Ýmsar fréttir

Tony Barrett staðfestir í Times Online í dag að Fernando Torres fór í aðgerð á hné í Barcelona-borg í gær. Aðgerðin heppnaðist að sögn algjörlega og nú er bara eftir fyrir hann að hvíla og koma svo til baka. Við erum að tala um sex vikur og niðurtalningin hefst í dag, sem þýðir að hann ætti að vera klár til æfinga um mánaðarmótin febrúar/mars og vonandi leikfær sem fyrst eftir það. Vonum að hann noti líka tímann til að jafna sig á mjaðmarmeiðslunum sem hafa hrjáð hann í vetur. Fullfrískur Torres gæti reynst ómetanlegur í kapphlaupinu um Evrópusæti í mars-maí.

Þá segir Barrett einnig að Rafa hafi brugðist við meiðslum Torres með að reyna að fá Kenwyne Jones hjá Sunderland að láni. Fyrst á hann að hafa boðið Sunderland Ryan Babel í staðinn í varanlegum skiptum en Steve Bruce var víst ekki hrifinn af því (og ekki Babel heldur segir slúðrið að utan) þannig að nú er hann að reyna að fá hann lánaðan. Ef það gengur ekki get ég ímyndað mér að hann kíki á leikmenn eins og Pavlyuchenko hjá Tottenham eða Heskey hjá Aston Villa. Það er allavega nokkuð ljóst að það verður allt reynt til að fá framherja inn fyrir lok janúar.

Hérna er svo fín grein í Daily Mail þar sem Chris Wheeler fjallar um baráttugleði Liverpool-liðsins í gær. Ég verð að taka undir með honum, eftir að ég komst yfir upphaflega pirringinn sem fylgdi því að missa þetta klaufalega niður í jafntefli verð ég að segja að við getum allavega huggað okkur við hversu baráttuglaðir og grimmir okkar menn voru í gær.

Okkur vantar Gerrard, Torres, Johnson, Riera, Benayoun og nokkra fleiri. Þetta eru flest allt leikmenn sem eru með flinkari mönnum í liðinu hjá okkur og því er kannski eðlilegt að Rafa bregðist við því með því að stilla upp líkamlega sterku liði sem getur barist og tekið á móti. Ef við getum ekki yfirspilað andstæðinginn, þar sem gæðadripplarana vantar, er alveg eins gott að taka smá Stoke á þetta og reyna að valta yfir menn með krafti. Við sáum gott dæmi um það í frammistöðu Sotirios Kyrgiakos í gær. Hann var frábær að mínu mati, át alla skallabolta á teignum, hélt öllum framherjum Stoke í skefjum (Pulis skipti held ég báðum útaf til að reyna eitthvað nýtt) og kórónaði svo frammistöðuna með að troða boltanum í mark andstæðinganna, blóðugur um annað augað. Ég fékk svona nettan 300 fíling við að horfa á hann í gær: THIS! IS! SPARTA! 😉

Báðar greinarnar fjalla svo um frammistöðu dómarans, hins hæstvirta Lee Mason. Times-greinin segir að Rafa hafi lagt inn kvörtun vegna frammistöðu hans, enda ljóst að hann klúðraði illa í tveimur vítaspyrnudómum í gær (í báðum tilfellum brotið á Lucas sem átti betra skilið eftir frammistöðu sína) og hefur ekki beint verið hliðhollur Liverpool í vetur. Hann hefur rekið fjóra leikmenn útaf á tímabilinu, en þrír þeirra hafa verið Liverpool-menn. Eðlilegt að Rafa leiti skýringa.

Já, og af því að menn voru í ummælum leikskýrslunnar í gær að skeggræða neikvæð ummæli Danny Murphy í garð Rafa þá eru hér skemmtileg ummæli eftir meistara Salif Diao:

> “If Benitez is left there to do the job, he will do it. He has already showed his capabilities and with a bit of luck I think it’s a possibility that they will finish in the top four.”

Diao var hörmulegur á sínum tíma með Liverpool og við vorum fegnir að losna við hann en ég man eftir að hafa lesið aðeins um hann á sínum tíma og þar fer víst eðalnáungi. Gaman að sjá að hann hugsar á jákvæðu nótunum til síns gamla félags.

113 Comments

 1. Af þessum framherjum sem þú talar um vildi ég helst fá Jones, því næst Heskey en er minnst spenntur fyrir Pavlyuchenko. Allir ágætir samt en auðvitað engir Torres-ar.

  Hvað Lee Mason varðar þá er gæinn gjörsamlega óþolandi. Vona bara að hann dæmi ekki fleiri leiki með Liverpool á tímabilinu.

 2. Þetta hörmulega tímabil hefur verið alveg nógu hörmulegt þannig að gera okkur það að kaupa Heskey væri bara of mikið!! Ég er ekki viss um að ég myndi höndla það. Orðrómur um hann er nógu slæmt! Hinir hljóma ekkert voðalega spennandi heldur.

 3. Salif Diao segir það sama og vinur minn Leifur, sem er ManUre aðdáandi. Hann er mjög hrifinn af því að hafa Benítez hjá Liverpool…

 4. útafhverju reynum við ekki að fá Ruud van Nistelroy en einhvern almennilegan striker hann er hægt að fá á klink eða bara lánaðan svo hafði ég viljað reyna fá mann eins og luca toni sem fór til roma frítt hann byrjar vel með 2 mörkum hjá þeim við höldum alltaf áfram að skoða einvhverja menn sem eru ekki einu sinni meðalmenn það er alveg óþolandi þegar það á að fara að bæta við einhverjum frekar döprum leikmönnum i staðinn að reyna að fá allavegna menn sem hafa kunnað að skora og skora þegar þeir fá að spila, það hljóta að vera til betri menn en þessir annars er K jones allt i lagi hinnir af þessum eru bara lélegir og geta ekkert með sínum liðum eigum við þá að geta notað þá hvaða rugl er það við erum að berjast við þessi lið um 4 sætið.

 5. Sælir, Selja Babel og reyna við einhvern af eftirtöldum. (Nafn:Leikir/mörk 09/10) Stefan Kiessling:19/12, Kevin Kuranyu:17/9, Edin Dzeko25/13 og Kenwyne Jones 17/6.

 6. Var að spá í númer hvað fyrsta kallið kæmi um Benitez. Vissi að það yrði eitthvað af fyrstu 10!

  Ég ætla hins vegar að telja lán á Kenwyne Jones til vors fínan millileik í stöðunni. Félagið er að leita að fjárfestum og hafa lofað stóru sumri í leikmannamálum. Peningarnir eru ekki til í dag að t.d. greiða van Nistelrooy það sem hann þarf að fá. Jones er öflugri senter en N’Gog og er fínn með bakið í markið, nokkuð sem við söknum mikið þegar Torres er ekki með okkur.

  Svo er ég sammála KAR um leikinn á laugardaginn. Þetta var stríð á vígvelli og okkar her var vígbúinn, alveg ótrúlega nálægt mögnuðum sigri, haltur og undirmannaður. Frammistaða sem ég sætti mig við, auðvitað er best þegar við slátrum leikjum og spilum vel en svona leikir koma líka.

  Umræðan eftir leik ræðst af því einu að blaðamennirnir finna “lykt af blóði” líkt og þegar þeir hömuðust á Chelsea þangað til Mourinho hætti og svo síðar Scolari. Nú ætla þeir að hamast á Liverpool til að Rafa fari og helst Gerrard og Torres líka. Ensk blöð hafa ansi mörg tilhneigingu til að velja sér málstað til að fylgja og svo er það nú. Guus Hiddink hefur meira að segja verið valinn af þeim til að taka við. Þeir hrærast á neikvæðni ansi margir og fyrirsagnirnar voru að mínu mati hlægilegar. Svo er farið að leita að neikvæðum röddum og skella hátt upp. Souness, Whelan, núna Murphy. Bresk blaðamennska er ansi oft óvönduð, alveg eins og við höfum séð í IceSave.

  Miðvikudagurinn verður svakalega spennandi dagur!

  Svo er auðvitað alveg ljóst að Lee Mason á ekkert gott skilið eftir helgina, nákvæmlega ekki neitt og ljóst að hann átti stóran þátt í málum á Brittania. Það er bara þannig!

 7. Hvernig er það fer Lucas í bann eftir þetta gula spjald á móti Stoke ???

 8. Er ekki að botna þessa Jones umræðu á Bretlandi. Finnst pressunni það virkilega líklegt að Sunderland myndi lána Liverpool annan framherjann sinn? Lið sem er búið að vera eyða meiri upphæðum síðustu 2 árin í leikmannakaup heldur en Liverpool og dreymir um að vera í efri helmingi töflunnar. OK ef verið væri að bjóða í hann, en að það sé líklegt að hann fengi að fara að láni til Liverpool er fráleitt í mínum huga og efast um að Liverpool einu sinni dytti til hugar að spyrja um það.

 9. Sælir félagar.

  Mér sýnist að það liggi í augum uppi að Rafael Benitez er ekkert að fara frá Liverpool svo við getum bara hætt að ræða það. Honum er það greinilega í sjálfsvald sett og hann ætlar ekki að láta þennan storm brjóta sig. Ég vil minna okkur á Rauðnefur var á síðasta séns á sínum tíma og honum tókst að standa þann storm af sér hjá MU og ná síðan feykilegum árangri. Því verður maður að vona að Rafa geri slíkt hið sama. Það er því ekkert annað í stöðunni en styðja hann og liðið á hverju sem gengur.

  Það er greinilegt líka að liðið verður að fá einhverja styrkingu og það sem fyrst. RvN væri gott mál og ef hann kemur til láns ætti að vera hægt að standa undir launakröfum hans ef ekkert þarf að leggja út. Mér finns athyglivert sjónarhorn sem kemur fram hjá SSteini. Mér finnast rök hans sannfærandi hvað Jones varðar. Heskey finnst mér ekki áhugavert dæmi en hann er samt sterkur og reynslan mikil. Pavlyuchenko er áhugaverður og hefur ekki fengið mörg tækifæri í vetur og ætti að hafa áhuga þess vegna. Ég álít hann mjög góðan leikmann og væri til í að láta á hann reyna.

  Það er nú þannig

  YNWA

 10. Ætlaði að fara að hripa niður það sama og Steini sagði, er samt mjög hrifinn af Jones og myndi fagna því að fá hann en er ekki að fara að sjá það gerast, sérstaklega þar sem Bruce lýsir því yfir að hann muni ekki gúddera slík skipti.

  Erum við ekki bara að tala um Nistelrooy þá? Það virðast fáir hafa sýnt honum áhuga og við þurfum bara að treysta á að hann haldist heill fram í mars, allt umfram það er bónus. Gæinn er eins og Owen, ef hann hefur lappir til að standa í þá skorar hann. Ruud fær mitt atkvæði, hann hlýtur að vera búinn að ná MUtd-lyktinni úr bringuhárunum.

 11. Hann hefur rekið fjóra leikmenn útaf á tímabilinu, en þrír þeirra hafa verið Liverpool-menn. Eðlilegt að Rafa leiti skýringa.

  Er eðlilegt að stjóri stórliðs leiti skýringa bara af því að dómari dirfist að reka leikmenn hans út af? Þessir brottrekstrar áttu fullkomlega rétt á sér þannig. Stóru liðin fá alveg nógu mikla sérmeðferð þó að þjálfarar þeirra fari ekki að pressa á dómara fyrir að vera ekki þægir litlir strákar.

  Benítez ætti frekar að leita skýringa á því hvaða púki hefur andsetið leikmenn hans í vetur. Það er a.m.k. púki sem kann ekkert í fótbolta!

 12. Kjartan, nú er ég ekki sammála þér því brottreksturinn á t.d. Degen var gjörsamlega út í hróa hött enda var honum áfrýjað því miður án árangurs.

 13. Já! Áttu þessir brottrekstrar rétt á sér? Mér fanst nú spjaldið sem Degen fékk bara fyndið, spjaldið á Carra var bara spaug hjá Mason, verst að hann var sá eini sem fattaði djókið. Tæklingin hjá Mascherano er sú eina sem ég get skilið að rautt fór á loft. Sjónarhorn línuvarðarins, sem gaf til kynna að um rautt væri að ræða, var þannig að hann sá bara fótinn á Masch í hnéhæð og hefur talið að um snertingu væri að ræða þar sem Tal Ben Haim féll með leikrænum tilburðum. Þessi dómari er eitt stórt grín og ég hefði tekið ofan fyrir Benitez ef hann hefði bara látið allt flakka, eftir leikinn á Laugardaginn, og húðskammað Mason. En eins og fyrri daginn er hann íííííííssssskaldur. Taka bara Ferguson á þetta og sjá hvort hann fengi bann.

 14. Miðvikudagurinn verður sennilega ekkert spennandi, við mætum á heimavöllinn okkar með 7 varnarmenn, 1 markmann, 2 varnarsinnaða miðjumenn og kannski 1 sóknarmann.
  Um leið og ég sá uppstillingu í seinasta leik þá labbaði ég frá tölvunni og fór út enda er það nóg að horfa á leiðinlegt Stoke lið spila fótbolta en þegar að það kemur annað alveg eins lið á móti þeim þá er það ekkert annað en uppskrift að ömurlegum fótboltaleik.
  Og ég skil ekki þetta mál með Babel, Hann sagði á sinni Twitter síðu sem er hans einkamál að hann væri ósáttur við að vera ekki valinn í hópinn og þá á að refsa honum fyrir það. Tekur Benitez ekki árangur framyfir einhvern pirring útí Babel ?
  Að maðurinn skuli ekki getað notað Babel í öllum þessum meiðslum finnst mér vera ótrúlega heimskulegt enda er Babel mun betri sóknarmaður en bæði N’Gog og Kuyt.
  Og af hverju var hann ekki að nota Aquilani allavega í 45 mín í seinasta leik ? Nei notum hann í 4 mín af því að það gerir svo mikið fyrir liðið og leikmanninn og svo fær Maxi 13 mín og Degen er notaður á kantinn í staðinn.
  Ég er bara ekki að skilja svona hugsunargang því ég er búin að vera stuðningsmaður Benitez lengi en það er orðið hrikalega erfitt að reyna að verja svona framkomu.

 15. Ef einhverjir hlutlausir menn horfa á þessi rauðu spjöld þá held ég að þeir sjái ekkert hneyksli í þessum spjöldum. En auðvitað er auðveldara að kenna illsku heimsins um eigin ófarir en að fara í sjálfsskoðun…

 16. Hlutlausir og ekki hlutlausir, ég allavega veit um nokkra í kringum mig hérna á mínum vinnustað sem er hægt að segja að séu algjörir anti Liverpool menn og þeim fannst þetta rauða spjald hans Degen til að mynda alveg út í hött.

 17. 100% sammála Ásmundi. En mér er spurn, leikmenn sem eru í varaliðinu eða unglingastarfinu td, Dalla Valla(ath stafs) og eftirvill fl, hvort megi ekki nota þessa leikmenn, eða eru þeir svona lélegir. Það var talað um það að Dalla Valla sé rosalegt séný. Veit einhver um þetta eða eru þessi leikmenn of ungir

 18. Ég er svo undrandi á því að nokkur Liverpool aðdáandi horfi á Ryan Babel sem einhvern valkost. Maðurinn var svo fullkomlega lélegur gegn Reading að það var átakanlegt. Vill ALDREI sjá hann aftur í treyjunni, Pacheco og Amoo langt á undan honum að mínu mati.

  Hann er augljóslega ekki tilbúinn að leggja á sig það sem þarf fyrir þá sem stjórna núna og því væri afkáralegt að láta hann taka mínútur frá mönnum sem eru tilbúnir að leggja á sig!

  Svo varðandi Aquilani og Maxi, þá vorum við 0-1 yfir þegar þeir komu inná og því kannski erfitt að ætla að heimta þá inn miðað við lætin sem voru í gangi í þessum leik. En auðvitað eigum við að sjá meira af þeim á miðvikudaginn.

  Svo skil ég heldur ekki að menn telji það að við pirrum okkur á augljósri vanhæfni dómarans um helgina (eins og t.d. Graham Poll skrifar um í pistli sínum) skort á sjálfsskoðun.

  Ég held miklu frekar að menn sem vilja Rafa burt séu orðnir svo heiftúðugir að þeir meira að segja verja vitlausustu dómaraákvarðanir með því að við “eigum bara að þegja og skoða okkur sjálfa”.

  Ég veit ekki með þig Kjartan, en dómarar réðu oft úrslitaáhrifum í leikjum sem ég spilaði eða þjálfaði og það pirraði mig einmitt svakalega að leggja rosalega á mig eða liðið mitt en lenda svo í óskiljanlegum atvikum sem skemmdu þá vinnu. Það er vissulega hluti af leiknum. Þess vegna eru Írar ekki á HM t.d., mjög, mjög ósanngjarnt.

  En ef að Rafa hefði ekki kvartað yfir fullkomnu getuleysi Lee Mason í uppbótartímanum þar sem Lucas var hraunaður inni í markteig hefði ég orðið ofboðslega reiður við stjórann. Ákvarðanir dómarans í þessum leik voru óréttlætanlegar. Og þarna er ég að skrifa líka sem starfandi dómari. En auðvitað fyrst og fremst að lýsa minni skoðun.

 19. ég hef aldrei verið mikill aðdáandi Benitez, ekki einu sinni í fyrra þegar við náðum hreint út sagt “frábærum” árangri, með því að vinna ekki einn einasta bikar. En það er bara loksins að koma í ljós núna í dag hversu hrikalega slappur hann er í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Treysti honum bara engan veginn til þess að kaupa góða leikmenn, og hvað þá gera meðal leikmann að frábærum leikmanni. Hann bara hefur þetta ekki í sér kall greyið. Spilar með bakverði á köntunum og 2 varnarsinnaða miðjumenn. Hann er gjörsamlega búin að rústa minni ástríðu fyrir enska boltanum. Afhverju fáum við ekki að sjá meira af ungu strákunum spreyta sig, það getur nú varla versnað. En hann kýs að hafa Kuyt alltaf inná vellinum, sama hversu ógeðslega lélegur hann er. En annars er Jones mjög góður leikmaður sem gæti nýst okkur vel, en það er ekkert að fara gerast.

 20. Lee Mason hefur eitthvað horn í síðu Liverpool það er víst. Á öllum þeim árum sem ég hef fylgst með Liverpool hef ég aldrei séð annan eins vitleysing dæma leiki þar. Þetta er alveg með eindæmum. Ég á nokkra anti Liverpool menn sem vini og meira segja þeir eru sammála mér !!

 21. steve Bruce er búinn að gefa það út að við fáum aldrei K jones. en Kjartan ekki ert þú dómari sjáflur því öll þessi rauð spjöld eru alveg út i hött og ekkert af þeim var rautt spjald en við verðum bara að vona að hann fái ekki að dæma fleiri leiki hjá okkur og fáum 1 stk af góðum framherja því það er enginn til hjá okkur núna hefði verið mest klár í að fá einn fyrir Tottenham leikinn en því miður næst það ekki

 22. Svona ummæli eins og hjá Grelli, “En það er bara loksins að koma í ljós núna í dag hversu hrikalega slappur hann er í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur.” eru á mörkum þess að vera vísbending um ****** viðkomandi.

  Rafa vissi þá semsagt ekkert hvað hann var að gera þegar hann gerði Valencia að spánarmeisturum tvisvar, hann vissi ekkert hvað hann var að gera þegar við fórum tvisvar í úrslit CL (Istanbul anyone), hann vissi ekkert hvað hann var að gera þegar Liverpool náði sínum besta árangri í úrvalsdeildinni frá upphafi á síðasta tímabili …

  Grellir, stundum er einfaldlega betra að þegja heldur en að gaspra um eitthvað sem þú hefur augljóslega lítið vit á.

 23. Sælir félagar

  Maggi – maður segir ekki “réðu úrslitaáhrifum” ha?? Höfðu úrslita áhrif á, eða: réðu úrslitum. 😉 Ertu búinn að gleyma öllu sem ég kenndi þér í den um íslensku og fleira 😉

  Hvað endalausa umræðu Rafa varðar er ég búinn að segja mitt síðasta orð í bili um það mál hér að ofan.

  RvN er málið. Hann vill ekki fara til Galatasarai, hann vill komast til Englands og spila sig inní landsliðið sitt. Mundi verða happafengur og hann hatar Rauðnef og væri til í að taka þátt í að salta MU.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 24. Maggi 20#
  Þú segir þetta: Ég veit ekki með þig Kjartan, en dómarar réðu oft úrslitaáhrifum í leikjum sem ég spilaði eða þjálfaði og það pirraði mig einmitt svakalega að leggja rosalega á mig eða liðið mitt en lenda svo í óskiljanlegum atvikum sem skemmdu þá vinnu. Það er vissulega hluti af leiknum———
  Þá spyr ég:
  En með Babel gæti ekki vel verið að hann sé orðinn hrikalega pirraður á því að vera kannski búin að leggja gríðarlega vinnu í að komast í liðið og jafnvel skora mark og vera svo settur á bekkinn næstu 5 leiki eða svo.
  Ég myndi allavega skilja hann fullkomlega ef svo er. En sumir hérna og þá sérstaklega þú sjá ekki sólina fyrir Benitez sama hvað….

 25. Hendum Kuyt og Babel á toppinn og gefum þeim séns til að bjarga seasoninu. Mér líst betur á það en taka gamla þreytta leikmenn sem önnur lið hafa lítil not fyrir. Kuyt og Babel eru strikerar, allavega treysta hollenskir landsliðsjálfarar þeim fyrir því hlutverki. Varðandi Babel, þá hafa nánast allir leikmenn verið að spila illa og þ.m.t. Babel. Óþarfi að refsa honum einum fyrir ófarirnar. Gleymum Twitter, þetta var ekki svo slæmt, maðurinn er bara svekktur að eiga ekki séns á að komast á HM ef hann fær ekki að spila. Ég er viss um að ef Rafa gefur honum núna alvöru séns þá mun Babelinn delivera.

 26. Mummi.
  Guðjón þórðarson vann lika alveg helling af tittlum og var besti þjálfari Islands og besti sem hefur þjálfað íslenskt landslið hann er samt búinn að missa það þó að Benitez hafi gert það gott segir það ekki að hann sé að gera það gott i dag. hvar er Gaui í dag er hann að þjálfa eitthvað lið nei og hann fær ekki einu sinni að þjálfa lið á íslandi þýðir ekkert að tala um það sem að maður gerði einu sinni vel ef hann er ekki að gera það gott núna samanber leikmenn Babel var lika kosinn efnilegasti leikmaður deildarinnar einu sinni það þýðir samt ekki að hann sé að gera það gott núna eins og Benitez er að gera með Liverpool núna þá er það alveg grátlega lélegt að vera bara búinn að vinna 10 leiki af síðustu 31 leik mér finnst það segja alveg helling við erum ekki að tala um eitthvað skitalið við erum að tala um Liverpool þá er þetta bara skandall

 27. Almar, comment Grellis gekk ekkert út á það hvort Rafa væri búinn að “missa það”, lestu það aftur og aftur þangað til þú skilur það.

  Það að draga Guðjón Þ inn í þetta er bara grín.

 28. Mér finnst svolítið fyndið hjá þeim sem halda að Babel sé að fara að blómstra og verða besti leikmaður veraldar, að segja alltaf að hann sé striker og ef honum væri ekki spilað úr stöðu þá væri hann brilliant. Hvenær spilaði þessi maður síðast sem striker hjá félagsliði? Ekki hjá LFC, kannski í Hollandi þar áður. Ef hann var að spila sem striker hjá Ajax þá var hann með ömurlega tölfræði og er alls ekki efni í Liverpool leikmann, sjá til dæmis
  http://soccernet.espn.go.com/players/stats?id=41418&cc=5739
  Það eina sem hann hefur gert vel fyrir Liverpool er meistaradeildin á þar síðasta tímabili, og kann ég honum bestu þakkir fyrir. En það er löngu kominn tími á að selja þennan mann.

 29. Ásmundur. Það er FULLKOMLEGA út í hött að ég sjái ekki sólina fyrir Benitez. Þú bara lest ekki neitt annað út úr mínum skrifum. Ég ætla þá að segja það einu sinni enn og flækja það ekki. Liverpool Football Club er í vandræðum, miklu stærri en þeim að Rafael Benitez fari eða verði. Ég mun alveg sitja rólegur hvort sem Rafa fer eða er. Ég bara ímynda mér ekki að hann sé eini vandinn, eða ástæða þess hve illa gengur nú.

  Sumir hér taka það þannig að ég og fleiri elskum Benitez. Þá það.

  Ryan Babel hefur alla tíð leikið kantmann í 4231 kerfi. Var það hjá Ajax og er það hjá hollenska landsliðinu. Þegar maður kaupir leikmann upp á 11.5 milljónir punda á hann alltaf að vera nógu góður til að vera í liðinu. Alls konar mýtur um mínútur og róteringar snúast eins og skopparakringlur.

  Ryan Babel fékk mikið traust á miðvikudagskvöldið síðasta. Kom inná í hálfleik fyrir Steven Gerrard. Hann gat EKKERT!!!!! Ekki frekar en í um 85% þeirra leikja sem hann hefur leikið undanfarin tvö ár.

  Ég allavega skil ekki hvað á að leggja til grundvallar til að velja lið annað en hæfileikinn inni á vellinum. Benitez talaði síðast í haust um að þetta ár yrði ár Babel og spilaði honum töluvert í haust. Án árangurs.

  Ryan Babel er ekki nógu góður fyrir Liverpool. Alveg eins og Voronin og Dossena. Þeir fengu báðir færri sénsa en hann og eru farnir. Ekki var vælt um að “gefa þeim fleiri sénsa” og þó að hann sé góður í FIFA leikjunum og Football Manager hefur hann verið arfaslakur síðustu tímabil.

  Auðvitað er það rétt hjá Steina að þetta Jones mál sé ólíklegt og ég er líka á því að Van Nistelrooy sé málið, en vandinn með hann er auðvitað svakalega há laun hans, talað er um 150 þúsund pund á viku. Þess vegna er þessi janúargluggi ansi erfiður og ekki alveg víst að við náum út úr honum merkilegum dílum. N’Gog hefur átt erfitt undanfarið og ég held að Pacheco ætti að fá sénsinn núna, jafnvel Ecclestone eða Dalla Valle.

 30. Samkv. Liverpool Echo í dag þá fékk Babel sekt sem nemur 2 vikna launum fyrir að hafa opinberað á twitter að hann væri ekki í hópnum. Hann lenti svo í deilum við Rafa og gekk út í fússi …

  • Maggi, maður segir ekki “réðu úrslitaáhrifum” ha?? Höfðu úrslita áhrif á, eða: réðu úrslitum. Ertu búinn að gleyma öllu sem ég kenndi þér í den um íslensku og fleira

  Mikið er ég feginn að vera að því er ég best veit laus við allá gömlu íslenskukennarana mína hérna á Kop.is 🙂

  Annars amen á Nr.24 (Mumma)

 31. SigKarl.

  Það er ekki að marka, svo margir verri kennarar sem kenndu mér þessa lesti eftir að þú hættir að kenna mér rétt!

  😉

 32. vandmál Liverpool reddast ekki með brottför Benítez, leikmennirnir treysta á hann þó Babel sé í fýlu.

  Eg skil samt ekkiinnáskiptingar Benítez, á móti Stoke hefði ég viljað sjá Maxi og Pacheco inná mun fyrr, ég get skilið að Benítez hafi ekki viljað henda Aquilani inná fyrr því Stoke voru að spila mjög hart eins og venjulega. Kyrgiakos var besti Liverpool maðurinn á vellinum, átti vörnina og potaði tuðruni inn með gífurlegri heppni.

  Ég er samt á því að við þurfum að prufa nýja hluti, hvíla Ngog sem hefur ekki náð að gera neitt, Prufa Babel og Kuyt á toppnum, Maxi á hægri.

  Svo er spurning hvort að það sé ekki bara ágætis lausn að selja Masch. Fáum mikinn pening fyrir hann frá Barca og getum keypt t.d. framherja eða kantara sem okkur vantar. Lucas og Aquilani á miðjunni er eitthvað sem ég er alveg hrifinn af. Mér finnst Lucas halda stöðugt áfram að bæta sig og hef trú á því að hann muni vera betri fyrir Liverpool en Javier. Mun færri rauð spjöld allavega… Eg hataði samt Lucas svo mikið þangað til í chelsea leiknum í fyrra þar sem hann lék í stað Gerrard og át miðjuna.

  RvN er spennandi kostur, Jones, heskey og Pavel er í mínum huga skítaredding sem fellur í sundur eftir 30km. Hef enga trú á þeim. Carlton Cole er betri kostur…

  Við þurfum annan striker… ég sakna Keane…

 33. en Kjartan ekki ert þú dómari sjáflur því öll þessi rauð spjöld eru alveg út i hött og ekkert af þeim var rautt spjald

  En þú ert það? Það er a.m.k. stórt upp í sig tekið þegar menn kjósa að segja að þetta hafi verið “út í hött” og “ekkert af þeim VAR rautt spjald” í stað þess að segja að mögulega hafi þetta verið vafasöm spjöld.

  Ég sá þessi spjöld gegn Fulham og þau voru vel verðskulduð. Einhverjir gætu haldið fram að það hefði verið hægt að sleppa einhverjum þeirra en það er talsverður munur á því og að segja þau út í hött. Það að dómari standi í einsmannsherferð gegn einu liði er svo vænisjúk kenning að hún er hlægileg. Eru menn með það á hreinu af hverju dómaranum ætti að vera svona illa við Liverpool sérstaklega?

 34. Þannig að það sé á hreinu þá er ég ekki að segja að Mason sé “í herferð gegn einu liði”.

  Hann er einfaldlega hundlélegur dómari og á ekki að fá að dæma í Úrvalsdeildinni. Ef það verður ekki endurskoðað eftir helgina er eitthvað að hjá ensku dómaranefndinni.

  Það er bara staðreyndin. Vel má röfla um Fulham og Pompey og sitt sýnist hverjum. Atvikin tvö um helgina eru borðleggjandi mistök, ansi afdrifarík hreint! Engin ástæða til að verja Mason fyrir þau, hann gerði upp á bak. Bigtime. Tvisvar.

  Fact 😀

 35. Ég verð nú aðeins að taka upp hanskan fyrir Ryan vin minn Babel (sem ég þekki ekki neitt). Fyrsta tímabilið hjá liðinu spilaði hann helling, lofaði góðu og mér fannst mjög skrýtið hjá Benítez að kaupa Riera sumarið eftir. Hann hefur eflaust eitthvað séð sem hann var ekki ánægður með hjá Babel. Riera var yfirleitt alltaf valinn á undan Babel, ég átta mig ekki á af hverju, og síðan hann kom til liðsins þá hefur Babel lítið spilað og enn minna getað. Hvernig svona hæfileikaríkur leikmaður koðnar svona niður á ég mjög erfitt með að skilja. Ég meina, af einhverri ástæðu keypti Benítez hann fyrir 11,5 milljónir punda.

  Ég veit ekkert hvort þetta Babel mál sé út af hausleysi Babel eða persónulegum deilum þeirra Benítez en allavega er stórundarlegt að sjá hvernig farið hefur fyrir þessum dreng.

  Varðandi Lee Mason þá er hann einfaldlega arfaslakur dómari. Ég hef ekki trú á því að hann hafi eitthvað sérstakt horn í síðu Liverpool, hann er bara mjög lélegur dómari sem virðist aldrei hafa spilað fótbolta og hefur því lítinn skilning á því sem gerist inni á vellinum. Having said that, þá held ég að fyrra vítið á Lucas á laugardaginn hafi ekki verið víti, Lucas hefði auðveldlega getað náð sér í víti en hann datt of snemma og ekki út af snertingu Higginbotham. Hann hefði þurft að hlaupa betur á hann en ekki hrynja niður áður en hann kom að manninum (nánast). Seinna atriðið var eins og fjölmörg sambæril, það er nánast aldrei dæmt á það þegar varnarmenn draga sóknarmenn niður í teignum.

  http://www.knattspyrna.bloggar.is

 36. Ég væri til í Jacob Mulenga, hann er búinn að heilla mig í Afríkukeppninni.

  Maggi: spila ekki Ajax og Holland 4-3-3 ?

  kv/

 37. Held að við séum aldrei að fara að fá Jones þar sem við þyrftum væntanlega að punga út milli 15-20 milljóna fyrir hann og Bruce er aldrei að fara að samþykja einhvern lánskiptisíl. Er hinsvegar mjög spenntur fyrir RVN og held að hann gæti verið mjög góður kostur þætti ekki fara ef við gætum fengið félaga hans van der vaart í leiðinni.

  Með Babel þá væri ég alveg til að selja hann og þá nota peningin til að fá Hollendingana frá Madríd. Hann hefur alveg fengið sinn séns og ekki nýtt hann nýjasta dæmið nú á móti Reading þar sem hann gat ekki neitt.
  Finnst menn líka gleyma því að Rafa lét hann byrja á í fyrsta leik á móti Tottenham og hann var svo arfaslakur að það var hrikalegt, í þeim leik kom síðan Youssi inná og þá batnaði leikur liðsins til muna og hélt hann síðan einfaldlega þessari stöðu.

  Það þarf síðan ekkert að ræða Lee Mason eitthvað frekar einfaldlega arfaslakur dómari þar á ferð og toppaði hann það nú um helgina með að sleppa tveimur augljósum vítum sem Lucas átti að fá.

 38. Góður pistill Kristján,en ég er ekki sammála baráttugleðinni sem þú talar um mér fannst liðið ”lélegt-áhugalaust-baráttulaust ” alveg eins og það er búið að vera allt þetta tímabil,ekkert nýtt..og ekkert sem kemur á óvart.

 39. Mummi, þú talar nú bara með rassg.. getur ekki verið að líkja Enska boltanum saman við spænska boltann, þetta er allt annar heimur og allt önnur lið sem hann er að stjórna. Hann er að stjórna sigursælasta liði í sögu Englands, en hvernig gengur það aftur? æj já 10 sigur leikir af 31 á þessu tímabili? ertu ekki gífurlega sáttur? og öll þessi kaup og sölur á leikmönnum hjá honum, geturu nefnt mér 1 leikmann fyrir utan Torres sem Benitez hefur keypt og hefur blómstrað? eða geturu nefnt mér einn leikmann úr unglinga/varaliðinu sem hefur blómstrað undir hans stjórn? nei, alveg rétt. þeir fá aldrei séns til að spila.

 40. nei grellir…nú toppaðir þú þig…viltu í alvörunni meina að benitez hafi keypt einn mann sem hefur blómstrað???

 41. grelli: reina, arbeloa, fékk það besta sem hægt var úr garcia, carra aldrei verið betri þar ti´núna, gerrard þar til núna, yossi, og svo átti alonso að vera svo hrikalega góður að liðið hrundi núna..svo eru ungu strákarnir hans benna að koma upp á næstu árum því jú þeir sem voru fyrir þarna gátu ekkert..

 42. Jæja Grellir, áfram heldur bullið í þér. Ég var ekkert að líka spænska boltanum við þann enska, skil ekki hvernig þér dettur það í hug.

  Þú einfaldlega komst með þá fullyrðingu að Rafa væri “hrikalega slappur í öllu því sem hann tekur fyrir sér hendur”, með öðrum orðum, hann væri lélegur þjálfari. Ég kom einfaldlega með dæmi sem sýna frammá hið gagnstæða. Það er enginn heppni þegar menn ná svona árangri, slíkt er einfaldlega ekki til sérstaklega þegar um er að ræða tvær af sterkustu deildarkeppnum í heiminum (og svo auðvitað CL).

  Við skulum nefna nokkra leikmenn sem hann hefur keypt og hafa blómstrað og bætt sig undir Rafa, í fljótu bragði má nefna Reina, Xabi Alonso, Mascherano, Insua. Hver einasti þeirra hefur bætt sig undir stjórn Rafa. Þar að auki hefur Gerrard sjálfur marg sagt að Rafa hafi bætt sig sem leikmaður.
  Sá síðastnefndi (Insua) eyddi einu ári í varaliðinu liðinu og kom svo upp.

  Núna á þessu tímabili hafa fjölmargir drengir verið á tréverkinu og fengið sénsinn öðru hvoru, t.d. Spearing & Darby komu úr unglinga & varaliðinu. Þeir hefðu væntanlega ekki komist svo langt ef þeir hefðu staðið í stað og ekkert bætt sig. Við höfum einnig séð Martin Kelly (vara/unglingalið) spila sinn fyrsta leik, hefðu eflaust orðið fleiri ef hann hefði ekki verið meiddur síðan. Eccleston (vara/unglingalið) fékk líka sénsinn á móti Fulham. Ayala fékk einnig nokkra leiki. Pacheco (vara/unglingalið) fékk sénsinn á móti Fiorentina, hefur verið á bekknum síðan. Þannig að aftur eru þessar fullyrðingar þínar um að þeir fái aldrei að spila algjört innantómt loft.

 43. Er ekki hægt að ritskoða þessa þvælu í Grelli. Það er gott og blessað að hafa skoðanir á hlutunum, en þetta á bara ekkert skylt við einar eða neinar skoðanir!!!

  Svo eru menn komnir á verulega hálan ís að tala um að Mummi tali með rass….u Vægast sagt hálan ís.

 44. Nú hljóta allir Liverpool aðdáendur að naga sig í handabökin yfir því að hafa misst Voronin. Hann er ekki fyrr farinn en Torres meiðist í sex vikur. Voronin hefði getað séð um að skora mörkin þangað til Torres kemur aftur. Hrikalega svekkjandi.

  Spurning um að kyngja stoltinu og kaupa hann bara aftur frá Dinamo Moskvu. Kostar kannski 2-3 kúlur en er alveg þess virði.

 45. Sælir félagar

  Babu þetta var nú svona lókal djókur hjá okkur Magga. Þetta er ekkert sem ríður baggamuninn í samskiptum okkar. Magnús var afburðanemandi á sínum tíma og einn fingurbrjótur á lyklaborðinu er eitthvað sem kemur fyrir alla. Líka gamla íslensku- og stærðfræði skaula eins og mig.

  Hvað íslenku- og rithæfni varðar eru pistlahöfundar (stundum nefndir síðuhaldarar öllum til sárrar armæðu) mjög vel hæfir og ekkert undan því að kvarta. Þar ert þú með talinn kallinn 🙂

  En það er góð ábending sem kemur fram hér að ofan um menn í Afríkukeppninni. Þar hljóta að leynast gullmolar sem hægt er að fá fyrir góðan díl. Ekki það að okkar gamli stjóri Houllier, brenndi sig á svoleiðis kaupum í den. En samt – er ekki hægt að fá einhvern þaðan þó sá hinn sami komi ekki fyrren að keppni lokinni. Bara spurning ég veit það ekki því ég hefi ekki fylgst með keppninni. Ég veit að Eygiptar er með annsi gott lið

  Það er nú þannig.

  YNWA

 46. Hversu svakalega heimskur þarf maður að vera að taka því að fá Babel í skiptum fyrir Jones?
  Jones er í allt öðrum klassa heldur en Babel að mínu mati.

 47. Bæta við í hóp þeirra leikmanna sem Rafa hefur fundið og gengið vel hjá, Benayoun og Agger.

  Varðandi ungu leikmennina þá notaði Rafa leikmann að nafni Stephen Warnock til að byrja með en eins og ég hef nefnt áður var vara- og unglingaliðið handónýtt þegar hann kom og það er í raun fyrst í fyrra (Insua) og í vetur (Spearing, Kelly, Darby, Ecclestone og Pacheco) sem við sjáum ungu mennina koma upp.

  Þeir sem lengra muna. Hversu marga unga leikmenn tók Evans inn? Tvo minnir mig, Michael Owen og Jamie Carragher. En Houllier? Einn minnir mig, Steven Gerrard. Kannski var Grellir jafn ósáttur við vinnu þessara manna með unglingaliðin en einmitt það að loksins virðast vera koma upp leikmenn í gegnum unglingliðið er nú sennilega það sem mér finnst jákvæðast við Rafa. Menn tala um Ferguson. “Fergie fledglings” voru ekki komnir fram fyrr en 6 árum eftir að hann kom, þá kom gangurinn hans upp. Á undan þeim voru unglingasnillingar United þeir Mark Robins og Lee Martin!

  Ívar Örn. Danny Higginbotham braut á Lucas. Punktur. Eitthvert spurningamerki um annað skil ég ekki, Mason einfaldlega gerði mistök byggð á þeirri ágætu reglu sumra dómara að af því að leikmaðurinn datt öðruvísi en þeir telja líklegt bara fríka þeir á því. Skammarlega léleg dómgæsla og þurfti enga endursýningu í það. BBC lýsingin t.d. sagði “doesn’t matter what happens after today, this is the worst refereeing decision of the season” um aðgerðir Lee Mason. Svo skil ég heldur ekki hvers vegna á að réttlæta það að varnarmaður grípi um leikmann í dauða-, dauðafæri. Mun betra færi en Kuyt svo fær og skallar í stöng. Það þarf ekki að ræða það að íslenskur eftirlitsdómari hefði JARÐAÐ þessa ákvörðun Mason í lokin. Þetta var kennslubókardæmi um gunguhátt, hann þorði ekki að dæma víti á heimaliðið á þessum tímapunkti og reynir að láta eins og um hagnað hafi verið að ræða. Liverpool græddi ekki á þessu leikbroti heldur Stoke. Víti. Punktur.

  Ajax og Holland spila 4-3-3 og þar hefur Babel alltaf verið á vinstri kanti. Munurinn á því kerfi og okkar liggur í því að bakvörðurinn situr meira og kantmaðurinn á minni varnarskyldu, en að öðru leyti er það sama staðan. Babel var keyptur til að vera kantsenter, en linkur “This Is Anfield” hér að ofan segir allt sem ég vildi sagt hafa. En ég er jafn svekktur og Ívar Örn að ekkert hafi orðið úr honum, en ég er algerlega ósammála því að meðferðin á honum hafi verið óréttlát. Liverpool kaupir ekki leikmann upp á 11.5 milljónir og spilar hann í liðið!

 48. Grelli, þar eru flestir (allir) sammála að þetta tímabil hefur verið arfaslakt og Benitez er ekki að standa sig nógu vel, hvort sem fólk vill að hann fari eða ekki er annað mál.

  Það er margbúið að fara í gegnum kaup og sölur hjá honum á þessari síðu, sumt hefði hann mátt gera betur en hendur hans voru yfirleitt bundnar þegar kom að kaupum og sölum, auðvitað vildi hann kaupa dýrar menn, enn hann mátti það ekki.

  Ekki öskra einhverja vitleysu á spjallsíður sem hafa litlar stoðir. Grellir kannski kominn tími til að róa sig aðeins niður, skoða hlutina í samhengi, kynna sér staðreyndir og taka svo afstöðu hvort Benitez eigi að fara eða ekki. Það er fullt af góðum rökum fyrir því að Benitez eigi að fara en rök frá þér eins og – En það er bara loksins að koma í ljós núna í dag hversu hrikalega slappur hann er í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur.

  Missir gjörsamlega mark, og látur mann missa trú á öllu sem þú skrifar í framhaldinu.

  • Sælir félagar
   Babu þetta var nú svona lókal djókur hjá okkur Magga. Þetta er ekkert sem ríður baggamuninn í samskiptum okkar

  Þetta er nú smá misskilningur og ég náði alveg djóknum (endilega halda áfram að siða Magga til, veitir ekkert af 😉 ), ég var ekkert að meina með þessu og bara létt að grínast og meira að meina að ég væri ég líklega í slæmum málum ef gömlu ísl. kennararnir mínir væru hérna, mun verri málum en Maggi 😉

 49. Sælir félagar

  Allt í góðu með það Babu og þið eruð allir ágætir.

  Enn að leikmannamálum. Purslow sagði um daginn að allir peningar sem koma inn fyrir leikmannasölur renni beint í leikmannasjóð félagsins og verði eingöngu varið til leikmannakaupa. Þar ættu því að vera einhverjir aurar, 4 – 5 millur eða svo. Með sölu á Babel (8 millur) er því peningur til verulegrar styrkingar. Vandinn er auðvitað að finna mann og það sem fyrst.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 50. strákar það var nú ekki Benitez sem fann mascherano og benayoun, benayoun átti að vera 1 mesta efnið á sínum aldri þegar hann byrjaði að spila hann var svo sem góður hjá okkur eftir áramót á síðasta timabili og með mascherano þá var hann líka talinn vera einn besti djúpi miðjumaðurinn sem var að spila áður en að west ham átti að borga 20 og eitthvað mills minnir. mér finnst Torres, reina, arbeloa og svo agger bestu kaupinn hjá honum og auðvitað Alonso en hann fór lika útaf því hvernig Benitez var. en sumt er gott og annað slæmt en við verðum bara að fá striker núna sem allra first

 51. Ég skil alveg af hverju Benitez sektaði Babel fyrir þessi skrif á Twitter. Þegar þú er með Twitter síðu (eða FB) og samþykkir alla sem vilja vera vinir þínir þá er þetta ekki lengur þín “pesónulega síða”. Þetta er svipað eins og að segja á FB “æji mér finnst yfirmaðurinn minn algjört tól og þessi vinna er alveg ömurleg”. Ætlastu svo til að halda vinnunni þegar að yfirmaður þinn sért þessi skrif ?? Þegar þú ert í vinnu einhversstaðar þá ertu fulltrúi þess fyrirtækis. Þú vinnur ekki hjá Vífilfelli og segir út um allt að þér finnist kók vera vont, eða vinnur hjá Bylgjunni og segir við alla að músíkin þar sé léleg og að þú hlustir alltaf á Rás 2 frekar. Þetta gengur bara ekki upp. Ég hef eiginlega allan tímann viljað að Babel myndi vera áfram hjá Liverpool en eftir það sem maður hefur lesið um kauða síðustu mánuðina þá virðist hann vera “one card short of a full deck”, eða ekki allur þar sem hann er séður. Notum þessar 8-10 millur til að kaupa einhvern sem vill leggja sig fram fyrir klúbbinn og er ekki alltaf grenjandi á netinu eða í fjölmiðlum.
  Mín von er að liðið verði svona á miðvikudaginn.
  Vörn: Carragher/Kelly – Kyrgiakos – Agger/Skrtel – Aurelio
  Miðja: Aquilani – Mascherano – Rodriquez – Riera
  Hola: Pacheco/Kuyt
  Frammi: Það er erfitt að segja til um það

 52. Það er varla hægt að skíta út störf Rafa með unglingastarfið og varaliðið. þegar hann tók við því var það í algjöru niðurníslu. sem framleiddi á fullu góða leikmenn fyrir 1-2 deild. Ef við lítum á Man Utd eru þeir búnir að framleiða marga stórstjörnur eftir Gullárganginn fræga? Chelsea eru bara með Terry, Arsenal er á sér báti varðandi þetta. Man City eru með 2 leikmenn í liðinnu sínu. Liverpool er núna með 2 uppaldar stjörnur sem er bara nokkuð gott. þó maður vildi sjá starfið eins og það er hjá Barcelona þá er ekki hægt að miða sig við þá.

  Rafa hefur gert sín mistök í leikmannakaupum síðustu ár, það er sama hægt að segja með hinn liðinn, við vorum bara ekki svo heppnir að hafa efni á því þannig að það stingur illa í bakið :S Mín skoðun á Rafa er að ég vil sjá nýtt og ferskt andlit á brúnni og fá einhverja leikgleði í liðið ég þarf orðið á miklu geðlyfi að halda til endast einn leik.

 53. Maður er einhvern veginn staddur í einhverri ground-hog martröð.

  Benitez, Lucas, Babel blablabla. Benitez, Lucas, Babel blablabla. Benitez, Lucas, Babel blablabla. Benitez, Lucas, Babel blablabla.

  Og þetta bara hættir ekki!!! Einhvern veginn þá finnst mér besta, næstum því eina, ástæðan fyrir að Benitez fari, sé að þá geti menn farið að tala um eitthvað annað…. Bara eitthvað annað.

  Þessi Benitez, Lucas, Babel umræða er búinn að eitra allt og alla svo mikið að Skandallin hans Mason um helgina er allt í einu orðinn eitthvað léttvægur. Sumir jafnvel reyna að réttlæta dómana hans, og nota það svo sem einhver röksemdarvopn fyrir að Benitez skuli fara. Hvað nákvæmlega er að???

  Og svo er þessi Ryan Babel umræða algerlega sér á báti. Það er búið að taka svo oft að ég er kominn algerlega með uppí kok.

  En gott og vel…

  • Babel gat nákvæmlega hvað mikið gegn Reading? hmmm… alveg rét nákvæmlega ekkert!!!

  • Og hvað gerir hann svo þegar hann er réttilega ekki í hóp á móti Stoke? TWITTERAR!!! Hvað gerði Carra þegar hann missti miðvarðarstöðuna? Jú hann hirti hægri bakvörðinn með húð og hári, varð á endanum enskur landsliðsmaður. Alvöru keppnismaður fer ekki á twitter þegar blæs á móti, hann fer á æfingasvæðið.

  • Babel hefur í stuttu máli aldrei staðið undir verðmiðanum. Sá sem er keyptur 19 ára á þennan aur, er ekkert efni sem einhver stjóri “skemmir”. Babel er einfaldlega ekkert betri en þetta. kannski nær hann vopnum sínum í öðru liði og við aðrar aðstæður.

  En getum við plís farið að tala um eitthvað annað en Benitez? þó ekki nema í einn dag….

  Það er sko ekki hins veginn. Það er þannig :D:D

 54. 60,Beggi.

  Hafa Arsenal eitthvað verið að framleiða leikmenn uppúr ungliðastarfinu?
  Hafa þeir ekki bara eins og við og fleiri keypt stráka frá öðrum liðum sem þykja líklegir til árangurs?
  Kannski er þetta rugl í mér en mér finns ekki rétt að kalla menn uppalda hjá félaginu þegar þeir eru keyptir til liðsins 15-17 ára.

 55. “Svo er ég sammála KAR um leikinn á laugardaginn. Þetta var stríð á vígvelli og okkar her var vígbúinn, alveg ótrúlega nálægt mögnuðum sigri, haltur og undirmannaður. Frammistaða sem ég sætti mig við, auðvitað er best þegar við slátrum leikjum og spilum vel en svona leikir koma líka.”

  Mér finnst þessi orð lýsa vel hversu neðarlega þetta blessaða lið er sokkið. Að tala um að liðið hafi verið “ótrúlega nálægt mögnuðum sigri” gegn Stoke er ekki eitthvað sem hressir mig við í skammdeginu.

 56. já Diddi,það er akkúrat það sem okkur vantar núna, VORONIN!!!!!!!!!
  varstu ekki pottþétt að grínast? Einn sá allra slakasti í bransanum og við megum þakka fyrir að fá einhvern pening fyrir hann.Ég var farinn að halda að við þyrftum að borga með honum.NEI það verður að græja þetta einhvern veginn öðruvísi.

 57. Fari svo að við seljum ekki Babel og kaupum ekki neinn center eða fáum hann ekki að láni. Hvað gæti versnað við það að gefa t.d Pachero meiri séns á vellinum!????? Ekki Verri en kuyt eins og hann hefur spilað á þessu tímabili. Tilabilið er hvort eð er farið í hundana og þá eigum við að grípa tækifærið og láta þessa ungu stráka taka málin í sínar hendur og spila slatta af leikjum. Held að það skipti ekki máli hvort við lendum í 8 eða 15 sæti á þessu tímabili.

 58. Orð í tíma töluð Sigurjón Njarðarson. Maður hlær sjaldan upphátt við það að lesa á netinu, en þetta comment olli því þó.

  Þessar reka/ekki reka Benitez, Lucas lélegur/ekki lélegur og svo Babel lélegur/efnilegur umræður eru alveg að gera útaf við mann. Í hvert skipti sem maður ætlar að ræða sitt heittelskaða lið þá endar umræðan undantekningalaust í einhverri af þessum þremur topic’um.

  Það sem kætir mig þessa dagana er að hugsa um þá stund þegar Liverpool verður Englandsmeistari. Við getum ekki endalaust komist hjá því að sigra þessa blessuðu dollu.

 59. Nei Bubu minn þú ert ekkert í svo slæmum málum:-) Það leynast ýmsir hér inni;-)

 60. Svo ég svari þá lét Evans jú Matteo karlinn spila og Houllier gaf svo Thompson sénsinn.

  My bad, en það er þó mér til vorkunnar að þeir hurfu nú út í mistrið fljótlega karlagreyin og urðu aldrei leikmenn aðalliðsins, nema þó, jú eins og Warnock.

  Varðandi magnaðan sigur gegn Stoke, þá einfaldlega mat ég það þannig útfrá meiðslum og ástandi félagsins sem frábært hefði það tekist. Ekki út af öðru. Er þó glaður að það virðist vera orðin alvöru keppni í ensku deildinni á ný eftir 4ra liða mót undanfarin ár.

  Og auðvitað bjó Benitez til reputation Mascherano í Englandi eftir að West Ham notaði hann ekki. Benayoun var leikmaður slaks liðs á Spáni og miðlungsterks liðs hjá West Ham. Með báða þessa leikmenn hefur Rafa unnið úr þeirra hæfileikum í liði sem hefur verið að berjast við toppinn í Englandi og Evrópu.

  En er sammála Groundhog Day samsæriskenningunni. Þreytandi. Mjög.

 61. Mikið er þetta rétt hjá þér Sigurjón.

  Allt Lucas að kenna, Benitez og hann aðstoðarmenn sem eru með leimönnum alla daga vita lítið sem ekkert. Einhver feitur sveittur snakkétandi bjórdrekkandi sófasérfræðingur á íslandi veit betur, betur en Benitez og hans fólk ! Ef Benitez notar Babel, þá er hann ruglaður, ef hann notar hann ekki þá er hann líka ruglaður. Ef hann breytir liðinu eftir hvern leik er hann vitleysingur, ef hann gerir það ekki þá er hann íhaldsamur asni.

  Það er magnað að fylgjast með þessu en svona er víst fótboltinn. VIÐ vitum miklu betur en stjórinn hvernig á að stjórna fótboltaliði í fremstu röð !

  • Einhver feitur sveittur snakkétandi bjórdrekkandi sófasérfræðingur á íslandi veit betur, betur en Benitez og hans fólk

  Ehhh það er nú óþarfi að oflauna kálfinum ofeldið 🙂 🙂 🙂

 62. Vil bara óska manninum að austan til hamingju með nýfædda dóttur.
  Það er miklu skemmtilegri umræða en gengi liverpool og fara/vera umræða Rafa benitez.
  Annas ef rafa á að fara þá á hann að hætta í lok tímabils, ekki á miðju tímabili, því það hefur akkurat engan tilgáng.
  Tottenham leikurinn verður erfiður enda lykilleikur ef við ætlum að ná 4 sætinu. Ef hann tapast þá erum við í vondum málum, erum reyndar í vondum málum nú þegar. Eina sem við getum gert er að biðja til guðs og vona að hann bænheyri okkur.

 63. Nú þegar leiktíðin er liðlega hálfnuð eru okkar menn í 7. sæti með rétt liðlega 50% þeirra stiga sem í boði eru.
  Til samanburðar hefur Chelsea landað 75% þeirra stiga og tróna á toppi deildarinnar með 14 stiga forskot á okkar menn.
  Á sama tíma í fyrra vorum við stigi á eftir toppliðinu og höfðum halað inn 73% mögulegra stiga.
  Í ár komumst okkar menn ekki upp úr riðlakeppni meistaradeildarinnar og féllu sannfærandi úr leik gegn Reading í bikarkeppninni.
  Knattspyrnan sem okkar menn hafa boðið uppá er í besta falli meðalmennskan uppmáluð.

  Engu að síður halda menn uppi hraustlegum vörnum fyrir Benitez hér á síðunni. Bera því t.d. við að það sé ekki honum að kenna að
  menn gefi víti (Yossi á móti Reading) eða að vörnin sé í ruglinu (jöfnunarmark Stoke). Leikmennirnir eru að gera í brækur. Framkvæmdastjórinn velur þá reyndar í liðið leik eftir leik, en það er víst annað mál.

  En hvað hefur Benitez gert til að bregðast við döpru gengi okkar manna? Hefur hann sett menn á bekkinn þegar þeir hafa ekki staðið sig og gefið
  ððrum séns? Nei, Voronin var að vísu seldur en vera hans hjá Liverpool var í besta falli brandari. Og jú, honum finnst fínt að henda Babel á bekkinn eða út úr hóp í þau fáu skipti sem hann hefur fengið að þjóta um grundir.

  Hefur hann gefið ungum leikmönnum sénsinn? Nei, of áhættusamt. Það getur verið varasamt fyrir þá að stíga fyrstu skrefin hjá liði sem strögglar
  (McManaman, Fowler, Owen og Gerrard stigu einmitt sín fyrstu skref hjá sigursælu liði Liverpool ….). Ngog hefur reyndar fengið nokkra leiki en
  virðist ekki á leið upp úr meðalmennskunni. Hvers vegna í ósköpunum á klúbbur eins og Liverpool ekki annan frambærilegan striker? Er það líka
  leikmönnunum að kenna?

  Gerir hann breytingar í hálfleik þegar okkar menn hafa verið að skíta upp á bak? Nei, fyrsta skipting skal vera í kringum 70. mín. Annað er geðveiki.

  Telur Rafa fullreynt að tefla Lucasi og Mascherano fram saman á miðjunni? Nei, það er víst ekki fullreynt, þessi öflugi dúett þarf að spila sig saman
  og hugsanlega mun sá leikur koma sem þeir byggja upp sókn eða ná góðu markskoti.

  Er kappinn að sækjast eftir breskum nýsköpunarverðlaunum þegar hann teflir fram fjórum bakvörðum á móti Stoke?

  Ég efast ekki um það að Benitez er glúrinn þjálfari. En þrjóskan, varfærnin og íhaldssemin ásamt ofuráherslu á varnarsinnaða hlaupagikki er að fara með mann. Okkar menn spila svo grátlega leiðinlega bolta að vart er á horfandi. Þegar maður telur botninum vera náð, sígur liðið lengra niður.
  Auðvitað eru meiðsli bestu leikmanna okkar til varnar hans sóma, en það getur ekki verið eðlilegt að liðið okkar fari nánast í ruslflokk við að missa
  2-3 byrjunarliðsmenn tímabundið í meiðsli.

  Vonandi liggur leiðin uppávið á móti Tottenham, en það er ekki mikið eftir af þolinmæðinni.

 64. Baros (#73) segir:

  „Engu að síður halda menn uppi hraustlegum vörnum fyrir Benitez hér á síðunni.“

  Þetta er orðin verulega þreytt setning. Sama hver segir hana. Í alvöru, lestu pistlana sem við höfum verið að skrifa hér á síðuna undanfarið. Lestu færsluna sem ég skrifa daginn eftir Reading-leikinn í síðustu viku, og svo færsluna hér fyrir ofan sem þú ert að kommenta á. Ég, og aðrir síðuhaldarar (sem og lesendur) erum bara venjulegir Jónar eins og þú, stuðningsmenn Liverpool sem hrærast til og frá í geði eftir gengi liðsins.

  Það er enginn hér að halda uppi vörnum fyrir Benítez eins og hann sé einhver einræðisherra. Menn eru einfaldlega að reyna að skilja ástandið, ræða það sem er gott og slæmt hjá Benítez og gott og slæmt hjá öðrum hjá klúbbnum, og komast mögulega að því hvar sökin liggur. Stundum finnst manni þetta allt vera Benítez að kenna, stundum finnst manni leikmennirnir hafa brugðist, stundum er maður brjálaður út í Gillett & Hicks eða einhvern dómara útíbæ. Skoðanir manna breytast með hverjum leik.

  Þannig að endilega, ekki koma hér inn og setja þig á háan hest af því að aðrir eru að reyna að skilja ástandið en þú ert búinn að ákveða að Benítez sé ábyrgur fyrir þessu öllu saman. Ef þú lítur gagnrýnum augum á stöðuna, eins og við hin erum að reyna að gera, sérðu kannski að þótt Benítez beri sína ábyrgð og sé mögulega ekki rétti framkvæmdarstjórinn til að snúa genginu við þá verður það seint eða aldrei sagt að hann beri 100% ábyrgð á því hver staðan er í dag. Ekki þegar litið er á frammistöðu eigendanna og lykilleikmanna í liðinu.

  Vinsamlegast.

 65. Hvernig getur það verið eigendum liðsins að kenna ef liðinu gengur illa? Þá lógík hef ég aldrei skilið. Eru þeir að mæta á æfingar með lúðra og drulla svo yfir liðið? Eru þeir að halda ræðurnar í búningsklefanum og stilla upp liðinu? Eru þeir að spila fótbolta inná vellinum? Fyrir mitt leyti er árangur sambland af því sem þjálfarinn setur upp og svo hvernig leikmenn standa sig inná vellinum.

  Finnst að núna ætti umræðan að vera hversu lélegir leikmenn Liverpool eru búnir að vera. Hversu oft hefðum við getað skorað ef miðjumaður fengi boltann frá hafsent sem tók frekar þá ákvörðun að dúndra boltanum fram? Fyrir mitt leyti er vörnin stór partur af lélegum sóknarleik Liverpool í vetur. Það er gjörsamlega óþolandi að sjá miðjumenn biðja Carragher um boltann en honum finnst miklu gáfulegra að þruma honum fram og í 76,4% tilfella gefa andstæðingnum boltann beint í fætur. Þetta mætti til dæmis laga.

  Og í næsta leik, þá vill ég hafa Lucas og Mascherano á miðjunni og Aquilani í holunni, hann er alltof stressaður að fara fram þegar hann er á miðjunni með öðrum hvorum þeirra, hann er leikmaður sem getur búið til eitthvað úr engu, en ekki þegar hann fær ekki að fara fram fyrir miðju.

 66. Hvernig geturu byrjað á
  “Hvernig getur það verið eigendum liðsins að kenna ef liðinu gengur illa? Þá lógík hef ég aldrei skilið.”
  og haldið að einhver lesi lengra.

 67. Fiinst engum það skrýtið að Gerrard skuli ekki vera búin að koma fram og segja það vera kjaftæði að hann sé að fara ? Núna eru margir fjölmiðlar úti sem fullyrða að Gerrard sé að fara en hann kemur ekki með neitt til þess að róa stuðningsmennina. Ætti hann sem fyrirliði liðsins ekki að leiðrétta þetta ef þetta er bull ?

 68. 74 Kristján.

  Já, réttmæt athugasemd. Það var ekki ætlunin að gera lítið úr góðri umræðu hér á síðunni um vandamál liðsins. Og ég er alveg sammála því að ekki er alfarið við ágætan framkvæmdastjóra okkar að sakast. Það er of einföld skýring.
  Ég var að benda á að þau rök að Benitez væri ekki inná vellinum sjálfur hefðu ekki mikla vigt og svo að velta fyrir mér hvað Benitez hefði gert til að bregðast við þeim erfiðleikum sem hófust í raun í æfingjaleikjum liðsins fyrir tímabilið.

  Maður er auðvitað hundpirraður á þessu helvíti eins og allir hér á síðunni og vonar auðvitað að dæmið snúist við hið fyrsta, með eða án Benitez.

 69. Reynir #76

  Eru það þeir sem reima á sig takkaskó og spila leikinn? Eru þeir að setja upp leikskipulagið fyrir leiki og stilla upp liðinu?

  Auðvitað eru allir sammála um að þeir mættu eyða meiri pening í liðið og styrkja hópinn en það er ekki hægt að kenna einhverjum jakkafötum uppí stúku um slakt gengi liðsins í vetur! Það hlítur að skrifast á þjálfarann og þá leikmenn liðsins sem spila leikina!

  “Gerrard var ömurlegur í þessum leik, en það er að sjálfsögðu Tom Hicks að kenna þar sem hann á ekki pening.” Meikar þetta einhvern sens?

 70. Óli B. (#75 og #79) – ég skal setja upp einfalt dæmi til að útskýra hvernig eigendurnir bera jafn mikla ábyrgð og aðrir á spilamennskunni og aðrir:

  2007: Við seljum Bellamy til að fjármagna kaupin á Torres. 2008: við getum ekki boðið Crouch launahækkun fyrir að vera varaskeifa fyrir Torres og hann vill því fara. Við missum hann. Tottenham í ár geta borgað honum næstum því 50% betri laun en hann fékk hjá okkur, og hann er varaskeifa hjá þeim. 2009: Keane er ekki að ganga og við seljum hann strax til að fá peningana til baka í kassann. Þegar kemur fram á sumarið reynist sá peningur hins vegar ekki vera til staðar fyrir Rafa að kaupa framherja í staðinn fyrir Keane.

  Þetta sýnir augljóslega hvernig peningaþurrð eigendanna síðustu þrjú ár hafa orðið til þess að breiddin í framlínunni hefur minnkað og minnkað. Við urðum að fórna mönnum til að eignast Torres og svo var Keane fórnað og sá peningur líklega hirtur uppí skuldir.

  Eftir stóðu því Torres, dreplélegur Voronin og óreyndur Ngog. Svo meiddist Torres og hefur verið frá svona 60-70% tímabilsins.

  Er þá hægt að kenna bara stjóranum einum, eða leikmönnunum, um það að sóknin sé bitlaus miðað við síðustu ár? Þegar Torres er meiddur og Rafa hefur bara úr Voronin og Ngog að velja, og núna bara Ngog? Er þá að furða að kallinn sé að reyna að fá leikmenn lánaða í allar áttir til að auka breiddina í framherjastöðunni, þar sem hann hefur klárlega ekki pening til að kaupa nýjan framherja og eigendurnir virðast engan áhuga hafa á að gera liðið sem þeir eiga samkeppnishæft?

  Rafa ber ábyrgð á miklu. En ekki öllu. Við værum með fleiri framherja á okkar bókum í dag en Torres og Ngog ef Rafa fengi að ráða. Hann hefur bara ekki fengið að ráða því.

  Bara sem dæmi. Það er hægt að nefna fleiri stöður á vellinum þar sem breiddin hefur verið rýrð síðustu ár, eins og t.d. hægri bakvörð (var Finnan, Arbeloa og Degen, nú bara Johnson og Degen), hægri kant (kom einhver í staðinn fyrir Pennant til að berjast við Kuyt um stöðuna?) og nú síðast miðvörð (meistari Hyypiä út, ódýrasti kostur inn í staðinn).

 71. Sem betur fer þá virðast united vera í skítamálum ef það er eitthvað að marka slúðrið úti sem segir að Glacer vilji að leikmenn og starfsmenn hjálpi til að minnka skuldir félagsins.

 72. Benitez vissi alveg hvaða staða var uppi ef Torres skyldi meiðast þegar tímabilið hófst. Hann veðjaði á Voronin og Ngog sem náðu engan veginn að fylla uppí brot af því skarði sem Torres skildi eftir sig.
  Hann hafði aðra valkosti, hann gat fengið Owen frítt, hann hefði getað fengið framherja að láni. Ég ætla ekki að dæma hvort hann hefði átt að fá Owen eða einhvern að láni eða kaup einhvern.

  Ég er einungis að benda á að Benitez vissi hvað hann var með í höndunum og eftir á að dæma þá veðjaði hann á ranga hesta.

  • Sem betur fer þá virðast united vera í skítamálum ef það er eitthvað að marka slúðrið úti sem segir að Glacer vilji að leikmenn og starfsmenn hjálpi til að minnka skuldir félagsins.

  Ég sé ekki að þetta sé eitthvað voðalega mikið ánægjuefni og myndi í raun fagna því mun frekar að lið eins og City og Chelsea, sem eru ekki einu sinni að reyna að lifa á starfsemi félagsins væru í vandræðum.

 73. Sjá menn ekki þegar talað er um að Fergie gagnrýnir dómarann að hann er eingögnu að taka umfjöllun og athygli fjölmiðlanna og annara vitleysinga frá liðinu sem hefur efluast spilað illa.

  Hann gagnrýnir mjög sjaldan liðið sitt og reynir að taka athyglina eins mikið frá því og hægt er. En ég er enn ekki búin að gleyma því að þegar feiti dónötsinn grenjaði yfir Sir Ferg í fyrra þá hefur Pool ekki getað neitt. Eitt mesta lol síðari ára

  YAWA

 74. Siggi 86#
  Rétt er það að liðinu gekk illa eftir þessa útrás Benitez……en það var bara í mánuð sem reyndist okkur dýrkeyptur. En Eftir það var liðið á flottur óli og kláraði leiktíðina vel.
  En svo er þessi leiktíð allt önnur saga.

 75. Eitt mesta lol síðari ára ? Einstaklega vel að orði komist…….

  En þó meiri klassi yfir þessari setningu en fullyrðingunni um “feita dónötsinn” , í alvöru talað – er hægt að loka á svona krakka ?

 76. Siggi nr. 86; væri ekki ráð að hugsa áður en þú setur svona bull hér inn?

 77. “Er þó glaður að það virðist vera orðin alvöru keppni í ensku deildinni á ný eftir 4ra liða mót undanfarin ár.”

  Eina ástæðan fyrir því að enska deildin er ekki lengur 4ra liða mót er að Liverpool er að skíta á sig. Eins og staðan er í dag stefnir í að þetta verði 3ja liða mót. Hvort það geri deildan skemmtilegri eða ekki ætla ég ekki að dæma um en fyrir Liverpool aðdáanda verð ég að segja að mér fannst 4ra liða mótið ólíkt skemmtilegra en 3ja liða mótið.

  Ok, ég var var að djóka með Voronin í comment-i nr. 50 (augljóslega) og ég hlýt að áætla að Ásmundur sé líka að grínast með Flamini í comment-i nr. 90. “Hann gæti komið sterkur á miðjuna og jafnvel leyst Johnson af í bakverðinum.” Ég held að hægri bakvörður og miðja (+ kannski markmaður) séu þær stöður sem við þurfum síst af öllu að styrkja. Framherji og kantmenn eru á forgangslista.

 78. þaðsem Liverpool þarf er góðan framherja sem backup fyrir F torres

  og dæmi um framherja sem eru á lausu eru huntelaar,Nistelrooy,K. Kuranyi sem brimingham eru á eftir.

 79. Kristján #81.

  Talandi um framherjavandamál.

  Hvað með Dirk Kuyt:
  “He left Feyenoord after three years, having scored 71 league goals in 101 appearances, and joined Premier League side Liverpool for £10 million.”
  Ber Rafa ekki ábyrgð á þessu? Er hann ekki að kaupa striker þarna? Hvað verður svo úr manninum? Það liggur við að maður kalli hann varnarsinnaðan kantvinnuhest eða ég veit ekki hvað maður á að segja. Er þetta ekki lélegt “man-management”. Skyldi maður ekki ætla að hægt hefði verið að nota manninn sem striker ef rétt hefði verið farið með manninn frá upphafi. Hann er að upplagi striker.
  “Dirk Kuijt , commonly known as Dirk Kuyt[2] (born 22 July 1980) is a Dutch professional footballer who currently plays for English club Liverpool. He is renowned for his work-rate in his primary position as a striker, but now he is more often deployed as a winger for both Liverpool and the Netherlands national team.”

 80. Alls ekki rétt Diddi.

  Deildin í ár vinnst á 80 – 84 stigum vegna þess að öll, öll stóru topp 4 liðin eru að tapa fleiri stigum en undanfarin ár.

  Vegna þess að munurinn á þeim og liðunum í sætum 5 – 12 er mun minni en undanfarin ár.

  Svo ætla ég að taka undir KAR í #81. Ég hef gengið svo langt að fullyrða að Rafa hafi hætt fyrir Stoke leikinn í haust. Mér fannst alltof margir trúverðugir miðlar tala um það, og viðtalið eftir leik sýndi það eitt að hann vildi ekki yfirgefa aðdáendurna. Þann dag fékk hann að vita að hann ætti 2 milljónir til að eyða þar til glugginn lokaðist. Þar með var ljóst að við fengjum ekki Michael Turner eða Jovetic, menn sem Rafa vildi fá á þeim tímapunkti.

  Óvíst var með Agger og Skrtel var þá töluvert meiddur.

  Því fóru milljónirnar 2 í Kyrgiakos, því hann lagði ekki í að treysta á Ayala í hafsentinum, veðjaði frekar á N’Gog og Voronin. Ég veit alveg að þetta er mín “samsæriskenning”, sem mest er byggð á að lesa í gegnum línur og í gegnum spjallþræði við aðdáendur úti, sem sumir eru sammála mér.

  Þetta er óþolandi staða auðvitað.

  Varðandi Scum þá auðvitað sýnir bara staða þeirra á síðasta ári svart á hvítu hvernig þeir hafa það. Hagnaðurinn var uppá 40 milljónir vissulega. En 80 komu til vegna sölu Ronaldo og líklega eru sögurnar réttar varðandi Tevez málið, þær að United hafi ekki fengið frekari lánafyrirgreiðslu til að greiða fyrir Tevez, fyrr en að Real var búið að borga fyrir CR. Því misstu þeir af Tevez, sem Ferguson vildi áfram!

  Þess vegna skil ég hvers vegna hann fékk Owen, af sömu ástæðum og við tókum Voronin og Kyrgiakos. Þeir höfðu ekki efni á dýrri varaskeifu! Það segir margt um heimsku fótboltaheimsins ef að United þarf að selja menn til að halda núllinu!!!

  Í þessum raunveruleika hrærumst við og í þennan ólgusjó þarf að skoða í rekstri fyrirtækisins. Það er greinilega verið að velta fyrir sér hverju einasta pennýji sem lagt er út og hvort sem okkur aðdáendunum líkar það betur eða verr er það sá raunveruleiki sem eigendur okkar skoða á þeim nótum að þeir ætli að lifa ólguna af til langs tíma, í stað þess að gera tafarlausa árás að titlum.

  Ef við fylgjumst með bandarískum íþróttum og ráðstöfunum eigenda þeirra ætti þetta ekki að koma okkur á óvart. Utan Jerry Buss hjá LA Lakers eru þetta stjórnunarhættir eigenda amerískra íþróttaliða.

 81. SSteinn#
  Eins og ég sagði þá eru t.d City að spá í að fá hann í hægri bakvörðinn hjá sér og gæti hann vel leyst Johnson af á meðan hann er meiddur. Það er talað um að hann fengist lánaður og jafnvel þá keyptur í sumar og gæti hann þá tekið við af Mascherano EF hann færi til Spánar eins og mikið hefur verið rætt. Við eigum í peninga vandræðum og því tilvalið að reyna að fá þá menn lánaða sem hægt er að fá lánaða og gætu styrkt liðið hjá okkur. Ég vildi frekar hafa Flamini í bakverðinu heldur en Carragher og þá gæti Benitez líka losað sig við Degen og fengið peninga.

 82. Ásmundur kemur með hugmynd. SSteinn svarar með kaldhæðni og eflaust smá hroki innifalinn.

  Hugmyndin með Flamini að láni er fín hjá Ásmundi enda Flamini MUN betri leikmaður en Lucas og gæti líka leyst Johnson af í bakverðinum svo við þurfum ekki að nota Darby eða Carra í bakverðinum.

 83. Hvaða bull er þetta um Flamini? algjör miðlungsleikmaður og ekki hót betri en Lucas, verri líklega. Það voru engir jafn hissa og Arse aðdáendur þegar Flamini var fengin til Milan enda hafði maðurinn átt eitt ágætt tímabil. Þar hefur hann svo verið varaskeifa ef þá það og er nú orðaður við lið hingað og þangað líklega vegna þess að umboðsmaðurinn hans er að reyna að koma honum í burtu frá Milan og nota City til að vekja áhuga.

 84. Ég væri miklu frekar til í að fá RVN eða Huntelaar lánaða frekar en að eyða 10-14 millum í Jones. En eitthvað segir mér að það verði ekki fleiri leikmenn fengnir til liðsins í jan.

 85. nú er huuntelar að koma fram og biðja um að fara á láni fram að sumri til að fá að spila. okkur sárvantar framherja og víst að benitez er ekki að ná þessu jones dæmi væri þá ekki kjörið að negla huuntelar fyrir leikinn á morgun! hann bara verður að gera það !! þó svo að leikmaðurinn sé ekki neitt geðveikur þá gæti hann reynst vel fram að sumri!!
  sérstaklega í meiðslum torres svo gætu þeir líka verið fínir saman frammi.

  ac milan eru örugglega til í að lána hann fram að sumri þeir eru ekki að nota hann og eru ekki í neinni samkeppni við liverpool í neinu. það þýðir ekkert að reyna að semja við sunderland eða önnur lið í kringum okkur í deildinni! svo er aldrei að vita nema að hann standi sig bara vel og við fáum að kaupa hann á fínu verði í sumar (þar að seigja ef að hann slær í gegn).
  vil sjá huuntelar í byrjunarliðinu á morgun og ekkert kjaftæði.

 86. Hehe rólegur á því Lóki, leikmaðurinn er ekki einu sinni orðaður við okkur og þú vilt sjá hann í liðinu okkar á morgun :=)

 87. ég seigi svona, veit að það næst aldrei. bara orðinn pirraður á svona hægagangi. og pirrandi að sjá alla þessa menn meiðast svona mikið á meðan liðið er að spila ílla á sama tíma.

  það var nú reyndar að koma inná liverpool klúbbinn að það væri komið hærra og betra tilboð í babel frá birmingham. væri ekki fínt að láta hann fara bara og fá hunteelar að láni og reyna að gera góð framherjakaup í sumar heldur en að kaupa mann á uppsprengduverði núna. bara mín skoðun

 88. Frekar vil ég að ungu strákarnir fái sénsinn en að kaupa eða fá lánaða einhverja afdankaða fyrrverandi markaskorara. Dalla Valle og Pacheco já takk 🙂

 89. Samkvæmt neðangreindum heimildum þá virðist e-ð hafa þokast í viðræðum við Sunderland og má jafnvel gera ráð fyrir að K.Jones verði orðinn leikmaður Liverpool fyrir leikinn gegn Spurs annað kvöld. Ágætis leikmaður enn einhverra hluta vegna væri maður til í að fá meira spennandi leikmann eins t.d. RvN eða Huntelaar sem menn hafa verið að nefna hér í ummælum.

  http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1244312/Liverpool-press-ahead-Kenwyne-Jones-want-Tottenham-clash.html?ITO=1490

  http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/8465290.stm

 90. Það átti ekki að vera neitt víti í þessum leik. Lucas féll áður en hann fór í lappirnar á varnarmanninum eins og hann hefði fengið lömunarlyf í hnéin. Auðvitað sér dómarinn eitthvað athugavert við svona fall. Hinsvegar ef hann hefði hlaupið áfram, þá hefði hann fiskað víti.

 91. Þegar dómarinn dæmir markspyrnu en ekki horn í svona atviki þá er þetta einfaldlega víti!

 92. Hvernig hægt er að halda því fram að þetta hafi verið eitthvað annað en víti er ofar mínum skilningi, og reyndar nánast allra annarra sem maður hefur séð þetta atvik, nema reyndar Kiddi Keegan. Meira að segja Graham Poll segir þetta vera blákalt víti og ekkert annað, jú og meira að segja Liverpool hatarinn Andy fokking Gray. Þegar þú brýtur á manni inni í teig, þá er það víti og það sjá allir sem eru með einhverja sjón að Stoke leikmaðurinn fór klárlega í báðar lappirnar á Lucas.

  Er þetta eitthvað tengt því að þetta var Lucas sem átti í hlut?

Stoke 1 Liverpool 1

Spurs á morgun