Liverpool – Wolves (0-0) 2-0

Það skal alveg viðurkennast að ég hef oft verið spenntari fyrir leik hjá Liverpool en í dag, á öðrum degi jóla og það liggur við að ég hafi frekar farið í jólaboð til fjarskyldrar frænku tengdafjölskyldunnar sem býður einungis uppá Ís-Kóla og svínaskanka. En vitanlega horfði ég frekar á leikinn og boðaði forföll vegna slæmrar lausafjársstöðu Eimskipafélagsins!

Byrjunarliðið í dag hlýtur að teljast með því sterkara sem við getum boðið uppá í dag og við eðlilegar aðstæður ætti þetta lið að vinna Úlfana nokkuð örugglega en vandræðagangur Liverpool er okkur öllum kunn og þess vegna var ég langt í frá öruggur með sigur í dag.

Byrjunarliðið í dag var svona:

Reina

Johnson – Carra – Agger – Insua

Lucas – Aquilani
Benayoun – Gerrard – Aurelio
Torres

Bekkurinn: Cavalieri, Pacheco, Darby, Kuyt, Spearing, Ngog, Skrtel.

Fyrri hálfleikur:
Strax frá fyrstu mínútu var ljóst hvort liðið væri betra í knattspyrnu og Liverpool liðið spilaði fínt án þess að skapa sér umtalsverð færi. Töluvert einhæfur sóknarleikur og treyst á einstaklingsframtak Torres & Gerrard á síðasta þriðjung vallarins. Torres bjó sér til ágætisfæri snemma leiks en Hanhemann varði vel. Wolves fékk raunar besta færi fyrri hálfleiksins þegar Kevin Doyle skallaði úr dauðafæri yfir markið eftir hornspyrnu, í raun ótrúlegt að hann skyldi ekki í það minnsta hitta rammann. Glenn Johnson fékk síðan óvænt dauðafæri undir lok hálfleiksins þegar sendingin hans fyrir utan vítateig misheppnaðist en fékk boltann strax aftur og var raunar einn gegn Hanhemann en öldungurinn frá Ameríku varði vel. Heilt yfir var hálfleikurinn eins og vont Eurovision lag frá Búlgaríu. Í stuttu máli mætti liðið vel til leiks en vegna þess að okkar menn náðu ekki að skora á fyrstu 25 mínútunum þá minnkaði sjálfstraustið ótrúlega hratt.

Seinni hálfleikur:
Hann var varla byrjaður þegar Liverpool fékk fyrsta færið en það var vel útfærð sókn þar sem Gerrard átti gott skot að marki en Hanhemann varði vel. Stuttu síðar var varnarmaðurinn hjá Úlfunum, Ward, rekinn út af vegna 2ja gulra spjalda. Dómaranum gekk reyndar illa að finna út hver átti að fá spjaldið en að lokum með dyggrar aðstoðar frá aðstoðardómaranum fann hann brotlega aðilan. Þá var ljóst að sóknir Liverpool myndu þyngjast og á endanum brast stíflan þegar Insúa átti góðan sprett upp vinstri kantinn og frábæra fyrirgjöf fyrir markið… þar mætti Gerrard fljúgandi inní teiginn og stangið fyrirgjöfina inní markið, 1-0! þetta gerðist á ca. 55 mín leiksins. Eftir þetta var í raun bara spurning hvort Liverpool myndi skora fleiri mörk þar sem gestirnir náðu aldrei að ógna marki heimamanna þegar þeir voru einungis 10 inná vellinum. Svo fór að Yossi skoraði gott mark og innsiglaði sigur okkar manna, 2-0. Síðustu 20 mínúturnar gerðist fátt markvert en Kuyt og Pacheco komu inná fyrir Aurelio og Yossi.

Heilt yfir var þetta þokkalegasti leikur en gegn sterkari mótherja hefðu úrslitin kannski orðið önnur. Það er klárt mál að liðið er rúið sjálfstrausti og spilar ekki vel um þessar mundir. En á endanum skipta stigin 3 öllu máli og vonandi er þetta upphafið af góða kaflanum því sá vondi er orðinn andskoti langur!!!

Maður leiksins: Ég ætla að velja Gerrard þar sem hann skoraði markið sem skipti öllu máli í leiknum og vonandi er hann að komast aftur í sitt besta form.

Besta að drífa sig í matarboðið og fá sér Ís-Kóla… gleðilega hátíð.

53 Comments

 1. Verulega slakur fyrri hálfleikur hjá okkur, en sem betur fer var þessi leikur 90 mín… Nokkuð sáttur við spilið í seinni hálfleik, hefði mátt vera meiri hreifing á mnnum án bolta… Vonum bara að þetta komi sjálfstraustinu í gang fyrir leikinn gegn Villla….

 2. Sæmilegur leikur, Insua maður leiksins að mínu mati. Gerrard allur að koma til og mér fannst Lucas í skárra lagi í dag.

 3. jæja hvað er betra á öðrum í jólum að sigur ofan í það að borða velskotnar rjúpur 🙂 einn besti dagur jólana 🙂

 4. Sammála að Insua sé maður leiksins, en leiðinlegt að sjá hvað Torres er pirraður þessa dagana…

 5. Ánægður með 3 stig en ekkert annað í leik liðsins. Finnst fáranlegt að lið eins Wolves komi á Anfield og spili með 2 framherja en heimaliðið,stórliðið Liverpool spili með einn framherja sem varnarmenn Wolves áttu ekki í teljandi erfileikum með eftir að þeir voru búnir að pirra hann aðeins.
  Mér finnst Benitez allt of einhæfur og þrjóskur að spila þetta kerfi það vita öll lið hvernig við spilum og þá er ég að tala um nákvæmlega hvernig við spilum. Einkenni góðra þjálfara er að þora og breyta stundum liðsuppstillingu eftir hvaða liðum við mætum.
  En punkturinn er ánægður með 3 stig EN EKKI SPILAMENNSKU LIÐSINS.

 6. Er ekki hægt að fá einhvern sem heldur með Liverpool og er spenntur fyrir þeirra leikjum að skrifa pista?

 7. Sælir félagar og gleðilega hátíð (“).

  Sá ekki leikinn og ég verð að segja eins og MA (ágætur pistill) að ég var ekki mjög spenntur fyrir þessum leik en reiknaði með að ynnist þó ég byggist ekki við að þetta yrði neitt flott. En sigur og þrjú stig og mér sýnist að uppstilling Rafa hafi verið sú sterkast sem völ var á. Ekkert í skýrslunni kom mér á áovart nema að Torres skyldi ekki skora.

  Það er greinilegt að liðið er enn brotið eftir gengni undanfarinna vikna og það þarf meira en einn sigurleik til að koma liðinu í gang. En vonum hið besta.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 8. 3 stig og það er allt sem skiptir máli. Torres þarf að finna gleðipillurnar sínar þó svo að maður geti alveg skilið pirringinn, tekur eflaust á taugarnar að vera endalaust sparkaður niður, ef ég man rétt þá var búið að sparka hann niður 3 sinnum á fyrstu tveimur mínútunum. Aquaman komst vel frá leiknum og einnig var gaman að sjá Pacheco koma ferskan inná þó svo að hann hafi ekki gert neitt stórkostlegt þá er gaman að sjá svona ungan strák með sjálfstraustið í botni, vonandi smitar það útfrá sér.
  Svo er bara að vona að Arsenal taki Aston Villa á morgun og þá verður leikur okkar gegn Aston villa enn meira spennandi.

  Svo svona sem auka jólagjöf þá má auðvitað Hull vinna Man Utd líka 😀

 9. Mjög gaman að sjá Aquilani, alltaf að bjóða sig, alltaf hlaupandi, sinnti ágætis varnarhlutverki og var með skemmtileg tilþrif – ekkert þeirra varð að marki í dag, en það kemur að því. Vil sjá hann byrja næsta leik líka.

  Pacheco átti ekki góða innkomu að mínu mati, fékk hellings tíma á boltanum og pláss (miðað við hvað lítið var eftir af leiknum) en gerði lítið með hann fyrir utan eina fyrirgjöf. Fékk 2-3 sénsa til að taka menn á en gerði ekki, menn eiga að taka sénsinn þegar þeir fá hann – öðruvísi komast þeir ekki inn í liðið.

 10. Verum sanngjarnir vorum alls ekki betri aðilinn í leiknum þegar jafnt var í liðum….. hefðum verið brjálaðir ef okkar leikmaður hefði verið rekinn útaf fyrir þessi brot, Gerrard átti fleiri grófari tæklingar og var heppinn að klára leikinn að mínu mati, hvað í helvítinu var Pepe Reina að hugsa að taka 75 metra sprett til að aðstoða dómarann í rauðaspjaldinu, skulum ekki setja liðið strax á meistarapall….. villa í næsta leik er leikur sem þarf að sigra og svo Spurs heima eftir það

 11. Ég sá bara síðasta hálftímann og fannst innkoma Pacheco bara fín. Barðist vel og var kappsamur, kannski aðeins of, en það er bara eðlilegt. Vonandi fær hann að spreyta sig meira.

  Aquilani var ekkert spes fannst mér, átti amk tvær hræðilegar sendingar, en var kannski orðinn þreyttur. Torres var afleitur þennan hálftíma sem ég sá. Johnson virtist betri en undanfarið.

  Fyrir öllu að fá þrjú stig í dag, nauðsynlegt að vinna tvo næstu leiki líka. Þá kemst liðið vonandi á flug.

  Hlakka svo til að fá færslu um janúargluggann. Líklegt að fringe leikmenn verði seldir og tveir nýjir komi inn. Sóknarmaður og kantmaður. Vona það. Lýst vel á Kenwyne Jones sem hefur verið orðaður við liðið, frekar en Heskey td. Og Juan Mata má koma líka. Væri gaman ef einhver sem þekkti til Luca Toni gæfi skýrslu um hann, er jú frír í janúar. Kannski ekki góður andlega, veit það ekki, en hann getur skorað. Jones væri samt betri kostur finnst mér.

  Rafa fær þá peninga sem hann selur fyrir, það má fá ágætis pening fyrir Babel og Dossena amk, spurning um Voronin. Hef áður sagt að ég vil fá skipti á Babel til Ajax og Luis Suarez. Finnst hann spennandi leikmaður.

 12. Segjum að þetta sé á réttri leið.
  Johnson passaði sig á því að vera ekki með neinar flumbrulegar sendingar og var snöggur til baka til að Carrager þyrfti ekki að vera tveggja manna maki í vörninni.
  Miðjan virtist nokkuð solid með ítalann og svo líka brassana tvo. Samt sást alveg greinilega að menn voru ekki alveg að finna hlaupin hver hjá öðrum. Ítalinn er líka aðeins í rólegra tempóinu m.v. enskan fótbolta.

  Miðjan var sóknarsinnaðri en áður, þar sem Lucas var eiginlega sá eini sem hélt sér til baka þannig að þetta skapaði fleiri vinkla í sóknarleikinn en áður. Stór munur á þessum leik og Porsmoth leiknum, því eins og að Mark Lawrenson benti á, þá voru þrír sóknarþenkjandi leikmenn hjá LFC í þeim leik.

  Mér fannst dálítið bera á því að leikmenn virtust vera ragir við að taka af skarið og virtust vera dálítið í því að reyna að koma öðrum í færi í staðinn fyrir að taka af skarið. Það lagaðist þó í seinni hálfleik þ.e.a.s. eftir því sem á leið leikinn. Vonandi hífir þetta okkar menn aðeins nokkur stig upp egó kvarðann…..

  Ég segi eins og fleiri, þetta er í rétta átt en klárlega gott að mótherjinn var ekki sterkari og líka bara 10 af þeim í lokinn. En þrjú stig engu að síður.

 13. Hafliði, plís ekki kalla Aquilani þessu fáranlega viðurnefni.

  Daníel, þetta er mjög ósanngjörn gagnrýni hjá þér á Pacheco. Hann var inná í 6 mínútur og var alveg ótrúlega mikið í boltanum á svona stuttum tíma og með hárnákvæmar sendingar. Fín innkoma hjá honum.

  Nonni, ég held að Reina hafi verið mjög kalt í dag, um að gera að taka einn sprett! 🙂

  Allt í lagi að líta á björtu hliðarnar. Aquilani byrjaði sinn fyrsta úrvalsdeildarleik og þeir Lucas spiluðu báðir vel. Insúa spilaði líklega sinn besta leik fyrir Liverpool í dag. Gerrard er vonandi byrjaður að skora aftur. Liðið vann leik og hélt hreinu, 3 mjög vel þegin stig í hús. Síðast en ekki síst þá þorði Benítez loksins að láta Kuyt á bekkinn. Vonandi að þetta rífi sjálfstraustið örlítið upp.

 14. Hvenær í ósköpunum hefur Búlgaría verið með lélegt eurovision lag??

 15. Gaman að sjá að Aquilani er mættur. Þrátt fyrir að hann sé ekki kominn í sitt besta form þá sér maður loksins vitrænan fótbolta á miðjunni með tilkomu hans. Þetta getur ekkert annað en batnað.

 16. Ég man eftir þessum teimur lélegum sendum frá Aquilani en það var meira og minna allt og sumt. Hann var mjög solid og traustur á miðjunni meðan að formið leyfði, en eftir því sem á leið var hann orðinn þungur eðlilega.

  Benayoun fannst mér ferskur á kantinum og miklu meiri ógn af honum en Kyut. 2. markið sýndi kannski tæknimuninn á honum og Kuyt þar sem sá síðarnefndi hefði neglt boltann af alefli við við fyrstu snertingu.

  Ekki veit ég hvaða er að trufla Torres þessa daganna. Hvort það sé saklaus bru**stífla eða eitthvað dýpra veit ég ekki, en kauða hefur ekki stokkið bros í marga mánuði. Ég get alveg trúað því að það geti verið pirrandi að vera með menn í hælunum allan leikinn en það er ekkert nýtt fyrir kauðanum þannig að ég held að það sé ekki ástæðan fyrir þuglyndi hans. Hann mætti taka smá Bullard á þetta og hafa meira gaman að hlutunum þá fara hlutirnir að ganga.

  Að öðru leiti var þetta fínn sigur en stóra testið er gegn Aston Villa á Villa Park…….Hreinlega má ekki tapast og sigur yrði gríðarlega mikið púst fyrir framhaldið….ætla að leyfa mér að halda því fram að sá leikur verður mest Crusial leikur Liverpool í deildinni í ár…..Turning point game!

 17. Fór í matarboð og meiraðsegja gleymdi að það væri leikur, kanski lýsandi fyrir gengið undafarið. En væri samt til í þéttari leikskýrslu eða þá að einhver kæmi með link á brot úr leiknum. (og ekki hjá vísi, það er bara drasl)

 18. Sá ekki leikinn en það sem ég hef lesið er að AA er að komast í form og Gerrard að vakna, en Torres virðist vera slappur og er það kanski vegna þess að hann er ekki 100% heill og sumir vilja að hann fari undir hnífinn en það vill RB ekki. Margir sögðu eftir að Liv vann Mu að þetta væri komið í gang en ekki var það nú alveg rétt og þess vegna veit maður ekki hvort að liðið sé komið með sjálftraustið sem hefur vantað undanfarið.

 19. Sælir Liverpool stuðningsmenn .Ég get ekki orða bundist ok við unnum þennann leik og ekki mikið meia en það auðvitað vorum við betri EN það er svo margt að þarf að laga skipulagið inná vellinum hreifingar á boltalausum mönnum,uppstillingu stjóra,innáskiptingar og fl.Og á hverju eigum við að byrja?Að byrja með liðsuppstillingu með 1 sóknarmann á heimavelli á móti þessu liði er alger brandari hann átti að að spila annað hvort 4-4-2 eða 4-3-3 með Gerrard inn á miðju lucas útaf og N gog með Torres .Svo fer alltof mikill tími hjá varnarnönnum þá sérstaklega carrager að gefa til baka í staðinn fyrir að gefa fram á við.Menn eru að ayða of miklum tíma í þessa vitleysu ,svo er hreyfingin á boltalausu mönnunum nær engin það ætti að draga launin af þessum körlum að vera með 10-til 15 millur í laun á viku og nenna varla að hreyfa sig á vellinum er alveg skandall.Þessi stjóri á að fara hann sér þetta ekki og er alltaf að stilla upp sama liði og miðju leik eftir leik þó að það gangi ekkert ,þurrka gleraugun og skrifa í bók í staðinn fyrir að vera með diktafón til að tala inná og fylgjast með leiknum .Ég vil benna burt og dalglish inn semn hefur eitthvað vit á þessu að spila sóknarleik ekki vera að eiða hellingstíma í gefa til baka og koma Reyna í vandræði.Ísöðinni 2-0 þá virtust menn vera hættir 1 fleiri á vellinum sem er skandall .Við þurfum að bæta markatöluna því að hún gæti skipt sköpum.Því spyr ég hversvegna er karlinn alltaf að stilla upp sama leikkerfi leik eftir leik þó að það gangi ekki upp ?Hvað segir það okkur er hann sjómlaus eða bara heimskur?ímínum augum er hann hálfviti þegar leikkerfi gengur ekki upp þá breytir maður það er alveg augljóst .Þetta er þá svarið hann benni er ekki með vit á þessu og er ekki maðurinn í djobbið og leikmenn verða að fara að hreyfa sig meira og skjóta meira heldur en að spila sig í gegnum miðjuna sem er bull.Það vantar mikinn fjörbreytileika í sóknarleikinn og gerrard inná miðju og 2 sóknarmenn .takk fyrir vonandi gengur þetta betur í áframhaldinu en menn verða hreyfa sig inná vellinum til að þetta gangi upp.
  kær kveðja til allra Liverpool manna nær og fjær gleðileg jól….

 20. Þórir! Hann var að spila 4-3-3 eins og hann hefur gert nánast frá því að hann tók við Liverpool hann Benitez. Hvaða þjálfara hefurðu séð með diktafón? og… Ég nenni svo sem ekki að setja út á stafsetningu þeirra sem skrifa hérna, enda misgóð eðlilega, en þar sem þú sparaðir Y í flestum orðum og beittir gamla góða I inu í staðinn þá er alveg bannað að skrifa Reyna sem er íslenskt sagnorð sem á ekkert skilt við Spænska nafnið Reina!

 21. ég er alveg sámmála þórir ef þú kallar þetta leikkerfi 4-3-3 ég kalla það ekki að vera með bakvörð á vinstrikantinum það kerfi verður aldrei meira en 4-5-1 það eru 3 sóndjarfir leikmenn inná hjá öllu Liverpool liðinu það eru torres gerrard og youssi allt hitt eru varnarsinnaðir menn, kalla Aquliani ekki sókndjarfan i þessu formi en mér finnst alveg skelfilegt að sjá það þegar við erum 2 mörkum yfir á móti að mér finnst lélegasta liðinu og við erum að reyna að tefja i stöðinni 2-0 og manni fleiri og svo að við skulum ekki pressa hátt á þetta lið þegar þeir voru með boltan þá voru við með okkar menn á miðjuni og mættum þeim þar.
  mér finnst vanta allt i þennan Benitez hann er hræddur við að reyna að stútta svona liði eins og Wolves hvaða rugler i gangi spila ekki alvöru sóknabolta og pressa þá útum allann völl og reyna að rúlla þeim upp en annars eru þetta 3 stig og vonandi að við spilum 1000sinnum betra i næsta leik annars töpum við á móti villa

 22. Ja hérna ég er liverpoolaðdáendi en varla mikið lengur. Ef leikmenn þurfa að þrýsta á dómara til að fá hann til að gefa mótherja rautt spjald til þess að þeir gætu þá mögulega unnið ,þá mega þeir eiga sig hvílíkur aumingjaháttur iss.

 23. Þú sem kallar þig arg #24
  Ég held að þú ættir þá bara að finna þér annað félag til þess að halda með.

 24. arrg, þú hefur greinilega ekki horft á leikinn og svo ertu að misskilja leikskýrsluna líka. Varðandi þetta einstaka atvik þá var dómarinn að fara að spjald mann sem var hvergi nálægt brotinu og eina ástæðan fyrir því að leikmenn Úlfanna mótmæltu því ekki var sú að þeir sáu fram á að sleppa við að missa mann útaf. Eftir að leikmenn Liverpool þrýstu á dómarann að ráðfæra sig við aðstoðardómarann þá áttaði hann sig á mistökunum og réttur aðili fékk spjaldið, simple as that.

 25. Voðalega eru flestir jákvæðir að þetta sé bara komið núna eftir einn skítasigur á 10 manna liði Wolves á heimavelli. Sköpuðu ekki eitt færi í fyrri hálfleik og átti Wolves t.d. fleiri marktilraunir en LFC í fyrri hálfleik. Með þessari hægu, hugmyndasnauðu spilamennsku er ekki séns að þeir sigri Aston Villa á Villa Park. Hvað er Lucas t.d. að gera þarna inná? Er hann að vinna crusial tæklingar á miðjunni? Er hann að leggja upp mörk? Er hann að stjórna spili? Hef ekki séð hann gera neitt af þessu þannig að ég myndi telja hann tilgangslausan. Ég hoppaði reyndar af gleði þegar ég sá ekki nafnið á hundinum Kuyt í byrjunarliðinu, en að sjálfsögðu þurfti hann að setja hann inná. Ekki gleyma því hversu leiðinlegan fótbolta þeir spila undir óstjórn benitez þó svo þeir hafi grísað á einn sigur. Vill fá gamla sóknarLiverpool aftur!

 26. Ef svo ólíklega vildi til að Liverpool félli einhvern tímann niður um deild (stóru liðin geta fallið eins og þau litlu, sbr. Leeds 2004, Aston Villa 1987, Chelsea 1979, Tottenham 1977, manutd 1974 o.s.frv.) myndu þá “aðdáendur” eins arrg o.fl. (ég nenni ekki að leita uppi fleiri nöfn en nóg er af þeim hér) yfirgefa fleytuna og finna sér annað lið. Ég veit um fjöldann allan af Leeds-urum sem stoltir styðja sitt lið þrátt fyrir að vera langt frá þeim bestu (í bili), og hvernig ætli það hafi verið þegar manutd féll ’74 – ætli menn hafi upp til hópa farið að styðja nágrannana í City eða Liverpool í staðinn? Nei, auðvitað standa menn með sínu félagi og styðja það í stað þess að líta í kringum sig eftir öðru liði.

  Liverpool er auðvitað ekkert að fara að falla eins og mætti skilja á sumum í spjallinu hér á síðunni, liðið er jú heilum 12 stigum á eftir toppliðinu og 5 stigum frá Meistaradeildarsætinu (sem eru jú engin ósköp þegar tímabilið er einungis hálfnað) og það má ekki gleyma því að Liverpool hefur yfirleitt skorað hærra síðari hluta tímabilsins þannig að það er engin ástæða til að örvænta – ennþá. Hins vegar viðurkenni ég að það er eitthvað að, það vantar spil, hreyfingu, gleði, leikgleði og sjálfstraust í liðið eins og er.

  Þegar illa gengur er sjálfsagt að ræða málin og ef menn eru ósáttir við liðið sitt er ekkert eðlilegra en að láta í ljós skoðanir sínar á leikkerfum og leikmönnum, hins vegar finnst mér þetta skítkast og einelti í garð einstakra leikmanna hvimleitt og þegar maður þarf að horfa upp á “aðdáendur” drulla yfir menn eins og Lucas og Kuyt af gömlum vana jafnvel þótt þeir eigi þokkalega leiki þá sleppir maður því stundum að lesa commentin. Á sama tíma eiga kannski menn eins og Gerrard og Torres mjög slakan dag og þeir fá samt sem áður allt aðra meðferð.

  Og nú finnst mér eins og sumir séu hér búnir að peppa hvern annan upp í neikvæðninni og keppast við að sá drullufræjum þrátt fyrir að þrjú stig hafi náðst eins og í leiknum í gær gegn Wolves og gegn Wigan nú um daginn. Þá er SAMT frekar talað hér um hversu illa liðið hafi spilað, hversu illa þessi og hinn hafi spilað, hversu fáránlega stjórinn skipti mönnum inn á o.s.frv. Dassi segir talar t.a.m. hér að ofan um “skítasigur á 10 manna liði Wolves á heimavelli”. Það er þó rétt að nefna hér að þetta á auðvitað aðeins um vissa menn hér í spjallinu, og yfirleitt ekki um stjórnendur hér inni.

  Er nema von að maður hugsi sem svo að manutd. aðdáendur séu með flugumenn hér inni – ég trúi því varla að þetta séu sannir púllarar.

 27. Helgi J. þetta er ágætis punktur hjá þér ef liðið skildi falla, ég veit ekki með aðra en ég yrði áfram harður stuðningsmaður Liverpool. En mér finnst (bara mitt persónulega álit) sá hluti pistilsins hjá þér þegar þú segir að menn séu að drulla yfir menn að þá nenni þú ekki að lesa kommentin, ekki góður. Ég get svo sem alveg tekið unir sumt af því sem þú segir, en hitt er svo annað mál að hver og einn sem er að skrifa hér er að segja sína skoðun og ef hans skoðun er ekki áhugaverð, hví skildi þín og annara vera það t.d. þessi pistil þinn hér að ofan… Og ef einhverjum finnst t.d. Steve Gerarrd vera lélegur, eða að hann ætti að vera betri og lætur sína skoðun í ljós, þá er það bara hans skoðun…. Er ekki málið að við sem erum að skrifa hér þurfum oft á tíðum að vanda okkur áður en við setjum eitthvða inn hérna. Hver kannast t.d. ekki við að hafa skrifað inn nokkrar línur hérna eftir tap leik þar sem allt er ómögulegt sem viðkemur LFC… ég hef gert það og svo hef ég séð að mér og leiðrétt mig… Það er nefnileg málið með okkur eins og annað fólk, við gerum öll mistök, en að mínu viti eiga menn að setja inn sín komment hérna og hver svo sem þau komment eru þá eiga þeir ekki að þurfa að verja skrif sín á einn eða annan hátt, nema jú erf þeir fari út fyrir þær reglur sem aðstandendur vefsinsn segja til um…. Livið heil áfram LIVERPOOL

 28. Dassi #27, hvernig færð þú út að flestir hérna séu á því að nú sé þetta bara komið hjá okkar mönnum? Er einhver 1 búinn að segja það?

  Díses, svo er talað um blinda Rafa aðdáendur hérna á síðunni, svo eru aðrir sem sjá allt svart sama hvað gerist og hversu jákvætt sem það er.
  Get a life.

  Helgi J #28, þú ert með þetta 🙂

 29. Sammála Valli, og það er kannski frekar í höndum aðstandenda síðunnar að meta hvenær menn fara yfir strikið í skítkastinu. Menn eiga auðvitað að segja skoðun sína en það er alltaf spurning um hvernig orða eigi hlutina.

  En mér finnst samt sem áður umhugsunarvert að menn skuli ekki vera aðeins jákvæðari í kjölfar sigra, jafnvel þótt það sé skítasigur á liði Wolves á heimavelli.

 30. Það sem mér finnst allveg hræðilegt við þessa síðustu leiki er að við höfum nánast engan skallamann. Þegar maður telur upp skallamenn er það ansi stuttur listi, Torres kannski Gerrard og kannski Kuyt. Samt erum við aftur og aftur að krossa en aðeins 1 af hverjum ca. 15-20 krossum lendir í netinu. Við þurfum að kaupa alvöru skallamann í janúarglugganum.

  P.S Ég var allveg ógurlega ánægður þegar Gerrard skoraði með skalla í síðari hálfleik.

 31. Varðandi þessa skallamenn, af hverju er ekki Gerrard alltaf í teignum og einhver annar látinn taka þessar hornspyrnur ?
  Mér finnst Gerrard einn besti skallamður liðsins og með sínar slöku hornspyrnur þá vil ég hafa hann í teignum í hornum.
  Spurning um fá Luca Toni frítt í jan, hann er nú einn albesti skallamaðurinn í boltanum í dag.
  En varðandi þennan leik þá væri maður auðvitað sáttur með þennan sigur þrátt fyrir ljótan sigur ef við værum búnir að vera á góðu runni og fengjum svo einn svona lélegan leik, en við erum búnir að vera á ömurlega runi og erum á heimavelli á móti Wolves og við erum ekki betra liðið í fyrrihálfleik og í raun getum ekkert fyrr en þeir missa mann af vellinum.
  Wolves mæta á Anfield sem á að heita gryfja og spila með 2 sóknarmenn frammi en heimaliðið mætir með lið fullt af varnarsinnuðum leikmönnum og meðal annars með bakvörð á kantinum og 2 varnarsinnaða miðjumenn og einn sóknarmann.

 32. Þetta var frekar dapur sigurleikur að mínu mati. Eins og fram kemur í leikskýrslu þá hefði eflaust úrslitin orðið önnur á móti sterkari andstæðing. Ég er bara orðinn hræddur við þetta ástand og ekkert sérstaklega bjartsýnn á framhaldið. Ef sigur næst hinsvegar gegn AV á þriðjudag þá gæti eitthvað verið að gerjast í átt að betri tíð. En það berast allskonar fregnir um óánægju Torres og allskonar innanbúðarvandamál hjá Liverpool, eflaust allt saman bara bull en maður veit aldrei !

  Góður sigur á Úlfunum engu að síður og mikið vona ég að þeir haldi þessu áfram, langt síðan að það unnust tveir leikir í röð í deildinni !

  YNWA

 33. Var að senda eftirfarandi póst á Wenger@arsenal.uk
  Þýddi hann lauslega yfir á íslenskuna:

  Mr. Wenger ég er með tilboð handa þér sem þú getur ekki hafnað. Þú getur fengið Babel, Lucas, Aquilani, Voronin, Dossena, Mascherano og launin hans Rafa þetta árið bara fyrir einn leikmann, Fabregas.

 34. Það virðist gleymast hjá sumum hérna að ljótur sigur er betri en fallegt tap. Ég spurði Babú í gær að þessu og langar að varpa því fram hér. Er ekki bara mál að selja Gerrard? Sá mjög góða grein á held ég soccernet um það hvernig Gerrard væri að verða að kæfandi faktor í liðinu, hann er orðin það stór að aðrir leikmenn fá ekki að njóta sín. Ég er ekki að setja þetta inn sem wind up bara spurning. Væri það ekki rétt skref hjá Liverpool og Gerrard að leiðir myndu skilja og hann hugsanlega fara til Ítalíu eða Spánar?

 35. Sigur er sigur og 3stig í hús. Núna er bara að halda áfram og sækja önnur 3stig á Villa Park! Liðið okkar á haug inni og vonandi ná þeir að byggja upp sjálfstraustið á nýjan leik eftir þennan mikilvæga sigur.

 36. Villa steinlágu fyrir Arsenal núna áðan … spurning hvort það sé gott eða slæmt fyrir okkur. Annaðhvort mæta þeir okkur með sjálfstraustið í molum eða mæta dýrvitlausir …

  Reyndar fer Ashley Young í leikbann og verður því ekki með gegn okkur, það ætti að vera gott mál.

 37. Ég er allavega ánægður að Villa töpuðu þessum leik því það hlýtur að hafa áhrif á þá, því ef þeir hefðu unnið Arsenal þá hefðu þeir mætt með sjálfstraustið í botni og verið ennþá illviðráðanlegri.
  Og ég er líka sáttur við að losna við Young úr þessari rimmu enda veitir okkur ekki af allri þeirri hjálp sem við getum fengið.

 38. Liv hefði átt að mæta með sjálftraustið í botni eftir sigri á Mu, en það var nú aldeilis ekki þannig, svo að það virðist ekki skipta máli hvernig síðasti leikur fór. Dagurinn í dag getur verið góður en morgundagurinn ???? hver veit.

 39. Þetta var vissulega sigur og út af fyrir sig gleðilegur (svona eins og jólin), en auðvitað hefði maður viljað sjá þetta gert almennilega, með leikgleði og sjálfstrausti. Þó sáust batamerki á liðinu, Aquilani lofar góðu, hélt spilinu á miðjunni gangandi og á bara eftir að vaxa (ánægjulegt t.d. að sjá að Reina henti boltanum oftast til Aquilani þegar hann fékk hann í hendurnar). Stundum sást einnar snertingar bolti sem gekk furðuvel, miðað við undanfarna leiki. Gerrard einbeitti sér að því að spila fótbolta í stað þess að vera í fýlu, með góðum árangri. Varðandi spurningu Máser #36, þá kæmi mér ekkert á óvart þótt Gerrard óskaði eftir að fá að fara á sölu í vor. Ekki einungis vegna slælegrar frammistöðu Liverpool í vetur, heldur aðallega vegna þess að hann verður 30 á næsta ári og ekki mörg ár sem hann á eftir ef hann vill spila með stórliði öðru en Liv. En sjáum hvað setur.

  Annars hætti ég aldrei að halda með Liverpool, hvað sem á dynur (en reyndar verð ég að viðurkenna að ég hef stundum hugsað um að hætta að fylgjast með fótbolta eftir því sem peningabullið í kringum þetta eykst).

 40. Sælir,

  sigur er jú sigur en nú verða menn að fara girða sig í brók. Smá batamerki á fyrirliðanum en ég hefði viljað að liðið kæmist yfir 11 á móti 11. Mikið rosalega eru leikmenn þungir á sér. Það bara hlítur að hafa verið breitt um styrktarprógram hjá liðinu. Að öðru, Aston Villa notast við svipaða svæðisvörn og Liverpool í hornum.

 41. 3 stig og málið dautt,en liverpool voru ekki góðir,ja gleymdi að liverpool er ekkert búið að geta í vetur svo það skiptir eingu máli þótt við höfum verið lélegir.
  Mín spá er að það verði stokkað upp í þessu liði í sumar og við munum sjá mikið breytt Liverpool lið á næsta tímabili.

 42. dassi # 27

  “Ekki gleyma því hversu leiðinlegan fótbolta þeir spila undir óstjórn benitez þó svo þeir hafi grísað á einn sigur. Vill fá gamla sóknarLiverpool aftur!”

  Þú ert væntanlega að tala um Liverpool liðið á síðasta tímabili sem skoraði flest mörk allra liða. Það lið var einnig undir stjórn Benitez og það lið hafði einnig Lucas og Kuyt innanborðs. Reyndar spilaði Lucas auðvitað mun minna þá en nú…en þú veist hvað ég meina.

  Neikvæðnin má ekki bera menn ofurliði hérna. En auðvitað er kannski ekki margt sem hvetur menn til jákvæðni á þessum síðustu og verstu.

 43. Það er alveg rétt að mér finnst að Liverpool hefur ekki vrið að spila eins vel og þeir gerðu á síðasta tímabili, en verðum við ekki bara að vona að þetta sé að koma hjá okkar mönnum. Nú er alvöru leikur framundan á móti Aston Villa og nú kemur í ljós úr hverju við erum gerðir… ég hef sem fyrr fulla trú á að við vinnum Villa…. trúin ein getur fleitt manni langt, spurningin er bara hvort liðið hafi trú á verkefninu… ég spái Liverpool sigri á móti Villa 0 – 2 Torres með bæði…

 44. nr 44 jpg .. þetta er langt frá því að vera neikvæðni í mönnum !!!! við erum að horfa á sama lið og þú ert að horfa á og þetta er það sem blasir við !!! auðvitað er það frústrerandi að sjá þetta lið spila svona leiðinlegan fótbolta þegar að ekki er lengra síðan þetta lið var að taka flest stærstu lið í evrópu í bakaríið með fallegum og árangursríkum fótbolta . þegar sagt er að liverpool sé að spila ILLA þá er það bara staðreynd en ekki NEIKVÆÐNI !!! og nota bene rafa benitez er að stýra þessu liði núna enginn annar , í boltanum eru menn fljótir að breytast úr hetju í skúrk ég held að allir sem fylgjast með fótbolta af ráði viti það . þannig að persónulega finnst mér ekkert skrítið að heyra svona comment eins og dassi # 27 er að skrifa hérna . svo er það nottlega allt annar handleggur hvort að lausnin sé að hr benitez verði látinn fjúka eða ekki en eitt er víst að breytinga er þörf og það ekki seinna en í gær , það er bara spurning hvar áherlsan á þeirri breytingu á að vera . fyrir mitt leiti er það í höndum allra sem koma að klúbbnum ..

  Gleðilega hátið

 45. Fínt að fá þrjú stig án nokkurs vafa í þeirri þurrkatíð sem verið hefur að undanförnu og að mínu mati sanngjarn sigur, líka 11 gegn 11. En ætla ekki að leggja það neitt meira hér upp. Skil samt ekki alveg þá umræðu að LFC hafi verið “heppnir” gegn Wolves, finnst það argasta vitleysa.

  Svo þegar menn tala niður til Wolves finnst mér nú menn eiga að vera rólegir bara, þeir voru t.d. að koma úr frábærri ferð á White Hart Lane og eru engir aular, sýndu það með því að koma til að spila fótbolta á Anfield sem var frábær tilbreyting frá mörgum öðrum “minni” spámönnum. En Hahnemann átti þrjár heimsklassavörslur áður en við komumst í 1-0 sýndist mér.

  Fannst gaman að heyra varðandi gamla sóknar Liverpool. Ef er verið að tala um Liverpool 1987 – 1990 skal ég taka undir það, en ef verið er að biðja um nýtt Evans lið sem engan titil vann nema “skemmtilegustu einstöku sigrarnir” vill ég ekki sjá það. Það lið olli manni vonbrigðum Á HVERJU EINASTA ÁRI og vann einn titil.

  Hins vegar þá verður gaman að sjá leikinn gegn Villa. Við vorum teknir í bakaríið af þeim í haust og nú er allt önnur pressa á þeim en vanalega gegn okkur. Tími fyrir menn til að standa upp eins og meistari Carragher talaði um í dag á Sky Sports. Finnst annar tónn í leikmönnum núna og vonandi botninum náð.

  Svo er verið að ræða hér um skítkast á síðunni. Við reynum alltaf að koma í veg fyrir slíkt og í raun hefur mér fundist að mörgu leyti ágæt umræða farið hér fram að undanförnu. Þó auðvitað mér finnist hún eingöngu snúast um einn þátt félagsins sem ég hef áður nefnt og ég væri til í að hvíla aðeins.

 46. Eitt sem mér hefur fundist ekki eiga rétt á sér er að framkvæmdastjórinn(RB) eigi að velja liðið. Auðvita verður að hafa þjálfaralið og stjóra sem sér um peningamá o,f. En fyrirliðin ætt að sjá um að velja liðið ásamt þeim sem eru sjálfkjörnir í liðið(Torres,Reina,Carr og eftirvill AA ) og þá yrði kanski breyting á uppstillingunni. Ekki veit ég hvort að Gerrard sé með í ráðum en ef svo er þá er hann jafn þrjóskur og RB. Koma svo LIVERPOOOOOOOL

 47. Vonandi kemur trúin á það að við getum unnið (11 á móti 10)!

  Gerrard comenntaði eftir leik að þessi leikur myndi auka sjálfstraustið, ég vona það innilega, við erum ekki nema 5 stigum frá 4 sætinu.

  Þessi leikur var ekki mikið fyrir augað.
  FURÐULEGT að enginn hefur skrifað um það að Kuyt byrjaði á bekknum!!

  ÁFRAM LFC

 48. Már: prófaðu að taka að þér þjálfun og láta leikmennina stjórna valinu!!!Good luck.
  Mér sýnist eins og gæði kommentanna hérna séu í takt við gengi liðsins. Því neðar í töflunni sem liðið er því lélegri og ómálefnanlegri og órökstuddari verða kommentin og skítkastið eykst. Það er eins og vitlausir nöldurseggir skríði úr felum og njóti þess að tala (nafnlaust) illa um liðið okkar. Sem ég efast um að sé liðið þeirra.

  En að leiknum, mér fannst liðið ekki spila vel. Það er rétt sem hefur komið fram hérna, hreyfing á boltalausum mönnum var lítil, Torres gerði ekki neitt í leiknum og vörnin var ótraust. Með svipaðri spilamennsku töpum við pottþétt gegn Aston Villa. Jákvæðu punktarnir eru 83 mínútur hjá Aquilani, Gerrard virðist vera að lyftast aðeins upp og glórulausar tæklingar hjá honum eru jákvætt merki þess að hann er ekki tilbúinn að gefast upp just yet. Insúa átti frábæra krossa í dag en undanfarin misseri hef ég haft verulegar efasemdir um stöðu hans í liðinu samanborið við t.d. Warnock sem Benítez seldi hérna um árið. Pacheco er spennandi drengur og gæti átt eftir að spila stærri rullu í vor. Vonandi gefur Benítez honum fleiri sénsa núna í framhaldinu. Þetta var nausynlegur vinnusigur og vonandi að Benítez komi auga á vandamálin, rétt eins og hann hefur yfirleitt gert og lagi þau fyrir leikinn gegn Aston Villa.

 49. Ívar Örn: Ég var ekki að tala um einhverja leikmenn ég er að tala um þá sem eru bestir eins og ég taldi upp, menn sem draga vagninn, ég veit að í handbolta er td, Óli Stef og fl, sem hafa mikil áhrif á skipan liðsins og því ætti ekki að vera svipað í fótbolta, þótt svo að leikmenn séu ekki alfarið með hverjir spila og hverjir ekki, og svo var ég ekki með neitt skítkast.

 50. Már: Skil pointið, var ekki að saka þig um skítkast. Það verður hins vegar alltaf einhver að ráða og hugsanlega er saklaust að hafa leikmenn til ráðgjafar.

 51. legg til að sumir hérna sleppi því bara að horfa á eins og tvo leiki, og á sama tíma séu ekki að ruglubulla eitthvað hér á netinu. Þetta kemur hjá okkur hvort sem Benitez verður áfram eða ekki en þetta rosalega væl hjálpar engum. Við púllarar ættum að hætta þessu grenji, látum Mr. Ferguson um það eða Wenger. Annars er leikskýrslan fín, sammála byrjunarliðinu þó ég trúi því ekki að það verði svona, það kæmi mér ekki á óvart þó Aquillani byrji á bekknum á morgun og Gerrard verði neðar.

Liðið gegn Wolves

Aston Villa á Villa Park á morgun.