Lille

Áður en ég hef þessa upphitun vil ég benda þeim sem hug hafa á því að tjá sig í ummælum við hana að mér og líklega flest öllum öðrum er nokkuð slétt sama um skoðun þína á Benitez, Kuyt, Lucas o.sv.frv. og við höfum mjög líklega þegar lesið hana nokkrum sinnum nú þegar. M.ö.o. reynum að hafa þetta á hærra plani heldur en þessi viðbjóðslega, leiðinlega og neikvæða umræða undanfarið hefur verið og í guðanna bænum reynum frekar að tala niður til Frakka heldur en okkar liðs og leikmanna, þrátt fyrir að það gangi eins illa og það hefur gengið undanfarið.

Þeir sem verða fyrir því að setja inn ummæli sem þykja of neikvæð og leiðinleg verða beittir táragasi (",)
Þeir sem verða fyrir því að setja inn ummæli sem þykja of neikvæð og leiðinleg verða meis-aðir (",)

En jæja, þá að næsta leik. Andstæðingar okkar í Evrópu að þessu sinni hafa það framyfir stórlið Debrechen og Unirea að það hafa fleiri en einn heyrt á þetta lið minnst áður og raunar er þetta bara nokkuð þekkt franskt lið. Þó ekki svo þekkt að ég fari ekki smá yfir sögu félagsins:

Olympique Sporting Club Lille Métropole eins og það heitir í sveitinni var stofnað árið 1944 þegar tvö lið frá sama svæði voru sameinuð, stórliðin Olympique Lillois og SC Fives. Lille er staðsett í norðurhluta Frakklands, ekki svo ýkja langt frá landamærum Belgíu og helstu erkifjendur þeirra eru þ.a.l. lið eins og Reims og Lens, en Lille hefur löngum staðið í skugga síðarnefnda liðsins.

Í kjölfar seinni Heimsstyrjaldarinnar unnu Lille tvo titla og fimm bikarmeistaratitla ásamt því að lenda fjórum sinnum í öðru sæti í deildinni en upp frá því fór að halla aðeins undan fæti og liðið féll svolítið í skuggann á nágrönnum sínum Í Lens, bæði hvað varðar frammistöðu á vellinum og eins í vinsældum á svæðinu. Vinsældir Lens fram yfir Lille má líka líklega að einhverju leyti rekja til þess að Lens er venjuleg verkamannaborg á meðan Lille var aðeins meira í Chelsea-ish aðdáendunum ef svo má segja.

Uppgangur félagsins hófst að einhverju leiti fyrir um áratug síðan er þeir komust upp í Úrvalsdeild eftir þrjú ár þar á undan í annarri deild. Við höfum svolítið séð og heyrt af þessu liði í Evrópukeppnum undanfarin ár og t.a.m. töpuðu þeir fyrir Man United og dómaranum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2007.

Dómarinn,  Braamhaar (sem dæmdi fyrri leik okkar gegn Unirea) leyfði Giggs að taka spyrnuna áður en Lille-liðið var búið að stilla upp! Leikmenn Lille voru rétt búnir að ganga af velli í mótmælaskyni vegna þessa, enda mótmæli þjóðaríþrótt Frakka. Þeir kláruðu þó leikinn og kvörtuðu til UEFA sem aðhafðist ekkert af ótta við að Ferguson myndi ekki fara sér að voða með HubbBubba-tyggjóið sitt.

Lille liðið hefur reyndar komist tvisvar í Meistaradeildina þrátt fyrir að besti árangur þeirra undanfarin ár í deildinni sé 2. sæti árið 2005. Síðasti titill í sögu félagsins kom árið 1955 að ég held.

Núverandi heimavöllur Lille er Stade Lille Métropole og er hann staðsettur í nágrannabænum Villeneuve d’Ascq. Eins og sjá má er þetta fjölnota völlur sem þó er að mestu notaður fyrir fótboltann. Þó skal tekið fram að sá sem hannaði þennan rúmlega átján þúsund manna völl á alls ekki skilið Thule og fær engar 2.000 kr. þó hann fari yfir byrjunarreitinn því það á aldrei að setja þessar asnalegu hlaupabrautir í kringum fótboltavelli.

Blessunarlega fyrir Lille er fyrirhugað að flytja liðið á nýjan og glæsilegan leikvang árið 2012 sem kemur til með að rúma yfir fimmtíu þúsund áhorfendur og verður þar að auki með þaki.

Ólíkt okkur hafa Frakkarnir komist þetta langt með því að spila í keppninni sjálfri (ekki í CL eins og við) og hafa leikirnir spilast eins og hér segir:

Sevojno (Serbia) 2-0,2-0 (Þriðja umferð, umspil)

Genk 4-2,2-1 (undanúrslit, umspil)

Valenica 1-1,1-3 (Riðalakeppni)

Genoa 3-0,2-3 (Riðlakeppni)

Slavia Prague 3-1,5-1 (Riðalakeppni)

Fenerbahce 2-1,1-1 (32.liða úrslit)

Þeir sem sagt slógu Fenerbahce út í síðustu umferð og það í Tyrklandi.

Í deildinni er Lille í sjötta sæti fjórum stigum frá toppliði Bordaux en hafa spilað einum leik meira og því er sæti í Europa League raunhæfast í stöðunni fyrir þá eins og staðan er núna (þó CL sé ekkert úr myndinni), því miður ekki ósvipað okkur. Eftir áramót hafa þeir spilað fimm leiki í deildinni, skorað í þeim öllum en bara haldið markinu hreinu einu sinni þannig að líklega má gera ráð fyrir mörkum á morgun.


Líklegt byrjunarlið hjá Lille gæti litið svona út:

Landreau

Beria – Rami – Chedjou – Emerson

Balmont – Mavuba – Cabaye
Hazard – Obraniak
Pierre-Alain Frau

Verð þó að játa að ég er nokkurn vegin alveg skák og mát hvað þekkingu á þessum leikmönnum varðar og hélt t.d. að Chedjou væri bara stafarugl. Líklega er ég að gleyma einhverjum þarna því þeir Gervinho og Vittek hafa verið að skora mörkin fyrir Lille ásamt Frau.

Þjálfari Lille er Rudi Garcia sem áður hafði þjálfað minni lið í Frakkandi. Hann tók við af Claude Puel sem stjórnaði liðinu frá 2002 – 2008. Sá kappi stjórnar núna Lyon.

Liverpool

Hvaða lið kemur til leiks frá Bítlaborginni er bara alls kostar óvíst, ekkert hefur gengið i vetur og var síðasti leikur hreinasta hörmung svo vægt sé til orða tekið. Þar sem þetta er eina keppnin sem við eigum einhvern möguleika á verðlaunum í er vonandi að okkar menn rífi sig ærlega upp á rassgatinu og komi af miklum krafti til leiks í Frakklandi.

Það er mjög erfitt að spá fyrir um byrjunarlið enda margir sem verðskulda sannarlega bekkjarsetu eftir síðasta leik, tippa á að þetta verði svona:

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Insúa

Aquilani – Mascherano
Kuyt – Gerrard – BenayounBabel
Torres

Gæti reyndar alveg séð fyrir mér að Riera kæmi inn líka en hef þó Benayoun þarna. Kuyt er auðvitað líklega í liðinu en eftir síðasta leik held ég að hann hefði gott af hvíld. Hef þetta allavega svona og er ekkert að orðlegja þetta frekar. Benayoun er meiddur og fór ekki með og því er líklegt að Kuyt byrji þennan leik.

Þetta fer 1-2 fyrir Liverpool.

Minni menn að lokum á upphafsorðin og óska eftir að umræðan verði á hærra plani heldur undanfarið (ég sjálfur meðtalinn).

Babú

79 Comments

 1. Það á sem sagt að ritstýra fólki til að vera jákvætt og bannað að vera raunsætt(neikvætt samkvæmt þér), jahérnahér…

  En að leiknum, þá ætla ég að gerast djarfur og spá okkur öruggum sigri, jafnvel markasigri. 3-0 þar sem Gerrard og Torres skora báðir, ætli Torres setji ekki bara tvö kvikindi. Vonum að Rafa vakni úr rotinu og sleppi liðinu lausu í þessum leik.

  Ekki þekkir maður mikið til þessa Lille liðs, aðeins markmaðurinn sem ég kannast við.

 2. þessi síða mun ekki lifa lengi ef á að ritstýra fólki og segja hvaða skoðun fólk á að hafa,EN ÉG TRÚI ÞVÍ EKKI FYRIR EN ÉG SÉ ÞAÐ…en allavega þá vonar maður að það fari vel annað kvöld en ég er ekkert voðalega bjartsýnn á það.

 3. Voðalega getur fólk verið viðkvæmt. Það er búið að ræða fram og til baka, hægri vinstri upp og niður og ég veit ekki hvert meir um Rafa, Lucas, Kuyt og alla þá sem sumir leggja fæð á hverju sinni. tilmæli Babu eru einfaldlega þau að þeir sem vilja halda þeirri umræðu áfram geta gert það á öðrum bloggfærslum í þessari síðu. Þarsíðasta færsla er til dæmis mjög góð til þess enda mörg ummæli þar sem menn geta lesið um þetta efni.

  Ég væri meira en til í að sjá okkur spila 4-4-2 í næsta leik með Riera og Babel á köntunum með ekki of mikla varnaskyldu, Masch og Aquilani á miðjunni og Torres frammi með N´gog. Setja Gerrard á bekkinn og leyfa honum að hugsa sinn gang (eða jafna sig af þeim meiðslum sem hljóta að vera hrjá hann, hann spilar ekki svona ílla ef hann er 100%) og fá Carra í hægri bak með Agger og Kyrgiakos í centerana. Já, Carra í bakvörðinn og það vil ég eingöngu vegna þess að ef Babel myndi spila á hægri kantinum með lítilli varnarskyldu þarf að hafa sterkann mann í bakverðinum og því er ekki að neita að Carra sé örlítið betri varnarlega en Glen Johnson. Ef út í það er farið þá væri ekki vitlaust að setja Agger í vinstri bakvörðinn og láta Skrtel og Kyrgiakos sjá um miðvarðastöðurnar.
  Annars tel ég okkur hægilega geta unnið þennan leik með allavega 2-3 mörkum EF við spilum á eðlilegri getu.

 4. Ég vonast eftir viðbrögðum frá mánudegi.

  Stjórinn gekk lengra en oftast áður að gagnrýna lið sitt og það verður gaman að sjá hvort einhver viðbrögð verða hjá lykilleikmönnum félagsins. Héðan af er Europa League eina vonin eftir brosi og mikið vonast ég eftir brosi.

  1-1 annað kvöld en svo öruggur sigur í seinni leiknum.

  Svo ætla ég að vera algerlega sammála Babu varðandi umræðuna hér sem hefur að undanförnu snúist um eitt aðallega sem við öll vitum um. Ég er nú á því að þessi síða sé einmitt í töluverðri hættu á að fækka lífdögum sínum ef ekki verður brugðist við þeirri einföldu staðreynd að ÖLLUM færslum hér inni er snúið upp í neikvæða umræðu um stjórann, Lucas eða Kuyt.

  Slíkt þreytir mig allavega verulega og ég harðneita að láta það líta út eins og um raunsæi sé að ræða. Raunsæi snýst um að velta upp mörgum hliðum á teningnum en ekki garga á eina hlið hans.

  En auðvitað er lykillinn að þessu öllu áfram Liverpool, görgum það áfram….

 5. Áfram LIVERPOOL! vinnum þetta 3-0, Torres með 2 og Babel 1, ekkert bull, bara jákvæðni, bara sigur, YNWA.

 6. Þegar allt kemur til alls, sama hvaða skoðanir menn hafa, sama hverju jákvæðir/neikvæðir þeir eru, þá er það þessi síðasta setning þín Maggi sem skiptir öllu máli. Undir hana getum við allir tekið leyfi ég mér að fullyrða 🙂

 7. Ég hef mikið fylgst með þessari síðu, lesið upphafspósta og mörg innlegg. Tek hatt minn ofan fyrir pistlahöfundum og margt er skemmtilegt að lesa hérna. Tek undir þá skoðun að endalaust nag og nagg er til ama. Hefur ekkert með raunsæi, staðreyndir eða hvað annað að gera….þetta er orðið nag og nagg.

  Með leikinn á morgun þá tek ég undir það sem Maggi skrifar. Benni var að gagnrýna menn eftir síðasta leik og mikið andskoti mega þeir taka það til sín og hysja upp um sig nærbrækurnar. Býst við hörkuleik á morgun og vil sjá menn fara lappalausa af velli þegar leikurinn er búinn. Vonast eftir 0 – 2.

 8. Mikið er skelfilegt að fylgjast með meistaradeildinni og ekkert liverpool lið í henni,maður fær alveg hrikalegann hroll að hugsa um hin ensku liðin á meðal hinna bestu og liverpool í einhverri b keppni,þessvegna er svo mikilvægt að komast í hana,ég vil bara ekki hugsa þá hugsun á enda ef það mistekst(ég geri bara ráð fyrir því að þeir verði í fjórða sæti),en það er vissulega ennþá mögurleiki en til þess verður helst að vinna restina af leikjunum í deildinni.
  Maður verður að vona að leikmenn liverpool taki sig saman í andlitinu og mæti brjálaðir til leiks og taki þessa frakka í bakaríið,ég hefði viljað að benitez skildi vissa menn eftir í liverpool,nefni ekki nein nöfn og tekið með sér stráka úr varaliðinu með sér til frakklands.

 9. Ég er skíthræddur um að úrslit þessa leiks verði ekki góð, og svo held ég að það væri fín skilaboð til allra í liðinu ef t.d. Gerrard fengi að vera á bekknum ásamt Kuyt í þessum leik, en eins og ég heft oft skrifað hérna í kommentum þá er eitthvað mikið að hjá Gerrard og ekki nokkur ástæða til að verðlauna lélega frammistöðu og handónýtt hugarfar. Eins vil ég sjá Riera í liðinu og helst að Pacheco fái eins mikinn tíma og hægt er. Allt of margir eru með fasta áskrift í liðið sama hvernig frammistaðan hefur verið og ekkert brýnir menn til góðra verka eins og köld og illa lyktandi tuska í andlitið.

  Spái því að við töpum þessum leik með 1 marki, vona þó auðvitað að ég hafi kolrangt fyrir mér.

 10. Jæja þar fór draumur Real að komast uppúr 16 liða úrslitunum! Það fæst ekki allt keypt með peningum!

 11. Ég ætla að skjóta á að Kyrgiakos byrji á morgun, á kostnað Agger. Hann stóð sig vel í síðasta leik og Agger er að koma úr meiðslum. Einnig held ég að Babel byrji á vinstri því Benayoun var víst eitthvað örlítið meiddur eftir Wigan leikinn. Ég ætla því að tippa á Maxi á hægri.

 12. Maxi verður ekki í hópnum, þar sem hann má ekki spila með okkur í þessarri keppni.

 13. Jess Real tapaði = Benitez fer þangað í fyrramálið með fyrstu vél vonandi 😀 Áfram Liverpool

 14. Nú snýst þetta bara um að halda haus út leiktíðina og sjá hvort eitthvað gerist í eigendamálum og eða þjálfaramálum. Ég hef verið harður Benitez-maður hingað til og er það áfram. Er samt opinn fyrir breytingum ef það kostar ekki multimilljónir í kostnaði vegna uppkaupa á samningi Benitez. Aðalmálið er að losna við nokkra miðlungsleikmenn í sumar (t.d Deggen, Aurelio, Insua, Babel (vegna hugarfarsins), Riera), bæta við 2 klassamönnum og að menn skili sér án verulegra meiðsla úr heimsmeistararkeppninni.

  Við skulum ekki missa okkur í eitthvað svartnætti með tilheyrandi þunglyndi heldur líta fram á veginn því það syttist í Englandsmeistaratitilinn.

  YNWA

  Snorri

 15. Það er ekkert að þessu marki hjá Giggs. Henry gerði þetta allavega tvívegis. Fyrir utan að United vann báða leikina gegn Lille.

  En að leiknum á morgun spái ég okkur 3-0 sigri.

 16. Vonast líka eftir viðbrögðum frá leikmönnum og vonast SVO eftir sigri, en óttast það versta. Benitez hefur þó sýnt oftar en einu sinni að hann getur náð í góð úrslit á útivelli. Í CL var heimavallarárangurinn að fara með okkur.

  1-1.

  YNWA

 17. 14 Það er ekki flogið til Madridar á fimmtudögum. Annars vona ég að Rafa fylgi gagnrýnni eftir með því að gera einhverjar breytingar á liðinu. Væri til í að sjá Aquiliani og Masch á miðjunni, Babel og Gerrard á köntunum og Pacheco í holunni. Held að Johnson myndi njóta sín með Gerrard fyrir framan sig.

  Annars er ég bjarstýnn eins og alltaf og spái þessu 1 – 4. Torres, Johnson, Babel og Pacheco með mörkin.

 18. Yossi Benayoun fór ekki með liðinu til Frakklands þannig að þú getur tekið hann úr væntanlegur byrjunarliði.

 19. Babu. Flott upphitun. Eitt sem er samt rangt hjá þér.

  Markið hjá Man. Utd er eins löglegt og það gerist. Varnarveggurinn er á sínum stað, dómarinn er með vald á aðstæðum og fer frá. Enginn leikmaður Lille nægilega sniðugur til að athuga hvort dómarinn hyggist flauta spyrnuna á.

  Algjörlega löglegt mark. Sniðugt hjá Giggs.

  • Það á sem sagt að ritstýra fólki til að vera jákvætt og bannað að vera raunsætt(neikvætt samkvæmt þér), jahérnahér

  Lestu yfir alveg aragrúa af póstum hérna inni undanfarið og spurðu sjálfan þig hvort það sé gaman að lesa, oftar en ekkki nákvæmlega sama kvabbið frá sömu aðilum ummæli eftir ummæli sem eru öll á sömu leiðinlegu neikvæðu nótunum?

  Annars vissi ég þetta ekki með Benayoun

  Og Kjartan, þetta var létt spaug með Giggs markið. Þetta var auðvitað á mjög gráu svæði, en ég setti þetta inn þar sem þetta er það helsta sem ég man í tengslum við þetta Lille lið 🙂

  Svo vil ég benda þeim sem skrifaði pistilinn að Bordaux er efst í Frönsku deildinni ekki Lyon 🙂

 20. Jájá þetta verður same old, same old..Erum að fara að spila á útivelli, og Benitez stillir örugglega liðinu upp til að tapa ekki.Hann myndi aldrei þora að kýla á þetta og sækja og taka sénsa..Þetta verður eftir hefðinni…varnarsinnað..Kuyt verður þarna af því að hann er svo duglegur og allt þetta venjulega..þetta endar 1-1 og Benitez verður himinlifandi…..og segir..We showed character..

 21. Mér sýnist að við þurfum áfallahjálp ef við vinnum ekki þennan leik. Legg til að allir Liverpool stuðningsmenn fái styrk frá ríkinu til að fara til sálfræðings ef við töpum. Þetta er svo hrikalegt að árangur Liverpool er farinn að skyggja á Icesave umræðuna…sem er reyndar eini ljósi punkturinn sem ég kem auga á í þessu öllu saman.

 22. Jæja, nú er Real úr leik í meistaradeildinni. Ef þeir ná ekki spænska titlinum er ljóst að Rafa/Mourinho/Wenger er á leið til þeirra. Hver skyldi það verða?

 23. Markið hjá Giggs á ekki að standa, dómarinn gaf til kynna með því að sýna flautuna að hún skyldi gilda en stóð svo ekki við það.

 24. Ertu virkilega að ætlast til þess að við eigum að koma hérna inn og vera bara jákvæðir í garð Kuyt, Benitez, Lucas, spilamennsku liðsin og úrslitum? Ef það er hægt, þá tek ég hattinn ofan fyrir þér kæri Babu…

 25. Ég er klárlega á því að Gerrard eigi að fara á bekkinn á morgun. Þannig sendir Benitez þau skilaboð til hans (og allra) að hann einn ræður för.

  Eftir að ég las ævisögur þeirra félaga Gerrard og Carragher á síðasta ári hef ég reyndar verið æ meira hugsandi um um þessi fyrirliða/leiðtoga mál öll….

  Rétt er að taka það fram strax, að Gerrard verður ævinlega í guðatölu hjá mér. Það má næstum segja að hann sé hafinn yfir alla gagnrýni. Einmitt þess vegna er svo sárt að horfa upp á drenginn undanfarið.

  Ég varð ekkert sár yfir tapinu gegn Wigan. Ég varð ekkert sár yfir skelfilegri frammistöðu liðsins gegn Wigan. Heldur varð ég ekkert sár yfir liðsuppstillingunni, Lucas, Kuyt etc etc…

  Ég varð sár og vonsvikinn (og soldið reiður) yfir frammistöðu fyrirliðans! Maðurinn sem alltaf hefur verið hægt að leita til, maðurinn sem í vonlausum stöðum hefur reynst bjargvættur. Captain fantastic!!!!

  Við höfum öll séð hversu góður fyrirliði Gerrard er þegar vel gengur. Núna gengur ekkert vel (understatement) og hversu góður fyrirliði er Gerrard þá?

  Tölum aðeins um Carra…

  Hvernig brást hann við þegar hann fékk ekki lengur að spila miðvörð hjá Houllier?

  Og aftur í vetur þegar hann er búinn að þurfa að spila stöðu, aftur og aftur, sem hann hefur opinberlega lýst yfir að hati að spila?

  Í ævisögu sinni talar Carra um allsvakalegan fund sem hann, Gerrard og Benitez áttu eftir fíaskóið þegar Gerrard var næstum því farinn til Chelsea árið 2005 (minnir mig). Þar vildi Benitez refsa Gerrard fyrir vitleysuna með því að gera Carra að fyrirliða. Carra neitaði að því gefnu að allt þetta tal um brotthvarf Gerrard myndi hverfa.

  Þá spyr maður sig… Á þessum fundi, hver af þessum þremur ætli hafi hugsað meir um hvað væri Liverpool fc. fyrir bestu, eða hugsað meir um hvað væri sér fyrir bestu? Ég er (fyrir mína parta) ekki viss????

  Það er gott að vera vitur eftir á… eeeeeennnn

  Muniði hvernig okkur leið þegar “maðurinnsemégmanbaraekkihvaðheitirenspilarmeðMUFCídag” fór? Ég man allavega að mér leið eins og heimsendir væri kominn. En hvað? Fyrir þá smánarlegu upphæð sem fékkst fyrir hann mættu á svæðið Luis Garcia og Xabi Alonso. Slæm skipti?

  Hvernig væri LFC í dag ef Gerrard hefði farið til CFC um árið, og Rafa hefði fengið að ráðstafa þeim aur sem hefði fengist fyrir hann þá? Bara pæling…

  Gerrard til varnar…

  Auðvitað þekki ég manninn ekki neitt. Það eru auðvitað þúsund hlutir í gangi í kollinum hans “as we speak”. Hann hefur sjálfur talað um hvernig erfiðleikar í einkalífinu hafa haft áhrif á spliamennsku hans (Skilnaður foreldra hans t.d.) maður veit ekki.

  Ég hins vegar veit að Captain Fantastic bara VERÐUR að mæta á svæðið!!!

  Hlutirnir hafa æxlast þannig að LFC hverfist um Steven Gerrard. Líf og tilfinngar mínar hverfast um LFC. Megi Fowler lofa að þessi punktur komi saman aftur!!!

  Að lokum…

  Frábær skýrsla Babu.

  @ Bill Hicks, Gunnar Ingi og miku fleiri.

  Þið sem viljið Rafa burt, Lucas til Síberíu osfrv osfrv. Þið hafið mjög mikils til ykkar máls og ég held að það sé enginn sem getur mikið rifist við ykkur þessa dagana. Jákvætt/neikvætt/raunsætt… Veit ekki. flakka sjálfur stanslaust á milli… En hins vegar er skoðun ykkar okkur öllum ljós. Það hefur verið gert grein fyrir henni á alla mögulega vegu. En þegar kötturinn er dauður þarf ekki að drepa hann aftur. Ég segi þetta ekki af því að ég held að mínar meiningar séu “betri” heldur af því að KOP.IS er besta fótboltasíða á landinu, og hún verður svo sannanlega ekki betri ef það eru menn að segja sömu hlutina æ ofan í æ í athugarsemdarkerfinu.

  YNWA Alla leið

  p.s.

  Ég vona að Bill Hicks og Gunar Ingi taki þessu ekki of persónulega. Þeir eru bara búnir að vera áberandi undanfarið, þess vegna nafngreindi ég þá sérstaklega.

  • Ertu virkilega að ætlast til þess að við eigum að koma hérna inn og vera bara jákvæðir í garð Kuyt, Benitez, Lucas, spilamennsku liðsin og úrslitum? Ef það er hægt, þá tek ég hattinn ofan fyrir þér kæri Babu…

  Er þetta króníst hjá þér? Verður þú bara að tala niður til þeirra til að hafa það af daginn? (á auðvitað ekki bara við um þig).

  Það sem ég er að segja er að það þarf ekki að eyða hverjum einasta þræði í að fara aftur og aftur yfir þessa sömu umræðu og ekki síður er ég að reyna að fá menn til að hafa skrif sín á hærra plani heldur en “Ég hata Rafa, rekum hann strax” “Vona að Liverpool tapi” o.s.frv. Við bara hljótum að geta verið sammála um að það er afar leiðinlegt til lengdar að lesa þetta aftur og aftur frá sömu aðilum? Jafnvel þegar ekkert er verið að ræða þetta.

  Þú þarft síðan ekkert að lesa mikið frá mér til að sjá að ég hef ekki beint verið á einhverjum halelúja nótum hérna og er sekur alveg eins og margir aðrir um að koma hingað með þreytandi kvabb um sama hlutinn.

  Sjá t.d. síðustu ummæli, Nr. 27. Ég er ekkert endilega sammála öllu sem Sigurjón er að segja og hann er að fara ágætlega útfyrir Lille leikinn þannig séð en hann er þó að koma þessu vel frá sér og hefur lagt smá pælingu í þetta hjá sér. m.ö.o. það er alveg gaman að lesa svona skoðanir þó maður sé ekkert sammála öllu og þó þetta sé ekki á einhvrjum rósrauðum hamingju nótum.

 26. Sigurjón 27

  Ég skil hvað þú ert að fara og tek þetta auðvitað ekkert persónulega. Enda eru þetta skoðanir manna settar upp á einhverri bloggsíðu og hafa lítð með persónurnar á bakvið að gera þannig.

  En það er annar vínkill á þetta hjá þér. Það vita allir að margir hverjir hérna inni eru uberjákvæðir Rafaaðdáendur og afhverju má þeirra rödd heyrast en ekki þeirra sem eru komnir með nóg og horfa á málið með raunsæum augum? Á sama tíma og ég er sammála því að neikvæðni er leiðinleg, enda er ég mjög jákvæður persónuleiki að eðlisfari, þá er mjög fátt jákvætt við Rafa og liðið hans þessa dagana, því miður. Um leið og Rafa fer eða að hann breytir sínum aðferðum algjörlega(ég er ekki einu sinni núna að biðja um að hann vinni alla leiki, bara að Rafa síni að hann getur sett upp plan B, hjakkist ekki alltaf í sama drepleiðinlega farinu) þá skal ég vera fyrsti maður til að hrósa honum.

  Eins og staðan er núna er Rafa að drepa þennan klúbb og ætti að hypja sig. Það er mín skoðun og hún á jafn mikið rétt á sér(svo framarlega sem hún er sómasamlega fram sett) og jákvæðnistónar Rafaaðdáenda.

  Þetta er ekki flókið. Ef liðið stendur sig vel eru allir jákvæðir, ef liðið gerir í brók leik eftir leik og stjóri liðsins er íhaldsamari en ég veit ekki hvað, þá verða menn eðlilega neikvæðir….engin geimvísindi þarna á ferð.

  Út með Rafa, áfram Liverpool!

 27. Það vill til að grunnlitur síðunnar er rauður og því þarf ekki miklu að breyta til að stílfæra hana við nýjasta pistilinn. Ekki þarf annað en að skella fagurgylltum hamar og siggð upp í vinstra hornið, og kalla síðuna Sovéska Liverpool bloggið!

  Nastrovje!

 28. Út með Rafa, áfram Liverpool!

  Gunnar Ingi, er það virkilega nauðsynlegt að enda komment með þessari setningu?

  Ég las í gegnum síðustu 10 komment hjá þér (komst ekki lengra) og það er diss á Rafa í hverju einasta kommenti. Já, Gunnar Ingi, við vitum að þér líkar illa við Rafa. Mér þætti gaman að finna einhvern hérna inni sem að hrósar Rafa í hverju einasta kommenti.

  Munurinn á þeim sem eru jákvæðir hérna og þeim sem eru alltaf neikvæðir er að komment þeirra jákvæðu eiga til að breytast á milli leikja – eru jákvæðir eftir sigurleiki, en minna jákvæðir eftir tapleiki – en reyna þó oft að segja eitthvað jákvætt. Stundum hefur það hálf bjargað geðheilsu manns að koma hérna eftir tapleiki og sjá menn benda á eitthvað jákvætt við liðið.

  Svo eru það þeir einsog þú og Grellir og Bill Hicks og fleiri, sem vilja bara velta sér um í eymdinni eftir hvern einasta leik og við hverja einustu færslu, koma með sama dissið um Rafa og Lucas og Kuyt og félaga. Það að lesa þetta gerir þessa síðu nánast óbærilega leiðinlega á köflum. Það sést svo að fólk fílar þetta ekki – af síðustu 20 kommentum hjá þér eru 6 svo óvinsæl að þau sjást ekki lengur.

  Málið er bara að það er ekkert nýtt í þessu. Sjáðu bara síðustu færslu, þar er ég að reyna að koma Wigan skýrslunni af forsíðunni svo að menn geti aðeins farið að finna eitthvað jákvætt við Liverpool – en viti menn – strax eru komin komment sem segja það nákvæmlega sama og leikskýrslan – tuð um að Rafa verði að fara burt og að allt sé ómögulegt.

  Sama með þessa upphitun – Babú var bara að benda fólki á að tala um leikinn, ekki hvort reka eigi Rafa. Rafa verður ekki rekinn fyrir þennan leik, því þá að vera að tala um það – því ekki að reyna að njóta fótboltans og spjalla um liðið en ekki alltaf sömu gömlu tugguna? Þú ert svo auðvitað mættur sem fyrsta komment og byrjar að kvarta yfir ritskoðun og nokkrum kommentum seinna ertu byrjaður að tala um að það þurfi að reka Rafa. Magnað.

 29. Gæti ekki verið meira sammála Einari hér að ofan. Það virðist engu skipta hvort um sé að ræða tapleik, jafntefli eða sigur – jafnvel þræðir um eitthvað allt allt annað. Ekki skrítið að maður sé farin að takmarka lestur sinn á þessari síðu.

  Annars að leiknum , þetta verður eflaust erfiður leikur – þeir eru það allir hjá okkur þetta tímabilið. Ég ætla samt sem áður að spá okkur tveggja marka sigri, 0-2. Ég væri alveg ofboðslega til í að sjá Babel í liðinu, er ekki Aurelio enn meiddur og verður því ekki spilað með tvo bakverði þeim megin.

  Koma svo, YNWA.

 30. Gunnar Ingi sagði allt sem segja þarf. Svo hef ég aldrei og mun aldrei á minni lífsleið óska þess að Liverpool tapi leik Babu!!! Ég elska þetta lið alveg jafn mikið og þú, en munurinn á okkur Babu er að ég vill sjá 2-3 breytingar sem eru búnir að vera að koma í ljós síðustu mánuði, alltaf betur og betur. Menn loksins að átta sig á hlutunum, Kuyt, Lucas og síðast en ekki sístur Rafa Benitez. Þessa menn vill ég bara burt, og fá nýtt ferskt blóð inní mannskapinn með nokkrum leikmönnun, og það kannski e-h betri en Kuyt, Maxi, Aquilani og Riera. Síðustu 2 fá nú bara ekki orðið eina mínútu til að sanna sig lengur. Bara drepið í fæðingu hjá Hr.pókerface. Hvað er málið með það? Hann er nú líka algjör særfræðingur í að brjóta niður sjálfstraust manna sem spila vel, en fá svo ekki sénsinn fyrr en eftir mánuð. Og afhverju ekki að gefa ungum strák að nafni Pacheco sénsinn í byrjunarliðið fyrst allt liðið er gjörsamlega sundurspilað og steingelt í sókninni. Líkt og á móti Wigan og fleiri liðum. En NEI, höfum frekar Kuyt hlaupandi einsog smalahundur sem kann varla að sparka í bolta, og engan veginn að taka á móti honum og svo Maxi sem er nýkomin af free transfer(og já hann komst ekki einu sinni í liðið hjá Atleticho madrid) Þessi kaup hjá Benitez á þessu tímabili eru eitt stórt flopp. spilamennskan og yfirleitt allt sem tengist félaginu. En NEI, menn finna sér auðvitað annað fórnalamb, núna er það bara Gerrard? Aldrei mun ég gagnrýna þennan mann, en menn eru víst fljótir að gleyma. Hann er maðurinn sem hefur glatt mig hvað mesta hjá þessu félagi, í gegnum tíðina hefur hann á e-h óskiljanlegan hátt náð að skora ein flottustu mörk sögunnar á síðasta korterinu. Oftar en ekki sigurmörk. Málið er bara að það er e-h mikið að hjá félaginu. Og ábyrgðin liggur hjá flestum liðum í öllum heiminum (nema Liverpool) hjá manninum sem stýrir skútunni. En nei, verum jákvæðir í garð Benitez, hans sóknaraðgerðum, spilar nátturlega frábæran sóknarbolta þegar að sá gallinn er á honum!! Það er bara ekki hægt að tala svona.. En nú er ég hættur og fæ örugglega ekki að halda þessum fallegu skrifum afþví að ég talaði ekki fallega um nokkra einstaklinga í Liverpool liðinu. Liðið sem ég lifi fyrir, það er verið að eyðileggja það!!

 31. Þetta er algjörlega nýr vinkill á málið Grellir. Ég botnaði ekkert í óánægju stuðningsmanna Liverpool fyrr en ég las þessi fallegu skrif þín. Nú liggur þetta allt morgunljóst fyrir og það er fyrst og fremst þér að þakka. Það hefur einfaldlega verið vöntun á þessu sjónarhorni á þessari síðu og ég fagna því mjög að sjá svona fersk skrif. Takk fyrir.

  Biðst afsökunar á skorti á upphrópunarmerkjum, mér finnst nánast óviðeigandi að taka undir með órólegu deildinni án þess að hafa nokkur þannig hér og þar í textanum.

 32. Nr. 34 og co.
  Ykkur er líklega bara ekki viðbjargandi! Ég var ekki að segja að ég væri ekki til í að sjá breytingar og því síður að allt væri svo æðislegt að neikvæðni væri bara ólíðandi. Þó ég sjái þetta ekki ekki jafn dökkt og þið.

  En að hlusta á sama röflið þráð eftir þráð, sama hvað umræðuefnið er gengur að síðunni dauðri áður en Benitez, Kuyt og Lucas hverfa frá klúbbnum.

  M.ö.o. nokkurnvegin það sem NR.32 (EÖE) sagði

 33. Já að koma inn á þessa síðu er óneitanlega farið að minna mann á groundhog day.

 34. Ég er alveg sammála því að mörg mistök hafa verið gerð frá síðasta tímabili en skítkast og neikvæðni hafa aldrei og munu aldrei gera lífið betra.
  Vissulega á að gagnrýna en þetta fallega orð hefur alltof neikvæða merkingu hjá mörgum , gagnrýni þýðir að rýna til gagns og það á ekki að taka gagnrýni illa heldur nota það til að gera hlutina betur. Maður getur verið sammála því sem maður er gagnrýndur fyrir og ósammála en eitt er víst að maður getur farið í fýlu og neikvæðni eða notað það til að skoða hlutina í heild og grætt helling á því 🙂

  En ábyrgðin er líka hjá leikmönnum svo reynum að vera bjartsýn og dettum ekki í sama far og svo margir stuðningsmenn annara liða, því ég er ekki bara stuðnigsmaður LIVERPOOL útaf fótbolta heldur eiga stuðningsmenn LIVERPOOL stórann þátt í því að ég valdi þennan klúbb sem barn 🙂

  Áfram LIVERPOOL og nú er það leikmannana að sýna okkur úr hverju þeir eru gerðir og hverjir vilja vera POOLARAR á næsta tímabili .
  0-3 fyrir OKKUR

 35. Gunnar Ingi (#30) segir:

  „Eins og staðan er núna er Rafa að drepa þennan klúbb og ætti að hypja sig. Það er mín skoðun og hún á jafn mikið rétt á sér(svo framarlega sem hún er sómasamlega fram sett) og jákvæðnistónar Rafaaðdáenda.“

  Einar Örn var búinn að svara Gunnari vel hér að ofan en ég verð að fá að útskýra þetta aðeins frekar.

  Babú útskýrði kannski ekki nógu vel hvað hann átti við þegar hann talaði um að menn reyndu að vanda til ummæla hér inni. Við erum ALLS EKKI að tala um að neikvæð ummæli megi ekki sjást á síðunni. Það er ENGINN að gefa í skyn að þú megir hrósa Rafa endalaust en ekki gagnrýna hann nema einu sinni.

  Það sem við erum í grunninn að tala um er að við viljum að fólk virði efnistök færslnanna og haldi sig við umræðu um þær. Þessi færsla er t.a.m. upphitun fyrir Lille-leikinn og þá eiga menn að ræða Lille-leikinn. Eru menn bjartsýnir eða svartsýnir? Hvernig halda menn að Rafa stilli upp? Hvernig byrjunarlið myndu menn vilja sjá? Og svo framvegis.

  Þess í stað er þessi umræða, eins og allar umræður við allar færslur síðustu vikur, farin að snúast um það sama – sömu fáu aðilarnir koma inn í hverja einustu færslu og ræna þræðinum og snúa ÖLLU upp í umræðu um hvort reka eigi Rafa eða ekki. Öllu. Og það er orðið algjörlega óþolandi.

  Ég vil biðja lesendur um að setja ykkur í spor okkar sem skrifum á síðuna. Á þriðjudag, daginn eftir Wigan-leikinn, lá gengi liðsins mjög þungt á mér. Ég las helling á netinu, fylgdist með umræðum á nokkrum öðrum síðum og punktaði hjá mér einhverja tuttugu punkta sem ég ætlaði mér svo að draga saman í pistil. Mér fannst ég verða að skrifa pistil, þó ekki nema bara sjálfs mín vegna, til að reyna að fá einhvern botn í það hvað er að gerast.

  Ég settist niður og byrjaði að vélrita … en komst aldrei fram yfir fyrstu setningu. Það eina sem ég gat hugsað var, til hvers að reyna að skrifa einhver 1000-1500 vönduð orð um ástandið ef enginn myndi lesa neitt út úr því nema bara að það þurfi að reka Rafa sem fyrst. Til hvers?

  Þannig að ég skrifaði ekki pistilinn.

  Þessi síða er að verða sex ára og við Einar Örn stofnuðum hana gagngert til þess að geta haft skemmtilegar umræður um Liverpool. Til að geta skrifað um Liverpool – eitthvað sem við höfðum ekki getað stillt okkur um að gera fram að því á okkar eigin bloggsíðum – og til að fólk gæti líka svarað og sagt sína skoðun. Í dag finn ég ekki þessa sömu þörf því ég veit sem er að ef ég skrifa pistil verður umræðan aldrei á sama plani og pistillinn.

  Gunnar Ingi og Grellir, þið eruð að barma ykkur í umræðunum hér að ofan en ég spyr ykkur: þið viljið losna við Rafa – AF HVERJU? Það eina sem þið segið, í öllum ykkar fjölmörgu ummælum, er að hann sé að „drepa“ klúbbinn, eða að hann sé ömurlegur stjóri eða láti liðið spila ömurlega. Þið farið aldrei af neinni dýpt í það hvað nákvæmlega mætti betur fara hjá Rafa. Ummæli ykkar rista aldrei dýpra en svo að koma með einhver yfirborðskennd rök eins og að hann sé að drepa niður sjálfstraust manna eða að hann velji Kuyt alltaf í liðið.

  Engar taktískar pælingar, engin skipulögð gagnrýni á störf hans (þið vitið, þar sem menn nefna það sem hann gerir vel og svo það sem hann gerir illa). Þið bara haldið fram, aftur og aftur og aftur og aftur þangað til mann svimar, að Rafa þurfi að hypja sig af því að liðið er ekki að vinna deildina.

  Það er það sem okkur leiðist. Það er sjálfsagt að gagnrýna og okkur finnst slík ummæli jafn ómissandi og þau sem hrósa. En við erum að biðja menn um að reyna að setja smá hugsun í gagnrýnina. Annars er þetta eins og fyrir okkur hinum að reyna að eiga vitrænar samræður á meðan einhver einn öskrar “Burt með Rafa! Burt með Rafa!” í eyrun á okkur.

  Og svo það sé alveg á hreinu, þá myndi ég segja það sama við einhvern sem kæmi hér inn og sneri öllum ummælaþráðum upp í “Torres er bestur! Torres er bestur! Af hverju erum við ekki að ræða það hvað Torres er frábær?!?”

  Við vitum að Torres er bestur. Við vitum að Rafa getur gert betur. En á meðan þið yfirgnæfið umræðuna með hávaða í stað skynsamlegra ummæla geta aðrir ekki rætt neitt og ég þykist viss um að ansi margir hreinlega sleppa því að skrifa ummæli hér inn (alveg jafnt og ég sleppi því stundum orðið að skrifa pistla) af því að þeir nenna ekki að reyna að yfirgnæfa hávaðann í þeim sem vilja svo illilega losna við Rafa að þeir verða að koma hér inn og ÖSKRA það tíu sinnum á dag.

  Umræða. Ekki síendurtekningar. Í dag erum við að ræða Lille-leikinn, í dag er ekkert annað á dagskránni og ef þið viljið ræða aðra hluti getið þið farið aftur í eldri umræður og gert það.


  JÆJA … ég veit eitthvað smávegis um Lille-liðið. Markvörðurinn, Mickël Landreau, er fyrrverandi landsliðsmarkvörður Frakka (varð fyrir því óláni að toppa á sama tíma og Fabien Barthez átti markmannsstöðuna) og því hörkugóður þótt hann sé að eldast. Svo þekki ég aðeins til framherjans Pierre Alain-Frau sem lék í nokkur ár fyrir Paris Saint-Germain. Þegar hann fór þangað á sínum tíma var ætlast til mikils af honum en hann stóð aldrei undir því og var því á endanum látinn fara. En það er samt leikmaður sem á að geta strítt okkur.

  Þetta verður hörkuleikur. Þetta lið er sterkara en Unirea-liðið sem við vorum að slá út eins og úrslit þeirra gegn m.a. Valencia og Fenerbahce sýna. Þeir geta hæglega unnið okkur í kvöld, sérstaklega eins og okkar menn eru að spila.

  Mér líst ágætlega á þetta, samt. Gæti séð fyrir mér jafntefli í markaleik, svona 2-2 eða eitthvað í þeim dúr.

 36. Er ekki mikið skemmtilegra að ræða komandi leik heldur en að hjakka í sama farinu og eyða ALLTAF 50-100 kommentum í sama hlutinn.

  Ég væri til í að sjá Riera byrja þennan leik á vinstri kantinum, að mínu mati er hann eini hreinræktaði kantmaðurinn sem Liverpool á í dag. Með honum kemur meiri breidd í spilið hjá LFC. Ég hef persónulega saknað hans mikið í leik liðsins og tel hann betri leikmann en þá sem spila þessa stöðu í dag. Einnig yrði það gott fyrir sóknaruppbyggingu liðsins ef Aquilani byrjaði á miðjunni með Mascherano.

  Annars er ég hóflega bjartsýnn á leikinn, eins og sérst á árangri Lille í riðlakeppninni þá eru þeir ekki gjarnir á að tapa heimaleikjum sínum. Því kæmi mér ekki á óvart að niðurstaðan yrði 1-1 jafntefli eða 1-0 sigur Lille.

  Krizzi

 37. ég vil sjá aquilani byrja á miðjunni með mascherano og kuyt og babel á köntunum, gerrard fyrir aftan torres og agger og kyrgi/carra… svo notla johnson og insua

 38. Mér finnst oft eins og umræðan hérna snúist um að “vinna” rökræðurnar um málefnið sem um er að ræða en ég held því miður að þegar kemur að fótbolta og þá sérstaklega einstaka leikmönnum og þjálfara sé útilokað að einhver “vinni”. Það sér hver hlutina með sínum augum og við höfum allir einhver rök fyrir okkar skoðun, hvorki rétt né röng, heldur einfaldlega rök. Menn setja þau misjafnlega vel fram og leggja sig misjafnlega fram um að týna til tölfræði, samanburð og fleiri atriði sínu máli til stuðnings en staðreyndin er sú að allt tal um fótbolta er mjög huglægt. Ég hef mína skoðun á Liverpool og það er fátt sem breytir henni (svo sjálfhverfur er ég) en ég hef mjög gaman af því að koma hérna inn, setja fram mínar skoðanir og lesa skoðanir annara en ég er aftur á móti orðin hundleiður á því að lesa alltaf sömu hlutina, Rafa verður ekkert rekinn þó að við segjum það 100x á dag hérna og hann verður heldur ekkert frábær þjálfari þó að við segjum það jafnoft. Ég er á því að ef menn hafa ekkert nýtt að segja eða ætla að tala um eitthvað annað en leikinn sem er framundan þegar þeir koma hérna inn ættu þeir að sleppa því að kommenta, ég nenni ekki mikið lengur að lesa komment við upphitanir sem snúast engöngu um hversu allt er ömurlegt. Geta menn ekki bara sett fram sínar skoðanir á leiknum, liðsuppstillingu o.s.frv. Menn geta svo tekið umræðuna um hversu ömurlegir /leikmenn/liðið vorum eftir leik. Í gvöðanabænum ekki koma umræðunni hérna niður á barnalandsstigið.

 39. Ég er alveg sammála Eyþór Guðj. Nr. 33. Maður er alveg hættur að nenna að lesa commentin. Eftir tapleik er maður að sjálfsögðu reiður og pirraður, og ekki bætir það geðheilsuna að koma hingað og lesa leiðindar comment sem eiga sér engan rökstuðning. Reynum nú að vera jákvæðir þó það sé erfitt stundum. Ég held við lifum það alveg af að sleppa því að tæta leikmennina í okkur í hvert skipti sem þeir gera eitthvað rangt !

  En að leiknum þá er ég sammála liðsuppstilingunni hja Babú og tippa á að liðið verði þannig ( þó ég hefði ekkert á móti því að sjá smá breytingar ) en væri til í að sjá pacheco koma snemma inná og strákinn sprikla aðeins. En ég ætla að vera bjartsýnn ( er það ekki þemað núna 😀 ) og spá að við klárum þennan leik 0-1 á erfiðum útivelli með marki frá Glen Johnson.

  You´ll never walk alone !

 40. Það er kannski ekki úr vegi að benda á það að leikurinn er talsvert snemma í dag. Væntanlega klukkan 6 að íslenskum tíma.

  En ég er sammála um að ég vil sjá Aqulani fá tækifæri í þessum leik, þó að ég muni svo sem skilja það ef að Lucas / Mascherano muni spila á útivelli. En við verðum jú helst að skora mark í kvöld til þess að lenda ekki í sömu vandræðum og Real Madrid lenti í í gær.

  Svo verður gaman að sjá Johnson aftur í byrjunarliðinu og hverju það mun breyta varðandi kantspilið á hægri kantinum, sem hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir að unfanförnu.

  Mikið væri nú gaman að taka einn bikar í ár.

 41. Er ég einn um það að finnast Lille vera rosalega sætt nafn? En ég verð nú að lýsa yfir skilningi mínum á frústreruðum þjáningarbræðrum sem og þeim sem vilja ekki lesa pirringinn við hverja einustu færslu. Eitt sinn kom fram orð hérna sem nefnist þráðrán, áður en það var nefnt var umræða hér um að menn ættu að fjalla um efni pistilsins en ekki rekum Rafa, hötum Kuyt. Held að stjórnendur síðunnar ættu bara að vera grimmari við að henda út ummælum sem fjalla ekki um efni færslunnar meðan ekki er beðið forláts vegna þráðráns.

  http://www.knattspyrna.bloggar.is

 42. Já sammála. Mark í kvöld gefur okkur mjög mikið svo lengi sem við erum ekki að fá mörg á okkur haha en það gerist nú ekki mjög oft. Ég held líka að Benitez fari mjög varlega inn í þennan leik og passi það að við fáum ekki á okkur mark. En við vonum bara að menn stígi upp í kvöld og þá getum við verið jákvæðir 🙂

  You´ll Never Walk Alone !

 43. Vá! Ryan Babel tók gemsamynd af vellinum hjá Lille í morgun og sendi inn á Twitter: http://tweetphoto.com/13990283

  Þetta er ekki gott gras. Ég myndi fyrir vikið segja að það sé nánast óhugsandi að við sjáum einhvern sambabolta í kvöld. Þetta gæti orðið talsverður háloftabolti jafnvel ef Lille-menn spila þannig og okkar menn taka á móti.

 44. Umræðan á hærra plan já. Spurning um að sá sem skrifar upphitun setji þá gott fordæmi, get ekki sagt að þetta sé hátt plan sem skrifað er hér að neðan. Sama hvað er í gangi hérna þá dregst united eða ferguson inn í umræðuna. Það er STAÐREYND.

  Við höfum svolítið séð og heyrt af þessu liði í Evrópukeppnum undanfarin ár og t.a.m. töpuðu þeir fyrir Man United og dómaranum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2007.
  Dómarinn, Braamhaar (sem dæmdi fyrri leik okkar gegn Unirea) leyfði Giggs að taka spyrnuna áður en Lille-liðið var búið að stilla upp! Leikmenn Lille voru rétt búnir að ganga af velli í mótmælaskyni vegna þessa, enda mótmæli þjóðaríþrótt Frakka. Þeir kláruðu þó leikinn og kvörtuðu til UEFA sem aðhafðist ekkert af ótta við að Ferguson myndi ekki fara sér að voða með HubbBubba-tyggjóið sitt.

 45. Sælir félagar

  Ég ætla að leyfa mér að gagnrýna greinina með eitt: af hverju að setja inn myndband af the scums inn á þessa fallegu síðu!

  Ég hef upplifað það undanfarið að stundum hef ég ekki skap í mér að horfa á leiki með Liverpool, árangurinn í ár er búinn að vera svo mistækur. Ég vill ekki segja að þetta sé allt Rafa að kenna og það eigi að reka hann. Hins vegar er hann ekki heilagur í sinni stöðu frekar en aðrir hjá klúbbnum. Það sem mér finnst vanta er að leikmenn rífi sig upp á rassgatinu og fari að framkvæma hlutina frekar en að vera bara að væla í blöðunum. Eldri og reyndari leikmenn bera ábyrgð á því að leiða klúbbinn áfram en það hefur vantað í ár, Gerrard og Carra þurfa að sýna fordæmi í verki.

  Ég er að vissu leiti sammála um það að það eigi ekki að vera með þetta endalausa röfl um að reka Rafa. Það er leiðinlegt til lengdar. Það má hins vegar ekki verða til þess að stjórnendur síðunnar fari að ritstýra henni með takmörkunum á því sem má segja. Það er heldur ekki góð stefna til framtíðar.

  Að lokum langar mig að benda á eitt stórt atriði í klúbbnum sem mér finnst vera mjög neikvætt en það eru eiginendurnir og fíaskóið tengt þeim. Það væri brilliant ef einhver af stjórnendum síðunnar gæti nú tekið að sér fyrir þá sem eru ekki inní því öllu saman að fjalla um það á málefnalegan hátt. Fjalla um það sem Purslow er að gera og stuðningsmenn klúbbsins.

  Leikurinn í kvöld er mikilvægur, allir leikir hér eftir eru reyndar mjög mikilvægur. Óska ég Rafa og liðinu góðs gengis í kvöld og vona það að við stuðningsmennirnir verði ánægðir í vor, alla veganna eins ánægðir eins og hægt er miðað við árangurinn í kvöld.

  YNWA

 46. Þeir sem kalla Dirk Kuyt smalahund vita annað hvort lítið um smalamennsku eða fótbolta. Spurning hvort er?

  Ef hann væri sólbrúnn og sætur og héti Diego Couto þá héldu flestir örugglega ekki vatni yfir honum. Frábært workrate, skorar reglulega í stórum leikjum, er tilbúinn að spila hvar sem er fyrir liðið og leggur sig alltaf 100% fram. Síðastur útaf í hverjum leik útaf því að hann klappar alltaf fyrir þeim sem mæta á völlinn. En útaf því að hann lítur út eins og finnskur kúluvarpari og Rafa lætur hann spila út um allt vegna þess að hann getur ekki fundið sér almennilega kantmenn þá skal hraunað yfir manninn endalaust.

  Lifi Dirk Kuyt!!! Skelfilegur leikur gegn Wigan en svo sannarlega leikmaður sem fleiri mættu taka sér til fyrirmyndar.

  • Ég er að vissu leiti sammála um það að það eigi ekki að vera með þetta endalausa röfl um að reka Rafa. Það er leiðinlegt til lengdar. Það má hins vegar ekki verða til þess að stjórnendur síðunnar fari að ritstýra henni með takmörkunum á því sem má segja. Það er heldur ekki góð stefna til framtíðar.

  Ef ekki er lagt sig fram við að snúa útúr þessu hjá okkur er ég nú á því að flestir átti sig nú alveg á því hvert við erum að fara með þessum tilmælum um að slaka töluvert á í þessum Rafa/Kuyt /Lucas o.s.frv. póstum sínum. Það er ekki orðið hægt að skrifa nokkurn skapaðan hlut hingað inn án þess að umræðan fari í sama farið, ALLTAF og það áberandi oft með sömu aðila í aðalhlutverki. Það er kannski ritskoðun en er það svo slæmt?

  • Ég ætla að leyfa mér að gagnrýna greinina með eitt: af hverju að setja inn myndband af the scums inn á þessa fallegu síðu!

  Biðst auðvitað afsökunar á þessu en eins og ég sagði áður þá er þetta bara hreinlega það sem ég tengi helst við þetta Lille lið.

 47. Skemmtileg ritskoðun á þessari síðu. Minnir mann á “Mín Skoðun” hjá Valtý Birni þ.e.a.s. ef menn eru ekki sammála honum þá eru þeir fífl, nema hérna eru commentin bara fjarlægð “due to low comment rating”.

 48. Ég vil nú biðja menn að setja mig ekki í sama flokk og Grelli og Gunnar Inga, hef reglulega verið mjög ósammála þeim og tel mig vera með mun heilsteyptari og málefnalegri innlegg.

  Hver er annars staðan á Degen, er hann meiddur? Hvernig væri að henda honum á hægri kantinn gegn Lille og setja Kuyt fram með Torres.(eða bekkinn) Ekki flinkasti fótboltamaður í heimi en mér fannst jákvæðni og drifkraftur vera í kringum hann þegar hann fékk nokkra leiki í byrjun árs. 2-0 gegn Tottenham gott dæmi. Okkur sárvantar einhver ný andlit sem koma með leikgleði inní liðið.

  Aquilani bara hlýtur að spila 80-90 mín, þetta er löngu hætt að vera fyndið hvað hann er ofverndaður. Ef einhver kann að spila gegn frönskum liðum þá eru það Ítalir. Ensk líkamleg líð hafa alltaf átt í erfiðleikum gegn þeim.

  Svo mætti Pacheco fá sénsa gegn Lille, bæði til að hvíla þreytta menn fyrir deildina, fá einhvern hraðan og teknískan inná og þróa spilið milli hans og Torres uppá framtíðina.

  Riera mætti fara drullast í form og Benayoun spila oftar í holunni. Ég vil sjá Mascherano, Gerrard og Aquilani á miðjunni gegn Lille og smá greddu og áhættu tekna.

  Sýnist þessi leikur hafa úrslitin 2-1 fyrir Lille written all over it. Ágæt úrslit fyrir Liverpool og við tökum svo heimaleikinn.

  Burt með Rafa. Áfram Liverpool.

 49. ég skil ekki almennilega þessa umræðu um að hér fari fram einhver sovésk ritskoðun. eina sem síðustjórnendur hafa bent á er að láta ekki allar umræður þróast út í rafa/kuyt/lucas umræður. flestir (ef ekki allir) af síðustu þráum hafa þróast út í með/móti umræður um rafa og ákveðna leikmenn. þetta er leiðinlegt fyrir lesendur síðunnar.

  mig langar virkilega til að gíra mig upp fyrir leikinn í kvöld. upphitunin er skemmtileg og kemur manni í stuð. svo byrjar ballið þegar maður opnar kommentakerfið. lítið minnst á leikinn og ef það er eitthvað þá er það neikvætt. steininn tekur svo úr þegar menn óska þess að liðinu gangi illa svo rafa verði nú örugglega rekinn.

  ég er einn af þeim stuðningsmönnum sem sveiflast á milli eftir stuði liðsins og eigin skapsveiflum. í vetur hef ég margoft hugsað um það hvort rafa sé rétti maðurinn, hvort við ættum að casha inn á fyrirliðanum, hvort carra sé ekki á síðasta snúning, hvort kuyt kunni raunverulega fótbolta og í mesta svartnættinu hef ég jafnvel íhugað hvort rétt væri að selja sjálfan torres fyrir 80-90 milljónir punda í stað þess að hafa hann endalaust á sjúkraþjálfarabekknum.

  það mun ekkert breytast fram til sumars. nú er bara að þétta raðirnar og reyna að ná sem flestum stigum í deildinni og jafnframt ná sem lengst í evrópudeildinni. allt tal um rafa og leikmenn liðsins er óþarfi. þessa hluti getum við rætt í sumar. mín tilfinning er sú að stórir hlutir muni gerast. bæði jákvæðir og neikvæðir.

  en í guðanna bænum…byrjum á lille leiknum. fyrir mitt leyti mundi ég vilja sjá eftirfarandi lið: reina, johnson, herkúles, agger, insua, mascherano, aquilani, riera, babel, gerrard og torres.

  áfram með smérið…

 50. Dagliss (#54) segir:

  „Skemmtileg ritskoðun á þessari síðu. Minnir mann á “Mín Skoðun” hjá Valtý Birni þ.e.a.s. ef menn eru ekki sammála honum þá eru þeir fífl, nema hérna eru commentin bara fjarlægð “due to low comment rating”.“

  Þú þarft að fletta því upp hvað orðið ritskoðun þýðir. Ef ég sem ritstjóri sæi um að fela ummælin þín upp á mitt einsdæmi væri það ritskoðun. Hér er það fjöldinn sem ræður og ef ummæli þín verða falin “due to low comment rating” þá er það af því að meirihluta lesenda finnst þau ekki vera nógu góð.

 51. Þetta er engin ritskoðun. Þetta er algengilegt fyrir þá sem vilja skoða þessi ummæli.

  “Hidden due to low comment rating. Click here to see”. Ef þú ýtir á Click here to see þá getur þú séð þessi comment. Fyrir þá sem ná ekki muninum á ritskoðun og þessu þá í tilfelli ritskoðunar áttu engan möguleika á því að sjá það sem er ritað.

 52. Sammála því að þessi Rafa burt eða Rafa ekki burt umræða er orðin rétt rúmlega þreytt hérna á spjallinu. Rafa stjórnar liðinu í dag og við verðum bara að sætta okkur við það. Hvað gerist svo í sumar er allt annar handleggur. Hvílum bara umræðuna þangað til.

  Annars vonast ég eftir sigri í kvöld, hef ekki trú á öðru en að leikmenn komi dýrvitlausir til leiks í kvöld eftir afar dapra frammistöðu síðasta mánudag.

  Rafa gagnrýndi liðið opinberlega og maður heimtar að menn stígi upp og sýni að þeir verðskuldi að klæðast hinni fögru rauðu treyju.

 53. Þetta er einhver hressilegasta upphitun sem maður hefur lesið. Greinilegt að stuðningsmönnum er orðið heitt í hamsi. Hvet alla til þess að taka sér tíma í að lesa í gegnum öll komment, þetta er frábær lesning. Er ekki viss um að margir atvinnurekendur átti sig á því hve mikil áhrif slæmt gengi Liverpool hefur á vinnuafköst starfsmanna. 🙂

  Hvort sem menn vilja Rafa, Kuyt, Lucas, Ngog eða hvað þeir heita, þá er einfaldlega staðan sú að enginn af þessum mönnum er að fara neitt fyrr en í sumar í fyrsta lagi. Það eina sem hægt er að gera í stöðunni er að draga djúpt inn andann og reyna njóta þess að horfa liðið sitt þó það hafi verið í 80% tilvika í vetur ansi erfitt. Þó svo maður viti það að Liverpool er ekki að fara að bjóða uppá einhverjar flugeldasýningar, sambabolta og 3 stig, þá sest maður alltaf fyrir framan skjáinn þegar liðið leikur og nánast alltaf verður maður jafnreiður og pirraður þegar flautað er tilleiksloka.

  Hvort þetta kallast Stokkhólmsheilkenni skal ég ekki fullyrða um en samt sem áður get ég fullyrt það að ég ætla að horfa á leikinn í kvöld.

 54. Síðasti séns hjá Liverpool til að “sanna” sig ! og þeir skulu sko bara gjöra svo vel og gera það ! Við liverpool aðdáendur eigum meira en það skilið ! sammála með byrjunarliðið, held þetta geti verið eina almennilega niðurstaðan, er allavega ekki tilbúin í að sjá Riera. Lirfan okkar hann Babel á eftir að springa út í þessum leik og breytast í fallegt fiðrildi ! því spái ég 0-2 fyrir okkar mönnum og Babel og Torres með mörkin !

  KOMA SVOOOOO !!! YNWA

 55. Síðuhaldarar, hvernig væri að þið mynduð koma með færslu um uppskriftir og annað ótengt fótbolta og sjá hvernig umræðan þróaðist á þeirri færslu? Bara hugmynd 😛

 56. Nr. 63

  Líklega þar sem við erum einmitt að reyna að koma í veg fyrir að þessi síða endi alveg eins og barnaland.is 🙂

 57. Þessi síða er nú bara eiginlega orðin eins og barnaland.is … og svo hidden due to low comment rating takk 😀 HAHA

 58. Þetta verður fáránlega erfiður leikur og lið Lille er feiknasterkt. Eden Hazard á eftir að gera okkur lífið leitt svo um munar. Gervinho er líka búin að vera frábær hjá þeim og þeir Cabaye og Obraniak mjög góðir fótboltamenn. 1-1 eða 2-2 ættu að teljast góð úrslit á móti þessu liði. En að sjálfsögðu vonast maður alltaf eftir sigri…

 59. Jæja Lille á eftir á mér að sýnist lélegum velli (graslega séð :P). Þetta gæti orðið erfiður leikur en þar sem mér sýnist Glen Johnson vera að koma aftur inn í þennan leik þá vonast ég eftir liðinu svona :

  Reina
  Glen Johnson – Agger – Kyrgiakos – Insúa
  Aquilani – Mascherano
  Babel – Gerrard – Benayoun
  Torres

  en ef maður á að vera raunsær þá er liðið svona

  Reina
  Carragher – Agger – Kyrgiakos – Insúa
  Mascherano – Lucas
  Kuyt – Gerrard – Babel/Benayoun
  Torres

  Með mínu liði spái ég 4-1 sigri Gerrard,Aquilani,Torres og Babel

  En hinu 1-0 og þar verður Gerrard með markið

  Áfram Liverpool YNWA

 60. Jæja Lille á eftir á mér að sýnist lélegum velli (graslega séð ). Þetta gæti orðið erfiður leikur en þar sem mér sýnist Glen Johnson vera að koma aftur inn í þennan leik þá vonast ég eftir liðinu svona :

  Reina
  Glen Johnson – Agger – Kyrgiakos – Insúa
  Aquilani – Mascherano
  Kuyt – Gerrard – Babel
  Torres

  en ef maður á að vera raunsær þá er liðið svona

  Reina
  Carragher – Agger – Kyrgiakos – Insúa
  Mascherano – Lucas
  Kuyt – Gerrard – Babel
  Torres

  Með mínu liði spái ég 4-1 sigri Gerrard,Aquilani,Torres og Babel

  En hinu 1-0 og þar verður Gerrard með markið

  Áfram Liverpool YNWA

 61. liðið komið

  The team in full: Reina, Johnson, Agger, Carragher, Insua, Mascherano, Lucas, Kuyt, Gerrard, Babel, Torres. Subs: Cavalieri, Aquilani, Riera, Kyrgiakos, Ngog, El Zhar, Kelly

 62. enn og aftur ekkert pláss fyrir Aquilani!! ankotinn hefði viljað sjá hann byrja !! fyrir lucas allt annað fínt.

 63. nr 70 viðar, þú getur horft á hann á netinu. myp2p.eu og asiaplatetv.com eru tvær góðar síður. ef þú nærð danska sjónvarpinu er leikurinn á 6´eren að mig minnir.

 64. Sælir félagar

  Nú get ég ekki lengur orða bundist!!!! Ég kem afar, afar sjaldan hér inn til að kommenta. Það vita allir menn og sumar konur líka. En núna – núna bara verð ég að tjá mína skoðun. það er bara óhjákvæmilegt:

  Í fyrsta lagi þá er ég sammála öllum sem hér hafa tjáð sig – nema sumum. Það er að segja; sumir segja sumt um suma en ekki allt um alla. Aðrir segja allt um suma en ekki nema sumt um alla. Ef þetta á að vera svona endar það með því að maður veit ekki nema sumt um alla og svo allt um suma.

  Í öðru lagi þá er eðlilegt að allir segi ekkert um einhverja en sumt um aðra en svo allt um enga. Með fæst sú niðurstaða að maður veit ekkert um engan en dálítið um aðra og svo allt um þrjá eða fjóra.

  Þá er þetta orðið morgunljóst um flesta en sumir sleppa.

  Hvað leikinn varðar þá verða einhverjir að standa sig vel og hinir betur en það. Og ef svo færi að þrír af þessum velstöndugu öllum standa sig frábærlega ætti leikurinn að vinnast.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 65. Ég er nokkuð ánægður með liðið. Ég hefði viljað að Aquilani fengi séns, og vonandi fær hann að koma eitthvað inná. Ég er hins vegar ánægður með að sjá Babel inni, hann á skilið tækifæri. Einnig er ég ánægður að Kuyt fer ekki á bekkinn. Hann var hrikalegur í síðasta leik, en Kuyt er ekkert ef ekki leikmaður með karakter og ég efast um að við sjáum hann spila svona illa núna. Hann er leikmaður sem vill bæta upp fyrir mistök síðasta leiks. Vonandi tekst honum það.

 66. Dirk kuyt er bara ekki kantmaður og verður aldrei, af hverju ekki að prufa Degen í evrópuleik á kantinum. Ég held að hann væri fínn þegar hann þarf ekki að verjast eins mikið.

Ný færsla

Liðið gegn Lille – Babel og Johnson byrja