Glugginn: ein vika eftir

Í dag er nákvæmlega ein vika þangað til félagaskiptaglugginn lokar í bili. Hingað til hafa okkar menn gert ágætis viðskipti – losað sig við Dossena og Voronin, fengið Maxi Rodriguez inn – en það er vert að skoða hvað slúðrið segir að geti gerst næstu vikuna.

Samkvæmt slúðurpakka Guardian (og fleiri miðlum) er Liverpool búið að bjóða Milan Jovanovic samning fyrir sumarið. Ég veit ekki mikið um þennan leikmann en hann er markahæsti maður Standard Liege, 28 ára Serbi sem kallaður er „Snákurinn“ og hann getur víst líka spilað á vinstri kanti. Það er athyglisvert að við séum að bjóða bæði honum og Marouane Chamakh hjá Bordeaux samning á frjálsri sölu í sumar. Er Rafa að vonast eftir að fá annan af þeim eða báða?

Þá segir sami slúðurpakki að Dynamo Moskva ætli að bjóða stórt í Yossi Benayoun þessa vikuna, að sögn einhverjar 7m punda. Ég veit að Rafa vantar pening til að geta keypt Kenwyne Jones en ég verð að viðurkenna að ég sé ekki vitið í að selja einn af þeim sem er að spila virkilega vel til að kaupa annan sem gæti kannski spilað vel. Mögulega. Hugsanlega. Efast því um að af þessu verði.

Ég væri frekar til í að sjá okkur selja Ryan Babel uppí kaupin á Jones frá Sunderland, en Click Liverpool (sem ég veit ekki hvort við getum talið áreiðanlegan miðil) halda því fram að Arsenal ætli sér að berjast við Birmingham og fleiri lið um Babel. Sumir eru hikandi við tilhugsunina um að missa Babel til keppinauta okkar en ég myndi fagna því. Halda menn að hugarfarið hjá Babel – sem er höfuðástæða þess að hann er ekki að spjara sig hjá Liverpool – yrði eitthvað öðruvísi hjá Arsenal og hann myndi því skyndilega vera stórkostlegur þar? Seljum hann, hirðum peninginn af þeim ef við getum.

Sama frétt segir svo loks að ónefnd ítölsk lið ætli að reyna að fá Damien Plessis fyrir lokun gluggans. Yrði kannski ekki mikil eftirsjá af honum en þó hélt ég að hann væri einn af fáum sem ætti séns í aðalliðið til lengri tíma. Við höfum þó orðið fyrir vonbrigðum með efnilega stráka áður.

Þetta er svona það helsta. Jovanovic og/eða Chamakh í sumar, Jones frá Sunderland í vikunni EF við getum selt Babel fyrst og Moskvu-liðar að reyna við Yossi en fá hann sennilega ekki.

Vika eftir. Sjáum hvað setur, hvað er mikið til í slúðrinu.

39 Comments

 1. Ef leikmaður kemur frítt þá geta það varla talist slæm kaup. Ef hann stendur sig illa þá þarf aðeins að selja hann á hærra verði en launin hans hafa verið og þá eru kaupin strax orðinn góð. Tala ekki um ef hann nær að setja nokkur mörk.

  Ég fagna allri samkeppni frammi en viðurkenni að ég hef aldrei séð þennan Serba né Chamack. Þeir hljóma nú samt alveg fínir kostir í framlínuna miðað við efni og aðstæður. Kannski koma þeir báðir og Jovanovic er ætlaður á kantinn en Chamack framm. Þetta gæti verið mjög góð bæting á liðinu, tala ekki um ef allt fer á versta veg þá ætti að vera hægt að selja þá fyrir töluverðar upphæðir miðað við þann áhuga sem er sýndur á þessum tveimur leikmönnum nú.

  Með Yossi, þá hefur hann sannað sig að hann er meira en 7 m/p virði. Ef Babel er talinn fara á 10-11 þá ætti Yossi að fara á 15-17 kúlur. Vil alls ekki missa þennan leikmann, hvað þá fyrir svona Rússaklink.

 2. Ég væri til í að halda Babel, ef það væri hægt að fá nýja headpakkningu í hann.Gaurinn hefur nefninlega mikið “potential”.
  En ef við gætum fengið fyrir hann 9 mills þá má hann fara mín vegna.Helst myndi ég vilja að hann færi þá frá Englandi en ekki til t.d Arsenal ef ske kynni að hann myndi blómstra.En þó það sé nú annað mál:verður Stebbi G með á morgun,vitiði það?

 3. ( af bbc vefnum)
  1008 GMT: Valencia forward David Villa has given the clearest indication yet that he is prepared to move to the Premier League. Manchester United and Liverpool have both been linked to the Spain striker. (Spanish Newspaper AS)

  Persónulega mundi ég villja fá Huntelaar:
  While Everton look at ways to raise Huntelaar’s £65,000-a-week wages, the Dutchman is also interesting Tottenham, Arsenal and Liverpool.
  http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1245743/Everton-enter-race-Tottenham-Liverpool-Arsenal-sign-Dutch-forward-Klass-Jan-Huntelaar.html?ITO=1490

 4. Það væri ekki rétta “movið” að selja Yossi núna þar sem við þurfum á öllum léttleikandi og skapandi leikmönnum okkar að halda það sem eftir er af tímabilinu. Þurfum nauðsynlega að styrkja okkur frammi og ég hefði viljað fá annan hvorn þessara manna til okkar í Janúarglugganum. En Benítes er e.t.v á því að leysa framherjavandann þannig að setja Maxi á hægri vænginn og Kuyt fram sem hljómar ekki vel þrátt fyrir síðasta leik hjá Kuyt. Ég held að allir LFC áhangendur vilji fá nýtt blóð í framherjastöðuna. En nú getur maður ekki beðið eftir leiknum á morgun sem verður að vinnast eins og flestir þeir leikir sem eftir eru af tímabilinu. Wolves 0 – 2 Liverpool. YNWA

 5. væri nú til í að fá Robinho sem ætlar fara frá Man City þótt að er mjög ólíklegt og ég vil líka sjá Liverpool krækja Huntelaar í stað þess að Everton eða Tottenham taki hann svo vona ég að sumar verði gott fyrir Liverpool og við fáum Milan Jovanovic og Marouane Chamakh frítt.

 6. Ziggi ég vona að þú hafi verið að djóka með Robinho svoleiðis skíta karakter er ekki velkominn á Anfield

 7. Nkl. Andri, ef Babel er ekki með hausinn í lagi þá er Robinho ekki með haus

 8. David Villa og David Silva og málið steinliggur.

  Allt í lagi að láta sig dreyma 🙂

 9. Robinho væri nú nokkuð góð kaup fyrir Liverpool betra en K. Jones Frá Sunderland og þótt að hann getur verið ekki skemmtilegan persónuleika en hæfileikar í heims klassa leikmann sjá bara hvernig Cassano er standa sig vel í ítölsku deildinni eftir hafa farið R. Madrid.

 10. Ziggi nr 9 – Cassano … sá sem var tekin úr hópnum hjá Samp. í vikunni eftir 9 leiki án sigurs ? Einn latasti leikmaður sem sögur fara af ….

  Robinho, ég hef nú ekki séð mikið af hans umtöluðu hæfileikum – sýnist hann vera enn eitt dæmið um leikmann sem var efnilegur en hefur ekki náð að fylgja því eftir. Hefur verið til vandræða hjá meirihluta (öllum ?) áfangastaða hans.

  Sammála mönnum hér að ofan, Yossi má ekki fara, hvað þá fyrir jafn hlægilega upphæð og nefnd er hér að ofan. Babel á 9m, Robinho 35m, Yossi á 7. Hver hefur spilað best af þessum þremur s.l. 12-18 mánuði.

 11. How the mighty have fallen!
  Liverpool að glíma við Birmingham um að fá 28 ára gamalt nóbodí frá Belgíu…

 12. Það er einnig talað um Arda Turan, Hvort sem það yrði með skiptum á Babel + 3 millur eða þá að Babel yrði seldur og peningurinn notaður í Turan. Benitez mun EKKI selja Yossi á 7 millur og jafnvel ekki á 10 millur.
  Jones mun ekki koma til Liverpool en ég er nokkuð spenntur fyrir Chamack sem kæmi þá ekki fyrr en í sumar en á meðan þá vildi ég fá Huntelaar á láni frá Ítalíu.

 13. Hvernig geturðu fullyrt Kristján Atli að hugarfar Babel sé ábótavant(þveröfugt miðað við það sem maður les frá honum sjálfum) frekar en að ástæða þessa alls sé slæm meðferð Benitez á honum….sem ég verð að segja fyrir mitt leiti mér finnst alls ekki svo ólíkleg. Ég er algjörlega sannfærður um að Benitez er alls ekki saklaus í þessu Babel máli og að Babel mun blómstra undir stjórn Wenger.

 14. Er ég einn um að vera ekkert spenntur fyrir þessum Jones ?? Ef hann væri svona góður afhverju eru lið eins og Chelsea, Man U og Arsenal ekki orðuð við hann. Eða hvað þá Man City sem getur borgað hvað sem er. Nei ég er ekki ýkja spenntur fyrir honum og vona að það sé ekki að fara að gerast að hann sé að koma. Myndi frekar vilja Heskey aftur en hann. Annars hljómar þessi Jovanovic vel og einnig Chamkah. Hvernig þeir spjara sig svo ef af vistaskiptum verður verður að koma í ljós !

  Ég er sammála pistlahöfundi með Babel. Hann er alveg búinn að brenna allar brýr að baki sér og ég á mjög erfitt með að trúa því að Wenger hafi áhuga að fá svona vælukjóa í sitt lið. En hann má fara til Man U mín vegna, gæti ekki verið meira sama !

  Það er auðvelt að nefna menn eins og Villa og Silva en menn eru í draumheimi með það, eigum ekki fyrir þeim núna ! Tottenham virðist vilja selja Robbie Keane þannig að afhverju ekki versla hann tilbaka. við vitum alveg að hann getur betur en hann var hjá Liverpool.

 15. “Myndi frekar vilja Heskey aftur en hann”

  Nú, er Man U, Man C, Chelsea og Arsenal á eftir honum?

 16. Hvernig væri að næla í Gylfa hjá Reading? Efnilegur piltur og kostar eflaust pínötts.

 17. Á svo ekki að fara henda upp (inn?) upphitun ? maður er orðinn verulega spenntur fyrir leiknum !

 18. Gunnnar Ingi ég held að aðalvandamál Babel sé spilamennskan þótt að þetta stöðuga tuð í honum hjálpi ekki. Hann hefur fengið fjölmörg tækifæri en nýtt þau mjög illa. Á fyrsta tímabilinu átti hann ágætar innkomur sem varamaður en var vanalega dapur þegar hann fékk að byrja inná. Á síðustu tveimur árum hefur spilamennska hans farið hrakandi, innákomur hans verið mjög daprar og síðan nýti hann tækifærið einstaklega illa á móti Tottenham þegar hann fékk óvænt að byrja inná. Það eru margir á þeirri skoðun að döpur spilamennska Babel sé út af því að hann hafi ekki fengið nógu mörg tækifæri, en benayoun hefur heldur aldrei verið fastamaður og var á eftir Babel í röðinni þegar þeir gengu báðir til liðs við félagið. Munurinn er hins vegar að Benayoun spilar fyrir liðið og er tilbúinn að leggja sig fram ólíkt Babel.

 19. Sælir félagar
  Þakka KAR kærlega fyrir að koma með nýtt upplegg á síðuna. Ég var að verða að steini af þessari endalausu RB umræðu. Ég er hræddur við að selja Babel “innanlands”. Það gæti verið að hausinn á honum hrykki í lag og hann yrði skeinuhættur annarstaðar.

  Veit ekki hvað ég vil í þessu efni en bíð rólegur eftir hvað gerist. Hitt er svo annað að Benayoun er örugglega ekki á förum og það allra síst í gúlagið.

  Það er nú þannig

  YNWA

 20. Er ég sá eini sem þoli ekki þegar menn tala um “mills”? Að fá níu mills fyrir Babel?

 21. @Ziggi
  “Robinho væri nú nokkuð góð kaup fyrir Liverpool betra en K. Jones Frá Sunderland “

  Það er ástæða fyrir því að Robinho fær ekkert að spila hjá MC, sama ástæða og hann var tekin út úr hópnum og seldur við fyrsta tækifæri hjá Real. Maðurinn er “of stór” fyrir þessa klúbba og vælir í fjölmiðla í hvert einasta skipti sem hann spilar ekki. Fyrir utan það, þá hefur hann ekkert sýnt sínasta árið þegar hann hefur fengið sénsa… maðurinn var tekinn útaf eftir 29 min á móti United í seinustu viku og það var ekki út af því að hann var meiddur eða að Mancini var að breyta um leikskipulag.

  @Ásmundur
  “Það er einnig talað um Arda Turan, Hvort sem það yrði með skiptum á Babel + 3 millur eða þá að Babel yrði seldur og peningurinn notaður í Turan.”

  Turan er ekki að koma, þeir (Galat.) sögðu nei við 30 millu tilboði Juve seinasta sumar, sé ekki hvernig þeir ætla að segja já við Babel + 3millum.

 22. Það væri alveg týpískt að Babel myndi blómstra hjá Arsenal og verða 10-15 marka maður á tímabili, eitthvað sem hann hefur aldrei gert hjá Liverpool. Selja hann í minni klúbb eða úr landi að mínu mati, ekki til Arsenal. Við verðum hreinlega að fá framherja í janúar glugganum. Kví ekki að reyna við Huunterlaar, hann ætti að geta eitthvað.
  Svo vil ég ekki heyra á Robinho minnst á þessari síðu. Þetta er þvílíkur pappakassi sem lítur greinilega á sig sem einhverja ósnertanlega stjörnu. Enginn maður er stærri en klúbburinn og er hugsunarhátturinn hjá honum ekki sæmandi knattspyrnumanni. Aldrei og þá meina ég ALDREI til LFC.

 23. Robinho kemur aldrei til Liverpool. Annars finnst mér menn verða að sýna geðveiki manna eins og hans og t.d. Diouf skilning, þó þetta séu út á við hreinræktaðir hálfvitar. Robinho til dæmis elst upp í einhverju helvíti í brasilíu, er svo skyndilega orðinn milljónamæringur með heiminn að fótum sér, lendir í því að mömmu hans er rænt af mannræningjum og fleira. Auðvitað finnst manni eðlilegt að svona menn sýni auðmýkt en það er bara ekki allra að ganga í gegnum svona lífsbreytingar og bara verða einhverjir dýrlingar í vestrænu samfélagi sem var álíka framandi fyrir þeim og tunglið fyrir nokkrum árum.

 24. Ef að Babel er svona lélegur þá er auðvitað best að senda hann til Arsenal og fá sem mest fyrir hann!

 25. Að mínu mati hefur Babel allt sem góður knattspyrnumaður þarf – nema e.t.v. hausinn – þá á ég við hugarfarið og ákvarðanatöku.

  Ef einhver þjálfari getur náð að koma þeim hluta leiks hans í lag þá hefur hann alla möguleika á að vera heimsklassaleikmaður. Ef Liverpool ætlar á annað borð að selja hann þá vil ég helst sjá hann úr landi – það síðasta sem ég vil sjá er okkar leikmaður “meika” það ehstaðar annarsstaðar þegar við gátum ekki notað hann og/eða hann ekki spilað nægilega vel þegar hann hefur fengið tækifærin.

 26. Ég er alveg sammála þér Eyþór Guðj. EF það á að selja Babel, þá vil ég alls ekki að það verði til samkeppnisaðilana því hann skortir ekki hæfileika…það þarf bara að beisla þá betur. Þar vil ég meina að Rafa komi mikið við sögu.

  Momo: Ég skil hvað þú ert að meina og er af vissu leiti sammála. Þessar fáu mínútur sem Babel hefur fengið hefur hann oftast ekki nýtt nógu vel. EN, hefur hann fengið jafn mikið traust og t.d. Crouch fékk, Dirk Kuyt er að fá og Lucas þrátt fyrir afar misjafnar frammistöður þessara leikmanna? Það er þessi þáttur sem ég er óánægður með hjá Rafa. Hann er með gríðarlega hæfileikaríkan mann og er ekki að ná neinu út úr honum. Það finnst mér ákveðið áhyggjuefni því okkur vantar klárlega meira flair og creativity í liðið okkar í stað endalausra glaupagikka og baráttuhunda, þó þeir séu nauðsynlegir inná milli.

 27. Ég gæti nú trúað að Babel væri í dag byrjunarliðsmaður hjá Arsenal hefði hann farið þangað í stað Liverpool. Wenger er þekktur fyrir að gefa ungum mönnum séns og hafa trú á þeim en benites gerir ekki mikið af því enda fara flestir þessir ungu menn burt eftir einhver ár í unglinga og varaliði Liverpool.

 28. Er ég sá eini sem þoli ekki þegar menn tala um “mills”? Að fá níu mills fyrir Babel?

  Er ég sá eini sem er ekki með Vagínu hérna?!!!! spurning um að senda bara vælubílinn til þín Bogi af því mér varð það á að skrifa “mills” í stað milljónir punda.Vá

 29. Það er allavega mun betra að fá 9 mills fyrir Babel heldur en Danny Mills 😉

 30. Babel kann ekki að skalla og klúðrar dauðafærum eins og að drekka vatn en hann er fínn á vinstri/hægri kanti þar sem hann er ekki mikið í boxinu og getur ógnað með hraða sínum.

 31. Þetta er ekki spurning hvað eigi að kaupa, heldur hvað eigi að losa sig við.

Þegar illa gengur!

Úlfarnir á morgun…