Er Benayoun á förum til Moskvu?

Samkvæmt nýrri frétt í The Daily Mail hefur Yossi Benayoun komist að samkomulagi við forráðamenn Dynamo Moskvu um félagaskipti til þeirra núna í janúar.

Eins og kemur fram í greininni staðfesti íþróttastjóri Dynamo þetta í viðtali við blaðamann:

“We came to an agreement with the player’s agent. Now everything depends on Liverpool’s position. [..] I don’t think there will be news on Wednesday, but in the next two days the situation should be clarified.”

M.ö.o., Yossi hefur gengið frá samkomulagi við Dynamo og nú á félagið bara eftir að ná samkomulagi við Liverpool um kaupverðið. Takist það er Yossi farinn til Rússlands.

Hvaða pælingar eru í gangi hérna? Bað Yossi um að fá að fara, fyrst hann semur fyrst við klúbbinn? Eða ætlar Rafa að fórna honum til að fá pening fyrir framherja? Getum við ómögulega haft meira en einn flinkann sóknartengilið í hópnum í einu, fyrst Maxi Rodriguez er kominn?

Ég skil þessi viðskipti ekki alveg, ef af verður. Til hvers að selja leikmann sem við vitum að spilar vel og er einn af fáum sem hafa verið nálægt sínu besta í vetur, til að fá inn einhvern annan sem engin leið er að vita hvernig spilar?

Sjáum hvað setur. Kannski er íþróttastjóri Dynamo bara að tala út um óæðri endann, en ef af verður hljóta næstu dagar að verða áhugaverðir. Rafa myndi örugglega ekki selja Yossi nema ætla sér eitthvað í staðinn fyrir mánaðarmótin.

76 Comments

 1. Mistök ef hann verður seldur ein af fáum creative leikmenn í Liverpool og þeir sár vantar í þannig leikmenn sem geta búið til mörk.

 2. Stór … stór … stór mistök ef satt reynist. Var eini leikmaðurinn í fyrra sem steig fram þegar á þurfti að halda og G&T frá stóran hluta tímabils.

  Upphæðin sem um er að ræða er djók – bendið mér á einn leikmann af sömu gæðum sem fengist fyrir þessa upphæð

 3. Yossi var einn af bestu mönnum síðasta season, en búinn að vera slakur í ár eins og nánast allir aðrir. Ég vil alls ekki missa þann Yossi sem var að spila síðasta tímabil!

 4. Sælir félagar

  Ég á afar erfitt með að trúa þessari frétt. Sraðan á liðinu er þannig að við höfum síst efni á að selja mann eins og Benayoun fyrir spott prís??? ÉG skil ekki af hverju Rafa vill selja YB frekar en Babel. Það hlýtur að vera vegna þess að hann hefur meiri trú á Babel en hví þá í andskotanum notar hann manninn þá ekki og kemur honum í það form bæði til orðs og æðis að hann nýtist klubbnum.

  Ég ætla ekki að ræða um liðskipan og skiptingar í leiknum í gær en minni samt á þá hörmung í þessu samhengi.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 5. Sælir, það er pottþétt benni er að fara til juventus.! stendur á mörgum stöðum, talað er um að hiddink komi í staðinn!

 6. Skulum átta okkur á því að þarna er hinn margrómaði umboðsmaður Benayoun búinn að ganga frá málum ÁN ÞESS AÐ ORÐ hafi komið um það til Liverpool.

  Við erum bara í sama máli og Sunderland, þar sem umboðsmaður Kenwyne Jones setti málið upp frá byrjun. Þeir sem vilja lesa um umbann hans Yossi: http://en.wikipedia.org/wiki/Pini_Zahavi

  Ég er sannfærður um að þetta snýst um sambönd umboðsmannsins hans og þá staðreynd að rússneski fótboltamarkaðurinn er nú á stöðugri uppleið og skattar til leikmanna eru í miklu lágmarki, voru lækkaðir nýlega til að koma í veg fyrir flótta leikmanna frá Rússlandi til Evrópu.

  Umboðsmenn eru blóðsugur fótboltans og hafa breytt afar miklu í umhverfi hans. Í þessu tilviki er ljóst að ekkert er ólöglegt, engar reglur banna umboðsmönnum að “leita tilboða” fyrir sína umbjóðendur og eru oft ansi langt komnir áður en félögin koma inní dæmið.

  Nýleg dæmi eru Cristiano Ronaldo og Xabi Alonso.

  Vandinn sem félögin sitja uppi með er því sá. Hvað á að gera við leikmenn sem hafa “snúið höfðinu í aðra átt”. Á að segja þeim að vera, eða taka peninginn og fá annan í staðinn?

  Mér finnst í prinsippinu einfaldast að halda leikmanninum en slíkt gengur ekki upp til lengdar.

  Í janúar 2009 sagðist Rauðnefur “ekki einu sinni selja Real Madrid vírus” því hann var svo ósáttur við hegðun liðsins og umbans hennar Kristjönu.

  Hvað gerðist og hvers vegna? Ronaldo var seldur því hann skaðaði meira en hann skapaði……

  Ég er því milli vita hérna, ef Yossi hefur samþykkt þessi vinnubrögð umbans síns er ég ekki glaður með hans framkomu og því finnst mér komin upp sú staða að hann eigi að fara. En á sama tíma vill ég fá Kenwyne Jones, sem ekki hefði verið möguleiki nema fyrir rotinn umba……

 7. Doddi og Diddi.

  Mætti ég sjá nokkra áreiðanlegar heimildir fyrir því?

 8. Ef þetta er rétt þá eru Liverpool menn bara ekki með höfuðið rétt skrúfað á. Yossi er búinn að vera að einn af þremur til fjórum leikmönnum liðsins sem hafa staðið undir væntingum síðasta árið. Vandamálið er kannski að hann kann að spila fótbolta en Benitez virðist vera hrifnari af frjálsíþróttamönnum eins og Dirk Kuyt, kannski að Jón Arnór tugþrautakappi væri maðurinn sem okkur vanta á vinstri vænginn, duglegur með óþrjótandi orku en kann ekkert í fótbolta.
  Vona að minnsta kosti að þessi frétt sé bara rugl.

 9. Árni R.

  Ef þú lest fréttirnar sérðu að það er ekki byrjað að tala við Liverpool, verið er að tilkynna að Yossi er búinn að samþykkja samninginn og “núna eigi að tala við Liverpool”.

  Bíða með að gagnrýna þar til gjörðin hefur verið framkvæmd….

 10. Ég verð brjálaður ef að Yossi verður seldur á 7 miljónir, Yossi er að mínu mati mun meira virði og ég vil helst halda honum hjá Liverpool en væri kannski sáttur ef það fengjust 12-14 miljónir fyrir hann. Og ég er lika sannfærður um það að ef hann verður seldur þá fær Benitez ekki þá peninga.

 11. Eru Moskvu menn þá ekki að brjóta reglurnar ef þetta er rétt? Ég hélt að það þyrfti alltaf að setja sig í samband við liðið áður en viðræður við leikmanninn sjálfann eiga sér stað. Þú kannski fræðir mig meira um þetta Maggi.

 12. Ekki ef Moskva hafði aldrei samband við Yossi, heldur bara umboðsmanninn hans. Ekkert ólögegt þar á ferðinni. Trúi nú varla að Moskva sé samt að attracta hann sérstaklega mikið :p

 13. Vandamálið er að lítt er vitað um hvað á sér stað bak við tjöldin. Kjaftagangurinn magnast viku eftir viku og ástæðan blasir við. Árangurinn liðsins er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Við þær aðstæður hlakkar í hýenunum sem ráfa allt í kringum Liverpool. Risatilboð ku vera á leiðinni í Torres. Gerrard er á leiðinni til Spánar eða Ítalíu og stjórinn á leiðinni til Juve.

  Fróðlegt er að hugleiða aðeins hverjir hagnast mest á kjaftasögum sem grafa undan Liverpool. Það eru umboðsmenn í leit að skjótfengnum gróða og slúðurblöð. Elsta trikkið í bókinni er að hanna atburðarrás. Því er engu að trúa fyrr en á því er tekið. Einhvern veginn sé ég ekki YB á leiðinni til Moskvu en kannski er það óskhyggja.

  Það sem maður óttast er að uppgjöf sé að grafa um sig meðal leikmanna og framkvæmdastjórans. Hvorki gengur eða rekur og leikurinn við Hull var hræðilegur hreint út sagt. Ekkert sem vitað er nú bendir til að fjármálin séu að leysast sem gefur ekki mikil fyrirheit um titla á næstunni. Því er stöðugt róið í okkar bestu mönnum og það er freistandi að gefa eftir í stað þess að bíta á jaxlinn og rífa sig upp á rassgatinu.

 14. Ég held að það sé augljóst að það er verið að búa til pening fyrir K. Jones eða Chamack (Ath Stafs) . Víst ég held að sé hið besta mál. Sérstaklega Chamack. Ég þekki nokkra sem fylgjast með franska boltanum og þeir halda algerlega ekki vatni yfir honum. Víst

 15. menn héldu heldur ekki vatni yfir Djibril nokkrum Cisse sem að vísu var spilað talsvert útúr stöðu hjá okkur og lenti í leiðindameiðslum. Spurning hvort Bordeaux-gaurinn muni standa sig eitthvað betur.

 16. Sendum Benitez til Moskvu, enginn leikmaður er stærri en klúbburinn hvað þá einhver framkvæmdarstjóri, reka hann strax.

 17. Ég giska á að Rafa sé að leita sér að varnarsinnuðum framherja…Augljóslega eru þeir ekki margir til..Eiginlega veit ég bara um einn.. Og hann spilar nú þegar í Liverpool..

 18. Páló, mér fannst Cicce heldur ekkert standa sig neitt sérstaklega illa hjá okkur. Honum var spilað úr sinni stöðu en samt skoraði hann 19 mörk á hægri kantinum.
  En ég vil samt ekki losna við Yossi enda fáum við enga leikmenn í staðinn.

 19. Í fréttinni kemur fram:

  “Dynamo sporting director Konstantin Sarsania said: ‘It is true that we have come to an agreement with the player’s agent. In the next two days, Liverpool will make their own decision.’

  When we completed the signing of Andriy Voronin, consent was given by Benitez. Now the Liverpool coach is against losing Benayoun, but the decision is not his, it is for the club’s directors. The transfer of Benayoun will happen if the price is acceptable. If they want more than we expect, the board of directors will discuss the issue.”

  Greinilegt að Benitez vill ekki missa manninn…getur verið að stjórnin ætli að taka fram fyrir hendurnar á honum með þetta mál?

 20. Yosse B er leikmaður sem er rosalegur einn daginn en næsta dag handónýtur. Er sammála #11 að hann er 12-14 milljóna virði og ef ekki meira.En hvernig er það með menn eins og RB er ekki hægt að selja hann= að fá peninga fyrir kallfj……?

 21. Flott að klúbburinn lokaði á þetta strax. Yossi fer ekki fet. Samt skrýtið að stjóri Dynamo skyldi ganga svona langt í yfirlýsingum ef það var ekkert til í þessu.

 22. Sammála síðasta ræðumanni..selja Benitez og kaupa einhvern flottan í staðinn..þeir hafa spilað illa í allan vetur með lélegan þjálfara breytir engu hvort þeir spila illa það eftir er vetrar með engan þjálfara:)

 23. Ohh, hversu magnað yrði að losna við bæði Rafa og Dirk á einu bretti 😀 …set þó stórt og mikið spurningamerki við þessa frétt!

 24. ég hef nú ekki mikla trú á að Yossi fari á 7 mills það er alveg fáranlega lítið fyrir hann. en var að lesa viðtalið við Gerrard eftir leikinn við Wolves gaurinn er bara sáttur við jafntefli voðalega eru menn orðnir ánægðir með litið ef það næst stig á móti lélegasta liðinu þá eru menn bara sáttir, þetta er meðalmennskutal hjá honum þetta var skandall i gær hvað þeir voru lélegir

 25. Óvanalegt að slúður sé gripið lausu lofti og slegið fram hér á þessari síðu. Hef enga trú á að Liverpool myndi láta skásta leikmanninn sinn fara í því ástandi sem nú er hjá klúbbnum. Liðið má ekki við því að missa creativa leikmenn á borð við Benayoun.

  Íslendingar ættu nú að þekkja það að taka öllum orðum Rússa með fyrirvara.

 26. Ekki það að ég sé að fullyrða neitt, en það er komment fyrir neðan Y.B fréttina á http://www.lfc.tv og í því er athyglisverður punktur. “I know this is about the Benayoun rumours, but if Liverpool have officially responded, immedietly after the stupid rumours started then yes i accept Y.B not going anywhere…So WHY has the club not officially said Rafa is staying??? Is he going then??? “

  Maður veit ekki? : )

 27. það er bara bull hjá Rússanum að Rafa stjórna ekki hver fer eða ekki enda vann hann um fá stjórna kaup og sölu á leikmenn gegn R. Parry

 28. Afsakið þráðránið drengir eeeeeen.
  Vitið þið stöðuna á meiðslunum hans Glen Johnson ?? Sá færslu þann 12 nóvember á síðasta ári að það væru 3-4 vikur í hann en nú er lengri tíminn liðinn. Vitið þið hvernig staðan er á manni, hvort hann sé byrjaður að æfa eða hvað ??
  Einnig hvað með Benayoun, hvað er langt í kauða ??

 29. Kemur vonandi betur út svona:

  D Agger Groin Strain no return date very doubtful

  F Torres Cartilage Knee Injury 28th Feb 10

  S Gerrard Hamstring Injury 30th Jan 10

  Y Benayoun Rib Injury 21st Feb 10

  G Johnson MCL Knee Ligament Injury 6th Mar 10

 30. ekki séns að hann sé að fara… ef hann færi, jaa svei attan ef ég færi ekki bara til moskvu og hendi honum aftur til liverpool, er nefnilega nykominn með benayoun treyju :S

 31. Óvanalegt að slúður sé gripið lausu lofti og slegið fram hér á þessari síðu

  Það er nú vanalega ekki gert. En þetta slúður var samt nógu sterkt til þess að það þurfti opiinbera tilkynningu frá LFC til að kveða það niður. Þannig að þetta átti klárlega heima sem forsíðublogg hér.

 32. Mér gæti ekki verið meira skít sama hvort jossi fari eða ekki hann er skíta leikmaður alveg eins og allt þetta LFC lið og ég væri alveg til í að hann sé byrjuninn á hreinsunni hja LFC.Hvaða andskotans máli mun það skipta þótt hann sé eða fer ekki er LFC að fara vinna neinn bikar þessa leiktíð né ná 4 sæti svo……….Who cares Burt með Jossi ,kuyt ,skretel , babel, riera , lucas ,mascherano,insua,aurellio, Benitez má borga fyrir flugfarið þeirra með þessum 20 milljon punda sem hann fær í starfsloka samning .Þetta er allt drasl sem á ekki skilið að klæðast LFC treyjunni !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  • Óvanalegt að slúður sé gripið lausu lofti og slegið fram hér á þessari síðu

  • Það er nú vanalega ekki gert. En þetta slúður var samt nógu sterkt til þess að það þurfti opiinbera tilkynningu frá LFC til að kveða það niður. Þannig að þetta átti klárlega heima sem forsíðublogg hér

  Svo er líka ágætt að losna við skýrsluna um wolves leikinn. hef engann áhuga á því að láta minna mig á þann leik of lengi.

 33. Maggi, þú kemur með rosa gott skot á Ferguson og kallar hann rauðnef, sérstaklega gott ef þú skoðar rauðu þríhyrningana á kinnunum á Benítez, en hvað um það, who gives?

  Ef þú hefur lesið fótboltafréttir undanfarið ár ,sem ég er farinn að stórefast um, þá ættiru að geta sett samasem merki á milli greina. Ef þú skoðar fréttir og ummæli SAF og CR þá töluðu þeir báðir um að CR væri ekki að fara neitt og að hann væri sáttur hjá Manchester United. En ef þú skoðar fréttir sem snúast ekki um Liverpool þá sérðu að þetta var blekking til þess að Ronaldo gæti haldið einbeitingu og spilað með United. Eftir CL úrslitin gegn Chelsea þá bað Ronaldo um að fá að fara til Real, SAF bað hann um eina leiktíð í viðbót og hann stóð við það. Ég get lofað þér því að umboðsmaðurinn átti voðalega lítinn þátt í því að Ronaldo fór til Real, hann samdi jú um kaup og kjör en lítið annað, og það sama á við um Alonso.

 34. Það var verst geymda leyndarmál knattspyrnunar að CR færi til Real – allir vissu það, var bara spurning um tíma, eins og kom svo í ljós eftir sölu hans skv S.A.F.

 35. Gott að heyra að þú í #39 ert farinn að vita meira en flest allir í fótboltaheiminum um þessi mál öll og meira að segja gengur svo langt að segja að Ferguson hafi bara verið sáttur og beðið um eitt ár enn! Þvílíka djókið! Er nú ekki viss um að þú hafir lesið neitt annað en United blöð og horft á einu sjónvarpsstöðina sem má spyrja yfirmann þess liðs spurninga. Reyndar bara þeirra spurninga sem hann samþykkir fyrirfram.

  Ronaldo tók þessa ákvörðun fyrir löngu, ætlaði alltaf til Spánar og hann fékk sínu fram. Það að halda því fram að Ferguson hafi verið með honum í þeirri ákvörðun er jafn kjánalegt og halda það að Xabi Alonso hefði verið lengur með Liverpool hjá nýjum þjálfara. Hins vegar náði Ferguson að fá góðan pening fyrir hann, enda eins gott fyrir fjárvana United-liðið sem hefði væntanlega þurft að selja fleiri leikmenn en hann ef hann hefði ekki farið. Eina ástæða þess að Ferguson samþykkti var fjárhagsstaða United og hann var hundfúll að ÞURFA að selja Ronaldo.

  Þú væntanlega veist eftir allan þinn lestur að Ronaldo keypti sér einkaleyfi á “CR – 9” töluvert áður en nokkuð annað gerðist í þessum málum….

  Svo skulum við sjá hvað verður um Rooney núna. Ég held reyndar að bæði Rooney og Gerrard séu að horfa í kringum sig frá Englandi núna. Þeir stærstu í bransanum á Englandi hafa tekið á sig launalækkun vegna skattahækkana og í ár verður síðasta árið þar sem skattaafsláttur knattspyrnumanna á Spáni verður í gildi, sem og að Ítalía er í slag um skattaívilnanir. Rooney vill að United taki á sig þessa skattahækkun með því að hækka laun hans þannig að hann fái sama í vasann og fyrir skattahækkun, ef United drífur ekki í því að hækka hann er hann að horfa í kringum sig, eða réttara, hann fær umbann til að “tékka á stöðunni” annars staðar.

  En sennilega er Ferguson að plotta þetta allt!!! Jesús…..

 36. Er þetta ekki komið á hreint með YB þarf eitthvað að ræða þetta meira. Frekar að ræða málin með hvað Liv, er að gera slappa hluti og eru að falla í sömu grifju og Leeds eða hvað?

 37. Maggi, mikið rosalega veist þú mikið hvað Rooney er að pæla. Hálf creppy.

 38. Már það er varla hægt að líkja Liverpool við Leeds. Annað liðið skuldsetur sig gríðarlega með leikmannakaupum, enn verst að þeir peningar gátu ekki keypt titilinn eins og Chelsea gerði, Liverpool hins vegar lendir í klóm americu og þeir skuldsetja liðið í botn. Liverpool hefur ekki verið öflugt á leikmannamarkaðinum síðustu 2 ár miðað við hinn liðinn. að líkja þeim saman er soldið óraunhæft, liverpool er bara eiga virkilega slæmt tímabil enn þeir koma vonandi sterkir á næsta ári. veit leiðinlegur frasi en kunnum við einhvern annan?

 39. Beggi: er þatta ekki svipað að peninga mál eru að skemma liðið, sama hvort það er út af leikmanna kaupum eða einhverjum kanaköllum, þá eru þetta illa rekið peninga lega séð og það virðist því miður koma niður á spilamnskunni.

 40. Skil svo ekki afhverju Liverpool er ekki að elstast við Adam Johnson hjá Boro. Hann er 22 ára, enskur, vinstri kantmaður og getur spilað á þeim hægri, er samningslaus í sumar og hefur verið langbesti maður Boro í vetur. Var ég búinn að segja að hann var samningslaus í sumar? Já og Man City er að elstast við hann. Förum í þessa baráttu!
  Vil einnig vita afhverju við erum ekki að elstast við Moses eða þennan spænska hjá Santander sem er orðinn frægasti maður Spánar þessa dagana. Fyrrnefndi fæst á 3 milljónir og eru flest stórlið Evrópu orðuð við hann (nema Liverpool) og sá síðarnefndi kemur frítt í sumar (þó einhverjar skaðabætur líklegar, um 3-5 milljónir Evra).
  Ég vona svo innilega að það sé eitthvað að gerast bakvið tjöldin í þessum málum. Sömuleiðis í málum Chamack. Stuðningsmenn Bordeaux halda ekki vatni yfir honum. Vil fá hann til liðs við okkur.
  Svo er ég prívat og persónilega hrifinn af David Bentley, enskur, ungur, baneitraðir krossar, góðar auka- og hornspyrnur og fæst á lítið miðað við hæfileika. Get lofað því að hæfileikarnir hans hurfu ekki við það eitt að flytja til London.
  Hér eru margir ódýrir möguleikar fyrir næsta sumar og nokkrir þeirra enskir og mjög svo vænlegir kostir. Einnig væri hægt að lokka Joe Cole frá Chelsea sem verður samningslaus en það er ólíklegt auk þess sem hann hefur verið meiðslahrúga í töluverðan tíma núna.
  Koma svo Liverpool menn, farið að styrkja hópinn aðeins. Hvernig væri það?

 41. Ég vona bara að Benitez fái einn striker. Það virðast öll liðin í kringum okkur í deildinni vera að styrkja sig. Tottenh,Birmingh. og fl. Man, city þarf nú ekki að styrkja sig, þeir eru fyrir með ca 12 góða strikera. ;-).

  Við náum ekki 4 sætinu í deildinni nema að fá einhvern, þó ekki væri nema að láni út þessa leiktíð. Einhvern framherja sem hefur reynslu af ensku PL.

  Það er ekki mikið eftir að janúar glugganum, verðum bara að vona það besta. Láta Daglish bara sjá um þessi leikmannakaup, hvernig væri það, svona í samráði við Benna. Óskhyggja, ég veit

 42. Það væri óráð að selja Benayoun. Það má ekki gerast.

 43. Ég vona að Liverpool fá Arda sem var mjög góður í EM og svo er það HM ár svo ég vona að séu margir Liverpool scoutar sem fylgjast með skærustu stjörnum í HM og næli í þá og svo að Lokka Chamack og Joe Cole og svo Serban Jovan þá verður Liverpool mjög góðir í næsta ári.

 44. Juventus vill Benitez, ef þeir fá hann ekki núna, þá fá þeir hann í janúar. Eina ástæðan fyrir því að ekki er búið að tilkynna um Zaccheroni sem þjálfara er sú að þeir eru að reyna ALLT til að fá Benitez núna. Zaccheroni verður bara lausn út tímabilið.

  Benitez er ítalskur þjálfari, það má ekki gleymast í umræðunni, hann lærði fræðin þar og talar ítölsku mun betur en hann mun nokkurn tímann tala ensku.

 45. Vonandi fá þeir hann núna, og Kuyt fari með honum í einhverjum pakkadíl 😀 Lífið er samt ekki svona gott 🙁

 46. Ég er samt skíthræddur um að Benitez muni frekar bíða eftir að verða rekinn frá Liverpool til þess að geta hirt feitan starfslokasamning, og taka síðan við Juventus næsta sumar. Ég er þó sæmilega bjartýnn og vonast innilega eftir að hann sjái sér fært að skilja við Liverpool í góðu og taka við Juventus sem allra allra fyrst og bíði ekki með að bjóða rausnarlega upphæð í Dirk Kuyt.

 47. Það væri óskandi að Juve myndi sjá sér fært að kaupa upp samning Benitez. Þá fengi Liverpool einhverjar milljónir í kassan og nýr stjóri fengi að nota restina af tímabilinu til þess að koma sínum hugmyndum á framfæri í stað þess að fá nokkrar vikur fyrir byrjun næsta tímabils.

  Hins vegar ber að taka þessum fréttum með fyrirvara eins og sögusögnum um nýja eigendur og sölu á Gerrad/Torres.

 48. 54 Nonni
  “””Juventus vill Benitez, ef þeir fá hann ekki núna, þá fá þeir hann í janúar. Eina ástæðan fyrir því að ekki er búið að tilkynna um Zaccheroni sem þjálfara er sú að þeir eru að reyna ALLT til að fá Benitez núna. Zaccheroni verður bara lausn út tímabilið.

  Benitez er ítalskur þjálfari, það má ekki gleymast í umræðunni, hann lærði fræðin þar og talar ítölsku mun betur en hann mun nokkurn tímann tala ensku.”””

  Nonni benites er víst Spánverji ekki Ítali og lærði þessi fræði á Spáni ekki Ítalíu þannig að hann verður sennilega verri í Ítölsku en hann er í Ensku 🙂

 49. En þetta slúður sem er í gangi um að benites sé jafnvel á förum strax rætist væri það jafn mikil hamingja fyrir mig og þegar húlli fór ef ekki bara meiri 🙂 hræddur um að það verði skálað og það bara talscert mikið og aftur þegar Hiddink tekur við.

 50. Fyrst hann er svona hræðilegur þjálfari eins og svo margir hérna vilja meina, af hverju eru þá Juve menn svona æstir í að fá hann?

  Maður spyr sig.

 51. Boggi Tona :

  Hvenær sagði ég að hann væri Ítali? Hann er ítalskur þjálfari, veistu hvað það þýðir? Og hann lærði fræðin á Ítalíu. Hann talar reiprennandi ítölsku, annað en hægt er að segja um hans ensku.

 52. Ekki hef ég nú kannski sagt að hann væri hræðilegur þjálfari almennt en það sem hann er búinn að gera við þetta Liverpool lið á 5 árum er ég ekki sáttur við og það er ekkert sem segir mér að liðið komist úr þessari krísu sem það er í með hann sem stjóra. þessvegna hef ég viljað hann burt síðan snemma árs í fyrra og ég get vel skilið að menn séu búnir að kalla hann hitt og þetta og hef ég gert það sjálfur oftar en einu sinni og kem ekki til með að skammast mín fyrir það, en að segja að hann sé lélegur þjálfari almennt er kannski ekki rétt honum gekk sæmilega á Spáni og gæti lagað lið Juventus en það þarf nú sennilega engan snilling til þess miðað við gengið þar.

 53. Úpps ok Nonni sorry hef bara misskilið þetta hjá þér ekki illa meint 😉

 54. “Fyrst hann er svona hræðilegur þjálfari eins og svo margir hérna vilja meina, af hverju eru þá Juve menn svona æstir í að fá hann?”

  Hafliði varst þú ekki á því að Houllier væri kominn á endastöð með liðið á sínum tíma? Amk var ég og flestir aðrir þeirrar skoðunar. Þó að Houllier hafi ekki verið rétti maðurinn fyrir Liverpool þá fór hann til Lyon og gerði þá að frönskum meisturum nokkur ár í röð. Ég myndi seint segja að hann væri hræðilegur þjálfari.

  Souness hafði gert Rangers að skoskum meisturum mörgum sinnum, engu að síður tel ég hann reyndar hræðilegan þjálfara þar sem honum tókst á skömmum tíma að breyta Liverpool úr besta liði Englands í miðlungslið og hefur hvergi utan Skotlands náð að stýra liði með góðum áfrangri.

  Og vissulega náði Benitez frábærum árangri með Valencia og flestir viðurkenna hann sem frábæran þjálfara þó svo hann virðist vera búinn að missa tökin hjá LFC. Kæmi mér ekkert á óvart þó hann næði góðum árangri á Ítalíu, fari hann þangað. Og hvers vegna ætti hann ekki að fara?Amk efast ég um að Barcelona séu að bíða eftir honum og ólíklegt er að hann vilji sjálfur fara til Real Madrid. Þess vegna hlýtur Juventus að teljast spennandi kostur fyrir hann. Stjóri sem hefur unnið meistaradeildina, FA cup, spænsku deildina tvisvar og UEFA cup getur vart talist slakur þjálfari.

 55. Strákar eruði samt bunir að pæla virkilega í því hvað Alonso var mikill blóðmissir? hann stjórnaði þessu liði. Kenni þessu alfarið um það og Benitez að hafa verið nógu kaldur að kaupa meiddan ítala(í marga mánuði)inní nýja deild, gæti verið að Barry hafi verið fyrsta skotmark en hann valdi rísandi risa heldur en minnkandi, og að hafa misst Alonso þó að það sé vitað að hann vildi fara. Kannski hélt hann að Gerrard og Torres system-ið myndi virka í vetur án Alonso að stjórna allri umferðinni. Lagði of mikið traust á Lucas ? lofaði hann svona góðu í fyrra ? En meiðsli og annað á auðvitað hlut í þessu, Gerrard-Torres systemið er ekki búið að vera gott lengi, Mascherano er bara ekki að spila jafnvel og á fyrstu leiktíð, gæti verið þessi basic truflun í leikmönnum eftir að vera orðaður við aðra stórklúbba ? gæti verið..

  Kannski allt bara bull í mér, en bara pælingar. Vonum eftir betra gengi 🙂

 56. Mikið væri það nú gaman ef Juve myndi sjá sér fært um að kaupa upp samning RB. Og það er nátturlega bókað mál að Kuyt færi með honum, enda eru þeir óaðskiljanlegir. Menn voru nú að tala um að hann gæfi honum gott í kroppinn einstaka sinnum, en það er önnur saga. Þetta væri drauma pakkatilboð, Juve kaupir upp samning RB og fá Kuyt með í kaupbæti. Vá kannski of gott til að vera satt.

 57. Ég er ekki alveg að ná notkuninni á kommentakerfinu hérna. Geta menn ekki gefið “upp” á góð komment og “niður” á léleg komment? Komment eins og 48 svo með 2 upp og 2 niður, algjörlega hlutlaust komment sem ætti ekki að fá neinn þumal. Væri óskandi að menn gætu notað þetta á skynsamlegan hátt, eins og er þá er þetta júsless.

 58. Kalli það er alveg hlutlaust þegar við erum að tala um svona 10 upp eða niður og hefur ekki áhrif á póstinn sem slíkan. En góðir póstar fá venjulega meiri athygli og slæmir hverfa, þar er þetta að virka að mínu mati.

 59. Kalli (#71), ég tek að vissu leyti undir með þér. Ég held að mönnum finnist stundum að þeir verði að fara á alla ummælalínuna og gefa hverju einasta kommenti annað hvort upp eða niður þumal. Kerfið virkar ekki þannig, það virkar best ef menn láta alveg vera að þumla nema þeir sjái sérstaka ástæðu til að gefa upp eða niður. Sum ummæli geta alveg verið hlutlaus, menn þurfa ekki alltaf að vera jákvæðir eða neikvæðir í garð ummæla.

 60. http://www.guillembalague.com/rumores_desp.php?titulo=Anfield%20strategy%20and%20investment%20should%20convince%20Benitez%20to%20stay&id=261

  Vona að margt sé til í pistli Balague, hef rætt það hér og annars staðar að annað tveggja er í gangi á Anfield:

  A) Long term planning eða skipulag til lengri tíma. Það þýðir væntanlega nýr völlur í gang í vor, nýtt fjármagn á næstu mánuðum og stórt sumar í leikmannakaupum í vændum, óháð CL þátttöku.

  B) Bankrupcy belief eða trú á gjaldþrot. Hver höndin vinnur upp á móti annarri og menn toga í ólíkar áttir. Leikmenn, stjóri og stjórn hvert á sínum kanti og engir peningar til. Ef við komumst ekki í CL verður liðið í mikilli hættu á að missa flesta sinna lykilstarfsmanna, leikmenn og þjálfara.

  Ég vona að plan A sé í gangi eins og Balague vonar….

 61. sammála magga um Long term planning og að einhverjir sugardads komi inn í Lið og dælir inn pening

Wolves 0 – Liverpool 0

Bolton á morgun