Spurs á morgun

Það er með hreinum ólíkindum hvað maður er spenntur fyrir leik morgundagsins eða þannig. Við getum ekki unnið Stoke þrátt fyrir að hafa verið yfir á 92.mín og þetta tímabil er búið að vera þannig að slíkt telst varla vera frétt. Því er leikur gegn þéttu liði Tottenham ekkert draumaverkefni og sérstaklega ekki þar sem við erum án Gerrard, Torres, Johnson, Agger (held ég), Benayoun, Riera og bara þessara sem væru kannski líklegir að búa eitthvað til og skapa eitthverja hættu upp við mark andstæðingana. Ef tekið er mið af síðasta leik þá er restin af liðinu ca. á pari við Stoke í getu og spilastíl… sem reyndar gæti dugað!

Að giska á rétt byrjunarlið er nokkuð erfitt enda erfitt að segja til um ástand sumra leikmanna og eins stöðu annara hjá klúbbnum. Aquilani er t.a.m. heill rétt eins og Lucas og Mascherano, Rodriguez er búinn að ná nokkrum æfingum ásamt því að Babel er kominn aftur í hóp. Ég hef dauðans áhyggjur af því að Benitez kom til með að hafa sóknarleikinn á pásu fyrstu 70.mín á morgun með því að hafa Kuyt einan frammi og stilla þessu svona upp:

Reina

Degen – Carragher – Kyrgiakos – Insúa

Lucas – Mascharano
Rodriguez – Aquilani – Aurelio
Kuyt

Að hafa Carragher á hægri kannti er fullkomin tímasóun, hann var ekki góður hægri bakvörður þegar hann spilaði þá stöðu í den nema varnarlega auðvitað og hann hefur sannarlega ekkert batnað sóknarlega við það að spila miðvörð í hálfan áratug. Skrtel hefur undanfarið bara verið svona helmingi verri heldur en Guðmávitahvaðopolus var í síðasta leik og því vil ég sjá gríska guðinn aftur í miðverðinum frekar en Skrtel! Kyrgiakos er líka óumdeilanlega “maðurinn” hjá klúbbnum eftir að Voronin og Dossena yfirgáfu okkur á einu bretti.

Degen er hægri bakvörður að upplagi og sá eini sem er heill (kaldhæðni sem það nú er) og því set ég hann þarna. Óttast þó auðvitað að Benitez stilli þessu eins upp og hann gerði gegn Spurs með Carra og Degen á hægri vængnum.

Á miðjuna held ég að við fáum aftur þá Lucas og Mascherano og ég tippa á að ítalinn verði framar á vellinum eða skipti sóknartengiliðsstöðunni með Lucas á meðan fyrirliði Argentínu situr aftar á vellinum og hjálpar bakvörðunum með góða kantmenn Spurs.

Á köntunum verður pottþétt einn bakvöðrur og ég tippa á að það verði Aurelio aftur ef hann getur spilað tvo leiki á svona stuttum tíma. Þ.a.l. giska ég á að Rodriguez verði hent beint í djúpu laugina og verði í sinni stöðu á hægri kantinum. Það er auðvitað ansi fljótt enda maðurinn bara nýkoninn en liðið þarf eitthvað nýtt blóð og það strax.

Kuyt má svo skv. breskum lögum (honest) auðvitað ekki vera á bekknum og byrjar því einn upp á topp á kostnað N´Gog og Babel. N´Gog hefur verið arfaslakur undanfarið og er ekki klár í byrjunarliðið gegn liði eins og Spurs, en stöðu Babel hjá klúbbnum skil ég bara alls ekki. Hann er allavega í hóp í þetta skiptið og er víst nýkominn af skrifstofunni hjá Benitez þar sem hann var að biðjast afsökunar á því að væla yfir sinni stöðu á netinu! Ég er á því og hef alltaf verið að ég vil sjá Babel spila meira hjá klúbbnum. Sérstaklega þegar ég horfi á leiki með Kuyt, N´Gog, Voronin o.s.frv. fyrir framan hann í stöðu sóknarmanns. En ef það á ekki að nota manninn og frysta hann úr hóp í leik gegn Stoke sem við fórum í að mestu án sóknarþenkjandi manna þá þarf að fara losa sig við hann og það strax. Þessi vitleysa getur ekki gengið endalaust.

Góða er samt að Benitez á marga möguleika í stöðunni þegar kemur að vali á byrjunarliði og uppstillingu og er í raun ómögulegt að giska á hvernig hann leggur þennan leik upp. Er ekki best miðað við handboltafárið að segja að hann komi til með að stilla upp stífri 6-0 vörn og skipti í 4-4-2 í sókninni.

Spá: Það er allt svo innilega á móti okkur þessa dagana og það hefur svo innilega ekkert fallið með liðinu að við getum ekki annað en verið bjartsýnir fyrir þennan leik, 2-1 sigur með mörkum frá Aurelio og að sjálfsögðu Kuyt.

Þetta er sex stiga leikur og sigur væri afar óvænt ánægja sem við mættum vel flestir alveg ágætlega við.

Kyrgiakos er maðurinn

103 Comments

 1. Er Riera ekki mögulega með? Mig minnir að hann hafi verið á bekknum gegn Stoke, þannig að það er mögulegt að hann verði allavega í hópnum. Annars er byrjunarliðið eins og þú stillir því upp nokkuð sterkt og ætti vel að geta veitt spurs samkeppn og jafbvel unnið.

 2. Strákar ég er að drukkna í Liverpool bröndurum á facebook og í vandræðum með að svara fyrir mig. Á enginn nokkra góða handa mér um United og Arsenal ?? haha

 3. Þó Grikkinn hafi verið góður gegn Stoke þar sem háloftaspyrnur voru aðalsmerki þá stórefa ég að hann hafi eitthvað í Defoe og félaga ef boltinn er með jörðinni, enda mjög hægur. Skrtel inn með Carra(Agger ef hann er heill).

  Annars er ég sammála þér með Babel, það er eitthvað ótrúlega furðulegt í gangi hjá þeim Babel og Benitez. Hvorum sem um er að kenna(líklega báðum) þá þarf því að linna og fara nota hann af viti…og hann þá auðvitað að sýna okkur afhverju hann var einn af bestu ungu leikmönnum evrópu fyrir örfáum árum.

  Í bjartsýniskasti ætla ég að spá 2-0, Maxi og Babel 🙂

 4. Er það ekki rétt hjá mér að Lucas sé í banni, fékk hann ekki 5. gula spjaldið sitt á móti Stoke fyrir “dívuna”?

  Held annars að þetta verði svona (ef Lucas er í banni)
  Reina, Degen, Carra, Kyrgiakos, Insua, Maxi, Aquilani, Macherano, Aurelio, Kuyt, Ngog í 4-4-2 kerfi, væri annars til að sjá eitthvað ferskt ungt blóð inná eins og t.d Pacheo eða Ecclestone og mögulega Kelly ef hann er heill.
  Annars held ég að við tökum þetta 2-0, Kuyt og Kyrgiakos með mörkin.

 5. Hvernig er ekki hægt að vera spenntur fyrir þessum leik?
  Jú ok, liðið okkar stendur í record breaking uppábakskitu en kommon.

  Ég er spenntur fyrir því að sjá byrjunarliðið okkar á morgun.

  Ég er spenntur fyrir því að okkar menn rífi hvorn annann upp á rasshárunum og spili eins og menn.

  Ég er spenntur fyrir að sjá Maxi í byrjunarliðinu.

  Ég er spenntur fyrir þessum leik vegna þess að með sigri þá erum við aðeins einu stigi frá þessu 4 sæti sem allir segja að nánast útilokað sé fyrir okkur að ná.

  En fyrst og alltaf fremst er ég spenntur fyrir þessum leik af því að ég er og mun alltaf verða Púllari og sem slíkur mun ég alltaf verða spenntur þegar ég sest niður til að horfa á mitt lið spila, sérstaklega þegar blæs á móti.

  Get ég fengið hallejúja 🙂

 6. Klárlega sá leikur sem það er bara ekki í boði að tapa, þetta er 6 stiga leikur og ef við vinnum hann þá er ekki nema 1 stig í 4 Tottenham í 4 sætinu en tap þá er þetta búin barátta um 4 sætið að mínu mati.
  GK: Reina. LB: Aurelio. RB: Degen. CB:Carra og Kyrgjakos. DM: Mascherano og Lucas. AML: Riera. AMR: Rodriguez. AMC:Aquilani. ST: Kuyt.
  Ég ætla að spá þessu 1-1 þar sem ég held að við séum bara ekki með lið í að sigra Tottenham.

 7. Er ekki sammála meistara Babu með liðið.

  Degen á engan séns varnarlega og við þurfum það gegn Tottenham, spái Carra þar og þá eigum við ekki annan kost en að stilla Skrtel upp með Kyrgiakos að mínu mati.

  Svo hef ég trú á að við fáum að sjá Aurelio í bakverði og Riera á kanti.

  Ég virkilega vona að við fáum að sjá 442, en er ekki viss um að svo verði.

  Ryan Babel er vonandi að átta sig á því að honum verður hent frá liðinu nema að hann hætti að væla og sýni einhverja getu inni á vellinum. Verð brjálaður ef hann er í byrjunarliði og í raun finnst mér margir eiga sénsinn skilinn umfram hann á morgun.

  Þrjú stig væru frábær fyrir pásuna sem við förum svo í…

 8. Miðað við stöðuna í dag yrði maður nokkuð sáttur við jafntefli. Þá myndum við vera með þetta blessaða 4 sæti í augsýn allavegana.

  Spái þessu annars 2 0 fyrir Tottenham.

 9. Það er í raun ótrúlegt að maður skuli vera spenntur fyrir leikjum liðsins þessa dagana, en svoleiðis er það nú. Við fyrstu hugsun er maður viss um að benitez spili með eins marga varnarmenn og hann kemur inn á völlinn með tilheyrandi geðvonsku og almennum leiðindum, en svo rifjast auðvitað upp fyrir manni að Benitez veitt fátt skemmtilegra en að spila nákvæmlega eins og andstæðingurinn. Þar af leiðandi gætu verið ágætis líkur á því að liðið spila jafn skemmtilegan bolta gegn Spurs og hann var leiðinlegur gegn skósveinum Pulis.

 10. Lucas er ekki í banni, eftir 1. janúar þarf 10 gul til að fara í bann.

 11. Það er móðgun fyrir Liverpool hjartað og heilan að láta Degen byrja á kostnað Carragher. Carragher er baráttu blóðið í liðinu og hann drífur menn áfram og gargar á þá, hann nýtur virðingar hjá samherjum og mótherjum og tel ég 100% líkur að hann byrji inná á morgun.
  Ég sé ekki Maxi byrja leikinn. Þetta verður Kuyt og Aurelio

 12. Tottenham er með 2 jafntefli og 1 sigur í síðustu þremur deildarleikjum, gerðu 0-0 jafntefli við Hull á heimavelli í síðasta leik:

  Tottenham 0 – 0 Hull

  Tottenham 2 – 0 West Ham

  Fulham 0 – 0 Tottenham

  Við erum með 2 sigra (Wolves, Aston Villa) og eitt jafntefli (Stoke) úr síðustu þremur. Tottenham eru því ekki búnir að vera að spila neitt sérstaklega vel í síðustu leikjum, og ég held að við eigum að geta tekið þá á Anfield annað kvöld. Svo má bæta því við að Lennon er víst meiddur hjá þeim, og Redknapp hefur aldrei unnið á Anfield á ferlinum. Koma svo!

 13. Sælir, það er alveg sama í hvaða deild, hvaða leik og hvenær Liverpool spilar í nútíð eða framtíð, hver stýrir liðinu og hvaða leikmenn það skipar, ég kem alltaf til með að horfa á liðið mitt spila. En að leiknum á morgun. Mér sýnist Asso-Ekotto, King, Woodgate og Hutton vera meiddir fyrir leikinn og Lennon virðist vera tæpur. Þetta segir mér að Bale, Bassong, Dawson og Corluka koma til með að skipa vörnina. Ekki fljótasta vörn í heimi en hávaxin og solid. Vörnin hjá okkur verður óbreytt frá síðasta leik nema að Agger kemur inn fyrir Grikkjann ef að hann verður heill. Bara til að létta á herðum ungs manns þá fynnst mér að Lucas ætti að fá hvíld á bekknum til að byrja með á morgun. Drengurinn er ný orðinn 22 ára og hefur fengið fáránlega óréttmæta gagnrýni, að mínu viti, á þessu tímabili og veitir ekki af smá hvíld. Miðjan verður því Masc og Aquilani. Riera er að ná sér í form og byrjar líklegast á bekknum og því verður Aurelio á vinstri og ég er að vona að Maxi byrji á hægri og þá verði Kuyt frammi ásamt einhverjum hröðum leikmanni sem Ngog er ekki. Setjum við “kjúkling” inn í byrjunarlið í svo gríðarlega mikilvægum leik? Ég held ekki. Setjum við einhvern sem er á allra síðasta séns að sanna sig? Það tel ég líklegra og þ.a.l. byrjar Babel og fær ca. 60-70 min en svo kemur skipting sem að verður í takt við stöðuna í leiknum þ.e. ef við erum yfir þá kemur Ngog inn á, ef við erum undir kemur eitthvað óvænt. Við verðum að hafa hraða leikmenn, og þá fleiri en einn, á móti þessari vörn hjá Spurs til að vinna þennan leik. Mín spá. Reina-Carra,Skrtel, Kyrgiakos(Agger),Insúa-Masch, Aquilani-Maxi,Kuyt,Aurelio-Babel. 2-1 fyrir Liverpool.

  • Það er móðgun fyrir Liverpool hjartað og heilan að láta Degen byrja á kostnað Carragher.

  Lestu þetta byrjunarlið betur hjá mér ! Ég er ekki heillaður af Degen í bakverðinum en vill hann frekar en Carragher. Raunar væri ég til í að fá Martin Kelly þarna ef hann er heill en ég held að hann sé það ekki. Carragher set ég í miðvörðinn og auðvitað væri best að hafa Agger með honum þar.

  • Þó Grikkinn hafi verið góður gegn Stoke þar sem háloftaspyrnur voru aðalsmerki þá stórefa ég að hann hafi eitthvað í Defoe og félaga ef boltinn er með jörðinni, enda mjög hægur.

  Er að mestu sammála þessu en bendi þó á að hann gæti átt eitthvað í Crouch fari svo að hann byrji með Defoe frammi. Annars er ég ekkert heillaður af grikkjanum, málið er bara að Skrtel hefur verið út á túni í vetur.

  Get ég fengið hallejúja

  halelúja

 14. Jæja City að vinna United í bikarnum og Tevez maður leiksins, djöfull fílaði ég þetta fagn hjá honum.

 15. Ja hvur andsk…. eitthvað er dollunum sem eru í boði fyrir Man Utd farið að fækka.
  Svo bregðast krosstré 🙂

 16. Talandi um Teves. Mikið var ég að vona í vor að hann kæmi til Liverpool. Hversu mikil snilld hefði það verið að fá hann í holuna fyrir aftan Torres??
  En fínn pistill og ég er nokkuð sammála þessu. Hef trú á að við sigrum þennan leik og klórum okkur upp töfluna. YNWA

  • Jæja City að vinna United í bikarnum og Tevez maður leiksins, djöfull fílaði ég þetta fagn hjá honum.

  Var þetta ekki bara fyrri leikurinn ?

 17. Mér finnst nú Degen bara hafa sloppið skammlaust frá því sem honum hefur verið rétt. Og Hellenska hálftröllið á klárlega skilinn annan leik.

  Annars er ég sammála Babu með liðið. nema ef Aquilani er metinn eitthvað tæpur. Þá kemur Ngog inn fyrir hann og spilað verður 4-4-2

  Koma svo rauðir!!!! Sýnum þessum spursurum hvað “Top 4” nákvæmlega þyðir!!!!

 18. ótrúleg úrslit.

  United betri allan leikinn. City Skora úr vítaspyrnu sem var brot fyrir utan teig og skora síðan úr hornspyrnu sem var greinileg markspyrna.

  Vona að þetta efli ekki sjálfstraustið þeirra í baráttunni við okkur um meistaradeidlarsætið.

 19. dirk kuyt einn frammi yessss þetta verður flottasi sóknarbolti í sögu liverpool ég spá að hann skori 4mörk allt eftir einleik frá miðju (Kaldhæðni)

  GUBBBBBBBBB yfir þessiri skíta benitez uppstillingu ef þetta er hún ekki ein einasta hætta frammi skita vörn og meðal miðja ég spai 6-0 fyrir tottenham þvi liverpool er bara glatað lið og hefur ekkert í tottenham ef við getum ekki unnið stoke birnigham fulham pourthsmouth reading hull og allt hitt draslið þá vinnum við ekki tottenham.
  Nenni ekki að horfa á glataðan leik sem ekki neitt einasta færi verður í nema hja tottenham
  Nenni ekki að horfa á enn eina glataða benitez uppstillingu sem allar sendingar fara til baka til reina
  Nenni ekki að hlusta á benitez eftir leik tala um hve stoltur hann er af leikmönnum sinum þótt við töpuðum 3-0 á anfield
  Nenni ekki að horfa á Dirk kuyt missa af öllum sendingum sem hann fær til sín
  Nenni ekki að horfa á 1 framherja hja liverpool og 10 varnarsinnaða menn i byrjunarliðinu
  Nenni ekki að horfa á meðal menn eins og lucas,degan,kuyt,insua eiga fast sæti í byrjunarliðinu Þott þeir sucki í hverjum einasta leik
  Nenni ekki að horfa á Liverpool Leik sem aldrei gefa ungu strakunum sens
  Þótt allt byrjunarliðið Sucki

  En kannksi er eg bara vælandi kerling sem er kominn með hundleið á þessari meðalmennsku Hja klubbnum minum og vill fá stór breitingar sem fyrst

 20. Sælir félagar

  Halelúja! Hvað sem öllum halelúja hrópum líður verður þetta drulluerfitt og ég yrði sáttur við jafntefli. Tel 1 – 1 líklegt. En það má alltaf vona!?!

  Það er nú þannig

  YNWA

 21. 23

  Nenni ekki að lesa 16 línur af skæli þar sem ritara tókst að setja 1 punkt inní all rausið.

 22. Sælir félagar!..Þetta eru erfiðir tímar..liðið botnar sjálfan sig hvað eftir annað..Og eru menn virkilega ekki orðnir þreyttir á Benitez handbragði á klúbbnum…Mér finnst þetta sem hann Elías Hrafn segir hér að framan bara ansi meika sens, þrátt fyrir að það vanti alla punkta ;))…Þetta er orðin orðin alveg ferleg slydda þetta Liverpoollið….Ég meina maður er alveg kominn með upp í kok af Rafa….Þetta heldur bara endalaust áfram og ekkert breytist….T.d. núna þegar liðinu vantar markaskorara, þá er verið að spá í Jones hjá Sunderland..Bíddu er hann markamaskína??? Halló!!!!..Jesús Pétur og GUBBB segi ég líka..Ég vil fá klúbbinn úr þessu ástandi…nóg komið af þessum vélmennafótbolta…ER Dirk Kuyt búinn að spila betur en Babel á þessu tímabili?? Nei ég bara spyr…

 23. Ég spa Liverpool sigur 2-1. Rodriguez eða Aquilani skora
  ég biða horfa Liverpool – Tottenham á morgun.
  takk fyrir

 24. Þessar Babel nornaveiðar hjá Magga eru orðnar alveg óþolandi. Hann vill frekar Benitez, Dirk Kuyt og fleirri sem gera uppá bak leik eftir leik en dregur Babel uppúr svaðinu í hvert skipti sem hann getur þó hann fái ekki nema örfáar mínútur hér og þar. Maðurinn er algjörlega með þetta hatur sitt á heilanum og mér finnst ömurlegt að lesa þennan áróður hans hérna inni. Við náum því að þú ert ekki aðdáandi hans, hættu nú að skrifa um hann eins og hann sé djöfullinn sjálfur!

  Að hann hafi skrifað “slæmar fréttir, ég er ekki í liðinu á morgun og stjórinn gaf mér engar útskýringar” á twitter síðu sína er nú engin heimsendir. Mér finnst áhugaverðara afhverju hann var ekki í liðinu þegar við höfðum fáa möguleika frammávið en er þó kominn strax í liðið í næsta leik. Mér finnst Benitez þurfi að svara fyrir það.

 25. Leikurinn á morgun er leikur sem verður að vinnast,ég hef fulla trú á að liverpool komist á gott run ef þeir vinna á morgun,fyrirgefið blótið…en djöfull væri ég til í 10-12 leikja sigurhrinu og hrista af okkur villa,mancity og tott.ham…ég er bjartsýnn í kvöld,enda er ég alltaf kátur þegar fokking united tapar 🙂

 26. Til hamingju “Elías Hrafn” en þú færð verðlaun fyrir bjartsýnisverðlaun ársins og mestu jákvæðnina :0). Mér finnst samt eiginlega svona skrif varla svaraverð þó svo að nokkrir hafi gert það á undan mér. Menn eða mýs er það sem morgundagurinn snýst um. Leikmenn stóðu sig alls ekkert illa í síðasta leik miðað við hvernig fótbolta Stoke spilar og var planið næææææææstum því gengið upp. Miðað við okkar tímabil þá varð ég ekkert svakalega hissa þegar að Stoke jafnaði og við fengum ekki víti í blálokin.
  Ég vil endilega fá Riera og Maxi á kantana. Ef ekki þá vil ég Babel og Maxi á kantana. Endilega gefa þá Babel séns á að stimpla sig algjörlega út úr liðinu og Liverpool borg ef hann skítur á sig og ef hann stendur sig vel þá kannski hækkar það verðmiðann á kauða, hver veit.
  Sammála með Carra í bakverðinum og Aurelio hinum megin. Hitt er eiginlega algjör ráðgáta fyrir mér en ég yrði ekkert hissa ef Masch-Lucas yrðu saman á miðjunni.

  Mikið afskaplega langar mig í sigur á morgun.
  2-1 fyrir Liv (Kuyt, Masch)
  Forza Liverpool
  Og ég horfi á aaaaaaalla leiki, burt séð frá gengi liðsins.

 27. Strákar, Benitez getur ekki stillt upp vinningsliði en hann er drullugóður í að stilla upp jafnteflis liði, það hefur nú margsannað sig. Hann byrjaði með 4 bakverði inn á í síðasta leik…? er það hægt? Degen, Insua, Carragher(í bakvarðarstöðu) og Aurelio. 4 bakverði og svo spilhefta miðju. síðan bara constant kick and run og maðurinn lýsti síðan ánægju sinni á liðinu eftir leik og kenndi dómaranum um mistök. það voru cirka 18 kick and run mistök gerð á vellinum af leikmönnum Liverpool eftir fyrirmælum frá Benitez. Svo kemur hann í viðtal og segir að liðið hafi verið upp á 6 gæðalega séð þegar hann tók við því en sé upp á 8-9 núna. Hann veit ekki neitt!!! Skrtel??? vitiði hvað var greitt fyrir hann? Alltof mikið! Insua???? hann er 1.65 og veit ekki hvor endinn á sér snýr upp. Lucas??? hann á fleiri brot en góðar sendingar??? er það gott statistic? Kuyt??? hann er kantspilandi senter með króníska hlaupaáráttu, og svo´ætlar hann að bæta Kenwyn Jones inn í hópinn og jafnvel kaupa hann á 12 mills. Kenwyne Jones er latasti leikmaðurinn í deildinni og einu kaliberi lélegri en Crouch. Enn og aftur eftir langt hlé drengir. Benitez veit ekki neitt um ensku knattspyrnuna.

 28. “I was really pleased with the team-work and character the team showed the other day [at Stoke]. We needed to show this character.”
  -Raphael Benitez
  Það getur ekki verið að maðurinn hafi séð leikinn, það hlýtur að vera hrikalegt útsýni yfir völlinn af bekknum? Eða þá það sem er líklegra. Hann veit ekki neitt um fótbolta en veit helling um work rate!
  Út með Benitez, hann er lýti á Liverpool, hann er skömm og þarf því miður að labba einn út um hliðið á Anfield, eða nei annars, hann má taka 3 syni sína með sér, þá LUcas, Insua og Kuyt.

 29. hvar er ást okkar á Liverpool?
  verðum að standa með okkar liði þó að á móti blási…ALLTAF!!!!
  Ætla virkilega sumir ekki að nenna og að hætta að horfa á liðið þó að á móti blási?????
  Finnst þessi síða flott og fábær…en finnst gagnrýnin stundum þurfa að vera málefnalegri. Finnst leiðinlegt að lesa endalaust allt þetta neikvæða.
  Það er ljóst að það er ekki sjálfstraust í liðinu og heppnin er ekki að fylgja liðinu.
  Sagt er að heppnin fylgi þeim bestu. Fyrir mér er Liverpool best og um leið og liðið fær sjálfstraust og dettur í gírinn fellur heppnin líka með liðinu.

  Algjörlega sammála Hafliða nr. 6.
  Mun styðja liðið fram í rauðan dauðann 🙂

 30. Úff , þetta verður erfiður leikur….

  Ég ætla að ganga svo langt að spá okkur 0-2 tapi. Ástæðan er einföld, Spurs eru sterkastir frammá við – við erum veikastir í vörninni (reyndar allsstaðar, en það er önnur saga).

  Hvað sem Rafa gerir, þá vona ég að hann stilli ekki upp fleiri en 8 varnarmönnum í þessum leik, það væri bæting frá því gegn Stoke. Maður kemur auðvitað til með að horfa á þennan leik, en ég get ekki sagt að ég sé fullur eftirvæntingar.

  Ég hef varla verið jafn vonlaus fyrir leik og síðan við heimsóttum Chelsea hérna um árið með flesta meidda í okkar liði – Þegar hinn nýji Zidane skoraði sigurmarkið, 0-1, var það ekki 2003 eða 2004 ?

  Væri skemmtilegt að sjá Aq. og Maxi í byrjunarliðinu – að pakka í vörn verður engin töfralausn, fær einungis aðdáendurna á móti okkur á Anfield.

  Koma svo, YNWA!
  P.s. hvar væri maður án Kidda Keegan, einstaklega jákvæður, skemmtilegur og frábær penni í alla staði. Tæklingin á Lucas gegn Stoke var ekki víti og Rafa veit ekki neitt um fótbolta, en e-h pappakassi á Íslensku spjallborði gerir það, frábært. Nú er bara að benda eigendum liðsins á þetta undrabarn.

  • Koma svo, YNWA! P.s. hvar væri maður án Kidda Keegan, einstaklega jákvæður, skemmtilegur og frábær penni í alla staði. Tæklingin á Lucas gegn Stoke var ekki víti og Rafa veit ekki neitt um fótbolta, en e-h pappakassi á Íslensku spjallborði gerir það, frábært. Nú er bara að benda eigendum liðsins á þetta undrabarn.

  Svona penni sem fær þumlakerfið til að svínvirka!

 31. Aaaahhh, það byrti til á skrifstofunni minni að lesa þetta. http://www.skysports.com/story/0,19528,11095_5872272,00.html. Ekki það að maður trúði þessum gróusögum um að hann vildi fara. Eitt í viðbót og það varðar mannvitsbrekkuna Mr. Mason og hans glæsilegu framistöðu í Stoke leiknum. Hinn netti og gífurlega hæfileikaríki Danny Higginbotham fékk ekki gult hvað þá tiltal fyrir sín brot í leiknum. Bara tæklingin á Degen í fyrri hálfleik verðskuldaði gult.

 32. Tomkins er alltaf með “of-jákvæða” pistla sem birtast á Liverpoolfc síðunni, enda kanski ekki viðeigandi að menn með dómsdagsspádóma séu að fá skrif sín birt þar.

  Mér líkar betur við þær hlutlausu greinar þar sem menn leggja dæmið upp eins og það er í raun og veru – ekki einhver drottningarviðtöl og annað í þeim dúr. Það er engin hafin yfir gagnrýni, hún er af hinu góða svo framarlega sem hún er málefnaleg.

  Það að kalla Rafa feitan spannijóla sem veit ekkert um fótbolta segir meira um þann aðila en nokkurn tímann þann árangur (eða skort þar á) sem Rafa nær. Ég hef hingað til verið mikill stuðningsmaður Rafa, og er það í raun enn. Aftur á móti er ég fyllilega sammála mönnum um það að þessi spilamennska gengur ekki til lengdar. Með eða á móti þá erum við allir í sama liðinu og viljum liðinu það sem er fyrir bestu.

  Í kvöld er það RISA leikur gegn Tottenham, sigur þar kæmi okkur í mun betri stöðu hvað 4 sætið varðar. Engin klassaáranugur það, en eins og leikmenn og þjálfarar Liverpool FC þá er þetta það sem við verðum að stefna á, þar sem annað er ekki í boði. Þetta volæði, sjálfsvorkun og pirringur gengur ekki til lengdar, einhvertímann verða menn að láta verkin inná vellinum tala – það hefst vonandi í kvöld! Það er ekki seinna vænna.

 33. Eyþór það má vel vera að Tomkins sé of bjartsýnn en hann er líka að reyna að peppa upp stuðningsmenn með skrifum sínum. Hjálpa fólki að viðhalda trúnni á liðinu. En einn aðalpunkturinn í þessari grein er að bæði Wenger og Ferguson eiga líka sýnar slæmu stundir með sitt lið. Ég trúði því í fyrra að starf Wengers gæti verið í hættu í fyrra miðað við þeirra gengi á fyrri hluta tímabilsins. En sjáðu liðið núna það er á blússandi siglingu og gæti alveg unnið titilinn í ár.

  • Tomkins er alltaf með “of-jákvæða” pistla sem birtast á Liverpoolfc síðunni, enda kanski ekki viðeigandi að menn með dómsdagsspádóma séu að fá skrif sín birt þar.

  Má vera og hann fer mest í taugarnar á mönnum sem hafa of neikvæðar og ósanngjarnar skoðanir á Benitez! Hann er ágætis mótvægi og kemur þessu vel frá sér. Mun betur en “feitur spánverji sem veit ekki neitt” hópurinn og mun betur en flestir þeir lötu blaðamanna sem fjalla um Liverpool.

  Það sem gerir hann (Tomkins) oft erfiðan viðureignar er að hann les sig til um það sem hann er að halda fram og reynir að horfa á heildarmyndina, hann rokkar því ekki eins og íslensk veðrátta í stuðningi sínum á Liverpool (og Benitez t.a.m.). Fyrir vikið eru þessir pistlar nánast alltaf gáfulegri heldur en dómsdagspistlar frá hetjum eins og Souness, Collymore og hvað þessir bjánar heita sem breska pressan grefur upp.

  Það má vera að hann sé of jákvæður og of “blindur” í stuðningi sínum við Rafa, en ég les síðuna hans reglulega og er oftar en ekki sammála honum þar. Hvað pistla á opinberu síðunni varðar þá eru þeir ritskoðaðir og því stundum vægari en þeir eru á Tomkins Times, sem er bara eðlilegt.

 34. Sammála þér með þetta Babu – ég les frekar Tomkins Times, finnst óritskoðað betra. Hann er yfirhöfuð góður penni, og andstætt við svo marga “þarna úti”, þá leggur hann vinnu í sína pistla, sem oftar en ekki byggja á bláköldum staðreyndum og svo hans túlkun á hlutnum.

  En auðvitað á að hafa jákvæðan mann að skrifa pistla á official síðuna! Hvernig færi ef menn eins og Kiddi Keegan kæmist þar inn með sín skrif, jedúddamía, þá þyrfti að taka upp þetta þumlungakerfi þar – lokast á þegar skrifin eru downrated x-mörgun sinnum, bara snilld 😉

 35. Vona heitt og innilega að Liv taki þetta nú og að menn fara að spila fótbolta, tökum þetta 2-0. Veit einhver hvort leikurinn er sýndur á stöð 2 hliðarrás, Ars er sýndur en ekkert sagt um Liv leikinn.

 36. Ef við sleppum öllum stóryrðum og hugsum raunsætt um leikinn við Tottenham þá held ég að við verðum að viðurkenna að þetta verður erfiður leikur og Liverpool má teljast gott að fá eitt stig út úr þessum leik.
  Þegar Gerrard, Torres og Benayoun eru ekki með er sóknin ekki burðug.
  Það má, eins og oft hefur komið fram, skrifast á leikmannakaup Benites sem hefur keypt aðallega varnarsinnaða og of hæga leikmenn. Sóknarleikur Liverpool er of hægur og fyrirsjáanlegur, og eins og margir hafa bent á þá er miðjuspil með Lucas og Mascherano ekki að virka. Það sjá flestir nema einn íhaldssamur framkvæmdastjóri. Það er smá von um
  sigur ef Maxi og Aquilani fá tækifær í byrjunarliðinu og jafnvel spilað með tvo framherja. Liverpool er jú á heimavelli með góðan stuðning áhorfenda. En ég held að verði ekki hjá því komist að fara að skipta um framkvæmdastjóra. Rafa er kominn á endastöð.

 37. Trúi ekki öðru en Liv – Tott sé sýndur. Töluvert stærri leikur en Arsenal leikurinn.

  Óskabyrjunarlið:
  Reina.
  Degen Carra Kyrgiakos Aurelio.
  Maxi Mascherano Aqulani Riera.
  Babel Kuyt.

  Mun aldrei rætast samt. Ætla að verða bjartsýnn samt sem áður. Áfram LIVERPOOL!

 38. Það ættu allir sem vettlingi geta valdið að sameinast í bæn um það að Kuyt verði ekki látinn byrja einn frammi því að það væri hreint og klárt sjálfsmorð.

  Skammist þeir sín sem geta ekki meðtekið sannleikann um hinn margumrædda Babel. Hann hefur ekki hjálpað liðinu með sínu gengdarlausa væli á netheimum og getuleysi inni á vellinum (þrátt fyrir ítrekuð tækifæri), þess heldur drepur hann liðsandann og þarf að sleikja óæðri endann á stjóranum til að komast í byrjunarhóp.

  Babel á fúkyrðaflauminn fullkomlega skilinn og það ættu allir að bíða þess með óþreygju þegar pungurinn verður seldur til félags sem hefur not fyrir aumar grenjuskjóður.

 39. Eyddi út þessu frá HMM, passar ekki alveg hér þó Adebayor grín sé næstum alltaf vel séð.

  En annað, það standast fáir Kobblog snúning þegar kemur að myndlíkingum og þessi fékk mig til að flissa smá

  “Our luck is so bad at the moment if we bought a cemetery, people would stop dying!”

  Funny cos it´s true

 40. Á Liverpool.is er verið að ræða hugsanlega annað tilboð Birmingham í Babel, nú 10 millur og í textanum segir að samkv. heimildum að þá hafi Babel loforð frá Alex Mcleish að hann fá að spila sem framherji. Mér er spurn með þennan einstakling Babel…hann hefur nánast alltaf verið settur á vænginn hjá Liverpool en vill sjálfur meina að hann sé framherji. Hefur það verið fullreynt að nota drenginn sem “striker”. Ég man ekki eftir honum í þeirri stöðu hjá liverpool nema í örskamman tíma í einhverjum leik. En mikið hlakkar mig til að sjá leikinn í kvöld. Þarna verður barist hart og okkar menn munu hafa fullan stuðning áhangenda og allt brjálað á Anfield í kvöld. Það mun verða tottenham ofviða og Liverpool sigrar leikinn. YNWA

 41. Eitt sem ég er að spá, er Maxi löglegur í þessum leik? Þessi leikur er frestaður ekki satt og mig minnir að einhverntíman hafi verið talað um að ef leikmaður hafi ekki verið löglegur þegar leikurinn átti að fara fram að þá væri hann ekki löglegur í leiknum þegar leikurinn er spilaður. Getur vel verið að ég sé á algjörum villigötum, en veit þetta einhver fyrir víst???

 42. Nr.52 Stóri G

  Það er þegar talað er um aukaleiki í bikar, líkt og t.d. Gunnar Heiðar lenti í gegn Liverpool. Þetta á ekki við þegar leik er frestað í deild enda getur sá leikur seinkað um margar vikur jafnvel og margt gerst á þeim tíma.
  Eins er t.d. Mascherano ekki í banni gegn Spurs þó hann hefði verið það þegar leikurinn átti að fara fram (ef ég skil þetta rétt).

 43. Svo það sé á hreinu hata ég Babel ekki neitt. Síðast þegar hann kom inná gegn Reading lét ég þau orð falla í hópinn “að nú sýnir hann okkur það sem hann hefur fram að færa”. Ég viðurkenni alveg að þola ekki það athæfi að “þvo skítuga þvottinn fyrir allra augum” eins og hann gerði á Twitter.

  Hann sýndi þó mikinn manndóm með að biðjast afsökunar á þeirri fáránlegu hegðun sinni og tók tveggja vikna sektinni án athugasemda.

  Í staðinn fær hann sennilega mínútur í kvöld, þó ég vildi alveg sjá aðra. Um leið og hann kemur inná (eða byrjar) mun ég örugglega hugsa, og jafnvel segja, aftur fyrrgreinda setningu. Hata engan en hef orðið fyrir töluverðum vonbrigðum með hann. Eins og Kuyt í vetur, munurinn á þeim er að hann er tiltölulega lítið að skæla og leggur sig fram.

  Nóg um það. Glaður að sjá Gerrard vísa hlægilega vitlausum sögum um vandamál í klefanum til föðurhúsanna. Sterk traustsyfirlýsing þar á ferð. Svo sá ég áðan að Gillett hefur nú bakkað stjórann upp í orði og segir þá ekki ætla að láta “einn af fimm bestu stjórum í heimi fara vegna tímabundinna vandræða vegna meiðsla”.

  Þar með hafa Hicks, Gillett og Purslow látið vita af því að stjórinn hafi traust sitt og því sýnist mér marklítið annað en að reikna með að það sé Rafa sjálfur sem ákveði sitt framhald hjá félaginu.

  Ætla að láta vera hvort ég er glaður með það eða ekki, sveiflast ekki síst með því að lesa Tomkins sem rímar við margt sem ég hef lesið, en held að það sé ljóst að þetta er staðreyndin.

  Svo sest maður niður í kvöld og verður sannfærður um að vel fer og brosir sig í svefn.

 44. Þó svo að Benítez umræðan sé mjög þreytt þá fannst mér þessi setning Tomkins áhugaverð: “And yet – to end on a note relating to the Reds’ midweek opponents -many in the media seem to treat Benítez as another Christian Gross, rather than a man who has won two La Liga titles, a Uefa Cup, an FA Cup and taken the Reds to two Champions League Finals, winning one; not to mention masterminding the Reds best title challenge for almost 20 years, as recently as 2009. Aside from that, and the fact that he’s yet to have a non-event season, he’s obviously fair game.”

 45. Hvað haldið þið að umræðu um að reka Benitez kosti mörg stig á seasoni? Getur verið að hún hafi kostað 4 stig í fyrra?

 46. jæja, ég fór í naflaskoðun í gær og komst að þeirri skemmtilegu niðurstöðu að nú verða menn bara að hætta að væla yfir dómara, meiðslum, framkvæmdastjóra og eigendum. Núna er tími til þess að standa þétt við bakið á liðinu og styðja það áfram til betri tíma. Allir vita að fótboltinn getur verið ósanngjarnasta og jafnframt erfiðasta íþrótt í heimi. En það sem drepur okkur ekki, styrkir okkur. Lengi lifi LIVERPOOL!!

 47. Það hlýtur að vera skrítin tilfinning að vilja að þjálfari Liverpool verði rekinn. Til að Benitez verði örugglega rekinn þá þarf Liverpool að tapa fleiri leikjum í viðbót. Þetta átti sérstaklega við þá sem vildu reka Benitez strax í haust, áður en Liverpool var dottið úr öllum keppnum.

  Það sem ég á við er að andstæðingar Benitez græða á því Liverpool tapi, því þá sannast að þeir hafi haft rétt fyrir sér og þeir losna við Benitez.

  Er þetta ekki rétt metið hjá mér, að Liverpool þurfi að tapa almennilega svo menn eins og ég hætti að styðja Benitez?

  Ekki taka þessu neitt illa, ef svörin eru góð þá kannski endurskoðar maður afstöðuna til Benitez og sér ykkar lausn á vandamálum Liverpool- sem er að reka Benitez.

 48. Takk fyrir uppl, leikurinn sýndur á 2 sport 2. Hlakka til að sjá liðsuppstillingu hjá Benna, okkar ástkæra stjórnanda. Nú hljóta menn að leggja sig fram og sýna 100% sendingar, og skotin hnitmiðuð í slá og stöng inn, já svona yfirleitt inn í markið allavega 2svar, meðan að Reina heldur hreinu að sjálfsögðu. 😉

 49. Jáhá, 70M pund, svo erum við að væla yfir bakkabræðrum…

  The Glazer family, which bought the club in a 2005 leveraged buyout that was opposed by fans, are raising money to pay off bank loans stemming from the 2006 refinancing of the purchase. The new bonds include terms that allow the Glazers to transfer 70 million pounds to their holding company, Red Football Joint Venture Ltd., according to the bond prospectus

 50. Góð upphitun, vona að Maxi byrji sem og ítalska bómulla-barnið. Mín spá er 1-0 og það verður Ryan nokkur Babel sem skorar sigurmarkið, hann ákveður í hálfleik að taka hausinn út úr rassgatinu á sér, kemur inn á á 70. min og klárar dæmið á síðustu 10 mín.

 51. Krefst þess að Liverpool vinni kvöld einungis til þess að bjarga geðheilsu fjölmargra þeirra sem kommenta á kop.is.

  Greinilegt að þetta ástand er komið á sálina á mörgum og fjölmargir eru orðnir óstarfhæfir þar sem flest kommentin eiga sér stað á hefðbundnum vinnu tímatíma. Yfir 100 comment á síðustu tveimur eða þremur færslum!!Hvar endar þetta ef liðið tapar gegn Tottenham, Wolves o.s.frv…

  Eigendur Liverpool, framkvæmdastjóri, leikmenn og sundboltinn hljóta að sjá að það gengur ekki lengur, heilsa hundruða stuðningsmanna er í húfi.

 52. reina
  degen carra skirtle insua

  maxi macherano lucas riera
  aguilani
  kaut
  vona að þetta verði svona … kirgiagos er held ég ekki nógu góður í jörðinni þó hann sé góður í háum boltum

 53. Sama hversu illa gengur, þá er ég alltaf jafn spenntur á leikdegi og ég hugsa að ég gæti aldrei hætt að fylgjast með Liverpool! Maður klæðir sig í treyjuna, opnar einn ískaldan Carslberg og hlammar sér í sófann! Fer svo vonandi sáttur að sofa, það væri fín tilbreyting!

  YNWA!

 54. Ég held að Kirgiagos sé ekkert verri en þessir sem hafa verið að spila vörn undanfarið. Þetta er bara spurning með það hvort þetta sé hans dagur eða Carrdagur eða Degensdagur eða osf, svo er tott(liðið hans Clinton) ekki endilega að fara að spila jarðarbolta, ekki ef Crouch er með. Munið 2-0 jesssssssssss

 55. Sammála Óla B.
  Sama hvað ílla gengur þá bíður maður spenntur eftir næsta leik,mín spá er 3-1 í kvöld

 56. Held að leikurinn fari 2-1 fyrir LFC. Kyrgiakos og Maxi með mörkin. Storkurinn skorar svo fyrir Spurs 😀

 57. það verður forvitnilegt að sjá hversu margir kommenta eftir þennan leik og segja að menn verði að standa saman og vinna bara næsta leik það sé mikilvægasti leikurinn á leiktíðinni og Liverpool geti notað hann til að snúa ömurlegu gengi liðsins við og menn verði að hafa trú á stjóranum.

  þetta er maður búinn að lesa svo oft undanfarið að maður er kominn með upp í kok, ég vona að þessi leikur vinnist en hef minni en enga trú á því þar sem stjórinn er gjörsamlega geldur hvað varðar hugmyndir um uppstillingu, leikskipulag eða innáskiptingar.
  Ef þessi leikur tapast gef ég skít í alla þá sem enn segjast styðja þennan mann sem stjóra Liverpool.

 58. Ég er alveg klár á því hvernig þetta season endar, Chelsea tekur dolluna, Arsenal annað sætið og Man City/Liverpool 3-4 sæti og utd fimmta sæti! Munið það að þið lásuð það fyrst hér 🙂 En annars held ég og vona að við tökum þennan leik í kvöld! Eigum við ekki að skjóta á 2-1, Carragher neglir honum slána inn fyrir utan teig og Lucas með hjólhestaspyrnu! Bæði mörkin koma á seinustu 5 mínútunum og við lendum undir í leiknum 🙂 Semsagt ég skýt á það að það sé betri tíð í vændum með hækkandi sól og gleði í hjarta! YNWA

  p.s. djöfull er maður spenntur fyrir leiknum í kvöld, manni líður hálfpartinn eins og á góðu meistaradeildarkvöldi hehe 🙂

 59. 78petur8
  þann 20.01.2010 kl. 16:43
  ég finn þef af jafntefli á anfield í kvöld. Hva ertu á Anfield? er þetta ekki bara þefurinn af strákonum okkar

 60. ég spái að við skít-töpum í kvöld!! 0-3 og Crouch hlær að okkur og setur a.m.k 2. Og svo verða 2 rauð spjöld,eitt á hvert lið,!!

 61. @Jón nr. 80. Þetta er ágætis compilation, en guð minn almáttugur hvað þetta er ömurlegt lag sem er undir. Ég er nær dauða en lífi af aulahroll!

 62. Þetta var flott myndskeið Jón, ekki laust við að maður sé örlítið æstari fyrir leiknum í kvöld heldur en maður var fyrir myndbrotið. Sammála því að lagið undir er alveg fáránlega amerískt og fyndið en samt var ég að fíla það. Er heldur bjartsýnni fyrir kvöldið heldur en ég var. Koma svo piltar, stöndum saman.

 63. Að horfa á Liverpool leiki þessa dagana er fyrir mér eins og að vera neyddur í brúðkaup og jarðarför á sama degi, það er erfitt að skilgreina þessa tilfinningu sem ég fæ þegar ég horfi á Liverpool leiki, en þeir sem hafa lent í því að fara í brúðkaup og jarðarför á sama degi vita hvað ég er að tala um……..

 64. Boggi Tona nr # 76

  Hvað í veröldinni viltu að menn geri ? Hætta að commenta ? Hætta að styðja Liverpool ? Hætta að horfa á fótbolta ? Koma hérna inn eins og grátkórinn, kalla Rafa feitan spánverja, Insua dverg og Lucas hvað annað verra ? Hvaða tilgangi þjónar það ?

  Blessaður gefðu þá bara skít í þá sem styðja stjórann, það er einmitt málefnalegur grundvöllur, að gefa skít í menn því þeir eru ekki sömu skoðunar og þú.

  Að vera stuðningsmaður liðs þýðir einfaldlega eins og það hljómar, þú átt að styðja liðið – í blíðu og stríðu. Við getum verið ósammála um allt sem tengist stjórn okkar ástsæla klúbbs. Við getum allir verið þeirrar skoðunar að þjálfarinn eigi að víkja, en stuðningur við liðið á ekki að versna fyrir vikið. Umræðan hefur lengst af verið góð, þó að innan um komi svartir sauðir sem oftar en ekki hverfa jafnóðum og þeir birtust, þökk sé nýja þumlungakerfinu. Menn eiga að geta rökrætt allt sem kemur að liðinu og boltanum yfir höfuð. Ég skal játa það, ég er enn stuðningsmaður Rafa – en fyrst og fremst er ég stuðningsmaður LFC. Ég skil skoðanir þeirra sem vilja hann í burtu, er sammála þeim upp að vissu marki hvað má betur fara og ég er tilbúin að ræða það á málefnalegum grundvelli – ekki “gefa skít í þá” því þeir eru ekki sammála mér, það væri hroki af verstu sort – því hver er ég að segja að mín skoðun sé eitthvað betri eða réttari en annarra hér inni ?

  Mér finnst eins og menn hérna inni séu sumir hverjir farnir að vonast eftir tapi í leikjum Liverpool því þeim finnst það á einhvern furðulegan hátt “styrkja málstað þeirra”.

  Styðjum nú liðið í kvöld, því guð minn almáttugur – við þurfum á einhversskonar aðstoð að halda.

 65. Vel mælt “Eyþór Guðj”.
  Einhversstaðar er skrifaði einhver hér “Rauður þar til ég er dauður” og það táknar LIVERPOOL og litur búningsins sem menn klæðast í og eiga vera tilbúnir til að deyja fyrir í hverri einustu viku. Innan við 2 tímar í leik, ég bíð spenntur eftir byrjunarliði.

 66. Þar sem Liverpool er algjörlega óútreiknanlegt þessa dagana spái ég tapi 23-26.

 67. @Kristinn, er það ekki bara gamalt sem var ekki uppfært? Það er ekkert um það annarsstaðar. Talandi um leikinn, er eitthvað komið með byrjunarliðið?

 68. Liverpool: Reina, Carragher, Insua, Kyrgiakos, Skrtel, Degen, Mascherano, Lucas, Riera, Aquilani, Kuyt. Subs: Cavalieri, Maxi, Babel, Ngog, Spearing, Darby, Pacheco.

  Staðfest lið og engin Maxi í liðinu.

 69. Rosalega hlakkar mig til þegar að Benitez getur stillt upp sínu sterkasta liði, en það hefur ekki ennþá gerst í vetur. Johnson, Agger, Torres, Gerrard, Torres, Riera, Aquilani, allir verið meiddir allt allt of mikið í vetur.

 70. Var Maxi eitthvað tæpur á meiðslum þegar hann kom til Liverpool. Var hann ekki í fantaformi og vel fær að vera í byrjunarliði?
  Líst samt ágætlega á þetta lið. Væri sáttari að fá Skrtel út og Maxi inn (Setja Carragher í miðvörðinn, Degen á kantinn).
  En ætla að gerast svo djarfur að spá okkur 2-1 sigri í kvöld! Kuyt og Aquilani með mörkin.
  COME ON YOU REDS!!! YNWA

 71. Mér lýst nokkuð vel á þetta lið. Vonandi fær Maxi slatta af mínútum á kostnað Degen.

 72. dirk kuyt einn frammi YES maður ég spai að hann skori 3 mörk Skita uppstilling hja Rafa en og aftur en dont care ef það virkar þá skal ég éta min eigin orð með glöðu.Í guðana bænum Liverpool skal andskotans til að drullast til að vinna þennan leik annars æli ég

 73. Mér skilst að Maxi hafi verið í flottu formi en ætli Benitez treysti honum nokkuð til þess að verjast í þessum föstu leikatriðum. Allavega finnst mér Degen á kantinum vera frekar lélegt.

 74. ingi,bale skorar pottþétt af því að þú skrifaðir þetta.karma police

 75. Alveg hið fínasta lið. Ánægður að sjá Riera aftur í liðið. Hefði samt viljað sjá Maxi hinum megin, Degen í bakverðinum og Carra í miðverðinum. Annars hið fínasta lið.
  Come On You Reds

Ýmsar fréttir

Liðið gegn Tottenham