Maxi Rodriguez í janúar?

Sky Sports halda því fram að Liverpool eigi í samningaviðræðum við Atletico Madrid útaf hinum argentíska Maxi Rodriguez. Maxi er 29 ára gamall argentískur landsliðsmaður (á afmæli í dag), en hann hefur af einhverjum ástæðum lítið spilað með Atletico á þessu tímabili. Sky halda því líka fram að Benitez sé að leita að bakverði til að fylla skarð Glen Johnson, sem verður frá í mánuð. Þar er nefnt nafn Vasil Torosidis, sem ég hef ekki hugmynd um hver er.

Sky telja að Maxi (sem er samningslaus í sumar) geti komið fyrir lítinn pening. Það verður að teljast spennandi kostur svona í janúar-glugganum að fá svo reyndan og góðan leikmann fyrir lítinn pening.

20 Comments

 1. Ég vona að þetta gangi eftir, mér lýst rosalega vel á þennan leikmann.

 2. Þetta er skemmtilegur og skapandi leikmaður, vonandi gengur þetta eftir.

 3. er ekki verið að tala um að fá hann á láni, þá sleppa madrid við að borga honum laun?

  Annars líst mér mjög vel á að fá hann, hann gæti gefið okkur smá meira kantspil og er með góðar fyrirgjafir. Hann þekkir líka til Torres þar sem þeir spiluðu saman um tíma hjá atletico.

 4. Guðmundur, samkvæmt Vísi þá rennur samningur Rodriguez út í sumar. Ég hef ekki séð það neins staðar annars staðar. Hann kom til Atletico árið 2005 – þannig að það er nú ekki ólíklegt að samningurinn hans renni út í sumar.

 5. Hann kemst ekki í lið A. Madrid og þeim gengur ekki vel heimafyrir…Segir þetta mönnum eitthvað ?

 6. Macherano komst ekki í lið West Ham sem var í bullandi fallbaráttu brilleraði svo eftir komuna til Liverpool (þrátt fyrir að hafa dalað á þessu tímabili). Það segir okkur einfaldlega að góðir leikmenn geta lent í vandræðum hjá þeim liðum sem þeir spila fyrir og svo blómstrað annars staðar. Torres t.a.m. tók allt í einu uppá því að skora mun meira hjá Liverpool en Atletico.

 7. þráðrán: gefur þessi bikarkeppni ekki sæti í meistaradeild ef hún vinnst? eða er þetta eitthvað rugl í mér? þurfum að fá framherja og er til í Rodriguez eða Nistelroy báðir góðir kostir þar sem við eigum bara 1 framherja sem er góður. Tökum leikinn á eftir, jess jessssss

 8. Það er rugl í þér Már, FA bikarinn gefur sæti í þeirri evrópukeppni sem við erum komnir í núna, UEFA deildinni.

  En annars er ég mjög spenntur fyrir þessu, þetta er frábær leikmaður – ólíkur þeim sem eru í okkar röðum í dag. Ekki enn einn varnarsinnaði kanntmaðurinn.

  Þessi frétt var einnig kominn á echo

 9. Hef viljað Maxi á Anfield í nokkur ár og guð minn góður hvað þetta mætti verða að veruleika núna! Hann er nokkrum ljósarum gáfulegri en Kuyt miðað við spilamennsku hans á þessu ári (og flestum öðrum ef undanskilið er það síðasta) og veitir honum í það minnsta verðuga samkeppni.

  Skil reyndar enganvegin afhverju hann er að ekki að spila meira hjá A.Madríd en ég held að honum hafi lent upp á kant við stjórnina eða stjórann þar með því að vilja ekki skrifa undir nýjan samning. (man ekki einu sinni á hvaða ótrúverðuga miðli ég las það).

  Þetta er allavega hörkuleikmaður og afar mikið velkominn til Liverpool að mínu mati.

 10. Babu, það er nú algjör óþarfi að drulla yfir Kuyt fyrir leik hans á þessu ári… hann er jafnvel ekki ennþá búinn að spila leik fyrir okkar ástkæra félag þetta árið 😉

 11. Sammála Babu, væri frábært að fá hann og setja Kuyt á bekkin… Þetta er klassa leikmaður með gott auga fyrir samleik getur notað fæturnar til meir en að hlaupa (eins og Kuyt) væri draumi líkast ef hann kemur…

 12. það væri alveg snild af fá Maxi þetta er þrusu leikmaður er þokkalega hraður mep fína tækni og góða krossa og lika flottur skotmaður hann myndi styrkja þetta lið mikið hef fylgst með honum i nokkur ár og væri þvílikt til i að fá hann og svo af fá Rudi væri lika klassinn. þeir eru lika báðir að vera samningslausir þannig að það er hægt að fá þá fyrir litinn pening, þetta ætti að styrkja Liverpool liðið alveg helling, þetta hljómar samt og gott til að vera satt

 13. Verð að fá að koma þessu að, árið byrjar frábærlega, búin að fá vinnu, Liverpool komið á sigurbraut (sem hekdur áfram í dag) og svo fáum við Maxi til okkar…. hef tilfinningu fyrir að þetta verði frábært ár… Áfram Liverpool….

 14. en getur einhver sagt mer af hverju í annskotanum maðurinn er með lucas í byrjunarliðinu en aquilani á bekknum. lucas er með fjögur gul spjöld. fer hann ekki í bann í deildinni á móti tottenham fái hann spjald í dag?? ekki beint minn uppáhalds leikmaður en við þurfum hann næstu helgi

 15. Ég var einmitt að stúdera tölfræðina á bak við þennan Maxi gaur í gær og hann er með fínt rekord en hefur ekki átt fast sæti í Atletico. (sjá: http://soccernet.espn.go.com/players/stats?id=24460&cc=5739) Hann virðist vera aggressívur fram á við með 10 mörk á sísoni og ekki veitir okkur af marksæknari gaurum.

  Nú hef ég ekki mikið séð til hans en mig grunar að þar sem hann er ekki búinn að skrifa undir þá sé hann e.t.v. frekar frystur … Það er nú alveg þekkt taktík að menn séu frystir ef þeir vilji ekki framlengja.

  Óttast þó aðeins að hann sé annar “Morientes” en vona ekki.

Reading á morgun, 2.janúar.

Liðið komið