Landsleikir gærkvöldsins

Liverpool átti nokkra þátttakendur í landsleikjum gærdagsins.

Fyrst er að nefna auðvitað Steven Gerrard sem var fyrirliði enskra í gærkvöldi í 3-1 sigri á Egyptum. Strákur lék vel í 72 mínútur og hefur vafalítið tryggt sér varafyrirliðastöðuna hjá Capello karlinum.

Dirk Kuyt skoraði úr vítaspyrnu fyrir Hollendinga á 40.mínútu í 2-1 sigri á Bandaríkjunum. Dirk lék í 81 mínútu en þá tók Ryan Babel við af honum.

Annar höfðingi skoraði í gær, Yossi Benayoun skoraði fyrra mark Ísraela í 0-2 sigri í Rúmeníu. Sá lék allar 90 mínúturnar, eins og Sotiris Kyrgiakos sem var með Grikkjum í 0-2 heimatapi gegn Senegal. Báðir höfðu gott af því að fá heila leiki að mínu mati og styrkir þá bara í framhaldinu. Argentínski fyrirliðinn okkar Javier Mascherano kláraði líka leik sinna manna sem unnu góðan 0-1 sigur í Þýskalandi. Diego örugglega grátið af gleði og smellt á kinn Javiers eftir það!

Í Frakklandi unnu Spánverjar öruggan 0-2 sigur, þar sem Fernando Torres kom inná í hálfleik. Sem betur fer virðist hann, sem og allir landsliðsmennirnir aðrir, hafa sloppið ómeiddir í gegnum kvöldið og þar með tilbúnir í næsta leik, gegn Wigan á mánudagskvöldið.

25 Comments

 1. maður er bara búinn að hafa kokk i hálsinum síðan í síðustu viku, thegar maður fekk að vita að Torres myndi spila eitthvað i thessum leik.. Sem betur fer fór alt vel (eins og thað litur út núna)

 2. Jæja þetta er gott mál. Fernando hafði gott af þessum 45 mínútum á því leikur enginn vafi, einnig er hægt að segja það sama um Benayoun og Kyrgiakos sem höfðu bara gott af því að koma sér í spila æfingu.

  Man City og Tottenham eigast við um helgina og þar verður maður einfaldlega að vonast eftir jafntefli. Ef það gerist þá er skyldusigur á Wigan á mánudeginum. Wigan er samt hörkulið og er sýnd veiðin en ekki gefin.

 3. Maður að austan. Ég held að City og Tottenham spili ekki um helgina vegna þess að það er bikarhelgi.

 4. HHHHmmm mér sýndist leikur Man City og Tottenham vera settur þann 6 mars kl 12.45. Er það bikarleikur á milli þeirra ??? Er þetta ekki í deildinni ?

 5. HHHHmmmmm ekki nema Tottenham geti spilað tvo leiki á laugardaginn þar sem þeir eiga að spila við Fullham kl 4 á laugardaginn í bikarnum.

 6. Sælir félagar

  Þessi frétt í Vísi er ótrúlegt rugl. Rafa ræddi við þjálafarann og hefur krafist þess að Torres yrði sparaður. Það var farið eftir því en ég veit ekki um Fabregas. Hann er maður sem væri byrjunarliðsmaður í hvaða landsliði sem er eins og Torres. Þvílík steypa sem heimskir blaðamenn æla yfir síður blaða sinna.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 7. Mér fannst hann Gerrard nú vera alveg helvíti langt frá því að vera góður í gær.Virkaði frekar áhugalaus og latur,svona ef maður tekur mið af góðum leik hjá honum.En hann var þá vonandi bara að spara sig fyrir jjb á mánudag.

 8. Ég verð að segja að ég vona að Tottenham vinni City því að Tottenham á svo marga erfiða leiki eftir að þeir eru ekkert að fara ná 4 sæti þannig að draumurinn væri að þeir mundu vinna Man City

 9. Þvílíkur fáviti þessi “fréttamaður” á vísi.is !!!!
  Fyrir utan þá fávisku að halda að þeir komist ekki í liðið heldur er hann greinilega ekki betur að sér í knattspyrnufræðum að hann setur mynd af Torres og Villa….. Og kvittar undir það Torres og Fabregas….. maður getur ekki annað en hlegið að þessu………….:)

  Áfram LFC !!!

 10. var að horfa á leik argentinu þyskalnad í gær þar var leikmaður að nafni dí maria einmitt leikmaður sem við þurfum í liverpool.jm var góður í gær

 11. Hvað er þetta?, þetta er fín grein á Vísi. Þrátt fyrir villandi fyrirsögn og vafasamt val á mynd og myndatexta er haldgóðar upplýsingar á borð við „… en eins og er þetta síðasta landsleikur þjóðanna fyrir HM í Suður-Afríku í sumar“ í henni að finna.

 12. Mascherano átti góðan leik og saltaði Þýsku miðjuna. Hann varð samt fyrir pínu hnjaski í seinni hálfleiknum og kveinkaði sér og ég var í smá stund hræddur um að hann hefði meiðst. En hann hélt auðvitað áfram, meistarinn sem hann er og kláraði leikinn.

  Í sambandi við þessa frétt þá er ekki við öðru að búast þegar að körfubolta-fanatic er fenginn til þess að skrifa um fótbolta.

 13. @Sigmar #1. Varstu ekki örugglega með kökk í hálsinum, eða var það kokkur? 😉

 14. Hvaða kokkur var þetta sem þú varst að gleypa Sigmar 😉 Úlfar á Þrem Frökkum?

 15. Óskar Ófeigur Jónsson hlýtur að fá Pulitzer-verðlaunin fyrir þessa frétt. Fyrirsögnin, myndavalið og myndatextinn, stafsetningin og málfræðin og síðast en ekki síst innihaldið…. allt er þetta framúrskarandi.

  1. Jói – Hahahaha! skrýtin villa samt.. o og ö eru ekki alveg við hliðina á hvorum öðrum..
 16. Ég vil biðja alla afsökunar á tenglinum sem ég set hérna inn, en þetta er bara of fyndið til að deila því ekki…ég hló allavega inní mér enda á hann ekkert betra skilið.

  http://www.youtube.com/user/mrpaparazziuk#p/a/u/0/1OtzURRG108

  innsk: ég fann þetta video á öðrum stað enda á enginn að þurfa að fara inn á þetta sorp sem þú linkaðir á – Babu

  Þetta er semsagt videó af gæjum sem báðu John Terry að skrifa eiginhandaráritun “To Wayne, I´m sorry” 😛

 17. Það á greinilega ekki af Owen að ganga, en hann verður ekki meira með á þessu tímabili.
  http://www.skysports.com/story/0,19528,11661_6003813,00.html

  Ætli Capello sé ekki bara sáttur við þetta, allavega losnar hann við endalausar spurningar um hvort að Owen eigi séns að komast í HM hópinn.
  Fyrir Utd. er þetta vissulega áfall þar sem að Owen hefur verið að pota inn mörkum og hefði án efa getað reynst mikilvægur á lokasprettinum. Þetta þýðir að meira mun mæða á Rooney sem mun vonandi koma niður á spilamennsku hans á næstu vikum.

 18. Alltaf gaman að sjá góða knattspyrnumenn segja frá áhuga sínum á því að ganga til liðs við okkar ástkæra félag Liverpool. Bæði Arda Turan og Simon Kjaer lýsa áhuga sínum á því að koma til Liverpool. Ég væri alveg til í að sjá þessa tvo hjá Liverpool næsta sumar….sérstaklega Turan. YNWA

 19. Djöfull væri ég til í að fá Kjaer og Turan til Liverpool í sumar, báðir þessir vilja spila með liðinu og myndu styrkja byrjunarliðið gríðarlega og þá gætum við losað okkur við Riera og Skrtel í staðinn.

  En með Owen þá kemur þetta ekkert á óvart.

 20. Var þetta ekki bara cock sem Sigmar #1 var með í hálsinum í næstum viku?

Rúnturinn

Ekkert Meistaradeildar umspil