Úr einu í annað

Miðað við hvað Liverpool borg er uppfull af vinstrimönnum þá er hundfúlt til þess að hugsa að knattspyrnulið borgarinnar hefur ekki verið heppið sína “vinstri”menn.

John Arne Riise, Harry Kewell, Vladi Smicer, Mark Gonsalez, Bernard Diomede, Luis Garcia, Andrea Dossena, Fabio Aurelio, Albert Riera, Ryan Babel o.s.frv. Svei mér þá síðast þegar við vorum með mann á vinstri kantinum sem var ekki alltaf meiddur, að spila úr stöðu eða bara plain ekki nógu góður var líklega Patrick Berger á sínum fyrstu árum hjá klúbbnum…. og meira að segja hann var meira og minna meiddur síðustu tvö tímabilin sín hjá klúbbnum!

En þegar allt er tekið til alls á þessum hræðilegu sl. 15-20 árum hvað vinstri kantmenn varðar þá er líklega Berger það skásta sem boðið hefur verið uppá í þessari stöðu síðan John Barnes var og hét.

Ástæðan fyrir því að ég kem inn á þetta er sú að þessi Tékkneska kempa var að enda við að leggja skóna á hilluna frægu, auðvitað sökum meiðsla. Berger var ávallt flottur leikmaður sem maður hefur góðar minningar af frá Liverpool og því ekki úr vegi að kveðja kappann með þessu örstutta youtube myndbandi.

Annars hefur leiknum á sunnudaginn verið frestað eins og við höfum áður komið inná, nokkuð magnað fyrir okkur íslendinga að heyra svona, að leik sem fara á fram á sunnudegi sé blásinn af strax á föstudegi. Það gæti komið sumar á þessum tíma hér á landi! En veðrurspáin í Bretlandi er líklega eitthvað marktækari heldur en hér á landi og þar sem það er örlítill snjór yfir öllu þá er bara ALLT stopp í umferðinni. Af myndum af dæma er þetta líklega eitthvað sem meðal íslendingur myndi hlæja af en þeir hafa greinilega ekki frétt af nagladekkjunum ennþá þarna úti.

Svona var reyndar  umhorfs á City Of Manchester Stadium þannig að líklega er nú skiljanlegt að þeim leik hafi verið frestað. Reyndar skildist mér að Anfield væri í góðu lagi fyrir sunnudaginn, upphitaður og alles. Aðal áhyggjurnar stafi af áhorfendum sem ætla á leikinn.

Ef við tökum mið af því hvað Englendingar eru slappir að keyra í snjó og að aksturinn versni í jöfnu hlutfalli í Englandi og það gerir hér á landi eftir því sem nær dregur höfuðborginni er óhætt að fullyrða að Lundúnabúar kunni alls ekki að keyra í góðu færi, hvað þá snjó. Líkt og Reykvíkingar eru með öllu vonlausir hér á landi miðað við okkur landsbyggðarfólkið 🙂

Þ.a.l. er auðvitað alls ekki óhætt að senda Spurs-arana alla leið til Liverpool borgar!

Ryan Babel fékk víst ekki af vita af því að æfingu hefði verið frestað í vikunni og mætti því ferskur á Melwood þar sem hann tók þessa mynd. Það er svosem skiljanlegt að þessir kappar komist ekki á æfingasvæðið á þeim bílum sem þeir keyra á.

Talandi um Babel þá lítur flest allt út fyrir að hann sé á sínum síðasta séns að standa sig á Anfield og verði ekki seldur fyrr en í fyrsta lagi í sumar. Það er líklega mikið til líka vegna þess að ekki er stefnt á að kaupa leikmenn í glugganum núna og skiptir þá litlu þó menn eins og Babel verði seldir.

Hvað sem mönnum kann að finnast um Babel þá hljótum við að vera sammála um að það er mun betra fyrir liðð að eiga hann upp á að hlaupa frekar heldur en að selja hann og fá ekkert í staðin.

Hvað leikmannamálin varðar þá er þegar búið að greina frá því áfalli fyrir Liverpool F.C, Liverpool borg og bara alla stuðningsmenn Liverpool að Andrey Voronin er líklega að fara og Andrea Dossena sé þegar farinn.

Sagan um Maxi Rodriguez heldur síðan áfram og er núna orðin gríðarlega líkleg og nýjustu fréttir herma að hann komi jafnvel frítt frá A. Madríd. Persónulega er mér slétt sama hvað hann mun kosta, þeir mættu virkilega fara að klára þetta mál og halda síðan áfram á leikmannamarkaðnum í janúar og bæta við alveg 1-2 leikmönnum í viðbót. Það vantar sárlega eitthvað nýtt og ferskt í þennan hóp okkar.

Annars er svosem í lagi að opna fyrir umræðu á aðrar stórar fréttir úr enska boltanum síðustu daga þar sem lítið er í gangi úr þessu.

Þar ber helst að nefna að Vieira er kominn aftur til Englands og gengin til liðs við City á einhverjum fáránlegum launum. Hann kemur frítt til City og gæti reynst þeim ansi drjúgur ef hann er í standi ennþá, stórgóður leikmaður á sínum tíma og með góða reynslu úr enska boltanum. Ég er sérstaklega ánægður með að hann byrjar strax á því að tala um titla sem vonandi eykur pressuna á City, en við hana hafa þeir sloppið furðu vel til þessa.

Hin stóra fréttin er sú að eitt al leiðinlegasta lið í sögu knattspyrunnar, Bolton, var að ráða einn skemmtilegasta og mest spennandi framkvæmdastjórann í boltanum, Owen Coyle. Mér finnst þetta svolítið fúlt því líkt og aðrir hreifst ég með af þessu Burnley liði og hann var algjörlega maðurinn á bak við það ævintýri. En þó ég haldi að hann hefði alveg getað beðið eftir stærra tækifæri þá er þetta nú nokkuð skiljanlegt þar sem Bolton er töluvert stærri klúbbur í dag heldur en Burnley og líklega með aðeins meiri aur úr að spila. Þar að auki verður þetta að teljast lið sem gæti hentað Coyle mjög vel að snúa við genginu hjá.

Djöfull langar mig samt extra mikið að það sé enskur bolti um helgina út af því það er ekki!!! Lítum samt á björtu hliðarnar, við förum taplausir í gegnum helgina 🙂

39 Comments

 1. Spurning um að fá þumlakerfið á pistla ykkar? Kannski ekki, en ég hefði gefið þessum pistli þumal upp!

  Skemmtileg og góð samantekt af því sem er í gangi þessar… ja klukkustundirnar… Ég kem hingað oft á dag þessi misserin til að athuga stöðu mála okkar ástkæra og þakka enn góða síðu.

  Er þá ekki bara Reading næst, ef veður leyfir? Vonandi verður amk eitt nýtt andlit (Maxi) í hópnum, helst í byrjunarliðinu; henda honum beint í djúpu laugina og leyfa Anfield að bjóða hann velkominn.

  Vona innilega að farfuglar á vegum Liverpool-klúbbsins njóti helgarinnar þrátt fyrir vonbrigðin.

  YNWA
  Sæmund

 2. Ekki það að það skipti nokkru máli, en var Smicer örugglega leftari?

 3. Sæmund, það skiptir ekki máli hvort að Maxi verði kominn fyrir Reading leikinn því að hann var ekki skráður fyrir fyrri leikinn og er þar af leiðandi ekki gjaldgengur í seinni leikinn. Af sömu orsökum fær Gunnar Heiðar ekki að spila með Reading þannig að við getum sagt að þetta komi út á sléttu 😉

  Hagnaðurinn, Smicer var rétt fættur og var oftast notaður á hægri kantinum en var stundum notaður á þeim vinstri.

 4. Sammála ákvörðun Rafa að selja ekki Babel á meðan að við fáum ekki leikmann í stað hans. Það virðist vera klárt að peningamál klúbbsins eru með þeim hætti að við þurfum að “wheel-a og deal-a” á markaðnum og það er ekki líklegt að við myndum styrkja liðið okkar með að missa Babel og fá bara einhvern í staðinn.

  Hef fulla trú á Maxi Rodriguez, viðurkenni reyndar að mig langaði í öskufljótann winger, a la Aaron Lennon, en Maxi er auðvitað flottur leikmaður, tekniskur og mikill skotmaður. Með því að hann og Riera séu klárir í næsta deildarleik (vonandi) tel ég okkur líklegri fram á við, án vafa!

  Sáttur við að fá pening fyrir Voronin, kemur mér á óvart og óska Dossena góðs gengis. Ég tel enn að Dossena sé fínn leikmaður, en einfaldlega réð ekki við líkamsstyrk og hraða ensku deildarinnar, þ.e. varnarlega. Ekki finnst mér ólíklegt að hann ferðist til Suður-Afríku næsta sumar.

  Talandi um Afríku er auðvitað stærsta frétt dagsins árásin á landslið Togo. Hrikaleg frétt sem mun auðvitað hafa áhrif á undirbúning fyrir HM í sumar, skelfilegt að sjá að byssumenn hafi komist í þetta návígi og náð að drepa menn og særa. Auðvitað er þetta ekki Suður-Afríka, en það er ljóst að íþróttamenn eru að verða skotspónar fyrir stjórnmálaöfl, nokkuð sem ekki er boðlegt einfaldlega! Vonandi treysta leikmennirnir sér til að leika, en ég skil fullkomlega ef þeir draga sig út úr mótinu!

 5. Er með smá spurningu til ritstjórnarinnar. Væri ekki hægt að láta alla linka sem þið setjið inn á blogg opnast í öðrum glugga. Veit að þetta er smámunasemi en þetta fer í taugarnar á mér. Miklu betra að mínu mati að þeir opnist þannig.

 6. Haukur minn, bara hægri smella á linkinn og velja open in new tap eða window, þitt er valið. Þetta hjlómar eins og hámark letinnar hjá þér! 🙂

 7. Haukur #6
  Haltu inni SHIFT takkanum á liklaborðinu á meðan þú smellir á linkinn til að hann opnist í nýjum glugga.. eða haltu inni CTRL takkanum og klikkaðu á linkinn til að oppna hann í nýju TAP

  auðveltasta laiðinn 😉

 8. Þakka ábendingar eins og ég sagði smámunasemi í mér og reyni að bara að venja mig á að nota shift eða ctr

 9. Þessi klausa úr ECHO gefur innsýn í hve kaup leikmanna ráðast af fjárhagsstöðu Liverpool:

  “We tried to sign players with an offensive attitude last year like (Philipp) Degen and Dossena; to sign wingers can cost you £25m or £30m. To sign offensive full-backs is cheaper. The idea was to improve our attacking style with the full-backs pushing on.

  “He had some good games but he could not always perform at the level we wanted. It was best for him and best for us for him to move on.”

  Rafa hefur aldrei sagt þetta áður með þessum hæti mér vitanlega. SJá nánar hér http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2010/01/09/liverpool-fc-ryan-babel-and-maxi-rodriguez-moves-frozen-for-now-100252-25559278/

 10. Þetta finnst mér ekki vera smámunasemi Haukur bara einföld og eðlileg ósk, auðvitað er ekkert mál að hægri smella en það er líka ekkert mál að stilla síðuna þannig að linkar opnist í öðrum glugga. Persónulega finnst mér að allar síður eigi að virka á þann hátt það er bara miklu þægilegra fyrir notandann.

  En djöfull er annars fúllt að fá ekki að sjá okkar menn taka Tottenham á morgun, og nú stefnir í að það verði nánast engin úrvalsdeildar knattspyrna í dag þar sem það eru bara tveir leikir í dag. Sem betur fer eru þeir á sitthvorum tímanum, Arsenal – Everton kl 15 og Birmingham – Man Utd kl 17:30.

 11. Sá dagur þegar Berger hætti verður hér eftir lögbundinn frídagur hjá mér, frábær leikmaður ,elskaði klúbbinn (kom berlega í ljós þegar hann sagði Barry að drulla sér til Liverpool þá leikmaður Aston Villa og fékk sparkið í kjölfarið) ég gratúlera Patrick Berger.

 12. @haukur: Ég er verulega ósammála því að linkar eigi sjálfkrafa að opnast í nýjum glugga. Mér finnst það vera notandans að ákveða hvort hann opni í öðrum glugga. Við höfum tekið þessa umræðu áður og munum ekki breyta þessu. Ég veit að sumum finnst hin leiðin þægilegri, en við höfum valið þessa leið.

 13. Já Berger var/er dyggur liðsmaður LFC. Var Þessi skemmtilega óútreiknanlega týpa. En skelfilega óheppinn með meiðsli eins og margir leikmenn LFC. Takk PB.

 14. ég held að ástæða þess að hinn efnilegi þjálfari owen coyle yfirgaf burnley til að taka við bolton sem er skítalið.. sé því hann lék með bolton i nokkur ár.

 15. Alveg sammála mönnum um að linkar eigi að opnast í öðrum glugga eða tab. Hitt er algjörlega óþolandi og ég veit ekki um neinn mann sem vill það frekar. Ekki að þetta skipti mig neinu máli, ég opna alltaf með ctrl og þannig í nýjum tab, mér finnst þetta bara svo augljóslega betra og skil ekki síðuhaldara að vilja hafa þetta svona.

 16. Varla vilja síðuhaldarar að menn fari útaf síðunni við það að smella á annan link, eða hvað ?. Sem Arsenal maður verð ég að gefa þessari síðu þumal upp, eina íslenska klúbbasíðan sem ég rýni í yfirleitt.

 17. Gunnar Ingi, það er ekki eins og við gerum fólki það ómögulegt að opna linka í nýjum glugga eða nýjum flipa. Eins og þetta er núna opnast þeir sjálfkrafa í sama glugga en fólk getur ýtt á ctrl+smellt á linkinn eða hægri smellt og valið “open in new window/tab” ef það vill fá nýjan glugga/flipa.

  Hins vegar, ef við settum það á að linkar opnuðust sjálfkrafa í nýjum glugga/flipa værum við búnir að taka valkostinn af þeim sem vilja opna linka í sama glugga/flipa. Það finnst sumum skiljanlega óþolandi og því gerum við það ekki.

  Við leyfum fólki að ákveða sig sjálft. Þeir sem vilja opna í nýjum glugga/flipa geta það mjög auðveldlega (ég ctrl-smelli sjálfur á alla linka, mjög auðvelt) en þeir sem vilja halda þessu í sama glugganum/flipanum geta gert það líka.

  Óþarfi að vera að æsa sig yfir því.

 18. Sælir félagar.

  Assgoti verður þetta leiðinleg helgi. Ég sem var búinn að hlakka verulega til að horfa á okkar menn rassskella “Tottarann heittspur” (Laddi sem B. Fel). Það verður þá bara betra að horfa á Birmingham skella ManU.

  Annars með Patrik Berger. Hann á allar góðar óskir skildar fyrir framlag sitt til Liverpool og sitt gegnheila Liverpool hjarta. Góður vinstri maður á allan máta.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 19. ég er sammála því að fólk ætti sjálft að ráða hvar linkar opnast, hinsvegar er lítið mál að bæta við litlu javascripti sem vistar í cookie hvorn optioninn þú vilt og láta notandann um að velja það sjálfkrafa… (ég nota alltaf ctrl click svo það skiptir mig ekki máli).

  Frábær síða hjá ykkur btw. það eina sem skiptir máli þegar vefsíður eru annarsvegar er content og þið eruð með það á hreinu!

 20. Það er lang auðveldast ef þið eruð með borðtölvu að ýta bara á scroll takkan þá opnast linkurinn í núju “tab”.

  Annars held ég að þetta veður í englandi geti ekki komið á verri tíma fyrir okkur, ég var farin að hlakka til að sjá liverpool taka smá rispu núna og vera taplausir þangað til í endan á leiktíðinni. en það verður að bíða í smá stund;)

 21. Sælir félagar.
  Varðandi Babel, þá fannst mér merkilegt að lesa grein í Liverpool Echo í dag þar sem talað er um að ástæðan fyrir því að Benitez selji hann ekki fyrir þessar 9 milljónir punda er að þær myndu fara beint í að lækka skuldir liðsins, og myndu því ekki nýtast við leikmannakaup. Ef það er rétt er það mjög slæmt mál, og skiljanlegt að Benitez selji ekki:

  “While Liverpool are crying out for investment in their playing staff, had they cashed in on Babel, Benitez’s best hopes of spending a figure in excess of £9m this month would be to invest in a lottery ticket and hope all six numbers come up.

  In the others words, the money would have been swallowed up to help finance the £240m debt the club is trying to manage; club insiders insist that is not the case and the deficit is manageable but critics of Tom Hicks and George Gillett will beg to differ.”

  Hér er tengill á umrædda grein:
  http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2010/01/09/dominic-king-rafa-benitez-should-not-have-to-manage-liverpool-fc-s-debt-100252-25558653/

 22. Berger var einn minn uppáhaldsleikmaður og á ég Liverpool treyju með nafni hans á bakinu. Besti leftari sem við höfum átt síðan Barnes skeiðaði um grasfletina og ég vildi óska að við værum með sambærilegan dúdda í liðinu núna.

  Ég hef alltaf haft mikla trú á Babel þrátt fyrir margar vondar innkomur. Flestar þeirra hafa verið þegar hann hefur verið settur vinstra megin en hann hefur oft staðið sig vel frammi eða á hægri kantinum. Skil að Benni vilji ekki selja hann núna ef hann fær ekkert af þeim peningum til að styrkja liðið. Hinsvegar er samt fyndið að sjá hann neita að selja Babelinn því það virðist alveg ljóst að hann á enga framtíð fyrir sér í þessu liði, miðað við hlutverk hans hingað til. Eins gott að það fáist svona hátt verð fyrir hann í sumar.

 23. Mér finnst nú algjör óþarfi að skjóta á okkur borgarbörnin :0)
  Maður verður bara að viðurkenna það að sumir eru verri að keyra í snjó en aðrir.
  Sá þennan á netinu fyrir helgi.
  “Mr Brown, leave us icelanders alone and we’ll take our winter back”

 24. Berger er klárlega eftirminnilegur leikmaður í sögu Liverpool og minnist ég hans frábæru þrumuskota. Hann átti misjafna leiki og var eiginlega á útleið þegar Houllier tók við liðinu en gekk þá í gegnum endurnýjun lífdaga og átti oft frábæra leiki. Stórkostleg sending hans á ónefndan leikmann í FA cup úrslitum ársins 2001 reyndist úrslitasendingin í þeim leik og mun ég seint gleyma henni.

 25. Berger var flottur leikmaður og úrvals karakter. Sakna hans mikið. Er sáttur við að Rafa ætli ekki að selja Babel þar sem andvirði sölunnar hefði farið í að greiða niður skuldir. Ég er enn á þeirri skoðun að Rafa eigi að skella Babel í byrjunarliðið og láta hann hirða vinstri kantinn. Ég hef enn trú á Babel og finnst hann ekki njóta sanngirnis hjá Rafa. Maður eins og Kuyt hefur á móti fengið óeðlilega mörg tækifæri. Er á því að Babel sé töluvert betri leikmaður en Kuyt.

  • Stórkostleg sending hans á ónefndan leikmann í FA cup úrslitum ársins 2001 reyndist úrslitasendingin í þeim leik og mun ég seint gleyma henni.

  Það er óumdeild að þessi leikur skráist í sögubækunar sem leikurinn hans Patrik Berger 😀

  • Berger var flottur leikmaður og úrvals karakter

  I beg to differ með seinni hlutann á þessu hjá þér. Eins set ég ansi stórt spurningamerki við það þegar menn eru að halda því fram að hann hafi haft gegnheilt Liverpool hjarta. Tek undir að hann var öflugur á vinstri kantinum og sem leikmaður góður, en restin er búllsjitt og með karakterleysið og skorti á Liverpool hjartanu, þá byggi ég það fyrst og fremst á persónulegum kynnum og samskiptum við manninn.

 26. Berger var góður leikmaður fyrir Liverpool, ég er sammála því.

  Ég þekkti hann ekki persónulega en það væri forvitnilegt að heyra frá þér SSteinn um þín persónulegu kynni af Berger sem mér heyrist hafa verið neikvæð, svona ef í lagi er að miðla þeirri reynslu.

 27. og hvað er með Ferguson (sem ég hef reyndar nefnt áður…) – hann gagnrýnir dómara eftir hvern einasta leik þar sem þeir tapa stigum og virðist koma upp með það ! Svo eru aðrir sem hreyfa við gleraugunum og……

 28. svo eru einhverjir sem töluðu um heppni hjá Liverpool á síðasta tímabili.

  Hvað er þá manutd núna þegar andstæðingar þeirra hafa skorað FIMM sjálfsmörk á tímabilinu og svo í leiknum gegn city þegar bætt var við þangað til að utd skoraði

 29. SSteinn þú verður að útskýra þetta betur með Berger, ekki hægt að henda bara svona fram án útskýringa. Tek einnig undir með #27. Babel er á öðrum level en Kuyt, sóknarlega. Babel hefur aldrei fengið almennilegan séns þrátt fyrir ótrúlegar fullyrðingar sumra sem virðast hata manninn…ég minni á að Rafa hefur aldrei sýnt honum almennilegt traust og leyft honum að fá alvöru run. Hann er einn fljótasti leikmaður liðsins, sá leiknasti skv. Xabi Alonso, og sá leikmaður sem hefur fengið hæsta offerið frá öðrum liðum f. utan Torres og Gerrard. Og þetta er maðurinn sem Rafa hefur meira og minna neglt við tréverkið síðan hann kom. Og það er staðreynd.

  • Hvað er þá manutd núna þegar andstæðingar þeirra hafa skorað FIMM sjálfsmörk á tímabilinu og svo í leiknum gegn city þegar bætt var við þangað til að utd skoraði

  Það má nú svosem á móti segja að þeir skapa nú þær aðstæður alveg sem leiða til að andstæðingurinn skorar sjálfsmark. Þeir fara mikið upp að endalínu og þrykkja tuðrunni fyrir markið.

 30. Babel hefur aldrei byrjað 3 leiki í röð fyrir Liverpool og að meðaltali situr hann á bekknum næstu tvo leiki eftir að hann skorar mark. Benitez hefur farið einstaklega illa með frábært talent í Babel. Auðvitað hefur Babel ekki nýtt sýna sénsa nógu vel alltaf en menn hljóta að sjá að það er oft erfitt að sigra heiminn með fimm mínútum hér og 10 mínútum þar, sérstaklega þegar þú veist að það skiptir engu hvernig þú stendur þig, þú ferð útí kuldan í næsta leik. Rafael Benitez á lang stæstu sökina í því afhverju Babel hefur ekki blómstrað. Hann byrjaði fyrsta leik gegn Tottenham og var slakur, en allt liðið var slakt. Hann var sá eini sem var tekin út úr liðinu. Dirk Kuyt er búinn að vera slakur núna í einhver þrjú ár ef frá eru taldir nokkrir leikir á seinni hluta síðasta tímabils, en alltaf fær hann sætið sitt aftur og aftur. Finnst ykkur þetta sangjarnt? Sumir segja að við höfum ekki efni á að bíða eftir að Babel springi út, well, við höfum heldur ekki efni á að horfa uppá þær hörmungar sem leikmenn eins og Dirk Kuyt bjóða uppá leik eftir leik. Ryan Babel er leikmaður sem getur gert þetta óvænta með hraða sínum og leikni, hann er ekki vélmenni eins og Kuyt og þess vegna held ég að Rafa vilji ekki gefa honum séns. Rafa hrósar Kuyt, Lucas, N’Gog og fleirrum alltaf í hástert en aldrei Babel. Mér finnst stundum eins og hann sé að reyna fá aðdáendurna upp á móti Babel og sumir aðdáendur grípa það á lofti.

  Við spilum með tvo varnarsinnaða miðjumenn(Lucas/Mascherano) tvo varnarsinnaða kantmenn(Aurelio/Kuyt)…hvernig ætlast Rafa til að okkar sóknarleikur sé góður? Hann verður að taka handbremsuna af þessu liði og leifa þeim að spila bara skemmtilegan fótbolta. Menn meiga segja hvað sem þeir vilja um Pennant en ég sá samt alveg hvað hann var að meina þegar hann sagði að allt væri of niður njörvað hjá Benitez, stundum vilja leikmenn bara fara út á völlinn og spila fótbolta og hafa gaman af því.

 31. Varðandi karakterinn hjá Berger þá myndast mín skoðun eingöngu á því að hafa fylgst með honum sem leikmanni í gegnum tíðina. Hef aldrei hitt hann og hef því kannski ekki sömu reynslu og sumir :). Annars tek ég algjörlega undir með Gunnari Inga. Finnst Benitez engan veginn hafa komið fram af sanngirni fram við Babel. Varla er það tilviljun að lið skuli bjóða 9 millj. GBP í leikmanninn? Ég held að ef Babel fengi sanngjörn tækifæri þá myndi hann nýta þau. Þetta er hörkuleikmaður sem hefur verið sveltur af Rafa.

 32. Tek undir hvert orð Gunnars Inga. Babel hefur aldrei fengið almennilegan séns. Og verð ég að segja fyrir mitt leyti að það fer allverulega í taugarnar á mér að hafa svona talent(Babel) á bekknum leik eftir leik. Þurfa svo að horfa upp á Kuyt skófla knettinum trekk í trekk útaf, til andstæðings og merkilegt nokk, stundum á samherja. Kuyt væri fínn varnarmaður. Leikur hans til þessa hefur verið of tilviljanakenndur til þess að eiga skilið byrjunarliðssæti í hverri einustu viku. Kuyt hlýtur að hafa komist að eitthverju hræðilegu um Benitez, sé ekki aðra ástæðu um að hafa hann í startinu í augnablikinu.

  Áfram Babel

 33. Babu þú kallar ekki Berger það skásta sem við höfðum! Ekki fyrir framan mínum augum 🙂 Maðurinn var auðvitað legend og flettu bara upp á you tube að mörkin hans en þau eru nánast öll stórglæsileg. Söngvar á Anfield um Berger fjalla einmitt um the edge of the box mörkin hans!:

  “He’s got long hair and he’s strong as an ox,
  And he scores great goals from the edge of the box,
  His name is Berger,
  whoa whoa whoa Patrik Berger.”

  YNWA

Dossena farinn til Napoli (staðfest) og Voronin að fara

Tottenham EKKI á morgun