Arsenal á morgun!

Það er komið að næsta leik og hann er af dýrari tegundinni: okkar menn mæta á Emirates Stadium annað kvöld og etja kappi við **Arsenal FC**. Liðin mættust í deildinni í desember á Anfield en þá vann Arsenal þrollaheftan 2-1 sigur þar sem okkar menn hreinlega gáfu þeim stigin. Það hlýtur því að vera hungur í mönnum að leiðrétta þann leiða misskilning og það strax annað kvöld.

Af okkar mönnum er það helst að frétta að Aquilani verður ekki með á morgun, en hann virðist hafa smitast af ælupestinni minni í gær og liggur heima með höfuðið ofan í fötu. Að öðrum mönnum er það að frétta að Torres, Johnson og Benayoun eru enn meiddir og þá verður Kyrgiakos að sjálfsögðu í banni eftir rauða spjaldið um helgina.

Ég ætla því að spá því að Rafa geri aðeins eina breytingu frá liðinu sem hóf leik gegn Everton – setji Skrtel inn fyrir Kyrgiakos – og byrji með eftirfarandi lið á morgun:

Reina

Carra – Skrtel – Agger – Insúa

Mascherano – Lucas
Kuyt – Gerrard – Maxi
Ngog

Þó veit ég ekki hvort Ngog er eitthvað tæpur eftir meiðslin um helgina, en við höfum ekkert heyrt og geri ég því ráð fyrir að hann geti byrjað á morgun.

Af Arsenal er hellingur að frétta. Öfugt við það sem var þegar liðin mættust á Anfield eru það núna Wenger og lærisveinar hans sem standa undir mikilli gagnrýni eftir að hafa verið klárlega lakara liðið gegn bæði Man Utd og Chelsea í síðustu tveimur umferðum. Almunia er að spila skelfilega í markinu, í vörninni stendur ekki steinn yfir steini, miðjan heldur bolta sem fyrr frábærlega vel en er með öllu bitlaus og í framlínunni er ekki nokkurn mann að finna. Svo virðist sem Wenger hafi í kjölfar meiðsla Van Persie ákveðið að þeir þyrftu ekki að nota framherja til að vinna deildina og það er að koma þeim í koll núna.

Ofangreind atriði þýða það að okkar menn eiga möguleika á að ná fyrsta sigrinum á útivelli gegn Arsenal í stjóratíð Benítez en að mínu mati skipta þau litlu máli þegar mögulegt byrjunarlið Arsenal á morgun er skoðað:

Arshavin

Arshavin – Arshavin – Arshavin – Arshavin

Arshavin – Arshavin – Arshavin – Arshavin

Arshavin – Arshavin

Þetta er að mínu mati stórhættulegt lið.

**MÍN SPÁ:** Ég vildi óska þess að ég gæti verið bjartsýnn og spáð okkur sigri á morgun. Staðreyndin er hins vegar sú að ég myndi fyrirfram gera mig sáttan við jafntefli á morgun en óttast slæmt tap ef ákveðinn leikmaður, sem ég hef ekkert minnst á í leikskýrslunni hér að ofan, verður í sama stuði og venjulega gegn okkur.

Mín spá er því sem hér segir – 1-1 jafntefli ef Arshavin spilar ekki, 3-0 tap ef hann spilar. Segi það, skrifa og meina.

Vona að ég hafi samt rangt fyrir mér. Það væri ekki leiðinlegt að taka þennan leik á morgun, hirða þriðja sætið af Arshavenal og brosa í gegnum tárin í vor. Það er alltaf von.

YNWA

63 Comments

  1. Vona að hann noti Riera í leiknum og hafi Kuyt á toppnum.

    Spái þessu 1 – 1 Gerrard skorar úr víti og Arshavin með mark Arsenal að sjálfsögðu.

  2. Sammála kubbnum vil fá Riera aftur í byrjunarliðið og þá Maxi/Ngog á bekkinn. Er dálítið smeykur við þennan leik því Liverpool hefur átt í erfiðleikum með Arsenal á útivelli að undanförnu. Þar að auki á ég erfitt með að sjá Arsenal tapa þremur leikjum í röð, enn maður vonar það besta.

  3. Held að það sé ekki hægt að vera með bjartsýni fyrir þennan leik, Arsenal búið að tapa 2 stórum leikjum í röð og komu brjálaðir til leiks á morgun, plús Liverpool hefur ekki unnið arsenal á þeirra heimavelli í meira en áratug þannig að sagan er ekki með okkur í þeim málum. Eins og Kristján bendir réttilega á þá hefur Arsavin tekið að sér að vera einhver ógeðsleg liverpoolgrýla,

    Þannig að jafntefli verður frábær úrslit og ef við vinnum þá myndi mér líða eins og ég hafi unnið víkingalottið 😉

  4. Arsenal eru ekkert betri en Liverpool á móti góðum liðum. Eini munurinn er að Arsenal er að klárar litlu liðin. Ef spilum eins og við spiluðum fyrri hálfleikinn á móti þeim á Anfield vinnum við þennan leik 2-0

  5. Liðið verður svona held ég…………………
    Reina
    Carragher———Skrtel—–Agger———Insúa
    Mascherano—-Lucas
    Maxi—————-Gerrard————–Riera
    Kuyt

    Bekkurinn: Cavalieri,Pacheco,Ngog,Darby,Aurelio.
    Þetta fer 2-1 fyrir Arsenal. Arshavin, Kuyt og Gerrard með mörkin.

  6. Þetta verður svo sannarlega erfiður leikur á morgun. Samt sem áður er ég ágætlega bjartsýnn og ætla að spá sigri okkar manna. Mín von er að N’gog verði settur út í kuldann, Kuyt upp á topp, halda Maxi á hægri og fá svo Riera á vinstri. Mig hryllir við að fá Skrtel aftur inn í liðið því sá ágæti sköllótti herramaður hefur ekki náð sér á strik á þessari leiktíð því miður. Gerrard hefur verið að spila betur uppá síðkastið og tel ég að hann verði lykilmaður í okkar sigri á morgun. Leggur upp eitt og skorar eitt.

  7. Til að vinna Arsenal þessa dagana er gáfulegast að sækja hratt.
    Babel á toppinn takk.
    Þetta verður ansi snúinn leikur fyrir okkar menn.

  8. Ég væri til í að sjá N’gog á bekknum, Kuyt upp á topp, Maxi á hægri og Riera á vinstri.
    Því miður missi ég af leiknum á morgun en ég vona svo sannarlega það besta, og hef alveg ágæta trú á að við getum tekið þetta. Það að missa Kyrgiakos út er náttúrlega ekki gott, en kannski ekki svo slæmt á móti Arsenal því þeir eru ekki að spila harðan háloftabolta, heldur spila meira með jörðinni og ég held að Skrtel og Agger geti vel ráðið við þá ef þeir eru fókuseraðir.

  9. degan inn í bakv. og carra í miðvörðinn. riera inn á kostnað maxi og babel inn fyrir ngog.

  10. Ég held að við vinnum þennan leik á morgun 0-1 þar sem við höldum enn einu sinni hreinu EF og bara EF við náum að halda helvítinu honum Arshavin niðri í þessum leik.
    Ég væri alveg til í að sjá Babel á toppnum á morgun og nota þá sama lið og í seinasta leik nema Skrtel inn fyrir Kyrgiakos og Babel inn fyrir N’Gog já og kannski Riera inn fyrir Maxi ok sem sagt 3 breytingar.

  11. Veit ekki hvað það er en einhvern veginn fer Arsenal lang mest í taugarnar á mér (jafnvel meir en United og Chelsea), aðallega vegna muninn í umfjöllun sem þeir fá miðað við önnur lið, þá sérstaklega Liverpool. Þannig að okkar menn verða einfaldlega að klára þetta á morgun.

    Það væri auðvitað alveg eftir bókinni að Arshavin spilar einhvern tímamótaleik gegn okkur á morgun eftir að hafa hvílt gegn United og Chelsea. Vona bara að Mascherano éti hann upp til agna og þá ættum við að vera safe. Ég trúi ekki öðru en að Rafa hafi legið yfir leikjum þeirra við Manjú og Chelsea og séð að það er bara fínt að leyfa þeim að dóla með boltann og svo sprengja á þá þar sem að miðjan þeirra er ákaflega agalaus í að skila sér til baka í skyndisóknum (sbr. mörk Rooney og Drogba) og vörnin þeirra á rosalega erfitt með að treysta trúðnum í markinu og það sést vel á spilamennsku þeirra í vörninni. Kæmi mér hreint ekki á óvart að sjá Babel byrja bara og núna ætti Maxi að geta nýst vel í hröðum skyndisóknum.

    Er rosalega að sveiflast í því hvernig þetta þróast. Ef það var einhvern tímann tími til að taka Arsenal er það núna en svo gæti Arshavin alveg tekið upp á að kála okkur. Ætli jafntefli sé ekki bara líklegast en djöfulli væri það frábært að taka þá …

  12. Ef að ég þarf að horfa uppá þetta helvítis viðbjóðslega fagn hjá Arshavin á morgun þá vorkenni ég húsgögnunum á heimilinu.

    Við eigum að vinna þetta lið. Í síðustu tveimur leikjum gegn Arsenal áttum við að fá 6 stig en fengum 1. Þeir hafa rænt af okkur stigum í þessum leikjum þökk sé Arshavin.

    Nú er nóg komið.

    (En ég tek það þó fram að ég væri alveg sáttur við tvö jafntefli í næstu leikjum.)

  13. Já vá hvað ég er sammála þér með þetta skítafagn hjá manninum, þessi drengur getur ekkert gert í deildinni en hann brillerar alltaf á móti okkur og ég held að ég snappi ef ég þarf að sjá þetta fagn á morgun.

  14. Hvar finn ég tölfræði um tæklingar og sendingar hjá leikmönnum ?

  15. Innilega sammála mönnum um Arshavin og þá sér í lagi Einari Erni með þetta helvítis fagn mannsins. Að hafa þurft að horfa uppá það fjórum sinnum í einum og sama leiknum um árið var nóg til þess að ég opinberlega þoli ekki þennan leikmann. Mér hefur aldrei fundist hann geta neitt á móti okkur en hann skorar alltaf. Það á að liggja fast á honum allan leikinn og gefa honum engan grið.

  16. Eins og þetta tímabil hefur spilast þá sé ég ekki nokkra ástæðu til þess að óttast sterkari liðin í deildinni. Gegn lakari liðum deildarinnar höfum við horft uppá spilamennsku sem er verri en verstu leikir liðsins voru undir stjórn Houllier, milli þess sem lið eins og Man Utd hafa verið lagðir að velli. Því miður virðist það fara eftir mótherjunum, hversu mikið okkar menn nenna að leggja í leikina og þess vegna býst maður við að mun meira verði lagt í þennan leik en t.d. það sem maður þurfti að horfa uppá gegn Portsmouth og Wolves. Ég á allt eins von á sigrum gegn Arsenal og Man. City, en einnig á ég líka von á að stig munu tapast í næstu leikjum á eftir gegn Blackburn og Wigan.

  17. Arsenal vinnur á morgun.

    Toppliðin á Englandi eiga að vinna hin toppliðin á heimavelli. Það er þó ekki útilokað að á góðum degi vinni útiliðin á heimavelli hins.

    Það gerðist um daginn að Arsenal tapaði fyrir united á heimavelli en þá var United með Rooney. Við þurfum á Torres að halda til að klára Arsenal á þeirra heimavelli. Núna er Torres meiddur, niðurstaða Arsenal vinnur á morgun.

  18. 23# já af því að við höfum ekki unnið United og Chelsea án Torres ?

  19. 21 Hafliði, reyndar sé ég að Fótbolti.net vitnar í AFP fréttastofuna með þessari frétt.

    En annars er ég bjartsýnn á leikinn á morgun þó ég sé eðlilega örlítið óánægður með að Aquilani verði ekki með sökum meiðsla. Látum það þó ekki á okkur fá og kreistum sigur.

  20. Með fagnið hjá Arshavin þá hef ég aldrei skilið að hann fagni svona á sínum eigin heimavelli. Þagga niður í sínum eigin aðdáendum…. hélt þetta væri bara notað á útivöllum þar sem væru brjáluð læti þangað til Arshavin byrjaði að nota þetta við hvert einasta mark sem hann skorar.

  21. Vandamálið með bölvaðan Arshavin er að manni er ekki einu sinni illa við hann, þvílíkt öflugur leikmaður og var það löngu áður en hann gekk til liðs við Arsenal! Eins hefur hann ávalt talað mjög vel um stuðningsmenn Liverpool og Anfield, sem reyndar skýrir alls ekki afhverju hann er svona suddalega góður gegn okkur.

    En ég vona að við höldum áfram á þeirri braut sem liðið er komið á þá núna sé klárlega erfiðasta prófið og stelum þessu 0-1.

    Held að Riera komi inn og hef áhyggjur af því að liðið verði heldur bitlaust fram á við gegn léttleikandi Nöllurum. Sérstaklega ef hvorki N´Gog eða Babel byrja á morgun.

  22. Gleymdi að nefna Drogba. Hann sá um Arsenal.
    Enginn Torres, enginn sigur á morgun.

  23. Liverpool hefur Kuyt… hann getur séð um Arsenal.

    Síðan hefur Gerrard alveg átt það til að vera matchwinner….

  24. Lykilatriðið er að halda hreinu, vona síðan að við getum laumað eins og einu marki. Vill sjá sömu baráttuna og í leiknum á móti Everton, plís.

    Masch getur alveg þaggað niður í arshavin,,ekki málið. Hann étur hann.

    Fer með extra Liverpool bæn á morgun 😉

    YNWA

  25. LOLOLOLOLOL 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂

    Þetta var alveg til að redda morgunsárini, þvílík snilld, hver gerði þetta myndband, þetta sýnir samt ekkkkkkkkkkkert og segir ekkkkkkkkkert um leikinn í kvöld heheheheheh 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂 🙂

    Er drullu spenntur og held bara svei mér þá að við vinnu leikinnnnnn ö ekkkkkkkki spurning KOMA SVO ALLIR SAMAN NÚ – HALDA INNI ANDANUM OG LÁTUM ÞAÐ SVO KOMA …….

    ÁFRRRRRRRRRRAAAAAAAAAAMMMMMMMMMM LLLLLLLIIIIIIIVVVVVVEEEEEERRRRRRRPPPPPPPOOOOOOLLLLLLL

    AVANTI LIVERPOOL – R A F A – http://www.kop.is

  26. @21 … hélt að það væri bara (staðfest) ef þetta væri komið á official heimasíður liðanna, fotbolti.net er farinn að nota það ansi frjálslega og ekki bara um sviptingar á leikmannamarkaðnum…. t.d. þegar fyrirliðabandið var tekið af Terry þá splæstu þeir í eitt (staðfest) á eftir fyrirsögninni…. spurning hvort þeir fari ekki bráðum að skella (staðfest) á allar fréttir sem eru staðfestar 🙂

  27. Don Roberto (#34) – þetta er annað hvort besta eða versta komment í sögu Kop.is. Ég get bara ómögulega ákveðið mig … 😉

  28. Eftir leikinn á laugardaginn væri ég alveg til í að sjá Mascherano aftur í hægri bakverði, hvíla Skrtel, þá væri hægt að setja Gerrard á miðjuna með Lucasi, Maxi á hægri kantinn og Riera á vinstri og Kuyt í holuna. Eða Kuyt frammi og Babel í holuna?

  29. Ég trúi ekki að 9 manns hafi gefið Don Roberto þumalinn niður fyrir þetta komment. Það er stórkostlegt. Ég get ekki lesið það án þess að brosa.

    • Ég trúi ekki að 9 manns hafi gefið Don Roberto þumalinn niður fyrir þetta komment. Það er stórkostlegt. Ég get ekki lesið það án þess að brosa.

    Ég held að enginn annar gæti sett svona broskallaflóð inn og ekki verið pirrandi heldur en Don Roberto, en ég brosi alltaf líka. Snorri orðaði þetta líklega best 🙂

  30. Skrtel var ekki með um helgina eftir ælupestina, léttist víst um 4kg – halda menn að hann sé orðin leikfær strax ?

    Annars er ég drullu stressaður fyrir þennan leik, erum alltaf í basli með Arsenal og ég tel þar ekki verða neina breytingu á, spái okkur 0-2 tapi – þó ég vonist að sjálfssögðu eftir þremur stigum, væri ótrúlega sætt m.v. það sem á undan er gengið.

    YNWA

  31. Usss hvað ég er stressaður fyrir leikinn í kvöld sérstaklega þar sem við höfum ekki Torres með sinn hraða og snerpu. En ég vona að Rafa setji Maxi og Rieira á vængina og gerrard í holuna fyrir aftan Kuyt. Til þess að ná hröðum sóknum þá þurfum við hraða vængmenn og Gerrard á fullu sem og Kuyt hlaupandi eins og skepna upp og niður völlinn. Það sást vel í leik arsenal vs chelski að drogba og anelka komu báðir vel aftur og hjálpuðu til í að verjast. Þetta dugar gegn arsenal þar sem þeim vantar striker. Við vinnum 0-1 í kvöld og Gerrard setur hann. YNWA

  32. Er algerlega á báðum áttum, en hlakka til að sjá liðið í kvöld.

    Hefur verið svakalega skemmtilegt að mæta á æfingu eftir síðasta leik og sjálfstraustið í varnarleiknum er orðið töluvert. Arsenal munu koma dýrvitlausir í upphafinu og við þurfum einfaldlega að mæta því.

    Vonast til að sjá Masch leysa bakvörðinn þennan leik og Gerrard með Lucas á miðjunni, Kuyt-Maxi-Riera fyrir aftan N’Gog.

  33. Ég biðs fyrirfram afsökunar á þessu þráðráni en þetta gæti kannski verið efniviður í nýjan pistil frá pistlahöfundum síðunnar.

    http://en.wikipedia.org/wiki/Miloš_Krasi?#Liverpool

    Svo skilst mér að þetta sé líka inni á tomkins-times, þ.e. heimasíðu Paul Tomkins.

    Annars held ég að við klárum Arsenal 0-2 í kvöld. Eitt mark snemma leiks og annað um miðjan seinni hálfleik. Það er löngu orðið tímabært að fyrirliðinn okkar stígi almennilega upp. Hann mun því eiga stjörnuleik og setja eitt og leggja annað upp.

  34. 44: það er búið að taka þetta útaf wp.

    LFC vinnur 1:2 í kvöld, komast í 0:2 og lokamínúturnar verða stress en LFC heldur út.

  35. Já, mig grunaði svosem að menn gætu verið að fara framúr sér. En ánægjulegt slúður engu að síður:)

  36. Massívur leikur og gamalt LFC bragð komið í kjammann á manni. Sem er gott.

    Ég held að við förum í leikinn með það markmið að halda hreinu og sjá svo til hvort Kátur reddi hinu. Tel okkur allavega ná því fyrrnefnda þrátt fyrir fjarveru Grikkjans.

    Áfram LFC

  37. Menn börðust eins og ljón á móti Everton og voru 1 færri rúmlega helming af leiknum, og þeir halda áfram að berjast á eftir og taka Ars í r==s. Gerrard er orðinn góður og kominn með sjálftraustið og Kuyt er búinn að finna ramman og þetta verður bara gaman hjá okkur. Koma svo LIVERPOOL og tökum þetta 2-0 JESS JESS

  38. Við höfum ekki náð að vinna á þessum velli hingað til. Þetta verður alls ekki auðveldur leikur fyrir okkar menn en vonandi berum við sigur af hólmi.

  39. Það verður massa skref ef við vinnum Arsenal og svo næsta leik gegn Man.City. Það er eiginlega algjör möst að vinna þessa 2 leiki upp á þetta fræga meistaradeildarsæti. Vonandi gírar Rafa þessa leiki upp eins og úrslitaleiki og flytur sömu ræðuna og hann tók í hálfleik í Istanbúl 2005 🙂

  40. láta Skrtel éta Arshavin og Masch éta Fabregas og þá getur þetta ógeðslega Arsenal lið ekki blautan. Við tökum þessa pappakassa 1-4 þar sem við skorum öll mörkin.

  41. Bara ef það væri svona auðvelt #51 – hefur verið öfugt í síðustu leikjum, þá hafa varnarmenn LFC verið á matseðli Arshavin – og Fab finnur alltaf pláss, ein snerting og hann er frjáls sem fuglinn.

  42. Fói, ertu að tala um ræðuna sem Carragher sagði að hefði verið róleg og yfirveguð og ekkert öðruvísi en aðrar hálfleiksræður?…akkúrat öfugt við það sem flestir halda.

    Ég vona að hann taki Al Pacino ræðuna á þetta, þá erum við að tala saman 😀

  43. Vona að mínir menn drulli ekki uppá bak eins og þeir eru vanir að gera þegar þeir eru komnir í þæginlega stöðu..!!!
    En það kemur mér ekkert á óvart ef þeir gera það…þetta er nú einu sinni Liverpool!!!! Skíta tímabil!!!!!

  44. Þeir drulla bara upp á bakið á mótherjum, Liv, getur alveg unnið þetta lið, ekkert mál eða þannig.

  45. Liverpooler – Er stórveldið í þægilegri stöðu? Liðið er að vinna sig út úr skelfilegri krísu og er með bakið upp við risavaxin vegg. Lítið má út af bera. Næst á dagskrá eru útileikir á móti Arsenal og Man City. Ég kalla það ekki þægilega stöðu.

  46. Er að fara að horfa á Lömbin þagna í kvöld , aðalhlutverk Steve G og Dirk “the goal machine” Kuyt.. aukahlutverk einhver rússi og spænskur dvergur… leikstjóri Rafael Benites… get ekki beðið

  47. Sælir félagar

    Ég er ofboðslega stressaður fyrir þennan leik. Mundi ekki verða ósáttur við jafntefli. En sigur yrði algjörlega svakalega geðveikt. Hef ekki aðstæður til að horfa á leikinn og veit ekki hvort er betra að missa af honum eða horfa og vera í rað-hjartaáfalli allan tímann.

    Hitt er annað að ef við vinnum leikinn þá verður horft á endursýningar uppihaldslaust fram að næsta leik. 🙂 🙂 🙂

    Það er nú þannig.

    YNWA

  48. shit er farið að langa fá byrjunarliðið!! væri til í að sjá það eins og maggi nr43 er með það.

Rafa Benitez um man marking og SkySports

Liðið komið / Twitter yfir leik