Chamakh til Arsenal + Byrjunarliðið gegn Everton

“My choice is to join Premier League and if I could choose, I will go to Arsenal.”

Þetta segir Marouane Chamakh í frétt Sky Sports í dag. Þannig að við getum tekið hann af borðinu þangað til e-ð annað kemur í ljós.

LEIKURINN. Einblínum frekar á hann. Byrjunarliðið er komið og það er aðeins öðruvísi en menn bjuggust við:

Reina

Carragher – Kyrgiakos – Agger – Insúa

Mascherano – Lucas
Kuyt – Gerrard – Rodriguez
Ngog

**BEKKUR:** Cavalieri, Skrtel, Degen, Aurelio, Aquilani, Riera, Babel.

S.s., Agger kemur óvænt beint inn í byrjunarliðið á kostnað Skrtel en ekki Kyrgiakos, Aquilani er á bekknum en Ngog er inni og Maxi er valinn fram yfir Riera. Þetta verður áhugavert.

Áfram Liverpool! YNWA!

54 Comments

 1. Þetta lítur vel út! Ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik.

 2. Aldrei mun ég skilja þennana blessaða þjálfara í neinu sem hann gerir

 3. Við töpum þessum leik.Ég hef það á tilfinningunni.Þeir eru bara með hörkulið sem er tilbúið að fórna sér og berjast endalaust.Spái 0-2 Fellaini og Saha með mörkin.

 4. Tja hefði viljað sjá liðið öðruvísu en eina jákvæða að þetta er örugglega sterkasti varamannabekkur okkar á leiktíðinni 😀

 5. Mér finnst lítið ótrúlegt við það nr #7 , hefur ekki verið sannfærandi og myndi velja Agger fram yfir Skrtel 365 daga ársins.

 6. Lucas og Masch á heimavelli er ekki gott þó svo að Masch hafi verið að senda boltann frá sér vel í síðasta leik…. vonum það besta Áfram LFC!

 7. Hef þá ónota tilfinningu að þessi leikur fari 0-0 …

  En nú er bara að klára þetta! Koma svo !! Sigur og ekkert annað! 🙂

  YNWA

 8. Djöfull hata ég Andy Gray….

  1) brotið á Reina. Endursýning sýnir að það stökkva tveir á hann. Andy Gray “That was a poor decision by the referee, there was no touch at all”
  2) Mascherano rennir sér fyrir framan Fellaini sem hrynur niður eins og hann sé fótbrotinn. Andy Gray “That was a terrible challenge, he wont get away with many of these”

 9. ótrúlegt að Fellaini komist upp með þetta dúndrar beint í andlitið á Kuytiniho

 10. og núna Pienar ætti að vera rautt, hræðileg sólatækling beint í Mascherano og áðan svipuð ljót sólatækling hjá Baynes á Ngog…

 11. Ótrúlegt hvernig dómarinn hefur “sjórnað” þessum leik. Maður skilur alveg að leyfa leiknum að ganga en þetta er bara rugl og það þarf almennilegann dómara til að stjórna þessu, btw. Kyrgiakos átti að fara útaf og líka Fellaini, en þetta hefði aldrei átt að fara svona langt!

 12. Rautt á þetta ….. hvað í andsk með tæklingu Pieniar áðan ???

 13. Ég skil ekki hvernig hann gat rekið Kyrgiakos útaf en sleppt Pienaar áðan fyrir tæklinguna á Masch!!!

 14. Er einhver hetja þarna úti sem veit hvar hægt er að horfa á leikinn á netinu?

 15. Það er nú ekki hægt að sjá að við séum manni færri, stjórnum leiknum vel

 16. jesús hvað það er auðvelt að snúast gegna rafa þegar hann stillir upp svona gríðarlega kjánalegu liði !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! JUVENTUS HJÁLP !!! svo var þetta rauða spjald á grikkjann eitthvað það fáránlegasta sem ég hef orðið vitni af .

 17. Hvernig Pienaar og Fellaini eru ekki báðir með rauð spjöld eftir þennan fyrri hálfleik er algerlega ofan minni dómaraþekkingu. Hneykslanlega léleg frammistaða dómarans stendur uppúr eftir fyrri hálfleik.

 18. Ekkert fáránlegt við rauða spjaldið, nema að Fellini átti líka að fá rautt.

 19. dómarafíflið með allt niðrum sig, klárlega rautt á bæði Fellaini og Pienaar, gríski GUÐINN með flotta tæklingu, hefði samt mátt vera Cahill sem hann jarðaði!!

 20. jæja Macherano var líka tæpur. Maður hefur séð rauðu spjaldi veifað á annað eins. En það er með ólíkindum að Fellini og Pienaar skulu ekki hafa fengið rautt líka. Annars er þessu leikur ekki mikið fyrir augað.

 21. Hvernig fáið þið það út að Kyrgiakos ætti að fá rautt spjald eftir þessa tæklingu? Fellaini fer bara með eitt markmið í þessa tæklingu og það er að skaða einhvern!!! en Kyrgiakos fer bara eins og hver annar englendingur í þessa tæklingu.

 22. “petur8″…..af hverju að snúast gegn Rafa ??? Everton er lið sem hefur ekki tapað leik í einhverjum 9 leikjum og Fellaini er búinn að spila eins og herforingi á miðjunni. Með eins sterka miðju og Everton er með núna þurfum við að koma með gott útspil gegn henni. Ég vissi allan tímann að hann myndi aldrei henda Aquilani inní svona derby leik þar sem menn leggja sig 400 % fram í hverja einustu tæklingu eins og þú hefur séð. Hef ekkert út á þessa uppstillingu að setja nema þá að Riera er settur út úr liðinu.
  Gerrard og Maxi hafa verið flottir í þessum leik. Riera og Babel inn í seinni, liggja aftarlega og beita hröðum skyndisóknum.

 23. Lélegustu dómararnir í 5 stæðstu deildunum í Evrópu eru á Englandi. Hugsanlega víðar.

 24. Já og btw þetta var púra rautt spjald á Kyrgiakos en Fellaini átti að fá rautt líka sem og Pienaar.

 25. Dómarinn alveg út á túni þó að ég öfundi ekkert fyrir að dæma þennan leik.

 26. Þetta var rautt spjald á Grikkjann, tveggja fóta tækling…en þetta átti einnig að vera rautt spjald á Pienaar!!! Tæklingin hans minnti á tæklinguna sem Eduardo varð fyrir hér um árið þegar að hann fótbrotnaði mjög illa (fór með sólann á undan sér og var mjög hátt með fótinn þegar að Javier ætlaði að sparka boltanum).

 27. Finnst þetta heldur strangur dómur að reka Kyrgiakos útaf, þó kannski skv. reglubókinni séu tveggja fóta tæklingar rautt. Fellaini traðkar á honum þar að auki nýbúinn að dúndra í hausinn á Kuyt…. í það minnsta tvö gul spjöld þar… og Pienaar hefði auðveldlega getað fokið útaf (dómarinn hefði líklega rekið hann útaf ef hann hefði verið búinn að henda einum púlara útaf á þeim tímapunkti)…

  Er hræddur um að þetta verði ansi langur og erfiður síðari hálfleikur, vona bara að við klárum þetta eins og þegar Stevie G var rekinn út af hérna um árið á 20 mínútu í derby-leik… og Luis Garcia haltraði allan seinni hálfleikinn

 28. YYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEESSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS

 29. Hver annar en Kuyt, þó hann sé frekar hægur þá er hann alltaf frábær í stórleikjum og lúnkinn inní teignum. Mjög vanmetinn leikmaður.

  Everton er svo lélegt og ömurlega glatað andfótboltalið að þeir spila nákvæmlega eins hvort sem þeir eru 11 gegn 11 eða 1 fleiri. Bara kunna ekki að láta boltann ganga og taka yfirhöndina í leikjum.

  Djöfull vona ég að Liverpool pakki í vörn og merji 1-0 sigur eftir að Everton klúðrar víti á 97.mín og Gollum fari heim hágrátandi og bíti í koddann í alla nótt.

 30. hvað er í fokking gangi babel ekki rangstæður og komin einn í gegn. fáránlegt að þurfa að berjast 10 á móti everton og dómarakrúinu !.. ég er að deyja úr stressi !!

 31. Koma svo – halda þetta út !!!

  Mitt litla hjarta þolir ekki svona leiki 😉

 32. YES þetta var sweet sigur:):):) meira að segja einum fleiri á everton ekki sjéns í LIVERPOOL

 33. Annað skipti á þremur árum sem við vinnum gegn þeim eftir að hafa lennt manni undir í stöðunni 0-0. Hitt var þegar Gerrard fékk tvö gul spjöld í fyrri hálfleik.

  Frábær karakter og baráttan til fyrirmyndar!

  Er það ekki rétt hjá mér, komnir með 20 stig af síðustu 24 mögulegum ?

 34. Steven Gerrard: ” The referee was superb, these matches is all about tackling and fights and the supporters are paying for that”

  Þetta eru sönn orð:)

 35. Þó að tæklingin hjá Soto og Fellaini hafi verið mikil mistök hjá honum

 36. Hrikalega ánægður með þennan sigur. Baráttusigur sem að á klárlega eftir að skila miklu sjálfstrausti í hópinn. Ég get ekki verið ósáttur við uppstillingu Rafa á liðinu í dag því það bar árangur og fannst mér ALLIR leikmenn leggja sig 110% fram í þessum leik og skila sínu frábærlega.

  Var að sjá viðtal við Rafa á Sky þar sem hann er pollrólegur og ekkert að missa sig yfir þessu líkt og vanalega. Fannst hann mjög flottur í viðtalinu, hrósar öllu liðinu í heild sinni og segist taka einn leik í einu og er alls ekkert að missa sig. Flottur gæji og er akkúrat maðurinn sem Liverpool þarf í dag til að byggja á þessari baráttu og skila inn 3-4 sætinu.

  Hey getur Masch ekki bara verið bakvörður hjá okkur í næstu leikjum ?

 37. Til hamingju allir Púllarar. Því miður missti ég af leiknum í dag af óviðráðanlegum örsökum. Fyrir leikinn vonaðist ég eftir því að Lucas og Masch yrðu ekki saman á miðjunni. Stuttu eftir að ég ,,póstaði” því sá ég aðeins eftir því. Ég held reyndar í þessum leikjum sé rétt að stilla þeim saman á miðjunni, en eingöngu í þessum leikjum. Tek því byrjunarlið mitt fyrir þennan leik til baka og tek hatt minn ofan fyrir Rafa að hafa lesið þetta rétt. Annars hel-sáttur við úrslitin í dag. Þetta kom skv. pöntun. Skál fyrir því!

Everton á morgun

Liverpool 1 – Everton 0