Stoke City á morgun

Yfirleitt þykir manni það jákvætt þegar Liverpool-liðið fær leik skömmu eftir tapleik. Eftir síðustu mánuði, hins vegar, er erfitt að líta á slíkt tækifæri sem eitthvað annað en möguleikann á frekari niðurlægingu.

Það er í rauninni með því hugarfari sem við aðdáendurnir mætum deildarleiknum gegn **Stoke City** á útivelli í hádeginu á morgun. Ég kvíði þessum leik, ég er nánast búinn að útiloka það í huga mér að liðið geti mætt þessu líkamlega sterka, grimma og vel skipulagða Stoke-liði á erfiðum útivelli og náð þremur stigum. Ég hlakka ekki til.

Það eina sem ég get gert að svo stöddu er að vona að Rafa Benítez og leikmennirnir séu ekki sama sinnis. Að þeir iði í skinninu að fá að sanna sig eftir Reading-fíaskóið og umtalið síðustu tvo sólarhringana.

Tel það samt ólíklegt, og ekki síst vegna þess að ofan á allt annað eigum við í talsvert miklum meiðslavandræðum. Þegar hefur verið staðfest að Gerrard, Torres og Benayoun verða ekki með á morgun, og þá þykir mjög ólíklegt að Mascherano og Riera geti verið með. Þá er víst einhver vafi með Pepe Reina en hann æfði í gær og því vonast ég eftir að hann byrji.

Með þetta í huga ætla ég að skjóta á að Rafa stilli upp 4-4-2 leikkerfi á morgun, þar sem það er í raun það eina sem hentar þeim leikmönnum sem við eigum heila, og verði það sem hér segir:

Reina

Degen – Carragher – Agger – Insúa

Rodriguez – Lucas – Aquilani – Aurelio

Kuyt – Ngog

Reyndar gæti Aurelio líka byrjað í stað Babel á kantinum en eins og staðan er í dag finnst mér þetta langlíklegast. (Uppfært: Babel segir á Twitter-síðu sinni að Rafa hafi ekki valið hann í hópinn, set Aurelio því inn í hans stað).

Ngog yrði þá fremstur og Kuyt annað hvort í holunni og Maxi Rodriguez á kantinum eða öfugt.

Hvort heldur sem er þá er ljóst að liðið á morgun er vængbrotið, bæði andlega og hvað varðar liðsval. Þetta er langt frá því að vera okkar sterkasta lið og það er langt frá því að vera líklegt til stórræðanna í þessum leik.

**MÍN SPÁ:** Þetta er líklega svartsýnasta upphitun sem ég hef skrifað á þeim tæplega sex árum sem þessi síða hefur verið í gangi en ég geri það ekki að ástæðulausu. Ef ég skil Liverpool-hjartað eftir á hillunni og beiti rökhugsuninni get ég ekki með nokkru móti fengið út þá niðurstöðu að okkar menn lifi af þennan leik.

Ég spái öruggum 2-0 eða 3-0 sigri fyrir Stoke og meina það. Vona samt svo innilega að ég hafi rangt fyrir mér.

YNWA

78 Comments

 1. Ég ítreka skoðun mína að ef Rodriguez er ekki í byrjunarliðinu á morgun er eitthvað mikið að. Þetta er 29 ára argentískur landsliðsmaður sem er í toppformi eftir hálft tímabil í spænsku deildinni. Það þarf ekkert að mjaka svona mönnum inn.

 2. Einhvernveginn tekst mér að vera bjartsýnn. Segi að Liverpool taki þetta 2-0 þar sem Kátur setur eitt og Maxi eitt. YNWA

 3. 1-0 , Maxi með markið – sá eini sem er líklegur til þess að vera ekki farþegi í þessum leik, þar sem hann hefur ekki verið viðverandi liðið s.l. 6 mánuði eða svo.

  Viðurkenni það samt að ég hef oft (understatement) verið spenntari fyrir því að fara og horfa á L.pool leik….

 4. Stoke vinnur þennan leik hef hvergi séð að Maxi sé með eruð þið alveg hann verður að aðlagast !!!!!

 5. ———Kuyt—-N’Gog——–
  Riera———————–Maxi
  ————–Aquilani———-
  ———–Mascherano——–
  Aurelio–Agger—Carra–Degen
  —————Reina—————

  Ég vona að liðið verði svona og að uppstillingin mín verði ekki í ruglinu.

 6. Ég er einn af þeim sem vill Benitez burtu frá félaginu. Ég er ekki bjartsýnn maður þegar kemur að Liverpool og finnst knattspyrna liðsins fyrirsjáanleg og leiðinleg. EN…….

  Ég kem ekki oft með spár en spáði 1-3 sigri Liverpool á Aston Villa þegar okkur gekk brösuglega í desember. Síðan þá hef ég ekki verið sannfærður um sigur en er það núna. Miðað við þetta byrjunarlið sem Kristján Atli stillir upp þá er hneyksli að vinna ekki Stoke. Þetta er jú, Stoke.

  0-2 sigur á morgun.

  Við erum með landsliðsmenn í öllum stöðum og gátum í fyrra unnið án Gerrard og Torres. Í fyrra var þetta besta lið í heimi að mati margra. Einhverjir skrifuðu að Liverpool væri besta lið Evrópu. Því fór fjarri lagi en samt sem áður er leikur gegn Stoke á morgun. Slíkt er skyldusigur fyrir klúbb eins og Liverpool sama hvernig ástand liðsins er.

  0-2 sigur á morgun.

 7. Hef áhyggjur af morgundeginum og líkamlega sterku Stoke liði. Sjáum samt til.

  Vonast eftir 0-1 sigri….

 8. Fyrirsjáanleg varfærin 4-5-1. Áherlsan á að halda hreinu og pota inn einu.
  Mark: Reina

  Vörn: Carra – Agger – Skrtel- Insua

  Miðja: Aurilio – Lucas – Aquilani

  Kantar: Kuyt – Maxi

  Frammi: Ngog

 9. Sé fram á ansi hauslausan leik hjá liverpool mönnum, 1-0 fyrir Stoke eða 0-0 þar sem þessi tvö lið eru álíka sterk í dag.

 10. iss… við slátrum þessum leik.. komum öllum á óvart og klárum þetta með “sóma” …. ég sómann samt innan gæsalappa, af sérstökum ástæðum.

  Insjallah..Carl Berg

 11. Ég býst ekki við neinum stjörnuleik hjá Liverpool en við erum betri en Stoke og eigum að vinna þá. En til að vinna þennan leik þurfum við að vilja vinna þennan leik og ef sá vilji er til vinnum við þennan leik annars jafntefli eða tap.

 12. Það sem gæti gerst á morgun er að þeir sem spila þennann leik nýti tækifæri sitt til hins ýtrasta. Við erum í ruglinu og menn kannski finna fyrir minni pressu eða væntingar til þeirra. Mér fannst td liðið spila á köflum ágætlega í seinni hálfleik á móti Reding en var samt alls ekki að skapa nokkurn skapaðann hlut. Vona að Rafa stili upp tveim framherjum svo við eigum fræðilegann möguleika á að setja svona eins og eitt mark í þessum leik.

  Ég er nokkuð spenntur fyrir þennann leik og bjartsýnni en oft áður.

  PS: hvernig stendur á því að Babel er ekki einu sinni í hóp ?

 13. Ég segi bara eins og Mark Lawrenson, Stoke á eftir að spila mjög fast og sækja á bakverðina okkar sem eru vægast sagt slappir þessa dagana. Ég er svartsýnn og spái 1 – 0 sigri Stoke.

 14. 2-1 tap og Benitez segir eftir leik að þeir verði bara að halda áfram að bæta sinn leik og hugsa um þann næsta og svo kemur yfirlýsing frá stjórninni að hann sé með 100% stuðning og verði ekki rekinn. Same ol, same ol…

 15. Twitter-síða Ryan Babel er læst. Þú þarft að vera sjálf(ur) með Twitter-síðu (mín, EÖE, Babu, SSteinn, Aggi) og fá hann til að samþykkja þig sem vin (sem er ekkert mál, hann samþykkir alla) til að geta lesið uppfærslurnar.

  Allavega, karlgreyið er alveg ónýtur yfir þessu. Fyrst í morgun sagði hann:

  “Good rainy morning, Melwood now… Training.. Later on the day traveling to Stoke ..”

  En svo komu slæmu fréttirnar:

  “Hey people, I got some disappointing news, I m not travelling 2 Stoke.. The Boss left me out the squad. No explanation..”

  Og loks gat hann ekki setið á sér að twitta smá vonbrigði:

  “What happend after a first good season? Scoring 10 goals, being young talent of the year, and then second and this season don’t play at all?”

  Og loks:

  And one day, you will see what I m capable off, will it be at LFC or somewhere else… I have faith…

  Þannig er nú það. Rafa einfaldlega valdi hann ekki í hópinn, þrátt fyrir meiðsli. Það gæti þýtt annað hvort að Rafa sé búinn að fá nóg af honum í bili (svipað og gerðist með Voronin eftir Lyon-útileikinn) eða þá að þeir vilji ekki láta hann spila og mögulega meiðast ef það gæti stöðvað söluna á honum í janúar. Ég myndi veðja á það síðara.

 16. … it will hardly comes as a surprise to hear Melwood has been like a morgue for the past 24 hours, with the result against Reading killing off what little life there was remaining in the squad.

  This is no time for clichés about the season starting here or spin saying everything is fine – it doesn’t and it isn’t. Only one fact matters tomorrow and that is Liverpool must get three points. Should they fail to do so, there really will be an explosion.

  http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2010/01/15/it-s-time-for-liverpool-fc-boss-rafael-benitez-to-face-facts-100252-25606067/2/

 17. Varðandi Babel,er ekki bara verið að klára sölu á honum?og varðandi leikinn þá er það eina sem vekur áhuga minn að Aquilandi er vaxandi,og fyrsti leikur maxi,það er það eina jákvæða sem ég sé við þennann leik.

  í bjartsýniskasti myndi ég seigja 0-2 og maxi og aquilani með mörkin,en ætli þetta fari ekki 1-0 fyrir stoke,og benitez skiptir út sóknarsinnuðum mönnum fyrir varnarmenn í seinni hálfleik.
  En við fáum á okkur mark undir lokin.

 18. Það sem okkur vantar í sóknarleik okkar þessa daganna er smá hugmyndarflug og hraði. Nú þegar Torres er meiddur, hversvegna að nota ekkio Babel á toppnum – þeas ef sala stendur ekki yfir í þessum töluðu orðum ?

  Ég myndi vilja sjá hann þarna á toppnum í stað Dirk, engin vafi.

 19. Liv verður að vinna bara verður, og leikmenn verða barasta að gera það sem þeim finnst rétt þótt RB hafi sagt þeim að gera eitthvað annað, tökum þetta 0-3 og ekkert kjaftæði. 😉

 20. Því að Babel er því miður hræðilega lélegur, þessi umtalaði hraði er eitthvað sem hann nýtir ekkert og ég veit ekki hvar þú hefur séð eitthvað hugmyndarflug í hans leik.

 21. Masherano verðu örugglega með ef hann er heill heilsu. Annars getur þetta Liverpool lið alveg auðveldlega unnið stoke. Ég hef trú á okkar mönnum þar sem þeir bíta í skjaldarrendur og vinna næstu 3 leiki. Þetta Rafa Raus er pínu þreytt. Rafa hefur allt þetta starfslið á bakvið sig og haldiði að engin þeirra bendi honum á að breytinga er þörf…ætli Sammy lee standi bara og sitji eins og Rafa segi? sem og aðrir þjálfarar. Ég held ekki. Menn hljóta eitthvað til málana að leggja í liðsvali og annað og ákvörðun tekin í samvinnu allra þjálfara þó svo að Rafa eigi síðasta orðið. Til hvers að hafa allt þetta starfslið/þjálfara og fl. ef þú/Rafa hlustar ekki á neinn nema sjálfan sig. Þetta formleysi/andleysi er nánast eingöngu leikmannana sem ekki eru að standa sig..punktur. YNWA

 22. Stoke er ekki lengur “Joke” heldur Liverpool. Leiðinlegt lið Stoke vinnur þennan leik á móti enn leiðinlegra liði Liverpool, 2-1. Rosalega er þetta að verða leiðinlegt og slappt tímabil hjá LFC. Farið að minna á Souness og eitthvað ennþá verra. ÚFFFFFFF,,, Fer með bænir í kvöld, um sigur. Vonandi verð ég bænheyrður, en er svartsýnn. ÞVÍ MIÐUR 🙁

 23. Sá á Liverpool.is að Rieira sé klár í slaginn. það væri brilli að hafa Rieira á vinstri og Maxi á þeim hægri. Setja svo mascherano og Aqualani á miðjuna eða Lucas og Aualani og Ngog og Kuyt fram. Þetta hefst á morgun og við sigurm 1-3. YNWA

 24. Babel er víst á leiðinni til Marseille. Veit ekki hversu áreiðanlegt þetta er.

 25. Sælir, líkt og í hluta seinni hálfleiks, á móti (skíta)Reading (snilld), kemur Liverpool til með að spila bolta með góðu flæði á morgun. Engin Torres og enginn Gerrard gerir það að verkum að nú vita andstæðingarnir ekki hvernig stöðva á Liverpool. Verður Rodriques með í leiknum og hvar verður honum stillt upp? Hvaða liðs-uppstilling verður á liðinu? Hvernig verður miðjan skipuð? Þegar G&T hafa verið, hálf meiddir, með í vetur hefur sóknarleikurinn verið hægur og fyrirsjáanlegur. Hægur því þeir eru meiddir og fyrirsjáanlegur því samherjar þeirra leita fyrst af þeim og svo af öðrum sendingarleiðum sem gerir allan varnarleik mun auðveldari. Ég ætla að tippa á að liðið verði stillt upp á hefðbundinn hátt með Aurélio á vinstri vængnum, Kuyt fyrir aftan Ngog og Rodrigues á þeim hægri. 1-3 fyrir Liverpool þar sem Rodriquez kemur eins og ferskur norðan vindur að sumri til á hægri vænginn. Hann leggur upp eitt fyrir Kuyt, Aquilani skorar sitt fyrsta mark með langskoti og ………………………………..Huummmm……já ætli Rodriques setji bara ekki eitt úr aukaspyrnu. En Ngog held ég eigi eftir að vera í vandræðum sökum hörku í Stoke-urum.

 26. Hinrik (#28) – Ef Babel er á leiðinni til Marseille virðist hann ekki vita af því sjálfur, ef eitthvað er að marka það sem hann segir á Twitter. Það hefði ekki komið honum svona á óvart að vera ekki í hópnum á morgun ef hann vissi að hann væri að semja við Marseille.

 27. Okey, Rafa Benitez var á blaðamannafundi og var hann að biðja stuðningsmenn afsökunar á slæmu gengi og hvernig væri hægt að bæta úr því! Hann virðist allavega ekki vera búinn að gefast upp, hvort það dugi til veit ég ekki en það var eitt atriði á fundinum sem mér fannst áhugavert…

  Fyrir c.a. ári síðan dró Benitez upp blað og fór að lesa atriði sem hann hafði skrifað um Sir Alex en hvað gerðist þar eftir það? Liverpool missti toppsætið í hendur…. Jú Sir Alex og gaf hann það ekki eftir og vilja margir meina að þetta atvik hafi eyðinlagt fyrir Benitez, að fara í stríð við gamla þó einhverjir séu alls ekki sammála því.

  Á fundinum í dag gerist alveg eins atvik og fyrir ári síðan, Benitez dregur upp blað og héldu þá margir að einhver væri að fara fá pistilinn yfir sig en í staðinn les hann þetta af blaðinu:

  “We are not playing well and everyone here feels sorry for our fans.
  “But things can change in football and we have confidence that we can improve, starting with Stoke on Saturday.”
  “This is a bad moment, we are not doing well during the season and we know have to improve and we have the belief we can do it,”
  “How can we improve? Winning on the pitch. How can we be sure we win on the pitch? By training well.
  “If I am worried about my position or the future of the club at this moment I will lose my focus.
  “Stoke is the most important game now and we have to prepare properly. I cannot be worried about the other things. My future is Stoke now.”

  Trúið mér! Þetta atvik verður til þess að LFC fer í gang aftur, tvær alveg eins útgáfur hjá Benitez á blaðamannafundum en allt annað umræðuefni í seinna bréfinu!

  Við vinnum Stoke á morgun! (Staðfest)

 28. jæja ef einhvern tíman var tími til að leyfa ungu strákunum að spreyta sig og reyna að sýna þessum stórstjörnum að fótbolti snýst ekki um peninga þá er það núna á meðan þessi lægð er. Ég væri til í að sjá Pacheco, Ecclestone ofl. í liðinu á morgun, ekkert endilega byrjunarliðinu, mér finnst að rafa ætti að kippa Carrager út úr liðinu og gefa kallinum smá hvíld hann er búin að vera alveg hreint skelfilegur á þessu tímabili.

  Maxi kemur svo á hægri fyrir hann Kuyt og setur 1 mark og verður með eina stoðsendingu. Ég vona bara að liðið verði léttleikandi og vel spilandi. Kannski fínt að fá að sjá þá brosa og reyna að skemmta sér aðeins á vellinum. Ég veit að ég hljóma alveg rosalega bjartsýnn og eitthvað en við erum búnir að prófa allar aðrar leiðir og menn eru byrjaðir að afsaka sig. Leikmenn Liverpool þurfa bara að fara út á grasið og leyfa sér að hafa gaman af því að spila fótbolta.

  Hversu erfitt er að biðja þá um það?

 29. Liðið verður svona…. Reina

         Degen----------Carra--------Agger------------Insua
                   Aquilani------Mascherano 
          Maxi------------------Kuyt-------------------Aurelio 
                        N'gog    
  
                                       kv.  Jolli
  
 30. Bjartsýni? Hvað er það eiginlega.

  Ætla ekki að vera bjartsýnn né svartsýnn heldur raunsær. Spái þessum leik með 1-0 sigri Stoke (ekki lengur djók) gegn Liverpool (nú djók) í afspyrnuleiðinlegum leik.
  Ef Kuyt spilar í þessum leik þá mun ég ekki segja eitt orð í 24 klst. Vill einnig sjá Carra og Insúa yfirgefa byrjunarliðið.
  Þetta Babel mál segir aðeins eitt að það eru einhverjar söluviðræður í gangi, trúi ekki öðru. Sérstaklega ekki í fjarveru G&T&B.

 31. Nr # 24 , allt í lagi – látum það liggja á milli hluta með það hvernig hann nýtir hraða sinn og/eða leikskilning. En ég neita að trúa því að hann geti ekki skilað amk sömu frammistöðu og Kuyt er að skila þetta tímabilið, hann þyrfti að vera andskoti lélegur til að slá Dirk við.

  Þessir menn sem eru með áskrift af byrjunarliðinu eru ekki að virka, sé enga ástæðu hvers vegna hinir ættu þá ekki að fá sénsinn.

 32. Carra og Insua úr byrjunarliðinu ? Þú fyrirgefur en mér þykir þetta slæm hugmynd Lolli. Sérstaklega með Carra. Hann er fyrirliði í fjarveru Gerrards og einn aðal hlekkurinn í þessu liði. Og myndiru þá vilja Skrtel í staðinn ? Carra er þó allavega búinn að vera betri en hann í ár.

 33. Ég vil taka það fram að Carra er minn uppáhalds leikmaður í Liverpool. En eitt aðal vandamálið sem við glímum við núna eru sendingar Carra fram á völlinn. Andstæðingarnir pressa okkur og Carra kemst í boltann sem fer beint í fæturnar á andstæðingnum og ný sókn byrjar. Hann hefur ekki gert neitt annað en að þruma boltanum fram og vona það besta. Hví ekki að spila boltanum á miðsvæðið eða kantana og byggja sóknina aðeins betur upp.
  Með Insua er það alls ekki slæm hugmynd að henda Aurelio í bakvörðinn, eini ókosturinn er að Aurelio þarf líklegast að spila á miðjunni á morgun. Insua hefur því miður ekki getað blautan í þónokkuð mörgum leikjum í röð og flestar sóknir sem við fáum á okkur koma í gegnum svæðið hans.
  Einnig ef Martin Kelly er orðinn heill finnst mér fínt að skella honum inn í stað Degen.

 34. hvar er Riera? er hann enn meiddur? skil ekki af hverju hann er ekki notaður meira. mjög vanmetinn.

 35. MJÖG erfitt að spá einhverju um þennan leik, og margar spurningar. Verður Maxi með? Verður sama uppstilling þegar okkur vantar þrjá af okkar mest “skapandi” mönnum, og við enn fyrirsjáanlegri en fyrr í sókninni (ef það er þá hægt)? Lendum við einu sinni enn í vandræðum með lið sem er sterkt í loftinu? Selur Insua sig aftur og aftur og aftur… Getur Aquilani gefið hann fram? Hleypur einhver í opin svæði fram á við? Komast hornin okkar fram hjá fyrsta varnarmanni á nærstöng?

  Við höfum verið að klikka á svo mörgum GRUNDVALLARATRIÐUM að maður getur ekki annað en verið svartsýnn á þennan leik og framtíð Benitez, því miður.

 36. Riera er búinn að vera meiddur mánuðum saman, er ekkert að frétta af þeim náunga ?? Mjög sterkur leikmaður sem mér finnst gleymast mikið í umræðunni.

  Virkilega flott að hafa hann á Vinstri, Maxi á hægri, Aqualini og Mach á miðjunni og Gerrard og Torres frammi. Hljómar skemmtilega framsækið lið með Mascherano til að sjá um lausa enda.

 37. Á blaði ættum við að geta smalað saman sterkara liði en stoke, þó að það vanti lykilmenn þá eigum við eftir marga mjög góða leikmenn, það kæmi mér ekkert á óvart ef þetta færi að skána í næstu leikjum af því að tjahh, við höfum eiginlega engu að tapa. Við erum dottnir út úr flestu sem er þess virði að vinna og það eina sem menn geta hugsað um er að reyna að gera gott úr þessu og ná 4 sætinu. Ég segi að við vinnum 2-0 eða 2-1 í skemmtilegum leik.

 38. Lífið er gott.

  1 Á morgun vinnum við Stoke og Maxi Rodriguez spilar vonandi.

  2 Við endum í 4. sæti og komumst í Meistaradeildina

  3 Við vinnum Europa League í vor í stórskemmtilegum úrslitaleik

  Lífið er gott.

 39. Ástandið var nú sorglegt fyrir hjá Liverpool en að 97% af sóknarlegum tilburðum liðsins skyldi enda á sjúkralista eftir síðasta leik er bara viðbót á ástandið. Það er ekki eins og maður hafði óbilandi trú um sigur gegn Stoke á morgun með þessa leikmenn innnanborðs en líkurnar á sigri hefðu verið betri.

  Líkurnar í dag eru afar litlar, nánast engar. Fyrir tippóða menn er þetta leikurinn til að setja sigur á heimaliðið og fá góðan stuðul út úr því. Ég ætla að setja sigur á Stoke því ég tippa alltaf vitlaust sem eykur kannski líkurnar á jafntefli á morgun.

 40. Já ef þetta er “besta” liðið okkar þá er það ekki gæfulegt.
  Ekki nema von að Torres hafi beðið um að fá tékkheftið ….
  Sjáum hvað setur.
  Það er líka ljóst að Babel er greinilega seldur því annars væri hann með. Þrátt fyrir að hann sé glataður, Maggi ! 🙂 en því er ég alveg sammála.

  Þetta síson er hvort sem er ónýtt og því spurning að fara að byggja upp fyrir næsta síson. Ég er hinsvegar einn af þeim sem hef haldið með þessu liði í 23 ár og því alveg pollrólegur. Það væri gott mál ef við náum að grísa okkur upp í topp fjóra og það er alveg hægt með 11 vindla en stórt hjarta !!!

  Næsta skref er að taka fram kjúkingana og sjá hverjir af þeim eru fiðraðir og hverir ekki.

  Koma svo !!!

  YNWA.

 41. Skíthræddur við þennan leik og ekki síst við Lee Mason sem á að dæma þennan leik, síðustu tveir leikir sem hann hefur dæmt hjá okkur hafa ekki endað vel.

 42. Endilega selja babel og fá Arda Turan í staðinn sem við höfum verið nokkrum sinnum orðaðir við. Algjör yfirburðamaður í liði Galatasaray og fór einmitt frekar illa með vörn liverpool þegar liðin mættust síðast.

 43. Fyrir mitt leyti skrifa ég alls ekki upp á þennan skort á breidd sem allir býsnast yfir!

  Skoðum þetta aðeins…

  Núna eru Torres, Youssi, Gerrard, Riera, Johnson og Masch allir meiddir og jafnvel Reina tæpur!!! (Mig svimar eiginlega við að skrifa þetta) Þetta eru 6-7 algerir lykilmenn. Allt menn sem labba beint inn í byrjunarlið hjá hér um bil hvaða klúbbi veraldar sem er. Hvernig myndi CFC (sem margir telja vera með ógurlega breidd) verða ef Dogba, Malouda, Lampard, J. Cole, Bosingwa og Essien væru allir frá?

  Og hvernig er liðið sem KAR giskar á?

  Jú Það inniheldur landsliðsmenn frá Argentínu (2), Brasilíu, Hollandi, Ítalíu, Danmörku og Sviss!!! (Hvað eru margir landsliðsmenn í Stoke?) Þess utan er Ngog þarna líka, ungur upprennandi Frakki sem hefur staðið sig ljómandi vel í vetur og skorað mörk. Er meir að segja með umtalsvert betri tölfræði en margnefndur Owen!

  Ég veit ekki með ykkur mér finnst þetta bara vera hin fínasta breidd á hópnum…

  Hvernig ímynda menn sér annars að væri fullnægjandi back-up fyrir þá Gerrard og Torres? Á að borga V-Nistelroy og RVD-Vaart (Svo ég nefni eitthvað) 120-150 þús pund á viku, til þess eins að mönnum líði betur með þá sem einhverja meiri breidd? Lið með menn eins og G&T innanborðs, 2 af topp 5-6 fótboltamönnum í heiminum í dag, verður alltaf “háð” þeim, það er bara náttúrulögmál. Það er ekkert back-up, ekkert plan B til í heiminum sem bætir að fullu, jafnvel hálfu, leyti fyrir að missa þá báða í meiðsli.

  Svo til að skíta í rjómann þá eru til þeir sem argafjasast með öðru munnvikinu út í Rafa og LFC fyrir að kaupa ekki meiri breidd og gæði. Hitt munnvikið er notað til argafjasast í Rafa að gefa ekki ungu mönnum fleiri sénsa!!! Er nema von að maður gráti?

  Ólíkt meistara KAR þá er ég að drepast úr spenningi fyrir morgundeginum. Það eru nákvæmlega leikir eins og þessir sem skilja að þá sem lyppast niður og þá vilja, þora og geta. Ngog, Darby, Insua og jafnvel Cavalieri fá þar tækifæri til að sanna sig af fullri alvöru sem part af stóru strákunum. Aurelio, Kuyt, Lucas, Agger ofl. fá einnig tækifæri til að sýna og sanna að þeir séu þess verðir að vera áfram hjá 5-földum evrópumeisturum.

  Við vinnum þennan leik á morgun, og við vinnum hann örugglega. Þar með er forskot CFC komið í 9 stig (tímabundið). Það er nóg eftir af þessu.

  Rauður þangað til ég er dauður!!!!

 44. Ég hef talað um það þegar Liverpool hefur átt í meiðslavandræðum, þá hafa gefist tækifæri fyrir minni spámenn að grípa tækifærið. Því miður hefur enginn gripið gæsina og staðið uppúr. Ekki ein glæta í öllu myrkrinu. Einmitt á svona tímum hjá kúbbum koma ungir strákar sem gefa manni von. Slíkt gerðist hjá utd. þegar Ferguson var nýtekin við og liðið var í ruglinu.

  Akkúrat núna myndi ég vilja sjá stjóra skipti til þess að nýr stjóri myndi hafa tíma til að koma sínum áherslum í gegn fyrir næsta season. Það er ekki í boði. Þess vegna myndi ég vilja sjá Benitez setja unga leikmenn sem eru að koma upp taka næstu skref og henda út þeim sem eru ekki framtíðarleikmenn. Held að málið sé núna að fara endurnýja burðarásana í liðinu, Gerrard og Carra eru að koma á tíma……sárt en það er fact.

 45. Bara so sorry, liðið er ekkert að fara spila fótbolta á einni nóttu.Ég hef meiri metnað fyrir liði mínu en að horfa með ofskynjun á hlutina. Að vera berjast um miðja deild veldur mér mikilli óhamingju. Ég styð alltaf Liverpool fc. 100%, en ég vil að þeir séu að berjast um alla titla. Ég hef alltaf stutt Benit, en tilfinningin sem ég hef núna að þá er þetta búið fyrir hann. Föst leikatriði Stoke eiga eftir að valda okkur miklum vandræðum, eins og hefur verið allt tímabilið.
  Bestu kveðjur, YNWA

 46. Smá analísa um Babel og óskiljanlegt man-management á honum:

  2007-08: Babel’s first season

  53 appearances.

  Starts – 29
  On the bench – 24 times
  Subbed – 21 times
  Unused sub – 4 games
  Goals – 11
  Assists – 6

  Minutes on pitch: 2553
  Average minutes on pitch: 48
  Goals per minute – 1/232
  Goals/Assists per minute: 1 every 150 minutes

  Analysis

  • Subbed or on the bench in 82% of games
  • Subbed in 72% of games started
  • Scored 11 goals. On 10 occasions, dropped to the bench for the next game.

  VERDICT: A good first season. 11 goals and 6 assists (despite being in and out of the team) was an excellent return for a midfielder. The potential was there, and obvious next step was to develop the potential in Babel’s second season.

  2008-09

  42 appearances

  Starts – 13
  On the bench – 29 times
  Subbed – 4 times
  Unused sub – 6 times
  Goals – 4
  Assists – 5

  Minutes on pitch: 1542
  Average minutes on pitch: 36
  Goals per minute – 1/385
  Goals/Assists per minute: 1 every 171 minutes

  Analysis

  • Subbed or on the bench in 79% of games
  • Subbed in 30% of games started
  • 70% of games won with Babel starting
  • Never started more than 2 games in a row for the entire season

  VERDICT: As a reward for a good first season, Babel’s pitch time was cut by 60%! Great man-management there. Instead of developing Babel, Benitez demotivated the player, and this was obvious from his dimished creative return.

  2009-10 (Up to November 24th 09, when the article was written).

  17 appearances

  Starts – 4
  On the bench – 13 times
  Subbed – 4 times
  Unused sub – 3 times

  Goals – 3
  Assists – 2

  Minutes on pitch: 478
  Average minutes on pitch: 28
  Goals per minute: 1/159
  Goals/Assists per minute: 1 every 95 minutes

  Analysis

  • Subbed or on the bench in 100% of games
  • Subbed in 100% of games started so far.

  VERDICT SO FAR: Babel’s pitch time has been cut again; Benitez continues todemotivate the player, who has twice expressed his growing frustration in the public.

  GRAND TOTALS

  110 appearances

  46 Starts
  On the bench: 64 times
  Subbed: 29 times
  Unused sub: 13 times
  Goals – 18
  Assists – 13

  Total minutes on pitch: 4573
  Average minutes on pitch: 41

  Average goals per minute: 1/254
  Average goals/assists per minute: 1/147

  Analysis

  • Subbed or on the bench in 85% of games
  • Subbed in 63% of starts
  • Average minutes on pitch decreasing every year:

  • 07-08: Average 48 mins

  • 08-09: Average 36 mins
  • 09-10: Average 28 mins
 47. Sigurjón segir að Rieira, Masch og Youssi labbi inn í hvaða byrjunarlið veraldar.

  Fínn brandari.

 48. nei Grolsi ÞÚ ert brandari og hefur verið það afar lengi hér inni og viltu vinsamlegast tjá þig sem minnst allavega þegar þú ert að reyna að rakka okkar menn niður

 49. Lágmark að koma með rök Grolsi! Sérstaklega þar sem þeir eru allir byrjunaliðsmenn í landsliðum sínum, ég næ ekki þessum brandara endilega útskýrðu hann fyrir mér!

 50. Gunnar 54# skila alveg hvað þú ert að fara, er ekki að reyna að verja hans framistöðu upp á síðkastið, en manni hefur alltaf liðið þannig að þegar hann hefur staðið sig vel þá er hann verðlaunaður með því að vera settur á bekkinn! Babel hefur verið…. jaaa arfaslakur upp á síðkastið, en það var ekki alltaf þannig, hann var á sínum tíma kallaður “suber-sub”!

  Hann hefur alls ekki nýtt sín tækifæri vel upp á síðakstið, enn Benitez hefur heldur ekki alltaf verið sanngjarn við hann! Sérstaklega þegar hann stóð sig vel, hann spilaði vel skapaði færi, næsti leikur settur á bekkinn.

  Babel var á sínum tíma ungur og manni finnt eins og Benitez hefði geta þróað hann betur og einfaldlega spilað honum oft, haft trú á honum sem hefði gefið honum sjálftraust, enn í staðinn lékk hann sem varamaður aftur og aftur, spilaði 20mín og 20mín og þrátt fyrir að standa sig vel, þá fékk hann að mínu mati ekki nógu mikinn séns. Mitt mat er að ef hann hefði verið spilaður aftur og aftur, eins og Ferguson, Wenger eiga til að gera við menn sem þeir hafa trú á, þá hefði hann blómstrað.

 51. …já og Benitez gerir við menn sem hann hefur trú á n.b Kuyt.

  Held að allir þjálfarar spili þeim mönnum sem þeir hafa meiri trú á einhverja hluta vegna. Hinsvegar hefur maður tekið eftir því að þegar menn byrja að skora þá á Benitez til að taka þá út úr liðinu. Hver man ekki eftir Robbie Keane um jólin í fyrra, drengurinn blómstraði og setti nokkur og var að sjálfsögðu rifinn úr byrjunarliðinu. Svoldið spes.

  Hinsvegar var það þannig að Benitez breytti liðinu stanslaust og fékk gríðarlega bágt fyrir af stuðningsmönnum. Nú segja menn að hann megi ekki vera svona fyrirsjáanlegur. Það er vandlifað í þessum heimi.

 52. Leikurinn í dag já…

  Rafa og Carra eru búnir að stíga fram og biðja okkur áhangendur afsökunar, meðvitaðir um ömurlegheit síðustu mánaða. Á sama tíma er vitað að Gerrard, Torres og Benayoun verða frá næstu vikurnar og aðrir leikmenn hljóta nú að skilja að þá er ábyrgðin þeirra og það þýðir ekkert að bíða eftir að G&T geri hlutina.

  Með þetta tvennt að leiðarljósi geri ég ráð fyrir að stjórinn okkar lesi yfir eftirlifandi leikmönnum í dag og geri þeim ábyrgð sína ljósa, að auki munum við sjá fyrirliðann trylltan á velli og smita tryllinginn út frá sér í 0-3 sigri þar sem helstu karakterar liðsins setja mark sitt á hann, ýmist með markaskorun eða útafrekstri. Og við fáum að sjá blóð.

  Svona eru mínir villtustu draumar í dag!

 53. Ef Rafa verður rekinn þá er Mourinho ekki að fara að taka við liðinu. Ég held frekar að Dalglish taki við liðinu. Pellegrino hættir og Rush tekur við af honum. Annars held ég að Liverpool vinni Stoke í dag. Stoke er ekkert búið að brillera í síðustu leikjum. Tökum þetta 2-0 Kuyt og Maxi með mörkin. kv. Jolli

 54. Finnst nóg komið af Babel umræðu.

  Karakter mannsins og hæfileikar voru ágætlega auglýst gegn Reading.

  Það að nokkurt lið vilji greiða um 10 milljónir fyrir þennan dreng er með ólíkindum og við eigum AÐ SJÁLFSÖGÐU að segja já við því. Ef við fáum ekki kantmann í hans stað þá bara nota þá ungu.

  Ekki kom mér það á óvart að hann fer ekki með til Stoke. Hann hefur hraða í hlaupum, hefur ekkert bætt við sig í boltatækni því ef hann þarf að leika á mann öðruvísi en með hraðanum klikkar það í 95% tilrauna. Sendingageta hans af kantinum er afar óstöðug og hann er ekki góður klárari, þó að hann geti gert ótrúleg mörk þá er nýting færa hans ekki góð.

  Svo verst hann svipað vel og keila.

  En þetta er örugglega ágætis sál, þó ég fíli ekki svona væl á netinu hans, og gæti alveg spilað með ágætu liði í ágætri deild.

  En hann hefur ekkert að gera í toppbaráttuna í Englandi og ALLA svoleiðis leikmenn á að láta fara. Ekki bara hann.

  Í sumar t.d. finnst mér að vel eigi að skoða stöðu Aurelio, Skrtel, Cavalieri og Benayoun.

  En ástæða þess að Babel hefur fengið stöðugt færri mínútur og á að fara er auðvitað sú að hann hefur ekki nýtt þá sénsa sem hann hefur fengið, t.d. þessar 75 mínútur gegn Reading sem voru skammarlega lélegar!!!!

 55. Hlægilegt að Maggi vilji hengja Babel eftir framistöðu í Reading leiknum þrátt fyrir að hafa þurft að lifa við ótrúlega ósangjarna meðferð hjá Benitez, meðferð sem myndi drepa hvern knattspyrnumann sem er. Það eru allir menn sem eitthvað vit hafa á fótbolta sammála um að Babel hefur verið trítaður á ótrúlega lélegan hátt af Benitez. Ég heyri Magga samt ekkert tala í þessum tón um aðra menn sem draga þetta lið niður í svaðið með skammarlegri frammistöðu leik eftir leik, mánuð eftir mánuð, leikmenn eins og Dirk Kuyt, Lucas og fleirri og svo aðalkrabbameinið Rafael Benitez!

 56. Þessi póstur hér að ofan nr 66 er sennilega lélegast og mest pirrandi póstur sem ég hef á ævinni lesið !

 57. Hvort sem að menn fýli Babel eða ekki þá er ekki hægt að segja að meðferðin á honum sé búin að vera eitthvað sérstaklega góð. Þegar hann kom til Liverpool þá gerði maður sér gríðarlegar væntingar til hans en einhverveginn þá stóð hann ekki undir þeim en kannski var það vegna þess að honum var gert að verjast mun meira en hann er vanur enda er hann alinn upp af Hollenskum sóknarbolta þar sem að sóknarmenn liðsins eru ekki að verjast svona mikið eins og Benitez vill láta gera.
  Og svo með það að hann hefur ALDREI fengið að spila 4-5 leiki í röð. Hvernig var t.d Ronadlo þegar hann kom til United ? Hann var með rosalega hæfileika en ótrúlega hrár sem leikmaður en Ferguson gaf honum frelsi til þess að spila eins og hann gerði best. Ég las viðtal við Ferguson þar sem að hann sagði að hann segði Ronadlo bara að fara inná völlinn og spila eins og hann er vanur að gera og hvað gerðist með hann ? Jú besti maður í heiminum. Ég er ekki að segja að Babel hefði getað það en það hefði alveg verið hægt að gera meira úr þessum strák og núna á að refsa honum fyrir að skrifa á Twitter færsluna sína í sínum eiginn frítíma ?

 58. Ásmundur, Babel hefur mest spilað 2 leiki í röð, ALDREI 3 leiki. Hann situr að meðaltali 2 leiki á bekknum eftir hvert mark sem hann hefur skorað. Uppörfandi eða þannig. Fyrsta tímabilið var mjög gott, Rafa fór rólega með hann, eðlilega, en hann stóð sig mjög vel, skoraði 11 mörk og gaf 6 stoðsendingar og var valin besti ungi leikmaðuirnn. Síðan þá hefur Rafa ekki gefið honum fair chance og sjálfstraust hans eftir því. Þegar þjálfari er búinn að skemma allt sem heitir sjálfstraust hjá þér þá er ekki líklegt að þú gerir miklar rósir með örfáum mínútum hér og þar. Og þegar þú stendur þig, eins og Babel gerði t.d. gegn Lyon í haust, þá ferðu beint á bekkinn og færð ekki meiri séns í bili. Ótrúlegt hvernig Rafa hefur farið með Ryan Babel og í raun bara óskyljanlegt.

 59. maxi byrjar á bekknum agger meiddur magnað. carra skirti grikkinn degen insua
  kutur masch lucas aurelio
  ngog reina kominn aftur

  er þetta 5-4-1 eða 5-3-2 eða 10-1 ? 😀

 60. Mér lýst ekki vel á þetta byrjunarlið! En það eru leikmenn á bekknum sem geta komið inn og breytt hlutunum.

 61. Tryggvi og Gunnsi; Landsliðsmenn, jú, en að þeir labbi inn í byrjunarlið hvaða liðs í heiminum í dag? Er það ekki brandari? Þetta er bara blindni.

  Labbar Youssi Benayoun inn í lið Barcelona, Chelsea, Arsenal, AC Milan, Real Madrid? Sama gildir um Rieira sem hefur nú ekki sýnt neitt afskaplega mikið?

  Við erum svo blind á getu liðsins að það kallar fram svo gríðarleg vonbrigði.

  Gunnsi; Ég mun gagnrýna leikmenn, þjálfara og klúbbinn hvenær sem mér listir enda hefur það sýnt sig undanfarin ár að ég hef haft rétt fyrir mér í þessum efnum. Liðið er í 7. sæti undir stjórn spænska heypokans sem ég hef gagnrýnt mikið. Riise var pest og fór sem betur fer. Kuyt er hlægilega slakur en allir bentu á Actim tölfræði í fyrra. Í ár hefur hann sýnt sitt rétta andlit og ekki getað skýlt sér á bakvið einhverja marklausa tölfræði þar sem hann tæklar boltann oftast í leik.

  En Tryggvi og Gunnsi, endilega haldið áfram í Pollýönnu leik og ljúgið að sjálfum ykkur að Kuyt sé frábær, Rieira labbi inn í hvaða lið sem er ásamt Youssi og að Liverpool sé á réttri leið.

 62. Ég tel að Degen og Insua muni skapa mikinn usla í þessari uppstillingu (hjá Stoke þeas) og Kyrgiakos mun festa sig í sessi sem Alpha-Taglið í liðinu eftir brottför Voronin og hræða boltann í netið.

  Mér líst svakalega vel á þetta og það verður unun að sjá Maxi koma inn á.

 63. Subs: Cavalieri, Aquilani, Riera, Maxi, Spearing, Darby, Pacheco.

  Þarna eru leikmennirnir. Aquilani, Riera, Maxi og Pacheco. En við spilum með 8 varnarsinnaða menn inn á vellinum. Og reyndar 10 með Kuyt og Reina. Ha,ha bara fyndið og sínir að stjórinn er líka búinn að missa trúna á liðinu eins og við. Hann ætlar að halda hreinu og vonast eftir að pota einu marki inn. 9-1 uppstylling dauðans á móti Stoke.

 64. Stók rúllar þessu Liverpool-liði upp. Þetta er slakasta byrjunarlið sem ég hef séð í vetur. Spái 3-0 fyrir Stók

 65. hvar er Agger? hvar er helvitis pungurinn á þessum þjálfara ég hef aldrei séð neinn þjálfara vera svona hrikalega hræddur við lið sem heitir stoke hann er með 10 varnarsinnaðamenn inná alla nema Ngog, útafhverju var hann ekki rekinn fyrir þennan leik

 66. Djöfull er Grikkinn að spila vel, maður hefur ekki séð svona marga skallabolta hreinsaða úr vörninni síðan meistari Hyypia var í liðinu…

 67. Þetta eru helvítis aumingjar….Eiga ekki skilið að klæðast treyjunni..

Okkar maður

Liðið gegn Stoke