Unirea Urziceni úti (í Bucharest)

Á fimmtudaginn kl: 18:00 er komið að seinni leiknum gegn vinum okkar í Unirea Urziceni, leikurinn fer fram í höfuðborg Rúmeníu, Bucharest þar sem völlur Unirea er ekki löglegur skv. UFEA stöðlum fyrir svona stóran leik.

Líkt og áður í Evrópu á þessu tímabili lendum við í því að andstæðingurinn er með öllu algjörlega óþekktur í Evrópufótboltanum og því “nauðsynlegt” að byrja á því að kynna sér hverjir í fjáranum Unirea eru, hvar er Urziceni og á Kritján Atli einhverja ættingja þar brottflutta frá Transilvaníu!?

Urziceni er lítill 17.þúsund manna bær á SA- hluta Rúmeníu staðsettur í sýslu sem kallast Ialomita (já einmitt) og var eitt sinn höfuðstaður þessarar ágætu sýslu. Frumbyggjar bæjarins voru smalar og fyrst er getið hans á prenti á 16.öld. Árið 1831 var talað um Urziceni sem market town og árið 1895 fékk bærinn loks viðurkenningu sem borg. Urziceni telst í öllum tilvikum smábær og er í dag í raun hvað þekktastur fyrir knattspyrnuliðið, en Unirea Urziceni sló á þessu tímabili metið yfir að vera lið frá fámennustu borginni sem spilað hefur í meistaradeildinni.

Raunar er þetta einum of lítill vettvangur og leikvangur til að hýsa Meistaradeildina og UEFA Cup, þ.a.l. hafa þeir verið að spila sýna leiki á heimavelli Steaua frá höfuðborginni Bucharest, 60 km frá Urizeni.

Ég veit ekki hvaða staðalímynd menn hafa á Bucharest en líklega er hún smá brengluð enda borgin ultra Austur-Evrópsk á sínum tíma. Allavega hefur heimasíða Liverpool vaðið fyrir neða sig þegar hún fer yfir það helsta sem bera að varast fyrir þá sem ætla að ferðast til Rúmeníu:

* Taxinn getur verið mjög misdýr

* There will be security checks at the stadium and you may be checked more than once.

* No alcohol is allowed at the match, and fans showing any signs of drunkenness may be refused entry to the stadium.

* Entry to the ground is by bar-coded ticket only.

* Liverpool fans will be held back at the end of the game for at least 15 mins until the home supporters have left.

* Stay safe and avoid scams in Bucharest

* Large crowds are the favoured hunting grounds for petty criminals so be careful with your valuables.

* o.fl. í þessum dúr.

Maður var allavega hálf smeykur bara við það að ætla að horfa á leikinn í sjónvarpinu eftir að hafa kíkt yfir þetta.

En Steaua völlurinn er allavega nýmóðins og var fyrsti völlurinn sem byggður var í Rúmeníu eingöngu fyrir fótbolta (án hlaupabrautar) árið 1974. Áhorfendur sitja því nálægt vellinum sem tekur rúmlega 27.557 manns í sæti. Ekki spyrja mig afhverju en þessi völlur er í eigu varnarmálaráðuneytisins í Rúmeníu.

Það vinnur líklega ekki með Unirea að þurfa að spila á þessum velli og t.a.m. var alls ekki fullt er Rangers kom í heimsókn í lok síðasta árs. En Liverpool trekkir allajafna mjög vel að og því ætti völlurinn að verða ansi þétt setinn á fimmtudaginn og Rúmenarnir sannarlega klárir í slaginn fyrir framan sitt fólk.

Svo ég rifji aðeins upp sögu Unirea sem ég fór yfir í upphitun fyrir fyrri leikinn, þá hefur þessi klúbbur aðeins spilað í þrjú tímabil í Rúmensku deildinni sem gerir sögu þeirra ennþá undraverðari. Þjálfarinn allt þar til í desember 2009 var Dan Petrescu sem eitt sinn gerði garðinn frægan með Rúmenska landsliðinu og í enska boltanum. Hann gerði liðið að meisturum í fyrra og þeir voru einu stigi frá því að komast upp úr sínum riðli í Meistaradeildinni, en sá riðill innihélt, Stuttgart, Sevilla og Rangers.

Unirea hefur ekki verið að sækja neitt ofboðslega mikið í sínum leikjum í evrópukeppninni eins og við var að búast. Þeir lögðu rútunni gjörsamlega gegn okkur á Anifeld, en líklega hefur enginn haft eins litlar áhyggjur af þeim og þessi geðprúði og viðkunnarlegi maður:

Þeir þurfa þó að skora á fimmtudaginn og því óhætt að búast við þeim örlítið framar fyrir framan sína aðdáendur. Líkt og fyrir fyrri leikinn þá eru leikmenn Unirea þekktir fyrir flest allt annað en að vera þekktir og því ákaflega erfitt að stilla upp líklegu byrjunarliði hjá þeim, næstum erfiðara heldur en líklegu byrjunarliði hjá Liverpool!!

Tippa þó á þetta og miða við síðasta leik þeirra sem háður var á Anfield.

Arlaukis

Fernandes – Maftei – Galamaz – Paraschiv

Frunz? – Apostol -Paduretu – Brandán

Onofras – Bilasco

Bekkur: Tudor, Mehmedovic, Rusescu, Nicu, Vilana, Marinescu, Bordeanu

Þarna eru sem fyrr Arlaukis í markinu og Apostol aðalmenn Unirea og þá sérstaklega markmaðurinn sem ég yrði ekki hissa á að sjá í stærri klúbb á næsta tímabili.

Ef ég man þetta rétt þá er tímabilið í Rúmeníu ennþá í fríi og því er þessi leikur það eina sem Unirea hefur verið að undirbúa sig fyrir í vikunni. Við hinsvegar áttum einn erfiðasta útileik ársins á sunnudaginn gegn Man City sem reyndist jafnframt vera einn leiðinlegasti leikur ársins. Jákvæða við þann leik var þó að í honum fengum við til baka bæði Yossi Benayoun (sem spilað hefur undir stjórn Levy, stjóra Unirea) og eins Fernando Torres en mörkin hans eru klúbbnum álíka mikilvæg og mjólk er einum lítra af mjólk. Að auki talaði Benitez um það í vikunni að stutt væri í Glen Johnson sem eru frábærar fréttir þó ekki sé búist við honum í þessum leik.

Torres verður þó að öllum líkindum á bekknum og svipaða sögu er líklega að segja af Benayoun. Sú innspýting sem þeir geta veitt í steingeldan sóknarleikinn er ákaflega jákvæð. Að auki hefur Benitez talað um að hann vilji nota ungu strákana eitthvað í þessari keppni og því yrði ég ekki hissa ef Pacheco fengi aftur að koma inná af bekknum ef aðstæður leyfa plús það að ég hef sterka tilfinningu fyrir því að Kelly hreinlega fái að byrja í þessum leik.

En með dash af óskhyggju tippa ég á að liðið verði svona:

Reina

Kelly – Kyrgiakos – Skrtel – Insúa

Lucas – Aquilani
Babel – Gerrard – Riera
Kuyt

Bekkur: Cavallieri, Carragher, Agger, Torres, Benayoun, Pacheco, Mascherano

Auðvitað eru allar líkur á að Carragher verði bakverði og ef ekki þar þá í miðverði. En að mínu mati mætti alveg hvíla hann í þessum leik og að því gefnu einnig nota Kyrgiakos, bæði til að leyfa honum að halda áfram að spila og eins uppá ógn í teig andstæðinganna. Sama logic með Skrtel, hann hefur verið að spila ágætlega upp á síðkastið og Agger mætti vera á bekknum í þessum leik, upp á hvíld þ.e. M.ö.o. ég býst við CarrAgger en hef þetta svona.

Á miðjuna vill ég fá Aquilani inn aftur og mér er slétt sama hvort það er Lucas eða Mascherano sem er við hliðina á honum þar. Raunar mætti Gerrard líka alveg fara niður og taka leikinn yfir en það er líklega of mikil óskhyggja.

Babel byrjaði síðasta leik þannig að lögmálið segir að hann sé búinn að fá yfirdrifið nægan séns á að sanna sig í bili! Engu að síður tippa ég á að hann haldi sínu sæti en stoppa óskhyggjuna þó við að ég set hann á kantinn en ekki upp á topp, þar verður Dirk Kuyt áfram af ill skiljanlegum ástæðum (myndi skilja það betur ef þeir væru báðir upp á topp í 4-4-2).

Riera var ömurlegur gegn Unirea síðast en ég er nokkuð viss um að hann eigi mikið inni gegn þeim og ætti að tæta þá í sundur á kantinum ef allt er eðlilegt, ef ekki þá kemur Aurelio á kantinn.

Í fyrri viðureign liðanna pakkaði Unirea einfaldlega í vörn og okkar menn voru vandræðalega hugmyndasnauðir í að brjóta leik þetta upp og keyra yfir þá. Það var ekki fyrr en óþreyttir og graðir Babel og Pacheco komu inná að eitthvað fór að gerast af viti og einmitt þeir sköpuðu þetta eina mark sem nú skilur liðin að. Í millitíðinni var síðan sýnt jafnvel ennþá hugmyndasnauðari frammistöðu gegn reyndar mjög sterku Man City liði í 0-0 hrútleiðinlegu jafntefli.

Það er algjörlega kominn tími á að sýna eitthvað brota brot af því sem þetta lið getur, bæði sóknar og varnarlega og hvar er betra en út í ras***i gegn í besta falli miðlungsgóðu Austur Evrópsku liði sem er að spila á risastórum velli á sinn mælikvarða, velli sem þeir þekkja ekki sem sinn eigin. Ofan á það þarf Unirea að sækja í leiknum og pota inn marki sem ætti að gefa okkar mönnum nægan séns á að refsa þeim og klára leikinn með stæl.

Spá: Hóflega bjartsýnn segi ég 0-2 fyrir Liverpool með mörkum frá Gerrard (víti) og Kuyt (bara vegna þess að ég dissaði hann hér).

35 Comments

 1. JessJessJessJesss, ótrúlegt en satt þá er ég fáránlega spenntur fyrir þessum leik, góð tilfinning að sjá Liverpool liggja í sókn heilan leik þó þeir nái ekki að setja nema kannski 1-2 mörk, allavega skárra en að hafa hitt liðið í sókn á móti allan tímann.. Sammála þér með byrjunarliðið og vona svo innilega að Torres og Pacheco fái að prufa í sameiningu að skeina nokkrum sígaunum, gæti verið svakalegt boost fyrir Pacheco og ekki slæmt að eiga hann sem suber sub í framtíðinni !
  YNWA #9

 2. Fernando Torres en mörkin hans eru klúbbnum álíka mikilvæg og mjólk er einum lítra af mjólk

  Stórkostlegt kvót.

  Og fín upphitun. Fínt að losna við þessa Cty skýrslu af forsíðunni.

 3. Þekkjandi þjálfara vor, Rafael Benitez, þá mun þessi leikur einkennast af hugmyndarlausum og hrútleiðinlegum fótbolta þar sem Liverpool liðið dettur niður á sama plan og andstæðingurinn. Mikið vildi ég óska að maður hefði trú á skemmtilegum fótbolta og að fá sýningu frá liðinu sínu…allar svoleiðis óskir koma þó frá hjartanu, höfuðið segir annað og mun neikvæðara, því miður 🙁

 4. Stórkostleg upphitun Babu… þú ert meistari í þessu. Held sjálfur að þetta verði rólegur leikur og fari 0:1 þar sem Gerrard skorar í blálokin. Nei annars, höfum fútt í þessu: þetta verður gjörsamlega ólíkur leikur þeim fyrri. Fer 2:3 og mörkin skora Kuyt, Kuyt og Kuyt. Áfram Liverpool!

 5. Þetta verður hörkuleikur enda fór Unirea taplaust í gegnum CL riðilinn á heimavelli, tvö 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Rangers og Stuttgart og 1-0 sigur á Sevilla. Þetta segir manni e.t.v. þá taktík sem liðið hefur notað í Evrópuboltanum þ.e. sterkur varnarleikur og freistað þess að skora eitt mark.

  Leikurinn á morgun er hins vegar annars eðlis þar sem liðið er 1-0 undir og verður að skora a.m.k. eitt mark til þess að komast í vítaspyrnukeppni og tvö mörk til þess að komast áfram. Það kæmi mér ekki á óvart að heimaliðið myndi spila aftarlega fyrstu 60 mín. og reyna svo að auka sóknarþungan og freista þess að ná einu marki. Þá myndi gefast tækifæri að setja Torres og Benayoun inn á og refsa þeim með einni skyndisókn.

  Lykilatriði á morgun er að halda hreinu og helst að reyna pota inn einu marki í fyrri hálfleik sem myndi auðvelda restina af leiknum gríðarlega þar sem að Unirea þyrfti þá að gera 3 mörk. Ef Liverpool skorar snemma þá sé ég þenna leik enda 2 til 3-0 fyrir Liverpool, hins vegar er ég á því að þetta verði hörkuleikur sem getur jafnvel farið í framlengingu. Hvað sem verður er ég sannfærður um að Liverpool fari áfram.

 6. Hef enn engan áhuga á þessu karamellu móti. Fyllist ekki stolti þegar liðið mitt, Liverpool, merkilegasti og öflugasti klúbbur í heimi keppir í svona B keppni. Metnaður Liverpool hefur verið og á að vera meiri en þetta. Mér sýnist að flestir leikmenn séu sömu skoðunar, þrátt fyrir ýmsar yfirlýsingar, enda var frammistaðan í fyrri leiknum frekar bágborin.

 7. Vona að hann Rafa sýnir það að hann er pung stilli upp 2-3 sóknarmönnum ef hann gerir það þá held ég að við vinnum og vona að hlutir fari nú að breitast hja okkur og Gerrard fari nú að sýna hve magnaður hann er.

  Ég vill lika sja auqualini í þessum leik Henda lucas á bekkin eg held að hans timi se buin.Babel held eg að verður hent ut i kuladan en væri gaman að sjá paccheo bara byrja þennan leik.

  En vonum það besta að við vinnum og ferð til rúmeníu rói menn aðeins niður og við komum sterkir til baka er byrjaður að vera frekar pirraður a’ hlusta á þessa man utd menn

 8. Stórkostleg upphitun,

  en um að gera að hafa nafn borgarinnar á íslenzku (Búkarest) eða rúmensku (Bucure?ti).

 9. “En Steaua völlurinn er allavega nýmóðins og var fyrsti völlurinn sem byggður var í Rúmeníu eingöngu fyrir fótbolta (án hlaupabrautar) árið 1974. Áhorfendur sitja því nálægt vellinum sem tekur rúmlega 27.557 manns í sæti. Ekki spyrja mig afhverju en þessi völlur er í eigu varnarmálaráðuneytisins í Rúmeníu.”

  Ef mig minnir rétt þá er/var Steaua Bukarest lið hersins og þar með reisti varnarmálaráðuneytið völlinn.

 10. Nr. 11 Kári, er ekki enskan alveg í lagi eins og Rúmenskan 🙂 (skil hana allavega betur)

  Nr. 12 Addi, Jú það hlítur að vera!

 11. En að öðru þá er Stoke að slá hið moldríka lið Man City úr FA bikarnum og Adebayor með rautt spjald.

 12. Takk fyrir innlitið á síðuna “diddinn”, þetta ummæli gerir mig mjög svo spenntan fyrir leiknum (eða ekki).

  Það er staðreynd að Liverpool er að spila í þessari keppni og ekki rassgat sem þú eða einhver annar getur gert í því héðan af. Á þá klúbburinn bara að gefa skít í keppnina og sleppa því að stilla upp sterku liði og sleppa því að berjast af því að þessi keppni er ekki samboðin þér og einhverjum nokkrum öðrum stuðningsmönnum sem telja þessa keppni vera eitthvað djók ?

  Ég veit ekki betur en að einhverjir leikmenn LFC hafi komið fram og lagt mikla áherslu á þessa keppni og sagt að enginn ætli sér að taka hana með vinstri heldur klára hana. Gefur ekki sigur í þessari keppni rétt á þáttöku í Meistaradeildinni að ári ?? Einnig las ég það að sigur í þessari keppni gefi jafn mikið í vasann og að komast í undanúrslit í Meistaradeild Evrópu.

  Fyrir mér er það skýrt að við eigum bara að leggja okkur fram og vinna þessa helvítis keppni (afsakið orðbragðið). Það gefur klúbbnum slatta af peningum sem við höfum annars misst af útaf Meistaradeildinni og ef ske kynni að við kæmust ekki í þetta fjórða sæti þá finnst mér það liggja ljóst fyrir að við ættum að stúta þessari keppni og sýna fram á það að það var bara “óheppni” sem varð til þess að við duttum út úr CL og við erum ennþá með samkeppnishæft lið meðal þeirra bestu.

  Benitez leyfir ekki mönnum hjá LFC að “fljóta með” til Rúmeníu bara til þess að fylla upp í 16 manna hóp og 11 manna byrjunarlið. Hann er með kröfu um sigur í öllum leikjum þó svo að nálgun hans á sumum leikjum geti talist vægt til orða tekin SKELFILEG.

  Ég verð klár fyrir framan sjónvarpið á morgun
  FORZA LIVERPOOL

 13. Auðvitað eigum við að stefna að sigri í þessari keppni. Þessi ótrúlegi hroki að það skipti bara máli að vinna tvær keppnir, CL og PL finnst mér ekki félaginu okkar sæmandi. Við eigum að fara í allar keppnir til að vinna og ég gladdist alveg hryllilega mikið þegar við unnum hana síðast. Vona sannarlega að við náum langt þetta árið, helst fagnandi bikarnum eftir að hafa unnið Everton 1-0 ósanngjarnt með sigurmarki í lok framlengingar! Væri OF sætt 🙂

  Enn eykur Mancini á hróður sinn og alltaf verður líklegra að MótorMunnurMourinho taki við taumunum hjá ljósbláum í vor. Algerlega ljóst að eigendur City gerðu mistök að ráða manninn í stað Hughes og ég er á því að það verði Tottenham sem við keppum við um 4.sætið í deildinni, það ber m.a. að þakka þjálfaraskiptunum fáránlegu í Manchester.

  En við byrjum í Rúmeníu, þaðan ætlum við að komast áfram!

 14. Ef við sigrum í þessari keppni og náum ekki 4 sætinu í vor komumst við þá í meistaradeildina? Eða er það bara eitthvað rugl?

 15. Sigur í þessarri keppni gefur ekki sæti í CL. En að sjálfsögðu á að leggja í þessa keppni, eins og allar aðrar til að vinna.

 16. Diddinn segist ekki hafa áhuga á þessari keppni, hún sé hreinlega fyrir neðan hans virðingu… að mér sýnist.

  Ég horfi á vináttu-/æfingaleiki Liverpool og myndi fylgjast með eins og kostur væri ef liðið myndi falla niður í 2 deild – ég hef áhuga á öllum keppnum og leikjum Liverpool, enda Liverpool stuðningsmaður. Annars tek ég undir ummæli # 15, rosalega gaman að fá svona hressa og skemmtilega penna inn á síðuna, ekki frá því að spennan hafi stigmagnast í kjölfar lesturs á þessu frábæra kommenti.

  En að leiknum, ég sé okkur sigra 0-1. Skorum snemma og föllum til baka, eigum við ekki að segja Lucas setji hann 😉

 17. Ef liverpool væri utandeildarlið og spiluðu einungis í útvöldum almenningsgörðum þá mundi ég samt fylgjast með þeim spila. Svona aumingja og asnaháttur að segja að við eigum ekki að vera að spila í þessari keppni er nátturulega bara rugl. Væru menn virkilega bara til í að horfa á liverpool í þessum 3 keppnum sem eru á Englandi. Verum allavegana ánægðir að hafa náð að komast í þessa keppni. Við hefðum getað farið úr riðlinum með ekkert stig.

  YNWA

 18. Spai þvi að við liggjum aftarlega og latum þa sækja a okkur beitum skyndisoknum og slatrum þeim 4-0 en veit einhver hvort sigur i ufea cup gefi meistardeildarsæti væri fint að fa það a hreint 🙂

 19. Sigur í Europa League gefur ekki keppnisrétt í CL, en gefur keppnisrétt í Europa League á næsta ári.

 20. Hér er barist um verðlaunabikar og því um að gera að reyna að næla í hann, mörg stórlið með og peningar í boði, þetta ætti að vera nóg til að drífa menn áfram.
  Eitt er það sem ég skil ekki, hér ver Maggi hann Benitez með kjafti og klóm, engin má segja stigðaryrði um hann þrátt fyrir vafasaman árangur Benitez að minnsta á þessu tímabili.
  Hér er oft talað um að andstæðingar Benitez bíði eftir slæmum úrslitum svo hægt sé að níðast á honum.
  En eitthvað hefur Mancini gert þér?
  Að sjálfsögðu vonumst við öll eftir að City gangi illa, fótboltans vegna.
  En þú hefur mikla andúð á Mancini, þú máttir ekki heyra á hann minnst í umræðum um þjálfaraskipti hjá Liverpool og finnur honum allt til foráttu.
  Tengir öll slæm úrslit þeirra við þjálfarann/þjálfaraskiptin en því er ekki að heilsa hjá Liverpool/Benitez.
  Maðurinn er búinn að stjórna 9 deildarleikjum og þú segir:

  Enn eykur Mancini á hróður sinn og alltaf verður líklegra að MótorMunnurMorinho taki við taumunum hjá ljósbláum í vor. Algerlega ljóst að eigendur City gerðu mistök að ráða manninn í stað Hughes og ég er á því að það verði Tottenham sem við keppum við um 4.sætið í deildinni, það ber m.a að þakka þjálfaraskiptunum fáránlegu í Manchester.>
  Ástandið hjá City er líklega ekkert betra en hjá Liverpool stjórnunarlega séð, þrátt fyrir alla peninganna.
  Áfram Liverpool.

 21. Sorry tókst ekki alveg, þetta voru mín orð “Ástandið hjá City er líklega ekkert betra en hjá Liverpool stjórnunarlega séð, þrátt fyrir alla peninganna. Áfram Liverpool”
  Svona já.

 22. Auðvitað á að stefna að sigri og taka þann pening sem er í boði. Það breytir ekki því að ég tel klúbbinn okkar vera betri en svo að þurfa að sætta sig við við að taka þátt í þessari keppni. Það er líka fyrirkomulagið sem fer í taugarnar á mér. Þetta er keppni þeirra liða sem voru ekki nógu góð að komast í CL og þeirra liða sem féllu úr CL. En að sjálfsögðu gleðst ég ef við vinnum, en það verður ekki sama gleði og í hinum keppnunum. Það þarf svo ekki að þakka mér sérstaklega fyrir innlitið á síðuna hér ,,Maðurinn að austan” #15. Það er frekar að þakka hér frábærum síðuhöldurum og oftast góðum og gagnrýnum umræðum. Kannski ég fái fiðring ef við komumst í úrslit! 🙂

 23. http://www.sport.co.uk/news/Football/34663/Three_underappreciated_Liverpool_players.aspx

  Fannst þetta skemmtilegt innlegg í leikmannaumræðuna endalausu…

  Svo verð ég auðvitað að renna á Hérann. Ég er ekki að verja Benitez með kjafti og klóm, sama hversu oft þú eða aðrir reyna að benda á það. Ég hef bara alltaf sagt það að hann sé ekki stærsti vandinn hjá félaginu og ef að eigi að láta hann fara þurfi að fá til starfsins óumdeilanlega betri mann sem kann að vinna í því vandamálaumhverfi sem bakland félagsins er.

  Það eru einhverjir sem telja brottrekstra Mancini frá fyrri félögum eðlilega, mér ekki. Ég legg ENGAN trúnað á að hann hafi verið leystur frá störfum frá Inter vegna þess eins að hann vann ekki CL. Það er bara mín skoðun að það sé eitthvað meira sem liggi undir þegar stjóri meistaraliðs er rekinn.

  Mancini átti erfitt með að stýra stjörnum Inter og átti erfitt með að byggja upp sóknarleik. Það var ástæða þess að ég hafði, og hef, ENGAN áhuga á að fá hann til starfa. Það eru sko alls ekki bara úrslitin hjá City sem viðhalda þessari skoðun minni. Hann átti klefann í 10 daga, en síðan þá hefur liðið kvartað undan æfingum hjá honum. Hann setti Bellamy í þriggja vikna bann en hætti svo við. Hann sagði eftir þrjá leiki: “Þetta lið sem ég er með í höndunum getur orðið meistari”. Eftir tap gegn Everton sagði hann: “Við vinnum ekki titilinn en við erum í góðum möguleika í báðum bikarkeppnum”. Eftir tap gegn United í Carling “Við erum ennþá inni í FA-cup, ég er sannfærður um að við munum ná langt þar”.

  Staðreyndin er einföld, maðurinn tók við liði sem hafði tapað 1 leik af 19 mögulegum. Síðan hann tók við hefur liðið tapað 5 leikjum af 14, og hefði átt að vera búið að tapa fleirum ef ekki dómarar hefðu bjargað þeim þokkalega. Í leiknum gegn okkur um síðustu helgi vorum við klagaðir fyrir að spila vörn, en hvað mátti þá segja um heimaliðið!

  Ég fylgist töluvert með þjálfurum almennt og mín skoðun er einfaldlega sú að Roberto Mancini sé ekki tilbúinn til að þjálfa stórlið í Englandi. Miðað við byrjun hans held ég nú að það sé ég sem geti talist líklegur til að hafa rétt fyrir mér, þó vissulega sé lítið liðið enn. Ég er þó sannfærður um það að Mancini mun takast það örugglega að klúðra dæminu hjá City og verði atvinnulaus í vor og hækka þar með skaðabótareikning þeirra ljósbláu vegna stjóraskipta verulega.

  Ég er langt frá því að vera botnglaður með Benitez og hristi alltaf jafnmikið hausinn yfir því að menn telji mig verja hann út í hið óendanlega. Mér finnst það yfirleitt snúast af því að ég hef ekki skrifað upp á að “koma manninum bara í burtu strax”. Vísa í tugi, ef ekki hundruði, umræðuþráða hér á kop.is um þetta mál.

  Ég hef bara ekki trú á þjálfaraskiptum sem réttustu leiðinni í öllum vanda, en það er því miður oft það sem reynt er fyrst. Til þess oftast að breiða yfir aðalvandann sem liggur yfirleitt dýpra.

  Ef Liverpool skiptir um þjálfara ítreka ég þá skoðun mína að tími þjálfara sem “koma að utan” sé liðinn í bili og tími sé kominn á að finna einhvern sem þekkir breskan fótbolta af eigin raun og færir okkar lið í traditional enskt horf. Mark Hughes, Martin O’Neill eða Alex McLeish á minn disk takk.

  Við fáum ekkert hæfileikaríkri suður Evrópubúa en Rafa. Það er algerlega mín skoðun. Meistari á Spáni og í Evrópu með smálið og árangur hans með LFC er metin þannig að stærstu lið heims slást um hann.

  Þurfum enga eftirlíkingu hans!

 24. “hér ver Maggi hann Benitez með kjafti og klóm, engin má segja stigðaryrði um hann þrátt fyrir vafasaman árangur Benitez að minnsta á þessu tímabili”

  Ertu að grínast?
  Ég verð að vara algerlega ósammála þér Héri. Maggi hefur ávallt fært góð rök fyrir því sem hann hefur sagt sem er meira en segja má um marga sem hérna tjá skoðanir sínar og tilfinningar. Án þess að þér þekki hann nokkuð þá tel ég að Maggi hafi ef eitthvað er meira “vit” á þjálfaramálum en flestir sem hérna commenta.

  Það þýðir þó ekki auðvitað að menn megi ekki vera ósammála honum, en svona sandkassaleikur eins og þessar fullyrðingar þínar eru, verða í eðli sínu alltaf barnalegar.

 25. Jæja Hafliði er þetta sandkassaleikur? í mínum sandkassa var yfirleitt rifist um hvor pabbinn væri sterkari.
  Þetta kallast nú bara umræður hélt ég.
  Ég talaði um í póstinum að ég skildi ekki….., svo það var gott að fá þetta svar frá Magga.
  En aftur að Mancini, þá verður nú að gæta sannmælis og sanngirni hvort það er Mancini, Benitez eða einhver annar, verðskuldar Mancini að vera rekinn eftir 2 eða 3 mánuði en Benitez ekki eftir 5 ár, þarf ekki alltaf að gefa mönnum smá tækifæri, þolmörkin eru bara misjöfn hjá klúbbum.
  Umræðan verður nú aldrei gáfuleg nema menn geti nú skoðað allar hliðar málsins.

 26. Þessi setning sem ég kvótaði í hjá þér er ekki umræða heldur gífuryrði, þú fullyrðir að enginn megi segja styggðaryrði um Rafa á þess að Maggi verji hann með kjafti og klóm, svo ég vitni nú aftur í þín orð.

  Þetta kalla ég sandkassaleik, að kasta fram svona bulli er aðeins gert til þess að draga umræðu út í drullupoll.

 27. Liverpool hefur verið í þessari keppni áður og ekki heyrðist mér að menn hafi skammast sín fyrir það, var það ekki árið sem komu 3 bikarar í hús ef ekki 4. En svona er fótbolti, það geta ekki allir unnið.

 28. http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=87810

  Man ekki hverjir hér hafa vitnað í mannvitsbrekkuna Jermaine Pennant í rökræðu um þjálfarastíl.

  Ég hef andmælt því að á honum sé nokkuð mark tekið. Hans besti tími á ferlinum var árið 2006 – 2007 þegar hann var í lykilhlutverki hjá LFC. Því miður ofmetnaðist hann og datt aftur hressilega í það. Í

  Ég vona að Mancini verði hjá City sem lengst, því ég hef enga trú á honum sem þjálfara. Vill ekkert að hann verði rekinn, en treysti því að fleiri en ég hafi nú fyrirvara um að hann hafi verið kostur í starf hjá LFC.

 29. Liðið í dag:
  The Reds XI is: Reina, Insua, Carragher, Skrtel, Agger, Lucas, Mascherano, Babel, Benayoun, Gerrard, Ngog. Subs: Cavalieri, Aquilani, Torres, Aurelio, Kyrgiakos, Kuyt, Kelly.

Man City – Liverpool – 0-0

Liðið komið – Yossi byrjar