Unirea 1 – Liverpool 3

Rúmenía. Land dýfaranna á knattspyrnuvellinum.

Rigning, liðónýtur völlur. Einhvern veginn sá maður svolítið klárt muninn á að vera ekki að spila í CL þetta vorið, en úr því sem komið er gerði maður þetta sér að góðu, settist við skjáinn og treysti á sigur!

Byrjunarliðið hans Rafa í kvöld var:

Reina

Carragher – Skrtel – Agger – Insua

Lucas – Mascherano
Benayoun – Gerrard – Babel

N´Gog

Á bekknum: Cavalieri – Kelly – Aquilani – Aurelio – Kuyt – Torres og Kyrgiakos.

Sterkt lið án vafa og engin ástæða til annars en að reikna með sigri. En JESÚS MINN, fyrstu 30 mínúturnar! Liðið virtist ekki vera í reimuðum skóm, sendingar rötuðu ekki á milli manna og Rúmenarnir fengu smátt og smátt sjálfstraust og voru þeir sem sóttu! Þeir ætluðu sér greinilega að liggja til baka og sækja hratt. Vörnin okkar virkaði úti á þekju og á 18.mínútu fengu Unirea-menn horn eftir sofandahátt varnarinnar uppúr fljóttekinni aukaspyrnu.

Upp úr henni kom fyrsta markið, langbesti maður heimaliðsins, Fernandes að nafni stökk aleinn upp í markteignum og skallaði boltann í netið óverjandi fyrir Reina. Vatnsgusa í andlit ef einhvern tíma hefur verið!!!

En okkar drengir voru ekki að ná takti og í raun jöfnuðum við upp úr fyrstu almennilegu sókninni okkar, eftir klafs í teig Unirea náðu þeir ekki að hreinsa boltann nema rétt út fyrir teig þar sem Javier Mascherano negldi hann í markið af 20 metra færi og fagnaði með því að kyssa merkið okkar fallega. Svei mér ef það var bara ekki hápunktur leiksins í kvöld, vonandi að Masch fari að skrifa undir langtímasamninginn sinn!

Ennþá höktum við samt, vorum stálheppnir að lenda ekki undir, fyrst var Insua nærri búinn að skora sjálfsmark eftir horn og svo varði Reina virkilega vel skot af löngu færi. Á 40.mínútu fengum við aukaspyrnu sem Gerrard sendi inní, boltinn fór af höfði varnarmanns til Ryan Babel sem lagði boltann glæsilega fyrir sig og dúndraði honum síðan í netið! Staðan orðin 1-2 og þannig var staðan í hálfleik.

Heimamenn fengu dauðafæri á 49.mínútu sem þeir nýttu ekki en þá kom góður kafli þar sem við t.d. fengum okkar fyrsta horn á 53.mínútu, þá hafði Unirea tekið átta slík! Á 56.mínútu kláraðist svo leikurinn. Ryan Babel sótti á fullri ferð á vörnina frá vinstri, sendi góða sendingu á Benayoun sem stakk sér inn í teiginn þar sem hann snerti boltann snyrtilega á Steven Gerrard sem þakkaði pent og dúndraði boltanum í markið úr teignum miðjum. 1-3 og Game Over!

Það sem eftir lifði leiks var ljóst að Liverpool féll aftur og slakaði á. Völlurinn bara þyngdist og smám saman fjaraði leikurinn út. Carragher karlinn var hvíldur á 60.mínútu eftir erfiðan leik hjá honum og við fengum að sjá Martin Kelly, stuttu síðar meiddist svo Skrtel og Kyrgiakos kom í hans stað þannig að gott var fyrir Kelly að fá mínútur ef kalla þarf hann til á sunnudaginn! Benayoun var svo hvíldur á 77.mínútu og Aurelio kláraði leikinn.

Hvort lið fékk eitt færi, Reina varði frábærlega á 86.mínútu af stuttu færi og Gerrard skaut á lokamínútunni en markmaður heimamanna varði vel. Lokatölur 1-3 og við sanngjarnt áfram eftir ferlega dapra byrjun á kvöldinu.

Liðið lék afar illa fyrstu 30, svo vel í 30 og svo bara klárað í “hlutlausum gír” gegn liði sem var upptekið af vörn lengst af þessara viðureigna tveggja. Rúmenskur fótbolti er ofboðslega litaður af leikaraskap og töfum og ég er feginn að þurfa ekki að horfa oft á lið þaðan spila fótbolta! Við vorum í kvöld að skora meira en 2 mörk í leik í fyrsta síðan gegn Hull 26.september og yfir því á að gleðjast vinir mínir!!!

Reina hefur oft leikið betur, átti sérlega erfitt með að sparka en sennilega átti völlurinn sinn þátt í því. Hann varði þó tvisvar virkilega vel. Vörnin virkaði óörugg í byrjun en vann sig á eins og liðið í heild. Vinirnir Lucas og Masch áttu fínan leik þó þeir verði ekki kallaðir “Skapararnir að Sunnan”, sérstaklega var þáttur Mascherano í fyrri hálfleik mikilvægur. Það var gott að sjá Benayoun aftur og hann átti fína spretti, en N’Gog karlinn var alls ekki að virka í kvöld, tapaði of mörgum boltum og var alls ekki að heilla mig í kvöld. Hans þáttur í fyrri leiknum á Anfield skiptir þó máli, við skulum ekki gleyma því.

En maður leiksins í kvöld var að mínu mati Ryan Babel. Skoraði og átti stóran þátt í marki, var duglegur að verjast og áræðinn sóknarlega. Ég hef aldrei keypt það að verið sé að svelta hann eða skemma. Hann lék vel síðast og fékk því að halda áfram í byrjunarliðinu. Hann virkilega er að sýna það þessa dagana að hann vill vera áfram og leggur sig fram af krafti. Auðvitað spilar þungur völlur inní hvort hann verður áfram á kantinum í stað Riera og Maxi, en með þessari frammistöðu er ljóst að hann er að fá meiri mínútur en áður. Á maður ekki bara að skella sér í það að vona enn einu sinni að nú sé hann að koma til……

Fínn sigur, 4-1 samanlagt og við komnir áfram í 16 liða úrslit Europa League, nú er bara að sjá hvort andstæðingurinn verður Fenerbahce eða Lille hjá Rafa og lærisveinum í framhaldi keppninnar.

En næsta verkefni er á sunnudaginn næsta, 28.febrúar gegn Blackburn Rovers og leiðinlegasta þjálfara PL, Sam Allardyce.

Uppfært

Lille jafnaði gegn Fenerbahce í blálok leiks, og komst þar með samanlagt áfram, 3-2. Það er því ljóst að við mætum Lille í næstu umferð, fyrst í Frakklandi 11.mars og svo viku síðar á Anfield.

Öll stóru liðin, og þá meinum við öll stóru liðin úr 32ja liða úrslitunum komust áfram utan Shaktar og Roma, svo að hún verður áhugaverðari fyrir vikið!

35 Comments

 1. Job Done. Ekki fallegur fótbolti frekar en í fyrri leiknum en maður hefur á tilfinningunni að liðið hafi verið að spara sig allsvakalega.

  Næsta umferð: Lille eða Fenerbache, leikur þeirra hefst núna kl. 8. Síðari leikurinn í þeirri umferð (16-liða úrslitum) verður á Anfield, þannig að við verðum að teljast líklegir í 8-liða úrslitin.

  • Ekki fallegur fótbolti frekar en í fyrri leiknum en maður hefur á tilfinningunni að liðið hafi verið að spara sig allsvakalega.

  Sýndist líka bara á aðstæðum og mjög þungum vellinum að þetta bauð ekki upp á glæsilegan bolta. En fínn skyldusigur.

 2. Ég fékk það algerlega á tilfinninguna við að horfa á þennan leik að ef Unirea hefðu skorað, þá hefðu okkar menn bara sett upp um gír og smellt á þá marki áður en að detta aftur í hlutlausan. Þó svo þetta hafi á köflum ekki litið vel út hjá okkar mönnum, þá virtist þetta aldrei vera í neinni hættu.
  Ég er sammála því að Babel var maður leiksins, og það var virkilega gaman að sjá hversu vel hann gerði í markinu sínu. Ég sá það ekki almennilega við fyrsta áhorf, og mér sýndist þetta vera bölvað pot, en í endursýningu sást að þetta var virkilega vel gert hjá honum. Það er svo vonandi að Skrtel sé ekki frá lengi, en ef hann er ekki með á móti Blackburn þá held ég að við ættum að setja Carra aftur í miðvörðinn og spila svo með Kelly í bakverðinum.

 3. Svo má ekki gleyma því að þetta var helvíti merkilegur leikur hjá Gerrard, sem var virkilega góður í kvöld. Hann jafnaði leikjafjölda King Kenny í Liverpool treyju, og varð markahæsti breski leikmaðurinn í evrópu, fyrir breskan klúbb. Vel gert!

 4. Mætum Lille, þeir náðu að jafna í lokin í Tyrklandi. Er mjög ánægður með þetta.

  Svo er Everton dottið út 😀

 5. Ekki áferðarfallegur leikur í kvöld þar sem vallaraðstæður voru hörmulegar.
  Góður sigur og 3 mörk, eitthvað sem ég hef ekki séð lengi hjá liverpool, þar af 2 í fyrri hálfleik. í fyrsta síðan gegn Hull 26.september. yfir því ber að fagna.
  Mjög ánægður með að fá lille í næstu umferð, enda tyrkland erfitt heim að sækja og ekki óska mótherjinn.
  Fín æfing þó að vörnin hafi ekki verið sú besta í fyrrihálfleik.
  Eigum torres inni og tippa á að hann byrji gegn blakburn á sunnudag.

 6. Fyrst ætla ég að bjóða Steven nokkurn Gerrard velkominn aftur 🙂

  Flottur sigur á viðbjóðslegum velli. Enn og aftur er Monster maðurinn. Vonandi fær hann saming í hendurnar á leiðinni heim. Í raun var allt liðið bara býsna gott, fyrir utan fyrsta hálftíman auðvitað. Sennilega var Ngog sístur, en vonandi fer þetta bara í reynslubankann hjá honum.

  Annars er ég búinn að vera að horfa á endursýningar af helstu atriðunum. Að mér sýnist þá var “næstum sjálfsmarkið” hjá insua bara klassa vörn. Það eru tveir menn í bakinu á honum með tærnar tilbúnar. Insua vissi greinilega alveg hvað hann var að gera þarna.

  Jákvætt að fá Lille í næstu umferð. Flott að losna við ferðalag til Tyrklands.

  Enn og aftur ætla ég svo að kvarta undan lýsingunni hjá stöð 2 mönnum. Þetta er með algerum eindæmum. Arnar blessaður Björnsson hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast þarna! endalausar tölfræðisúpur sem áttu ekki vitund skylt við leikinn. Var að klára að horfa á Sporting-Everton, þar lýsti Gaupi. Þótt Gaupi hafi heldur enga hugmynd hvað er að gerast á vellinum þá í það minnsta “feikar” hann einhvern lágmarksáhuga. Hnussss.

  Og já… Everton dottið úr keppni. Állir góðir menn klappa fyrir því. 🙂

 7. Hvað bara Babel að spila tvo leiki í röð og hvað gerist hann skorar og er bara einn besti maðurinn á vellinum sem og var að taka menn á, eitthvað sem maður hefur saknað hjá leikmönnum liv í langan tíma.
  Ég man hérna eftir síðasta leik menn voru á því að hann ætti aldrei að spila fyrir liverpool aftur af því hann væri svo lélegur þvílíkt rugl.

  En ætli hann hafi ekki spilað sig á bekkinn í næsta leik? útaf því hann skoraði maður veit aldrei, er ekki of mikils að ætla að hann fái 3 leiki í röð.

  En annars góður sigur á erfiðum velli.

 8. Rúmenía. Land dýfaranna á knattspyrnuvellinum.

  Þessi fyrirlitning sumra pistlahöfunda hér á andstæðingum síendurtekin fer að vera ansi hvimleið.

 9. Já sæll Kjartan.

  Uppbyggilegur að vanda. Þykir leitt ef ég særi blygðunarkennd þína með því að vekja upp þessa umræðu um þann hvimleiða vana að vera á brauðfótum í knattspyrnuleikjum sem “dýfu”. Það hefur verið mikil umræða um að sú iðja sé hvað vinsælust í Rúmeníu og Búlgaríu og mér fannst hún auðsjáanleg í báðum þessum leikjum.

  En ég tek þetta til mín og það er spurning hvort ég á ekki að senda þér bara hugmyndir að því sem ég skrifa svo að þú getir samþykkt orðalag mitt. Viðurkenni fúslega að þessi upplifun þín á mér og mínum skrifum angrar mig!

  • Þessi fyrirlitning sumra pistlahöfunda hér á andstæðingum síendurtekin fer að vera ansi hvimleið.

  Fer þetta í alvörunni svona í taugarnar á þér? Myndi kannski skilja það ef þetta væri mogginn eða álíka fréttamiðill (sem þó skrifar í svipuðum stíl oft), en á óopinberi bloggsíðu…COME ON.

 10. Ég sé að það heyrist ekki hátt í þeim sem tóku Babel af lífi eftir City leikinn og óskuðu þess ekkert heitar en að hann yrði settur á bekkinn og myndi spila sinn síðasta leik. Dálítið kómískt í ljósi þess að ansi margir leikmenn sem hafa fengið að byrja miklu oftar inná í vetur og hafa skilað mun lakara framlagi, nefni bara Lucas og Riera sem dæmi.

  Ég vil sjá Babel byrja næstu 3-4 leiki og sjá hverju hann skilar til liðsins. 1 mark og 1 stoðsending í síðustu þremur leikjum er meira en Lucas hefur gert á öllum sínum ferli hjá Liverpool. Með Babel inná vellinum er alltaf von á einhverju óvæntu og ófyrirséðu (sem Benitez er meinilla við) sem getur skapað ógn að marki andstæðinganna, eitthvað sem hefur gengið illa í vetur að gera.

  Að leiknum, þá gerði liðið nákvæmlega það sem þurfti. Mark á útivelli sem hreinlega dró allar vígtennur úr andstæðingnum og eftirleikurinn varð auðveldur. Vel upp lagður leikur hjá Benitez og þægilegur sigur.

 11. Þetta hefur ENGIN áhrif á Liverpool eða nein önnur lið. Þeir missa bara sín stig og falla niður um deild og Hermann setur nýtt heimsmet með sínu 6 félagi sem hann fellur með.

 12. EinarE, af hverju ertu að blanda Lucas inní þessa umræðu ?
  Rosalega fer það í taugarnar á mér þegar svona lagað er gert, Lucas og Babel hafa ekki sömu stöðu í liðinu.

 13. EinarE # 13. Fyrst þér finnst svona áríðandi að þeir sem hingað til hafa ekki verið hrifnir af Babel komi nú og viðurkenni að hann hafi á ágætis leik allt í einu þá skal ég glaður gera það fyrir mína parta. Ég sagði um daginn eftir enn eina hörmungar frammistöðu hans að ég vildi óska að hann væri búinn að spila sínar síðustu mínútur fyrir Liverpool, og ég meinti það.

  Þessi leikur breitti litlu hvað það varðar ef ég á að vera alveg hreinskilinn 🙂

  Ef hann heldur áfram að bæta sig hins vegar þá er það auðvitað bara frábært, og auðvitað vona ég að hann geri það 🙂

  • En flottur sigur og engin á meiðslalistanum, Áfram Liverpool

  uuu Skrtel !?

  og reyndar Johnson

 14. Johnson er að koma til baka, reyndar meiddist skrtel, gleymdi því en það skiptir ekki það miklu máli þar sem við eigum Agger og Carra í hafsent og Kyrgiakos er að klára bannið.

 15. Ég sé að það heyrist ekki hátt í þeim sem tóku Babel af lífi eftir City leikinn og óskuðu þess ekkert heitar en að hann yrði settur á bekkinn og myndi spila sinn síðasta leik.

  Hvaða menn eru þetta nákvæmlega sem óska einskins heitar en að Babel gangi illa? Ég held að ALLIR stuðningsmenn Liverpool séu sannfærðir um að Babel kunni fótbolta og geti verið frábær leikmaður.

  Ég vildi helst óska þess að Babel væri alltaf í liðinu, en ég skil hins vegar afskaplega vel af hverju hann er það ekki. Hann er óstabíll og sýnir allt, alltof sjaldan hvað í honum býr. Hann hefur fengið fulltaf sjensum, en það er líka hópur af fólki sem að eftir hvert Babel mark vill að hann verði í liðinu næstu 10 leiki. Svo eru það við hin, sem höfum séð þetta áður og búumst alveg eins við að hann sjáist ekki í næsta leik sem hann byrjar inná í.

  En ég vona, vona vona að hann nái loks að slá í gegn hjá Liverpool. En ég bara efast enn. Það er hins vegar ansi langt frá því að við sem skiljum af hverju Babel sé ekki í liðinu viljum að honum gangi illa.

 16. Ég skil ekki svona ummæli eins og hjá Hafliða og Einari Erni, Ég sagði um daginn eftir enn eina hörmungar frammistöðu hans,ég veit nú ekki betur en það voru fleiri hörmulegir í þeim leik heldur en bara hann.Og hann sé óstabíll.
  Hann hefur ekkert fengið marga leiki í röð til að sanna sig og hefur aldrei t.d. fengið 3 leiki í röð síðan hann kom til félagssins hvernig getur hann þá verið óstabíll.
  ´
  Þú nærð aldrei stöðuleika með því að leika 10-15 min eiginlega oftast eftir að liverpool lendir undir eða eru bara að tapa leikjum og búnir að vera drullulélegir í að hann komi inn á og eigi að redda hlutunum.

  Hann hefur fengið fulltaf sjensum, en það er líka hópur af fólki sem að eftir hvert Babel mark vill að hann verði í liðinu næstu 10 leiki. Svo eru það við hin, sem höfum séð þetta áður og búumst alveg eins við að hann sjáist ekki í næsta leik sem hann byrjar inná í.
  Hann hefur bara sjaldan fengið að byrja næsta leik á eftir að hann er góður í leiknum á undan.

  En maður veit svo sem ekkert um það hvort hann sé búin að standa sig vel á æfingum eða hvort hann sé duglegur þar. En svona fullyrðingar að hann sé óstabíll er bara mesta bull sem ég hef lesið.
  Ég bara vona að Benitez sýni honum smá traust og láti hann spila nokkra leiki í röð þótt hann eigi down leiki á milli því liverpool þarf á mönnum eins og Babel að halda. Hvað gerði hann með menn eins og Crouch, Kuyt o.fl. og þeir skiluðu sínu.

 17. Hann hefur ekkert fengið marga leiki í röð til að sanna sig og hefur aldrei t.d. fengið 3 leiki í röð síðan hann kom til félagssins hvernig getur hann þá verið óstabíll.

  Skipta staðreyndir engu máli þegar menn eru að rökræða, þetta er bara kolrangt, simple as that. Þetta er svona álíka míta og að Robbie Keane hafi ekki fengið nein tækifæri hjá Liverpool.

 18. Þó hann hafi einu sinni, á sínu fyrsta tímabili, leikið nokkra leiki í röð þá finnst mér það í sjálfu sér skipta litlu. Það vita allir að Babel hefur fengið ótrúlega báglega meðferð frá Benitez og alls ekki fengið þá sénsa sem hann á skilið. Ef Babel á að fara út eftir lélegan leik þá á Dirk Kuyt eða Lucas Leiva ALDREI að fá að spila fyrir Liverpool aftur. Á þessu fyrsta tímabili þegar Babel fékk þessa leiki stóð hann sig með mikilli príði og var valin besti ungi leikmaður liðsins. Síðan þá hefur Benitez haldið aftur af honum með þvílíku einelti því hann þykir ekki nógu sterkur taktíkst eða varnarlega(þetta er sóknarþenkjandi leikmaður for crying out loud!!!).

  Kuyt út fram að vori(og í burtu í sumar), Babel inn!

 19. Ég var nú fyrst og fremst að benda á það að baddi færi með rangt mál. Ég ætla ekki að fara út í rökræður um Babel, Kuyt og co. Ég hreinlega sé ekki fyrir mér að nein niðurstaða fáist í það mál og er einfaldlega hroðalega ósammála þér Gunnar Ingi.

 20. Fair enough, það þurfa ekkert allir að vera sammála…nema bara sammála um að Liverpool sé besta og mesta lið í heimi 🙂

 21. Fer þetta í alvörunni svona í taugarnar á þér? Myndi kannski skilja það ef þetta væri mogginn eða álíka fréttamiðill (sem þó skrifar í svipuðum stíl oft), en á óopinberi bloggsíðu…COME ON.

  Ég skil þetta alveg með United og jafnvel Arsenal eða Chelsea. Það er hluti af að halda með liði að gera grín og ata skít í fjendurna.

  Þegar þetta er hins vegar skítkast út í pínulítil lið eins og Stoke, Unirea og önnur slík þá er það bara sorglegt. Að bölva þeim í sand og ösku fyrir að mæta ekki Liverpool með sambabolta í huga er ekki mjög stórmannlegt, sérstaklega þegar Liverpool beitir nákvæmlega sömu aðferð gegn sér stærri liðum og á útivöllum. Það er ekki einu sinni það að þetta fari í taugarnar á mér, mér finnst þetta bara ekki samboðið aðdáendum eins stærsta liðs í heimi að níða einhver smálið sem hafa ekki efni á betri leikgæðum. Nógu oft kveinka menn sér hér yfir fjárskorti Liverpool miðað við hin stóru liðin.

  Bottom line-ið er að maður á ekki að bölva andstæðingnum fyrir að leyfa sér ekki að vinna heldur að horfa í eigin barm. “Sumum” pistlahöfundum hér finnst hins vegar gott að flýja í það skjól.

 22. Ég kom með svona mítu fyrir stuttu. Ég skellti óstaðfestri fullyrðingu við félaga minn sem heldur með Tottenham og var að skíta út Liverpool. Ég sagði að Tottenham hafi ekki endað ofar í töflunni síðan við fæddumst (ég er fæddur 1974 og hann 1973). Hann skrifaði mér til baka og bað mig að hættu þessu bulli. Ég fór og fletti þessu upp og viti menn. Þetta er engin míta, Tottenham hefur ekki endað fyrir ofan Liverpool síðan við fæddumst 🙂

 23. Sælir félagar

  Ég var að horfa á leikinn áðan á Liverpool-rásinni. Var nokkuð sáttur og sá ekki að leikurinn væri nokkurn tíma í hættu. Ég er algjörlega sammála Magga hvað varðar Babel. Hvílíkur munur að sjá manninn miðað við undanfarin misseri. áræðinn, fljótur, spilandi með og fyrir liðið og vinnusamur bæði í v

  Með þessu hugarfari og dugnaði mun hann verða alvöru L’pool leikmaður. Ef hann hinsvegar tekur upp fyrri hætti þá er hann einfaldlega á leiðinni burtu. Því er það svo að við allir vonum að þetta sé upphafið að góðu rönni hjá drengnum hvað svo sem fortíðinni líður.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 24. Hæ aftur. Það féll úr hjá mér … “vörn og sókn”.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 25. SSteinn

  Getur þú sagt mér hvenær Babel fékk 3 heila leiki í röð og þá er ég að tala um heila leiki ekki að honum hafi verið skipt inn á eða tekinn útaf?

 26. Liverpool boss Rafa Benitez was delighted with Ryan Babel’s goal scoring performance in their win at Unirea.

  Babel admitted before the Europa League triumph he had held talks with Benitez about his role.

  Benitez said: “Ryan is working hard and has been doing well in the training sessions so that is the way the players have to be if they want to play.

  “They will have more options and he is doing well and can play more games.”

  Vonandi að þetta gefi Babel smá spark í rassgatið og hann fari að spila og ÆFA af alvöru.

 27. Góðir tveir leikir hjá okkar mönnum gegn Unirea. Liverpool hefðu getað skorað mun meira gegn þessu liði, en að mínu mati var það allan tímann ljóst að Liverpool voru c.a. tveimur númerum og stórir fyrir Rúmenana. Job Well Done og næst eru það Frakkarnir.

  Varðandi það að sumum hérna finnist síðuhaldarar með einhvern dónaskap út í andstæðinga Liverpool þá verð ég að segja að mér finnst það í besta falli kjánalegt. Fyrir það fyrsta þá er þetta bloggsíða en ekki opinbera síða á vegum Liverpool og síðuhaldarar meiga segja nákvæmlega hvað þeim finnst um Liverpool. Í öðru lagi þá er mokað skít yfir Liverpool á flestum vígstöðum á netin af stuðningsmönnum annarra liða þannig að ef smá skot frá mönnum hér á Liverpool bloggsíðu fara svona svakalega fyrir brjóstið á mönnum þá eru þeir bara óttalegir vitleysingar. Ég get nú reynar ekki séð þennan dónaskap sem sumir sjá hérna.

  Babel er að koma mjög sterkur inn og það er rétt hjá sumum hér að Babel að byrja inná í næsta leik og Kuyt á að fara á bekkinn, ef maður miðar við frammistöðuna í þessum leik. Ef Babel hefði spilað eins og Kuyt í þessum leik þá hefði hann verið frystur í næstum 2-3 leikjum.

 28. Skipta staðreyndir engu máli þegar menn eru að rökræða, þetta er bara kolrangt, simple as that

  .

  SSteinn þarft þú ekki að koma með neinar staðreyndir á móti er nóg fyrir þig að segja að þetta sé rangt.
  Ég man allavega ekki eftir þessum 3 leikjum í röð og ég var einfaldlega að benda á það að menn geta ekki verið óstabílir nema að menn spili reglulega heilu leikina ekki einhverjar mínutur hér og þar.

 29. Ég man nú ekki eftir þremur heilum leikjum í röð hjá kall greyinu og eins fer það afskaplega mikið í taugarnar á mér að hann er nánast aldrei prufaður einn upp á topp í leikjum, þrátt fyrir að vera oftar en ekki eini sjáanlegi kosturinn í hópnum sem býður upp á almennilegan hraða og er þar að auki ágætlega skotviss.

  Þar fyrir utan hentar það honum ekki vel að spila aftarlega, hvorki til að verjast og berjast né að opna varnir andstæðingana með killer sendingum. Hann er góður í að taka menn á eða stinga varnarmenn af á sprettinum og því óskiljanlegt að prufa hann svona sjaldan einan frammi í þessu kerfi sem við spilum, meðan Kuyt og N´Gog taka heilu leikina án þess að geta rassgat í bala.

  Ég er ekki að segja það að Babel sé í sama standard og Torres, en hann er betri eða í besta falli meira efni en N´Gog (þó hann sé ágætur) og hann er mjög oft mun gáfulegri kostur heldur en Kuyt þó þeir séu reyndar afar ólíkir leikmenn. Það eru fullt af leikjum þar sem Babel hentar kannski ekki og er of takmarkaður til að leysa eða ekki nógu baráttuglaður til að spila. En hann hefur aldrei fengið nógu mikinn séns til að við fáum að sjá þennan strák spila með fullt sjálfstraust.

  Þegar Kuyt kom átti hann tæp tvö tímabil þar sem hann var ömurlegur en alltaf í liðinu sökum undraverðar baráttu. Crouch spilaði held ég 30 leiki áður en hann skoraði eitt mesta grísamark sögunnar. Moriantes spilaði svipað marga leiki til að koma sér í gang og svona mætti eflaust lengi telja!

  Meðan ástandið í sókn Lliverpool hefur verið svona steingelt oft á tíðum bara næ ég stundum ekki afhverju Babel er svona sjaldan prufaður upp á topp, þá er ég að meina lengur heldur en þessar fimm mínútur sem líða eftir að hann er settur einn upp á topp og þar til hann er tekinn útaf.

 30. Sammála þeim sem skrifaði um yfirlætið og ég ætla að bæta við hrokann í síðuhöldurum. “Rúmenía. Land dýfaranna á knattspyrnuvellinum.” Getur e-r fært rök fyrir því að Rúmenía sé talið alræmdara en hvað annað land fyrir endurteknar dýfur og leikaraskap. Hvað með herra leikaraskap, Steven Gerrard ? Ég held að menn ættu ekki að kasta steinum í glerhúsum og reyna að sjá bjálkann í eigin auga áður en menn agnúast út í flísina í auga næsta manns. Á meðan Steven Gerrard kastar sér síendurtekið í grasið við minnsta tilefni finnst mér að Liverpoolmenn eigi að hafa vit á því að saka ekki aðra um dýfingar.

Liðið komið – Yossi byrjar

Vicente del Bosque…