Leikskýrsla (daginn eftir)

Hvað gerðist eiginlega?

Á árunum 2004-2009 hefur Liverpool-liðið verið í stöðugri framför undir Rafa Benítez. Ég hef að undanförnu lesið talsvert af efni sem bendir til þess að Rafa hafi á þessu tímabili verið að vinna vel úr þeim efnivið sem hann hafði, skipta mönnum inn og út og jafnan að bæta gæðin í hópnum smátt og smátt miðað við takmörkuð fjárráð, og svo að skila árangri umfram efni í bæði deildinni og Meistaradeildinni. Allt virtist þetta ná hámarki sl. vor þegar liðið endaði tímabilið á þriggja mánaða völtun yfir alla andstæðinga, þar sem aðeins slakar 60 mínútur á heimavelli gegn Chelsea og þrautseigja Man Utd í deildinni virtust stöðva okkar menn í að staðfesta yfirráð sín í báðum stóru keppnunum.

Það hefur komið greinilega í ljós á fyrri helmingi þessa tímabils að vormánuðirnir í fyrra gáfu fölsk fyrirheit um framhaldið. Í dag skilja allir og sjá greinilega að liðið var að spila vel umfram getu sl. vor, í stað þess sem menn héldu þá að liðið væri loks að sýna sitt rétta andlit. Fyrir vikið hefur tímabilið í ár verið vonbrigðin ein. Við höfum þurft að horfast í augu við að þetta lið er ekki nógu gott til að vinna titilinn, eftir allt saman, og í þokkabót höfum við þurft að kveðja núna þrjá bikara við fyrstu eða aðra hindrun.

Arsenal slógu okkur út úr deildarbikarnum. Það er svo sem eina keppnin sem við getum verið róleg yfir, því það er lítil skömm í að tapa á Emirates. Svo var það Meistaradeildin, þar sem andleysi í lykilviðureignum og kæruleysi á lokamínútum a.m.k. þriggja leikja reyndust okkar mönnum dýrkeypt og urðu til þess að við sátum eftir. Og nú kemur mesta skömmin af þeim öllum, tap fyrir Reading í enska bikarnum þar sem neðrideildarliðið spilaði hreinlega betur en Liverpool í svona 180 af 210 mínútum yfir tvo leiki. Ég hugsa að það sé kortér í gær og kortér í fyrri leiknum sem við getum sagt að Liverpool hafi haft yfirhöndina, ekki mikið meira.

Ég ætla ekkert að fara að telja til allt sem hefur verið margrætt undanfarið á þessari síðu. Eigendurnir, fjármálin, sápuóperan, óheppnin, meiðslin, strandboltarnir, og svo framvegis. Það er ljóst að það er ekki við Rafa Benítez einan að sakast að þetta lið okkar sé ekki í stakk búið að vinna Úrvalsdeildina þetta árið.

Hins vegar hljótum við á einhverjum tímapunkti að spyrja okkur tveggja spurninga:

1: Er það þá líka peningaskorti frá stjórninni að kenna að liðið okkar er að tapa (og spila hörmulega) gegn liðum eins og Reading, Fulham, Portsmouth, Sunderland, Tottenham, Aston Villa (heima), Fiorentina (tvisvar) og Lyon (heima) í vetur? Eða að liðið sé heppið að sleppa með jafntefli gegn liðum eins og Reading, Birmingham (heima), Blackburn og Man City (heima)?

Auðvitað eru þetta ekki allt léleg lið en þetta er óvenju mikið af lélegum frammistöðum. Ég renndi yfir leikjalistann hjá okkur í vetur og átti erfitt með að finna meira en fjóra sannfærandi sigurleiki (Stoke, Burnley, Hull og Man Utd í haust).

Við getum sagt sem svo að ef það er stjórninni að kenna að við erum ekki með meistaralið í höndunum, þá hlýtur það að skrifast á Rafa Benítez að við séum með lið sem kemst ekki upp úr riðlinum í Meistaradeild, á erfitt með að halda sér meðal sjö efstu liða í deildinni og getur ekki klárað Reading yfir tvo leiki í bikarnum.

2: Hvað svo sem hefur gerst sem varð til þess að þetta lið fór úr því að vera ósigrandi sl. vor í að vera vonlaust í vetur, þá hlýtur næsta augljósa spurning að vera hvort Rafa geti snúið genginu við.

Þetta er ekki nýtilkomið – liðið tapaði strax í fyrstu umferð fyrir Tottenham og þriðju umferð gegn Aston Villa á Anfield. Það var í ágúst, fyrir fimm mánuðum síðan, og það hefur lítið breyst síðan þá. Sama andleysið ríkir nú og þá og liðið hefur aðeins tvisvar í vetur náð sigurhrinu sem spannar fleiri en einn sigur í einu í deildinni (í september og svo nú rétt fyrir áramót með ósannfærandi sigrum á Wolves og Aston Villa).

Vörnin byrjaði tímabilið hrikalega illa, virtist svo batna með tilkomu Agger en hefur svo farið aftur á nýjan leik. Í gær var átakanlegt að horfa á alla fjóra varnarmennina og markvörðinn. Miðjan er enn jafn týnd og áður – sumt af því má skrifa á kynslóðaskipti þar sem Alonso hverfur og Rafa reynir að fylla í það skarð, sumt má skrifa á meiðslasirkusinn í kringum Aquilani fyrir áramót, en það er ekki hægt að komast hjá því að nefna að Gerrard, Mascherano, Lucas og Benayoun eru allir langt undir pari í vetur miðað við það sem við vitum að þeir geta. Sama má segja um vængina – Kuyt, Benayoun, Babel, Riera, enginn af þeim hefur staðið sig. Torres hefur skorað þegar hann spilar en aldrei komist á flug sökum meiðsla, á meðan David Ngog er sennilega sá eini í öllum leikmannahóp okkar sem hefur aukið hróður sinn í vetur.

Þetta er einfaldlega langt frá því að vera nógu gott. Lykilmenn eru að spila illa, liðið er samhengislaust og á köflum bæði andlaust og getulaust. Sjálfstraustið er brothætt og liðið hefur lent í óheppni með meiðsli og slíkt í vetur en þau afsaka bara ákveðið mikið. Í gær stilltum við upp mjög sterku liði á pappírnum, liði sem átti hæglega að geta klárað neðrideildarlið á Anfield, en þess í stað tapaði liðið verðskuldað. Það er óverjandi.

Við höfum rökrætt hlutina á þessari síðu og menn ýmist verið með eða á móti. Ég hef hingað til stutt Rafa Benítez, bent á tölfræði sem sýnir allt það góða sem hann hefur gert hingað til og reynt að biðja menn um að sýna stillingu á meðan þessi lægð gengur yfir.

Hins vegar er ekki lengur hægt að tala um lægð þegar spilamennskan hefur staðið í fimm mánuði. Tímabilið á Englandi hefst í ágúst – nú er janúar og við erum enn að bíða eftir að okkar lið mæti til leiks. Það er einfaldlega óviðunandi.

Það þarf að bæta leikmannahópinn, svo mikið er víst. Helst vildum við skipta eigendunum út líka og losna við áhyggjur af fjármálum og rekstri klúbbsins. En að mínu mati er ekki hægt að undanskilja Rafa Benítez ábyrgð þó svo að margt annað hafi farið aflaga undanfarin misseri. Hann stóð sig vel fyrstu fimm árin með Liverpool, stóð af sér ýmis skakkaföll og náði jafnan árangri, en nú er staðan að mínu mati einföld og hægt er að setja hana upp í nokkra punkta:

– Liðið hefur ekki unnið titil í fjögur ár.
– Liðnir eru fimm mánuðir af þessu tímabili og okkar lið er ekki enn mætt til leiks.
– Allt of margir lykilmenn eru að bregðast til að það geti verið tilviljun.
– Rafa stillir að mati langflestra upp allt of fyrirsjáanlegu og/eða neikvæðu liði í mörgum leikjum. Óútreiknanleiki var hans helsti kostur hjá Valencia og á fyrstu árunum með Liverpool en nú breytir hann helst aldrei út af vana, hvorki hvað varðar taktík eða liðsval.
– Líkamstjáning leikmanna segir okkur að það er eitthvað ekki í lagi innan liðsins, og hvað sem það er sem er ekki í lagi er þjálfarinn ekki að ná að laga það.

Rafa hefur staðið sig feykivel í fimm ár, og ég vona enn fyrir hvern leik sem liðið spilar að hann nái loks að rífa það í gang. Með hverjum leiknum sem líður dvínar hins vegar vonin um að það gerist og ég verð að segja, fyrir mitt leyti, eftir leikinn í gær, að ég er kominn í þá stöðu núna að þótt ég sé ekki endilega sannfærður um að það sé rétt að reka hann sé ég einfaldlega ekki marga aðra kosti í stöðunni. Ekki hvað skyndilausnir varðar.

Stjórn Liverpool stendur þessa dagana frammi fyrir ákvörðun. Þau þurfa að taka þessa ákvörðun aftur og aftur, í hvert sinn sem liðið veldur vonbrigðum: treystum við Rafa enn til að snúa genginu við? Hingað til hefur svarið verið já, en það kemur að því að þau breyta um skoðun og taka erfiða en óumflýjanlega ákvörðun.

Eftir daginn í gær, þar sem liðið lék lélegasta leik sinn undir stjórn Rafa gegn einum af svona þremur slökustu mótherjum vetrarins (ásamt Portsmouth (sem unnu okkur) og Leeds (sem við rétt mörðum)) og nákvæmlega ekkert benti til þess að Rafa gæti snúið genginu við, get ég í fyrsta sinn viðurkennt með góðri samvisku að ég gæti ekki mótmælt því ef sá dagur kemur fljótlega að Rafa verði látinn fara.

Rafa Benítez, dagar þínir eru taldir. Ég vona að þú snúir þessu við, ég hef hingað til haft trú á því sem þú ert að gera innan klúbbsins, en það kemur að því að menn geta ekki beðið lengur og verða neyddir til aðgerða. Sá dagur rennur upp fljótlega ef ekkert breytist, og ég mun þá styðja þær aðgerðir. Það verður eitthvað að breytast.

66 Comments

 1. Djöfuls klúður hjá Benítez að brjóta á sóknarmanni Reading í umframtíma í gær – hvað var hann að spá? Nei, í alvöru talað. Væri þessi umræða í gangi ef Benayoun (já, það var víst hann en ekki Benítez) hefði ekki gefið víti? Eflaust ekki. Við værum að tala um slakan leik en ég á erfitt með að sjá fyrir mér að talað væri um að dagar Benítes væru taldir. Jafnvel draumalið Liverpool sem unnu allt sem hægt var að vinna áttu slæm tímabil.

  Það er afskaplega margt í þessum pistli og ég hef ekki tíma til að fara yfir mörg atriði en ég vil þó byrja á að gera athugasemd við eitt. Af hverju dregur þú þá ályktun að Liverpool liðið hafi spilað yfir getu í fyrra? Hvað bendir til þess? Staðreyndin er að deildin er sterkari í ár, þ.e.a.s. fleiri lið hafa eytt meiri peningum í leikmenn. Lið ein og City, Tottenham og Villa hafa sterkari hópa og hafa verið að taka stig af þessum fjórum liðum sem áður áttu toppinn. Öll eyddu þau miklu meira en Liverpool fyrir tímabilið.

 2. Matti, auðvitað vorum við nálægt sigri í gær og ég er ekkert að gefa í skyn að Benítez hafi borið ábyrgð á að liðið fékk á sig víti á lokamínútunum. Þetta er útúrsnúningur hjá þér. Hins vegar var frammistaðan í 90 mínútur fyrir vítið ekki upp á marga fiska og eftir að Reading jöfnuðu sáu allir að það var bara annað liðið að fara að vinna þennan leik.

  Við vorum nálægt því að vinna en jafnvel þótt það hefði tekist var frammistaðan skítléleg. Það tókst hins vegar ekki svo liðið fékk að vera skítlélegt í 30 mínútur í viðbót, sem jók á eymdina.

  Hvað síðasta vor varðar þá segir tölfræðin það að Liverpool var með fjórða stærsta launapakkann í fyrra á eftir United, Chelsea og Tottenham. Tottenham- og Chelsea-liðin skiptu um þjálfara um miðjan vetur eftir talsverðar lægðir og því náðum við forskoti á þá, á meðan United héldu dampi og enduðu fyrir ofan okkur. Við héldum fyrir vikið að við værum með næstbesta, og jafnvel besta, hópinn í deildinni þegar það var í raun og veru sá 4.-5. besti (ef við tökum Arsenal með, þeir borga minna en við í leikmannakaup en svipað háan launapakka). Sumarið 2009 stukku svo Man City fram úr öllum liðum og eru nú með dýrasta liðið og stærsta launapakkann, þannig að við vorum í fyrra í 4.-5. sæti en erum nú í 5.-6. sæti ásamt Arsenal hvað varðar launapakka.

  Þessi tölfræði kemur fram í Soccernomics eftir Simon Kuper og Stefan Szymanski. Þar kemur einnig fram að í ítarlegri rannsókn þeirra á launagreiðslum í stærstu deildum Evrópu sl. 20 ár þá vinnur liðið sem borgar mestu launin deildina í 92% tilfella. Stærð launapakkans er því marktæk mælieining á það hvar lið ætti að enda í deildinni á hverju ári.

  Við vorum því að spila umfram raunstöðu í fyrra en erum að spila fyrir neðan raunstöðu í ár.

  Ég hef alltaf stutt Benítez. Ég sé hvað hann er að reyna að gera innan félagsins og styð það, hef verið hrifinn af starfsháttum hans og spilamennsku liðsins undir hans stjórn síðastliðin ár. Þessi pistill var engan veginn ákall um að hann yrði rekinn í dag en ég sagði einfaldlega, í ljósi þess að Benítez er að valda stórum vonbrigðum í því verkefni að snúa lélegu gengi liðsins við síðustu mánuðina, að ef hann verður látinn fara get ég ekki mótmælt því mikið.

  Auðvitað vonum við öll að þetta sé lægð, knúin áfram af meiðslaveseni, óheppni og óvissu í eigenda- og fjármálum, en með hverjum leiknum sem liðið spilar svona illa minnkar trúin á að þessi þjálfari og/eða þessi leikmannahópur geti rifið sig upp úr þessari lægð. Það er allt og sumt.

 3. Matti – eitt enn varðandi ummæli þín: auðvitað eiga topplið alltaf léleg tímabil inn á milli. En ég er engan veginn sammála því að Rafa eigi bara að vera pressulaus og öruggur með sitt starf í vetur, sama hversu lélegt þetta verður, af því að hann eigi inni eitt lélegt tímabil. Það er kjaftæði. Arsenal áttu slæmt tímabil í fyrra, Chelsea líka, en þau voru bæði mikið betri en við erum í vetur. Það að eiga slæman kafla eða slæmt tímabil er ekki það sama og að sjá liðið hreinlega hrynja fyrir augum okkar.

  Þú verður á endanum að dæma það sem þú sérð inná vellinum. Í dag sé ég lið sem er ekki að ná 4. sætinu í deildinni og á ekki séns í Evrópudeildinni. Á ég að gera ráð fyrir því að það lið spili betur og nái sér aftur á strik á næsta ári, bara af því að Benítez er góður stjóri og þetta var mulligan-tímabilið hans? Eða á ég að meta stöðuna eins og hún er í dag?

 4. Okei, Kristján Atli – þú vísar í þessa Soccernomics bók aftur. Hvaða þjálfari var það þá sem að náði þessum árangri umfram efni í fyrra? Jú, Benitez. Ef við rekum hann, hvað er þá planið? Við munum væntanlega áfram borga 4-5 hæstu launin í deildinni. Þurfum við þá að ná í annan þjálfara sem að mögulega getur gert miklu meira en fjárhagur liðsins gefur til kynna?

  Það hefur enginn leikmaður sagt að hann sé óánægður hjá liðinu í vetur – og margir hafa tekið það sérstaklega fram að þeir styðja Rafa. Og því er það að mínu mati klárt að þetta ástand er ÞEIM að kenna. ÞEIR eiga að drullast til að ná uppí hópnum almennilegri stemningu og leikgleði. Það er ekki hægt að kenna Benitez um þetta fokk. Hann stillti í gær upp 11 leikmönnum, sem áttu að rúlla yfir þetta Reading lið (og hann gerði það líka í fyrri leiknum). Þeir skitu á sig. Hvurslags andskotans fokking aumingjaskapur er það að geta ekki tafið leikinn í einhverjar mínútur. Að fá hornspyrnu á 90.mínútu og dæla boltanum þá fyrir markið í stað þess að halda honum innan liðsins.

  Þessi árangur er leikmönnunum að kenna, ekki Rafa. En einsog alltaf þá gæti það vel verið þjálfaranum sem verður fórnað.

 5. Einar, ég er ekki að segja að það sé endilega rétta lausnin í stöðunni að reka Rafa. Ég tek það sérstaklega fram í pistlinum að ég er ekki sannfærður um að það eigi að reka hann. Ég er einfaldlega að benda á að hann verður að gera betur en þetta, hann er ekki að ná að rífa liðið upp og ef það ekki breytist mun hann á endanum vera látinn taka ábyrgð á því.

  Hitt er svo annað mál og ég er sammála þér með það að ansi margir af leikmönnum liðsins hafa algjörlega brugðist í vetur. Þeir eru að bregðast sjálfum sér og stuðningsmönnunum en ekki síst Rafa. Það er alveg klárt mál, og hvort sem Rafa verður kyrr eða annar stjóri kemur inn hlýtur frammistaða ýmissa svokallaðra lykilmanna í vetur að kalla á uppstokkun á leikmannahópnum fyrir næsta tímabil. Það held ég að sé alveg klárt.

  Sumarið verður blóðugt fyrir ýmsa leikmenn liðsins, hver svo sem er framkvæmdarstjóri.

 6. Þetta er í raun og veru ekkert flókið. Sjálfstraustið er horfið og sama hvað þú getur í fótbolta ef sjálfstraust vantar þá getur þú ekki neitt. Þetta sést í öllum aðgerðum Liverpool. Þeir spila varnfærnislega. Hreinsa boltan upp í stúku ef það kemur lítið pressa á varnarmenn. Ef þeir komast yfir bakka þeir til að halda stöðunni og fara í algjört panic ef þeir fá jöfnunarmark á sig. Á einhverjum tímapunkti kom skarð í sjálfstraust leikmanna og það hefur versnað síðan. Hlutverk stjórans er einmitt að láta leikmenn trúa því að þeir geta þetta, með öðrum orðum blása í þá sjálfstraust. Rafa er greinilega ekki ná að gera þetta. Hann getur stillt upp liðinu varnfærislega, afsakað sig í fjölmiðlum og verið með milljón handbendingar en ekkert af þessu lætur leikmenn trúa á að þeir geti þetta.

  Það eina sem við getum vonað í þessari stöðu að breytingar til góðs verða hjá liðinu sem við elskum allir. Hvort sem það verða breytingar á leikmannahóp, hugafarsbreyting eða breyting á stjórn og HELST Á EIGENDUM. Eitt er víst að breytinga er þörf og vonandi náum við að skríða í gegnum þetta tímabil með evrópusæti í höfn…….vonandi!

 7. það sem að þið eruð að tala um drengir, einhvern tímann þótti það skömm að tapa á móti liði sem er i 21 sæti minnir i 1 deild og við erum dottnir úr öllum keppnum og auðvitað ber Benitez ábyrgð á þessu og hvernig stendur á því að lið i firstudeild er að skora i viðbótatíma og svo vinna i framlegingu það er nánast alltaf öfugt þá eru betri liðinn að klára þessi lið i lokinn. mér finnst Benitez búinn að vera ágætur en hvernig er það gott þegar við höfum ekki unnið tittill i 4 ár núna kemur það 5 eins og Torres sagði þá yrði þetta betra tímabil ef við innum 1 stk bikar og endaðum samt i 4 sæti þá kæmi allavegna bikar í hús en það gerist ekki þetta árið. Leikmenn Liverpool virðast engan veginn hafa trú á hans verkefni og firðast heldur ekki vera i neinnu formi. Svo er það líka með kaupinn sem hann hefur gert þau eru ekki upp á marga fiska frekar en sölurnar hans. Liverpool hefur 2 sinnum á þessu timabili unnið 2 leiki i röð mér finnst að Benitez eigi af hafa það i sóma sínum að segja upp þessu starfi því hann er búinn að drulla upp á bak með þetta lið hvernig stendur á því að sömu mennirnir fá alltaf að spila þó að þeir geti ekki neitt og eru búnir að vera skelfilegir á þessu timabili, mér heyrðist tildæmis á liverpool Tv í viðtalinu við Jason Mcateer að hann nennti ekki einu sinni að ræða um Lucas i þessu viðtalið, ég vona að við fáum nýjan mann i brúnna helst i dag vonandi á morgun því það þarf að fara að taka til núna strax hjá þessu og getum farið að einbeita okkur að næsta timabili.

 8. Kristján Atli, ég var einfaldlega að benda á að umræðan um að dagar Benítes væru taldir væri ekki í gangi ef ekki væri fyrir þetta víti í umframtíma. Vissulega værum við að tala um slaka frammistöðu, en við værum líka að tala um að stundum þyrftu lið að eiga svona leiki þar sem þau spila illa og vinna.

  Þú minnist á leikina á móti Tottenham og Aston Villa í upphafi tímabils. Manstu eftir þeim? Á móti Tottenham ákvað Carragher í stundarbrjálæði að skalla samherja sinn í vörninni og dómarinn ákvað í eilífðarbrjálæði að það væri í lagi að brjóta á Voronin í dauðafæri. Á móti Aston Villa var Liverpool einfaldlega betra liðið í leiknum. Skítur gerist!

  Ég sé ekki hvað Benítes hefur gert rangt á þessu tímabili. Hann hefur nær undantekningarlaust stillt upp sínu sterkasta liði. Hvað hefði annar stjóri gert?

  Menn geta talað um að hann sé búinn að missa tökin á hópnum, sem ég er reyndar ekki viss um miðað við ummæli leikmanna, en er hið rétta í stöðunni að sparka stjóranum? Ég held að stundum sé málið að skoða hópinn.

  Í gær voru lykilmenn að gera í brækur. Hvað í ósköpunum var Carragher að gera á vellinum? Stanslausar langar spyrnur fram á völlinn gerðu það að verkum að liðið hélt ekki boltanum. Ef það er eitt sem ég veit um aðferðir Benítes þá er það að hann vill að liðið haldi boltanum, jafnvel þó það þýði að menn þurfi að gefa hann aftur eða til hliðar.

  Þú segir í greininni að það sé “ekki hægt að komast hjá því að nefna að Gerrard, Mascherano, Lucas og Benayoun eru allir langt undir pari í vetur”. Ég verð að vera ósammála varðandi tvo leikmenn. Mascerano byrjaði afar illa meðan landslið Argentínu var að berjast við að komast á HM en undanfarið hefur hann spilað vel. Lucas hefur svo ósköp einfaldlega spilað vel það sem af er tímabili og iðulega verið besti maður liðsins. Gerrard hefur verið hrikalegur allt tímabilið.

  Varðandi launapakkann, þá þekki ég þessa tölfræði. Benítes stýrir ekki peningamálum félagsins og ég tel hann eiga einhvern heiður skilinn fyrir að ná þeim árangri sem hann þó hefur náð með ekki dýrara lið.

 9. Svo er það líka með kaupinn sem hann [Benítes] hefur gert þau eru ekki upp á marga fiska frekar en sölurnar hans.

  Þetta er algjört þvaður.

  mér heyrðist tildæmis á liverpool Tv í viðtalinu við Jason Mcateer að hann nennti ekki einu sinni að ræða um Lucas i þessu viðtalið

  Sem segir okkur að Mcateer er vitleysingur, Lucas er ekki vandamál þessa Liverpool liðs.

 10. heyrðu vinur hvað er það sem að Lucas gerir vel i þessi liði ég vill fá að vita það því það er ekki neitt menn segja hann ekki skelfilegan ef hann gefur ekki mark þá er hann allt i lagi i leikinum og finnst þér kaupinn hjá honum og sölurnar i lagi i þessi 5 ár ég get ekk i séð að við séum að spila betur en þegar við unnum meistaradeildinna og bikarinn siðast það eru 3 leikmenn frá því liði sem spiluðu þann leik og hitt er semsagt allt nyjir leikmenn og þú sérð útkomuna þetta gefur alveg augaleið og hann hefur ekki gert vel í þessum kaupum og sölum

 11. Lucas er klárlega ekki vandamál þessa liðs. Hann hefur ekki verið jafn góður í ár og í fyrra að mínu mati en hann hefur þó stigið upp og reynt að axla ábyrgð, og á köflum verið ljósið í myrkrinu eins og Matti bendir á. Hann getur hins vegar miklu betur að mínu mati og kannski er það umhverfinu í kringum hann að kenna.

  Hins vegar kaupi ég það ekki að þetta sé bara lykilmönnum að kenna og ekki Rafa. Það er hans að endurskipuleggja liðið, setja menn sem leika sífellt illa á bekkinn, halda liðinu á tánum. Þetta hefur hann ekki gert. Hann notar sama leikkerfið, stillir upp sömu einstaklingunum í flestum stöðum (séu þeir heilir) og breytir litlu. Ég myndi vilja sjá hann rífa þetta aðeins upp, breyta um taktík og gefa mönnum ný hlutverk, en það virðist ekkert slíkt gerast. Efast t.d. einhver um að Carra, Agger, Insúa, Kuyt og Benayoun muni allir byrja inná gegn Stoke, þrátt fyrir að hafa verið skelfilegir í gær?

 12. 108′
  CORNER BALL

  Carragher bombs forward and forces a corner, but Long heads Lucas’s poor delivery clear. It’s like Liverpool are being forced to play with ten men, with the Brazilian in the team.

  þetta er það sem einn lýsir sagði i gær mér finnst við alltof aumingja góðir hérna Liverpool eru bara búnir að vera ógeðslega lélegir á þessu tímabili og stjórinn hlytur að eiga sök á því, þó að leikmennirnir segja að það eigi ekki að reka hann þá er það ekki það að þeir vilji það ekki myndir þú segja það i viðtali að þú myndir vilja láta reka þjálfarann þinn þú myndir ekkert fá að spila meira það er alveg á hreinu þannig aðeins að vakna.
  það hlytur að vera honum að kenna hvernig miðjan er búinn að vera ekki breyttir hann henni alltaf saman miðjan ekki lagar han vörninna og eins og tildæmis mörkinn sem við fáum alltaf á okkur úr föstum leikatriðum ekki breyttir hann því, það er búið að vera i nokkur timabil hann ber ábyrð á liðinu þó að lykilleikmenn hafi verið vel undir pari þá er það hann sem á að finna útafhverju þeir eru svona undir pari það er þessvegna sem hann heitir þjálfari

 13. Ég held að við megum ekki taka mark á því, er Torres, Gerrard og fl, segja að RB eigi að vera áfram og þetta sé þeim sjálfum að kenna og að leikmenn verði að rífa sig upp,(og gera það svo ekki) það segir engin um stjórann að hann sé slappur og verði að fara. En ef RB fer þá verður annað sagt, sanniði til.

 14. Einar, þótt að enginn leikmaður sé búinn að gagnrýna Benitez opinberlega og allir segjast styðja við bakið á honum þýðir það ekki að allir leikmennirnir séu í skýunum með kallinn. Allir alvöru atvinnumenn halda sínum skoðunum sem að snúa að þjálfara eða samherjum fyrir sjálfa sig. Held að hljóðið í þeim yrði ansi breytt ef Benitez færi frá okkur.

 15. Sælir félagar

  Ég er mjög sáttur við Pistil Kristjans og algerlega ósammála þeim sem mótmæla honum og finnst rök þeirra veigalítil. Kristján bendir einfaldlega á staðreyndir sem verður að horfast í augu við.

  Rafa, leikmenn allir sem einn og eigendur verða að gera svo vel að taka öll mál sín til gagngerðrar endurskoðunar hversu sárt og bölvað sem það er. Og það sem verður að gera verður að gera. Hvort sem það er að skipta umstjóra, eigendur eða selja leikmenn. Ronní Vílan (ath stafs) segir í dag að Rafa verði að fara. Ekki er hann fífl eins og einhver kallaði McAtear (ath stafs). Það eru sem sagt gegnheilir Liverpool menn sem hafa vit á bolta búnir að fá nóg. Alveg eins og við

  Það er nú þannig

  Ynwa

 16. Styð allt sem Kristján segir og tel tíma Rafa vera orðinn svakalega tæpan.

  En eftir ÖMURLEIKA varnarfótboltans í gær vill ég ekki sjá varnarsinnaðan þjálfara í viðtal á Anfield!!!

  Engan José Mourinho takk, heldur mann sem þorir að sækja til að vinna. Þetta í gær jafnaðist á við verstu leiki Houllier!

  Svo er auðvitað með eindæmum að enn sé verið að reyna að klína slöku gengi á menn eins og Lucas, eða Insua. Í gær lék Carragher kjánalega, Agger var í bullinu og Gerrard gerði ekkert. Nenni ekki að rifja upp ömurleika Kuyt og Benayoun. Svona menn eiga að draga vagninn og rífa hina með sér.

  Í gær fannst mér ég sjá vonleysi í augum allra og ENGINN af rauðu leikmönnunum vildi boltann eða gat sent hann, þó utan Aquilani á köflum.

  Er enn brjálaður!

 17. EF Liverpool Tapar á móti Tottenham í næstu viku getum sagt bæ við 4 sæti.

 18. Könnun:

  Á Rafa Benitez að fá að vera lengur með liðið.

  Þumall upp: Já hann á skilið að vera áfram
  Þumall niður: Reka hann strax

 19. Sammála Kristáni.
  Þrátt fyrir að það sé kostnaðarsamt að losna við Benitez, þá held ég það að ná 4. sætinu muni fara langleiðina að bæta þann skaða. Þá myndi ekki skaða að fá nýjan aðila inn einfaldlega til þess að auka skemmtanagildið í leik liðsins og það eitt og sér myndi bæta geðheilsuna um helling. Það verður e.t.v. ekki með í peningum.

  Það var engin tilviljun að liðið fékk á sig mark á 90 mín í gær. Var það aumingjaskapur…kannski. Málið er að þetta er að gerast trekk í trekk,,,ensku þulirnir í gær töluðu um Panic moment (síðustu 10 mín). Á þessu tímabili fengu Reading þrjú góð færi áður en þeir skoruðu. Hvað gerði Liverpool???? Þeir frusu algjörlega. Ekkert sjálfstraust, ekkert frumkvæði…ástandið var algjört panic. Um leið og boltinn vannst var dælt háum boltum upp völlinn og svo pakkað í vörn….ekki einn leikmaður hafði rænu í taka boltann niður og spila honum á næsta mótherja.

  Benitez er búinn að hafa 5 mánuði að breyta hlutunum…..ekkert að gerast….eigum við að gefa honum eitt tímabil í viðbót? eða klára samninginn og lifa við þetta ástand í 4-5 ár til viðbótar??

  Eru menn búnir að gleyma að tímabilunum á undan 2008/9??? Þetta er árlegur viðburður undir stjórn Benitez að spilamennska liðsins hrynur og liðið er í öldudal í einhverja tvo-þrjá mán. Það hefur yfirleitt bjargað kallinum að liðið hefur svo hrokkið í gang seinni hluta móts og allir halda bjartsýnir af stað í það næsta. Nú er liðið búið að vera í öldudalnum í 5 mán. og tímabilið búið á öllum vígstöðvum nema UEFA CUP, þökk sé tveimur 1-0 lukku sigrum á Debrecen frá Ungverjalandi.

 20. Mikið hefur verið skrifað um Rafa Benitez í bresku pressunni í dag. Og flestir knattspyrnusérfræðingar sammála um að dagar hans séu taldir í starfi. Þá er ég nú ekki að tala um The Sun sem hefur haft Rafa á hornum sér frá upphafi. Knattspyrnusérfræðingur BBC sem ég nenni ekki að skrifa nafnið á gerir Benitez að umtalsefni og sannfærði mig endanlega um að dagar hans væru taldir.
  Þegar þjálfarar missa trú leikmanna þá er komið að leiðarlokum. Auðvitað segir engin helvita leikmaður í toppliði að toppstjórinn sé að gera eitthvað rangt. Það gæti kannski gengið með Mark Hughes sem ekkert hefur unnið á sínum þjálfaraferli en við náunga sem hefur unnið Meistaradeildina, FA Cup og spænsku deildina er best að þegja bara.

  Staðan er einföld; þetta er titlalaus leiktíð, liðið hefur leikið langt undir væntingum, er að leika um fjórða sætið eins og Tottenham, Aston Villa, Manchester City og jafnvel Birmingham ef útí það er farið. Arsenal, United og Chelsea verða í þremur efstu sætunum. Við erum í hinum slagnum. Og miðað við leiktíðina er ekkert sem bendir til þess að Rafa geti staðið við stóru orðin. Og setjum dæmið svona upp; Liverpool nær sjötta sætinu. Dettur út úr Evrópkeppninni í 16-liða úrslitum og verður af háum fjárhæðum vegna þessa. Er þá kostnaðurinn við það að reka Rafa Benitez ekki orðinn meiri heldur en að láta hann fara. Mancini hefur tekið við stjórnartaumunum hjá City og liðið hefur allt í einu virkað á mann sem öflugt teymi. Ef andrúmsloftið á Merseyside er orðið svo rotið að menn ná ekki einu sinni að gíra sig upp fyrir bikarleik þá er greinilegt að margt er að.
  Lausnin við þessu vandamáli er einföld; dagar Rafa eru einfaldlega taldir. Hann missti búningsherbergið á einhverjum tímapunkti á þessu tímabili. Liðið lék ekki langt umfram getu á síðasta tímabili, það var á pari við það sem það getur. Spáið í hópnum, hann er engu síðri en hjá Chelsea, Arsenal og United. Landsliðsmenn í hverri stöðu og það góðir leikmenn. En það er ekkert skrýtið að þeir skuli hafa leikið illa, þá langar ekkert að leika betur. Þeir hafa ekki trúna á að það sem er lagt upp með fyrir leik geti virkað.

 21. Mjög góður pistill Kristján, það er ljóst að vandamál Liverpool verður ekki leyst á einni nóttu. Ég get að vísu ekki verið sammála því að liðið hafi verið að spila yfir getu í fyrra því hópurinn þá var einfaldlega betri en hann er núna. Þar að auki voru lið eins og City, Tottenham og Villa ekki í jafn sterk og þau eru í dag.

  Ég hef áður komið inn á það að hópurinn sé lélegri en á síðasta tímabili, leikmenn sem spiluðu nánast hvern einasta leik í fyrra eru farnir, leiðtogi sem allir litu upp til og gat án nokkurs vafa eflt móralinn er farinn til Þýskalands. Tveir spænskir landsliðsmenn fóru til Real, annar var búinn að vera ómissandi hlekkur í vörninni og hinn stjórnaði miðjunni af stakri snilld, var í raun gangverkið í mótornum. Þrátt fyrir slaka frammistöðu Keane fór ákveðin breidd sóknarlega með honum.

  Ofan á bottför leikmanna hafa meiðsli lykilmanna verið mun meiri þetta tímabilið, Liverpool hefði aldrei náð sama árangri á síðasta tímabili með jafnmiklum meiðslum lykilmanna og nú. Það er full hart að tala um að Riera hafi ekki staðið sig hann er búinn að vera meiddur nánast allt þetta tímabil. Liðið hefur klárlega saknað hans enda einn af fáum leikmönnum sem getur í raun tekið menn á og skapað hættu með því.

  En eins og hjá nafna þá fór ég í gærkveldi í fyrsta skipti í vetur að hugsa hvort ekki væri kominn tími á Benitez, ég hef hingað til stutt hann heilshugar og hef mikið álit á honum sem þjálfara. En andleysi og getuleysi liðsins þessa daganna hrópar svo á mann að enginn maður kemst hjá því að sjá það. Innst inni vona ég auðvitað að hann nái að snúa genginu við og Liverpool nái sér á strik, en í raunveruleikanum held ég að það sé langsótt. Mín tilfinning er sú að Benitez fái næstu tvo leiki til að rétta skipið af og ef þeir vinnast ekki báðir þá komi sparkið.

  Nýja eigendur og með þeim nýjan stjóra það er ósk mín á nýju ári.

  Krizzi

 22. Leikur liðsins er allt of fyrirsjáanlegur. Þegar önnur lið koma til að pressa þá er það ekki gert bara einhvernveginn. Það er engin tilviljun að boltinn endar yfirleitt hjá Carragher sem hefur oftast bara um tvo kosti að velja spila til baka á markvörðinn eða flengja honum fram völlinn. Með öðrum orðum, stjórar segja við sína menn, pressa og tvídekka suma en leyfið öðrum að hafa boltann því það er vitað að þeir eru ekkert að fara gera ( u.þ.b. helmingur liðsins)

 23. Góður pistill Kristján. Það að reyna að fría Benitez af þessu gengi er bara barnalegt og tekur ekki rökum. En eitt verður maður þó að gefa Rafa að hann hefur ekki fengið að bæta hópinn seinustu 2 sumur á meðan Tottemham, Aston Villa, Man City og svo að sjálfsögðu liðin sem hafa vanalega verið ofan við okkur í deildinni undanfarin 10 – 20 ár, Man Utd, Chelsea og Arsenal hafa styrkt sína hópa. Arsenal hefur reyndar kannski ekki verið á kaupæði en Wenger hefur verið að kaupa rétt.

  Hinsvegar má skrifa öll kaup og sölur á Rafa. Hann hefur gert mýmörg mistök í leikmannakaupum. Menn eins og Josemi, Voronin, Degen, Morientes, Barragan og já það er hægt að nefna fleiri. Þetta er vissulega ekki auðvelt en hugsið ykkur að á meðan hafa lið eins og Arsenal keypt unga og góða leikmenn í bland við eldri leikmenn og fyrir engan pening. Segir manni það hversu miklu snjallari Wenger er á leikmannamarkaði en Benitez. Það er allavega mín skoðun.

  Varðandi leikinn í gær þá var það alveg morgunljóst frá byrjun að það vantaði allan kraft, áræðni og dug í liðið. Benitez bendir og bendir og skrifar og skrifar en það gengur ekkert á meðan inn á vellinum. Auðvitað var þetta óheppni þetta víti en mér er skítsama, ég hefði verið að ræða hér í dag hvað Liverpool væru slappir þrátt fyrir að það hefði ekki komið til. Matti getur ekkert alhæft eins og hann gerir !!

  Niðurstaðan er einföld Rafael Benitez er búinn að missa klefann eins og þeir kalla það í boltanum. Menn eru hættir að hlusta á ráð hans eða skipanir. Menn hafa ekkert sjálfstraust eða neina löngun. Rafa er ekki að ná að koma þessu að hjá þeim, sjálfstrausti og dug. Það verður ekki annað en skrifað á Rafa. RAFA RAFA RAFA !!! Eigendur eru svo annar kapituli fyrir utan þetta og þeir eiga stóran þátt í þessu einnig. Leikmenn eiga sinn þátt í þessu eins. Þjálfarateymi, vefsíðufólk, afgreiðslulið það eiga allir sök er það ekki ….. ÖMURLEGT en ég enda þetta með YNWA.

  Er farinn að horfa á EM í handbolta !

 24. Eru menn virkilega enn að gagnrýna leikmannakaup Benítes? Var þetta ekki tekið ítarlega fyrir á þessum vettvangi fyrir skömmu?

 25. Hef margreynt að ræða leikmannakaup Rafa sem eru síst verri en hjá öðrum stjórum stórliðanna. Nenni því ekki lengur, held að það sé að verða ástæðulaust. Ég t.d. vildi ekki hafa keypt Nani á 19 millur eða Berbatov á 36 kúlur!!!

  Vandinn liggur þar heldur þrjósku Rafa (og stundum hroka) sem birtist m.a. í vanvirðingu hans við aðdáendur liðsins að stilla ekki upp sínu besta liði í gær. Ellefu bestu meina ég í einu keppninni sem hefði friðað okkur.

  Svo kann hann ekki ennþá á kraftalið sem berjast. Fimm árum seinna.

  Enn og aftur segi ég að næsti þjálfari á ekki að verða taktíksnillingur með gott track-record í Evrópu heldur sóknarþenkjandi Breta sem kann áherslur enska boltans upp á 100%! Og sækir fram í rauðan dauðann!!!

 26. Ég held að leikmannakaup Benitez séu ekki vandamálið – það er sú spilamennska sem hann virðist ekki ná út úr þeim sem er vandamálið í augnablikinu. Ég hef verið hluti af “ekki-reka-Rafa” kórnum ef svo má að orði komast, en þolinmæði mín er takmörkunum háð og vonleysið sem kemur eftir hverja tilraun til þess að spila fótbolta verður meira með hverri vikunni. Ég get ekki kallað þetta að spila fótbolta, þetta er eitthvað allt allt annað.

  Ég kom inná það um daginn að á erfiðum tímum ættu sterkir menn að stíga fram og draga vagninn – eins og Gerrard gerði síðustu leiktíð Houllier og kom okkur í CL nánast einn síns liðs. Nú er engin til staðar sem er tilbúin til þess að gera þetta, þessir leikmenn fóru ekki frá því að vera ótrúlega góðir í fótbolta og vera hrósað í hverju horni, í að vera ömurlegir yfir eitt sumar. Það er eitthvað mikið að á Anfield, stemmningin sem einkenndi liðið í fyrra er horfin, og það eru engin ummerki um breytingar til batnaðar – þvert á móti er þetta ferli eins og hjá mörgum fíklum, við náum nýjum lægðum hvað eftir annað og svo virðist sem að um botnlausan pitt sé um að ræða.

  Ég er fullkomlega sammála pistlahöfundi um að tími Rafa sé á þrotum. Áhyggjur mínar aukast með hverjum deginum og Rafa virðist ekki hafa það sem þarf til þess að snúa gengi liðsins við. Ekki bara úrslitin sem eru slæm, heldur er spilamennska verri. Skiptir litlu hvaða leik við skoðum, ströggla gegn Wolves á heimavelli í deild, sannfælrandi tap gegn neðsta liði deildarinnar, sigra ósanngjarnt á Villa Park eða að vera yfirspilaðir á köflum gegn liði í fallbaráttu annarar deildar – það eru engin batamerki á liðinu, skiptir engu hvort við sigrum Man Utd & Everton eða töpum gegn botnliði ensku deildarinnar – leikmönnum LFC virðist vera alveg sama.

 27. Vandinn liggur þar heldur þrjósku Rafa (og stundum hroka) sem birtist m.a. í vanvirðingu hans við aðdáendur liðsins að stilla ekki upp sínu besta liði í gær. Ellefu bestu meina ég í einu keppninni sem hefði friðað okkur.

  Hvern vantaði í byrjunarlið fyrir utan Reina?

 28. Hverjum er ekki skítsama um leikmannakaup – tölfræði og allt það.
  Liðið er til skammar og Rafa ber ábyrgð á því. Burt með hann.

 29. Glæsilegur Pistill, geri mér grein fyrir því að þetta gengi er ekki bara honum Benitez að kenna, heldur eru lykilmenn að spila langt undir getu og margt annað eins og fólk er búið að segja hér að ofan. En málið er að það er Benitez sem á að finna lausn, prófa eitthvað nýtt, prófa nýja leikmenn prófa annað kerfi, reyna að vera frumlegur og koma mótherjanum á óvart, en í staðinn hefur hann þrjóskast með þetta kerfi sem virkaði mjög vel í fyrra en er bara allt of fyrirsjáanlegt á þessu tímabili. Eins og koma fram að ofan þá var hans helsti kostur hjá Valencia taktík og hversu óútreiknanlegur hann var. Ef Benitez getur ekki komið með eitthvað nýtt, komið aftur með þetta óvænta þá er ég hræddur um að hann sé kominn á endastöð hjá Liverpool og nauðsynilegt er að fá eitthvað ferskt til Liverpool.

 30. engann helvítis breta,Þeir kunna ekki að spila fótbolta.Þjóðverja eða Ítala

 31. Sælir félagar

  Það vantar nú dálítið þega Reina vantar Matti. Ég er sammála Magga með hugmyndir um sóknarsinnaðan þjálfara. Bendi á að Ronnie Whelan vill að Kenny Dalglish taki við til vors. Whelan þekkir Kenny vel bæði sem leikmann og stjóra og enginn segir að þeir báðir hafi ekki verið toppmenn bæði sem fótboltamenn og líka Kenny sem stjóri og Whelan sem álitsgjafi í fótbolta og um Liverpool. Hvað oft er maður ekki búinn að sjá hann á Liverpool – rásinni.

  Nei nú er ekkert annað en taka stóra stökkið frammávið. Rafa er trausti rúinn og ætti auðvitað að eigin frumkvæði að gera starfslokasamning á lægri nótunum við klúbbinn. Svo tekur Dalglish við og klárar fram á vorið og ef til vill lengur ef svo við horfir.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 32. Vissulega eiga leikmenn sök líkt og Benitez. Málið er að það er auðveldara að skipta út einum þjálfara en einhverjum 15 leikmönnum sem hafa verið að spila illa í vetur.

 33. Já ef það er eitthvað sem að gerir þennan agalega lélega tapleik gegn Reading verri þá er það þetta. Miðað við sóknarleik liðsins eftir að Torres og Gerrard fóru útaf þá þarf virkilega að bæta 1-2 sóknarmönnum þar sem að Babel, Ngog, Kuyt ofl sýndu bara ekkert að þeir eigi skilið þetta tækifæri sem býðst núna!

 34. Auðvitað erum við að ræða leikmannakaup Matti, er það ekki hluti af þessu eða ??

  Ég veit ekkert hver á að taka við af Benitez aftur en vandamál hans eru að kristallast inn á vellinum.

 35. Já sæll.
  Torres frá í 6 vikur og Benayoun í 4 vikur. Djöfulsins skítaleikur. Ekki nóg með það þá verður Gerrard líklegast eitthvað frá líka.

  Ætli að Rafa hafi teflt fram óheilum Gerrard og Torres gegn fallbaráttuliði í B deildinni. Treystir kallinn ekki öðrum leikmönnum?

 36. hann setur varnarmann inn á í framlengingu á móti reading!!!!!! segir algerlega til um hugleysi og aumingjaskap hjá þessum manni.
  BURT BURT BURT BURT MEÐ RAFA

 37. Við höfum ekki efni á að reka Benitez, en höfum við efni á að vera með hann stundinni lengur? Er hann ekki búinn að eyðileggja þetta lið nóg?

 38. hann setur varnarmann inn á í framlengingu á móti reading!!!!!! segir algerlega til um hugleysi og aumingjaskap hjá þessum manni.

  Eða það segir okkur að Degen (sem hefur lítið sem ekkert spilað) hafi verið alveg búinn á því.

 39. Ef Reina (meiddur í gær að mér skilst) getur spilað á laugardaginn þá hefði hann alveg getað spilað í gær, það er ekki flóknara en svo, það er hins vegar ekki hægt að kenna Kvíarnum um tapið í gær. Stóð fyrir sínu og verður ekki sakaður um mörkin.

  Það er ljóst að ósköpin eru ekki búin því allt stefnir í að Liverpool verði án Benayoun, Gerrard, Torres og hugsanlega Reina á laugardaginn kemur gegn Stoke og Tottenham í vikunni á eftir. Það verður forvitnilegt og hugsanlega ekki sársaukalaust að fylgjast með framvindunni.

 40. burt séð frá allri umræðu hérna fyrir ofan sem ég hef ekki gefið mér tíma til að lesa . þá langar mig að spyrja hvað mönnum fannst um skiptingu benna á degen og skrtel ?? þvílíkur hroki í manninum að setja varnarmann inná á þessum tímapunkti í leiknum þegar að reading var búið að vera MIKLU sókndjarfara allan leikinn nánast !! ég gat ekki betur séð en að benitez ætlaði að halda jöfnu og fara í vító , les akkert annað úr þessari skiptingu hjá manninum .

  auðivtað á að reka manninn (benitez) hann er ekki að standa sig með þetta lið , og þið sem komið með rökin að hann hafi stýrt þessu liði til mikillar velgengni á síðustu leiktíð getið sleppt því að commenta á þennan póst , mér fannst benitez einmitt eyðileggja kjörið tækifæri á síðasta tímabili til að vinna epl , með sínum asnaskap og þrjósku þarna í kringum jólin. að halda því fram að hann hafi verið að gera góða hluti á síðustu leiktíð er bara rangt að mínu mati . þvert á móti fannst mér hann fara MJÖG illa með liðið og hefði klárlega átt að skila dollu í hús !!

 41. Ef Reina (meiddur í gær að mér skilst) getur spilað á laugardaginn þá hefði hann alveg getað spilað í gær, það er ekki flóknara en svo,

  Þetta er alveg glórulaus lógík. Leikmenn jafna sig á meiðslum. Stundum eru þeir tæpir og menn telja ekki ráðlegt að hætta á frekari meiðsli.

  þá langar mig að spyrja hvað mönnum fannst um skiptingu benna á degen og skrtel ?? þvílíkur hroki í manninum að setja varnarmann inná á þessum tímapunkti í leiknum þegar að reading var búið að vera MIKLU sókndjarfara allan leikinn nánast !!

  Þetta er eiginlega glórulausari lógík. Ég held að hugtakið sem þú ert að leita að sé andstæða við hroka. Væntanlega viltu frekar kalla stjórann rolu fyrir þessa skiptingu. Eins og ég sagði í fyrri athugasemd var Degen sennilega bara búinn á því enda hefur hann ekkert spilað undanfarið.

 42. Mér er sama hver stýrir Liverpool liðinu, það sem er mikilvægt að mínu mati er að þegar einhver leikaðferð eða liðsuppstilling (hver sem hún er) gengur ekki upp þá prófaru eitthvað annað. Það á enginn að eiga fast sæti í byrjunarliðinu án þess að hafa unnið fyrir því.

 43. Ánægður með talsmann Benitez hérna á http://www.kop.is. Ég hef aldrei séð annan eins stuðningsmann og Matta sjálfan. Þú ert svipaður og Hannes Hólmsteinn í garð Davíðs Oddssonar.

  Rafa er kominn á endastöð og það sjá allir sem hafa vit á þessu. Leikmenn hafa misst trúna á þessu og liðið er rúið sjálfstrausti. Hlutverk hvers er það að berja sjálfstrausti aftur í liðið? Jú, til þess er ráðinn knattspyrnustjóri sem hefur ansi mikið að segja í þessum efnum.

  Spurning að láta leikmennina bara um þetta og sleppa Benitez, miðað við þau skrif sem ég hef lesið eftir Matta þá virðist það jafnvel vera besta lausnin.

 44. Það þarf enginn að segja mér að það verði svo skjótur og undraverður bati á tveimur og hálfum sólarhring

 45. Ef það er einhver sem er enn að verja Rafa Benitez þá er hann ekki stuðningsmaður Liverpool FC. Þetta er til skammar og Rafa á að vera löngu farinn burt. Ok liðið er að spila illa og margir leikmenn eru að spila undir getur en maður spyr sig hvað þarf eiginlega að gerast til að hann verði rekinn.

 46. Ég hef aldrei séð annan eins stuðningsmann og Matta sjálfan. Þú ert svipaður og Hannes Hólmsteinn í garð Davíðs Oddssonar.

  Lendir maður virkilega í skítkasti ef maður andmælir rugli sem hér er sett fram – eins og menn geti ekki verið tæpir af meiðslum. Ég sleppti hádegisbolta í dag þar sem ég var aumur í fótunum en ætla að mæta á morgun. Er það skjótur og undraverður bati? Nei, það þýðir einfaldlega að ég þurfti hvíld til að jafna mig.

  Prófið að gera það sama og Kristján Atli sem bregst við andmælum málefnalega. Ef menn ráða ekki við það er betra að sleppa því að skrifa athugasemdir.

  Varðandi leikmannakaupa Benítes, þá er ágætis umfjöllun um það hér á Liverpool blogginu.

 47. Ég held að leikmenn séu búnir að fá nóg af RB en þora ekki að segja það. Hvenær sýnir hann gleði þegar skorað er? ALDREI (aðrir hoppa hæð sína í loft upp) Hvenær er hann brosandi eftir sigur? ALDREI. Hvenær gefur hann fimmu við hjálparsveina sína eða slær á bak þeirra eftir flott spil og mark? ALDREI. Ég held að RB sé að stórum hluta úr járnadrasli. Nýjann þjálfara strax og sá sem kemur getur varla gert það verra, vagninn er komnn á endastöð hjá RB og hann á að fara þar úr……

 48. Fólk verður að mega vera á annarri skoðun en þið hinir. Mér finnst bara fínt hjá Matta að benda á þessa hluti. Hann hefur líka sýnt það undanfarnar vikur að hann veit alveg hvað hann er að tala um. Og rökstyður mál sitt yfirleitt ágætlega.

  Það þýðir þó ekki að ég sé sammála honum. 13. desember síðastliðinn fékk ég 5 ára gamalt Houllierkennt deja-vu þegar mér sýndist Benítez ekki ætla að ná að snúa genginu við. Um jólin þá nær hann sigri gegn Aston Villa og Wolves sem hélt honum í stjórastólnum en nú er hann einfaldlega kominn út á ystu nöf. Ef liðið vinnur ekki báða af næstu deildarleikjum þá er þetta búið hjá honum. Þá tekst honum ekki að lyfta liðinu upp töfluna, liðið er dottið út úr öllum keppnum nema Euro League og er að spila drullulélegan fótbolta.

  Að sjálfsögðu ber Benítez ábyrgð á því hvernig liðið leikur. Hann hefur stillt upp hálft tímabilið með tvo miðjumenn sem hvorugur gefa boltann fram á við. Hann er með hægri kantmann sem gefur boltann ekki fram á við. Hann er með hafsenta sem varla geta spilað boltanum frá sér og bakverði sem geta varla varist. Hann hefur keypt alla þessa leikmenn nema Gerrard og Carragher og í liðinu sem hann erfði og gerði að Evrópumeisturum voru margir góðir leikmenn. Því er ekki hægt að segja að hann hafi tekið við ruslliði. Staðreyndin er sú að liðið hefur ekki batnað nógu mikið síðan 2005. Önnur lið hafa tekið fram úr okkur í framförum og það er m.a. Benítez að kenna en líka því að hann hefur ekki fengið peninga til að styrkja hópinn og liðið. Gamblið sem hann fór í í sumar, að kaupa tvo dýra leikmenn og selja helling þynnti hópinn sem hefur síðan ekki ráðið við verkefnið m.a. vegna meiðsla.

  Ef þið viljið skoða nákvæmlega frammistöðu leikmanna í vetur þá mæli ég með síðunni http://www.guardian.co.uk/football/chalkboards/create
  Þar getið þið skoðað t.d. sendingarleiðir leikmanna og séð svart á hvítu hvað vandamálið er. Og það er ekki við Lucas að sakast, heldur þjálfaranum sem ætlar honum hlutverk sem hentar honum ekki.

  http://www.knattspyrna.bloggar.is

 49. Ég hef unnið stíft í því síðustu 10 ár, og með góðum árangri að gera son minn að púllara, frá fæðingu semsagt. Árangurinn er sá að ég þekki ekki nokkurn mann sem hugsar um og heldur meira með Liverpool en hann.
  Að upplifa vonbrigðin hjá guttanum eftir leikinn í gær fékk mig í fyrsta og vonandi eina skiptið til að fá samviskubit yfir því að bera ábyrgð á þessu.

  Þeir sem eru við stjórnvölinn eru á góðri leið með að senda þettan góða klúbb í ruslflokk og við eigum ekki skilið að vera boðið upp á þennan hrylling. Breytinga er þörf í gær, það þýðir ekki að “vera svekktur” eins og Rafa, menn eiga að vera reiðir.

 50. 27 Maggi

  Hvern sérðu þá helst fyrir þér????? Ekki segja O´neill, Plíííís…..

 51. Nokkuð góður pistill, en langt frá því að ég sé sammála öllu sem i honum stendur. En Einar Örn kemur með góðan punkt þar sem hann bendir á að leikmenn standi þétt við bakið á Rafa og það hafi engin leikmaður skelt sökini á Rafa þvért á móti þá hafa leikmenn sagt að vandin sé hjá þeim sjálfum. Og persónulega held ég að það væri arfa vittlaus ákvörðun að láta Rafa fjúka… Ég ætla ekki að fara í neinar málalengingar um þennan leik hann var slakur af okkar hálfu, en það sem mér þótti athigli vert var að þegar Torres og Gerrard fóru af velli þá fyrst fór boltin að ganga betur á milli manna. Sú breyting sem þarf að eiga sér stað og það strax er að Kuyt þarf að vera tekin úr liðinu… hann er ekki að fitta inn í þetta og svo kann maðurinn ekki grundvallar atriði í fótbolta…. Persónulega tel ég engan heimsendir þó að þessi leikur hafi tapast. Við þurfum að hætta að hugsa og tala um þennan leika og snúa okkur að þeim næsta…

 52. Nú hlakka ég helst til að sjá hvot Rafa setur Maxi á kantinn og hvað hann gerir þá við Kát. Kátur og Ngoggarinn saman frammi í 442? Ætli Rafa myndi þá ekki nota bakvörð Á vinstri væng og MascheLucas á miðjunni.

 53. Úff, ég er alveg á báðum áttum með þetta. Fyrir mánuði síðan hefði ég verið á móti brottvitningu Benitez, en svei mér þá, þá held ég að þetta sé komið nóg hjá kallinum. Ég er reyndar ennþá sannfærður um að Benitez er líklega einhver besti og fróðasti þjálfari sem völ er á, en hann virðist ekki getað kallað fram baráttuanda í liðinu. Liverpool hefur spilað langt undir getu í marga mánuði og áhugaleysið hjá leikmönnunum er yfirþyrmandi. Þjálfari sem ekki getur mótiverað liðið sitt á að taka pokann sinn, sama hversu fær hann er.

 54. Ég held að sama leikkerfi verið notað áfram

  Aquilani fari í stöðuna hans Gerrard og masch komi inn á miðjuna.

 55. held að menn eigi að fara að huga að einhverju öðru en eigendunum, eins og hefur marg oft komið fram hér að ofan þá erum við nánast undantekningarlaust með leikmannahóp inn á vellinum sem á að klára leikina en dæmið er ekki klárað. Peningar gera þá leikmenn sem við höfum nú þegar gera þá ekki betri. Ég skil samt alveg þá sem vilja halda Benitez hann er engin vitleysingur í fótbolta, en menn hljóta samt að spyrja sig hversu lengi getum við beðið eftir að liðið taki sig til og fari að vinna leiki. Það er ekkert sem bendir til þess að við séum að fara að gera eitthvað, og það verður að segjast eins og er að það líður ansi langt á milli þess sem að við spilum vel. Ég reyndar man aðeins eftir sára fáum leikjum í vetur þar sem við höfum klárlega verið betri aðilinn á vellinum og skapað okkur mikið af færum.

  Það er bara þannig að Benitez verður að fara. Það þarf að fá nýtt blóð til að hrista upp í þessu, það var pistill hér um daginn sem kom reyndar með ansi góð rök fyrir því að það myndi fylgja því mikil áhætta að reka þjálfarann, en ef vel er að þessu staðið þá getur það líka gengið, sjáið t.d. City.

  Ég veit að allir eru mér nú sennilega ósammála en ég er nú farin að velta því fyrir mér hvort væri rétt að selja Torres fyrir rétt verð ef menn eru að tala um 50-70 milljónir punda þá sé ég liðið ekki veikjast svo fremi sem þjálfarinn fengi þessa peninga til að kaupa menn í staðinn, þessi meiðsla saga hans er nú að verða ansi skrautleg. Þar fyrir utan sé ég ekki fyrir mér, alveg sama hvað hann hefur sagt í viðtölum að hann muni verða í eitthvað rosalega mörg ár á Englandi. En það yrði nú líka að vera vandað til verka, og ég er ekki viss um að ég myndi vilja láta Benitez velja þá leikmenn. En sennilega verð ég nú reyndar komin á aðra skoðun þegar hann skorar næst.

  En töpum nú samt ekki gleðinni bíðum eftir Stoke er joke og klárum það dæmi.

 56. Hrikalegur leikur í gær og margir oðlausir og sárir yfir þessu rugli. Ég hef ekki trú á öðru en að leikmenn séu rúnir sjálfstrausti og hreinlega skammist sín. Torres og Gerrard úti í nokkrar vikur…..ekki gott en…. Ég kem með þá spurningu er það svo slæmt?? Hefur ekki verið of mikið uppá þá spilað og treyst. Þessi uppstilling er ekkert svo slæm: Reina Carra Skrtl Agger Insúa Rieira/Babel/aurelio Mascherano Lucas/Aquilani Maxi Kuyt Ngog/Babel. Benítes hlítur að hafa Aquilani inná miðjunni til að hafa “skapandi” leikmann sem getur dreyft spilinu og sent á vængmennina og framherjana. Vonum það besta allavega YNWA.

 57. Vá þetta tal um að það megi ekki reka Rafa því það kosti Liverpool svo mikið er farið að minna mig mjög á þegar Íslendingar þorðu ekki að vinna Eurovision því efnahagur Íslands hefði ekki bolmagn til að halda keppnina.

  Hvenær varð það slæmt að óska eftir góðum hlutum eða sigrum?
  Þurfum við Púlarar endalaust að vera drepast úr minnimáttarkennd líkt og Íslendingar og óttast allt, jafnvel mjög jákvæða hluti þó þeir kosti sitt?

 58. þetta er ekki lengur orðin bara spurning um unna leiki og tapað fyrir mér, það sem er að angra mig hvað mest er hversu ótrúlega léleg framistaðan inná vellinum er, t.d. hefði ég ekki orðið glaður með framistöðuna þrátt fyrir að við hefðum unnið, framistaðan var bara engan veginn góð…

  ég er því miður búinn að missa allt álit á Benitez, hann er virkilega klár stjóri, með ótrúlega miklar og góðar hugmyndir, en hans taktík er bara orðin of fyrirsjáanleg… því miður Rafa…

 59. Ekki það að ég gráti gengi ykkar manna en eina ástæðan fyrir lélegu gengi liðsins í vetur er sú að besti leikmaður liðsins síðustu 5 tímabil fór í sumar. Alonso var einfaldlega sá sem bar þetta uppi. Það nennir enginn að vinna skítverkin lengur.

  I’d rather walk alone.

 60. Gengi liðsins það sem af er tímabili hefur auðvitað verið skelfilegt. Að mínu mati eru tvær megin ástæður fyrir slæmu gengi liðsins:

  Annars vegar að lykilmenn hafa verið meiddir OG hafa verið að spila meiddir. Þeir hafa því verið að spila langt undir þeim standard sem þeir hafa áður sýnt og langt undir þeim standard sem við vitum að býr ennþá í þeim! Það er hægt að kenna Rafa um þetta að einhverju leiti. Auðvitað á hann að gefa lykilmönnum tækifæri til að jafna sig af meiðslum þannig að þeir hafi tök á því að blómstra síðar á tímabilinu eða á komandi tímabilum (eins og Sigurjón Njarðarson bendir á í öðrum ummælum).

  Það er hins vegar hægara sagt en gert. Við sem aðdáendur höfum frá fyrsta degi gert kröfu um sigra og frábæra spilamennsku. Þeir sem hafa lesið ævisögu Gerrard vita að hann gerir sömu kröfur og vill gera allt sem í sínu valdi stendur til að uppfylla þessar kröfur. Þ.e.a.s. að spila. Alltaf.

  Ef allt væri eðlilegt gæti Rafa sagt við Gerrard: Gjémmli, gjémmli, þú ert ekki heill og þú gerir sjálfum þér og liðinu engan greiða með því að spila meiddur. Við spörum þig þangað til þú nærð þér – ég bið bara einn af okkar fjöldamörgu frábæru varamönnum um að fylla í skarðið þitt. Við erum með fína breidd.

  En það er einmitt vandamálið. Við erum ekki með fína breidd. Við erum ekki með fjöldamargar kanónur á bekknum sem geta hlaupið í skarðið þegar á þarf að halda. Þess vegna er mönnum eins og Gerrard, Torres og Benayoun, spilað í slæmu ástandi.

  Hvað þetta varðar er því að mínu mati minna við Rafa Benitez og leikmennina að sakast. Ábyrgðin hvílir hjá stjórn og eigendum Liverpool FC sem hafa gerst sekir um að fjárfesta ekki nærri nógu mikið í liðinu okkar í langan tíma.

  Hin ástæðan fyrir slæmu gengi liðsins er lítið sjálfstraust. Ég hef frá upphafi haft mikla trú á Benitez og ég er alveg 100% sannfærður að enginn knattspyrnustjóri Liverpool frá því að ég man fyrst eftir liðinu yfir heilt tímabil (1992), hefur fært mér jafnmikla gleði og jafnmikla trú á liðinu og hvert það stefnir.

  Sjálfstraust liðsins (eða öllu heldur skorturinn á því), held ég þó að sé að miklu leiti honum að kenna. Ekki svo að skilja að ég haldi að hann sé að drepa niður sjálfstraustið hjá liðinu. Ég held bara að hann sé ekki nógu duglegur (eða í versta falli nógu góður) að peppa upp sjálfstraustið í mönnum.

  Skorturinn á sjálfstrausti sést á skelfingarsvip leikmanna og samfarandi þróttleysi. Í hvert skipti sem við komumst yfir og fáum svo á okkur mark. Í hvert skipti sem við höfum reynt að komast yfir (oft í heilar 20 mínútur!) í upphafi leiks en ekkert gengur. Jafnvel í hvert skipti þegar við fáum á okkur hornspyrnu!

  Menn hafa ekki sjálfstraust og þeim finnst þeir hafa allt á hornum sér. Og að einhverju leiti er það rétt hjá þeim. Við höfum verið óheppnir með margt þessa leiktíðina. En að miklu leiti uppfyllir þetta sig að sjálfsdáðum. Þ.e. leikmenn trúa að þeir séu sjúklega óheppnir og ekkert sem þeir geri muni breyta því – og þá gerist nákvæmlega það!

  Rafa Benitez þarf að laga þetta sjálfstraustsvandamál ekki seinna en núna! Fótboltamenn Liverpool eru atvinnumenn og við ætlumst til mikils af þeim í samræmi við það. Hitt er annað mál að hvort sem þeir eru atvinnumenn eða ekki breytir það því ekki að þeir eru bara menn. Þeir þurfa hvatningu og þeir þurfa að finna fyrir því að aðrir (þjálfarar, leikmenn og stuðningsmenn) hafi trú á þeim. Hver man ekki eftir 20 klukkustunda (!!!) markaþurrð Crouchy (ohhh elsku Crouchy). Svo skoraði hann ógeðslega ljótt mark á móti WBA (sem menn deildu nú um hvort hann hefði skorað eða hvort þetta væri sjálfsmark) og allt í einu var hann bara dotttinn í gang. Stuttu síðar skoraði hann með TVEIM HJÓLHESTASPYRNUM. TAKK FYRIR OG GÓÐAN DAGINN.

  Ég hugsa stundum að þetta væri einfaldara ef leikmenn hefðu í alvöru misst trúna á Benitez. Ef ég gæti séð sömu líkamstjáningu og ég man svo vel eftir á síðustu tímum Houlliers. Ef það væri tilfellið, þá væri lausnin, hversu erfitt sem væri að kyngja því, að segja upp Benitez og ráða nýjan karl í brúnna. En ég get ekki séð að menn hafi misst trúna á Benitez. Þvert á móti. Menn hafa misst trúna á sjálfum sér.

  Að lokum vil ég benda á þetta vídjó.

  http://www.facebook.com/video/video.php?v=103256159696436

  Þetta er vinur okkar allra, Steven Gerrard að skora fyrra mark Liverpool á móti Wolves. Markið er fallegt, en það er ekki það sem ég vil benda mönnum á. Það sem ég vil benda mönnum á er hversu ÓGEÐSLEGA glaður Stevie frændi er með að hafa skorað.

  Á móti Wolves.
  Sem eru í 15. sæti.
  Á Anfield.

  Fyrir ári hefði hann fagnað, en ekki jafn svakalega og þarna. Ástæðuna fyrir þessum miklu fagnaðarlátum tel ég vera hversu ótrúlega erfitt uppdráttar hann (og liðið einnig) hefur átt það sem af er leiktíð. Hversu ótrúlega lítið sjálfstraust hann hefur sökum þess. Viljiðið pæla í því að þetta var aðeins 4 mark hans í deildinni – og þar af voru tvö úr vítum.

  Vonandi mun lukkan almennt fara að snúast okkur í hag. Vonandi mun Rafa geta peppað smá sjálfstrausti í mannskapinn. Vonandi fara menn í kjölfarið að hafa trú á sér. Vonandi geta menn skilið fyrri 9 holurnar eftir uppí skála og spilað nýtt golf á seinni 9. Jafnvel þó það sé enginn alvöru bikar í boði.

  Svo tökum við bjór á 19.

  YNWA

Liverpool 1 – Reading 2 (eftir framlengingu)

Torres frá í sex vikur