Liverpool 2 – Tottenham 00000000000000

Mikið fáránlega er ég á útopnu ánægður núna. Var að hugsa um að setja inn afar stutta leikskýrslu a la KAR og setja apann inn aftur, bara í öðrum athöfnum. Eeeen, gerum þetta nú almennilega þar sem ég sé hreinlega ALDREI um leikskýrslur. Tek það fram að ég sá ekki leikinn…En liðið var svona:

Reina

Carragher – Skrtel – Kyrgiakos – Insua

Degen – Lucas – Mascherano – Riera
Aquilani
Kuyt

Á bekknum: Cavalieri, Pacheco, Darby, Spearing, Ngog, Maxi Rodriguez, Babel.

En hvað með það, þetta byrjaði ágætlega, eða öllu heldur frábærlega. Babú fékk óskina uppfyllta, Kuyt einn frammi og skoraði strax á 8. mínútu. Virkilega vel gert og hreinlega ekkert um það meira að segja, týpískt framherjamark og setti hann bara nett í hornið. Hann átti nú heldur betur eftir að koma við sögu í leiknum, klúðraði ansi hreint betri færum en þetta, færum sem við ættum hreinlega ekki að minnast aftur hér á. Hann skoraði þó markið, come on.

Ég verð hreinlega að segja það að ég var ákaflega ánægður með baráttuandann sem liðið sýndi frá fyrstu mínútu þessa leiks. Menn gáfu sig í alla bolta og ekkert gefið eftir. Ég var fáránlega svartsýnn fyrir þennan leik, en þetta var ennþá sætara fyrir vikið. Hvernig menn gáfu sig í þetta sýnir í mínum huga að Rafa (hvaða álit sem menn hafa á hans framtíð) er ekki búinn að tapa “klefanum”. Ef hann væri búinn að tapa klefanum þá væri ekki svona barátta í liðinu. Menn voru ákveðnir frá fyrstu mínútu í að sýna sig og sanna, burtséð frá því hvort Gerrard, Torres, Benayoun og Johnson væru fjarverandi. En ég verð líka að viðurkenna það að ég var afar ánægður að sjá Albert Riera í liðinu, sagði hér þegar liðið var kynnt til leiks að við hefðum saknað hans, og hann var virkilega góður og er með meiri boltatækni heldur en flestir aðrir í liðinu.

Ég hugsa að þetta sé fyrsta leikskýrslan sem er skrifuð í beinni á Players, og allt í kringum mig eru ákaflega ánægðir Poolarar. Ég veð úr einu í annað hérna, en hérna eru nokkrir sem vilja hafa áhrif á skýrsluna og við leyfum þeim það bara. Menn eru bara ánægðir og þá sérstaklega með baráttuna í liðinu og hún hófst í síðasta leik, allt annað að sjá viljann, gredduna og ákveðnina.

En aftur að leiknum sem slíkum. Við vorum ferlega heppnir á köflum. Klárt brot á Crouch inni í teig, peysutog og ekkert annað. Eins skoraði Defou löglegt mark, en línuvörðurinn klikkaði og dæmdi rangstöðu. Það voru reyndar stór mistök hjá Reina, sem annars átti gjörsamlega frábæran leik. Þó ég yrði skotinn í hausinn, þá væri ég ekki jafn fljótur niður eins og Reina.

Við fengum færin svo þegar á leið leikinn, en nýttum þau illa. Ég var nokkuð sáttur við að Ngog færi á bekkinn fyrir leik, þar sem hann var afar slakur gegn Stoke, en þvílík innkoma. Og skiptingarnar hjá Rafa gengu fullkomlega upp í kvöld, fullkomlega. Ég hef oft gagnrýnt hann fyrir skiptingar, en ekki í kvöld. Ngog átt hreint út sagt frábæra innkomu, fékk svo vítið sem Kuyt skoraði úr. Var Kuyt ekki annar sem þrennu? Sá hann skora 3 mörk. (ætla ekki að koma inn á klúðrið hans, enda er það gleymt)

Það er ekki hægt að skrifa þessa skýrslu án þess að minnast á nokkur önnur nöfn. Degen, Kyrgiakos og Skrtel. Loksins, loksins, loksins, loksins, Skrtel var aftur hann sjálfur. Hann var frábær, vægast sagt. Kyrgiakos var frábær líka, og ef ekki væri fyrir færið sem hann klúðraði, þá var þetta nánast fullkominn leikur hjá honum. Degen…já Degen. Hann kann alveg fótbolta, en er fáránlega óheppinn. Menn reyndu hreinlega að myrða hann trekk í trekk, og sama með hann, fáránleg ákvörðunartaka hans þegar hann ákvað að klára ekki leikinn, heldur gefa slaka sendingu á Kuyt, gerði það að verkum að hann var ekki jafn frábær og maður var búinn að mynda sér skoðun um. En hann kann klárlega fótbolta.

Það er í rauninni enginn maður í liðinu sem ég vil gagnrýna í dag, þrátt fyrir að við höfum ekki verið að sýna okkar besta leik, í rauninni langt frá því. Sigur vannst, menn lögðu sig fram og það er það sem maður fer fram á, fyrst og fremst. Ég var svartsýnn fyrir leikinn, ennþá ánægðari fyrir vikið, en þetta blessaða lið okkar er svo afar nálægt hjartanu í manni að ég mun aldrei, ALDREI, hætta að styðja það.

Maður leiksins: Kyrgiakos (samt smá Reina, Skrtel og Riera)

En nú er Helgi farinn að bíða eftir mér og KA kvikindið Árni Þór kominn með annann bjór í hönd, þannig að ég þarf að klára þetta. Þetta er ekkert flókið, YNWA, við unnum, Players…Over and out.

133 Comments

  1. Vá hvað þetta var mikill léttir. Núna sést í sólina og það byrjar að birta til. Aquilani, Mascherano, Kyrgiakos, Skrtel, Riera og Kuyt voru frábærir. Einnig var Lucas og Insua alls ekki svo slæmir (lesist góðir) og innkoman hjá Ngog var frábær.
    Vona að þessi sigur vindi upp á sig og Rafa heldur þessum baráttuanda í búningsklefanum, þá getum við bókað okkur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2011.
    Rauður þangað til ég er dauður! YNWA!

  2. Góður sigur og flest allir að standa sig vel. Tröllið með taglið kemur eins og ferskur andblær í vörnina.
    Loksins erum við betri aðilinn í leiknum eftir fádæma slappa spilamennsku. Ég fór reyndar að rýna í form liða í deildinni og kom í ljós að aðeins Arsenal hefur hlotið fleiri stig en við í síðustu 6 leikjum, Ég er ekki viss um að allir hafi áttað sig á því.
    Í síðustu 6 kemur þetta svona út:
    Arsenal 16
    Manutd 13
    Liverpool 13
    Chelsea 12
    Mancity 12

  3. Þvílíkur baráttusigur !
    Frábært að sjá loks almennilegan Liverpool baráttuanda…. Góður leikur í alla staði, opinn, skemmtilegur, hraður og menn voru greinilega vel stemmdir……..
    Óheppnir að skora ekki nokkur í viðbót…
    Kuyt frábær, Kyrgiagos frábær aftur, Riera hættulegur ( vá hvað við höfum saknað hans ) , Skrtel sýndi gamla takta……

    Koma svo !!!!!!!!!!!!!!! :):):)

    Áfram LFC !!!

  4. “Tek það fram að ég sá ekki leikinn.” Mér finnst þú vita ótrúlega margt um leikinn án þess að hafa séð hann…. spúkí sjitt.

  5. Grikkinn klárlega motm. Át allt sem kom inná teiginn og Crouch sást varla í leiknum.
    YNWA

  6. Fín skýrsla og frábær leikur loksins;) Ég hef verið á því að Rafa sé búinn að tapa klefanum en eftir þennan leik get ég alveg fallist á að hann hafi smá ítök þar ennþá. Það er í raun lítið um leikinn að segja umfram það sem kemur fram í skýrslunni, auðvitað eru atriði sem hægt er að tína til en ég ætla ekki að fara í þar sem ég ætla að njóta kvöldsins eftir þunglyndið undanfarið. Ég er að vísu ósammála því að það hafi verið rangt að dæma markið hjá Defoe af, hann kom úr rangstöðunni, snéri við og setti pressu á varnarmanninn…hversu oft hefur maður dæmda rangstöðu á svona atriði? En mér er svo sem nákvæmlega sama, sigur og 3 stig duga mér fram að næsta leik;)

  7. Flottur leikur, stórglæsileg barátta, magnaðar innáskiptingar og síðast en ekki síst 3 ótrúlega ljúf stig! Splæsi bara einkunni 10 á línuna, ekkert endilega fyrir stórglæsilegan sambabolta heldur fyrir baráttu og vilja! 🙂 Leiðin hlýtur bara að liggja uppá við með hækkandi sól!

    p.s. var að frétta að Paris hans Ronaldo hafi verið að fatta að sæti sykurpúðinn sinn spilaði ekki með Liverpool eins og hún hélt og hún lét seiðkarlinn sinn aflétta álögunum í dag! Hugsa að Real fari að tapa stigum í gríð og erg á næstunni 🙂

  8. Og já seiðkarlinn ruglaðist líka eitthvað með Ronaldo og Torres 🙂 Fáum heilan og sprækan Torres eftir 5-6 vikur sem helst heill og ótrúlega sprækur fram til 2014 allanvega 🙂 YNWA

  9. hahahaha sammála Didda #5…. SSteinn _“Tek það fram að ég sá ekki leikinn.” Mér finnst þú vita ótrúlega margt um leikinn án þess að hafa séð hann…. spúkí sjitt. – sá ekki leikinn en fannst baráttuandinn í liðinu frábær….. heheheh

  10. Þeir hjá SkySports voru með mann á línunni sem kom með sérstaka innkomu á ca. 75 mín en þá hafði Harry Redknapp alveg farið yfirum því þegar hannn ætlaði að setja Bassong inná og í ljós kom að Bassong var ekki einu sinni í stuttbuxum! Það þurfti því að fara að leita og finna stuttbuxur á kappann og koma honum svo inná …

    En annars var þetta fyrst og fremst vinnusigur, allir lögðu sig fram og gerðu sitt. Miðvarðaparið átti hreinlega fanta góðan leik og þrátt fyrir mistök Reina á einum tímapunkti þá átti hann nokkrar alveg frábærar markvörslur í leiknum og sýndi að hann er án nokkurs efa besti markvörður deildarinnar.

  11. þetta var alveg snildar sigur Reina var frábær vörninn var öll góð þeir voru bara allir góðir Aquilani, macca,Reina og grikkinn vera bestir og djöfull var gaman að sjá Riera það er sko á hreinu að við erum búinn að sakna hans og hann á bara eftir að verða betri fyrir okkur núna líka gaman að sjá Ngog koma inná og vera góður en snildar sigur 3 stig takk fyrir og það er bara 1 stig i 4 sætið

  12. Hressandi svona live skýrsla!

    Þetta var afar kærkominn sigur og flott frammistaða í kvöld.

    Loksins féll eitthvað með okkur og Howard Webb sem er himinn og haf betri dómari en t.d. Lee Mason var frekar á okkar bandi ef eitthvað var. Það gerist ekki á hverjum degi.

    Reina hafði ekki mikið að gera en varði þó frábærlega þegar á þurfti og þá sérstaklega í lok fyrri hálfleiks. Vörnin var mjög solid, Carrargher gerði sitt allra besta til að troða tuði mínu fyrir leik rakleitt til baka sömu leið með góðum leik. Hann er auðvitað alls ekki góður bakvörður en hann var sannarlega að gera sitt allra besta og leiddi liðið vel. Át allt sem að honum kom frá vinstri kantinum og átti t.a.m. að eiga stoðsendingu eftir flotta sendingu fyrir á Riera (sem skallaði í slá).

    Hinumegin var Insúa frábær og átti sinn langbesta dag í mjög langan tíma og pakkaði króatanum gjörsamlega saman.

    Ef við snúum okkur svo að miðvörðunum þá er nokkuð ljóst að Kyrgiakos og Skrtel væri alls ekkert drauma miðvarðapar fyrir svona rúmri viku. En eftir mjög góðan leik hjá Guðmávitahvaðopolus gegn Stoke tók hann það á næsta level í dag og bara pakkaði Crouch saman í leiknum og sá um Defoe þegar á þurfti að halda. Frábær leikur og bárátta hjá Kyrgiakos… jafnvel Sami Hyypialegur leikur hjá honum og það hefur vantað gegn liðum sem hafa hávaxna leikmenn. Skrtel var einnig mjög góður og báðir hefðu þeir meira að segja átt að skora í leiknum. Færið sem Skrtel fékk var kannski erfitt en færið sem Kyrgiakos glutraði var rétt búið að brjóta borðið mitt.

    Miðjan var síðan þétt í dag, Mascherano var að gera sitt mjög vel og Lucas einnig þó hvorugur hafi verið gáfulegur framávið. Aquaman var mjög flottur í byrjun og raunar allann tímann sem hann var inná. Klárlega besti leikur ítalans til þessa hjá Liverpool, hann þarf bara fleiri mínútur.

    Á kantinn vildi ég fá Rodriguez en verð þó að viðurkenna að Degen slapp alveg til í kvöld, hann getur hlaupið og er ekki alveg eins vonlaus og af er látið. Það sást líka í leiknum afhverju maðurinn er alltaf meiddur!! Á móti eru allar líkur á því að góður kantari eins og Rodriguez hefði allt eins getað pakkað arfaslökum Bale saman.

    Hinumegin var frábært að fá Riera inn, okkur hefur vantað hann sárlega og þurfum hann í form í lokahnykk tímabilsins.

    Frammi var Kuyt síðan mjög öflugur, stakk orðum mínum fyrir leik líka snyrtilega ofan í mig líkt og fram kemur í skýrslunni (það var sannarlega kominn tími til). Hann var var heilt yfir mjög góður sem second striker í leiknum. Það er ekki honum að kenna að hann var ekki með neinn fyrir framan sig. En þrátt fyrir góðan leik sannfærði hann mig alls ekki sem lone striker og í seinni hálfleik vorum við farnir að öskra á hraða í sóknuna.

    David N´Gog kom síðan með þennan hraða og átti frábæra innkomu. Allt annað að sjá hann eftir afar dapra leiki undanfarið.

    Menn leiksins Guðmávitahvaðopolus og Kuyt.

  13. og ég sem hraunapi yfir kuyt fyrir leik Hann sannaði sig þarna að hann er true RED ég splæsi á þig bjór kuyt næst þegar þú kemur til RVK

  14. Þvílík nauðsyn að fá alvöru kantara í spilið. Menn mega ekki gleyma því að okkur hefur vantað Riera í lungann af leikjunum í vetur ásamt fleiri lykilmönnum. Þeir sem vilja Rafa burt ættu frekar að biðja um nýja fitness þjálfara og sjúkraþjálfara því meiðslin hjá þessu liði hafa verið fáránleg í vetur og því megum við bara ekki við ef við ætlum að geta haldið í við Chelsea, Arsenal og Man U á næsta tímabili.

  15. Kyrgiakos klárlega maður leiksins í kvöld. Gjörsamlega átti boxið og lét Crouch og félaga líta frekar illa út. Annars var þetta sigur liðsheildarinnar og loksins sá maður liðið spila með hjartanu, allir sem einn.. Ef ég á að nefna einhverja sem stóðu upp úr ásamt Kyrgiakos myndi ég segja Kuyt, Riera (virikilega gaman að sjá hann aftur, og gat maður ekki séð að hann væri búinn að vera lengi frá vegna meiðsla) og svo verð ég að nefna Carragher… Annars var þetta klassa leikur og vonar maður svo sannarlega að þeta sé byrjunin á einhverju virkilega jákvæðu í framhaldinu! KOMA SVO!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

    YNWA!

  16. Á að reka Benitez? Eða er hann snillingur eftir sigur dagsins?

  17. Já fór eins og ég spáði og nú hættir Kuyt að vera á kantinum, Degen góður en hefði viljað að Maxi R hefði skipt við hann og verið á h/kanti, hvað á það annars að þýða að RB spilar mjög oft leikmenn úr sinni stöðu, annars bara drullu ánægður.

    • Á að reka Benitez? Eða er hann snillingur eftir sigur dagsins?

    Snillingur auðvitað… try to keep up 😉

  18. Við vorum drulluheppnir í þessum leik. Áttum að fá á okkur víti og fengum á okkur löglegt mark. Vorum engan veginn betri aðilinn í þessum leik. Jafntefli hefðu verið sanngjörn úrslit.

  19. Loksins smá tilefni til bjartsýni…..Liðið var virkilega einbeitt í kvöld..Eins og Gary McAlister sagði á Sky í kvöld.,,týpiskur enskur baráttusigur´´ En margt gladdi mig…Grikkinn var svaðalegur,Ítalinn er hægt og bítandi að sýna að hann virkilega kann að spila fótbolta…gefum honum fleiri leiki og þá kann hann að spila enskan fótbolta….Kuyt, þótt að mínu mati ætti ekki að vera í byrjunarliðinu miðað við framlag hans í síðustu 30 leikjum, átti sinn besta leik á tímabilinu..Og í kvöld sást að HANN ER EKKI KANTMAÐUR HELDUR STRIKER…. Degen áræðinn og ógnandi..óvæntur glaðningur..Og Maxi og Ngog áttu flotta innkomu og fiskuðu vítið með fallegu spili..Nú er að byggja á þessu og fara ekki að hræra of mikið í uppstillingunni….Við höfum jú bara þennan hóp næstu vikur..

  20. Þetta var svo kærkomið, að orð fá þessu tæplega lýst.
    Ég var svo sannfærður allan tímann um 2-0 sigur, og sagði það við bæði Sstein og fleiri fyrir leik. Ég átti það nú skilið, eftir að hafa reynt að fara út og horfa á þennan leik úr kop-stúkunni !

    En þetta er samt svo týpískt, Babu skreppur norður til að sjá Stoke leikinn, og við skítum uppá herðar… Carl Berg skreppur suður og hvað gerist.. ? Jú, við eigum fínan leik, og slátrum Tottenham..!!

    En að leiknum…. uhh.. ehh.. æi.. ég nenni ekkert að tjá mig um þennan leik meira… þetta var bara æðislegt, og miklu meira en nauðsynlegt!

    Ég spái okkur þriðja sætinu í vor, og Arsenal titlinum…. held mig við sömu spá og ég gerði í október…

    Insjallah… Carl Berg

  21. Sælir allir saman.

    Mergjað og frábært. Menn voru ákveðnir frá fyrstu mínútu. Ég var samt lang glaðastur með hvernig menn héldu haus síðasta korterið. Kyrgiakos klárlega minn maður leiksins, búinn að sitja og bíða á bekknum eftir tækifærinu, og klárlega búinn að stimpla sig inn. Svona getur það verið ef menn einbeita sér og hafa trú á sér. Alla vega mun betra en að fara á Twitter!!! Kuyt sýndi svo og sannaði úr hverju hann er gerður, um leið sýndi hann af hverju það er svona erfitt að taka hann úr liðinu. Degen svo auðvitað stimplaði sig allrækilega inn. Þrátt fyrir ítrekaðar morðtilraunir héld hann alltaf áfram.

    Geta menn annars ímyndað sér hvernig það verður þegar Aquilani fær að spila með Gerrard og Torres Heilum??? Ég veit ekki með aðra, en ég fæ vatn í munnin og blóð á tennurnar.

    Má einnig til með að hrósa mjög góðum dómara. Howard Webb. Defoe var algerlega kolrangstæður í “markinu” sínu og Crouchy var byrjaður að toga og teygja ljósárum á undan Helleneska hálftröllinu.

    Þetta er einfaldlega meiriháttar. 1 stig í spurs ooooog… 11 stig í CFC!!!

    Það sagt….. (Nú kemur neikvæðin)

    Rétt er að geta þess strax að ég vil engan meiða eða særa.

    Eeeeenn…

    Staðreyndin er sú að ég greiði u.þ.b. 10.000 kr. á mánuði fyrir áskrift að stöð 2 sport og stöð 2 sport 2. Miðað við stöð 2 vild þá eru þetta um 120.00 kr á ári! Í stystu máli, alveg slatti af peningum. (Ca. ein ferð til Liverpool t.d)

    Arnar Björnsson átti kannski slæmt kvöld, má vel vera. en það var gjörsamlega óþolandi að hlusta á manninn. Á milli þess sem hann þuldi upp hina og þessa tölfræðina tókst honum trekk í trekk að opinbera að hann hafði annað hvort engan áhuga á þessum leik (var ekki að horfa) eða að hann er ekki betur að sér í fótbolta eða fótbolta-reglunum en þetta. Ég man helst eftir ofangreindum atriðum, Peysutogið hans Crouch og markið hans Defoe. Þau voru töluvert fleiri.

    Nú veit ég alveg að AB tekur starf sitt mjög alvarlega og hann er ekkert “á móti” LFC. Og þótt ég þekki AB nákvæmlega ekkert, er ég viss um að hann er hinn allra besti maður. En hann hreinlega stóð ekki í stykkinu í kvöld.

    Ég veit einnig að slatti af samstarfs mönnum hans lesa þessa vefsíðu, og mjög líklega Arnar sjálfur. Ég vil bara endurtaka að ég vil ekki engum illt, og sækist alls ekki eftir illdeilum.

    En þegar ég greiði einhverju fyrirtæki lágmarks mánaðarlaun verkamanns/konu. Þá ég einfalflega meira skilið en þessa hörmungalýsingu í kvöld!

    En hvað um það. Frábær sigur frábært kvöld.

    Það bara hlýtur að vera þannig

  22. Glæsilegur sigur og vorum við alveg vel að honum komnir. Varnarlínan var mjög góð eins og hún lagði sig og Pepe frábær fyrir aftan þá. Miðjan var mjög góð, kantarnir góðir og Kuyt líflegur frammi. Ngog átti svo frábæra innkomu. Það gekk allt upp í þessum leik, að nokkrum klaufamistökum og dómaramistökum kanski undanskyldum, og vonandi að liðið byggi á þessum sigri og haldi áfram á þessari braut. Eitt stig á milli okkar og Tottenham í baráttunni um fjórða sætið, þetta er að nálgast!

  23. Hjörtur 22: Svona er bara fótboltinn það er ekki lengra síðan en bara leikurinn á móti Stoke þar sem við áttum klárlega að fá 1-2 vítaspyrnur, og þá hefðum við væntanlega fagnað sigri! En í dag var dómarinn aðeins meira Liverpool megin, dómgæsla jafnast yfirleitt út! Stundum sanngjörn fyrir bæði lið, stundum klikkar dómarinn á vafaatriðum Liverpool megin og stundum hjá andstæðingnum! Þannig er bara blessaður fótboltinn 🙂

  24. Frábær sigur, meiriháttar. Nú spyr maður sig eins og fávís kona, er ekki bara málið að selja bæði Torres og Gerrard? Kaupa slatta af góðum leikmönnum… Við töpum í það minnsta ekki leikjunum sem Gerrard spilar ekki. 🙂

  25. Það gleður mig að Liverpool hafi unnið þennan leik og það gleður mig einnig að Benítez hafi notað strikerinn Kuyt sem striker.

    Benítez hvartaði undan því hjá Valencia að hafa, í leikmannakaupum, beiðið um lampa en fengið sófa. Nú þarf hann bara að hætta að kaupa lampa og reyna að breyta þeim í sófa.

    Áfram Liverpool!

  26. Það á ekkert að reka hann, Benitez á að sjá sóma sinn í að stíga niður og segja af sér. Hann er snillingur á sínu sviði en er klárlega of mikil varnarsinnuð kelling fyrir enska boltann.

    Mikil barátta og ágætis vinnusigur en lengstum hræðileg og tilviljanakennd spilamennska í þessum leik. Áttum bara 1 skot á mark alveg þangað til langt var liðið á seinni hálfleik. Ég hreinlega þoli ekki að sjá Liverpool pakka í vörn og bíða átekta í hvert sinn sem við komumst 1 marki yfir.

    Já við höfum sko saknað Riera, þó hann sé frekar hægur þá er hann teknískur og með góða móttöku og reynir allavega að spila boltanum frammávið í stað þess að hlaupa um líkt og hauslaus hæna útum allan völl, líkt og meir og minna allt Liverpool vélmennaliðið gerir undir stjórn Benitez.
    Ekki einleikið hvað alltof margir leikmenn hjá Liverpool í dag virðast varla ráða við einfaldar sendingar, sóknaruppbyggingu, taka menn á og að rekja boltann án þess að missa hann klaufalega.

    Þessi leikur minnti mig mest á borðtennis á löngu tímabili, endalausir langir boltar framog tilbaka með tilheyrandi skallapoppi. Við náum ekki 3-4.sætinu ef við spilum svona sama hversu menn hefja meðalmenni eins og Kyrgiakos upp til skýjanna.

  27. Trausti 27: Vissulega rétt að þetta jafnast út yfir tímabilið. Þessi Stoke leikur var samt ekkert til að hrópa húrra fyrir heldur, áttum ekki færi í leiknum. Mér finnst einfaldlega lélegt að geta ekki haldið 0-1 forystu á móti Stoke. Við vorum undir þungri pressu frá þeim síðustu 20 mínútur leiksins vegna þessa að við náum einfaldlega ekki að halda boltanum innan liðsins, alltof mikið af feilsendingum og kýlingum útí loftið. Það er bara eitthvað sem vantar!!

    • En þetta er samt svo týpískt, Babu skreppur norður til að sjá Stoke leikinn, og við skítum uppá herðar… Carl Berg skreppur suður og hvað gerist.. ? Jú, við eigum fínan leik, og slátrum Tottenham..!!

    Ég fórnaði mér nú fyrir málstaðin og fór norður að horfa til að við myndum vinna United!!

    Annars varðandi rangstðumark Spurs, er þetta ekki nokkuð nærri lagi ? (tekið af ummælum á The Tomkins Times

    To clear up the offside / disallowed goal, and without bias ……….. See More

    The goal was offside, the linesman was correct in both law and procedure.

    I will explain for those who don’t understand, including Andy Gray.

    When the ball was played forward Defoe was in an offside position, he is not penalised as he is ‘not active’ and is not interfering with an opponent or play, so the linesman does not flag.

    When the ball reaches Kyriakos Defoe turns and closes him down, he is now active from an offside position and can be penalised. This is still one phase of play. (If another Spurs player had chased and won the ball, got to the byline and crossed the ball which Defoe nods in then that would be two phases of play)

    When Kyriakos and Reina attempt to clear the ball, the linesman rightly does not flag and allows play to continue. When Kyriakos and Riena make a pigs ear of the clearance and Defoe capatilises the linesman rightly flags for offside.

    I appreciate this seems harsh and there may have been a foul on Riena (probable) but the Linesman is told to allow play to develop and not flag to early.

  28. Takk fyrir innlegg þitt Bill, gaman að sjá menn koma fram undir eigin nafni og ef ekki, að nota svona líka flotta eftirnafnið. Um að gera að koma okkur Poolurum niður, borgar sig ekki að fagna sigrum, drekkjum okkur aftur í þunglyndið.

  29. Þá er bara að taka Wolves úti og Bolton og Everton heima, væri flott að fá 9 stig úr þeim því þar á eftir eru 2 erfiðir leikir gegn Arsenal og City! Koma svo nú verða allir að standa saman og styðja sitt lið! Ekkert þunglyndi og væl 🙂

  30. Við verðum að taka Úlfana úti, það er algjört möst fyrir framhaldið. Ef það tekst er komið gott sjálfstraust í strákana. Þá tekur við leikur gegn Bolton sem hafa verið slakir að undanförnu og að fara í þann leik með gott run á bakinu, gott sjálfstraust og betra leikform á leikmönnum þýðir bara eitt, sigur. Í kjölfarið á því verður Everton leikur á Anfield og ef sigur næst úr honum og þar af leiðandi 4. sigurleikurinn í röð þá er allar leiðir færar.
    Er ég kannski farinn fram úr mér í bjartsýni? En fokk hvað þessi barátta í liðinu peppar mann upp og fær mann til að brosa.
    Hver er bjartsýni kallinn, essasú?

  31. BÁRÁTTA, HUNGUR, SAMHELDNI, SIGUR, 3 STIG ! ! ! ! !.

    Vonandi byrjunin á einhverju mjög góðu “runni” . Takk fyrir

  32. Sælir, frábær baráttusigur. Málið er mjög einfalt, Defoe hagnaðist á stöðu sinni þegar boltanum var spyrt og því ber að dæma rangstæðu. Dómaratríóið stóð sig vel í þessum leik og Howard Webb er besti dómarinn á Englandi nú á dögum.

  33. Sko, Kyrigiakos var solid, en Degen var frábær! Mikið svakalega var ég ánægður með hann, hann fór í allar tæklingar, barðist þar til hann var tekinn útaf og var að standa sig gríðarlega vel. Fyrir mann sem fæddist meiddur þá fannst mér hann höndla það mjög vel að vera tæklaður illa og skallaður.
    Degen, klárlega maður leiksins.

  34. Mér finnst ég verða að minnast á að Aquilani var einnig mjög flottur á miðjunni. Fyrstu 20 mín leiksins fannst mér hann algjör yfirburðamaður í liðinu ásamt Kyrgiakos. Eins og hefur komið hér fram þá var þetta algjörlega sigur liðsheildarinnar og menn lögðu sig 100 % fram í alla bolta og var það með eindæmum aðdáunarvert. Kuyt var einnig mjög góður þessum leik því gæjinn er gjörsamlega þindarlaus og hljóp eins og mofo allan leikinn. Í guðanna bænum ef það eru einhverjir menn þarna úti sem telja sig knúna að koma hingað inn og hrauna yfir Rafael Benitez þá megið þið alveg sleppa því. Auðvitað á hann hrós skilið fyrir leikinn sem og leikmenn, annað er bara rugl. Er maðurinn bara krossfestur no matter what ??

  35. no 25, ég var hjá pabba gamla að horfa á leikinn í nýja HD sjónvarpinu, og var næstum farinn inn í herbergi að streama leikinn á kínversku til að losna við Arnar B. Hvað er að ?
    En leikurinn sjálfur. Gríski guðinn er klárlega búinn að vinna sig inn. Þarna er komið það sem vantaði í liðið fyrr hluta móts og kvikindið virðist smita út frá sér.
    Ein gagnrýni….. hvers vegna var Gomez hvað eftir annað leyft að dúlla sér upp með boltann á miðjan vallarhelming og klína boltanum inn í miðjan vítateig??
    Einkun lið 8
    maður leiksins: Grikkland.

  36. Baráttan var undraverð. Laskað lið sýndi karakter. Frægustu topparnir meiddir. Unnu Spurs sannfærandi. Gleðileg tíðindi. Þrjú stig á erfiðum tíma fyrir alla, ekki bara Rafa. En kannski er gleðilegasti punkturinn að mér finnst Aquilani góður fram á við, sterkur, frekur, meira svona. Gefur von um meiri árangur.
    Já, svo talaði annar eigandinn loksins af viti í morgun. Gaf liðinu hvatningu sem ekki veitti af. Kannski eru menn að vakna af fegurðarblundinum.
    Eina sem ég bið um er meira af svona.

  37. Spartakus er bara að brillera þessa dagana, að öðrum ólöstuðum maður leiksins

  38. Fínn sigur, flott barátta en samt bara sami leiðinlegi boltinn hans benitez. Samt sáttur svo lengi ef það skilar 3 stigum.

  39. Hver er vandi Liverpool?

    Forsaga
    Frá því að gullöld Liverpool leið undir lok hafa þrír stjórar á undan Benítes fengið það hlutverk að byggja upp nýtt lið og mistekist. Á þessu tímabili fjarlægðist liðið, jafnt og þétt, hóp hinna bestu í Evrópu bæði knattspyrnulega og fjárhagslega. Ef við horfum á stjóratíð Benítes, og leyfum okkur líta framhjá því hörmungartímabili sem nú stendur, höfum við með stolti getað flokkað okkar lið með Evrópuelítunni, þ.e liðum eins og Real Madrid, Barcelona, Man Utd, Chelsea og A.C. Milan, svo einhver séu nefnd. Það að við hefðum unnið Meistaradeildina, værum þar fastagestir 8 liða úrslitum, hefðum farið í úrslitaleikinn tvisvar og værum taldir sigurstranglegri í viðureignum við lið eins og Real Madrid hefði í besta falli verið álitin lélegur brandari ári áður en Benites tók við.

    Í tíð Benítes höfum við komist í flokk þessara liða og gert einu alvöru atlöguna að Englandsmeistaratitlinum á síðari árum. Þetta hefur afrekast við mun þrengri fjárhag en elítuliðanna og voru þau með topp lið fyrir en Benítes byggði frá grunni. Gaman væri að bera saman eyðslu þessara liða, sem að ofan eru talin, við eyðslu Benítes. Ef við gefum okkur það að hann hafi notað allt það fé sem honum hefur staðið til boða í gegnum tíðina þá hefur hann óneitanlega gert vel. Vissulega vildi ég sjá betri menn í mörgum stöðum en það eru peningarnir sem ráða. Ég hefði viljað sjá mann af stærra kaliberi en Riera á kantinn en sá maður hefði sennilega kostað um 20 millur en ekki 7 millur. Aurelio kom frítt og eru góð kaup miðað við það, sennilega myndi það kosta slatta af millum sem ekki eru til að fá betri mann en hann. Ég hefði líka viljað sjá öflugri miðvörð en Grikkjann keyptan, Benítes vildi einn á 10 millur en fékk 2 millur og gerði góð kaup miðað við það, svona mætti fara yfir megnið af liðinu. Enginn er samt óskeikull og má nefna kaup og sölur á mönnum eins og Keane, Dossena og yfirvofandi sölu á Babbel. Á þessum sölum hafa tapast 6-9 millur sem ættu að vera smámunir á 5 ára valdatíð hjá liði sem ætlar að vera í elítunni. Á öðrum sölum höfum við komið út á sléttu eða hagnast á og það lítur meira segja út fyrir að við ætlum að hagnast um 2 millur á veru Voronin hjá liðinu.

    Kjarni málsins
    Eftir á að hyggja hefur Liverpool verið að spila vel yfir pari á síðustu leiktíð og með eftiráspeki má segja að þrátt fyrir það hafi þarna verið kominn besti grunnur seinni tíma til að byggja á.

    Og þá komum við að kjarna málsins. Ef þrír félagaskiptagluggar eru skoðaðir, það er janúar í fyrra (Keane seldur), síðasta sumar (nettó eyðsla 0) og sá gluggi sem nú er að líða (Dossena seldur og gefum okkur að Babbel verði seldur fyrir 9 millur), þá er heildareyðslan í þessum gluggum MÍNUS 28 millur. Miðað við fjárhagsstöðu liðsins er útilokað að Benítes, eða hver sem stjórinn verður, fái svo mikið fé í næsta sumarglugga og af því leiðir munu líða tvö heil ár þar sem nettó eyðsla liðsins er í MÍNUS. Þetta er stóri vandinn og má sjá á öllum, leikmönnum sem starfsliði, að þeir gera sér grein fyrir að leiðinn liggur aftur á bak en ekki áfram.
    Hókus Pókus lausnir
    Það hefur komið fram á þessari síðu að heildareyðsla Benítes hafi verið að meðaltali 16 millur á leiktíð þau fimm ár sem hann hefur verið við stjórnvölinn og lítur út fyrir að þessi upphæð sé að lækka mikið. Skoðum þær hókus pókus lausnir sem fram hafa komið á þessari síðu, topp kantmann ( Riera seldur annar keyptur 13 millur), topp striker( til að spila með Torres eða að leysa hann af 20+millur), Alvöru miðvörð (Grikkinn seldur annar keyptur 10 millur), margt fleira hefur komið fram en við skulum vera hógværir. Þetta myndi kosta um 42-45 millur. Önnur hókus pókus lausn gæti verið að reka Benítes ,(þá þyrfti líka að losna við megnið af „Spánverja staffinu“ sem hann er búinn að raða í kringum sig), og fá nýjan stjóra sem fengi að kaupa einn topp leikmann. Þetta myndi kosta 44-55 miljónir. Þetta eru upphæðir sem eru á milli 52 og 68% af þeirri fjárhæð sem Benítes hefur eytt á öllum sínum ferli hjá Liverpool. Auk þessa þyrfti að borga þessum leikmönnum mikið hærri laun en þeim sem seldir yrðu á móti sem myndi þrengja fjárhaginn enn frekar. Þetta eru reiknisdæmi sem ganga einfaldlega ekki upp.

    Hvað á að gera?
    Ekki ætla ég að verja hina ömurlegu frammistöðu á þessu tímabili og vissulega er það kafteinninn sem ber ábyrgð þegar ekki fiskast. Það að skipta um stjóra og byrja enn eina uppbygginguna, við þær fjárhagsaðstæður sem á undan er lýst, er bara draumsýn. Enginn stjóri af einhverju kaliberi mun taka það verk að sér og þó svo að einhver gerði það myndi hann ekki geta það við þennan fjárhag. Það má vissulega segja að betra sé eitthvað að gera en ekkert, oft koma ferskir vindar með nýjum stjóra og þetta getur varla versnað. Hann yrði þá að vera einhver tiltölulega óþekktur sem vill fá það á ferilskrána að hafa verið stjóri Liverpool. Eini raunhæfi kosturinn er að mínu mati Martin Oneil sem hefur sýnt að hann er fáanlegur til að vinna með það sem fyrir er og lítið fé sem “nota bene” myndi verða ennþá minna við að reka Benítes sem er með nýjan samning og að auki búinn að gera nýja samninga við allt “backroom staffið”. Vissulega gætu komið ferskir vindar og betri árangur með nýjum stjóra en það myndi fljótlega víkja fyrir stóra vandanum.

    Að rífast um það hvort að lausnin sé að reka Benítes eða ekki, hver eigi að taka við, hinn eða þessi leikmaður í hina eða þessa stöðu, er eins og að rífast um hvort að lækna eigi krabbameinssjúkling með magnyli eða íbúfeni. Honum gæti liðið eitthvað betur í smástund á eftir en að öðru leiti myndi það ekki gera neitt fyrir hann. Vandi Liverpool er miklu stærri en svo að hann rúmist í Benítes eða einhverjum leikmönnum.
    Niðurstaða
    Að lokum ætla ég að klæða mig í spádómsfötin og segja að það séu þrír möguleikar í stöðunni.
    1. Einhver “sugardaddy” bjargar liðinu. Þá fyrst verður hægt að skipta um stjóra og byggja upp.
    2. Benítes nær að koma skútunni á réttan kjöl. En án peninga innspýtingu í klúbbinn mun hann aldrei ná betri árangri en hann hefur þegar náð. Því munu lið sem hafa fengið fé inn í klúbbana, eins og Man City og Tottenham, sigla fram úr okkur
    3. Benítes rekinn sem kostar stórfé og því þarf að draga seglin saman (uppgjöf).
    Því miður þá óttast ég það, nema að möguleiki númer eitt verði að veruleika, að dagar Liverpool í Evrópuelítunni og meðal fjögurra bestu á Englandi séu einfaldlega liðnir. Undirstöður klúbbsins eru orðnar lélegar og bera ekki liðið lengur á þeim stað þar sem það er nú, hvað þá að þær þoli aukinn þunga frekari framfara. Við þessar aðstæður skiptir litlu máli hvað stjórinn heitir eða hvernig hann vinnur úr þeim efnivið og því fjarmagni sem til er. Leiðin mun liggja til baka en ekki áfram. Einungis tvær lausnir eru á þessu vandamáli. Annars vegar að styrkja undirstöðurnar og hins vegar að létta byrðarnar. Því miður virðist síðarnefnda ferlið vera hafið.

    Ég hef verið stuðningsmaður Liverpool í yfir 30 ár og mun verða það áfram löngu eftir að lokið verður neglt á kistuna. Ég hef farið margar ferðir á Anfield og myndi láta jarða mig þar ef það væri möguleiki. Ég ætla að bera höfuðið hátt og styðja stoltur mína menn sama á hverju dynur eins og sönnum Liverpool manni sæmir. Þetta eru eiginleikar sem að Liverpool aðdáendur eru þekktir fyrir og skilur þá frá flestum öðrum. Mættu margir sem skrifa á þessa síðu taka sér það til fyrirmyndar.
    Áfram Liverpool!!

  40. SSteinn ég hef bara enga trú á Benitez og vil hann burt frá félaginu. Er þeirrar skoðunar hvort sem við vinnum heimaleik gegn liði sem kann ekki að spila gegn topp4 liðunum eður ei. Þetta kallast að vera samkvæmur sjálfum sér.

    Menn hafa gleymt sér áður þetta tímabil í gleði á þessari síðu yfir tæpum sigrum og fundist svo allt liðið ömurlegt næst þegar við töpum og skilja ekkert hvað fór úrskeiðis né hvernig liðið sem lenti í 2.sæti í fyrra geti spilað svona illa í ár.

    Svarið er einfalt. Við verðum aldrei Englandsmeistarar undir stjórn Rafael Benitez.

  41. Ef þið viljið sleppa við að hlusta á Arnar “tölfræðinörd” Björnsson þá vil ég minna fólk á að það er hægt að hlusta á lýsingu frá leikjum Liverpool á http://www.lfc.tv
    100% óhlutdræg lýsing 🙂

  42. vá ég var að horfa á leikinn í endursýningu og eins og ég var svartsýnn fyrir leik þá er ég jafn glaður eftir leik . loksins loksins er skrtle mættur grikkinn flottur OG LOKSINS ERUM ÞAÐ VIÐ SEM ERUM AÐ SÆKJA SÍÐUSTU MÍNÚTURNAR Í LEIKNUM !!! dómarinn var með okkur óhætt að segja það þó svo að þetta var alltaf rangstæða á defoe þá voru margir aðrir dómar okkur í hag í kvöld og maður lifandi eigum við það inni 😉 ngog kom gríðarlega ferskur inn og mjög ánægjulegt að fá riera aftur inn hann var mjög sterkur í leiknum . YNWA

  43. ef mönnum fannst AB slæmur, þá er ég nú kominn með uppí kok af Andy Gray… hann bara hatar Liverpool en lýsir samt flestum leikjum þeirra á SKY.

  44. 49: Andy Gray er fenginn til þess að lýsa leikjum Liverpool vegna þess að hann er Everton maður, hann er þar af leiðandi fenginn til þess að tala á móti Liverpool. Þú hefur væntanlega tekið eftir því að það eru venjulega tveir í lýsendaboxinu, annar með Liverpool og á móti hinu liðinu, og Andy Gray á móti Liverpool og með hinu liðinu. Þetta eru ekki flókin vísindi, en að mínu mati mjög sniðugt.

  45. Ég held að ef Torres og Gerrard væru heilir og hefðu getað spilað 100% með liðinu þá værum við ekki í þessari stöðu og að menn væru ekki að ræða RB málin eins mikið og undanfarið. Málið er það að Liv, aðdáendur eru ekki hrifnir af því hvernig RB hefur höndlað málin í fjarveru T&G. Annars góður sigur og vonandi sér maður þessa baráttu í liðinu áfram, en við höfum unnið leik áður sem átti að gefa innspýtingu en því miður virkaði það ekki, kanski vegna þess að T&G voru að spila meiddir með liðinu. Koma svo LIVERPOL..

  46. Sælir, Sverrir #44 í mjög löngu máli, og svolítlum ágiskunum í rökstuðningi, er það þín skoðun, að mér sýnist, að eigendur liðsins eru vandamálið. Er það alveg öruggt að “topp striker” og “topp kantmaður” þurfi að vera dýr? Bosman-reglan gerir það að verkum að stundum er hægt að fá góða leikmenn fyrir lítið. Wenger hefur t.a.m. verið mjög klókur í viðskiptum. Við vorum að fá,að mínu viti, mjög góðan vængmann fyrir skiptimynt. En hvort hann virkar á Englandi skal tíminn einn leiða í ljós. Auðvitað er leikmannamarkaðurinn auðveldari með vasana fulla af peningum en þá er líka fallið hærra ef kaupinn misheppnast. Liverpool er með massa sögu og hefð sem gerir það að verkum að leikmenn vilja oftast koma. Það verður þó að viðurkennast að nú um þessar mundir er að koma upp kynslóð sem veit lítið um sigurhefð Liverpool. Ég vil ekki sjá Martin O´Neill til Liverpool, takið eftir nú fer Aston Villa að dala liðin hans gera það alltaf eftir áramót. Ef að Benitez fer að þá vel ég Alex McLeish sem arftaka, fá aftur einn skoskan nagla takk.

  47. Jæja eftir þennan mjög svo mikilvæga sigur erum við komnir í baráttuna um fjórða sætið. City og Spurs verða erfið en við verðum að klára þann pakka.
    Vindlarnir og minniháttarmennirnir áttu góðan dag og kláruðu leikinn.
    Benítez er að gera fína hluti núna, er að ná liðinu til baka og svo kemur þetta.

    “At the end of the storm is the golden sky”

    YNWA

  48. vá hvað ég er sammála þér sigurjón nr 25. Ekki nóg með það að Arnar þylji upp óþolandi og tilgangslausar tölur er maðurinn algerlega ótalandi á íslensku. Það á enginn annar en Gummi Ben að lýsa leikjum. Þjóðnýtum Gumma!!!!

    Annars frábær leikur hjá liverpool, allavega miðað við það sem undan er gegnið.

  49. Já ég gleymdi…… ég er sammála því að eigendurnir eru vandamálið varðandi rekstur kúbbsins. Þeir hafa ekki vit né skilning á fótbolta. Eru aldrei sammála um eitt né neitt og sviku gefin loforð um nýjan leikvang. Meiðsl, þunnur hópur, dómaraskandall, sundbolti og HM 2010 eru ástæður á slöku gengi á þessu tímabili ekki Benitez. Benitez hefur ekkert breyst og mun ekki breytast. Framkvæmdastjórar vinna bara í þeim raunveruleika að það er ódýrara að skipta þeim út heldur en heilu liði.

  50. Enn kemur sigur til að lægja öldurnar. Frábær sigur sem ég missti af – kannski maður ætti að missa af fleiri leikjum? Það er bara mikilvægara en orð fá lýst að ná upp rönni núna. Halda áfram að hala inn stigin, allra helst 3 í hverjum leik. Spurning um að breyta um stíl, gerast baráttulið? The jury is still out segi ég samt, án þess að vera með leiðindi eða til að vekja upp Benítez-umræður…

    http://www.knattspyrna.bloggar.is

  51. góður sigur, góð baráta en vantar samt soltið í okkar besta leik.
    Aquilani spilaði vel og eg er farinn að vona að hann eigi eftir að koma betur og betur inn í liðið.. Kyrgiakos klárlega besti maðurinn í leiknum. við héldum hreinu sem er það mikilvægasta fyrir untann öll 3 stiginn… og þá er spurning… er carra ekki orðinn of seinn til að spila í miðverði ??

  52. 10 stig af síðustu 12 mögulegum – ekkert til að missa sig yfir en þetta er skref í rétta átt. 🙂

    Nú er bara að fylgja þessu eftir! Ekki lenda í því sama og eftir sigurinn gegn Man Utd eða Everton!

  53. Frábær leikur og sanngjarn sigur.

    Leikmennirnir sýndu að Liverpool er ekki tveggja manna lið.
    Spilið hjá liðinu var orðið alltof einhæft, alltaf leitað að Gerrard í lappir eða stungu á Torres. Auk þess voru flestir leikmenn liðsins alltof mikið leitandi að G eða T í staðinn fyrir að leita að opnun. G og T voru hálfmeiddir og ekki að spila vel og því ekkert skrítið að ekkert gekk upp. Leikmenn voru, því verr og miður, farnir að trúa því að G og T væru einu góðu leikmennirnir í liðinu.

    Nú sjá Kuyt, Aquilani og fleiri að þeir geta gert góða hluti og þá fer að ganga betur. Sjálfstraustið lagast og G og T koma inn í þetta af fullum styrk. Riera kemur ferskur inn og Maxi er mjög góð viðbót.
    Hef trú á að við náum 4. sætinu.

  54. Loksins líður manni ekki eins 3 dollara vændiskonu morguninn eftir steggjakvöld eftir að hafa horft á leik með Liverpool. Þegar ég mætti á Players í gær og sá byrjunarliðið tók ég mig góðar 5 mínúta ræðu um óágæti Kuyt. Þurfti aldeilis að kyngja þeim orðum eftir 8 mínútur. En ég kyngi þeim ekki öllum því Kuyt fer ekki hraðar en gömul kelling með innkaupakerru það er bara staðreynd.

    Aldrei þessu vant hafði Babu nokkuð rétt fyrir sér með uppstillingu liðsins. Vörnin var rétt en hann klikkaði á Degen en spáði samt bakverði í kantstöðu. Vel gert.

    Ef menn eru að kvarta yfir Arnari Björns (sem ég er ævinlega þakklátur fyrir að segja okkur Gústa til vegar þegar ég var í Liverpool 1998 og reddaði skemmtanakvöldinu) þá er bara um að gera að koma á Players og hlusta á ensku þulina, taka þátt í getraunum og happadrættum. Gráta svo saman eftir leiki en stundum líka faðmast eins og í gær 🙂 Ég hef mætt í hvert einasta skipti í vetur SSteinn getur vottað það 🙂

    Annars vonast ég eftir góðri stemmningu í Liverpoolliðinu og á Players það sem eftir lifir tímabils. Vonandi er þetta byrjunin á góðum endaspretti. Annars þarf ég fara að taka fram skóna og mæta á Melwood 🙂

    YNWA

  55. Gríðarlega ánægjulegt að sjá úrslitin. Ég stóð við heitið mitt að horfa ekki á Liverpool og auðvitað þá kom þá skásti leikurinn í langan tíma. 🙂

    Það er helvíti magnað að hugsa til þess að við erum bara 11 stigum frá toppsætinu. Ekki það að ég geri mér nokkrar væntingar um sigur í deildinni, ég horfi einungis á fjórða sætið. En það er samt grátlega auðvelt að sjá hvar við hefðum getað náð í þau stig. Nú er bara að taka næstu þrjá leiki gegn Wolves, Bolton og Everton og þá gætum við verið í sterkri stöðu þegar að við mætum Arsenal og Man City.

  56. Ég gat því miður ekki horft á leikinn en mér heyrist að frammistaðan hafi verið fín. Mikið er það gleðilegt og vonandi nær Rafa að rífa þetta upp! Ég held ég tali fyrir munn flestra sem eru efins um Rafa, að auðvitað óskum við þess að hann nái liðinu á strik. Það eina sem skiptir máli er að okkar ástkæra lið nái árangri, skemmti okkur og að við getum borið höfuðið hátt sem Púlarar! Nú er að halda áfram, næla í góðan striker og fá Gerrard aftur asap!

  57. Ég vill meina að hinni nýji Grellir hafi átt nokkurn þátt í þessum sigri. En nú er bara halda áfram sama baráttuanda sem skein í gegn hjá leikmönnum í gær. Fanst frábært að sjá þegar að menn gerðu mistök þá héldu þeir bara áfram einsog ekkert hafi gerst og það líkar mér. Eftir að stjörnur liðsins hurfu á brott í meiðsli þá er einsog menn hafi bara þjappað sér enn meira saman og spilað sem ein heild. Vonandi er þetta byrjunin á góðum tímum í framtíðinni. Ætla ekki að fara í bjarsýniskast hérna en ég var virkilega ánægður með leikinn. Lengi lifi LFC.

  58. Ein pæling drengir… Ég er ekki með aðgang að LFC TV en langar oft að sjá blaðamannafundi benítez fyrir og eftir leik, þó ég sé að horfa á það eftir á. Vitiði um einhvern stað þar sem maður nær þessu frítt

  59. Frábær athugasemd í nr 44. Sverrir á réttum nótum að mínu mati.

    Allt verið sagt sem segja þarf um leikinn og bestu leikmennina.

    Sat og horfði á allan leikinn á lfc.tv í nótt með headphone (sá bara fyrstu 30 mínútur live).

    Þvílíkt sem ég fékk gæsahúð að heyra stemminguna á Anfield. Þetta er EINSTAKUR staður í heiminum, fótboltavöllur og stemming engum líkur. Ummæli Redknapp um “the greatest sight in football” sem Kop-stúkan er segja ýmislegt auðvitað, hann hefur marga fjöruna sopið (og eitthvað fleira í leiðinni).

    Neikvæðnin í kringum liðið búin að vera stöðugt í gangi í öllum fjölmiðlum sem gefnir eru út í 2ja kílómetra fjarlægð frá Liverpool borg.

    Viðbrögðin?

    SVAKALEG útgáfa af laginu okkar fyrir leik. Strax og við mark Kuyt fór gleðin í gang, “Fields of Anfield Road” reglulega tekið og hástöfum. Risaflagg af Benitez flaggað á The Kop allan tímann og minnst 10 sinnum í leiknum glumdi söngur aðdáenda um hann á vellinum.

    Frammistaða leikmannanna var sko heldur betur innblásinn af þessu og það er bara langt síðan ég hef séð svona baráttusigur hjá okkar drengjum.

    Ég ELSKA það að styðja þetta lið, finnst það forréttindi að vera í þessum yndislega hópi og eftir gærkvöldið er ég enn ákveðnari í því að berjast áfram gegn vindinum. Alveg ljóst að klefinn er ekki farinn frá stjóranum.

    Fullkomlega ljóst og svei mér ef það er bara ekki gott fyrir hina leikmennina að T og G séu dottnir út í bili. Það var allavega ekki verið að leita bara að þeim í gær.

    Frábært!

  60. Mjög jákvæð frammistaða hjá okkar mönnum. Meira af þessu en minna af lélegum sendingum PUNKTUR.

  61. Mikið rosalega var ég ánægður með þennan leik. Þegar ég settist fyrir framan skjáinn velti ég því fyrir mér hvort ég væri bara ekki að eyða en einu kvöldinu í það að byggja upp vonir og trú og drekkja mér svo í tárum í lok leiksins. Sem betur fer gerðist það ekki og Liverpool vann góðan og verðskuldaðan sigur.

    Eftir markið frá Kuyt duttum við samt niður og upp hófst mikil stöðubarátta á miðjunni sem Masch og Lucas gerðu vel í að vinna. Ég hef mikið verið að furða mig á þeirri taktík að hafa þá saman en því meir sem ég pæli í því þá er þetta að virka furðulega vel. Sér í lagi þegar að Aquilani er kominn þarna í holuna og tveir hlaupaglaðir menn á kanntana (þá á ég við það að þeir leggja meira í sókn en vörn). Þá sést vel hvað Benitez er að leggja upp með þessa tvo á miðjunni. Að hafa Masch og Lucas til að loka svæðum og éta upp lausu mennina.

    Maður leiksins var án efa Kyrgiakos en hann átti alla skalla bolta sem komu í nánd við hann, Crouch sást ekki (þótt erfitt sé) en var óheppinn að skora ekki. Það mark hefði toppað hans leik algjörlega og komið langt með að halda honum inn í liðinu á sjálfstraustinu og géðveikinni einni saman.
    Einnig var ég mjöööööög ánægður með Degen, hann sótti mikið, var óhræddur við að taka sprettinn með boltan og hélt ótrauður áfram þrátt fyrir að Bale væri á einhverju missioni gegn honum. Hann stóð bara upp og hélt ótrauður áfram og fiskaði a.m.k. tvo gul spjöld á Spurs-ara.
    Aquilani var líka góður en það var samt eitt sem mér þótti vinna gegn hans leik og það voru þessar fyrstu snertinga sendingar. Hann var alltaf að reyna að senda úrslitasendingar í fyrstu snertingu en það gengur ílla á þegar Kuyt er frammi. Þetta myndi líklega ganga virkilega vel með Torres frammi en ekki Kuyt.

    En eins og áður hefur komið fram þá var þetta fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar og menn voru tilbúnir að deyja fyrir málstaðinn og í hvert skipti sem Tottenham maður komst framhjá okkar manni var næsti maður mættur og menn voru óhræddir við að henda sér í tæklingar í og við teiginn. Þetta tel ég það að vissuleiti vegna þess fordæmis sem Kyrgiakos er að sýna. Hann virðist ekki hræddur við neitt og hefur sýnt það í síðustu leikjum.

    Í sambandi við þær breytingar sem menn eru að kalla á þá sagði merkur maður eitt sinn að ef þú værir í lægð að þá ættirðu ekki að breyta neinu. Þú ert þar sem þú ert í dag vegna þess sem þú gerir daginn út og daginn inn og þetta er bara spurning um að halda haus.

  62. ég saknaði þess að fá ekki meiri tölfræði upplýsingar í síðasta kommenti

    • ég saknaði þess að fá ekki meiri tölfræði upplýsingar í síðasta kommenti

    Of djúpur fyrir þessa tvo með þumalinn niður? 🙂

  63. Sælir félagar

    Ég er helsáttur við þennan leik og niðurstöðu hans. Umræðunni um Rafa er lokið, ég vil benda mönnum á það. Ég var einn af þeim sem harðast gengu fram í því að hann ætti að fara og það strax. Svo gerði ég mér grein fyrir því að hann er ekki að fara, ætlar ekki að fara og mun ekki fara. Við það var ég búinn að sætta mig og legg það til að aðrir geri það líka. Ég hélt eins og fleiri að hann væri búinn að tapa klefanum en þessi leikur sýndi það greinilega að svo er ekki. Sem betur fer. Svo ekki meira um það.

    Mér finnst að menn (og konur) gleymi hlut fyrirliðans í þessum leik. Barátta hans og þrek, vinnsla og áræði ásamt því að berja menn áfram uppihaldslaust er stór hluti af þessum sigri. Maður sem aldrei möglar heldur berst til síðasta blóðdropa og krefst þess sama af öðrum. Við getum deilt um hæfileika hans sem knattspyrnumanns en hann er stærsti hlutinn af sál liðsins. Afburðamaður og átti þar að auki fínan leik í stöðu sem hann hefur engan áhuga á að spila.

    Svo ætla ég að endurtaka það sem ég sagði í kommenti eftir leikinn áður en mjög góð skýrsla SSteins (sem mér skilst að sé blindur) kom á netið.
    Liverpool mun enda í þriðja sæti Villa í fjórða og MU trítlar niður töfluna og endar í 9. sæti 😉

    Það er nú þannig

    YNWA

  64. Lang besti leikur liðsins á allt of langan tíma og það er ekki efi í mínum huga um að við tökum meistaradeildarsæti á næsta tímabili. Það gladdi mig ótrúlega mikið að sjá að Riera koma svona sterkan inn eftir meiðsli, hann mun reynast okkur drjúgur á endasprettinum eins og batnandi leikur Aquilani sem verður stór leikmaður hjá okkur í framtíðinni.

    Kem inn á þessa síðu daglega og hef gert í nokkur ár en kommenta aldrei, ætla að lýsa yfir ánægju minni með þá breytingu að nú sé hægt að klikka á hvort manni líkar við kommentin eða ekki. Þetta framtak er að laga það eina sem hefur hrjáð þessa síðu að mínu mati og örugglega angrað snillinganna sem halda henni úti líka. En það er þegar menn sem sjá svartnættið í allt og öllu koma og úthúða leikmönnum og öllu í sambandi við félagið og jafnvel síðuna, oft á tíðum án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Nú þarf maður ekki að lesa um hvað allt sé að fara til helvítis frekar en maður vill því að þeir skrifa sjálfa sig út 🙂

    Takk fyrir frábæra viðbót á bestu vefsíðu landsins !!!
    Og Sverrir 44 þetta var frábært komment hjá þér, það mætti meira að segja slá þessu upp í grein á forsíðunni 😉

  65. Menn mega samt ekki gleyma sér í jákvæðninni hérna þó að einn leikur hafi unnist.
    Við unnum United og þá átti nú aldeilis að sigra deildina en hvað gerðist ? jú liðið datt niður í meðalmennskuna aftur. Liverpool vann svo góðan sigur á Everton og þá ætluðu menn að sigra heiminn aftur en hvað gerðist þá ? Jú liðið datt í meðalmennskuna aftur. Við sigrum núna Tottenham og vonandi að það verði hægt að byggja á þessu og ég hef trú á því. Ég held að það verði kannski hægt að redda tímabilinu þegar að við sjáum menn eins og Aquilani, grikkjann og Riera koma sterka í liðið.
    Eigum við ekki að segja að við endum í 3 sætinu…

  66. Sælir aftur félagar

    Ég mátti til að koma aftur til að þakka Sverri#44 fyrir frábært innlegg og raunsætt í umræðuna. Innlegg sem mætti að ósekju verða fært sem pistill efst á þessa síðu (þegar síðasti leikur er fullræddur auvitað). 🙂

    Það er nú þannig.

    YNWA

  67. Nr. 76. Ásmundur

    • Menn mega samt ekki gleyma sér í jákvæðninni hérna þó að einn leikur hafi unnist.

    Ég efa að það sé nokkur einasti maður hérna inni sem er ekki að átta sig á stöðunni og viti vel af því að nú sé allt orðið gott aftur og titillinn sé í augsýn!!
    Sé bara ekki hvað er að því að vera bjartsýnn á framhaldið og hvað við ættum að græða frekar á því að vera svartsýnir. Við eigum inni smá gleði, jákvæðni og bjartsýni 🙂

    Liðið spilaði vel í gær, á fullt af góðum leikmönnum inni og virtist hafa trú á verkefninu: við höfum unnið 3 af síðustu 4 leikjum í deildinni og vorum GRÁTLEGA óheppnir gegn Stoke.
    Þetta er ekki á neinn hátt frábær árangur og spilamennskan var ekki neitt æðisleg en það er í það minnsta grundvöllur fyrir smá run-i af leikjum.

    Í millitíðinni var auðvitað þessi blessaði Reading leikur og það er skýring á því eins og öllu öðru (og þrátt fyrir allt og allt vorum við enn óheppnari þar heldur en gegn Stoke þegar upp var staðið).

    • The jokes had been doing the rounds on Merseyside all week – Rafa had admitted his grasp of English was poor: he was fine with speaking and listening, it was just Reading he was having trouble with
  68. Jæja það kom einn leikur sem hægt var að horfa á og hafa gaman að því þar sem allir virtust berjast allan tímann og virkilega vildu vinna, en það er samt hægt að setja spurningarmerki við liðsvalið þó svo liðið hafi unnið einn leik, þar sem varnarmenn eða varnarsinnaðir menn + markmaður voru 8 stk, sem segir manni það að það er lagt upp með að tapa ekki leiknum í stað þess að stilla upp liði í byrjun til þess að vinna leikinn.
    Ég skoðaði aðeins tölfræðina í sambandi við alla leiki liðsins frá því undirbúningstímabilið byrjaði og til dagsins í dag og samkvæmt þeirri tölfræði mætti kannski segja að sigurinn í gær gæti flokkast undir heppni frekar en að liðið sé svona gott,
    Alla vega eru þetta sláandi upplýsingar þegar þær eru skoðaðar miðað við þau lið sem við erum að gera jafntefli við og töpum fyrir.

    Leikir total 39

    Unnir = 16
    Singapore æfing
    Lyn æfing
    Stoke City deildin
    Bolton deildin
    Burnley deildin
    Debreceni VSC meistaradeild
    West Ham deildin
    Leeds Carling cup
    Hull City deildin
    Man Utd deildin
    Debreceni VSC meistaradeild
    Everton deildin
    Wigan Athletic deildin
    Wolves deildin
    Aston Villa deildin
    Tottenham deildin

    Jafntefli = 8
    FC St Gallen æfing
    Thailand æfing
    Olympique Lyonnais meistaradeild
    Birmingham deildin
    Man City deildin
    Blackburn deildin
    Reading FA Cup
    Stoke City deildin

    Tapaðir = 15
    Rapid Vienna æfing
    Espanyol æfing
    Atlético Madrid æfing
    Tottenham deildin
    Aston Villa deildin
    Fiorentina meistaradeild
    Chelsea deildin
    Sunderland deildin
    Olympique Lyonnais meistaradeild
    Arsenal deildin
    Fulham deildin
    Fiorentina meistaradeild
    Arsenal deildin
    Portsmouth deildin
    Reading FA Cup

    Og af síðustu 20 leikjum höfum við unnið 7, gert 6 jafntefli og tapað 7
    Er það ásættanlegt að ykkar mati ??
    Og tölfræðin talið frá deginum í gær og aftur á bak síðustu 10 leiki lítur þá svona út

    Sigur
    Jafntefli
    Tap
    Jafntefli
    Sigur
    Sigur
    Tap
    Sigur
    Tap
    Tap

    Ég veit ekki með ykkur en ég held að það sé enginn venjulegur stuðningsmaður að fara að fá bjarsýniskast og bóka þetta fjórða sæti í deild sem virðist alltaf vera stefnan hjá benites ár eftir ár.
    En leikurinn í gær var góð tilbreyting fyrir mig og auðvitað vonar maður alltaf að nú sé þetta að koma en miðað við þessa hörmung sem þetta er búið að vera þá held ég að best sé í stað þess að vera bjartsýnn eða svartsýnn að vera bara raunsær á væntingarnar til vors.

    En að öðru sumir stuðningsmen virðast halda að stuðningur við Liverpool eigi að vera eins og að vera í sértrúarsöfnuði þar sem menn eru tilbúnir að fórna lífinu fyrir æðsta prestinn eða söfnuðinn , þessir tilteknu stuðningsmenn segja það að maður eigi að styðja liðið, leikmennina og stjórann hvernig sem gengur en það er bara ekki rétt og á ég þá við í sambandi við stjórann eða einstaka leikmenn þar sem þeir eru jú bara menn en Liverpool er Liverpool og það eitthvað allt annað og mikilvægara en einhverjir menn sem koma og fara og eiga að geta tekið gagnrýni ef þeir eru ekki að vinna vinnuna sína.
    En einhver hafði orð á því að hætta að ræða þessi benites mál og get ég tekið undir það fram á vor þar sem það er ekkert sem bendir til að eitthvað gerist í þeim málum fyrr, en við sjáum til hvernig hljóðið verður í mönnum í vor.
    Kveðja
    Borgar Antonsson

  69. Það er mikill miskilningur hjá þér Boggi Tona að menn séu í “bjartsýniskasti” hér eftir gærdaginn – er búin að lesa þetta orð frá nokkrum dómsdagsspámönnum – sem virðast af einhverjum ástæðum vera óánægðir með sigurinn í gær, þar sem þeir geta ekki notfært sér enn ein töpuðu stigin til þess að renna frekari stoðum undir sinn málstað.

    Þetta heitir að fagna sigri – ekki hafa verið mörg tilefni þetta árið og því sé ég enga ástæðu hversvegna menn meiga ekki vera ánægðir með stigin þrjú, og þá spilamennsku sem liðið sýndi í fjarveru lykilleikmanna.

    Hvernig þú færð það út að stefna Rafa sé 4 sæti ár eftir ár er ofar mínum skilningi, mátt endilega upplýsa mig um þá fullyrðingu þína.

  70. Einar þú ert læs er það ekki ?? ef þú skilur ekki það sem ég setti inn þá verður bara að hafa það. það eru bara sumir sem sjá ekki trén fyrir skóginum.

  71. Eyþór
    Hvernig þú færð það út að stefna Rafa sé 4 sæti ár eftir ár er ofar mínum skilningi, mátt endilega upplýsa mig um þá fullyrðingu þína.”

    Hvernig fæ ég það út jú það er nú ekki svo flókið þar sem það er ekki að gerast í fyrsta sinn að strax í desember sé rafa farinn að tala um að Liverpool verði að ná fjórða sætinu svo það verði meistaradeildarfótbolti leiktíðina á eftir.
    þú hefur líklega líka tekið eftir því að í deildarleikjum fyrir meistaradeildar leiki hafa lykilmenn verið hvíldir svo þeir séu ferskir í meistaradeild = hann lagði aðaláherslu á meistaradeildina á kostnað Ensku deildarinnar og held ég að það séu nú einhverjir aðrir sem hafa tekið eftir því en ég og kommentað um það.

  72. Nokkuð viss um að annsi fáir eða jafnvel enginn hafi sagt að það eigi styðja stjórann og leikmenn sama hvað gengur á! Heldu að styðja félagið, annsi stór munur.

    Má kannski minna á að við erum aðeins 1 stigi frá 4 sætinu, mundi ekki kalla það bjartsýniskast að ætla að við getum náð 4 sætinu.

    -Og af síðustu 20 leikjum höfum við unnið 7, gert 6 jafntefli og tapað 7 Er það ásættanlegt að ykkar mati ??

    Nei, nokkuð viss um að engum finnst það ásættanlegt, enda er enginn að segja það.

    Annars er ég bjartsýnismaður, held alltaf að botninum sé náð og nú liggi leiðin upp á við, ég persónulega kýs frekar að horfa á tölfræðina að í seinustu 4 leikjum þá höfum við fengið 10 stig, sem er klárlega mikil framför frá því fyrr á tímabilinu, við erum 1 stigi frá 4 sæti og því finnst mér bara ágætis ástæða að vera bjartsýnn fyrir framtíðinni.

  73. Ég spyr þig sömu spurningar og þú spurðir Einar, Boggi – þú ert læs er það ekki ? Þú segir ár eftir ár – hvaða ár hefur hann verið að stefna á fjórða sætið ?

    Og hvaða lykilleikmenn ertu að tala um að hafi verið hvíldir fyrir meistaradeildarleiki ? Þennan eina leik þar sem Torres var fjarverandi vegna þess að það var spurning um hvort hann færi í aðgerð eða ekki ? Var svo í kjölfarið frá í uþb mánuð ? Eða ertu enn fastur í 2005/2006 þar sem þetta var vissulega staðreynd, en er einfaldlega ekki til staðar í dag.

    Ég spyr þig því annarar spurningar á móti – ertu virkilega vonsvikin með sigurinn í gær ? Ég gef mér það að þú svarar neitandi, í guðanna bænum segðu mér þá hversvegna það er slæmt að koma og hrósa mönnum fyrir góðan leik eins og það er hægt að hrauna yfir þá eftir slakan leik ? Það er engin að missa sig eða halda því fram að tímabilið sé farið úr slæmu í frábært – það er enn slæmt. En það breytir ekki þeirri staðreynd að í gær lék liðið vel og sýndi eitthvað sem hefur vantað í langan tíma – hungur og stollt.

  74. Eyþór þetta setti ég inn á þráðinn sem var í gangi á undan þessum og set það bara inn hér líka og þá kannski sérðu að ekki var ég óánægður með sigurinn í gær og meira að segja hrósa ég manni sem hefur ekki fengið mikið hrós frá mér og mörgum öðrum. En þú túlkar þetta bara eftir þínu höfði Eyþór og lest eitthvað allt annað út úr þessu en það sem stendur þarna.

    Ég vonaðist eftir sigri en hafði minna en enga trú á að það gerðist eins og ég pikkaði inn á þráðinn fyrir neðan, en svei mér þá ef maður fékk ekki bara gamla fílinginn við að horfa á þennan leik og sjá baráttuna í hverjum einasta manni. Liðsvalið var varnarsinnað í meira lagi og greinilegt að lagt er upp með að tapa ekki leikjunum en með 2 1/2 sóknarsinnaðan mann í byrjunarliði leit þetta alls ekki illa út þó að sjálfsögðu hefðu menn átt að nýta betur færin í leiknum en það var baráttan sem maður hefur saknað sem var til staðar. það er vonandi að við fáum að sjá svona baráttu í næstu leikjum og svo ég nefni bara einn mann sem stóð sig umfram væntingar þá verð ég að hrósa Kuyt fyrir mörkin 3 þó 2 þeirra hafi bara talið en Kuyt sýndi okkur það í kvöld að hann er ca fjórum sinnum betri framherji en kanntmaður.

  75. Uss sáuð þið landsleikinn. Rosalegt maður. Er Guðmundur kominn á endastöð með liðið? Er hann hinn íslenski Benitez?

    Jafntefli trekk í trekk. Erum að klúðra þessu á lokamínútunum. Skortir einbeitingu til að klára leikina. Hmmm, kannast einhver við það? Eigum við að styðja strákana okkar í blíðu og stríðu eða detta í svartsýni og leiðindi.

    Óli og aðrir lykilmenn í liðinu eru að bregðast. Meiðsli að setja strik í reikninginn. Hljómar kunnuglega. Spurning hvort að við gerum ekki bara jafntefli við litlu liðin (Serbíu og Austurríki, a.k.a. Stoke og Blackburn) en vinnum síðan mikilvægasta leikinn, leikinn við erkifjendurna (Dani, a.k.a. Man. Utd.).

  76. Góður sigur hjá Liverpool,sá leikinn ekki og vonandi komast þeir á gott runn núna…íslenska landsliðið er klárlega með liverpool syndrom það fer ekki á milli mála.

  77. Já það var klárlega liðsheildin og leikgleðin sem vann þennan leik. Ekki fallegasti leikur í heimi en það var virkilega hressandi að sjá menn berjast hver fyrir annan eitthvað sem hefur vantað oft í vetur.

  78. Þessi leikur ætti að heita back to basics.

    Menn lögðu sig alla fram til að loka svæðum og börðumst um alla bolta. Voru ekki í “fancy” hlutum en unnu eins og lið.

    Varnarsinnaðir menn sparnarsinnaðir marnarsinnaðir.

    Við skoruðum 2 mörk og fengum 4 mjög góð færi. Snýstu um það held ég……

  79. Ég skil ekki alveg hvað Boggi Tona á við með að í þessum leik hafi verið tveir og hálfur sóknarsinnaður leikmaður í byrjunarliði. Ég mundi telja Riera, Kuyt, Aquilani og Degen alla sóknarmenn. Degen er full sóknarsinnaður til að spila bakvörðinn vel og hefur staðið sig ágætlega á kantinum, og alls ekki verið varnarsinnaður. Einnig var Lucas með ansi háa pressu og tók fínan þátt í spili fram á við. Þetta eru allavega fjórir og hálfur sóknarsinnaður maður. En ég veit nú svo sem ekki af hverju ég er að tína þetta til, athugasemdir hans eru varla svaraverð.

  80. Já Grétar það er þín skoðun að það sem ég set hér inn sé ekki svaravert en samt sem áður svaraðir þú og byrjar réttilega að telja upp þá þrjá sóknarsinnuðu leikmenn sem voru í byrjunarliðinu, en að telja Degen sem sóknarmann er eitthvað sem ég skil ekki þó svo hann hafi spilað þessa stöðu ágætlega í gær þar sem hann spilar jú oftast sem bakvörður og var fengin til liðsins sem slíkur en jú jú hann hlítur að vera sóknarmaður fyrst benites setti hann á kanntinn. Og með Kuyt þá hefur benites haft hann á kanntinum í flestum leikjum og ekki er nú hægt að segja að hann sé 100% sóknarsinnaður þar því það kemur mjög lítið út úr honum þannig en aftur á móti hefur hann verið duglegur til baka og skilað meiru þar en fram á við og held ég miðað við hvernig hann er búinn að spila þá gæti það komið betur út þegar Johnson er í lagi að skipta á stöðum á milli þeirra, þar sem Johnson er ekki að verjast vel en á aftur á móti góðar sendingar inn í boxið og hafa þá Kuyt í bakverðinum þar sem hann verst betur en á aftur á móti ekki svo margar góðar sendingar og stoppar að auki margar sóknir, þess vegna tók ég svona til orða en hann má eiga það að ég var sáttur við hann í gær og er það í fyrsta skipti í langan tíma.
    En gleymdu því strax að orða lucas við það að gera eitthvað gagn í sóknarleiknum eða jú ég man eftir einni stoðsendingu frá honum og einu marki í öllum þeim leikjum sem hann hefur spilað og þeir eru ekki svo fáir.

  81. Ef þú skoðar tölfræðina úr þessum leik þá sérðu að Lucas átti fleiri heppnaðar sendingar á vallarhelming andstæðinganna heldur en Riera og Aquilani, en samt teljast þeir til sóknarsinnaðra leikmanna. Það er fleira í vel heppnaðri sókn en bara mark og stoðsending, og sú tölfræði gefur ekki endilega rétta mynd af framlagi leikmanns. En ef við skoðum þessa tölfræði, þá er það rétt að Lucas er bara með eina stoðsendingu í vetur og ekkert mark, en í fyrra var hann með einu marki færra en Alonso og sömuleiðis einni stoðsendingu færra en Alonso. Þetta var úr talsvert færri leikjum en Alonso spilaði.

  82. Afhverju við erum að taka umræðu nr. 15.743 um Lucas í þessum þræði er ofan mínum skilningi – virðist sem svo að sumir hverjir geta ekki komist af án þess að hafa eitthvað til að kvarta yfir.

    Boggi Tona, hverju skiptir hvort það voru 3 eða 10 varnarmenn inná þegar við sigruðum leikinn nokkuð sannfærandi (að allra mati), sköpuðum fjölmörg dauðafæri og með smá heppni (eða minni óheppni) hefðum við getað sigrað í þessum leik með 4+ mörkum, þetta voru jú engin hálffæri sem Kuyt klikkaði á (x2) sem og Grikkinn. Tala nú ekki um þegar sá leikur er gegn Spurs sem hafa verið á siglingu, við án okkar 4 bestu leikmanna og ég skýt á 90% stuðningsmanna hafi búist við tapi.

    En jú, passið ykkur allir – ekki missa ykkur í bjartsýninni. Við höfum engan rétt til að tala vel um einstaka leik/leikmenn hér og þar fyrr en við erum komnir amk í 2 sætið, tveimur fyrir ofan það sem stefnt (greinilega) er að.

    Hvernig væri ef menn myndu nú bara aðeins staldra við og verða hressir eins og Hemmi Gunn ? Það hefur nú ekki gerst áður þetta tímabilið að við fáum 10 stig af 12 mögulegum.
    http://www.youtube.com/watch?v=-snDHxxuGSs

  83. Boggi Tona 94, ég vil benda þér á að Benitez sagði í einu viðtali (man ekki hverju) að hann hefði keypt Dossena og Degen með það í huga að nota þá sem vængmenn. Hann benti réttilega á að sókndjarfir bakverðir séu ódýrari en kantmenn og þar sem stríðskistan er frekar tómleg á Anfield er þetta leið sem hann verður að fara. Svo er annað mál hvort að þessi tilraun hafi tekist eða ekki, Dossena er jú farinn, en spurning með það hvort Degen muni ná að þróa sig sem leikmann í þá átt að verða góður agressívur kantmaður með smá dash af varnarhæfileikum.

  84. Snilldar leikur og sem vannst á mikilli baráttugleði. Hjartað var tvímælalaust á réttum stað þetta kvöldið hjá leikmönnum Liverpool.Stemmningin á vellinum var ótrúleg og ég fann hana alla leið inn í Stofu hjá félaga mínum. Var að pæla í því hver gæti hafa verið maður leiksins og komst ekki að neinni niðurstöðu. Þar sem að 5-6 leikmenn stóðu sig frábærlega. 10 stig af 12 mögulegum í síðustu 4 leikjum. Hef trú á því að liðið sé komið á nógu gott skrið til að næla í 4. sætið. Að lokum við ég hrósa síðuhöldurum fyrir like/dislike kerfið. Það er að svínvirka. Það virðist sem að glasið sé alltaf hálftómt hjá litlum hluta stuðningsmanna Liverpool. YNWA

  85. Frábærar fréttir #99 – Gæti verið með gegn Bolton um aðra helgi 🙂

  86. http://visir.is/article/20100122/IDROTTIR0102/762242237

    Hvernig finnst ykkur hann hafa verið að standa sig með tilliti til þess að hann hefur verið frá í marga mánuði og er í nýju landi.

    Ég er ánægður með hann og með hann í toppformi og þegar við fáum inn lykilmenn þá verður maður að halda í vonina að þetta klárist sæmilega.

  87. Já Krizzi flott lesning, vonandi eru hann að segja satt en ekki að lyfta RB á hærra plan, hef ekki trú á því. það verður gaman þegar að Torres,Gerrard, Johnson og Yossi B koma aftur, þá verður þetta flottur leikhópur og þá verður ekki gott fyrir síðuhaldara að tippa á liðið, en annars eru þeir oft naskir á þetta. 😉

  88. Sæl öll sömul!

    Þýska ríkissjónvarpið fullyrðir að Nistelroy sé að ná samningum við Hamburger Sportverein. Hann ku hafa gert samning þar út þessa leiktíð. Merkilegt!

  89. Varðandi framherjavandamálið og umræðuna hérna hvort LFC fái ekki RVN til félagsins finnst mér skrítið að lesa að stoke,tottenham,hamburg og West ham séu í baráttunni um að fá hann til sín. Hafa þessi áðurnefndu lið virkilega meira budget en LFC til þess að fá leikmenn til sín?? Svo ekki sé talað um Huntelaar sem virðist vera á leiðinni til þýskalands. Þetta er mér mikið umhugsunarefni þar sem Benítes virðist vera á höttunum eftir “góðum” og “ódýrum” striker í Janúar. En hann hefur eflaust svörin sá spænski við þessu öllu og lætur þau ekki uppi við okkur hérna..heheheh. Annars hlakkar mig mikið til næsta leiks við úlfana sem ég verð að telja nokkuð góðar líkur á sigri. YNWA

  90. Elmar, eitthvað segir mér að það sé bara ekki áhugi á að fá RVN !

    Og því séu bara lið eins og West Ham, Stoke o.s.frv. orðuð við hann. 33 ára meiðslahrúga!

  91. Varðandi RVN þá tel ég líka að þetta sé samspil þess að hann hefur verið mikið meiddur, á lítið eftir og svo aðalatriðið sem menn gera sér ekki alltaf grein fyrir… ef þú borgar manni 100.000 pund á mánuði…. þá eru það 7,6 milljónir punda á einu og hálfu ári… sem er líklegast samningurinn sem RVN er að leitast eftir að fá og tel að menn séu hræddir við að meiðslin taki sig upp aftur og þá eru 7,6 millur farnar út um gluggan.

    Þar að auki er náttúrulega spurning hvort Rafa finnist hann vinna nógu mikið fyrir liðið……….

  92. Ég held að menn geti algjörlega gleymt gamla markahróknum frá litla liðinu í Manchester borg. En það sem mér finnst verra það er að ef að Huntelaar sé að fara jafnvel á láni út tímabilið og að hann sé ekki á radarnum hjá Benitez. Við þurfum nauðsynlega á sóknarmanni að halda til þess að leysa Torres að velli enda virðist hann ætla að vera meiddur 50-60% af leikjunum okkar, nema kannski að Benitez hafi heillast svona af frammistöðu Kuyt í seinasta leik að hann hugsi Maxi á hægri kantinn og Kuyt frammi.

  93. “Einar þú ert læs er það ekki ?? ef þú skilur ekki það sem ég setti inn þá verður bara að hafa það. það eru bara sumir sem sjá ekki trén fyrir skóginum.”

    Eru aðal hlutirnir ekki bara að fara fram hjá þér?

    Vandamál klúbbsins eru ekki leikmennirnir eða þjálfarinn. Krabbamein klúbbsins og rót vandamálsins liggur í tveimur aurasálum sem eru að mjólka allan pening út úr klúbbnum eftir sína skuldsettu yfirtöku. Hlutirnir verða ekki betri fyrr en þessir menn eru farnir.

  94. “Babu” já það er eflaust svarið við því ásamt alltof háum launakröfum að Liverpool sé ekki á höttunum eftir RVN. Hugsaði ekki málið til enda, enda bara “mjög” tímabundin lausn fyrir LFC. YNWA

  95. 110
    LAS
    þú villt kannski rökstyðja það hvers vegna það eru eigendur en ekki stjóri eða leikmenn sem eiga sök á því hvernig gengið hefur verið á þessari leiktíð ?? eða eins og þú orðar það svo skemmtilega eru krabbamein klúbbsins. Er það vegna þess hversu lítið af peningum þeir hafa látið í leikmannakaup eða af því þeir skulda ca helmingi minna en Man Utd þó það sé að sjálfsögðu allt of mikið. endilega settu inn þínar hugsanir um það.

  96. @boggi Tona

    Ýmislegt hefur maður séð hérna á kop.is. En athugasemdinar þínar eru hreint makalausar. Ég hvorki hef tíma né nennu í að svara þessu marklausa þvaðri. Gefðu þér bara nokkrar mínútur og lestu athugasemdinar við nokkrar af síðustu færslum.

    Venjulega tekst mér að láta ekki svona skrif ekki trufla mig. En dónaskapurinn í þér fer alveg í mínar allra fínustu. Endilega tjáðu þig og ef þú villt koma einhverjum skoðunum á framfæri endilega gerðu það. En gefðu þér tíma til að kynna þér málin, þó ekki nema væri pínulítið.

    Og plís ekki koma með eitthvað bull um að ég eða aðrir vilji ekki ræða hitt og þetta málefnalega. Ég ætla ekki að tjá mig meir um þetta.

  97. @Boggi Tona

    Fyrst vil ég vekja athygli á þessu: http://yanksout.com/ Þessi síða er unnin í samstarfi við nokkra fyrrverandi leikmenn LFC.

    Fyrir það fyrsta keyptu þeir klúbbinn með því að taka lán fyrir kaupverðinu (skuldsett yfirtaka). Í sumar fóru nánast allir peningarnir sem komu inn uppí vexti, gjöld og niðurgreiðslu af þessum lánum. Í rauninni keypti LFC leikmenn (eyddu) fyrir 17 millur en fengu 52 millur í sölur, mismunurinn fór í annað og Benítez fær ekki að njóta hans.

    Skoðum Aquilani kaupinn:
    So many people think that Rafa has spent £40m+ this summer on Johnson and Aquilani.
    Well here it is in black and white exactly how much Rafa has spent in 2009.

    The Aquilani deal:
    – 4 cash instalments of
    – – 5 million EURO upfront
    – – 3 million EURO by 4th January 2010
    – – 7 million EURO by June 30th 2010
    – – 5 million EURO by June 30th 2011.

    Further Add ons include:
    – 300,000 EURO for every year Liverpool qualify for the Champions League from 2010/11 to 2014/15
    – 250,000 EURO everytime the player reaches 35 appearancs, 70 appearances, 105 appeances and then 140 appearances.
    – 1 million EURO the first time Liverpool either wins the Premier League or Champions League by 30 June 2014.
    – 5% of any future transfer fee will be paid to Roma
    So Aquilani cost us £5m in Summer 2009

    The Johnson deal:

    Portsmouth owed us £8m/9m from the Crouch deal which they cannot afford to pay.
    We wrote that off against the Johnson deal meaning we only paid about £9m/10m for him.
    So Johnson cost us £10m but still unsure if some or all of that was upfront, this is the maximum he could have cost us in cash in Summer 2009

    Transfers OUT in 2009:
    Robbie Keane Tottenham £16,000,000 02.02.2009
    Jack Hobbs Leicester Undisclosed 24.04.2009
    Paul Anderson Nottm For £250,000 30.06.2009
    Jermaine Pennant Real Zaragoza Free* 01.07.2009
    Miki Roque Unknown Free 01.07.2009
    Sebastian Leto Panathinaikos £3,000,000 01.07.2009
    Álvaro Arbeloa Real Madrid £3,500,000 30.07.2009
    Xabi Alonso Real Madrid £30,000,000 05.08.2009

    TOTAL MONEY IN: £52.75 million

    Transfers IN in 2009:
    Glen Johnson Portsmouth £10m 26.06.2009
    Alberto Aquilani AS Roma £5m 07.08.2009
    Sotirios Kyrgiakos AEK Athens £2,000,000 21.08.2009
    Daniel Ayala Sevilla Undisclosed Sep 2009

    TOTAL MONEY OUT: £17m

    Rafa has a POSITIVE transfer balance of £35.75million for 2009
    Is it coincidence that it just about covers the interest payments for the year that shouldnt have been there in the first place?

    If the Yanks had bought the club with their OWN MONEY and not borrowed against the club, that money would be OURS/Rafas for improving the squad.

    Krabbameinin tvö eru bara að gera það sama og Glazer gerði og er að gera við United, þ.e að mjólka klúbbinn. Tökum United sem dæmi, united seldi Ronaldo fyrir 80 millur en samt er heildar hagnaður United fyrir árið 3 millur punda!
    Stærsta og versta skuldabréfið sem hvílir á United er “lán” sem stendur í 170 millum punda frá öðru eignarhaldsfélagi Glazer í USA með 14.25% vöxtum! af þessu bréfi borgaði United rúmlega 20 millur punda seinasta ár.

    LFC Debts

    Selected creditors:
    Bank loans / overdrafts: £21.9m
    Trade creditors: £49.2m
    Amount owed to group: £81.3m!!!!! ATH: peningar sem þeir eru að fara að mjólka vexti af í sinn eigin vasa, kæmi mér ekkert á óvart að þetta væri óhagstæðasta lán klúbbsins.

    HMRC: £10.6m
    Other: £5.9m
    Accruals: £9.7m
    Deferred income: £23.3m

    (i) £4.4m of finance costs related to the RBS/Wachovia loan (arrangement fees) were capitalised and amortisedL. During the year, £2.1m of this was written off against the P&L account.
    (ii)Group undertakings are essentially £79.9m owed to the immediate parent company, Kop Football Ltd
    (iii) There is a credit facility with RBS/Wachovia of £105m for working capital and stadium development costs. This is secured on the Club’s assets. In 07/08, £23.8m was drawn down for stadium development costs.

    Total debt stands at £202.5m

    Raunverulegt ráðstöfunarfé Benítez fyrir tímabil fyrir utan sölur:
    2008/09 net spend: £2.5m
    2009/10 net spend: £10,000

    Í rauninni er það ótrúlegt að þessi klúbbur skuli þó ennþá vera á meðal topp 7.

    Það þarf engan eldflaugasérfræðing í það að sjá hvað þessir fábjánar eru að gera við klúbbinn.

  98. Ég vil bæta því við að ef klúbburinn væri rekin eins og Arsenal þá værum við líklegast komnir með nýjan völl núna og værum að borga það sama í greiðslur fyrir það verkefni (jafnvel minna).

    Þannig að í raun erum við búnir að tapa nýjum 60.000+ manna velli á þeim tíma sem þessir menn hafa “átt” klúbbinn.
    Já eða líklegast 4-5 leikmenn sem eru að spila í dag fyrir Real, Barca eða Chelsea.

  99. LAS nr. 118: Geturðu skýrt þetta nánar? Átta mig ekki alveg á muninum á því hvernig Arsenal og Liverpool eru rekin.

  100. Það væri í rauninni mjög langt mál að taka þetta allt saman og lýsa þessu í einni færslu, ég skal þó reyna í sem styðstu máli að taka aðalatriðin.

    Arsenal holding plc.: http://www.plusmarketsgroup.co/details.shtml?ISIN=GB0030895238/GBX/PLUS-exn

    Félagið er rekið sem eitt eignarhaldsfélag Arsenal holdings plc sem er móðurfélag nokkura annara félaga. Hvert þessara dótturfélaga sér um sinn rekstur, t.d eitt dótturfélag sér bara um rekstur Emerites stadium.

    Arsenal er hlutafélag og í rauninni eina alvöru (knattspyrnulega) hlutafélagið sem eftir er á Englandi og er skráð í verðbréfahöll í London. Þar sem það er skráð í verðbréfahöll gilda strangari reglur hlutafélagalaga og verðbréfalaga um félagið, t.d með viðskipti tengdra aðila (m.a lán milli tengdra félaga og eiganda) og ársreikninga. öðrum orðum, það veðrur allt að liggja upp á borðinu.

    Arsenal hefur ennþá mjög dreifða eignaraðild. Arsenal er það vel rekið félag að það er barist um hlutabréf í félaginu og í raun ómögulegt að kaupa hlut í því. Hlutir eru sirka eitthvað yfir 12.000 og er verðið rúmlega 9000 pund fyrir hlutinn.

    Ársreikningur Arsenal fyrir 2008: http://www.plusmarketsgroup.com/cgi-bin/reports.cgi?action=DisplayReport&report=arsenal2009.pdf

    Á móti höfum við Gillet og Hicks og öll þeirra skúffufélög.

    Í rauninni er þó helsti munurinn í því fólgin að Arsenal var ekki keypt með 100% yfirtöku og er ekki farið í fjárfestingar hjá Arse nema að meirihluti fjármagns sé til inní félaginu. Það sem félagið er rekið sem hlutafélag með allt uppi á borðunum er mun auðveldara fyrir þá að fá fjármagn í verkefni eins og byggingu nýs vallar.

    Dæmi: Þú gætir rétt ímyndað þér að vinna í banka og Hicks og Gillet vilja fá lán fyrir nýjum velli og þú rekur augun í það að þeir eru að “lána” sjálfir félaginu peninga, þessi “lán” verða auðvitað borguð fyrst ef allt stefnir í þrot.

    Vona að þetta hafi komið að einhverju gagni.

    Ég tek það fram í restina að ég er púllari og búinn að vera alla tíð, en þegar ég komst að því hvernig Arsenal er rekið og kynnti mér starfsemi félagsins var það fyrsta sem mér datt í hug var að kaupa mér hlut í félaginu. Öfunda þess vegna Arsenal menn.

  101. Las: þetta er of mikil langloka að maður nennir ekki að pæla í þessu frekar en ruglið hjá útrásardruslunum sem sögðu að allt væri gott en var bara leikur að tölum og hnöppum eða hvað….Maður spyr sig hvernig er hægt að vera ríkasta félag í heimi en skulda svo mikið að það sé næsum því á hausnum, er ekki verið með sýndarmensku og er ekki verið að blekkja stuðningsmenn. þetta er eins og að vera kosnn besti maður í heimi og vera líka kosinn sá versti , bara skil þetta ekki….

  102. Skil það vel, þetta á að vera flókið hjá þeim svo að við tökum ekki eftir þessu.

    Vonum það besta allavega.

  103. LAS, þetta er væntanlega svipuð staða og Manure eru í. Þeir voru áður plc og áttu í vandræðum með að eyða peningunum sem þeir áttu, en eftir að Glacier tók félagið yfir í skuldsettri yfirtöku er Manure stórskuldugt (plús það að Glacier-bófarnir hafa stungið ansi vænum summum í eigin vasa). Væri nú fróðlegt að vita hvort þeir Knoll og Tott hjá Liverpool hefðu greitt sjálfum sér eitthvað út úr félaginu.

  104. Hvað er þetta með þumla upp og niður ég virðist ekki vera að gera eitthvað sem maður er að segja, sb, 121 hjá mér 1 upp 2 niður en samt var ég ekki að ver með mínus gagnvart Liv ???????

  105. Má ég biðja um Gestapistill frá LAS. um hvernig skuldastaðan hjá LFC er og fjárhagstaðan yfirhöfuð. Mig bráðvantar eitthvað á mannamáli um þetta allt saman.

  106. Tek undir með Sigurjóni. Væri til í gestapistil frá LAS. Hef mikinn áhuga á þessum málefnum og þetta er því miður það málefni sem ræður mestu um velgengni liða í nútímaknattspyrnu eins sorglegt og það er nú.
    Það er alveg ljóst að ef Arabarnir hefur keypt okkur þá værum við ekki núna að notast við Ngog, Lucas, Kyrgiakos og Degen, heldur líklegast við Villa, Silva, Shawcross og Sessegnon.
    Þessir kanar eru algjör lýti á þessum klúbbi og þurfa að fara út. LAS það væri frábært ef þú myndir fá að skrifa einn veglegan gestapistil um soccernomics tengdu Liverpool.
    Held að á þessum tímapunkti sé mikilvægara að fá nýja eigendur í hús en að ná í 4. sætið. Því miður er tími fótboltans sem íþrótt almúgans liðið undir lok. Núna eru ríkir Arabakallar farnir að leika sér í Raunveruleika Football Manager leik (ætli Dubai fallið eyðileggi það nokkuð, thaahhh) og það virðist vera eini möguleikinn fyrir okkar ástkæra lið til að ná í nokkrar dollur í hús. Það er ástæða afhverju Wolves, Bolton og Burnley eru á botninum en Arsenal, Man City og Chelsea eru á toppnum. Útaf helvítis seðlunum.

  107. Ég næ þessu ekki með þumla dæmið. Getur einhver útlistað hvað það þýðir?????????

  108. Þumlarnir þýða bara hvort að svarið þitt hafi verið málefnalegt eða hvort einkunnagjafinn er sammála þínum skoðunum eða ekki. Þar sem mér fannst spurningin þín mjög málefnaleg og mér finnst fátt skemmtilegra en að sjá níu spurningamerki í röð ætla ég að gefa þér þumal upp. Vona að þú sjáir þér fært um að gera það sama við mig fyrst ég svaraði spurningu þinni og hrósaði þér fyrir notkun á spurningamerkjum.
    Bestu kvejður.

  109. @ Lolli og Sigurjón

    Sælir,

    Það er alveg rétt því miður og tími peninganna í boltanum er runnin upp. Það fer í taugarnar á mörgum að ríkir karlar geti komið inn (Abromovich og City Arabar) og rekið félögin eins og sitt eigið hobbý. Einhverjir okkar vonuðu að okkar tími væri komin þegar að kanarnir bönkuðu uppá, því miður reyndist það ekki rétt og andstæða þess að dæla inn peningum í liðið er staðreyndin sem við lifum við í dag.
    Með gestapistil, þá gæti ég örugglega sett eitthvað saman. Ég verð þó erlendis næstu 9 daganna og því yrði það ekki birt fyrr en eftir þann tíma.

  110. LAS; takk fyrir upplýsingarnar. Vissi ekki hvernig rekstri Arsenal væri háttað. Það væri fróðlegt að vita hvort David Moore hafi skoðað þennan möguleika þegar hann seldi Liverpool á sínum tíma.

  111. Svar við commenti no, 117.

    Boggi

    Ég hafði nokkuð gaman að því að renna yfir þetta hjá þér og alltaf gaman að sjá að menn leggja aðeins vinnu í heimildarleit máli sínu til stuðnings, en ekki er ég nú tilbúinn að kaupa þetta allt sem kemur þarna fram. Ég setti það sem mér datt í hug inn á milli vona að það skyljist ég er bara ekki betri á þetta blogg system. Að vísu er þetta langloka en er ekki nóg pláss hérna 🙂

    LAS

    Fyrir það fyrsta keyptu þeir klúbbinn með því að taka lán fyrir kaupverðinu (skuldsett yfirtaka). Í sumar fóru nánast allir peningarnir sem komu inn uppí vexti, gjöld og niðurgreiðslu af þessum lánum. Í rauninni keypti LFC leikmenn (eyddu) fyrir 17 millur en fengu 52 millur í sölur, mismunurinn fór í annað og Benítez fær ekki að njóta hans.
    Skoðum Aquilani kaupinn: So many people think that Rafa has spent £40m+ this summer on Johnson and Aquilani. Well here it is in black and white exactly how much Rafa has spent in 2009.

    The Aquilani deal: – 4 cash instalments of – – 5 million EURO upfront – – 3 million EURO by 4th January 2010 – – 7 million EURO by June 30th 2010 – – 5 million EURO by June 30th 2011.
    Further Add ons include: – 300,000 EURO for every year Liverpool qualify for the Champions League from 2010/11 to 2014/15 – 250,000 EURO everytime the player reaches 35 appearancs, 70 appearances, 105 appeances and then 140 appearances. – 1 million EURO the first time Liverpool either wins the Premier League or Champions League by 30 June 2014. – 5% of any future transfer fee will be paid to Roma So Aquilani cost us £5m in Summer 2009

    Boggi

    Þannig að Aquilani gæti þá endað í 23.5 milljónum evra svona miðað við þennan samning og að allt í honum gangi upp á besta veg fyrir Liverpool, og að segja að hann hafi í raun bara kostað 5 millur 2009 er náttúrulega einföldun og sett svona upp svo þetta líti nú allt betur út. En við skulum bara halda okkur við það að hann var verslaður 2009 hvort sem það er á nokkurskonar kúluláni eða ekki, þannig að kostnaðurinn skrifast á það ár sem hann kom þar sem þeim peningum sem eru merktir honum verður ekki eytt í aðra leikmenn á næstu árum það er ljóst.
    Fyrir svo utan það að við vitum ekkert hvernig samninga önnur lið gera og gætu þeir sennilega fegrað sín kaup á einhvern svipaðan hátt og þarna er gert þannig að þá er ekki séns fyrir nokkurn venjulegan stuðningsmann að bera saman kaup og sölur hjá þessum liðum ef taka ætti svona leik að tölum með í dæmið hjá öllum liðum.

    LAS

    The Johnson deal:
    Portsmouth owed us £8m/9m from the Crouch deal which they cannot afford to pay. We wrote that off against the Johnson deal meaning we only paid about £9m/10m for him. So Johnson cost us £10m but still unsure if some or all of that was upfront, this is the maximum he could have cost us in cash in Summer 2009

    Boggi

    Þetta er líka vel sett upp og lítur mun betur út fyrir okkur en samt sem áður voru þessar 9 milljónir peningar sem Liverpool átti 2009 og létu ganga upp í kaupin + 10 millur sem þeir borguðu það er það sem raunverulega gerðist í sambandi við kaupin (upphæðirnar eru eitthvað á reiki samt) en segjum bara 19 millur.
    Þú setur ekki 500 þús kr bíl upp í kaupverð á milljón króna bíl og segir svo öllum að þú hafir verslað þér bíl sem kostaði bara 500 þúsund.

    LAS

    Transfers OUT in 2009: Robbie Keane Tottenham £16,000,000 02.02.2009 Jack Hobbs Leicester Undisclosed 24.04.2009 Paul Anderson Nottm For £250,000 30.06.2009 Jermaine Pennant Real Zaragoza Free* 01.07.2009 Miki Roque Unknown Free 01.07.2009 Sebastian Leto Panathinaikos £3,000,000 01.07.2009 Álvaro Arbeloa Real Madrid £3,500,000 30.07.2009 Xabi Alonso Real Madrid £30,000,000 05.08.2009
    TOTAL MONEY IN: £52.75 million
    Transfers IN in 2009: Glen Johnson Portsmouth £10m 26.06.2009 Alberto Aquilani AS Roma £5m 07.08.2009 Sotirios Kyrgiakos AEK Athens £2,000,000 21.08.2009 Daniel Ayala Sevilla Undisclosed Sep 2009
    TOTAL MONEY OUT: £17m
    Rafa has a POSITIVE transfer balance of £35.75million for 2009 Is it coincidence that it just about covers the interest payments for the year that shouldnt have been there in the first place?

    Boggi

    Ef við tölum bara um sumar gluggann leit þetta þá ekki ca svona út ? og miðað við það þá er þetta í minus ekki plús.
    2009-10 Net spend: £4.95m loss
    Players in + fee: Glen Johnson £18m, Alberto Aquilani £20m, Sotiros Kyrgiakos £2m.
    Players out + fee: Paul Anderson £0.25m, Sebastian Leto £1.3m, Sami Hyypia Free, Jermaine Pennant Free, Alvaro Arbeloa £3.5m, Xabi Alonso £30m

    Boggi
    Þessar upplýsingar sem þú finnur á þessari síðu sem þú vísar í láta kaup Liverpool líta mjög vel út miðað við aðrar upplýsingar sem maður finnur á netinu og í raun gætum við sett hér inn alla vega útkomur þar sem enginn veit þetta með vissu nema þeir sem sjá um fjármálin hjá Liverpool,
    Og sama gildir um aðra klúbba, fjármálastjórarnir og eigendur þeirra vita hvernig þessum málum er háttað og ég stór efa að allar upplýsingar sem koma á netið séu frá þeim komnar.
    Svona td lítur þetta út á einni síðu ef allir svokölluðu topp 4 klúbbar eru skoðaðir með tilliti til eyðslu síðan benites kom til Liverpool.

    Liverpool total net spend 2004-09: £122m loss
    Manchester United total net spend 2004-2009: £27m loss
    Chelsea total net spend 2004-09: £186m loss
    Arsenal Net spend 2004-09: £27m profit

    Maður veit ekkert hvað er til í þessum tölum og í raun þýðir lítið fyrir okkur að fullyrða eitt eða annað um það sem gerist á bak við tjöldin í Liverpool, en aftur á móti getum við hver og einn haft skoðanir á gengi liðsins, gengi einstakra leikmanna og síðast en ekki síst gengi stjórans og það breytir engu þó við skiptumst í fylkingar með stjóranum eða á móti en ég er bara þannig að ég set ekki samasem merki á milli Liverpool FC og stjórans, ef ég gerði það þá væri ég sjálfsagt enn stuðningsmaður húlla sem í dag held ég að sé ekki sárt saknað.

  112. hvað i andskotanum er i gangi þeir þurfa alltaf að bæta það að vera ótrulega lélegir og við höldum áfram að kýla helvitis boltanum fram náum ekki nokkrum sendingum saman svo tekur hann Riera útaf hvernig geta menn verið svona hrikalega lélegir á móti skíta liði Wolves og enn spyr maður um punginn á þessum þjálfara að stilla upp svona varnarsinnuðu liði inná hvaða rugl er það

Liðið gegn Tottenham

Þegar illa gengur!