Búið að draga í 4.umferð FA

Eins og ég nefndi hér áður í dag snýst bikarinn um að vera sem lengst í hattinum.

Okkar lið kom snemma upp úr hattinum í dag…

Reading/Liverpool – Burnley er málið. Klára Reading takk, ágætur dráttur bara.

Annars stærsti leikurinn sennilega síðastur, Tottenham og sigurvegari leiks nr. 29, sem er eins og við vitum LEEDS UNITED!

Chelsea fá Preston úti og Arsenal fá Stoke úti.

24 Comments

 1. Setti sjálfur inn færslu en henti henni svo út fyrst þú varst á undan.

  Þetta er einfaldlega góður dráttur. Reading og svo Burnley á Anfield. Við eigum alveg að geta komist í 16-liða úrslitin með sigri í þessum tveimur leikjum.

 2. Fínn dráttur. Gott að fá heimaleik.

  Eigum að vinna Reading heima og Burnley heima. Skyldusigrar og ekkert kjaftæði.

 3. hmmm…töpuðum við ekki fyrir Burnley hérna fyrir nokkrum árum með æðisgengnu sjálfsmarki Djimi Traore? Sýnd veiði en ekki gefin en auðvitað eigum við að klára þá á heimavelli.

 4. Nú er bara að klára Reding og svo Burnley með stile og þetta verður okkar dolla í ár… Já Ívar Örn þetta sjálfsmark hjá Djimi Traor er eitt það skrautlgasta sem sést hefur á knattspyrnuvellinum… vonandi verður ekkert slíkt upp á borðinu núna…

 5. Það eru ekki mörg síðan að menn bókuðu sigur í seinni leik gegn Barnsley sem var háður á Anfield, úrslit urðu 1-2 fyrir Barnsley, en þá var Livepool í sinni árlegu lægð á miðju tímabili. Reading leikurinn verður bölvað basl miðað við að liðið verði í sama formi og undanfarið.

  Burnley heima er fínn dráttur og ætti undir öllum eðlilegum kringumstæðum að vera nokkuð save heimasigur……en ekki gleyma að Burnley vann Man Utd. fyrr á þessu tímabili og sló út Liverpool fyrir nokkrum árum í FA Cup.

 6. jamm,,,,og 4 mán síðar var þessi sami leikmaður í byrjunarliðinu í gegn AC Milan í Istanbul, sælla minninga 🙂

 7. Liverpool byrjaði nýja árið ekki með neinni flugeldasýningu er liðið sótti Reading heim í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar.

  Það mátti vart sjá í leiknum hvort liðið væri í efri hluta úrvalsdeildar og hvort liðið væri í neðri hluta 1. deildarinnar.

  Það var Reading sem náði forystunni með marki Simon Church á 24. mínútu. Liverpool jafnaði tólf mínútum síðar og var nokkur heppnisstimpill á því marki.

  Gerrard gaf boltann í teiginn þar sem Kuyt virtist vera rangstæður en var það nú samt ekki. Kuyt hitti ekki boltann sem sigldi engu að síður í hornið.

  Leikurinn var annars fjörugur og skemmtilegur. Reading síst lakari aðilinn en bæði lið fengu ágætis færi til þess að skora en allt kom fyrir ekki. Liðin þurfa því að mætast á nýjan leik.

  Gylfi Þór Sigurðsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson voru allir í byrjunarliði Reading og stóðu sig með miklum sóma.

  Jermaine Beckford, fyrrum leikmaður Uxbridge og Wealdstone, sá til þess að C-deildarlið Leeds sló Englandsmeistara Man. Utd út úr ensku bikarkeppninni í dag. Það sem meira er þá fór leikurinn fram á heimavelli Man. Utd, Old Trafford.

  Úrsltin eru einhver þau óvæntustu í langri sögu keppninnar og stuðningsmenn United munu eflaust seint gleyma Jermaine Beckford.

  Eina mark leiksins kom á 19. mínútu en þá missti Wes Brown af Beckford sem kláraði færið sitt vel. Brown átti annars átakanlega lélegan leik í dag og var heppinn að hanga inn á vellinum ofan á öll mistökin sem hann gerði.

  Frammistaða leikmanna Leeds í leiknum var mögnuð. Liðið bar enga virðingu fyrir meisturunum, tæklaði þá grimmt og reif síðan kjaft.

  Þeir settu meira að segja hápressu á United-liðið nánast allt til enda leiksins.

  United skapaði ekki mikið af dauðafærum í leiknum en fékk slatta af hálffærum. Leeds var nálægt því að bæta við mörkum en liðið fékk dauðafæri í síðari hálfleik og aukaspyrna hafnaði í þverslá United-marksins.

  Leikurinn var frábær skemmtun og Leeds-liðið uppskar eins og það sáði í þessum leik.
  http://www.visir.is/article/20100103/IDROTTIR0102/579712245

  Leiðinlega hlutdrægur þessi Henry Birgir.

 8. Er ekkert nýtt af frétta af leikmannakaupum eða slúðri um leikmannakaup ??

 9. “Gerrard gaf boltann í teiginn þar sem Kuyt virtist vera rangstæður en var það nú samt ekki. Kuyt hitti ekki boltann sem sigldi engu að síður í hornið.”

  Vá, þessi setning er út í hött. Í fyrsta lagi gaf Gerrard boltann ekki inn í teiginn, hann skaut á markið. Í öðru lagi reyndi Kuyt ekki að hitta boltann, hann hoppaði yfir hann og truflaði þannig markmann Reading. Í þriðja lagi er algjörlega tilgangslaust að vera að nefna það að Kuyt hafi virst vera rangstæður en samt ekki verið það. Það væri þá hægt að bæta svipaðri athugasemd við sirka helming allra marka sem skoruð eru í enska boltanum.

 10. Sammála Didda, Kuyt tók brilliant dummy í þessu marki og á skilið hrós fyrir.

 11. 12 vá… las Visi.is fréttina sem þú linkaðir á , og hvílík lesning… minnir helst á pirraða alþýðumótþróablogg frekar en fréttamiðil….

 12. Allir sem fylgst hafa með íþróttum og þar af leiðandi íþróttafréttamönnum vita að vita hverslags “penni” Henry Birgir er.

  Hér er annað dæmi um “blaðamennsku” sama “penna”
  http://www.visir.is/article/20100103/IDROTTIR0102/178108999

  “Mikla athygli vakti innkoma Michael Ricketts í lið Tranmere en hann spilaði síðustu fimm mínútur leiksins.
  Sá maður hefur algjörlega misst niður um sig í boltanum. Hann er þess utan orðinn akfeitur og vart hæfur í pöbbabolta”

 13. Sá þennan lista á RAWK… Þetta eru leikmenn með samning sem rennur út í sumar.
  Mjög margir áhugaverðir leikmenn sem væri gaman að sjá koma til LFC og jafn vel reynt við þá í Janúar.

  Maxi Rodriguez (Atletico Madrid, 28)
  David James (Portsmouth, 39)
  Christoph Metzelder (Real Madrid, 29)
  Juliano Belletti (Chelsea, 33)
  Philippe Senderos (Arsenal, 24)
  Fabio Aurelio (Liverpool, 30)
  Martin Petrov (Manchester City, 30)
  Michael Ballack (Chelsea, 33)
  Joe Cole (Chelsea, 28)
  Adam Johnson (Middlesbrough, 23)
  Marouane Chamakh (Bordeaux, 25)
  Ruud van Nistelrooy (Real Madrid, 33)
  Joe Ledley (Cardiff, 22)
  Tomas Rosicky (Arsenal, 29)
  Jermaine Beckford (Leeds, 26)
  Morten Gamst Pedersen (Blackburn, 28)
  Paul Scharner (Wigan, 29)
  Louis Saha (Everton, 31)
  Adriano (Flamengo, 27)

  Maxi Rodriguez (Atletico Madrid, 28)Christoph Metzelder (Real Madrid, 29)Joe Cole (Chelsea, 28)
  Adam Johnson (Middlesbrough, 23)Marouane Chamakh (Bordeaux, 25)
  eru allir leikmenn sem myndu bæta lið mikið og geta fengið þá frítt í sumar er bara snild og eitthvað sem ég óska að Rafael benitez skoði mjög vandlega

 14. Hvað er samt að gerast í leikmanna málum hjá Liverpool. Afhverju í ósköpunum fórum við ekki í baráttuna um Luca Toni og Goran Pandev, sérstaklega þann síðastnefnda sem er ekki nema 26 ára gamall og er gríðarlega flinkur.

  Líst vel á að fá Maxi Rodrigues en finnst vanta einn kantmann og einn sóknarmann. Jafnvel einn bakvörð ef Dossena og Degen yfirgefa svæðið.

 15. Þetta er engin smá listi óli. Það væri gaman að sjá hvaða leikmenn við gætum virkilega reynt að fá í sumar.

 16. Henry Birgir er nú bara snillingur við hliðina á Hödda Magg. eftir að Liverpool tapaði gegn Villa þá tallaði hann um að Martin O’Neil væri ofmetnasti þjálfari sögunnar. Fréttamenn eiga að ver hlutlausir og það á hann rosalega erfitt með.

Reading 1 – Liverpool 1 (uppfært)

Dossena? Voronin? Babel? Maxi? Chamakh?