Liðið komið

Þá er komið að FA – bikarnum árið 2010.

Okkar lið í dag er svona uppsett:

Reina

Darby – Carragher – Skrtel- Insua

Kuyt – Lucas – Gerrard – Aurelio

N´Gog – Torres

Bekkur: Cavalieri, Aquilani, Benayoun, Kyrgiakos, Babel, Spearing, Degen.

Það er semsagt 4-4-2 í dag! Ekki leiðinlegt og alveg ljóst að verið er að stilla upp afar, afar sterku liði.

Uppfært: Íslendingarnir sem eiga möguleika á að leika eru allir í byrjunarliði Reading.

KOMA SVO!!!

36 Comments

 1. en getur einhver sagt mer af hverju í annskotanum maðurinn er með lucas í byrjunarliðinu en aquilani á bekknum. lucas er með fjögur gul spjöld. fer hann ekki í bann í deildinni á móti tottenham fái hann spjald í dag?? ekki beint minn uppáhalds leikmaður en við þurfum hann næstu helgi

 2. já rosalega finnst mér skrítið að Lucas byrji þennan leik. Ég held að það væri ekkert hættulegt að leyfa aquilani og Stevie spila saman inn á miðjuna á móti liði í einni deild neðan við okkur

 3. Nokkuð sáttur við þetta lið, þurfum að byggja upp móralinn og það er gert með því að vinna leiki. Aquilani er ekki klár í alla leiki og JM í banni þannig að miðjan er flott svona. Lucas er ekki slæmur leikmaður, hann bara passar hræðilega með JM. Fínt að spila 4-4-2 gegn svona liði þó ég hefði viljað fá Babel í byrjunarliðið í þessum leik á kostnað, N´Gog, Kuyt eða Torres (sem mætti hvíla þennan leik).

  Það segir samt svolítið um kantana hjá okkur í dag að við þurfum að stilla upp tveimur varnarsinnuðum kanmönnum gegn Reading! Aurelio er bakvöður og Kuyt er bara ekki sókndjarfur kantur þessa dagana.

  Fínt samt að vera ekki með neina Carragher brandara í hægri bakverði og prufa frekar ungu pjakkana, Darby er klárlega alveg í sama klassa og leikmenn Reading og vonandi rúmlega það.

  Sakna þó Pacheco sem mætti vera á bekknum.

 4. Spái því að Aquilani komi inn á í seinni hálfleik. Hann er búinn að spila tvo leiki (að stærstum hluta) með litlu millibili og það er ekki gott að bæta þeim þriðja við strax. Vonandi skorum við nokkur mörk í fyrri hálfleik og getum tekið mikilvæga menn út og hvílt þá í þeim síðari:-)

 5. Afhverju Babel í stað Ngog samt? Ngog verið miklu betri í vetur og er ungur og efnilegur leikmaður sem þarf leiki.

 6. Hmm, 7 varnarmenn í liðinu í dag: Darby, Carragher, Skrtel, Insua, Lucas, Aurelio og Kuyt.

  Æ, ég segi bara svona. Þetta er ágætis lið. Hefði samt viljað sjá aðeins meiri áherslu á sóknarbolta. T.d. með því að hafa Babel, Benayoun eða Aquilani inná í staðinn fyrir Lucas, Kuyt og Aurelio. Alla vega einn þeirra.

  En við eigum að rústa þessum leik með þessu liði… og vinna svo þessa fokking dollu.

 7. Það sem gerir mig samt pínu stressaðan er að öll úrslitin í þessai umferð FA-Cup hafa verið eftir bókinni…

  og eins og allir vita þá eru alltaf einhver óvænt úrslit í hverri umferð bikarkeppninnar. Da da da dammmmmm, shit.

 8. Nokkuð sáttur við þessa uppstillingu, vill sjá Aquilani koma inn á en fyrst og síðast vill ég sjá stóran sigur þar sem sjálfstraustinu verður komið á hærra plán og ég hef fulla trú á að svo verði… Ég hefði líka viljað sjá meira sóknar lið en þetta lítur ekki illa út….

 9. Diddi við skulum bara vona að óvæntu úrslitin í þessari umferð koma á morgun í leik united og Leeds !

 10. Flott vörn Lucas! Enn og aftur fast leikatriði, ætla menn bara ekki að læra?

 11. Gummi (#15) segir:

  „Flott vörn Lucas!“

  Æji þetta er orðið frekar þreytt. Þetta minnir mann á þegar heittrúaðir hrasa um stein í götunni og bölva svo djöflinum. Er sem sagt ALLT Lucas að kenna núna?

  Þetta var heppnismark, okkar menn héldu að Rasziak væri búinn að missa hann aftur fyrir og hættu of snemma, hann hins vegar nánast skaut í Church og inn. Lítið við þessu að gera annað en að bölva.

  Nóg eftir af leiknum, samt, förum ekki að örvænta.

 12. Það er ekki slysamark þegar liðið hættir of snemma að verjast. Það kallast andvaraleysi og hefur hrjáð vörnina á þessu tímabili, sérstaklega í meistaradeildinni.

 13. Lucas átti að gera betur, menn meiga ekki standa og horfa á leikinn. Boltinn er ekki farin útaf fyrr en dómarinn flautar. Það skiptir engu þó hann sé kominn metra yfir línuna, hann er ekki útaf fyrr en dómarinn flautar og þangað til eiga menn að vera með fulla einbeitingu.

  Þetta er samt sama sagan og alltaf, hugmyndaleysið er allsráðandi. Vonandi batnar þetta í seinni hálfleik.

 14. LFC hefur ekki fengið neinn tíma til að byggja eitt eða neitt upp. Þetta er greinilega ekta bikarleikur, þar sem þetta er virðist vera “EINI” leikurinn hjá Reading þetta árið.
  Hef tiltölulega litlar áhyggjur þar sem Íslenska hafsentaparið er greinilega á 33 snúningum á meðan okkar menn eru á 45 snúningum.

  YNWA!

  Hættiði svo að vera neikvæðir. Það er eitthvað svo 2009!

 15. Árni Jón, um leið og liðið gefur okkur ástæðu til að vera ekki neikvæðir þá hættum við því um leið 🙂

 16. þetta er nú ekki gjöfulegt hjá Liverpool vill fara að sjá breytingar og sjá smá sóknartilburði hja þeim liðið er i 20 sæti i firstudeild þó þetta sé bikarleikur og allt það þeir pressa okkur hátt upp en svo þegar þeir eru með hann þá föllum við niður allir fyrir aftan miðju hvað rugl er þetta. það á að vera Liverpool sem á að vera að pressa þá eins og brjálaðinar og fara að koma okkur i gan. vera með 3 bakverði og Kuyt inná er bara rugl sko

 17. 19 – Ekki sammála að þetta hafi verið heppnismark, þetta var aukaspyrna á hættulegum stað sem við vörðumst einfaldlega ekki. Hvar kemur heppni/óheppni þar inní? Þú segir sjálfur að okkar menn hafi hætt of snemma, og í endursýningu sást augljóslega að þar var Lucas að verki. Ég hef aldrei sagt að ALLT sé honum að kenna, en þetta mark má alveg skrifa á hann án þess að fara út í dæmisögur um djöfulinn.

 18. þetta er snild taka sóknamann útaf og stetja miðjumann inná ætlum við ekkert að fara að sækja á þetta firstudeildarlið fara að henda þessum blessaða Kuyt og Lucas útaf

 19. Almar, Ngog var að spila sömu stöðu og Gerrard hefur gert svo vel, bakvið strikerinn. Með því að setja Aquilani inná fyrir Ngog færist Gerrard bara framar og leikskipulagið heldur sér. Sama gerist svo núna þegar Yossi kemur inn fyrir Aurelio.

 20. Þessi skipting var algjörlega useless, við erum YFIRSPILAÐIR af Reading liði sem er virkilega að ströggla í næstefstu deild. Ef þetta segir ekki allt um Rafa og liðið hans þá veit ég ekki hvað.

 21. nei nei við erum búinn að vera að spila meira likt 4-4-2 Ngog búinn að vera á topp Torres er búinn að vera svona meira við kantinn þegar þú ert með 2 framherja þá er alltaf annar sem er aðeins aftar en hinn það er annar sem á að hanga alveg á aftasta manni og hinn reynir svo að vera aðeins meira að fá botlan i lappir. þegar Gerrard er i þessari stöðu er hann svolitið aftar en Ngog er búinn að vera i dag

 22. Mér finnst þetta var verða eins og i leikjunum fyrir Aston Villa leikinn Djöfull eru við búnir að vera ógeðslega lélegir Reading eru búnir að vera betri en Liverpool i þessum leik þeir eru að pressa á okkur útum allann völl og eru svo á köflum að yfirspila okkur ég ætla rétt að vona að við fáum 2 eða fleiri leikmenn því þetta er aæveg skelfilega lélegt þessir andskotans karlar ættu að skammast sín og mættu alveg fá að sleppa að fá borgað eina viku þvílik skömm

 23. Liðið spilaði verr en oft áður í vetur og segir það nú mikið,að geta ekki unnið svona lið nokkuð sannfærandi er bara ömurlegt,árið byrjar frábærlega!!!!!!

 24. er ekki kominn tími á að útborgun seinki hjá þessum strákum svona aðeins til að vekja þá !!! geirharður , torres , kuyt , lucas , aurelio og aquaman allir hræðilegir í þessum leik . reading á hrós skilið fyrir sinn leik skrítið að þeir séu að ströggla í 1 deildinni , nema að liverpool séu það slappt lið að þeir láti bara öll lið líta vel út á vellinum . svakalega skrítið að sjá reading pressa hátt á liverpool ,vörnin var svakalega sjeikí og var alltaf í vandræðum að koma boltanum frá sér . en með smá lukku þá “náðum” við jafntefli og fáum sem betur fer annan leik á anfield til að hysja okkur í brók og sýna að við eigum séns á einum bikar ennþá .

 25. ég vill nýjan mann í brúnna núna strax svo verði keyptir alvöru menn en ekki bæklaðir menn eins og Rafa kaupir

 26. Besta setningin á árinu:

  Hættiði svo að vera neikvæðir. Það er eitthvað svo 2009!

Maxi Rodriguez í janúar?

Reading 1 – Liverpool 1 (uppfært)