það eina góða sem ég sé við að gæti hlotist af því að þessir gæjar komi inn er að þá væri einhver með úrslitaatkvæði á æðsta leveli í klúbbnum þannig að við þurfum ekki að kvíða því þegar H+G fara í fýlu útí hvorn annan.

  Aftur á móti myndu þessi kaup flækja ennþá meira að koma klúbbnum í hendurnar á réttmætum eigendum, þ.e. einhverjum sem er ekki að fjárfesta í félaginu til að græða, græða, græða. Einhverjum sem er sama um hefðir félagsins og arfleið þess.

  Við þurfum sárlega á nýju eignarhaldi að halda, en þetta væri bara að stökkva úr öskunni í eldinn.

 8. Þarna er verið að meta klúbbinn á einhverjar 270 millur. Er ekki rétt að Glazer family metur ManU á einhverjar 1200 millur.

  Finnst nú vera ansi mikill munur á þessu. Annars skil ég ekki að það skuli ekki vera meiri áhuga á að eignast liverpool. Hvað voru td þessir City gaurar að pæla að kaupa ekki td Liverpool sem er stórveldi í fótboltanum í evrópu og eitth sögufrægasta lið heims. Væri væntanlega hægt að græða mun meiri peninga á Liverpool vörumerkinu heldur en City nema þeir sjái fyrir sér Manchester rugling í framtíðnni.

 9. Ef 40% í Liverpool kosta 140 milljónir punda, þá fyrir kaupverðið á Cristiano Ronaldo verið hægt að kaupa 22% í klúbbnum.

  Víst aðÞar sem það hefur verið svona erfitt að fá þessar 140 milljónir inn, þá er svo sem ekkert alltof erfitt að sjá fyrir sér að það væri erfitt fyrir eigendur að hafna 60-70 milljón punda tilboði í Fernando Torres.

 10. Addorri, þetta er nú ekki rétt hjá þér. Það hefur þegar komið fram að þessi hópur hyggst frjárfesta í klúbbnum til langstíma, ekki græða fljótt á honum eins og G&H virðast viljað gera. Þá vilja þeir heldur ekki sæti í stjórninni. Og þeir eru ekki að fá lán til að koma með peninginn inn heldur eiga þeir hann, annað en núverandi eigendur.

 11. Einar Örn ég elska þig og hina félagana fyrir að halda þessari síðu úti en þessi “víst að” brandari verður að hverfa 🙂

 12. Það er samt eitt sem er mikilvægt í þessu að þessar 140 milljónir geta hugsanlega skapað aðstæður hvar mögulegt væri að auka verðmæti klúbbsins. Þ.e. 30% hlutur í félagi sem vinnur Englandsmeistaratitil er með 70 þúsund manna völl o.s.frv. er mun meira virði en 30% hlutur í Liverpool í dag. Ef þessar 140 kúlur fara í að greiða niður óhagstæðar skammtímaskuldir, ergo lækka greiðslubyrði skapast rými fyrir aukið veltufé í Leikmannakaup og þá líklega aukið svigrúm í byggingu nýs vallar.

  Hugsum þetta 5 ár fram í tímann. Miðað við núverandi verðgildi hlutar G og H er hvor hlutur metinn á c.a. 110 milljónir punda. Eftir 5 ár í betra rekstrarumhverfi, liðið hefur unnið titla, byggt framtíðarvöll og er með betri skuldarstöðu gæti verðgildi 30% hlutar G og H verið 250 milljónr hvor.

  Og Einar Örn ég mun halda áfram að reyna að útrýma þessu úr íslensku máli “Víst að það hefur verið svona erfitt að fá þessar” Víst í þessu samhengi er ekki íslenska. Þetta er einhvers konar unglingamál byggt á misheyrn geri ég ráð fyrir.

 13. Já þessi “víst að” kækir sker í mín íslensku elskandi augu svo mikið er víst.

  Annars hlýtur þetta að flokkast sem góðar fréttir. Án þess að vita neitt um neinn í þessum hóp getur það ekki annað en verið gott að verið sé að taka fyrir hendur Steina og Olla (þetta er eiginlega bara móðgun við þá félaga) þarna í stjórninni.

  Svo getur maður ekki annað en verið sammála Torres. Ég er ánægður með hugarfarið hans, þó það megi nú aðeins batna inn á vellinum sjálfum, þegar hann segir að það að ná inn í meistaradeildina sé ekki aðalmálið heldur bara það klúbburinn sýni metnað og vilja í bæta sig stöðugt. Því verður bara ekki neitað að síðustu vikur hefur maður jafnvel meira haldið með Torres en liðinu sjálfu og auðvitað á félagið að kappkosta við að halda upp gæðunum og metnaðinum með stöðugum bætinginum. Það er algjörlega ólíðandi að bjóða einum besta fótboltamanni veraldar, sem með réttu ætti að kallast listamaður og er ólíkt mörgum kollegum sínum ekki gegnsýrður af peningum og græðgi, upp á svona ástand. Það sést á honum að hann elskar liðið og þráir ekkert meir en að njóta velgengni í rauðu treyjunni og er einfaldlega að kalla eftir því að liðið sýni sama metnað og hann. Þannig að um stundarsakir styð ég amk. Torres meira en aðra samherja sína þangað til að þeir rífa sig upp af rassgatinu og fylgja hans fordæmi.

 14. Hversu skynsamlegt er að stækka völlinn? Hvað á hann að verða stór? Hveru miklar líkur eru á því að við náum að fylla stækkaðan völl?

  • Hversu skynsamlegt er að stækka völlinn? Hvað á hann að verða stór? Hveru miklar líkur eru á því að við náum að fylla stækkaðan völl?

  Hefur þú reynt að fara á leik undanfarið?

  Miðaverðið er ekki svona sky high á flesta leiki vegna þess að klúbburinn er að selja þá svona dýrt og eftirspurnin lítil.

  Anfield er yfir 100 ára gamalt mannvirki sem er bara alls ekkert svo stórt miðað við hvað þau lið bjóða uppá sem við viljum keppa við.

  Við VERÐUM að fá nýjan og mun stærri völl. Lágmark 60.þús manna og helst með möguleika á 10-20.þús sæta stækkun með litlum tilkostnaði.

 15. …sem tryggir okkur margfalt meiri tekjur í gegnum miðasölu og sponsora með því að selja box á vellinum, fleiri og betri auglýsingar og þar með meiri peninga til að eyða í félagið, þar með talið nýja leikmenn. Nýr leikvangur er grundvöllur þess að félagið haldi áfram að þróast, það er alveg ljóst. En það verður eftirsjá af Anfield, það er ljóst.

 16. Babu:

  Kannski Einar Örn útskýri af hverju lægra verð og fleiri aðgöngumiðar skila ekki endilega meri tekjum fyrir Liverpool.

 17. Grellir, þeir vinna ekki titla nei en þeir svo sannarlega hjálpa til.

  Zero: Það sem munar mest um eins og t.d. á nýja vellinum hjá Arsenal eru öll þessi rándýru box sem þeir selja út. Það munar kannski ekkert alveg gígantískt á þessum 15þ+(miðað við 60þ manna völl) sætum sem við myndum bæta við okkur en boxin þurfum við því þau skila miklum peningum.

 18. Það væri ljómandi í þessu tilviki Zero

  Annars er ég að miða við að klúbburinn selji sína miða á svipuðu verði áfram! En geti með þessu selt mun fleiri og þar að auki VIP box og slíkt.

  Bara eins og t.d. Arsenal gerði

 19. @Gunnar Ingi. Það munar nú um minna en 33% aukningu í miðasölu!

 20. Grétar#25 Auðvitað gerir það það, en aðal peningainnspýtingin eins og hjá Arsenal eru öll þessi rándýru box sem Anfield hefur því miður ekki nógu mikið af

 21. Það er að koma í ljós að Torres er ekki aðeins happafengur í knattspyrnulegum skilningi heldur gæti afstaða hans leyst eigendastöðuna. Sú staða er algjörlega óþolandi fyrir þjálfarann, leikmennina og aðdáendurna. Gillett og Hicks eru líklega verstu eigendur sem einn klúbbur getur hugsað sér. Þeir eru bísnissmenn í verstu merkingu þess orðs enda eru þeir að uppskera eftir því.

  Aðrir leikmenn ættu að gera það sama og Torres. Þeir ættu að segja einum rómi: Við erum á mála hjá stórveldinu Liverpool og komum hingað til að berjast meðal þeirra bestu. Aðeins það besta er nógu gott fyrir Liverpool og þið verðið að skilja það ella förum við annað!

  Það verður að setja gambít á Gillett og Hicks til að pressa þá. Smá fórn í byrjun sem getur komið í gang endatafli sem losar um hreðjatök þeirra fjandvina á félaginu. Rhône Group LLC er fjárfestingarfélag og er mjög líklega í bandalagi með lánadrottnum Gilletts og Hicks. Strategían er að þvinga þá til að selja og ummæli Torresar verður að setja í það samhengi.

  Burt með þessa blönku skíthæla. Þeir Steven Langman og Robert Agostinelli hjá Rhône eru sjálfsagt líka skíthælar en drullusokkar með peninga eru skárri en bara drullusokkar.

 22. The Reds side in full is: Reina, Insua, Johnson, Carragher, Agger, Mascherano, Aquilani, Gerrard, Babel, Rodriguez, Torres. Subs: Cavalieri, Kyrgiakos, Ngog, Benayoun, Kuyt, Lucas, Kelly.

 23. grellir eitt smá varðandi þetta að peningar vinna ekki titla! frá 2000 hefur nánast manu og chelsea einokað titilin, þessi 2 lið eiga í dag að mig minnir 6-7 af dýrustu leikmönnum bretlands og liðin sem hafa efná hæstu laununum vinna nánast alltaf titlana og manu og chelsea hafa verið í sætum 1-3 oftast 1-2 manc er búið að breyta því! og þetta varðandi að borga hæstu launin þá hafa statistic sýnt fram á þetta einmitt að liðin sem vinna titilin í hverju landi fyrir sig eru í 90% tilvika liðin sem borga best eða koma inn í öðru sæti þar.
  liverpool átti 1 inná topp 10 listanum yfir dýra menn torres er en held ég og varðandi launaþáttin þá hefur okkar lið verið í svona 4-6 sætis yfir borguð laun undarfarið! því er það nú þannig að ef menn rýna í þessa hluti af einhverju viti sjá menn það að það kostar peninga og mikið af þeim að vinna titla alveg sama í hvaða deild það er nánast!

Portsmouth á Anfield

Liðið gegn Portsmouth