SOS samtökin

Nú er ég einn af þeim sem þráir það heitt og innilega að Liverpool FC komist í hendur alvöru eigenda, því ekki hafa þeir sem eiga félagið núna sýnt það að þeir eigi það á nokkurn hátt skilið. Ég ætla ekki að fara neitt nánar ofan í þeirra gjörðir, eða öllu heldur “ekki gjörðir” frá því þeir eignuðust félagið. Svikin loforð og innantómt raus um hitt og þetta er eitthvað sem flestir stuðningsmenn ættu að vita. The Liverpool Way er eitthvað sem þeir virðast ekki vita hvað er.

En ég hef fylgst talsvert með samtökum sem kalla sig SOS (Spirit of Shankly) og til að byrja með var ég nokkuð ánægður með þessi samtök. Ég fór þó að efast um þau fyrir tæpu ári síðan, hvað í rauninni þau stæðu fyrir, þ.e.a.s. annað en það sem þeir útlista á síðunni sinni, því ég tel þá ekki vera að fara eftir þeim markmiðum sínum. Það fyrsta sem stakk mig var þegar þeir stóðu fyrir mótmælum og vildu að RBS (Royal Bank of Scotland) myndu ekki endurfjármagna lánin sem þeir bakkabræður fengu (ekkert tengt Bakkavör þó). Það er nokkuð ljóst að ef þau hefðu ekki verið endurfjármögnuð, þá hefði það leitt til alvarlegra hluta, líklega greiðslustöðvun og annað því líkt. Hvað gerist þá? Jú, þá myndi félagið fá -10 stig á töfluna áður en mótið hefði hafist í haust. Er hagsmunum Liverpool FC best borgið með því? Nei, ég get bara ómögulega séð það.

Það nýjasta er að nú fengu þeir viðtal við Christian Purslow þar sem þeir fengu að koma fram með spurningar til hans um félagið, rekstur þess og eigendamál. Þar kom skýrt fram að hans megin markmið væri að koma með nýja fjárfesta inn í félagið, til að lækka skuldir, til að bæta rekstrargrundvöll félagsins, til að geta sem fyrst hafið byggingu á nýjum velli, til að geta orðið öflugri á leikmannamörkuðum og síðast en ekki síst, til að minnka eignarhlut þeirra Gillett og Hicks. Það má vera alveg ljóst af þessum “meeting minutes” að verið er að vinna hörðum höndum við að ná þessu í gegn. Purslow samþykkti ekki fundargerðina sem þeir settu fram, kom með aðra útgáfu af henni, sem í megin atriðum er svipuð, þ.e.a.s. útkoman er svipuð. Það sem var í SOS fundargerðinni virðist vera nánar “off the record” samræður sem snúa beint að eigendunum. Hvort sem Purslow hefur sagt nákvæmlega það sem SOS tiltaka, þá er ég á því að það skipti ekki höfuð máli. Hann er í rauninni starfsmaður eigendanna og ég sé bara ekki hvaða tilgangi það þjónar hjá SOS að reyna að reka rýting á milli hans og eigendanna, sér í lagi þegar horft er til þess hvað hlutverk hans er þessa dagana, þ.e. að koma inn með nýja fjárfesta.

Því er ég enn og aftur ekki að skilja tilganginn hjá SOS. Jú, gott og vel, þeir vilja Kanana út, það vilja flestir. En þeir eru búnir að fá það staðfest að það sé verið að vinna í þeim málum, og það er nokkuð ljóst að þessi framkoma samtakanna er ekki að hjálpa til við það. Skipulögð mótmæli og það að eigendur félagsins (hversu óvinsælir sem þeir eru) þurfi lögreglufylgd út um sérútganga á Anfield, eru eitthvað sem dregur ekkert að aðra fjárfesta. Myndi maður ekki hugsa sig tvisvar um, ef þetta er það sem maður ætti von á ef maður ætti orðið stóran hlut í félaginu og myndi gera eitthvað sem svona samtök væru ekki að sætta sig við?

Þessi samtök voru með mikið fylgi og mikinn velvilja hjá stórum hópi stuðningsmanna þegar þau fóru af stað. Mótmælin í byrjun voru fín, komu á framfæri að óánægja væri með störf þeirra. Nú þegar búið er að greina skýrt frá því að félagið sé til sölu að hluta til eða í heild sinni, þá ætti mál að vera að linni í bili og menn ættu að fá að vinna úr þessum málum og reynt að finna sem bestu lausn fyrir LIVERPOOL FC. Svona framkoma eins og með þessa fundargerð, hún hjálpar ekki til, hún skemmir fyrir. SOS samtökin þurfa heldur betur að endurskoða sín mál til að ég geti sagt að ég fylki mér á bak við þau.

En nýja eigendur takk, sem fyrst.

19 Comments

  1. Gæti ekki verið meira sammála þér. Var einmitt að sjá umræður um mótmælin fyrir utan Anfield um síðustu helgi á RAWK og hugsaði nokkurn veginn það sama.

    Það er enginn að segja þeim að hætta að mótmæla. Það er gott hjá þeim að halda áfram að syngja á vellinum eftir að leik lýkur og koma með borða sem skýra þeirra mál í stúkuna. En eins og þú segir, að ógna eigendunum eftir leik og meina þeim aðgengi að bílastæðum og slíkt er ekki til þess gert að laða nýja eigendur, eða „bjargvætti“ eins og SOS-liðar orða það gjarnan, að klúbbnum.

    Þeir meina vel, en menn mega aðeins prófa að anda rólega áður en þeir aðhafast svona næst.

  2. Þumall upp fyrir þessum pistli

    Mín tilfinning er sú að það séu að verða til tvær tegundir af LFC stuðningsmönnum. Þessir sem vilja meina að þeir séu hinir einu sönnu LFC menn, innfæddir Scousers. Þessi hópur er hreint ekki ánægður með markaðsvæðingu klúbbsins, rútufarmana af Norskum, írskum og jafnvel íslendingum (Sem er ein aðalástæðan fyrir ansi háu miðaverði). Og þessi hópur hatar ekkert meira en að klúbburinn skuli vera í eigu Ameríkumanna. Ég les það allavega milli línana hjá SOS hópnum að þeir væru alveg til í nokkurra ára eyðimerkurgöngu í neðri deildunum ef að Kananir myndu fara í staðinn.

  3. Algerlega sammála þessu.

    Svo er annað mál að ég held að tími “Sugar Daddy” eigenda sé að klárast, staðan í fjármálum heimsins einfaldlega sýnir það.

    Skulum t.d. átta okkur á því að DIC eru farnir á hausinn og því kannski eins gott að þeir eignuðust ekki LFC.

    En SOS eru á skrýtinni vegferð núna að undanförnu finnst mér!

  4. ég vona samt að einhver ríkur gaur kaup Liverpool í stað þessa kana sem lofa miklu en standa ekki við neitt..

  5. Góður pistill SStein. Hef fylgst mikið með þessari umræðu og sýnist að SOS hafi ekki verið að gera rétt undanfarið. Hverra hag þeir bera í brjósti er mér ekki ljóst lengur.
    Það er nokkuð ljóst, eins og þú segir, að tími “suger daddy’s” er liðinn. Nýjir eigendur Liverpool, sem ég vona sannarlega að komi inn sem fyrst, verða fjárfestar sem sjá sér hag í að kaupa klúbbinn. Þess vegna eru menn eins og Purlow svo mikilvægir. Held að það besta sem kanarnir hafa gert sé einmitt það að fá hann inn. Þetta síðasta útspil SOS er ekki félaginu til framdráttar!

  6. Slir félagar

    Mjög góður pistill og ég tek undir (með báðum höndum) hvert orð sem þar er sagt. Þrátt fyrir í eðli sínu góðan málstað verða menn að halda fókus og mega ekki rasa um ráð fram.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  7. Ekki veit ég til þess að DIC sé gjaldþrota, það hefur vissulega orðið eignarýrnun hjá þeim en þeir hafa verið með fjölþætt fjárfestingaverkefni í gangi þannig að áhættan hjá þeim ætti að vera dreifð. Þá kæmi það mér einnig á óvart vegna þess að það voru nokkrir fjársterki aðilar sem mynduðu þann hóp. Minnir að ég hafi lesið einhversstaðar að eignir aðaleigandans voru metnar á í kringum 150-200 milljarða árið 2009. Skiptir ekki öllu, sjálfsagt eiga þeir í lausafjárvanda eins og mörg önnur félög í heiminum um þessar mundir.

    Eins og enski boltinn er frábær og allar þær framfarir sem hafa orðið á fótboltanum eru frábærar, bæði inná vellinum og í allri umgjörð, þá verð ég að játa að það var ákveðinn sjarmi yfir því þegar liðin byggðu á grasrótinni og það taldist til undantekninga að menn voru að fara á risa uppæðum á milli liða.

  8. Þetta vídjó er algjörlega til skammar. Svona menn ætti að framselja til Manchester United svo hægt sé að húðstrýkja þá á Old Trafford. Algjörlega til skammar

  9. Þessi samtök virðast hafa minnkað alveg gríðarlega frá því þeir hófu starfsemi sína og virðist satt best að segja vera stjórnað af þvílíkum fávitum að þeir ættu allir með tölu að vinna á The S*n. Fá viðtal við Purslow en birta bara það sem þeir vildu heyra og þess háttar og hafa frá stofnun verið með áróður gegn eigendum sem stundum er svo illa fram settur að það hefur unnið gegn þeim. Þó málstaðurinn sé í grunninn ágætur (koma eigandum frá = gott / hvetja til að klúbburinn verði gerður gjaldþrota = SLÆMT)

    Síðan að gefa slíkt heimsku færi á sér að það sé tekið upp lag sem gerir lítið úr flugslysinu í Munich á samkömu þessara samtaka er sannarlega ansi sick og hreint alls ekki eitthvað sem meginþorri stuðningsmanna Liverpool, af öllum liðum, vill taka þátt í.

    Þar að auki hafa þau í bakgrunni risastóran fána sem á stendur Spirit of Shankly!!! Ekkert gæti verið fjarri sannleikanum og svei mér ef ekki ætti að banna þessi fífl frá Anfield fyrir misnotkun á nafni meistarans… og eins besta vinar Matt Busby.

    Það eru fífl í öllum liðum og það hefur alveg heyrst til United manna (og fleiri) sem segja að 96 var ekki nóg og þess háttar. Þetta virðast vera fyrirliðarnir fíflana í okkar hópi.

  10. Mig langar að vita af hverju fíflinu honum David Moores lá svona á að selja félagið? Hann og Parry bera ábyrgð á því að hafa selt þessum trúðum félagið.
    Ljóst má vera að fögur fyrirheit þeirra hafa ekki gengið eftir og efast verður um fjárhaglegan styrk þeirra. Þessi Moores dúddi virðist ekki klókur né sannur
    Liverpool-fan, hann virkar á mig sem fégráðugt svín. Viturlegra hefði verið að
    selja…segjum 48% hlut og fá nýtt fé inn….auka hlutaféð og fara strax í byggingu á nýjum velli. Hefðu Moores og Parry haft hreðjar væri völlurinn liklega að komast í gagnið á þessu eða næsta ári. Því talar engin um Moores og Parry???

  11. Nr.12
    Hann reyndi að selja í 6 ár og taldi sig vera búinn að finna sterka eigendur þegar hann seldi félagið. Voðalega gott að koma með svona eftirá en við vorum allir voða kátir þegar hann seldi.

  12. Ég held að ég hafi aldrei skammast mín áður fyrir LFC. Þangað til ég sá myndbandið að ofan. Að draga nafnið hans Shankly niður á þetta plan er skelfilegt. Hreint út sagt ömurlegt.

  13. Hvernig voru eigendamálin í den? Þ.e.a.s. frá 65-90? Væri gaman að fá pistil um það.

  14. Þetta video er bara geðveiki, sýnir bara hvað bretar eru klikkaðir og miklir hálfvitar, bara útaf fótbolta liði ? show some respect væri eg til í að segja við þessa plebba.

  15. Þetta myndband sýnir ákveðna tegund geðveiki sem tengist fótboltabullum um víða veröld, ekki bara í Englandi. Að mínu mati er þetta ekkert annað en hreint hatur, hatur sem á ekkert skylt við íþróttamennsku.

    Auminginn hatar andstæðinginn og óskar sér þess að hann drepist. Íþróttamaðurinn hatar andstæðinginn og óskar sér þess að geta lagt hann að velli. Þar er reginmunur á.

    Ég hef verið á leikjum þar sem mikið er sungið og maður tekur undir en ég hef alltaf dregið strikið við haturssöngva í garð andstæðinganna. Þið munið aldrei heyra mig taka undir níðvísur um Neville-bræðurna, til dæmis, á Anfield. Ef ég hefði álpast inn á þessa skaðræðissamkomu sem myndbandið hér að ofan sýnir hefði ég verið fljótur að drulla mér út aftur. Hef engan áhuga á að vera bendlaður við þessa hlið stuðningsmanna.

    • Þið munið aldrei heyra mig taka undir níðvísur um Neville-bræðurna, til dæmis, á Anfield

    Ég ætla nú ekki að ljúga því að ég myndi hætta syngja ef það væri Neville lag sem ég kynni og allir í kringum mig væru að syngja, upp að vissu marki auðvitað. Þeir hafa nú líka lítið gert annað en reynt að espa stuðningsmenn upp með því að fagna fyrir framan stuðningsmenn Liverpool o.þ.h. Þar að auki eru þeir ennþá sprellifandi.

    Að syngja um hamfarir eins og Munich slysið, Hillsborough, Heysel o.þ.h. er ekkert nema tær heimska og það er nokkuð ljóst að eitthvað myndi nú heyrast ef sbr. atvik kæmi upp á United samkomu og lagið væri um Hillsborough.

  16. Einn af mínum uppáhalds er reyndar:

    “If the Neville’s play for England so can I, if the Neville’s play for England so can I…”

    Slys og mannslíf eru eitthvað sem eru á bannlista, as simple as that.

Búið að ganga frá samning við Milan Jovanovic?

Everton á morgun