Dossena? Voronin? Babel? Maxi? Chamakh?

Auðvitað fór allt á fullt í kvöld. Í kvöld var eina kvöldið sem allir pennarnir á Kop.is voru fjarri skjánum yfir heilt kvöld, þar sem við tókum reglulegan Kop.is-hitting okkar á góðu veitingahúsi og enn betri ölstofu fram eftir kvöldi í kvöld. Kvöldinu var að ljúka núna á öðrum tímanum og ég að renna í hlað heima. Ákveð að kíkja örsnöggt á síðuna áður en ég fer að sofa og hvað sé ég?

Times Online segja frá því að við séum að eltast við Marouane Chamakh hjá Bordeaux. Chamakh hefur verið eftirsóttur síðasta árið og fór næstum til Arsenal síðasta sumar en er enn hjá Bordeaux og verður samningslaus hjá þeim í sumar. Því er bæði hægt að gera samkomulag við hann núna um að fá hann frítt næsta sumar eða kaupa hann ódýrt frá Bordeaux strax núna í janúar.

Sama frétt nefnir einnig að mjög líklegt sé að Andrea Dossena sé að fara til Napoli fyrir um 5m punda og að Ryan Babel sé til sölu. Þar sem heimildarmaður Times er Tony Barrett myndi ég segja að þetta séu ágætlega traustar heimildir.

Independent fylgja þessu eftir með því að segja frá því að Carson Yeung, nýr eigandi Birmingham, vilji sýna metnað með því að bjóða 8m punda í Ryan Babel. Ef það er satt eigum við að bíta af þeim höndina. Það væri frábært að fá svo mikið fyrir hann.

Þá segir á This Is Anfield að ítalskir fjölmiðlar haldi því núna fram að við séum búnir að semja við Napoli um 4.4m punda sölu Andrea Dossena til Napoli. Sama frétt nefnir einnig að Andriy Voronin sé á leið til Dynamo Moskvu fyrir 1.5m punda, en nefna þó engar traustar heimildir fyrir því.

Talað er svo að lokum um að salan á Dossena muni gera Rafa kleift að klára að fá Maxi Rodriguez til liðsins.

Þannig að það virðist allt vera að gerast. Ef við seljum Dossena, Voronin og Babel og fáum Maxi Rodriguez og Chamakh til liðsins í janúar verð ég sáttur og spenntur að sjá nýju leikmennina. En auðvitað er þetta aldrei svona auðvelt. Verður athyglisvert að fylgjast með framvindu mála.

66 Comments

 1. Það er ekkert að því að fá Maxi á láni út tímabilið ef hann er fáanlegur. Það er líka ekkert að því að sýna áhuga á Jermaine Beckford sem virðist falur fyrir 3-5m þar sem hann er að verða samningslaus. Ekki yrði tapið mikið á honum miðað við t.d. kaupin á Babel, Morientes á sínum tíma, Dossena sem kom á 7m….og ég gef Aguilani séns á að eiga eitt pre-season í Englandi áður en ég hrauna alveg yfir hann, en hann lofar engu fyrir 20m.

  Beckford og Maxi myndu fylla upp í framherja og hægri kant sem eru stöður sem vantar samkeppni í. Svo vantar einhvern á miðjuna til að geta gefið Gerrard lausan tauminn fram á við en ég á ekki von á að slíkur maður fáist í janúarglugganum. Frekar vildi ég sjá Rafa eyða því sem hann fengi fyrir “bílskúrsölu” sína í janúar í að fá Beckford og Maxi (jafnvel VD Vaart á láni eins og ég las einhvers staðar) og bæta við sóknarlega þenkjandi leikmönnum, í staðinn fyrir að eyða peningum í bakverði. Darby getur spilað bakvörðinn og það getur Carragher líka þannig að spurningin er að gefa Darby sénsinn enda hefur Rafa litlu að tapa verandi með allt á hælunum.

 2. “Það er líka ekkert að því að sýna áhuga á Jermaine Beckford”. Haha með fullri virðingu að þá er bara víst mikið að því!! Við höfum sankað að okkur nógu mikið af rusli til að fylla hópinn í gegnum tíðina, mér er sama þótt hann fáist ódýr því mér finnst t.d. Voronin ekki hafa borgað sig þó hann hafi komið frítt. Mér finnst líka bara óraunhæft að vera að tala um að maður úr C-deild sem er nú þegar 26 ára gamall sé á leiðinni til okkar ástkæra liðs þó hann hafi auðvitað verið stórkostlegur gegn ónafngreindu félagi.
  Annars líst mér bara vel það sem kemur fram í þessu bloggi varðandi kaup og lán á Chamakh og Maxi.

 3. @Elvar: Rafa getur vel hafa sagt þetta til að reyna að hækka verðmiðann á honum, annað eins hefur gerst.

 4. Aldrei hafði ég heyrt minnst á ofangreindann Jermaine Beckford fyrr en hann skoraði þetta eftirminnilega og dásamlega mark gegn litla liðinu og einhvern veginn leyfi ég mér að efast um að ég hefði nokkurn tímann heyrt á hann minnst ef hann hefði ekki gert það. Það eitt segir mér að hann sé ekki þess verður að gerast enn einn rusl leikmaðurinn hjá okkar yndislega félagi.

 5. Að mínu mati er Beckford langt frá því að vera “rusl” leikmaður. Ekki veit ég svosem ástæðuna fyrir því að hann er enn að spila í C deildinni, en hann er búin að skora yfir 20 mörk á tímabilinu fyrir Leeds og virðist vera mjög teknískur og öflugur leikmaður. OK, hann er kannski ekki í “Liverpool klassa”, en ég leyfi mér að fullyrða að hann sé miklu betri en Voronin og alveg á pari við N’Gog.

  Sjáið þetta t.d: http://www.youtube.com/watch?v=Hx2UkwdhgYI
  Þetta gera bara snillingar.

 6. Gleðilegt ár öll sömul heheh

  Haukur H. Þ. …
  …já þetta gera bara snillingar og þetta geta þeir gert OFTAR EN EINUSINNI Á LÍFSLEIÐINNI

  Avanti Liverpool – R A F A – http://www.kop.is

 7. Dossena er farinn til Napoli, það var opinbert í gær, kostar Napoli 5.25m Evra.

 8. Ég held að það væri frábært að fá Maxi og einhvern framherja í þessum glugga, ég allavega mundi ekki meika það að Benítes færi að kaupa einhverja semi varnarmenn eins og hann er frægur fyrir.

  Liðið sem ég væri til að sjá eftir jól er stillt upp svona (ef við mundum fá Maxi):
  Reina
  G. Johnson – Carra – Agger – Insúa
  Mascherano
  Maxi – Gerrard – Kuyt
  Torres – N’Gog
  Ég get ekki skilið afhverju við þyrftum að hafa fleiri leikmenn en Mascherano og Kuyt til að hjálpa vörninni. Ég er til dæmis mjög mikið á móti því að spila með Masc/Lucas varnarsinnuðu miðjumennina saman inná.

  Ég held að það sé bara kominn tími á það að Benítes átti sig á því að Liverpool á ekki að spila eins og Stoke eða önnur miðlungslið við eigum að spila hvern leik til að sigra og það erum við aldrei að fara að gera með því að spila varnarsinnaðan bolta eins og við höfum verið að spila undanfarið. Það er án gríns eitt það leiðinlegasta að horfa á Liverpool leiki þegar við lendum undir því við getum varla snúið stöðunni við, við erum nánast bara að sækja á með 3 eða 4 leikmenn sem bara gengur ekki.

  Ef við kíkjum aðeins á hvernig liðið er búið að vera svona mest megnis af tímabilinu þá erum við búnir að spila með tvo afturliggjandi miðjumenn sem eru báðir heftir í að spila fram á við. Síðan erum við búnir að spila með tvo kantmenn sem reyna eftir fremsta megni að deila boltum inn á teig en þar er alltaf bara einn maður að reyna að skalla hann inn á móti fjórum eða fimm leikmönnum og það er bara mjög erfitt að skora mörg mörk þannig. Síðan erum við auðvitað búnir að spila með N’Gog og Torres frammi en eiginlega alltaf í sitthvoru lagi og þeir eru miklu betri leikmenn þegar þeir eru ekki einir að sækja á fjóra leikmenn.

  Eins og ég stillti upp liðinu eins og vill sjá það þá erum við með góða miðverði sem þurfa bara að hugsa um sitt hlutverk, tvo bakverði sem geta sótt upp kantana, afturliggjandi miðjumann sem fær það verkefni að hjálpa Carragher og Agger þegar bakverðirnir fara upp kantana, síðan tvo kantmenn sem eru báðir í sínum hlutverkum og meira að segja með einn duglegasta leikmanninn í fótboltanum í dag sem mun hjálpa vörninni, síðan höfum við Gerrard sem hefur það verkefni að dæla boltum á kantmennina eða fara sjálfur í skotið eða dæla boltum á TVO framherja og svo höfum við Torres og N’Gog frammi, þar sem Torres hefur miklu fleiri möguleika og pláss en áður og þeir eru báðir mjög góðir í að klára færin sín.

  Þetta fer allt eftir því hvort við kaupum Maxi eða ekki og ef við mundum kaupa annan framherja í viðbót eins og til dæmis Nistelrooy þá erum við með samkeppni í nánast allar stöður á vellinum. Utan byrjunarliðsins værum við með Skrtel og Kyrgiakos til að koma í miðvörðinn, Darby, Aurelio og fleiri í bakvörðinn, Lucas til að koma inn fyrir Mascherano, Benayoun, Aurelio (hann getur líka spilað þarna) og fleiri í kantmennina, Nistelrooy í framherjann, eina staðan sem ég get bara ekki séð neinn mann fylla væri fyrir Gerrard á miðjunni.

  Mig langar að sjá svona leiki bráðum:
  http://www.youtube.com/watch?v=qMsDExlh_qI
  http://www.youtube.com/watch?v=4fsfT5jmcbE
  YNWA

 9. Það er kannski rétt að vera ekki að kaupa Jermaine Beckford. Ég sé hann ekki fyrir mér sem kantmann.

 10. Ef Babel verður seldur verður að vera á hreinu að nota megi andvirðið í að kaupa annan leikmann. Að öðrum kosti á alls ekki að selja hann.

 11. Voðalega verða hlutirnir alltaf að ganga hægt þegar að Liverpool á í hlut.
  Við þurfum að styrkja liðið og við verðum að gera það strax.
  Vonandi að það reynist rétt að Voronin og Dossena séu að fara en ég myndi ekki vilja selja Babel nema að við fengjum allavega 10 millur fyrir hann enda held ég að hann eigi eftir að blómstra hjá öðru liði þar sem að hann fær að spila reglulega og njóta sín meira sem sóknarmaður með minni varnarskyldu. Enda finnst mér að sóknarmenn eða kantmenn í 4-2-3-1 kerfinu eigi ekki að vera með svona mikla varnaskyldu enda spilum við með 2 djúpa miðjumenn.

 12. Ég veit ekki með ykkur en ég vil halda Babel. Fínt að Dossena sé farinn (ef rétt reynist) og verður æðislegt ef Voronin fer líka. Vá hvað ég ætla að vona að Maxi komi til okkar. Flottur leikmaður.

 13. Ég vona að það sé aðeins að birta til í leikmannamálum hjá okkur. Hef alltaf fílað Maxi Rodriguez mikið og að hann sé að koma frítt er frábærar fréttir. Þá er bara að signa Moses frá Crystal Palace (þó ég hafi aldrei séð hann spila þá er hann enskur og fær mjög góða umfjöllun ásamt að kosta ekki nema 2,5). Auk þess finnst mér að það mætti alveg landa inn einum framherja eins og Chamack eða RVN, helst þeim fyrrnefnda. Auk þess væri alls ekki vitlaust að næla sér í Ledgley frá Cardiff sem hefur verið að standa sig vel og tam hafnaði Cardiff 6 og 7 milljóna punda tilboðum í hann í fyrrasumar. Einnig væri flott að fá enska miðjumanninn frá Boro, Adam Johnson sem er nokkuð öflugur, ætti undir venjulegum kringumstæðum að kosta 8-10 en að fá hann frítt er frábær díll. Hér gætum við fengið 5 leikmenn og þar af 4 frítt og af þeim væru tveir enskir leikmenn sem eru mjög fínir squad leikmenn sem gætu komið inn í hópinn í stað einhverja fringe leikmanna. Ég vona að Liverpool séu að vinna vinnuna sína núna til að gera góða díla nú í janúar eða fyrir næsta sumar til að styrkja hópinn.
  Morten Gamst, Joe Cole og Metzelder geta einnig farið frítt í sumar.

  Gætum selt Skrtel (sem hefur verið afleiddur) og fengið Metselder frítt í staðinn og það bætir hópinn án efa. Gætum fengið Morten Gamst/Adam Johnson í stað Babel sem ætti að bæta hópinn sömuleiðis miðað við frammistöðu Babel að undanförnu. Gætum fengið Chamack fyrir Voronin sem er gríðarleg bæting. Allt þetta án þess að eyða aur. Ættum því að geta keypt einn klassa leikmann fyrir sölurnar á hinum til viðbótar næsta sumar. Ef rétt er staðið að málunum verður næsta tímabil gott hjá okkur.

 14. Lolli, bara ef að þetta gæti gerst svona auðveldlega þá værum við í góðum málum.

 15. morten gamst? búin að skora eitt á tímabilnu og hefur ekki verið góður síðan 2007.

 16. Já það er ekki verið að bjóða okkur með út að borða, við sem erum alltaf að skrifa hér á þennan fá bæra vef hjá ykkur ::)) Vona að þið hafið fengið eittthvað gott í gogginn, þig eigið það svo skilið fyrir ykkar vinnu hérna…. ´´Eg segi eins og pistla höfundur það vildi ég að þetta gengi eftir og mikið yrði maður sáttur að fá þessa menn og ekki minna sáttur að losna við hina, minkar líkurnar á lélegum skiptingum hjá Rafa…….

 17. mér finnst svosem alltí lagi að bíða með að selja babel þangað til rétt verð fæst fyrir kappann . en það eru hinir strumparnir sem mega fara seljast t.d dossena, voronin og jafnvel fleiri .

 18. Dossena svo gott sem farinn til Napoli….mjög jákvætt, stóð aldrei undir væntingum og verðmiðanum.

 19. Snjókoman í Liverpool stoppaði aðgerðir dagsins, Dossena verður formlega farinn á morgun og sennilega Maxi í staðinn.

  Þar fer klárlega verri leikmaður en við fáum, mikið óskaplega væri nú gaman að slíkt héldi áfram í janúar. Victor Moses er mikið efni, en ekki tilbúinn í slaginn sem við erum í núna, svo ef við fáum hann vill ég vera viss um að þau kaup séu hugsuð til framtíðar.

  Ég held því að menn eigi að einbeita sér að því að fá örvfættan og hraðan kantmann í janúar, selja Babel og Voronin hið minnsta, vonandi Degen líka og setja pening í flottan “leftara”. Söknum þess gríðarlega, sérstaklega í meiðslaári Riera.

  Hans hefur maður saknað afar mikið…

 20. vona að Maxi verði orðinn leikmaður LFC á morgun, Kát veitir ekki af samkeppni á hægri vængnum svo mikið er víst….

  þá væri frábært að losna við Dossena, Voronin og Babel sem fyrst…. að fá ca. 15-16 milljónir punda fyrir þá væri ásættanlegt held ég

 21. Kannski ættum að leita að Peter Pan svarta sauð Ítalska Fótboltans Antonio Cassano hann væri mjög góður sem félagi Torres

 22. 28# Jónsi
  Þó svo að Maxi komi þá held ég að staða Kuyt í byrjunarliðinu sé alveg safe. Er nokkuð viss um að Benitez finni bara nýja stöðu sem hann má eiga. Kannski bara sem markvörður.

 23. Framhald…… allaveganna þangað til hann skilar þessari dýraklámsspólu með Benitez og kengúrunni. : )

 24. Einhver staðar sá ég að Maxi gæti spilað stöðu Leftara… En sé bestur hægra meginn…. Það liggur því nokkuð ljóst fyrir hvaða stöðu hann mun spila hjá Liverpool;) Kuyt heldur sinni stöðu og Maxi vinstra meginn og verður lítið betri en meðalmaður.. Án þess að ætla að vera neikvæður.. þá er þetta eikkað svo mikið Rafa

 25. 30 Carlito: skilst að í samningi Maxi verði skilyrði um að áskrift Káts að byrjunarliðinu verði sagt upp tafarlaust

 26. Já þessar helvítis skuldir. Ætli að við fáum ekki Maxi og svo búið. Erfitt að eyða peningum þegar að bókhaldið er í bullandi mínus.

  Samkvæmt þessum greinum hjá Mumma eru vextirnir af skuldunum 30 m punda á ári. Erfitt að sjá fyrir sér að liðið verði styrkt mikið á næstunni, nema þá að nýtt fjármagn komi inn í klúbbinn.

 27. Mér líst mjög vel á allar þessar fréttir um leikmannamál. Hef lengi verið hrifinn af Maxi Rodriguez, hann er mjög góður VINSTRI-fótarmaður sem spilar á vinstri kantinum en getur jafnframt leyst þann hægri af auðveldlega. Einnig er hann mjög duglegur að skora mörk og það veitir ekki af fleiri mörkum af miðjunni.

  Varðandi Dossena þá er afrek ef LFC fær 5 milljónir fyrir hann eftir jafn afleitt tímabil drengsins og raun ber vitni. Eins er gott að fá smá pening í kassann fyrir Voronin og Degen. Ég vil aftur á móti halda Babel nema að eitthvert lið sé tilbúið að borga uppsett verð fyrir hann (tala um 12 milljónir punda). En ef fréttinn hjá Tony Barrett er rétt þá vil ég ekki fyrir mitt litla líf selja Babel.

  Ég skil ekki þessa eigendur, hvernig á liðið að taka framförum ef peningar vegna sölu leikmanna fara ekki í að styrkja hópinn heldur í að greiða niður skuldir. Það þarf engan stjarnfræðing til að átta sig á því að þessi stefna mun gera titilvonir Liverpool að engu á næstu árum.

  Krizzi

 28. Ditto Krizzi. Tilgangslaust að selja Babel ef að peningarnar geti ekki farið í að kaupa annan leikmann sem er betri. Algjörlega tilgangslaust að selja hann bara til að selja hann.
  Vonandi klárast Maxi málið í dag, hann er hörku player.

 29. Krizzi, Maxi er og hefur alltaf verið HÆGRI fótar maður sem spilar vinstra megin þó hann sé einnig virkilega góður með vinstri og geti spilað hægra megin 😉 Þannig að Kuyt verður áfram á sínum stað…..

  Fyrst og fremst hugsaður sem vinstri kantmaður……..

  Áfram LFC !!!

 30. Nr.39 Bogi
  Ertu alveg viss um þetta? Mig minnir endilega að hann sé hægri kantur fyrst og fremst og einmitt hugsaður sem bráðnauðsynleg samkeppni við Kuyt. Þó hann geti vissulega líka spilað vinstra megin og hafi gert það vel.

 31. “Midfielder Rodriguez, 28, is regarded as one of the best left-sided players in La Liga”

  http://findarticles.com/p/news-articles/daily-mail-london-england-the/mi_8002/is_2009_June_10/spurs-spree-maxi/ai_n38228730/

  http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1191942/Spurs-summer-spree-Maxi-chase-Rodriguez-Turan.html

  Er og hefur alltaf verið HÆGRI FÓTAR maður er það sem ég var aðallega að meina.

  En samkvæmt þessari grein spilar hann aðallega vinstra megin, ekki 100% samt 😉

  Reyndar eftir að ég googlaði þetta þá virðast menn ekki sammála um hvort hann sé aðallega vinstri eða hægri kantur….kannski einhver sem fylgst hefur vel með honum síðustu ár viti það ?

  Áfram LFC !!!

 32. Sælir,
  það verður að drífa þetta af með Maxi, hef alltaf verið mjög hrifinn af honum er ótrúlega jafnfættur. Hann getur spilað í öllum stöðum fyrir aftan senter og er mjög góður. Veit einhver upphæðina sem er verið að kljást við. Atlético er í ruglinu fjárhagslega líkt og Liverpool. Ég skil ekki hví önnur lið sýna ekki meiri áhuga. Þetta tímabil er hann búinn að taka þátt í 14 leikjum í deildinni og skora 2 mörk, 2 leikjum í bikar og skora 5 mörk og 8 landsleikir og skora 1 mark. Smá linkur á hann, ég veit að það geta allir orðið góðir í svona klippum en kíkið á þetta, http://www.youtube.com/watch?v=pdQSN-dJn4w&feature=fvsr.

 33. Ég er ekki mjög viss með hvaða kant Maxi spilar, en ég hélt að það væri hægri kanturinn. Allavega er eitt af mörkum áratugarins sem hann skoraði á móti Mexíkó skorað af hægri kantinum, með vinstri fætinum.

 34. Í öllum þeim leikjum sem ég hef séð Maxi spila
  þá hefur hann verið hægra megin, enn hann er fjölhæfur leikmaður
  sem getur spilað nánast allar stöður frammi

 35. Ég hef einnig séð hann spila á miðri miðjunni og gerði það ágætlega. Eigum við bara ekki að vera sammála um að hér er á ferðinni fjölhæfur leikmaður 🙂

 36. Minnir að hann hafi spilað á hægri kantinum gegn okkur í CL í fyrra.

 37. jamm hann spilaði á hægri minnir mig, næstum jafnfættur í skotum en er ekki örvfættur
  shit hvað ég er til í að fá hann til Liverpool … góður leikmaður hér á ferð

 38. Eftir að hafa fylgst með transfer-fréttum þá finnst mér að leikmenn séu frekar að fara en að koma til okkar.
  Einnig sé ég að Rafa sé að reyna að fá leikmenn að láni frekar en að kaupa.
  Ef fréttirnar um skuldir okkar eru réttar þá gæti þetta verið það skásta í stöðunni.
  Selja þá nokkra leikmenn og fá inn einhvern pening. Í staðinn fá inn leikmenn að láni.
  Ef þetta verður niðurstaðan þá sýnir þetta í hversu slæmu ástandi klúbburinn raunverulega er.

 39. Frábærar fréttir ef Maxi kemur, verður vonandi gengið frá því sem fyrst. Síðan væri ég verulega til í að sjá þá hreinlega selja Babel til Birmingham og kaupa Chamakh, núna í janúar og má alveg eyða megninu af Babel peningunum í hann og nota Dossena peningana í fjölhæfan varnarmann a la Arbeloa. Þá væri minns glaður.

 40. það sem verður selt núna fer ekki í leikmannakaup ég held að það sé alveg á tæru palli g. þannig að þá er eins gott að reyna að halda allavega babel og reyna að selja hina skussana til að fá smá pláss fyrir launagreiðslur .

 41. Leikmannakaup og sölur hjá Liverpool eru jafn slow og fótboltinn sem Benitez spilar 😉

 42. Maxi Rodriguez er örvfættur hægri kantmaður sem er ólíkt öllum öðrum örvfættum leikmönnum með góðan hægri fót. Hann leitar frekar inn á völlinn og þá er planið væntanlega að Johnson komi í overlappið, engin breyting á kerfi þar en nauðsynleg samkeppni við Kuyt. Þá er rétt sem komið hefur fram að hann er fjölhæfur og getur í sjálfu sér leyst allar sóknarstöðurnar nema senterinn.

  http://www.knattspyrna.bloggar.is

 43. ég yrði mjög sáttur ef maxi kemur er held ég hörku spilari. kemur án efa með meiri gæði í sóknarleik liðsins, hann er held ég með aðeins betra touch á bolltanum en kuyt greyið. en ef þessar sölur á dossena, babel, voronin og jafnvel degen ganga í gegn er maður að vona að það skili svona 16-19 kúlum til leikmannakaupa þá vil ég kaupa framherja og færa gerrard meira á miðjuna með mascherano. Þó að gerrard se búinn að vera góður þarna fyrir aftan torres þá vantar liðinu gæði í spilið inná miðjunni og það væri engin betri til þess fallinn en gerrard sjálfur ! ég er ekki að sjá að aquilani eigi eftir að smella þarna inn á miðjuna fyrr en að minnstakosti eftir undirbúningstímabil með liðinu í sumar fyrir næstu leiktíð.
  og þó að torres se snillingur þá getur hann ekki alltaf seð um þetta einn þarna frammi. Liverpool er eina liðið í deildinni og örugglega allri evrópu sem eru að spila á einum center og einum efnilegum með(ngog). á meðan hin liðin í efri hluta deildarinnar eru með 3-4 markaskorar og 2 efnilega með. maður er að lesa að torres se í gymminu fyrir og eftir æfingar með liðinu til að meiðast ekki. það þarf ekki mikla mannvitsbrekku til að sjá að það er of mikið álag og það þarf ekki mikið til þannig að hann meiðist aftur.
  ef að maxi kemur og degen, dossena, voronin og babel fara erum við samt komnir með fína breidd af aðalliðsmönnum allstaðar nema frammi:
  4 kantarar, 4 miðjumenn, 4 miðverðir, 2 V-bakverðir 2 H-bakverðir og torres og ngog frammi ( tel gerrard sem miðjumann og tel kelly í hægri bak með glen). væri kannski fínt að fá einn hægri bak til að berjast við glen ef degen fer. því bæði glen og kelly eru meiddir. þetta seigir okkur að okkur vantar hörku framherja með torres ! væri til í að fá einn stóran og sterkan jafnvel carlton cole ! það myndi gefa okkur möguleika í föstum leikatriðum. Liverpool fær minnst svona 10 hornspyrnur í leik og þann tíma notar maður til að fara á klósettið eða svoleiðis því maður veit að þá missiru ekki af neinu ! ég seigi góðan center fyrir peningin og ef þetta er rétt sem ég er einhvað búinn að lesa í dag að peningarnir fyrir sölur verða notaðir í að borga skuldir þá held ég að ég froðufelli !!!

  skipta þessum helvítis könum út fyrir íslendinga því þeir skulda hvort eð er svo mikið og myndu bara seigja við þessa bresku banka nei við ætlum ekki að borga okkar skuldir 🙂

 44. Er fólk alveg búið að gleyma því að Mascherano er að fara til Barcelona ?!?!?

 45. hehe nr 54 # það vantaði bara kökukefli þá væri þetta alveg eins og amma gamla hefði verið að verki 😉

 46. Þetta er alveg rétt hjá þér Barca, ég var með markið gegn Mexíkó í huga, hann er allavega með drullugóðan vinstri fót.

  1. Ég kom einmitt með þá hugmynd hér fyrir nokkrum vikum að skipta á Babel og Suarez. Þessi frétt er aftur á móti frá miðli sem ég hef ekki einu sinni heyrt um! En hressandi engu að síður.
 47. Já Maxi er hugsanlega bara jafnvígur en miðað við myndbönd þá leitar hann meira á hægri fótinn en þann vinstri þannig að það gefur að skilja að hann sé hægrifótarmaður með einstaklega góðan vinstri legg 🙂

  Annars eru fréttir þess efnis í kvöld að forráðamenn Liverpool hafi verði í Frakklandi að tryggja þjónustu Chamakah. Mér líst rosalega vel á það en ég set visst spurningamerki við það að ef hann er eins góður og menn láta vera af, afhverju tók Wenger hann ekki strax ?? Eins með Babel, hann skoðaði Babel og hefur hugsanlega séð eitthvað annað en Benitez og hætt við að kaupa hann. En verður spennandi að sjá.

  Peningamálin eru hræðileg hjá okkar ástkæra liði ef það er verið að losa menn til að borga vexti. Eiginlega bara hræðilegt og ef rétt reynist þá er það skilda G & H að finna fjársterkan ´´suger daddy´´ fyrir Liverpool og yfirgefa skipið strax. Liverpool er ekki þeirra einkamál !

 48. en munið þið þegar Lucas kom og það var svona YouTube video af honum… vá þvílíkt talent ÞAR á ferð… kannski örlítið minna þekktur en Maxi en samt vonar maður það besta fyrir klúbbinn og vonar að allt gangi upp

 49. Lucas er ekki nema rúmlega tvítugur og hann á eftir að verða betri, mér finnst hann hafa tekið gríðarlegum framförum undanfarið og ég held að hann eigi eftir að verða okkur mikilvægur.

 50. Nokkuð viss um að Maxi sé réttfættur. Rámar í að þegar hann skoraði glæsimark með vinstri á síðasta HM hafi hann eftir leikinn tileinkað markið afa sínum (minnir mig) fyrir að hafa ráðlagt honum að æfa vinstri fótinn líka þannig ég er nokkuð viss um að hann sé réttfættur með góðan vinstri fót.

Búið að draga í 4.umferð FA

Brottfarir!