Torres frá í sex vikur

Ég hef litlu að bæta við þetta. Torres og Gerrard eru meiddir. Torres verður frá í 6 vikur, Gerrard í 2 vikur. Já, og svo er Yossi líka meiddur og verður frá í 4 vikur. Og nei, þetta er ekki grín.

Góðu fréttirnar eru þær að í dag eru bara 115 dagar eftir af þessu tímabili.

16 vikur og 3 dagar. Ég er byrjaður að telja niður.

68 Comments

  1. Torres og Gerrard hafa ekki verið heilir á þessu leiktímabili.

    Sorglegt að horfa upp á spilamennsku beggja þó þeir hafi verið að reyna greyin.

    Tímabilið officially eyðilagðist í gær og frétt dagsins bara bætir á stóran vanda klúbbsins. Það er auðvitað augljóst að nú þarf að fá framherja, STRAX!

  2. Jæja já, tek undir með þér Maggi, nú þarf framherja á heimsmælikvarða strax í gær…

  3. Er þessi lengd meiðsla fyrir eða eftir legkökunudd?

    En að öllu gamni slepptu þá er ástandið í klúbbnum innann sem utan óskiljanlegt og eitthvað mikið þarf að gerast svo að löngunin til að setjast niður og horfa á Liverpool leik komi aftur.
    Spilið er enn og aftur orðið hugmyndasnautt þar sem kýlingar og sendingar upp miðjuna eru ráðandi, og svo vonað það besta. Hvað er til ráða veit ég ekki, en þetta gengur ekki til lengdar.

  4. Nú ganga sögur af því að Rafa og Gerrard hafi lent saman í hálfleik í gær og það hafi verið ástæðan fyrir því að hann ekki byrjaði seinni hálfleikinn.
    Ef það er satt þá er RB kominn á bjargbrúnina og gæti dottið fram af þá og þegar. það er alla vega eitthvað stórt að og ljóst að það vantar nokkra góða leikmenn og kanski líka þjálfara nú þegar Torres og Captain Fantastic eru frá.

  5. eitthvað mikið þarf að gerast svo að löngunin til að setjast niður og horfa á Liverpool leik komi aftur

    Liverpool hefur leikið 37 leiki á þessu tímabili (með undirbúningstímabili).

    Ég held að ég geti í raun sagt að ég hafi bara haft virkilega gaman af því að horfa á þrjá þeirra: Burnley, Man U og Hull (ég missti af Stoke).

    3 leikir af 37.

    Það eru semsagt 8% líkur á því þegar ég sest fyrir framan sjónvarpið að horfa á Liverpool leik að ég muni njóta þess. Samt tekst mér alltaf að gleyma þessum líkum fyrir hvern leik og er mættur fullur bjartsýni fyrir framan sjónvarpið. Djöfull er maður skrýtinn.

  6. Nú ganga sögur af því að Rafa og Gerrard hafi lent saman í hálfleik í gær og það hafi verið ástæðan fyrir því að hann ekki byrjaði seinni hálfleikinn

    Já, og eflaust eru fréttirnar um það að Gerrard sé meiddur algjörlega ótengdar þessu?

  7. Skil nú ekki hvaða pissudúkkur þetta eru, bara alltaf meiddir þarf ekki eitthvað að fara að skoða það og með einhvern heavy launatékka um hver mánaðarmót. Borga þeim bara þá leiki sem þeir spila eða geta eitthvað.

  8. Þetta er búið núna. Þeir sem þurfa að stíga upp núna næsta mánuðinn fyrir Gerrard og Torres hafa ekki sýnt mér það enn að þeir séu færir um það þannig að fair well season 2009-2010 og meistaradeild á næsta ári er úr sögunni !

  9. Það er spurning hvenær maður vaknar upp af þessari martröð ? Þetta er fáránlegt gengi.

  10. Meiddist Torres þegar helvítið keyrði inní hann á 2 mínútu leiksins?

  11. Ef það er einhver sem er enn að verja Rafa Benitez þá er hann ekki stuðningsmaður Liverpool FC. Þetta er til skammar og Rafa á að vera löngu farinn burt. Ok liðið er að spila illa og margir leikmenn eru að spila undir getur en maður spyr sig hvað þarf eiginlega að gerast til að hann verði rekinn ?
    Hélt að það mundi gerast í dag en ekkert gerist, skandall.

  12. G og T hafa báðir verið átakanlega slakir eftir að þeir komu tilbaka úr meiðslum. Vill að þeir nýta þennan tíma til að ná sér 100% góðum og komi öflugir til baka.

    Mér finnst leikgleðin og baráttan vera alveg horfin úr þessu liði. Leikmenn Liverpool eiga að átta sig á því hversu mikil forréttindi það eru að spila fyrir þennan klúbb!

    Kuyt á bekkinn, please!!! Hann er hræðilega slakur. Hefði sagt það sama um Benayoun ef hann hefði ekki meiðst.

    Carragher var eini leikmaðurinn sem barðist að einhverju viti í framlengingunni, hann vildi vinna.

  13. Þetta á sér nú allt saman skýringar… kannski einhver geti leitað í gagnagrunninn á síðunni þegar ráðnir /stolið eða boðnir til okkar… sjúkraþjálfarar eða fitnessþjálfarar eða bara first team þjálfarar frá hinu öfluga liði Newcastle.. minnir það hafi gerst í sumar eða síðasta vetur…. og ekki gekk þeim nú vel með þá innanborðs.. núna gengur Newcastle vel.. og leikmenn Liverpool ekki ennþá komnir í form og kominn janúar… já ég tel það séu tengsl þarna á milli… því miður… Mega þeir hverfa á braut sem fyrst…. Hyypia fer líka.. og vörnin fór því miður með honum…

    Að við séum að fá á okkur mörk á síðustu mín… formleysi…. að við séum ekki að pressa á liðin á síðustu mín…. formleysi…

    Maður trúir ekki að þetta sé áhugaleysi hjá nánast öllum leikmönnum…

    Það er auðvitað eitthvað að.. og það mikið… en eitthvað verður að gera… það þýðir ekki að koma með sömu rulluna að verðum að gera betur næst.. og leikmennirnir hafi æft vel að undanförnu.. og svo versnar spilamennskan með hverjum leiknum…

    YNWA

  14. Ef það er einhver sem er enn að verja Rafa Benitez þá er hann ekki stuðningsmaður Liverpool FC.

    Mætti ég biðja yður vinsamlegast að hoppa upp í rassgatið á yður.

    Kærar þakkir.

  15. Ég vill bara benda á það að þótt benitez yrði rekinn þá erum við samt ennþá með sama leikmannahóp og sömu stjórn!. s.s. sama skítinn!!

  16. ” Mætti ég biðja yður vinsamlegast að hoppa upp í rassgatið á yður.

    Kærar þakkir.”

    Þetta er kostulegt svar 😉

    Insjallah…Carl Berg

  17. Verið ekki svona leiðir….

    … koma tímar, koma ráð.

    Við vitum að Liverpool á fullt inni, það er góð tilhugsun. Fyrr en varir tökum við gleði okkar á ný. Strax farinn að hlakka til.

  18. Það er allavega ljóst að ef einhvern tímann er tími fyrir þessa aukaleikara í þessu liverpool liði að láta ljós sitt skína þá er það núna… hljóta að vera einhverjir í þessu liði sem hafa áhuga á að spila fyrir það á næstu leiktíð

  19. Þessi meiðslatíðindi eru náttúrulega bara grín. Það er ekki eitt að á þessu tímabili heldur allt. Þetta er hætt að vera fyndið (þrátt fyrir að vera grín).

    Annars skil ég að mönnum sé heitt í hamsi. Allt er í handaskolum og menn eru ekki sammála um hvað sé rétt í framhaldinu. Það er hins vegar alveg óþolandi þegar maður á einni skoðun lýsir því yfir að menn á annarri skoðun séu ekki Liverpool-stuðningsmenn. Þetta gerist allt of oft á þessari síðu og er alltaf jafn pirrandi.

    Við erum öll Liverpool-stuðningsmenn, hvort sem menn vilja reka Rafa eða ekki, hvað sem mönnum finnst um hitt eða þetta. Sleppum þeirri ásökun að menn séu ekki Púllarar af því að þeir hafa skoðun á málunum.

    Og það er einnig rétt að minna menn á að við höldum með Liverpool FC, ekki Rafa FC. Það er alveg hægt að styðja stjórann án þess að vera kallaður blindtrúaður og það er alveg hægt að snúast gegn honum án þess að vera sakaður um að styðja ekki Liverpool.

    Ég er hins vegar ekki að styðja þessi meiðsli. Þau eru ömurleg. 🙄

  20. Ég er hins vegar ekki að styðja þessi meiðsli. Þau eru ömurleg. 🙄

    Nákvæmlega. Við þurfum að sameinast í baráttunni gegn meiðslum Liverpool manna. Það er málstaður sem við getum öll stutt.

    Hefur einhver hlutsað á Football Weekly frá því í dag? Ég er að gera það upp við mig hvort ég eigi að hlusta á hann, eða halda áfram að forðast alla umfjöllun um fótbolta utan þessa bloggs.

  21. Matti: þú ert með skemmtilega bloggsíðu en þessi komment þín hér til varnar Rafa Benitez eru álíka þunn og þvaðrið í Bjarna Ben.

  22. Strákar mínir ég er sammála Kristjáni Atla að það eru allir hér Liverpool stuðningsmenn fram í rauðan dauðann þótt að menn séu ósammála. Skulum aðeins hægja á okkur og ekki vera með persónulega orrahríð ! Það kemur dagur á eftir þessum og við hljótum bara að fara að fá góðar fréttir bráðum.

    YNWA

  23. Mætti ég biðja yður vinsamlegast að hoppa upp í rassgatið á yður.

    Kærar þakkir.

    Matti megi Guð blessa þig kæri vinur

  24. Getum við ekki bara sparað með því að borga leikmönnunum bara þegar við vinnum og eitthvað smotterí fyrir jafntefli.

  25. Óendanlega erfitt og sorglegt. Mér líður einsog manni sem er skyndilega sagt að móðir manns og faðir séu ekki raunverulegir foreldrar manns. Að raunverulegir foreldrar manns séu frá skyldir ónefndum ferguson.

    Hvað varð um liðið mitt, lífið mitt og tilveru mína. Hvers vegna er þetta svona. Er guð þá ekki til?

    Lífið er bara ömurlegt, og það sem verst er að maður sér bara enga leið út.

  26. Ég hringdi og skammaði asnann, bauð honum starf og hann tekur við KR hérna heima á mánudaginn, þannig að KR -ingar eiga ekki gott í vændum næstu árin 😉 hehe

  27. Daginn

    Auðvitað er nú full ástæða og skiljanlegt að maður leggist í rúmið í þunglyndi en ég ætla að trúa því að benni og leikmennirnir þjappi sér saman og mæti tvíefldir til leiks á laugardaginn. Nýr maður komin inní hópinn og tækifæri til að gera breytingar. svona sé ég liðið um helgina.

    Reina

    Degen – carra – agger – insua

    Lucas-Mascherano

    Maxi – Aqua – babel

    Kuyt

    Ég bíð spenntur eftir leiknum um helgina.

  28. mér er hreinlega byrjað að vera alveg sama um minn ástkæra klúbb um leið og þessi helvitis kanar komu þá fór þetta allt í fokk ég half vorkenni benitez að þurfa að stjorna þessu meðalliði eg er einn af þeim sem kennir honum ekki um þetta rugl.Það eru leikmennirnir og stjornin sem eiga mesta partinn í þessu ég er poolari og verð alltaf poolari en ég hef ekki taugar i það að horfa á meira á þessu hruni og lelegri spilamennsku eg ætla nuna að horfa á spænska boltann þar sem mörk eru skoruð og falleg spilamennska
    Ég vill benitez ekki burt hann er heimsklassa þjalfari en hvað á hann að gera þegar hann fær bara 2$ í leikmannakaup yfir sumarið auðvita eru menn eins og kyriakos og nogog keyptir.Hann er að gera það besta sem hann getur með þetta litla fjarmagn

  29. og hvernig er þetta með Hm fá bara menn eins og kuyt,riera,babel,agger,insua, bara að labba inn í byrjunarliðið serstaklega ef dirk kuyt verður í byrjunarliði hollendinga þá er það mesta djok leiktíðarinar meira djok en liverpool

  30. hættið að kenna könum um allt þvílíkur aumingjagangur bara viðurkennið að Benites er ekki nógu góður og hana nú Morinho eða einhver annar eiga að taka við

  31. Í sjálfu sér þurfa þetta ekkert að vera slæmar fréttir. Vonandi fær Torres nú loksins þann tíma sem hann þarf til að verða 100%. Það var reyndar útí hött að setja manninn ekki strax í aðgerð, hann er á löngum samningi við félagið og það kemur síson eftir þetta síson! Og núna þurfa menn að hætta að bíða eftir að hálf-meiddur Gerrard kokki upp einhverja töfra! Kuyt, Yussi og félagar verða einfaldlega að stíga upp og sanna tilverurétt sinn á Anfield. Eins og KAR bentir á þá eru stórar hreingerningar óhjákvæmilegar, og engin veit það meir en búningsklefinn á Anfield!!!

    Þótt að allt sé í algerri klessu í dag. Þá er ennþá hellingur eftir af tímabilinu! Það eru tólf stig í Chel$ki. Og eins og þetta tímabil er að spilast, þá gjörbreyta nokkrir sigurleikir stigatöflunni. Ekki gleyma því að Chel$ki á eftir að koma á Anfield!

    Ég er samt ekki sú “Pollyana” að ég sjái ekki öll vandamálin. En það eru alveg leiðir úr vandanum!

    Að arga sig sig hásann yfir Lucas, getuleysi RB, vondum eigendum og so videre og videre… Leysir ekki nokkurn skapaðan hlut! Að arga sig hásan við að styðja sitt lið er miklu miklu miklu betra.

    LFC er miklu meira og stærra en Torres og Gerrard, miklu stærra en Rafa Benitez og miklu stærra en einhverjir eigendur og blýantsnagarar. Reyndar eru eigendurnir að fatta þetta “the hard way” þessa dagana.

    LFC er við!!! kopítar nær og fjær. Fylkjum okkur á bakvið liðið okkar og stjórann Í DAG, ekki liðið sem viljum að verði á morgun.

    Næst er Stoke, hvar sem eru! Þá skulum við styðja okkar menn án þess að gjamma eitthvað útí loftið um Lucas, Kuyt eða Benitez. Þetta nöldur, tuð og kvart er engum til gagns eða gleði. Nema auðvitað einhverjum Macdonalds utd aðdáendum.

    Lifi Liverpool

  32. Mér finnst vanta allt mannlegt eðli í Rafael Benitez, ég á mjög erfitt með að sjá það fyrir mér að hann sé inni í klefa í hálfleik öskrandi og skammandi sína leikmenn, það er akkurat það sem þarf núna. að taka aðeins á þessum stórstjörnum á háu laununum sínum og virkilega drulla yfir þá með “facts” að þeir séu gjörsamlega búnir að skíta upp á bak.

  33. er ekki hægt að fara niður á Austurvöll og mótmæla öllum þessu meiðslum ! ! þ.e.a.s þið sem búið fyrir sunnan… það myndi skila einhverju : )

  34. Langar bara til að láta ykkur öll vita að ég ætla ekki að gefast upp á Hr. Benitez.
    Ég er að gefast upp á þeim sem inná vellinum spila….
    Þetta er alfarið mín skoðu.

    Avanti Liverpool – R A F A – http://www.kop.is

  35. Ég bara skil ekki þá sem vilja halda í þennan spánverja sem stjórnar liverpool…sorry ég bara næ því ekki.

  36. Alonso viðurkenndi nú að hafa farið vegna bullsins í benitez með Barry. Þannig leikmannahópurinn er veikari hans sjálfs vegna, og gaf svo hyypia til að kaupa grikkja í staðin!!! wtf
    11 leikmenn spila ekki undir getu í 5 mánuði. Það er augljóst að það er taktíkin og trúin á stjóran sem lööööngu horfin.
    Burt með þennan aula strax… alveg sama hver tekur við því hvað gæti svosem mögulega versnað?

  37. ég hef samt verið að spá.. hvernig var það með owen þegar hann fór yfir til udt, vildi benítez ekki fá hann eða bað owen kanski aldrei um að koma aftur til LFC.. ef að benítez hefur ekki viljað fá owen þá sýnir það bara eintóma heimsku af hans hálfu. owen er búinn að vera töluvert betri en t.d. voronin og hann hefði komið á frjálsri sölu … þar að auki eyðir hann 17 millj í meiddann leikmann og í staðinn fyrir að setja gerrard á miðjuna í byrjun tímabils þá hendir hann leiva í djúpulaugina sem ég tel að hafi kostað okkur þó nokkra leiki

  38. Nr # 45, ekki fara á þessa braut með Alonso, 90%+ af stuðningsmönnum vildu skipta á honum og Barry, Alonso hafði verið slakur tvær leiktíðir í röð. Því betur fer fór svo ekki – engin gat séð þessa breytingu á spilamennsku hans fyrir. ÞAÐ var hlutur af því að styrkja hópinn, selja Alonso sem var að spila illa í 24 mánuði og kaupa Barry.

    Nr # 46 , það er búið að skoða þetta Owen mál á alla kannta. Ég sé ekki hvenrig hann á að hafa getað hjálpað okkur samt sem áður ef allt fyrir aftan hann virkar ekki. Þeas okkar helsta vandamál í vetur hefur verið tenging á milli varnar og miðju annars vegar og miðju og sóknar hinsvegar. Sóknarleikur okkar er svo hægur að maður sofnar þegar við fáum boltann og varnarmenn okkar , jaaa … hvar á ég að byrja ? Þeir dekka ekki og loka augunum þegar þeir skalla, það kann ekki góðri lukku að stýra.

    Of margir (allir) eru að spila undir getu og liggur sökin hjá þeim og Benitez. Þeir virðast hafa ENGAN áhuga á því sem þeir eru að gera – og það er sorglegt í besta falli.

  39. Off topic: Stórkostleg spurning dagsins í Fréttablaðinu í dag og enn betra svar! Takk fyrir þetta bros í byrjun dags, SSteinn!!! (Skítaredding er orð dagsins hjá mér!) 🙂

  40. Góðan daginn.

    Ég hef aldrei skrifað hér inn áður en les síðuna alltaf reglulega og finnst hún alltaf mjög spennandi. Ég hef verið stuðningsmaður Liverpool í mörg ár og ég ætla að vera það í mörg ár í viðbót. Partur af þvi að vera stuðningsmaður er að styðja sitt lið í blíðu og núna er slæmi tíminn en við verðum samt að halda áfram að styðja okkar menn..það styttir alltaf upp um síðir.

    Áfram Liverpool

  41. Greinilega að flýta mér aðeins of mikið..það vantaði orðið stríðu…við styðjum okkar lið í blíðu og stríðu. Ekki gæti ég hugsað mér að fara að halda með United eða einhverju öðru liði sem hefur betra vinningshlutfall þessa daga..nei þá sný ég mér frekar að tennis…

  42. Purslow hefur talað:

    http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/8459188.stm

    Starfið öruggt. Punktur. Ástæðulaust að velta þessu fyrir sér fyrr en í sumar. Þó mér sé heitt í mínum hamsi núna gleðst ég yfir því að menn hjá LFC virðast ætla að fara stóískt yfir málin útfrá langtímasjónarmiðum.

    Það líka að Torres sé farinn að heimta nýja leikmenn http://www.teamtalk.com/football/story/0,16368,2483_5861182,00.html e, er auðvitað eitthvað sem við eigum að styðja. Held að það sé raunveruleg hætta að Torres og Gerrard fari í sumar ef að liðið brotnar núna. Við skulum heldur ekki vanmeta það að þeir eru báðir (eða hafa allavega verið hingað til) gallharðir Rafa-menn.

    Nú standa eigendur LFC frammi fyrir þeim raunveruleika að við erum í vandræðum í deildinni og mikil meiðsl í gangi.

    Þeir hafa 2 vikur til að ná í ALVÖRU leikmenn sem eru tilbúnir að berjast í efstu sætum.

    Eða að halda þeim sem eru til að finna út hverja er hægt að nota í framtíðinni.

    Fyrsta merkið sjáum við á Brittania á laugardaginn. Ljónið er helsært þessa dagana og nú er að sjá viðbrögðin.

    Og AUÐVITAÐ styðjum við liðið tryllt frá fyrstu mínútu þess leiks!

  43. Sælir, Maggi hefur það ekki hingað til orkað tvímælis ef yfirmenn framkvæmdarstjóra hjá knattspyrnuliði koma fram í fjölmiðlum með yfirlýsingar um að starf viðkomandi sé öruggt?

  44. Svo ég bregðist strax við.

    Ekki hjá Liverpool. Hefur aldrei gerst í sögunni, munið t.d. þögn síðustu mánuða Houllier, við vissum öll hvað það þýddi.

    Purslow er að mínu mati í dag heilinn á bakvið viðskiptasvið LFC og hann ætlar greinilega ekki að láta stjórann fara. Hvort sem það er útaf háum sektarákvæðum ef samningurinn er brotinn eða því að þeir ætla að hengja sig á Rafa næstu árin vitum við ekki.

    Sumir segja að klásúla sé ef að liðið nær ekki CL sæti, þá megi segja honum upp ódýrara og sumir segja að samningurinn sé óuppsegjanlegur ef að Rafa heldur sig innan “budgets” eigendanna.

    Ekki veit ég um það, en ég tel þessa yfirlýsingu Purslow sýna afdráttarlaust að þeir ætla sér að láta Rafa halda áfram og all líklega klára tímabilið. Allur kraftur félagsins núna virðist beinast að því að ná nýjum fjárfestum og það sennilega segir okkur best hvað hættulegast er í umhverfi klúbbsins okkar.

    Það eru ekki úrslit dagsins í dag, heldur framtíðarmöguleikar á markaðnum.

    En ég var ánægður að sjá í frétt, þó á slúðurblaði, að eigendur Liverpool væru farnir að horfa til Alex McLeish. Lesa greinilega athugasemdir mínar hér á kop.is 😀

  45. Ég er nú alveg kominn með nóg af Rafa en án þess að vera að böggast eitthvað útí hann þá sé ég engann veginn fram á að einhverjir nýjir leikmenn í janúar geti minnkað skaðann. Ég get bara ekki komist hjá því að halda að leikmannahópurinn sé langt í frá að vera vandamálið…. við munum ekki fá að vita það strax og kanski aldrei en það er eitthvað að djúpt í iðrum okkar ástkæra, ylhýra félagi sem þarf að laga. Ég þoli þetta ekki lengur, ég get varla horft í augun á konunni minni án þess að skammast mín, vegna þess að ég næhonum ekki lengur upp eftir svona langann ömurlegann tíma.
    Þetta er mitt lengsta komment allra tíma, ég lofa að gera þetta ekki aftur.

  46. Ég veit ekki hvaða rosalegt álit menn hafa á þessum Purslow en það er brottrekstrarsök bara það að sjá ekki sóma sinn í að láta Benitez fara. Við erum með spænskan stjóra með körfuskegg sem er ekki með neitt passion fyrir leiknum. Lítur á þetta sem stóra skák og brosir aldrei né fagnar góðum árangri eða mörkum. Til lengdar missa menn trúna á slíkum stórmeistara sem Hannes Hlífar Stefánsson er, nei, meina Rafa Benitez. Alveg eins og að menn missa trúna á öskurapa eins og Willum Þór eftir þrjú tímabil.

    Það verður að breyta og eins og staðan er í dag er allt betra en Benitez því sigursælasti klúbbur enskrar knattspyrnu er á vonarvöl og stefnir hraðbyri niður á við og breytingar eru ekki sjáanlegar.

    Rafa burt.

  47. Ég myndi tippa á að menn eru hættir að geta horft sanngjörnum augum á Benitez sem þjálfara þegar að það fer í taugarnar á viðkomandi að Benitez fagni ekki mörkum og sé með ljótt skegg.

    Heldur virkilega einhver að Benitez sé bara sama þegar að við skorum? Hefur einhver lesið umfjallanir um hann? Hann lifir fyrir fótbolta. Það er hans eina áhugamál. Hann gerir konuna sína m.a.s. hálf geðveika á að tala um fótbolta allan daginn. Það er fráleitt að halda því fram að skortur á fagni þýði að hann hafi ekki ástríðu fyrir fótbolta og þessu liði.

    Og af hverju þarf alltaf að nota þjóðerni hans sem eitthvað blótsyrði (sbr 43 og 44)?

  48. Ég fatta ekki menn sem segja að hinir og þessir leikmenn Liv standi með RB, er það ekki eðlilegt að þeir segi það, ef að á annað borð að þeir vilja segja eitthvað. Ég var að horfa á mörk dagsins(held að þátturinn heiti það) um daginn og þar sér maður að helmingur af mörkunum kemur úr langskotum. Þetta hefur mér fundist vanta hjá Liv, helst vilja leikmenn að aðrir skjóti og þannig virðast allir hugsa nema kanski T&G og þannig vinnum við ekki leiki, að spila boltanum inn fyrir línuna bara gengur ekki. Út af herju Liv spilar svona veit ég ekki, en ætli RB vilji ekki ráða hverjir skjóta og skora, sá þrjóski maður.

  49. Sælir, ég vil bara taka það fram fyrir mitt leiti, að það hefur aldrei pirrað mig og mun aldrei gera, hvernig Benitez er á hliðarlínunni. Veit einhver hvernig hann er inni í klefa eftir leik? Jó…….senjor Gerrard…..fantastic goal……hi five, nei ég segi bara svona.

  50. “Yo… senior Gerrard.. fantastic goal.. hi five!”

    Færð þumal fyrir þetta! haha!

  51. Að missa Torres er hrikalega slæmt fyrir okkur. En ég er hræddur um að missa Gerrard gæti bara verið lán í óláni. Mér hefur fundist hann bara verið skugginn af sjálfum sér og held ég að Liverpool liðið okkar ástsæla gæti þess vegna bara spilað betur og fengið betri úrslit en með hann innanborðs.

    Það er vissulega skrýrtið að segja þetta en ég held að þetta sé því miður rétt.

    Ég vill fá Kuyt í stöðu Gerrard og það ekki seinna en strax.

    Það er nú þannig.

    janúarkveðja, Jón Brynjar

  52. Ég hef alltaf haft trú á Benitez, en það er ekki hægt að horfa framhjá því að liðið er að spila ótrúlega leiðinlegan bolta, liðsandinn virðist enginn, og maður veltir því fyrir sér hvort karlinn sé ekki farinn að missa sjálfstraustið…liðið virðist skorta það sárlega.

    Sjáum hvernig næsti leikur fer.

    Annars held ég að þetta sé bara málið: http://www.skysports.com/story/0,19528,11661_5861288,00.html

  53. Af hverju þarf alltaf að halda þessari möntru við? Hiddink sé bara málaliði sem hangi aldrei lengur hjá liði lengur en 3 ár og Mourinho komi ekki til liðs nema hann geti eytt stjarnfræðilegum upphæðum.

    Hvað veist þú Maggi um hvað mótiverar gaura eins og þá tvo? Getur ekki vel verið að Hiddink og Mourinho langi báðum í alvöru challenge? Hiddink að gefa gjörsamlega allt í sitt síðasta alvöru starf sem myndi stimpla hann í sögubókum sem frábæran knattspyrnustjóra og Mourinho vilji sanna sig aftur sem afburðastjóri eftir eyðimerkurgönguna hjá Inter þar sem hann er greinilega óánægður? Af hverju ætti Mourinho að krefjast risa leikmannakaupa þegar hann hefur Torres, Gerrard, Mascherano og Reina þegar í liðinu?

    Jafnvel þó Hiddink væri bara 3 ár hjá Liverpool yrði það að öllum líkindum frábær millilending, það sást augljóslega hjá Chelsea að hann er afburða góður motivator, eitthvað sem við þurfum sárlega á að halda akkúrat núna. Það var Hiddink sem reif Drogba og Essien útúr lægðinni og gerði Chelsea næstum ósigrandi í þessa 6 mánuði sem hann stjórnaði. (Getur ímyndað þér hvað hann gæti gert fyrir Torres og Gerrard) Hann pakkaði líka Benitez upp taktískt séð í CL á Anfield og er greinilega mjög klókur stjóri sem kann á enska boltann.

    Mourinho kann klárlega á enska boltann og sárlangar að komast til Englands aftur. Leikmenn Man Utd vilja að hann taki við þegar Ferguson hættir, hví ekki að stela honum fyrir framan nefið á þeim?

    Af hverju þarf að sætta sig við Rafa þegar betri kostir eru þarna úti og gera sér eins og Maggi upp skoðanir og langanir annarra þjálfara?
    Hvenær hættu Liverpool menn að sækjast eftir því besta á markaðnum og fóru að búa til afsakanir og sætta sig við meðalmennsku? Gerðist það í byrjun 10.áratugarins og menn orðnir sáttir við pínu framfarir ár eftir ár sem skila svo engu á endanum? Fattið þið ekki hverskonar sjálfsvorkunnar vítahring við erum komnir í?

    Rafa lætur Liverpool spila hægan, hundleiðinlegan og fyrirsjáanlegan fótbolta. Maðurinn hugsar ekki eins og sigurvegari heldur snýst leikaðferð hans um að tapa ekki og stela sigrum. Liverpool er stórlið sem á að spila alvöru fótbolta, ekki vélrænan skyndisóknarbolta. Við þurfum sigurvegara sem þjálfara til að vinna ensku deildina.

    Að fá Guus Hiddink er einfaldlega hárrétt skref í núverandi stöðu. Að fá Mourinho til okkar gæti sett okkur í hrikalega sterka stöðu gegn Man Utd til langframa.

  54. Hérna kemur samsæriskenning dagsins: Gæti verið að Benitez hafi fengið Gerrard, Torres og Benayoun til að feika meiðsli til þess að reyna að kúga einhverja peninga út úr eigendunum til leikmannakaupa núna í janúar?

    Ég sá ekki neinn af þessum þremur haltra eða kenna sér nokkurs meins á meðan þeir voru inn á vellinum. Bara smá hugmynd.

  55. Bill Hicks. Ef þú last greinina um Mourinho sástu hvað ég átti við. Er ekki að túlka neitt, heldur þýða ummæli umboðsmanns hans, sem eru reyndar í samræmi við feril hans og orð hans hingað til.

    Ég hef bara ekki mikla trú á Hiddink, hann hefur náð takmörkuðum árangri með félagslið, t.d. verri í deildakeppni og CL með Chelsea en Avram Grant. Sama í FA bikarnum. Eigum við ekki frekar að fara eftir árangri en umræðu.

    Svo er óumdeilt að Hiddink náði slökum árangri með Rússsa í Hm.

  56. það er bara grín að segja að guus sé ekki með gott reckord. gert gott úr meðallandsliðum eins og s-koreu og rússa og reifa chelsea upp úr öldudal þrátt fyrir skamma veru þar.

Leikskýrsla (daginn eftir)

Okkar maður