Uppfært: Búið að semja við Maxi Rodriguez

Hér sést Maxi í Taxi í Liverpool borg í dag.

Kaupin á honum hafa ekki verið staðfest alveg, en það má teljast líklegt að þau mál klárist í kvöld eða á morgun. Frábært mál.

19:05

Það er búið að staðfesta “kaupin” á opinberu síðunni. Hann kemur á frálsri sölu frá A.Madríd og samningurinn gildir í þrjú og hálft ár.

Fyrrum fyrirliði A.Madríd, landsliðsmaður Argentínu og mikill vinur Mascherano og Torres.

Flott mál, meira svona

19 Comments

 1. Heyrðu ég eyði þá bara því sem ég var byrjaður á um þetta!

  En það er allavega að gott að við virðumst bara ætla að styrkja okkur í þessum mikilvæga janúarmánuði og ef allt gengur smurt með Maxi þá er hann þriðja styrkingin á aðalliínu það sem af er.
  Maxi getur spilað á báðum köntum og fær vonandi það hlutverk að hvíla Kuyt reglulega. Dossena er farinn sem styrkir hópinn lítillega og svo að lokum er Voronin hættur að eyða súrefninu í Liverpool borg sem er gríðarleg styrking.

  Eins segir Purslow, kappi sem ég actually er að fíla og hef mikla trú á, síðan í Echo að Rafa fái auðvitað pening til að eyða núna ef hann selur leikmenn (Babel). Þó ég voni reyndar að hann selji hann ekki.

  Eins kemur hann inn á að orðrómur (óskhyggja einhverra) um að Torres og Gerrard verði seldir ef við náum ekki í CL sé fjarstaða, mjög mikil fjarstaða. Þ.e. að við verðum að selja þá.
  Þvert á móti er ætlunin að styrkja liðið frekar heldur en veikja það.

  Svo staðfestir hann að það sé verið að leita að fjárfestum sem þá m.a. koma til með að létta undir með byggingu nýs leikvangs.

  Hef ekkert fyrir mér í þessu og hann er auðvitað í umboði þeirra bakkabræðra Hicks og Gillett… en Purslow hljómar bara meira sannfærandi heldur en Rick Parry!

 2. Það er svo mikið að gerast hjá okkur í dag að umræðan um leikinn í kvöld er orðinn 3 efsta umræðu efnið hérna 🙂
  Ég verð heavy sáttur þegar það verður búið að staðfesta Maxi enda er þetta akkurat sú týpa af leikmanni sem við þurfum á að halda. Kantmaður með góða krossa og skorar alltaf slatta af mörkum.

 3. Lýst mjög vel á hann. Líka brilliant að fá hann fyrir svipaðan pening og við fengum fyrir Voronin, það verða að teljast fín skipti.

 4. Liverpool: Cavalieri, Degen, Carragher, Agger, Insua, Aquilani, Lucas, Benayoun, Kuyt, Gerrard, Torres. Subs: Aurelio, Babel, Ngog, Spearing, Skrtel, Gulacsi, Pacheco… liðið í kvöld

  • Glætan að þetta sé liðið í kvöld.. Enginn varamarkmaður ????

  Gulacsi er varamarkmaðurinn. Kom frá MTK í Ungverjalandi.

 5. Frábærar fréttir! Fjölhæfur sóknarmaður af heimsklassagráðu (fyrirliði Atletico, fastamaður í argentínska landsliðinu, enn aðeins 29 ára) á frjálsri sölu. Gæti ekki mögulega verið betri díll fyrir okkur held ég.

  Hlakka til að sjá hann í aksjón strax á laugardag gegn Stoke.

 6. Verulega flott, ekki síst að hann er að koma á 3 1/2 árs samningi og frítt!

  Styrkir liðið okkar töluvert að mínu mati, eykur sóknarmöguleikana verulega!

  • ekki síst að hann er að koma á 3 1/2 árs samningi og frítt

  var það ekki 18 mánaða samningur, þ.e. 1 1/2 ár skv. mínum kokkabókum?

  Leiðréttið mig endilega…

  Kv. S.

 7. Maxi er virkilega spennandi leikmaður og, svona fyrirfram allavega, virðist þetta vera góður díll. Vonandi nær hann sér á strik því á góðum degi er þetta fantagóður leikmaður!

 8. Afsakið, sá ekki viðbótina um 3 og 1/2 ár. Klassa díll… verður nr. 17!

  kv. S.

Miðvikudagsumræða

Liðið gegn Reading komið