Liðið gegn Blackburn

Gríðarlega spennandi lið í dag miðað við undanfarnar vikur:

Reina

Mascherano – Carragher – Agger – Aurelio

Gerrard – Lucas
Kuyt – Benayoun – Maxi
Torres

Bekkur: Cavalieri, Aquilani, Babel, Insua, Ngog, Kelly, Ayala.

Mascherano og Aurelio koma inn í bakverðina í stað Insúa og Skrtel sem er meiddur. Kyrgiakos er í banni og því fer Carragher á sinn stað í miðverðinum. Hefði alveg talið Kelly nógu góðan í þennan leik en kannski er hann ekki í formi.

Gerrard kemur svo niður á miðjuna geri ég ráð fyrir og verður þar með Lucas. Frábært að sjá Gerrard loksins fá að stjórna spilinu og vonandi að það heppnist. Fjarveru Aquilani okkar skil ég samt ekki alveg.

Babel dettur “óvænt” úr byrjunarliðinu og inn koma úthvíldur Kuyt, Benayoun sem ég tippa á að sé í holunni og að lokum Maxi. Allir þessir geta svo auðvitað skipt með sér hlutverkum.

Aðal fréttin er síðan að Fernando Torres er í byrjunarliðinu og ég þori alveg að veðja að hann verði tekin útaf snemma í seinni og á morgun komi frétt um að hann sé eitthvað “meiddur”.

Lýst vel á þetta

36 Comments

 1. Mér lýst vel á þetta lið, og ætla að spá okkur öruggum 4-0 sigri.

 2. Jebb, þetta hljómar bara sem nokkuð öflugt lið, hefði kosið að sjá Babel þarna inni í stað Maxi í ljósi þess að Maxi hefur í mörgum undanförnum leikjum verið verri en enginn…en hann kemur þá bara öflugur inn af bekknum í seinni hálfleik (76. mínútu)

 3. Rafa er klárlega að nota hópinn aðeins í dag. Hvílir Insúa, Ngog og Babel sem hafa spilað nokkra leiki á stuttum tíma. Leyfir Aurelio og Maxi að sýna hvað í þeim býr í staðinn. Eins og ég sagði í gær hefði ég viljað sjá Babel eða Ngog byrja frekar en Torres í dag en ég vona bara að ég hafi rangt fyrir mér í þeim efnum.

  Líst vel á þetta. 3-0 sigur og ekkert kjaftæði. 🙂

 4. hvernig getur hann skipt babel fyrir maxi. held að babel eigi skilið að byrja

 5. Babel hefur oftast verið öflugastur þegar hann kemur af bekknum í seinni hálfleik og ræðst á þreytta vörn andstæðinganna. Kannski er það pæling Benitez í dag og þá á sama tíma að gefa Maxi færi á að komast inn í leikskipulag liðsins og sýna hvað í sér býr.

 6. Vil nota tækifærið og minna Kristján Atla á orð mín um að Babel yrði ekki í liðinu næst…þar sem hann ásakaði mig um að vera mála skrattann á vegginn. Ég var ekkert að því, tók bara mið af framkomu Benitez við Babel undanfarið og þá var ekki flókið mál að spá fyrir um þetta.

  En allavega, ágætt byrjunarlið en ég skil þó ekki afhverju Rafa notar ekki Aquilani. Hann er kominn í form og búinn að vera það núna í smá tíma, samt spilar hann ótrúlega lítið. Kannski er einhver góð og gild ástæða en eins og þetta lítur út útávið þá er erfitt að skilja þetta.

  Ég spáði samt 3-0 um daginn og ætla standa við það. Torres, Agger og Babel 🙂

 7. Nokkrir hlutir í þessu…

  AA á bekknum leik eftir leik.

  Hefði virkilega viljað sjá Babel verðlaunaðan með öðrum leik.

  Maxi ….. ég fer ekki frammá mikið , en það væri rosalega gott að fá að sjá eitthvað sem myndi réttlæta veru þína í einhverju landsliði í heiminum, hvað þá því Argentíska.

  Annars er þetta sterkt lið sem ætti ekki að eiga í neinum erfiðleikum með B´burn! 3-0 YNWA

 8. Mikið er þessi maður útreiknanlegur.Hann virðist ekkert læra….Nú erum við að mæta liði sem á eftir að pakka í vörn frá og beita skyndisóknum…Til hvers að hafa ljóshærða smalann þarna hægra megin….hann er ekki kantmaður!! Og það er búið að koma í ljós að á móti svona liðum þá verðum við að hafa leikmenn með hraða og getu til að taka menn á…Og Kuyt hefur hvorugt…Eru menn hér virkilega ekki orðnir leiðir á þessum helv. hræðslubolta…Og auðvitað er Babel tekinn úr liðinu…Þegar hann var að ná upp smá sjálfstrausti…Djö er ég pirraður á þessum f**** stjóra!!!

 9. Ég er farinn að gruna að Benitez telji Aquilani ekki nógu sterkan fyrir enska boltann og muni selja hann í sumar. Kaupi ekki að hann sé að koma honum hægt inn í deildina, þetta er of mikið. Hvernig á leikmaður að aðlagast deildinni og komast í leikform með endalausri bekkjarsetu.

 10. Af hverju er Kelly ekki í bakverðinum ?
  Af hverju er Babel ekki í byrjunarliðinu ?
  Af hverju í fjandanum notar hann ekki Aquilani ?

 11. Þetta er klárlega besta staða Stevie G!!!! Þarna á hann að spila og hvergi annarsstaðar, verst að Capello er ekki á réttum velli núna 😉

 12. Hendin sem dæmd var á Carra var að mínu mati besta dæmið um bolti í hönd, þar af leiðir átti þetta aldrei að vera víti. Helv djö!!!

 13. Benayoun og Carra eiga þetta skuldlaust saman…ótrúlegur klaufagangur.

  • hann Carragher er byrjaður að vera pínu useless hvað er malið !!!

  Come on maður!!

  og mikið ofboðslega hef ég saknað Torres

 14. Tókuð þið eftir sendingunni frá Lucas sem skapaði hættuna sem leiddi að markinu???

 15. Jamm, Sigurgeir – þetta var frábær bolti hjá Lucas. FLott að sjá líka Maxi ná stoðsendingu. Og vá hvað það er gott að sjá Torres og Gerrard skora mörk. Alveg einsog í gamla daga. 🙂

 16. Er það bara ég, eða takið þið eftir því hvað Gerrard er miklu líflegri þegar meistari Torres er með! Er kóngurinn ekki bara búinn að sakna stráksins? Fátt betra en G&T á góðum degi!

 17. Trausti 25, ég held að þú hafi bara hitt naglann beint á höfuðið þarna. Það væri nú heldur ekki amalegt ef að Aquilani gæti komist inn í hina heilögu tvennu, þá værum við með komnir með hina heilögu þrenningu :p

 18. Tókuð þið eftir sendingunni frá Lucas sem skapaði hættuna sem leiddi að markinu???

  Já fá geðveik sending þetta ætti að tryggja honum byrjunarliðssæti út þetta tímabil og kannski hálft næsta? 🙁

 19. @ Dóri Stóri, við erum nú með hina heilögu þrenningu eins og er, Reina, Gerrard og Torres, hvar værum við án Reina? Miðverðirnir sem við erum mið er líka önnur heilög þrenna, Carra, Agger og Skrtel

 20. Engin spurning að Torres hefur jákvæð áhrif á allt liðið. Allt annað að sjá sóknarleik liðsins og ekki bara að hann taki liðið uppá næsta level þá riðlar hann varnarleik Blackburn til muna þar sem að hann skapar mikið óöryggi í vörninni.

  Er búinn að horfa einnig með öðru auganu á Villa og Utd. Það er tvennt sem stendur uppúr í þeim leik. Af hverju í ósköpunum var Vidic ekki rekinn útaf þegar hann braut á sóknarmanni sem LANG aftasti maður??? Það hefði væntanlega þýtt 3ja leikja bann. Kannski hafði það eitthvað að gera með sálfræði Ferguson á dómaranum eftir síðasta leik sem hann dæmdi hjá Utd?

  Svo meiddist Owen að því virðist alvarlega á Hamstrings og verður væntanlega lengi frá.

 21. Viktor 28, það er alveg rétt. verðum við þá ekki bara að sætta okkur við hina fjóru fræknu 😉

 22. @ Viktor, rólegur með heilaga þrennu í miðvörðunum… Skrtel búinn að vera langt frá sínu formi þetta season, Agger dálítið í að spila nógu reglulega til að geta talist heilagur og Carra búinn að vera gagnrýndur og farið niður á við. Góðir allir en easy í sigurvímunni. Sýnir hvað við erum háðir Gerrard og Torres, meira two-man team hefur maður varla séð. Sammála að það væri óskandi að Aquilani yrði hluti af þessu G-T teymi en til þess þarf hann að spila.

 23. @ Magnús 🙂 ég skal róa mig í sigurvímunni og draga þetta örlítið til baka með því að segja að við erum allavega með heilaga þrennu í liðinu sem við getum ekki verið án, það er Torres, Gerrard og Reina

 24. @ Viktor, ég er fullkomnlega kúl með þessa þrenningu. Gætu allir gengið í hvaða lið sem er. Maður á það til að missa sig þegar við erum að vinna og skora meira en eitt mark, sérstaklega þetta tímabil. 🙂

 25. Við erum að falla alltof mikið til baka… Torres út og babel inn Kátur einn á toppinn…

Blackburn á morgun

Liverpool 2 Blackburn 1