Hvílum Torres

Vicente del Bosque vonast til að Fernando Torres spili sem fæsta leiki fyrir Liverpool það sem eftir er tímabilsins. Ég skil hvað hann er að fara, enda þjálfari landsliðs Spánar, en til hvers að koma fram með þetta komment? Ekki er hann að koma með jákvætt innlegg inn í “Club vs. Country” rifrildið sem alltaf poppar upp reglulega. Aldeilis ekki og ég er hræddur um að svona gaurar þyrftu aðeins að horfa í eigin barm, sér í lagi ef þeir ætla sér að félagsliðið spili með þegar kemur að bestu leikmönnunum. Torres kemur oftar en ekki meiddur úr þessum “yndislegu” landsliðshléum. Þar er honum spilað aftur og aftur, og það alveg þrátt fyrir að leikirnir séu algjörlega tilgangslausir með öllu. Þessi tími sem hann er svo frá vegna meiðsla eftir þessi landsleikjahlé, þá er hann á fullum launum hjá Liverpool FC. Með öðrum orðum, það skiptir Vicente del Bosque akkúrat engu málið þótt hann verði meiddur næstu vikurnar, bara að hann verði orðinn heill heilsu fyrir næsta landsleik eftir nokkrar vikur eða mánuði.

Ég hef aldrei farið í grafgötur með mitt álit á þessu landsliðsdæmi öllu saman, ég skil alveg afstöðu hinna, sem fýla þetta allt saman. En þegar verið er að ræða um þetta “Club vs. Country” og þegar menn skilja ekki tregðuna við að hleypa mönnum í tilgangslausa leiki, þá er þetta innlegg frá þessum gaur ekki til að hjálpa. Það hreinlega verður að fara að gera eitthvað í þessum málum fljótlega, þ.e. þegar kemur að því að landsliðin spili hálfmeiddum leikmönnum og þurfa svo enga ábyrgð að taka. Landsliðin þurfa að bera einhverja ábyrgð, þau gera það ekki í dag. Fyrr verður ekki friður um þetta. Ég er nokkuð viss um að Rafa mun ekki verða samvinnuþýðari við þetta innlegg Vicente del Bosque í umræðuna. Landsliðsþjálfarinn hefði getað hugsað þetta og haldið þeim hugsunum fyrir sig, en ég skil ekki ástæðuna fyrir því að tjá sig um þetta í blöðunum.

20 Comments

  1. Ég hef hugsað það í hljóði í svolítinn tíma og ég varpa því fram hér. Ég hálfpartinn vonast eftir því að Torres verði meiddur á HM. Bara nægilega meiddur til að missa af HM og verði síðan ferskur í pre-season með Liverpool. Hann hefur ekki fengið sumarfrí síðan 2007! Ég er alveg til í að fórna því að sjá hann ekki á HM fyrir að sjá hann ferskari með Liverpool.

  2. Ég get alveg tekið undir þetta hjá þér Ingi, eins væri ég til í að Gerrard yrði í minna hlutverki hjá Englendingum en vanalega, hann hefur varla verið skugginn af sjálfum sér á þessu tímabili 🙁

    Helgi # 1. Ég skil ekki þessa formúlu sem þú slærð þarna upp :/

  3. Hafliði.
    Eingöngu að benda á að News of the World eru nú ekki þekktir fyrir að segja staðreyndir þannig að ég tek öllu með fyrirvara sem þeir segja.

    Hafa líkt og systurrit sitt The S*n birt exclusive viðtöl við menn sem hafa kannski svarað einni spurningu hjá þeim játandi eða neitandi eða bara ekki rætt við þá yfirhöfuð.

    En það getur vel verið að Del Bosque hafi sagt þetta er ekkert að segja að hann hafi ekki gert það – kýs bara sjálfur að taka ekki mark á neinu sem NOTW segir. But that´s me.

  4. Já og þeir eru kallaðir the Sunday S*n af því að þetta eru sömu eigendur = sama sorpið.

  5. Torres, Gerrard og Johnson mættu allir meiðast lítillega eftir að hafa tryggt okkur CL sæti í síðasta leik tímabilsins þannig að þeir kæmust ekki á HM. Þó auðvita sé ömurlegt að óska mönnum að þeir taki ekki þátt í stæsta fótboltaviðburði heims, þá finnst mér bara sumir menn skulda Liverpool að einbeita sér 100% að þeim.

  6. Væri til í að sjá landsleikjamánuð bara á sumrin. Þá væri hægt að spila deildirnar þéttar og menn gætu þar af leiðandi verið búnir til dæmis með sínum félagsliðum 1. maí og tímabilið byrjað 1. september. Þá gætu leikmenn fengið nokkurra vikna frí, farið svo til landsliðsins og leikið með því og mætt síðan til æfinga.

    Lið spila annaðhvort 8 eða 10 leiki. Það er ekkert mikið að gera það á fimm eða sex vikum.

    Óskynsamlegt væri að fara að borga leikmönnum laun í prósentum eða slíkt. Það myndi leiða til þess að launaháir leikmenn yrðu oft ekki valdi. Kæmi semsagt niður á leikmönnum sem er ekki gott.

    Þetta er kannski ekki alveg nógu vel útfært hjá mér en ég held samt að eitthvað svona sé betra en að hafa þetta á nokkurra vikna fresti, láta leikmenn ferðast langar vegalengdir á miðjum tímabilum og forðast um leið þessa endalausu og hundleiðinlegu deilur um club/country dæmið.

  7. Jamm Helgi en þessi frétt er tekin af http://www.sportinglife.com. Nú veit ég bara ekki meir, er það sama sjætið og þeir miðlar sem við viljum ekki vitna í?

    Líklega er fattarinn minn bara orðinn batteríislaus, þetta skiptir svosem engu 🙂

  8. Önnur rök fyrir því að spila þetta bara á nokkrum vikum á sumrin er að lönd keppast við að þurfa ekki að spila td á Íslandi í október, hvað þá nóvember. Sem reyndar er ekki gert af því það er ekki hægt.

    Á sumrin er alltaf hægt að spila allsstaðar. Eða á að vera það allavega.

    Ég þekki ekki neitt til þjálfunnar en vináttuleikir á miðjum tímabilum geta varla verið annað en tilgangslausir. Þeir eru bara til að hrista hópa saman og til að æfa taktík. Ekki þurfa mennirnir að halda sér í formi, þeir eru atvinnumenn. Lið gætu þá spilað æfingaleiki áður en undankeppnin sjálf hæfist.

    Kannski yrði þetta of líkt HM og EM? Það er kannski ágæt rök á móti þessu… Og þó, þetta er auðvitað á heimavöllum og útivöllum og svona. Lið geta þá nýtt sér meðbyr ef þau eru á “rönni”, ekki unnið leik og svo spilað aftur eftir þrjá mánuði…

    Kominn kannski aðeins út fyrir efnið hérna 🙂

  9. Hafliði. Sportinglife eru bara að vitna í frétt frá NOTW:
    “He told the News of the World: “The fewer games Fernando plays for his club, the better it will be for us. “

    En rétt hjá þér. Skiptir engu máli. Vildi bara benda á þetta.

  10. Strákar!

    HM er stærsta keppni heims og fótboltaveisla. Þegar ég horfi á slíka veislu þá vil ég horfa á bestu knattspyrnumenn heims í dag etja kappi. Þar á meðal er Fernando Torres. Ég hugsa engum manni slíkt að missa af HM og sérstaklega ekki Fernando Torres.

    Við eigum ekki að hugsa eingöngu um okkar eigið rassgat. Torres vill á HM og við viljum auðvitað sjá okkar besta mann á HM enda hefur leikmaður Liverpool ekki orðið heimsmeistari í háa herrans á meðan hann spilaði hjá félaginu.

    Síðan er spurning hvort Benitez og læknalið félagsins þurfi ekki að líta í eigin barm? Hvernig stendur á þessum eilífu meiðslum?

    Torres á HM!

  11. Vá hvað ég er sammála #2(ingi),maður er búinn að fá nóg af þessum tilgangslusum landsleikjum sem skipta eingu máli,ég vildi helst að Torres mundi ekki spila fótbolta fyrir en á næsta tímabili,maðurinn hefur ekki fengið hvíld frá fótbolta síðan 2007

  12. Tja, ef þið setjið ykkur í stöðu landsliðsþjálfara, mynduð þá segja að æfingalandsleikir væru tilgangslausir? Eigum við þá ekki líka að segja að leikir á undirbúningsleikir félagsliða fyrir tímabil séu tilgangslausir lika? Er kannski málið að legga niður heims- og evrópumeistarakeppnir?

    Reyndar tek ég heilshugar undir það að það á auðvitað á ekki að nota menn sem eru tæpir vegna meiðsla í æfingaleiki. Og vissulega eru þessi ummæli Vicente del Bosque, honum til skammar.

  13. Grolsi og Birgir ( 13 og 15)

    Bottom line-ið í þessu hlýtur alltaf að vera það sama. Fótboltamenn hafa lífsviðurværi sitt af því að spila fótbolta, og það eru félagsliðin sem greiða þeim laun. Af því leiðir að það er ósköp eðlilegt að menn séu ekki sáttir við að senda rándýran leikmann á svimandi háum launum, þvert yfir hnöttinn til að spila lansdsleik, sem oft á tíðum skiptir litlu máli. Fá svo kanski leikmanninn í henglum til baka, en samt þurfa að greiða manninum laun og þessháttar. Svo ekki sé nú talað um þann missir sem félagsliðið verður fyrir meðan leikmaðurinn er að ná sér af meiðslunum.
    Við þekkjum þetta ágætlega hjá Liverpool, enda ósjaldan sem kewell kom til baka eftir landsleiki, nánast fótalaus, eins og fleiri reyndar.

    Félagsliðin hugsa eflaust um að það væri best ef þessir kappar spiluðu sem fæsta landsleiki, á meðan landsliðsþjálfarinn hugsar eflaust um að það væri best fyrir menn sem ekki eru í topp standi að spila sem fæsta leiki fyrir stórmót.
    En eins og pistillinn fjallar um.. þá er alveg regin munur á því að hugsa það, og láta sér detta í hug að segja það.. hvað þá að aksjulí segja það !!

    Hvernig manninum datt í hug að láta þetta út úr sér, er mér fyrirmunað að skilja…

    Insjallah.. Carl Berg

  14. Mér finnst að Liverpool fc ættu vera stoltir því hafa leikmann í HM enda keppa þeir við bestu fótboltamenn í heimi og þetta er keppni sem allir ungir fótboltastrákar dreyma að spila í og svo vona ég að margir Liverpool scoutar verið í HM2010 og finna leikmenn sem passa í Liverpool.

  15. Ziggi, þetta þarf alls ekki að vera gott fyrir Liverpool ef við náum 4 sætinu.

  16. Eins og fram kom í pistlinum, þá skil ég svo sem alveg sjónarmið þeirra sem eru voðalega spenntir fyrir þessu landsliðsdæmi. Ég er það bara ekki og það er bara þannig að menn hafa misjafnar skoðanir á hlutunum. En víst vill maður hugsa um eigin rassgat Grolsi, það er bara þannig og varðandi læknaliðið og það að líta í eigin barm með það, þá skora ég á þig að skoða hversu oft Torres t.d. hefur komið tilbaka frá landsliðinu alveg handónýtur. Læknaliðið hjá Liverpool hefur lítið með það að gera því þeir eru ekki á staðnum hjá landsliði Spánar.

    • Tja, ef þið setjið ykkur í stöðu landsliðsþjálfara, mynduð þá segja að æfingalandsleikir væru tilgangslausir? Eigum við þá ekki líka að segja að leikir á undirbúningsleikir félagsliða fyrir tímabil séu tilgangslausir lika?

    Ég legg það nú ekki alveg saman að jöfnu, æfingaleikir á undirbúningstímabili sem snúast um það að koma mönnum í form og leikæfingu, eða æfingaleikir á miðju tímabili þegar menn eru á fullu að spila hvort eð er. Algjör regin munur á þessu tvennu.

    Annars er ég sammála Hjalta hérna og hef einmitt talað oft um þetta mál. Fyrir hvert hlé vegna landsleikja, þá fara margir dagar forgörðum út af því að liðin eru að koma saman og svo rosaleg ferðalög. Með því að steypa þessum landsleikjahléum í eitt hlé eftir tímabilið, þá myndi tíminn nýtast betur, leikmenn fá sitt almennilega sumarfrí og landsliðin í leiðinni fá meiri samfelldan tíma saman sem ætti að skila sér í betri samhæfingu.

Föstudagsslúðrið

Leikmenn annarra liða