Blackburn á morgun

Ég verð að viðurkenna það að ég varð hálf svekktur á sínum tíma þegar ég frétti af því að big(mouth) Sam Allardyce hafi fengið vinnu á ný í Úrvalsdeildinni. Eftir að hinn Mótormunnurinn fór, þá hefur þessi kjáni komist í toppsætið á listanum yfir stjóra sem fara hvað mest í mínar fínustu taugar. Þetta er þétt skipaður listi og hreinlega talsvert afrek hjá Samma að komast upp fyrir menn eins og fröken Fergie, Gollum, Whininger og fleiri. En hvað um það, hann náði að gera lið Bolton að einu allra leiðinlegasta liði sem spilað hefur í Úrvalsdeildinni, og ekki jókst skemmtanagildið hjá Blackburn við komu hans. Það hafa margir gagnrýnt spilamennsku Liverpool undir stjórn Rafa Benítez, en Rafa telst til frægra skemmtikrafta við hliðina á big(mouth) Sam Allardyce. Babú benti mér á hvað var mest í umræðunni eftir leik liðanna í fyrra, og rifjast þá ennn betur fyrir mér af hverju big(mouth) er svona “hátt” skrifaður hjá mér. Sama gildir um elliæra Whiskeyþambarann við hinn endann á M62.

En hvað um það, leikur á morgun og spurning hvort menn séu ekki búnir að jafna sig almennilega á Rúmeníu ferðalaginu þar sem spilað var í kartöflugarði. Menn þurfa að vera klárir í slaginn, við verðum að nýta ÖLL tækifæri sem bjóðast okkur til að reyna að ná inn í þessa stórlega ofmetnu Meistaradeild Evrópu að ári (Europa League er til að mynda með miklu flottara logo). Við ættum að eiga tiltölulega þægilegt prógram framundan, allt þar til að við þurfum að fara yfir á Old Trafford seinnipartinn í mars. En það er bara engu að síður staðreynd að það er afskaplega lítið um auðvelda leiki þetta tímabilið, það virðast öll lið geta tapað fyrir öllum liðum í þessari deild. En þetta er á heimavelli og þar kemur bara eitt til greina, SIGUR.

Í liði mótherjanna er lítið um stjörnur og þeirra markahæsti leikmaður er David Dunn. Þeir hafa ekki verið að skora mikið af mörkum, en þeir hafa sett 29 kvikindi í þeim 27 leikjum sem þeir hafa spilað. Manni finnst Liverpool vera skora helst til lítið af mörkum í deildinni, sér í lagi þar sem Torres nokkur hefur lítið spilað, en okkar menn eru engu að síður búnir að setja 43 mörk í sínum 27 leikjum. Í liði mótherjanna er uppáhald allra knattspyrnustuðningsmanna, El-Hadji Diouf, sem við Liverpool stuðningsmenn ættum að kannast vel við. Ætli hann sé ekki stærsta ástæðan fyrir því að Gérard Houllier var látinn taka pokann sinn á sínum tíma, hann var allavega stór hluti af ástæðunni. Það eru ekki margir fyrrverandi leikmenn Liverpool sem “púað” er á þegar þeir koma aftur á Anfield, en Diouf er klárlega í þeim hópi. Ætli þessi hópur telji ekki c.a. tvo menn í dag.

En hvað um það, að okkar mönnum. Martin Skrtel meiddist í Rúmenínu og verður fjarverandi næstu vikurnar, einn inn, einn út. Það er víst farið að styttast í að Glen Johnson komi tilbaka og ég bara verð að viðurkenna það að ég get hreinlega ekki beðið eftir því, ég hlakka svona álíka mikið til endurkomu hans eins og með Torres. Ástæðan? Jú, augljós, ég bara hreinlega “meika ekki” að sjá Jamie Carragher í fleiri leikjum í bakvarðarstöðunni, bara hreinlega meika það ekki. Eins mikið og ég virði kappann og er ánægður með baráttu hans og hug, þá á hann bara að vera í miðverðinum og láta þessa hægri bakvarðarstöðu algjörlega í friði, heyrir þú það Rafa? Og jú, ég hef meira vit á akkúrat þessu heldur en þú.

Annars eru allir heilir og ég er í miklum vafa með það hvað Rafa muni gera varðandi Torres í þessum leik. Ég er farinn að hallast að því að hann byrji með hann inná og skipti honum þá bara snemma útaf. En mér skilst að Kyrgiakos sé búinn að taka út bannið sitt, þannig að ég reikna varnarlínu þar sem Insúa verður vinstra megin og Carra áfram hægra megin. Kelly kemur bara inn fyrir Skrtel, Carra í miðvörðinn og Agger við hlið hans. Ég býst við að Dirk komi inn á hægri kantinn, Babel á þeim vinstri og þeir Monster Masch og Aquilani inni á miðjunni. Stevie verður svo fyrir aftan Fernando. Já, djörf spá, en ég ætla engu að síður að spá þessu svona. Einu vafarnir í mínum huga eru þeir Aquilani inn fyrir Lucas og Babel inni í stað Maxi/Yossi/Riera. En sem betur fer þá eru það margir komnir tilbaka úr meiðslum að það er orðið þræl erfitt fyrir Rafa að velja liðið, sér í lagi þar sem Babel virðist vera loksins að grípa tækifæri þau sem hann fær.

Reina

Kelly – Carra – Agger – Insúa

Mascherano – Aquilani
Kuyt – Gerrard – Babel
Torres

Bekkurinn: Cavalieri, Degen, Aurelio, Lucas, Maxi, Benayoun og Ngog

Já, sterkt lið og sterkur bekkur. Ég hreinlega krefst þess það komi sigur í þessum leik, og ekki bara sigur, ég vil sjá góðan leik hjá okkar mönnum, eitthvað til að gleðja okkur stuðningsmenn. Vera svolítið frjóir í sóknarleiknum, sleppa dúllinu og taka þetta eins og við gerðum hér á svipuðum tíma fyrir ári síðan. Ég vil greddu, ég vil mörk, ég vil sjá tyggjóið hrökkva ofan í kokið á big(mouth) Sam vegna þess hve menn hans séu illa leiknir. Koma svo, make my day.

50 Comments

  1. Já það væri óskandi að við fengjum stundum að sjá 4-5 menn í teignum í sóknaraðgerðum liðsins. Ef það gerist þá klárum við þennan leik með stæl, ef bremsan verður á liðinu þá böslum við. Blackburn mun lítið sem ekkert gera sóknarlega.

  2. Úff en þyngist barrátan um 4 sætið, eftir City sigur á stamford bridge. En þetta er samt langt frá því að vera buið. Við tökum þetta á morgun 2-0 Aquilani með eitt og Torres með hitt.

  3. Er ekki áætlað að Meistari Torres verði í byrjunarliðinu á morgun ?

  4. Ég er nokkuð viss um að Kyrgiakos sé í banni á morgun. Þetta er þriðji leikurinn síðan Everton leikurinn, og hann fékk standard þriggja leikja bann. Ég spái því að Carra fari í miðvörðinn og Kelly fái tækifæri í bakverðinum.

  5. ég set LIKE á þetta byrjunarlið!! vil sjá þetta svona á morgun og það er kominn tími á einn góðan anfield sigur.. blackburn hefur ekki að neinu að keppa einhverstaðar um miðja deild ekki að fara að falla né ná evrópusæti og geta ekki rassgat vil sjá 3-0 minnst og í gang með gerrard og torres

  6. Flott upphitun en ég verð að viðurkenna að ég vona að Torres verði á bekknum á morgun. Sammála byrjunarliðinu nema ég myndi hafa Kuyt frammi og Maxi hægra megin með Torres á bekk. Ég hef nefnilega akkúrat engan áhuga á að láta fauta Allardyce sparka Torres aftur í meiðsli og þeir myndu pottþétt reyna það. Við eigum að vinna þetta lið á Anfield án hans þannig að geymum hann á bekknum ef með þarf.

    Annars er ljóst að sigur City á Chelsea í dag var mikið áfall í okkar baráttu um 4. sætið og í kjölfar þess þýðir ekkert annað en sigur á morgun. Við verðum að vona að þeir misstígi sig en þá verða okkar menn líka að vera til staðar til að nýta sér það. Það yrði sorglegt ef City töpuðu stigum gegn stóru liðunum og okkar menn gætu ekki nýtt það af því að þeir gætu ekki unnið Blackburn á Anfield.

    Sigur og ekkert annað. Með Torres á bekknum, takk. 🙂

  7. Flott upphitun og sammála byrjuarliðinu nema Kuyt út fyrir Benayoun eða Maxi. Ætla Spá 3-0, Babel, Agger og Torres með mörkin.

  8. Ásmundur (#11) jú ég held að það sé rétt. Var búinn að steingleyma því.

    Þá myndi ég segja að það sé mjög líklegt að Torres byrji.

  9. SSteinn, hann er ekki á listanum en ég er nokkuð öruggur um að seinasta spjaldið sem hann fékk hafi sett hann í leikbann. En það er samt hvergi að sjá það í fjölmiðlunum. En að leiknum í dag, það var hrikalegt fyrir okkur að chelsea hafi tapað stigum í baráttunni við united og sérstaklega slæmt að City hafi fengið 3 stig í dag.

  10. Reina

    Kelly – Carra – Agger – Insúa

    Mascherano – Gerrard
    Yossi – Aquilani – Babel
    Torres

    Tel mun skemtilegri uppstillingu að hafa Gerrard á miðjunni og Aquilani í holunni… einnig tel ég nauðsinlegt að hafa yossi með í sóknarleiknum til að eitthvað gerist á þeim bænum… en svona er nú mín uppstilling

  11. Leiðilegt að þessi “Liðsuppstilling” virki ekki hérna á síðunni… er þetta eitthvað sem við erum að gera vitlaust eða er “3] Liðsuppstilling:” vitlausar leiðbeiningar??

    • Leiðilegt að þessi “Liðsuppstilling” virki ekki hérna á síðunni… er þetta eitthvað sem við erum að gera vitlaust eða er “3] Liðsuppstilling:” vitlausar leiðbeiningar??

    Það var umræða um þetta um daginn. Þetta virkar bara hjá okkur sem getum skráð okkur inn í umstjórnarkerfið eins og er. EÖE á bara eftir að taka þetta út aftur þar til fundið verður út hvernig þetta er hægt.

    Ég lagaði þetta þó hjá þér

  12. Var að sjá að Raheem Sterling er víst kominn í herbúðir okkar manna….veit svo gott sem ekkert um hann nema að hann var eftirsóttur af mörgum af stóru liðunum.

  13. Sælir félagar

    Fín upphitun og ég hefi engu við hana að bæta. Ég hefi bara athugasemd við níðið um Carra í bakverðinum sem er því miður ekki einstakt í þessum pistli.

    Hann er þar að spila stöðu sem hann hefur engann áhuga á að spila. Hann vill spila sem miðvörður og hvergi annarstaðar. Hann hins vegar gengur í þetta verk og gerir það eins og annað af öllu sínu hjarta fyrir liðið.

    Hann hefur átt nokkrar góðar fyrirgjafir undan farið og hefur verið að reyna að brjótast uppkantinn og taka menn á. Það hefur ekki gengið sem skildi en baráttan og viljinn er fyrir hendi – alltaf. Því vil ég að menn hætti að vanþakka vinnu hans í þessari stöðu.

    Hann er þarna því hann er skársti kostur þegar Glen Johnson eða Kelly eru ekki til staðar. Og allir sáu hvað gerðist á móti Arse þegar Carra fór meiddur útaf. Sem sagt – ég er orðinn leiður á vanþakklæti manna í garð Carra sem á slíkar athugasemdir alls ekki skildar.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  14. Góð upphitun. Er algjörlega sammála SSteini með byrjunarliðið. Vona að Rafa tékki á kop.is áður en hann tilkynnir liðið :). Við eigum að klára þetta Blackburn lið og ég spái 3-0 sigri. Torres setur 2 og Babel 1.

  15. Ég reyndi nú að koma því á framfæri Sigkarl að virðing mín fyrir Jamie Carragher er mikil og eru fáir honum fremri í mínum huga þegar virðingarstiginn er fetaður. Hann er stórkostlegur miðvörður, en svaðalega takmarkaður sem bakvörður, þessi setning mín var meira beint að Rafa Benítez (sem les auðvitað reglulega upphitanir okkar) heldur en sem eitthvað níð á Carra. Ég hreinlega næ því ekki hvernig þú getur lesið þetta sem níð um Jamie Carragher, því það er á tæru að það var ekki ætlunin.

  16. Sælir félagar

    Umræður um Carra í bakvarðarstöðunni hafa verið með þeim hætti að það hefur farið verulega í taugarnar á mér. Mér finnst sú umræða ósanngjörn. Þú tekur undir þau sjónarmið í pistli þínum Steini þó ég geti fallist á að nákvæmlega það sem þú sagðir sé ekki níð. En að menn finni sig í því að höggva sífellt í þetta sama “knérör” finnst mér okkur ekki sæmandi og þegar þessar athugasemdir safnast saman þá finnst mér það vera níð um þennan afar virðingarverða leikmann. Að öðru leiti erum við sammála um þennan góða dreng. 🙂

    Það er nú þannig.

    YNWA

  17. Manni hryllir við að skoða stigatöfluna og sjá að Liverpool standa verst þeirra fjögra liða sem berjast um fjóðra sætið. Ekkert annað en sigur kemur til greina á morgun.

  18. Sammála því birgir, reyndar er ég viss um að eftir sigur okkar á Blackburn á morgun muni þetta líta betur út 🙂

    Eitthvað segir mér að við förum upp fyrir Tottenham á morgun, en þeir eiga erfiðan heimaleik gegn Everton.

  19. Er Kuyt kominn með 10 gul spjöld? Því leikmaður þarf að fá 10 gul til að fara í bann á þessum tímapunkti á leiktíðinni.

  20. ÞRÁÐRÁN !!!! Leiðinlegt með Ramsey, en var þetta ekki samt 50/50 ball ???? Fyrst og fremst óheppni hjá Aaron…… Hvað finnst ykkur ??????????

    Áfram LFC !!!

  21. @ 28 bogi

    Klárlega 50-50 bolti. Reyndar var Shawcross sennilega bara gerður greiði með spjaldinu. Hann var greinilega í engu standi að spila meiri fótbolta eftir þetta atvik.

    Fabregas skeit algerlega upp á bak eftir þetta fannst mér. Hann var ekkert að spá í hvernig Ramsey hafði það. Heldur rauk til og heimtaði spjald. Svo skeit hann í rjómann og braut ALL-svakalega af sér í uppbótartíma. Einn allra versta frammistaða fyrirliða sem ég hef séð

  22. Þetta fótbrot kemur mér ekki á óvart eins og Stoke spilar. Þeir stilla upp mjög líkamlega sterku liði og fara fast í öll návígi. Það þarf því ekki að koma á óvart að efnilegur 19 ára kjúklingur lendi harkalega í því þegar hann lendir í návígi við varnarmann Stoke. Engu að síður er þetta leiðinlegur atburður og maður finnur til með Ramsey. Mér þykja þó viðbrögð Arsenal mann full ofsafengin eins og þegar Wenger er að segja að þetta sé ekki tilviljun (vitnaði í Eduardo og Diaby). Það er bara staðreynd að 17-20 ára drengir eru ekki fullvaxta í enska boltann og þegar þeir lenda í tæklingum eru þeir í meiri hættu að slasast alvarlega en reyndir leikmenn.

    Leikurinn á morgun verður hreinlega að vinnast í ljósi þess að City tók uppá því að vinna á brúnni. Kom mér á óvart hversu andlausir Chelsea menn voru í þessum leik. Greinilega að Manchini hefur náð að nýta sér athyglina og náð samheldni í City liðið í þessum leik. Það var greinilegt að þeir ætluðu að þagga í áhorfendum Chelsea og standa við bak W.Bridge.

    Eins og SSteinn kemur inná hér að ofan þá eru fáir stjórar jafn pirrandi og Big Sam og því enn mikilvægara að vinna þennan leik og helst að Benitez geri eitthvað á bekknum eða segi eitthvað eftir leikinn sem virkilega pirrar kauða.

    Ég myndi vilja sjá Benayoun og Babel á sitthvorum kantinum (vegna þess að það verða 11 leikmenn Blackburn inní eigin vítateig) og Kuyt frammi. Gerrard fyrir aftan senter og Aquilani og Mascherano á miðjunni.
    Verður forvitnilegt að sjá hver tekur hægri bakvörðinn á morgun, treysti mér engan veginn til að spá fyrir um það. Þetta verður erfiður leikur en mark snemma í leiknum myndi hjálpa mikið til þar sem að Blackburn þyrfti þá væntanlega að færa sig út úr eigin vítateig sem myndi opna ýmsa möguleika. Það væri samt óskandi að Blackburn myndi nota sömu taktík og þegar þeir komu síðast á Anfield þ.e. að láta nautið Samba spila einn frammi.

  23. Þetta var seint 50/50 bolti.

    Mér fannst þetta 50/50 fyrst þegar ég sá þetta, en eftir að hafa horft á þetta nokkrum sinnum finnst mér þetta vera hræðileg tækling hjá Shawcross. Ramsey er alltaf á undan í þennan bolta og Shawcross kemur of hátt og á fullri ferð og gjörsamlega kastar sér í þessa tæklingu. Hvort sem fóturinn á Ramsey er í jörðinni eða ekki þá er hann alltaf að fara að slasast í þessari tæklingu.

    Ekki ásetningur, en samt sem áður hræðilega illa tímasett og útfærð tækling og því fór sem fór, því miður. Arsenal-menn hafa fullan rétt á því að vera ósáttir, en ásakanir um einhvers konar samsæri gegn þeim eiga ekki rétt á sér.

  24. Ég held að það sem við Arsenal menn erum oft að kvarta yfir er þessi eilífa umræða (aðallega fjölmiðla) um að til að vinna Arsenal verður að spila fast á móti þeim, að Arsenal menn séu bara einhverjir aumingjar sem höndla ekki að láta tækla sig. Þið hafið kannski ekki endilega orðið var við þennan tón fjölmiðla enda fylgist þið meira með ykkar liði en þetta hefur ekki farið framhjá mér og öðrum Arsenal mönnum síðustu ár.

    Þetta atvik fannst mér samt ekki einkennast af þannig hugsun, þetta var hrein og klár óheppni og enginn ásetningur hjá Shawcross, hann er bara of seinn í boltann en fer vissulega af miklum krafti í þetta. Hann er samt ekki með sólann á lofti né stekkur hann inní þetta.

    Ég efast um að Wenger eða Fabregas hafi verið búnir að sjá atvikið aftur þegar þeir voru teknir í viðtal strax eftir leik, enda var þetta ekkert endursýnt. Þeir hafa væntanlega ályktað að þetta hafi verið gróf tækling fyrst að afleiðingarnar voru þessar og fyrst að dómarinn lyfti rauða spjaldinu. Ég get ekki áfellst þá fyrir að hafa sagt þetta svona strax eftir leik enda örugglega verið í miklu uppnámi útaf þessu.

    Tæklingarnar á Eduardo og Diaby á sínum tíma voru báðar hræðilegar og í þeim voru gerendur ekkert sérstaklega að hugsa um boltann, meira um að láta þessa “Arsenal aumingja” finna fyrir sér.

  25. Ekki kem ég oft hér inn til að setja minn penna á blað hér, en það kemur fyrir. Ég hef oft verið ánægður með þá sem skrifað er hér á siðunni, en ég verð að segja að þessi pistill sem er hér að ofan er einn sá allra versti sem ég hef séð hér, með fullri virðingu fyrir þeim sem hann skrifar, hefur oft skrifað betri greinar. Mér er það algerlega óskiljanlegt hvernig þeir sem eru fengnir til að skrifa inngangspistla hér, skuli ekki vanda orðaval sitt betur. Hvað fær t.d. pistla höfundur út úr því að tala niður til stjóra Blackburn og það ekki einu sinni heldur oft…. held að þessi skrif séu síðunni ekki til framdráttar og mér finnst það miður að svona skuli staðið að verki hér… Þetta er nú mín skoðun á þessari grein, sem er full af reiði og hana á að taka út annarsstaðar en hér á síðunni…. að mér finnst.

  26. mér finnst þetta vera slys, báðir koma á fullri ferð og Ramsey nær að pota í boltann og Shawcross er of seinn… ekki til í dæminu að þetta sé ásetningur eins og ég sé þetta…

    … get svo sem skilið geðshræringu Fabregas í þessu tilviki en burt séð frá því þá finnst mér hann vera orðinn hundleiðinlegur leikmaður hvað röfl og leiðinlega takta varðar. Fer að slaga upp í JT með þessu áframhaldi. Það verður þó ekki af honum tekið að hann er ógeðslega góður í fótbolta og einn af þremur bestu leikmönnum deildarinnar í vetur (ásamt Drogba og Rooney).

  27. Ég sá þetta atvik í gær og var þetta því miður alls ekki góð auglýsing fyrir fótboltann. Við verðum samt að gera okkur grein fyrir því að fótbolti getur verið mjög hörð og líkamleg íþrótt þegar hún er sett upp þannig. Stoke menn eru þekktir fyrir líkamlegan fótbolta og eru ekki í þeim bransanum að viljandi reyna að meiða menn. Þetta var mjög ljótt að sjá en það var enginn eins mikið miður sín og sjálfur Shawcross sem fór af velli grátandi vitandi að hann sé jafnvel búinn að binda enda á feril Ramseys. Mjög leiðinlegt en þetta er því miður hluti af þessu öllu saman, svona getur gerst.

    Fabregas fannst mér og finnst vera orðinn aðeins of mikið fullur af sjálfum sér. Hef ætíð kunnað vel við hann sem leikmann, hann leggur sig fram, er virkilega góður fótboltamaður en mér finnst vera kominn vottur af Thierry Henry í hann sem er ekki gott. Henry var á tímapunkti hættur að fagna mörkum, og sýndi mótherjanum enga virðingu á velli heldur var bara með “attitude” enda var hann ekki í uppáhaldi hjá mér. Fagregas er farinn að væla full mikið, er farinn að rjúka í dómarann og heimta spjöld við hverja tæklingu (liggur við) og svo brýtur hann illa af sér undir lok leiks í gær og vanvirðir síðan hitt liðið með því að setja puttann yfir varirnar eins og þeir eigi bara að þegja og hætta þessu væli (eins og það sé öllum hinum að kenna að Ramsey fótbrotnaði). Þetta er samt líklega síðasta leiktíðin sem Fabregas verður á Englandi í bili þannig að við hljótum að þola þetta.

    En að leiknum……..
    Vonandi fáum við að sjá Torres í byrjunarliðinu því ég held að þetta sé akkúrat leikur fyrir hann til að fá mínútur og koma sér í form. Hann er búinn að æfa af krafti núna í tæpa 10 daga og ætti að vera kominn af hættusvæði. Carra er frábær leikmaður en því miður er bakvörður ekki hans besta staða í dag. Hann á að vera í miðverðinum PUNKTUR. Ég meina sérðu Rio, Vidic, JT, Carvalho, Campbell eða Vermalen einhvern tímann í bakverði ???

    2-0, Torres með eitt og Agger með hitt
    Forza Liverpool.

  28. Bogi (#28) – ég verð að vera ósammála þér með Fabregas. Hann skoraði stórerfitt víti undir lokin í gær og lagði upp hin tvö mörkin. Hann hélt lífi í sóknarleik Arsenal eftir fótbrotið, reif menn áfram, braut í tvígang á Stoke-mönnum svona bara til að sýna að þeir myndu ekki ná að bola honum út úr leiknum og þegar Tony Pulis ætlaði að fara að kvarta yfir seinni tæklingunni stóð Fabregas upp og sussaði á hann, skipaði honum vinsamlegast að steinhalda kjafti því hann hefði ekkert efni á að segja nokkurn skapaðan hlut. Í lokin kallaði hann svo liðið sitt saman í grúppu á miðjum vellinum þar sem stálinu var stappað.

    M.ö.o., þetta var algjörlega stórkostlegt dæmi um hvernig fyrirliði getur verið ómetanlegur þegar á móti blæs. Fabregas er algjör leiðtogi Arsenal, algjör, og þeir eru heppnir að hafa hann.

    Hvað tæklinguna varðar þá er hún ekki jafn slæm og tæklingarnar sem brutu fætur Diaby og Eduardo á sínum tíma. Shawcross fer ekki hátt með fæturna heldur kemur þess í stað á miklum hraða inn og kastar sér í Ramsey. Þessi tækling einkennist af gáleysi en það er engin árás í gangi þarna, enginn ásetningur til annars en að berjast um boltann. Því miður var þetta samt illa úthugsuð tækling og því fór sem fór.

    Ég skil Arsenal-menn hins vegar vel þegar þeir eru ósáttir. Þrjú slæm beinbrot á fjórum árum og þau eru mjög augljóslega afleiðing þess að lið sem ráða ekki við Arsenal í fótbolta reyna að sparka í þá og þjösnast á þeim til að eyðileggja leik þeirra. Það er bara staðreynd og því miður er lítið hægt að hjálpa Wenger og liðinu hans öðruvísi en að segja að þeir verði bara að bíta á jaxlinn og láta þetta yfir sig ganga. Reglunum verður aldrei breytt til að vernda Arsenal, það vita allir.

    Og Valli (#33) – Þetta er bloggsíða, ekki fréttamiðill. Ég fer yfir það sem hinir strákarnir skrifa og geri athugasemdir eða hreinlega breyti ef ég sé ástæðu til. Hins vegar þá er þetta BLOGGsíða og SSteinn skrifar pistlana eins og honum sýnist, með sínum skoðunum. Ég er ekki 100% sammála því sem hann skrifar, enda er ég ekki hann og hann ekki ég, en þetta er hans skoðun og því fær hún að standa.

    Þér er svo frjálst að mótmæla því sem hann segir í ummælunum en slepptu því að tala eins og staðall skrifanna hér inni sé eitthvað verri fyrir vikið. Þetta er BLOGGsíða, hér eru menn ekki að skrifa inn doktorsritgerðir sem búið er að margyfirfara og endurskrifa heldur einfaldlega að blogga.

  29. Kristján Atli #36 þú meinar væntanlega @ Sigurjón Njarðarson #29, þar sem ég skrifaði ekkert um Fabregas 😉

    Annars er ég orðinn mjög spenntur fyrir leiknum og tel að við brjótum 4 marka múrinn í fyrsta skipti síðan síðast. Gerrard heldur uppteknum hætti og setur allavegana eitt kvikindi. Babel tekur svo tvö og Pacheco klárar dæmið.

    Áfram LFC !!!

  30. finnst einhverjum Maxi góður?

    Hann er hægur, ekkert sérstakur skotmaður, ekki góða tækni.
    Afhverju fær hann séns í byrjunarliðið

  31. Mér finnst nú bara alger óþarfi að persónugera vandann 😀 😀

  32. jæja, frábær leikur á anfield á eftir.Ég spái 4-0. Áfram liverpool

  33. Nú er það orðið ljóst að Liverpool ÞARF að sigra leikinn á eftir. Ég efast um að Tottenham séu að fara tapa sínum leik hér eftir þar sem þeir leiða 2-0 í hálfleik gegn Everton. Þeir eru alltaf að fara fá stig út úr þessum leik.

  34. Torres byrjar! The Reds XI: Reina, Mascherano, Aurelio, Agger, Carragher, Lucas, Gerrard, Benayoun, Kuyt, Rodriguez, Torres. Subs: Cavalieri, Aquilani, Babel, Insua, Ngog, Kelly, Ayala.

    Mascherano í hægri bakverði eða hvað? Athyglisvert að Kelly fái ekki sénsinn.

  35. Eg verð að sega það að Liv ,lendir í 5 sæti,,,,””” nema”” að þeir girði sig í brók og vinni alla sína leiki og að MC tapi leik ásamt liðum sem eru að narta í 4 sætið .En ég er drullu hræddur við þetta. KOMA SVO LIVERPOOL

  36. The Reds XI: Reina, Mascherano, Aurelio, Agger, Carragher, Lucas, Gerrard, Benayoun, Kuyt, Rodriguez, Torres. Subs: Cavalieri, Aquilani, Babel, Insua, Ngog, Kelly, Ayala.

    Það gat ekki annað verið…. mark hjá babel = bekkjarseta í næsta leik

    Mascherano virðist vera hægri bakvörður m.v. upptalninguna….

    Vonandi að El Nino klári þetta fyrst hann byrjar á annað borð 😉

  37. Uppstillingin á liðinu í dag gæti þýtt að við munum spila 4-4-2 með Masch í hægri bak, Benna og Maxi á köntunum og kuyt uppi með Torres. Eða þá standard 4-2-3-1 með Kuyt á hægri, maxi á vinstri og Benna fyrir Aftan Torres. En hvað sem því líður þá finnst mér í lagi að gera þá kröfu á liðið að það vinni leikinn ÖRUGGLEGA!!!

  38. The absence of Soto Kyrgiakos and Martin Skrtel means Jamie Carragher returns to centre-back, with Javier Mascherano playing at right-back.

    The Reds XI: Reina, Mascherano, Aurelio, Agger, Carragher, Lucas, Gerrard, Benayoun, Kuyt, Rodriguez, Torres. Subs: Cavalieri, Aquilani, Babel, Insua, Ngog, Kelly, Ayala.

  39. hvað er lucas að gera inná og af hverju er babel á bekknum… fokking bull

  40. Líst ágætlega á þetta lið.
    Hefði þó verið til í að sjá Babel hlaupa í dag til að verðlauna hann fyrir fínar frammistöður þá á kostnað Maxi sem hefur ekki heillað mig sérstaklega mikið.

Kuyt og Babel

Liðið gegn Blackburn