Portsmouth 2 – “Liverpool” 0

Það er ekki séns að ég nenni að skrifa hefðbundna leikskýrslu um þennan leik. Þess í stað, nokkrir samhengislausir punktar:

**01:** Rauða spjaldið hans Mascherano var algjört rugl. Hann fer með aðra löppina í tæklinguna, Ben Haim með báðar. Báðir missa af boltanum, Mascherano lendir með takkana á fæti Ben Haim um leið og hinn fótur Ben Haim fer í hné Mascherano. Samt fær annar þeirra rautt og hinn gult, og það jafnvel þótt sá sem fékk rautt hafi meiðst meira en hinn. Mascherano fer í fáránlegt, hálfvitalegt fjögurra leikja bann en fyrstu fréttir benda til þess að hann gæti verið meiddur enn lengur í hnénu. Takk, Lee Mason.

**02:** Það skal þó tekið fram að þetta tap var EKKI DÓMARANUM að kenna. Rauða spjaldið gerði okkar mönnum erfiðara fyrir en við vorum að tapa og í ruglinu fyrstu 40 mínúturnar þrátt fyrir að vera 11 á móti 11.

**03:** Rafa klúðraði allsvakalega í dag. Ég veit að okkur hættir öllum til að horfa á liðsuppstillingar með rauðu gleraugun á nefinu fyrir leik, í þeirri von að skrýtnu ákvarðanirnar reynist hafa borgað sig upp, en þegar allt kemur til alls verður maður bara að vera samkvæmur sjálfum sér og spyrja sig: af hverju átti Dossena að spila þennan leik frekar en Benayoun? Af hverju var Ngog, sem skoraði í síðasta leik, ekki að fá að byrja áfram inná í dag? Af hverju að fara strax aftur í neikvæðu, varkáru 4-2-3-1 liðsuppstillinguna sem hefur engan veginn virkað síðustu vikur í stað þess að nota demantamiðjuna sem rústaði Wigan yfir 60 mínútna leikkafla í miðri viku? Rafa sýndi botnliði deildarinnar allt, allt, ALLT of mikla virðingu í dag og fékk að launum nákvæmlega það sem hann átti skilið.

**04:** Það er ákveðin einföldun að segja að liðið hafi leikið betur í seinni hálfleik, manni færri, af því að vel spilandi miðjumaður hafi verið kominn inn á miðjuna eftir að Mascherano fór útaf … þannig að ég ætla bara að segja það: við lékum betur í seinni hálfleik af því að Gerrard var kominn neðar á miðjuna og farinn að stjórna spilinu. Rafa, ertu til í að sjá það augljósa? Það væri vel þegið.

**05:** Ég nenni ekki að ræða einstaka leikmenn eftir þennan leik, en viljið þið sleppa því að gagnrýna Reina og gangrýna vörnina frekar. Reina fær á sig tvö frábær mörk úr þröngum færum sem voru óverjandi fyrir hann en í báðum tilfellum verðum við að setja stórt spurningarmerki við Agger og Carra því leikmenn Portsmouth voru aleinir í báðum tilfellum … aleinir á markteignum. Það er ekki eðlilegt að menn geti lagt boltann fyrir sig, miðað og skotið alveg einir á þeim stað á vellinum.

**06:** Ég. Hata. Þetta. Tímabil. Ég hata það með meiri ástríðu en ég hef hatað nokkuð annað fótboltatengt um ævina. Liverpool hefur átt léleg tímabil áður en þetta tímabil, af öllum, var MEST það tímabil sem við bara ætluðum og áttum og vorum pottþétt að vinna deildina. Auðvitað hefur komið bersýnilega í ljós að það voru blindir draumar hjá okkur stuðningsmönnum en það gerir vonbrigðin ekkert minni.

Þannig er þetta. Við erum nær botnsætinu en toppsætinu yfir jólin og engin merki um bata á lofti hjá þessu helvítis liði. Til hamingju með jólin, hraðlygnir eigendur, þrjóskur og fyrirsjáanlegur stjóri, huglausir og getulausir leikmenn og sjálfblekktir stuðningsmenn. Við fáum í skóinn nákvæmlega það sem við eigum skilið þessi jólin.

Næsti leikur er á annan í jólum gegn Wolves. Ég ætla að gera eitthvað annað en að horfa á þann leik.

177 Comments

 1. ég veit ekki með ykkur en ég er að spá í að stíga frá þessari skúti… ses

 2. Það sem að mér finnst vera asnalegast við þetta kerfi sem að hann er að rembast við að spila er að það er ekkert kantspil……… Á móti Wigan þegar að það var verið að spila 4-4-2 var kantspil í gangi og við vorum að fara upp fyrir bakverðina og þaðan fyrir markið….. Mikið sakna ég þess….

  Hann verður að fara að breyta einhverju til þess að þetta 4. sæti náist…..þetta er ekki að ganga svona !

  En annars vona ég að við fáum annan stjóra sem fyrst…..nr. 1 – 2 og 3 vegna þess að mér finnst leiðinlegt að horfa á þetta lið…..og ef við erum ekki að fara að vinna neittttttt á að minnsta kosti að vera gaman að horfa á liðið manns….. samanber Arsenal – þeir eru ekki að fara að vinna neitt en það er gaman að horfa á þá !

  kv. Garðar

 3. Sælir félagar

  Það er engu við að bæta það sem KAR segir. Hörmungar Liverpool halda áfram og engin batamerki á liði né stjóra. Ég hallast sífellt meira á þá hliðina að Rafa verði að fara.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 4. Vertu blessaður Kristján V. Höfum ekkert að gera með áhangendur sem stinga af á tímum sem þessum

 5. Tek undir hvert orð Kristján en held ég hætti ekki að horfa þó það væri auðvitað gáfukegast, maður bölvar í hverri viku að eyða tíma í þetta helvítis fokking fokk í stað þess að vera td með 4 mánaða gamalli dóttur eða bara eitthvað annað.

  Verður Rafa rekinn núna? ég held ekki, fínt að leyfa þessum skrípaleik að halda áfram aðeins lengur hugsa kanarnir og þeirra fjárfesting verður að engu þar sem fáir vilja kaupa jafn ömurlegan klúbb á alltof háu verði.

 6. Sem betur fer er ég í jólaskapi að pakka inn jólagjöfum, og löngu búinn að gera mér grein fyrir því að Liverpool er ekkert annað en miðlungslið eins og það hefur verið að spila undanfarna vikur og mánuði, og enginn bati fyrirsjáanlegur.

  Þessvegna er ég ekkert svo pirraður núna. Þetta er hætt að koma á óvart. Sigurleikir eru farnir að koma manni á óvart.

  Gleðileg jól!

 7. það er hægt að horfa á leikinn frá landi ! ! ! en hvað á ég svosum að bakka upp með þetta lið…

 8. Takk fyrir að skemma afmælisdaginn minn herra benitez(færð ekki stórt B frá mér). Ömurlegur fótbolti sem þú spilar! Legg til að allir safni þessum 20 milljón pundum til að kaupa manninn frá liðinu og ég skal persónulega borga flugfarið til Spánar fyrir hann. I H8 YOU benitez

 9. Sammála punkti númer 6 – þetta er svo fokkk pirrandi.

  Þetta var klárt rautt spjald á Mascherano.

 10. óskiljanlegt að halda ekki áfram með 4-4-2 eins og í síðasta leik… spila með gogga og torres frami…. tími rafa er allveg búinn… liðið er ekki að spila langt undir getu því miður

 11. Enn og aftur sýnið þið á kop.is að þið eruð með frábæra skrifara til að skrifa inn á þessa síðu. Sammála hverjum staf sem kemur fram í þessari skýrslu.

 12. Hvenæar ætlar þessi djöfulsins, heimski, þrjóski stjóri okkar að læra hann stillir upp 442 á móti wigan og við vinnum þann leik og fengum ekki á okkur mark fyrr en á 92 min.
  En hvað gerir hann fer bara í nákvæmlega sama farið og spilar þetta djöfulsins kerfi sitt með lucas og masch saman á miðjunnni þegar það auðsjáanlega virkar ekki fyrir okkur í augnablikinu.
  Og hvar er N’gog skorar alltaf þegar hann fær sénsin hefði viljað sjá hann með torres frammi og Gerrard á miðjunni með masch.
  En eitt skil ég ekki að kyut hafi klárað þennan leik og af hverju kom ekki N’gog ekki inn á fyrir hann í hálfleik.
  Og strákar ekki segja að við höfum verið á heimavelli á móti wigan og þess vegna ekki spilað með 2 frammi í dag.
  Ég veit að Þrjóski stjórinn okkar sér það þannnig bara burtu með hann og það strax það væri örugglega betra að hafa engan þarna heldur en hann.

 13. ég er ekki að segja að ég sé hættur að halda með Liverpool, það gerist aldrei en hvenær er komið nóg… hvar er þessi dropi sem á að fylla mælinn… þetta er bara svo viðbjóðslega pirrandi þetta gengi okkar að maður er sennilega bara að taka út reiðina hér… það er ágætt…

 14. Já og frábært að kaupa þessa meiðslahrúgu á tæpar 20 mills strax meiddur. Átti að koma í staðinn fyrir Alonso eitt stórt GRÍN.

 15. í guðanna bænum farið ekki að verja Rafa hér ég bara bið um það hvað á þetta að ganga lengi með þennan mann

 16. Rólegir, rólegir. Ef eitthvað er að marka fréttirnar þá erum við að fá nýja fjárfesta inn auk þess sem G&H voru að losa um töluverðan pening, svo að það ætti að vera til peningur til þess að borga Rafel út. En þrátt fyrir allt þá trúi ég að Rafael sé heiðursmaður að flestu leyti og hægt verði að semja við hann um sanngjörn starfslok.

  Og ég ætla ekki að ásaka þá sem hingað til hafa dregið þá ályktun að stjóraskipti væru óskynsamleg. Fyrir undirbúningstímabilið virtist allt á réttri leið en of mikið hefur breyst á mjög skömmum tíma.

  En að halda því fram að við missum okkar bestu leikmenn fari Rafael að mínu mati ekkert annað en hræðsluáróður. Vissulega er leikmannahópurinn mun sterkari en hann var þegar sá spænski mætti á svæðið. Og af hverju ætti ekki annar stjóri ekki að geta haldið þeirri uppbyggingu áfram sem hefur verið í gangi. Að mínu mati þarf nýr stjóri ekki að biðja um fimm ár til uppbyggingar.

 17. Úffffff……………

  Herminator fékk að berja á El Nino óáreittur.

  Macherano fékk sennilega rauða spjaldið fyrir að nota hendina til að ýta Mason niður. Hefði sennilega sloppið með gula ef hann hefði ekki “látið hendur skipta”!.

  Ömurleg leiktíð virðist lítið annað gera en að versna og versna. Það er vont en það venst… á ekki við í þessu tilfelli!

  Janúar glugginn verður áhugaverður…. eða þannig!

 18. Vááááá ….. þetta er svo sorglegt að manni langar bara helst að gráta. Mikið svakalega er ég kominn með ógeð af þessu ástandi. Ég er sammála Kristjáni Atla í einu og öllu. Ég er að spá í að setja af stað söfnun fyrir flugmiða fyrir Rafa. Hann veit NÁKVÆMLEGA EKKERT hvernig á að koma liðinu úr þessum vanda. Ég meina það er alveg að sýna sig með sömu helvítis liðsuppstillingunni og sömu aumu helvítis leikmönnunum. æjjjj ég nenni ekki að tala um þetta meir. Vil Rafa burt og nokkra leikmenn með honum ásamt því að fá nýja eigendur !!! Ég er farinn í frí frá þessu rugli !

 19. Anda inn, anda út.
  Við bíðum þá eitt tímabil í viðbót ….
  Kallinn mætti taka upp á einhverjum frumleika í uppstillingum og svo væri ekki verra ef að leikmenn reyndu að leggja sig smá fram.

  Meira var það ekki að sinni,

  Gleðileg jól

 20. frábært að horfa upp á þetta rugl leikskýrslan fín en er samt algjörlega ósammála því að þessi mörk hafi verið óverjandi. Ætla samt ekki að gagnrýna Reina fyrir þau þó vissulega hann hafi ekki átt að vera fá þau á sig. En gott að við séum enn öryggir í 4 sætinu í vor.

 21. Ekki gagnrýna leikaðferðir Rafael Benítez, maðurinn er “mastermind” og veit alveg fullkomlega hvað hann er að gera!

 22. helvítis klúður leik eftir leik þetta leikerfi sökkar lukas og mascerano hafa einu sinni virkað saman á miðjunni og það var á móti inter og síðan hefur rafa reint að halda þessu leikerfi endalust.meðan við leikstíl liðins hefði ég viljað sjá gogga og Torres frammi n gogg hefði öruglega tekið við þessum hú boltum frá carra og AFHVERJU ER KUYT INNÁ rafa hefur sett suma leikmenn á bekkinn eftir góða framistöðu eins og ngog en ekki kuyt hann er altaf inná spilar hverja einustu mínótu svo er boltinn sem liðið spilar svo leiðinnlegur TÍMI RAFA ER BÚINN

 23. Væri persónulega sama þó að Danny Murphy myndi skora sex á móti United!
  United vinnur allavega ands… leiki!
  Djöfulinn!

 24. Hugmyndasnautt lið, sendingageta fyrir neðan allar hellur= burt með Rafa.
  Sumir þurfa að fara að gera betur td, Gerrart og Torres, maður er farinn að efast um þá……..

 25. Þetta var besta en samt sorglegasta leikskýrsla sem ég hef lesið.
  Góða helgi og gleðileg jól.

 26. Vá þetta tímabil er farið að minna mig rosalega á kvikmyndina “The Damned United” um 40daga stjórnartíð Brian Clough hjá Leeds. http://www.imdb.com/title/tt1226271/

  Gerrard er fyrirliðinn eins og Billy Bremner sem hefur enga trú á knattspyrnustjóranum. Það er engu líkara en þessir frábæru knattspyrnumenn sem við höfum séu viljandi að spila illa og láta reka sig útaf til að losna við Benitez eins og Leeds gerðu við Clough.

  Benitez og Clough eiga það líka sameiginlegt að ná sínu orðspori fyrst upp á árangri með litlum klúbbum= Derby og Valencia (spila bæði í hvítum búningum). Báðir misstu touchið tímabundið eftir að aðal aðstoðarmaðurinn þeirra fór burt í fússi.

  Þó er aðferðafræði Rafa Benitez mun líkari Don Revie en Clough og persónuleikinn gjörólíkur. Báðum hentar samt langbest að stjórna meðalstórum klúbbum þar sem þeir fá að stjórna öllu og njóta 100% trausts stjórnarinnar. Bara vonandi að samanburðurinn við Leeds endi þar og við lendum ekki í 2.deildinni og Benitez vinni síðan glæsilega sigra með öðrum enskum klúbbi.

  Leeds er mjög svipaður fjölskylduklúbbur og Liverpool og voru á þessum tíma, ekki vanir að reka þjálfara fyrirvaralaust. Þeir gerðu það samt með Clough enda ekki annað hægt þegar fyrirliðinn og hópurinn er kominn í stríð við þjálfarann. Tími Benitez með Liverpool er búinn. Honum verður boðið að segja upp starfinu í kringum áramótin eða rekinn ella. Hann mun segja starfinu upp og enda sinn tíma með því dignity sem hann á skilið enda afburða klár knattspyrnustjóri og mun örugglega ná frábærum árangri með næsta lið sem hann tekur að sér. Hann er hinsvegar viðkvæmur persónuleiki sem þarf 100% stuðning á bakvið sig til að fúnkera og það fær hann ekki frá Liverpool héðanífrá. Sumum hentar bara ekki að stjórna stórliðum.

  “Because I am Brian fucking Clough!”

 27. Það verður svakalega fróðlegt að sjá hvað Rafa segir í viðtali eftir leik. Hvernig væri að fréttamenn genju á hann almennilega og heimtuðu svör við hvað hann hefur í hyggju að gera !!

 28. Þessi leikur var mjög gott dæmi hvernig dómari getur eyðilagt heilann leik. Hvernig var hægt að gefa Macherano rautt spjald? ég skil þetta ekki. Þrátt fyrir að Liverpool hafi ekki verið að spila vel þá var möguleiki í stöðunni 1-0 með jafnt í liðum. Tala nú ekki um þar sem Macherano fór meiddur út af og Gerrard datt aftur á miðjuna. Því fullyrði ég hér að dómarinn eyðilagði leikinn.

  Nú er Lee Mason búinn að dæma tvo leiki hjá Liverpool á síðustu tveimur mánuðum, Fulham úti plús þessi leikur. Í þeim hefur hann gefið leikmönnum Liverpool ÞRJÚ RAUÐ spjöld, tvö af þeim gjörsamlega út úr kú, þ.e. spjaldið í dag og rauða spjaldið sem Degen fékk á móti Fulham. Því spyr ég hvað vakið fyrir Lee Mason er hann að veðja á þessi leiki sjálfur (ala NBA dómarinn). Maður fær það á tilfinninguna að hann sjái bara rautt þegar okkar ástkæra lið spilar.

  Annar punktur varðandi dómagæsluna, það er fyrra mark leiksins var rangstæða, þar er leikmaður Portsmouth tveimur metrum fyrir innan varnarlínu Liverpool þegar skotið var á markið. Hann klárlega hagnaðist á stöðu sinni mjög mikið því Johnson var að skalla boltann aftur fyrir endamörk. Það eru ENGAR líkur á því að þessu Portsmouth maður hefði náð boltanum nema af því að hann var TVO metra fyrir innan varnarlínuna. Hann hagnast svo áberandi af stöðu sinni að maður gæti öskað.

  Svo spyr maður sig líka afhverju gat tuddinn Brown tekið sólótæklingu á Lucas án þess að fá lítið sem tiltal í fyrri hálfleik. Það eru vissir leikmenn sem eru inn á vellinum í þeim eina tilgangi að meiða og brjóta á andstæðingnum. Brown er í dag fremstur meðal jafningja og ég fullyrði að ef hann væri ekki ENSKUR þá fengi hann rautt í hverjum leik.

  Varðandi liði í dag þá spyr maður sig hver er tilgangur þess að spila á jafn áhugalausum leikmanni og Dossena. Hann gerði nákvæmlega það sem maður átti von á ekki neitt, gat ekki neitt. Insúa er mikið efni og byrjaði tímabilið vel en mikið óskaplega var hann slakur í dag. Allar sóknir Portsmouth fóru upp í gegnum kantinn hjá honum. Það var hrópandi augljóst að það væri taktíkin sem beyta ætti á Liverpool. Því hefði ég alveg getað lifað við það að sjá Aurelio koma fyrr inná, enda skánaði þetta til muna eftir skiptinu hans.

  Það er eitt enn sem ég hef verið að velta fyrir mér í þessum síðustu leikjum liðsins, vantar ekki meiri hraða í vissa leikmenn Liverpool. Ef Gerrard eða Torres eru ekki að bera upp boltann í skyndsóknum þá fær maður það á tilfinninguna að verið sé að sýna þetta hægt. Þarf liðið ekki á fleiri snöggum og leiknum leikmönnum að halda?

  Kv
  Krizzi

 29. Eini jákvæði punkturinn framundan er að leikmannagluggin er að fara opna eftir 12 daga. Verðum að kaupa e-h alvöru nagla.

 30. Fjórða sætið er bara langt í burtu og við ekkert á leiðinni þangað.

 31. Dómarinn á vissulega sinn hlut, alger fábjáni en það breytir því ekki að við vorum 1 – 0 undir með 11 leikmenn inn á og ekkert í spilunum sem að vaqr að fara breyta þeirri stöðu. Ef Rafael Benitez er annt um þetta lið og þennan klúbb þá sér hann sóma sinn í því að standa upp af stóli sínum og yfirgefa þetta vonlausa dæmi. Hann er greinilega ófær um að taka lið sem vantar allt skálfstraust í og peppa það upp. Það er bara að sína sig leik eftir leik eftir leik eftir leik eftir leik. Reka manninn og það strax

 32. Er ekki allt í lagi??? Brottreksturinn breytti nákvæmlega ENGU! Þeir gátu nákvæmlega ekkert fyrir og eftir hann og ekki man ég eftir þessum færum sem þeir hefðu átt að nýta sem hann minnist á. Come on, farðu bara

 33. Það væri ekkert svo galið að fá Sol Campell til að bæta vörnina, svo getum við látið Voronin fara til Real Madrid í skiptum fyrir Van Nistelrooy. Eru e-h fleiri ágætis leikmenn sem eru á free transfer þessa stundina?

 34. Benitez verður ekki látinn taka poka sinn og hann mun ekki segja af sér.

 35. Nú er nóg komið, það verður að fara að gera eitthvað all svakalega rótægt hjá okkar klúbbi, það er svo sorglegt að horfa upp á hvert klúðrið á fætur öðru. Fyrir það fyrsta þá erum við bara ekki að spila vel… það skal alveg viðurkent að þetta rauða spjald var algjört rugl, en það breitir ekki því að það þarf að gera einhverjar rótækar breitingar. Hverjar þessar breitingar þurfa að vera, þá hallast ég einna helst að því að skipta um stjóra…. og það held ég að verði áður en langt um líður…

 36. Bara samansafn af aumingjum torres pirraður að spila með svona mönnum skil hann vel gerrard nennir þessu ekki og carra þarf á löngu fríi að halda

 37. Dassi hvernig getur þú sagt að bottreksturinn hafi ekki breytt neinu. Það var heill hálfleikur eftir 45 mín plús viðbótartími. Þrátt fyrir að hafa bara verið 10 þá náðu menn að skapa sér færi, misgóð en þeir voru þó að koma sé í færi inn í teig Portsmouth. Eitt færi er mér í fersku minni þegar markvörður P’mouth átti heimsklassa markvörslu liggjandi í grasinu. Sá bolti var á leiðinni í netið það sást greinilega í endursýningunni.

  Ekki vera svona rosalega neikvæðir. Að halda því fram að Liverpool eigi ekki meiri möguleika með 11 leikmenn inná en 10 er bara bull.

  Kv
  Kristján

 38. Var að lesa comment af facebook síðu Liverpool. Þar öskra allir á að Rafa eigi að fara. Hann er greinilega að missa stuðning sinn víðar en hjá stuðningsmönnum á Íslandi !

 39. Til hvers á Rafa að fara, það nennir enginn að stjórna klúbbi þar sem eru ekki til peningar til leikmannakaupa.

 40. Ég á ekki orð.

  Enda sennilega það eina sem héðan af er hægt að gera er að sjá hvaða lágmarksskaði verður það sem eftir lifir tímabils. Liverpool á í miklum erfiðleikum án vafa. Í dag fannst mér menn vera að leggja sig fram, sérstaklega í síðari hálfleik við erfiðar aðstæður og í mótlæti. Það er sterkur vindur á móti þessu liði og hreinlega ekkert sem dettur með okkur, eins og sást best með ótrúlegri markvörslu varamarkmanns Pompey í seinni hálfleik í dag.

  En að sjá hópflóttann og orðbragðið sem dynur á hér í fyrstu 40 færslunum finnst mér skammarlegt hreint! Ég missi því miður af Úlfaleiknum því ég allavega vill fylgjast mjög vel með þessu liði þessa dagana, fer ekki ofan af því að það er á svona ÓGEÐSLEGA LEIÐINLEGUM stundum sem maður berst mest fyrir liðinu sínu.

  Svo held ég að bráðum sé kominn tími til að stofna þráðinn http://www.rafa.is í stað þess að HVER EINASTI PISTILL EÐA LEIKSKÝRSLA sem hér er birt verði að árásum og vörnum á hann. Ég held að það hljóti að vera mesta einföldun heimssögunnar að halda það að menn vilji ekki ræða hann, en satt að segja finnst mér orðið erfitt að fylgjast með allri umræðunni um Liverpool snúast um Rafael Benitez.

  Ég ætla því héðan af ekki að eyða mörgum, sennilega engu, um hans starf því mér sýnist 95% athugasemda inn á Kop.is nú snúast um hann og væntanlega sakna þess engir þó ég ræði hann ekki.

  Ég ætla að vera ósammála KAR um Reina. Vissulega voru varnarmennirnir slakir en eitt af því sem hefur verið að klikka í vetur er að Reina hefur ekki bjargað sínum mönnum úr vanda og þannig var í dag í báðum mörkum, sér í lagi í seinna markinu þar sem staðsetning hans er algerlega skelfileg og væri teiknuð upp af öllum starfandi markmannsþjálfurum á Íslandi sem verulega til vansa. En auðvitað var varnarvinnan ekki góð hjá þeim drengjum.

  Punktur KAR nr. 6 er auðvitað sá sami hjá okkur öllum, þar er ég hjartanlega sammála því í fyrsta sinn í rauninni í 20 ár var inneign fyrir vonunum í sumar. Sú inneign er úti núna og við verðum bara að halda áfram og berjast með þeim sem vilja berjast.

  Hvaða leiðir verða farnar kemur í ljós, en að mínu mati er algerlega ljóst að þaulvanir landsliðsmenn í knattspyrnu sem eru að leika í sínum leikstöðum í liði Liverpool FC og áttu frábært tímabil lengstum í fyrra þurfa að fara að finna á sér pu**inn og hjartað og mæta í alla leiki til að vinna þá. Mér finnst alveg skelfing að sjá frammistöðu manna eins og Reina, Johnson, Mascherano, Agger, Kuyt, Benayoun og í raun Gerrard. Ekki þá að hinir hafi verið mikið betri en þarna eru alreyndir landsliðsmenn á ferð sem verða að bera uppi liðið okkar!

  Svo reyndar sýnist mér núna að Fulham séu að velta enn einum steininum upp í enska boltanum í vetur, deildin er að verða ansi furðuleg miðað við síðustu ár og stefnir í að verða svipuð og á 9.áratugnum, erfið og jöfn. Ekki kapphlaup tveggja til fjögurra liða og síðan slagur hinna liðanna um að falla ekki.

  Þannig að maður getur glaðst yfir einhverju.

 41. Krizzi þetta var eina færið og Gerrard skaut í mann sem fór í annan mann og svo varði markvörðurinn! Það breytti littlu þá meina ég að þeir voru ömurlegir áður en hann var rekinn útaf og það var ekkert að fara að breytast þó svo þeir hefðu verið 11 inná allan tímann. Þeir eiga 1 sendingu áfram, 2 afturábak og svo negla fram og missa boltann.

 42. ég verð að spyrja hvort er betra að enska deildin sé nú að vera jöfn og erfið eða þegar fjögur til fimm lið vinna deildina með skiptum.
  Ég meina eiga lið einsog Fulham rústa MAn Utd 3-0 og Liverpool að tapa á móti Portsmouth 2-0 eða er þetta bara hvernig Fótboltinn virkar að 4 stóru liðin séu að fara falla og lið einsog Tottenham og Man City tekur við þeim.

 43. Það virðist vera alvarleg krísa hjá United þessa dagana, þeir geta bara unnið leiki þar sem hitt liðið teflir fram varaliðinu.

 44. að minnast á utd leikinn í dag er skammarlegt fyrir alla liverpool men.

 45. í hvaða sæti var portsmouth fyrir þennan leik æiii já þeir voru neðstir með 11 stig en samt þurfa þeir ekki einu sinni til að spila góðan leik til að vinna liverpool.Þvílikt grín sem þetta liverpool lið er það mætti halda að enginn hafi áhuga að spila fótbolta núna allir bara spenntir fyrir HM skítsama um allt annað.Og sáuð þið svipinn á mascherano þegar hann fékk rauða spjaldið honum var svo alveg sama augljóst að hann hefur engan áhuga á að spila með þessu liði og er með hugan a barca og HM.Égf veit ekki hvað á að segja akkuru voru ekki keyptir alvöru menn í sumar og fleiri og hvað þá losað sig við fullt af mönnum sem eiga ekkert skilið að vera þarna t.d dossena,kuyt,lucas,masch,babel,voronin,skretl og fullt af öðru drasli.
  Benitez gerir góða leikmenn lelega og ég sem er búinn að vera benitez maður lengi er kominn með nóg Liverpool býður upp á einn leiðinlegasta bolta sem ég hef á ævinni séð og það vantar breytingar og varðandi auqaulini þá held ég að hann hafi ekkert verið meiddur í dag hann er pott þétt að reyna að komast í annað lið í janúar við erum að fara sjá sama dæmið með hann og það sem gerðist með keane

 46. Það eru náttúrlega 8 varnarmenn meiddir hjá United. Þurfa ítrekað að spila miðjumönnum í vörninni

 47. Mér finnst eiginlega ennþá erfiðara að kyngja þessu tapi í dag eftir að United tapaði sínum leik líka. Og talandi um horfurnar í upphafi tímabils, því að þó svo að okkar menn hefðu einungis haldið í horfinu frá því á síðasta tímabili þá værum við líklega í efsta sætinu í dag. Mikið afskaplega er sárt að horfa uppá þetta hrun liðsins sem maður hafði fínustu trú á í ágúst.

  Og ég á ekki yfir þessu sem Maggi kallar erfiðar aðstæður og mótlæti. Mótlæti og erfiðar aðstæður eru bara ekki teknar gildar þegar Liverpool er að spila gegn lélegasta liði deildarinnar. Og miðað við þá stöðu skelfilegu stöðu sem liðið var í fyrir þennan leik, kom ekkert annað til greina en að vinna þennan leik. En því miður klikkuðum við enn og aftur á prófinu.

 48. Mér finnst eiginlega ennþá erfiðara að kyngja þessu tapi í dag eftir að United tapaði sínum leik líka. Og talandi um horfurnar í upphafi tímabils, því að þó svo að okkar menn hefðu einungis haldið í horfinu frá því á síðasta tímabili þá værum við líklega í efsta sætinu í dag. Mikið afskaplega er sárt að horfa uppá þetta hrun liðsins sem maður hafði fínustu trú á í ágúst.

  Og ég á ekki ORÐ yfir þessu sem Maggi kallar erfiðar aðstæður og mótlæti. Mótlæti og erfiðar aðstæður eru bara ekki teknar gildar þegar Liverpool er að spila gegn lélegasta liði deildarinnar. Og miðað við þá stöðu skelfilegu stöðu sem liðið var í fyrir þennan leik, kom ekkert annað til greina en að vinna þennan leik. En því miður klikkuðum við enn og aftur á prófinu.

 49. Aston Villa, Tottenham og Man. City með góða sigra. Auka þar með enn meira forskotið á okkur.

  Arsenal að spila á eftir.

  Man. Utd. tapaði en það skiptir engu máli, við náum þeim aldre. Sama með Chelsea leikinn á eftir, hann skiptir okkur engu máli.

  Hins vegar virðist stefna í harða baráttu Liverpool við Fulham og Birmingham um sæti í Evrópukeppni félagsliða á næsta ári. Þessi lið komast bæði upp fyrir okkur að stigum ef þau vinna leikinn sem þau eiga til góða.

  Þetta er ömurlegt. Ég nenni ekki að horfa á fleiri Liverpool-leiki á þessu tímabili. Það er líka sorglegt að undir lok leiksins áðan þá vonaði ég að Portsmouth myndi bæta við þriðja markinu. Ég vissi að Liverpool myndi aldrei ná að jafna og hugsaði að ef liðið yrði niðurlægt væru meiri líkur á því að Rafa yrði rekinn.

  Ég er kominn með svo mikið ógeð á Rafa, öllum hans bendingum, lélegu uppstillingum, ömurlegu innáskiptingum, leiðinlega fótbolta að ég gjörsamlega meika ekki manninn. Þvílíkur hálfviti.

  Það á að reka ekki seinna en í dag.

 50. Rafa hagaði sér víst eins og fáviti á blaðamannafundinum eftir leik og svaraði allflestum spurningum blaðamanna með orðunum “dómarinn var fullkominn”, eða hátt í 50 sinnum. Þessu verður að ljúka.

 51. Vá erum við að grínast með Rafa.

  Hann talar í öllum viðtölum eins og þessi leikur hafi verið einn stór dómaraskandall. Að brottrekstur Mascherano hafi orðið til þess að við töpuðum, hann hafi gjörsamlega breytt leiknum.

  Var Rafa ekki á leiknum. Veit hann ekki að við vorum að tapa þegar Mascherano fékk rauða?

  Shit, hvað svona ömurlegar afsakanir (ala Fergunson) fara í taugarnar á mér.

  Benitez, taktu ábyrgð.

 52. Já þeta er afar sorgleg staða sem okkar menn hafa komið sér í, sammála ummælum 62 maður er annaðslagið komin í svo mikið vonleysi að maður er liggur við farin að vona bara að andstæðingurinn bæti við mörkum sem er fáránlegt. Las líka kommention af facebook síðu Liverpool og það er ljóst að það er að sjóða uppúr og Benitez hefur sennilega ekki meira en 10% stuðning, skora á ykkur að lesa kommentin á facebook síðu Liverpool þar sem aðallega Bretar eru að kommenta og þeir eru mun brjálaðari en við Íslendingar, fuck off Rafa, Fuck You Rafa, go back to Spain eru í ansi mörgum kommentum þar. Menn tala líka þar um að við höfum ekki nema nokkra góða leikmenn og margir okkar manna kæmust ekki í lið hjá liðum í neðri hluta deildarinnar. Það bara hlýtur eitthvað að fara að gerast, Kanarnir hljóta að fara að vakna upp af svefni sínum og átta sig á að það er allt vitlaust í kringum klúbbinn okkar. Núna gætu þeir náð sér í atkvæði sem þeim veitir ekki af og taka manninn og reka hann.

 53. Það er ljóst Darri að þú veist meira en ég miðað við komment þitt “það var ekkert að fara að breytast þó svo þeir hefðu verið 11 inná allan tímann”. Ég er ekki með hlutina á hreinu eins og þú, því vil ég meina að þetta hefði breyst með 11 leikmenn inná á móti 11 leikmönnum P’mouth. Auk þess var völlurinn mjög erfiður og því munar um hvern leikmann. Ég hef sjálfur spilað fótbolta og veit því fyrir víst að það er mun erfiðara að spila fótboltaleik með 10 leikmenn inná á móti 11.

  Varðandi manu þá eru meiðsli að spila stóra rullu í úrslitum leikja þeirra eins og þau gerðu hjá Liverpool þegar ógæfan byrjaði að dynja á þeim. Meiðsli er hluti af leiknum en mikil meiðsli sama þó liði sé það besta getur breytt öllu. Nú eru manu búnir að tapa 2 af síðustu 3 leikjum sínum og má með sanni segja að meiðsli eru stór ástæða þess. Að sama skapi má segja að meiðsli hafi verið stór ástæða þess að Liverpool byrjaði á þessum hæðilega kafla sínum sem enginn sér fyrir endan á.

  Elías Hrafn AKKURU AKKURU, ástæða þess að Mascherano sýndi ekki meiri viðbrögð við rauða spjaldinu eru þau að hann var sárþjáður. Hann gat ekki stigið í löppina og tveir sjúkraþjálfara báru hann á milli sín út af vellinum.

  Come on, eru menn alveg að missa sig í neikvæðni. Það gengur hræðilega hjá mínu áskæra liði en ekki fyrir mitt litla líf mun ég sleppa næsta leik. Ég held með Liverpool í gegnum súrt og sætt. Þannig hefur það verið síðan 1980 og mun ekki breytast þó að slæmir tímar séu.

  Það er ekki nóg að reka Rafa. Það sem LFC þarf nauðsynlega í dag eru nýjir eigendur og nýr stjóri. Að skipta um stjóra núna með sömu eigendur við stjórnvölinn er eins og að skipta um kúkableyju með nýrri kúkableyju.

  Kv
  Krizzi

 54. Ég ætla ekki að lesa eitt einasta komment hér að ofan og væri lagstur í bælið í fósturstellingunni sjúgandi þumalinn ef mutd hefði ekki tapað stórt fyrir Fulham í dag.

 55. Það er ekki hægt lengur að verja Benitez. Hann þarf að fara, það er alveg greinilegt. Hann virðist hafa engin svör við þessu slæmu gengi. Það þýðir ekki lengur að kenna meiðslum um. Rafa burt! Ekki það að honum sé um einum að kenna, en þetta er hans lið og hans leikmenn. Hans ábyrgð. Adios amigo!

 56. Það er algerlega óskiljanlegt hversu illa þessu liði er stýrt, leik eftir leik…Still ,,Groundhog Day”.

 57. Viðar, af hverju ætti maður að lesa eitthvað heilalaust blaður í stórum stíl? Þeir sem eru að blóta Rafa og kalla hann öllum illum nöfnum eru svo málefnalegir? Vægast sagt einföldun á hlutunum og verið að lepja upp rusl blaðamennsku.

  Það er eitt að vilja annan stjóra, en þeir sem eru að blóta honum og kalla illum nöfnum mega gjöra svo vel og finna sér annað lið.. eltiði bara liðin sem Owen hoppar á milli eða eitthvað, smásálir og apakettir!

 58. Sammála Reyni.

  Orðaval manna hér er skelfilegt, því þó að ég sé ekki viss um hvort Rafa er stjóri til framtíðar hefur hann unnið kraftaverk í mölbrotnum klúbb í mörgum málum og mér finnst orðalag manna hér til vansa.

  Manni fallast hendur af barnaskapnum, það er bara þannig…

 59. Hver á þá að taka við má eg spurja haldið þið að leikmennirnir seu að plana þetta til að losna við þessa kana/benitez eða er það bara út úr kú hjá mér hvað er þá í gangi er það bara það að portsmouth sunderland astonvilla fioretina lyon chelsea birnigham fulham öll berti en liverpool

 60. Það er ekki eftir neinu að bíða. Það þarf að koma þessum manni í burtu hið fyrsta. Það er fullt af stjórum þarna úti, hættum að láta eins og það séu til 4 góðir knattspyrnustjórar í heiminum og finnum einhvern til að taka við.

  Takk fyrir 05-05-05 Rafa, en komdu þér nú í burtu…

 61. Við erum búnir að spila 18 leiki af 38 og búnir að tapa einu stigi minna heldur en allt seasonið í fyrra, eða semsagt 27stigum en allt seinasta tímabil töpuðum við 28stigum, þótt við myndum vinna alla leiki sem eftir væru þá myndum við enda bara í 87stigum sem hefði ekki einu sinni dugað til titils á seinasta tímabili! man utd og aston villa eru á svipuðu róli og í fyrra, og chelsea og arsenal eru aðeins að bæta sig og man city og tottenham eru með sirka 15 stigum meira en í fyrra, en Liverpool er eina liðið þarna sem er að drulla uppá bak erum með 12 stigum minna en í fyrra!

 62. Þó illa gangi nú verður Liverpool alltaf best. Það koma sigrar fyrr en seinna. Upp með bjartsýnina. Ekkert volæði.

 63. Man City reka Mark Hughes og ráða Mancini í staðinn. Það fækkar því liðunum sem Jose Mpurinho getur tekið við í ensku deildinni. Ég alla bara að leyfa mér að spá því að Rafa verði rekinn öðru hvoru meginn við hátíðirnar og Motormouth verði fenginn í staðinn. Ef Jurgen Klinsmann verður ráðinn þá er þetta búið !

 64. Það er alveg skiljanlegt að Mark Hughes sé rekinn, maðurinn fékk enga smá peninga í sumar til þess að kaupa og var ekki að skila neinum árangri.

 65. Diddinn, líkingin við Groundhog Day er góð. Munurinn er samt sá að Groundhog Day var afar fyndin og mikill snillingur, Bill Murray, þar í aðalhlutverki.

  Nokkrir puntkar aðrir
  Ha? Hvernig getur Man City rekið Hughes? Ég hélt að það væru engir þjálfarar á lausu. Maður alla vega les ekki mikið annað hér. Einnig hélt ég að þjálfarar yrðu að fá tíma. Hvað er City að hugsa?

  Kobbi, leikmannaglugginn? Eina sem hann mun skila er að hópurinn mun minnka enn frekar held ég. Alla vega er ekki til peningur til að kaupa leikmenn, það virðist vera ansi ljóst.

  1. Liverpool 18 8 3 7 34:25 27

  Það er að sanna sig áfram að það er besta starf í heimi að vera stjóri Liverpool FC. Í fyrsta lagi þá ertu að stjórna LIVERPOOL FC! Í öðru lagi þá færðu endalausan tíma og traust. Og í þriðja lagi þá er alveg sama hversu mikla vitleysu þú gerir og hversu illa liðið spillar þú ert aldrei rekinn og ALLTAF eru til fjölmargir sem vilja hafa þig áfram. Svo sannarlega besta starf í heimi!

  Mér finnst það líka segja svolítið um hversu illa klúbburinn er staddur að eftir tap á móti liðinu í neðsta sæti þá keppast menn við að finna afsakanir eins og með þetta rauða spjald… Alvöru lið afsaka sig ekki eftir tap gegn botnliðinu! Í þau fáu skipti sem þau tapa gegn neðstu liðunum þá er það ÞEIM að kenna!

 66. Dossena, Voronin, Kyrgiagos og Degen eru eflaust á förum, leikmannahópurinn mun allavega minnka á jákvæðan hátt.

 67. Þrátt fyrir að Maggi sé mjög málefnalegur og með virkilega góð comment þá er það nú þannig í heimi fótboltans að ef lið ná ekki árangri er þjálfarinn sá fyrsti sem fær að fara. Þetta er ekki eitthvað sem er einföldun eða fundið upp hér, svona er þetta og hefur verið um langa hríð. Við rekum ekki Gerrard, Torres, Kuyt ofl. Getum reynt að selja þá en það er þjálfarinn sem ber mestu ábyrgðina. Hann hefur brugðist og þolinmæðin er endanlega búin. Því er ekkert um annað að ræða en að skipta honum út. Ég segi því miður að mörgu leyti því Rafa hefur gert margt mjög gott fyrir klúbbinn en núna verða leiðir að skilja. Það er einfaldlega farsælast fyrir alla.

 68. Af hverju eru Sir Alex Ferguson og Jose Mourinho eru ein af Bestu Þjálfarar í heimi og samt hafa þannan leiðinlega persónuleika það er mesta hluta útaf þeirra ferill og persónuleika að þeir séu bestir þetta er sama með leikmenn einsog Diego Maradona og Antonio Cassano, þetta er leikmenn sem eru fótbolta snillingar en hafa þannan hlið hafa hundleiðilegan persónuleika framan við fréttamenn og geta gert hvað sem er og sagt hvað sem er.

 69. GLEN JOHNSON er að kominn með sýkilinn !!!!!! hann er að verða lélegur í fótbolta !!! magnað alveg hvernig menn veslast upp og verða slappir fótboltamenn hjá liverpool hahaha !!!!! kuyt klárlega maður leiksins hehe 🙂 það sem mér finnst hinsvegar gríðarlega sorglegt er að ég brosi þegar við töpum leikjum , það hef ég aldrei nokkurn tímann gert áður og hef ég haldið með þessu liði í 18 ár !!!! HVAÐ ER TIL RÁÐA !????

  ég nenni ekki að fara í rafa sálmana hérna enda er ekkert að fara gerast þar nema kannski að hann fái 2 milj. punda í janúar til að kaupa einhvern 35 ára sóknarmann sem að spilar í dönsku deildinni 🙂 allavega þá er mér illt í hjartanu og græt mig jafnvel í svefn í kvöld 🙁 en nóg með það áfram liverpool og sweat dreams hr rafael benitez .

 70. Maggi, ég veit að þú ætlaðir ekki að tala um Rafa en mig langar samt að beina smá pælingum í áttina að þér. Ég setti þetta inn við síðustu færslu en ætla að nota Copy/Paste.
  Ég hef hingað til verið á þeirri skoðun að Rafa eigi að fá meiri tíma en eftir þennan leik er ég búinn að missa þolinmæðina. Það er greinilegt að hann er kominn á endastöð með liðið og það er jafnframt greinilegt að leikmenn eru búnir að missa trúna á Rafa og sjálfum sér. Maggi fór yfir ákveðna hluti um daginn sem tengust þjálfamálum og hann ætti manna best að sjá og þekkja lið sem hefur ekki trú á þjálfaranum (þetta er ekki skot á þína hæfileika sem þjálfari Maggi;-).

  Auðvitað er hægt að segja að Rafa spili ekki leikina en hann leggur þá upp og ber ábyrgð á liðsvali og öðru í kringum liðið. Hann er ábyrgur fyrir því að stappa stálinu í menn og rífa þá upp þegar illa gengur en hann virðist algjörlega lamaður í þeim huta. Rafa virðist vera fastur í einhverjum kassa og sem honum virðist ómögulegt að komast úr. Hann heldur fast í kerfi sem auðsýnilega virkar ekki og getur engan vegin brugðist við þegar þess þarf.

  Liverpool er búið að vinna 4 af síðustu 17 leikjum og það ætti að segja sína sögu. Það að liðið hafi náð öðru sæti á síðasta tímabili hefur akkúrat ekkert að segja núna og þetta er algjörlega óásættanlegt. Við misstum Alonso og keyptum í staðinn mann sem var meiddur og hefur nánast ekkert spilað á tímabilinu. Þau kaup voru á ábyrgð Rafa og hann greinilega vanmat illilega hópinn sem hann hafði í höndunum. Í það minnsta hefur honum tekist herfilega upp með að ná einhverju út úr honum. Menn hafa notað það sem afsökun fyrir því að reka Rafa ekki að það sé enginn til að taka við en staðreyndin er sú að sá sem tekur við þarf ekki að ná góðum árangri til þess að gera betur en Rafa síðustu mánuði.

  Hversu lengi getum við beðið eftir því að Rafa grafi sig út úr holunni?

 71. Eru menn sem segja að það sé krísa hjá Man Utd að grínast eða vita þeir ekki að Rio Ferdinand, Vidic, Jonny Evans, Wes Brown, Rafael, Fabio hafa verið meiddir síðustu leiki og Fletcher og Carrick hafa þurft að vera í bak og miðverðinum ?

 72. Ég hef verið mjög ósáttur við spilamensku liðsins uppá síðkastið. En þrátt fyrir það vil ég gefa Rafa tækifæri til að koma liðinu uppúr þessum öldudal sem það er í.
  Fréttir hafa borist af því að það sé mögulega að koma peningur inní klúbbinn frá G&H sem og nýjum fjárfesti. Það þýðir vonandi að það verði til peningur sem hægt er að nota til leikmannakaupa og ekki gleyma því að fyrst liðið er dottið úr champ. league þá eru allir þeir leikmenn sem liðið kaupir gjaldgengir með liðinu í öllum keppnum. Þetta þýðir að við getum gælt við nöfn einsog Luca Toni og Ruud Van Nistelroy (svo er annað mál hvort að við viljum fá þessa tvo leikmenn til klúbbsins…but you get my drift).
  Næsti leikur er á móti Wolves og geta menn glaðst yfir því að littlar líkur eru á Lucas- Masch miðju…þó ástæðan fyrir því sé ekki jafn gleðileg. Það er því spurning hvað Rafa gerir, fer hann í 442, setur hann Aquilani í byrjunarliðið eða lætur hann Gerrard á miðjuna og verður með Benna eða einhvern annan í holunni.

 73. Að Ferguson skyldi ekki hafa keypt fleiri leikmenn í sumar til þess að bæja þeirri hættu frá að lenda í þessari meiðslakrísu er nátturulega algjör skandall. Að hann skul komast upp með þetta!

 74. Það er bara ein lausn – sama lausn og mancity gerði í dag – við hverju bjuggust menn fyrir þetta tímabil með meðalmann eins og voronin í nr.10 treyjunni – og ítala sem má ekki nota –

 75. Sammála Magga #49 og #73 að orðaval margra er bjánalegt hér. Hins vegar er fullkomlega skiljanlegt að svo margir hafi fengið nóg af Benitez, þegar hann endurtekur sömu mistökin í sífellu, lemur hausnum við steininn og heldur sig við uppskriftir sem hafa sýnt sig að virka ekki. Þar að auki endurtekur hann sömu afsaknair eftir leiki og segir liðið hafa skapað færi en verið óheppið.

  Varðandi það að svo margir leikmenn séu ekki að sýna sitt rétta andlit og spila undir væntingum/getu þá finnst mér ótrúleg tilviljun ef það gerist allt á sama tíma. Er ekki mögulegt að einkennileg sérviska stjórans í liðsvali og skiptingum sé farin að fara í taugarnar á a.m.k. sumum leikmönnum? Er mögulegt að móralinn sé orðinn slæmur af sömu ástæðu?

  Annað: Portsmouth eru nýbúnir að skipta um stjóra og það er strax farið að skila árangri og fleiri stigum. Hvers vegna eru Benitez-menn svo duglegir að mála skrattann á vegginn þegar minnst er á stjóraskipti, vísandi í Leeds og Newcastle? Það má líka nefna ótal dæmi um hið gagnstæða, þar sem nýjum stjóra tekst að peppa upp mannskapinn og koma liðum á beina braut.

  Þetta “tímabundna bakslag” í langtímauppbyggingu Benitez er orðið of dýrt nú þegar og virðist ekki sjá fyrir endann á því ef hann fær að halda áfram til loka leiktíðar. Hann verður að víkja nú þegar.

 76. Nr. 96; Sammála hverju orði, Bravó. Ég var að horfa á fyrri hálfleikinn aftur mér til dundurs og almennrar sjálfspíningar og það er dáldið magnað að skoða þann hluta leiksinsí ljósi þess sem Benitez sagði eftir leikinn;

  “I think we had plenty of possession in the first half and we were controlling it, but we conceded a goal from a mistake and after that the sending off changed the game. I was sure that they were not a threat until we made the mistake, but like I say, everything changed with the sending off”.

  Þetta er bara ekki rétt!

 77. Ég ætla mér alls ekki að fara að ræða um mig í tengslum við þjálfaramál og hvað þá eitthvað sem líkist því sem er í gangi í Liverpool. Ég hef áður rætt mína upplifun á þjálfaraskiptum og menn mega fara í þann pistil og skoða. Minn fótbolti er hugsaður út frá 14 ára ferli í meistaraflokki og 17 árum í þjálfun og ég bara verð að standa og falla með því sem ég gerði þar. Gott þætti mér þó ef menn ætla að ræða mína nálgun á þjálfun og árangur að þar fylgdi mynd með eða nánari lýsing á viðkomandi…

  Ég er bara að reyna að benda mönnum á þá staðreynd að Liverpool Football Club stendur ekki og fellur með persónunni Rafael Benitez. Hins vegar valdi félagið hann til að stýra fótboltalegri stefnu félagsins næstu fimm árin og lagði í það miklar upphæðir.

  Ég get engu breytt um það hér frá Hellissandi og er búinn að fá hreinan vibba á að ræða um það eitt að reka þjálfara, finna neikvæða strauma um hann og jákvæða. Ef hann verður rekinn þá styð ég Liverpool, ef hann hættir þá styð ég Liverpool, ef hann verður áfram styð ég Liverpool.

  Ég bendi líka á hér að í vor náðum við besta deildarárangri í 20 ár og ef menn eru að rakka þjálfarann nú niður hljóta menn að vera sammála því að í fyrra vorum við með besta þjálfarann í 20 ár og hann sýndi þar mikla hæfileika og kunnáttu.

  Eða hvað? Yfirleitt er það nú ekki og ég skil ekki, bara skil ekki hvaða vit er í svoleiðis umræðu, þegar vel gengur er það leikmönnunum að kenna og þegar illa gengur þá er það þjálfarinn. Svoleiðis var það ekki þegar ég spilaði hjá KS eða ÍR og ég hreinlega freta á svona málatilbúnað. Leikmennirnir sem léku vel á síðasta tímabili eru að leika illa í ár.

  Það er skýringin og það þarf að breytast.

  Ég reyndar er bara alveg til í að fá Mark Hughes ef að illa gengur, held að Sparky sé fínn þjálfari og ég segi enn og aftur að ef að Benitez og Houllier sem voru hvor um sig meðal eftirsóttustu þjálfara Evrópu þegar þeir komu á Anfield er bara komið að Breta.

  Og það að hér sé talað um metnað hjá Manchester City að ráða nær óreyndan þjálfara til að stjórna postulínsdúkkunum á milljónavellinum finnst mér enn eitt dæmið um þann fáránleika sem birtist í fótboltanum í dag.

  Fyrirgefiði, hvað hefur Mancini sem Hughes hefur ekki????

 78. Hughes waved to all four corners of the ground after Saturday’s 4-3 Premier League defeat of Sunderland.

  Black Cats’ boss Steve Bruce sympathised with Hughes, his former team-mate at Manchester United.

  He told the post-match press conference: “When things are not going well there is a clamour for the manager.

  “I don’t think anyone is surprised by these things anymore.

  “It is ridiculous. You are not going to encourage any young person to try and take this up. What is the point?

  “What are the stats? Managers last about 18 months in the Championship. It is longer in the Premier League but that is because of the amount of time Sir Alex Ferguson, Arsene Wenger and David Moyes have been in their jobs.

 79. “Fyrirgefiði, hvað hefur Mancini sem Hughes hefur ekki????”

  Vinnu!

 80. Guð minn góður. Þið eruð verri en liðið sem spilaði í dag. Þvílík uppgjöf og brotthlaup stuðningsmanna. Og innihaldsleysið er algjört hjá langflestum.

  Ef þið ætlið að gagnrýna, gerið það þá málefnanlega. Það þarf ekki að vera annað en að segja að Johnson hafi spilað illa, Kuyt hafi farið illa með færi osfrv. Ekki breyta þessari síðu í eitthvað innihaldslaust skítkast, please.

  En leikurinn var frekar glataður. Við byrjuðum ágætlega en Kuyt, Gerrard, Johnson og Dossena voru slakir og það er allt of mikið, sama á móti hverjum það er. Nú hafa Gerrard og Johnson spilað nokkra leiki frekar illa. Er það ekki út af verkjalyfjum? Þeir virðast allavega ekki vera annað en skugginn af sjálfum sér þessa dagana.

  Kuyt er líka búinn að vera slakur. Hann þarf almennt að spila mjög vel miðað við sinn standard til að eiga erindi í þetta lið. Ef hann spilar illa þá er hann svo áberandi lélegur eins og sást í færinu sem hann fékk til að koma liðinu í 1-0. Boltinn dettur dauður fyrir fæturna á honum en hann nær samt að missa hann frá sér með bumbunni. Ótrúlegt. Og ótrúlegt að Benítez skuli spila honum svona trekk í trekk.

  Þá er illskiljanlegt af hverju Dossena var í liðinu, á kostnað Benayoun eða Aurelio. Hann gerði akkúrat ekkert þessar 53 mínútur, reyndar gerði Benayoun heldur ekkert sínar 40 mínútur. Af hverju Benítez tók ekki Kuyt út af fyrir N’Gog er líka illskiljanlegt. Hann hefði getað stillt upp í 4-3-2 með grimma bakverði.

  Það breytir hins vegar ekki því að dómgæslan í leiknum var arfaslök. Markið var rangstaða, sem breytti leiknum. Rauða spjaldið var aldrei rautt spjald, sem breytti leiknum. Tveir mikilvægir dómar sem virkuðu gegn okkur.

  Eftir tapið gegn Arsenal þá var ég nokkurn veginn alveg á því að reka ætti Benítez. Þetta tap var að hluta til honum að kenna, en að stærri hluta dómaranum að kenna. Það er alveg klárt. Þess vegna er ég ekki nærri því eins fúll og eftir Arsenalleikinn. Liðið er samt ekki að ná sér upp úr þessari lægð og Benítez virðist halda áfram að berja höfðinu við steininn í mörgum tilfellum. Ef Johnson er að spila illa vegna meiðsla, þá þarf að gefa honum meiri tíma til að ná sér og láta annað hvort Degen eða Carragher spila í bakverðinum. Ef Gerrard er líka að drepast í löppinni þá þarf Benayoun að taka stöðuna hans. Ef Kuyt er að spila endalaust illa þá þarf El Zhar að taka stöðuna hans og svo framvegis.

  En ástandið er ekki að kæla stólinn hans Rafa. Með hverju tapinu og töpuðum stigum þá færist hann nær brottrekstri. Og það er alls ekkert óeðlilegt. Ég blæs á þau rök að ekki fáist betri stjóri en hann.

 81. Sælir,

  fyrir það fyrsta hehehehehhe (#88 þetta er sama með leikmenn einsog Diego Maradona og Antonio Cassano) er nú farið að nefna þessa menn í sömu andránni. Hrikalegt tap, ömurlegur vetur, mjög langt síðan að deildin var svona jöfn, það var ekki til peningur í sumar, þetta er hópurinn sem náði 2. sæti í vor, deildin vinnst á ca. 82 stigum, núna hlakkar í Mourinho, ég styð Liverpool hver svo sem stýrir því en Rafa er núna á síðasta séns. Nú er ég farinn að spila poker og drekka bjór, legg til að allir sem hafa aldur til geri slíkt hið sama og slíti sig frá þessu volæði.

 82. 98 þú ert greinilega maður sem þekkir fótboltann vel og ég er sammála þér í öllum orðum þetta eru leikmennirnir sem eru að skíta á sig.Ég held að HM í suður afríku sé að trufla spilamennsku margra hja liverpool það eru margir þarna sem spila ekki með liverpool hjarta og eru með örugg sæti í landsliðinu sinu þótt að þeir spili illa með félagsliðinu sínu t.d masch,kuyt,johnson,gerrard,torres, og þetta voru lykilmenn hja liverpool í fyrra þegar allt gekk upp (nema johnson).Ég held að hugurinn sé bara ekki hjá liverpool því spenningurinn er of mikill en ég veit ekki kannkski ég se bara að bulla en ég tel það mjög líklegt og benitez þarf að taka ábyrgð og gera eitthvað í þessum málum.Þessir gaukar eiga vera stoltir að spila í LFC treyju og þeir þéna millur fyrir það eiga að leggja sig 110% fram í öllum leikjum því það er ekki meiri heiður í fótboltaheiminum

  Jæja núna jólabjór

 83. “Það breytir hins vegar ekki því að dómgæslan í leiknum var arfaslök. Markið var rangstaða, sem breytti leiknum. Rauða spjaldið var aldrei rautt spjald, sem breytti leiknum. Tveir mikilvægir dómar sem virkuðu gegn okkur.”

  Eru menn virkilega að halda því fram að þetta hafi ekki verið rautt spjald? viljið þið vera svo vænir og horfa á þetta atvik aftur. Rautt spjald og ekkert annað! Hefði getað orðið stórhættuleg tækling hjá Mascherano og brotið leikmann Pompey. Fyllilega verðskuldað rautt spjald og við getum ekkert tuðað yfir því. Hins vegar er ég sammála því að fyrra mark Pompey hafi verið rangstaða því ef leikmaður Pompey sem á ekki að hafa haft áhrif á leikinn olli því að Johnson skallaði hann frá í flýti sem endaði á Belhadj í staðinn fyrir að taka hann rólega niður og bomba honum burt.
  Ekki besti dómari í heimi en rauða spjaldið hans Mascherano var hárréttur dómur.

  Burt með Rafa og það strax!

 84. Lolli: Miðað við það sem gengur og gerist í enska boltanum þá er þetta aldrei rautt spjald. Maður sér, og líka í þessum leik, fjölmargar margfalt verri tæklingar sem ekki er gefið rautt fyrir. Mér fannst þessi tækling alls ekki slæm, hann missir af boltanum, fer ekki með báða, er ekki fljúgandi og rennur svo í þokkabót. Enginn ásetningur í þessu, klaufaskapur ef eitthvað er. En Rafa burt get ég að einhverju leyti tekið undir.

 85. Lolli, á sem sagt að reka Rafa strax af því að rauða spjaldið var hárréttur dómur? Frábær röksemdarfærsla.

  Ég horfði á brotið aftur. Ben Haim fer inn með tvær fætur, Mascherano með eina. Engin þessara þriggja fóta var hátt uppi, hvergi sást í sóla í þessari tæklingu, báðir aðilar reyna við boltann. Mascherano missir af boltanum og lendir fætinum ofan á rist Ben Haim. Ben Haim missir af boltanum og fer í hnéð eða ofanverðan sköflunginn á Mascherano. Ben Haim kveinkar sér og virðist sparka í pirringi að Mascherano áður en hann stendur svo upp og fer frá. Mascherano leggst í jörðina mikið meiddur og þarf stuðning tveggja til að geta hoppað á annarri löppinni útaf.

  Hvernig er þetta rautt spjald á Mascherano fyrir fólskulega árás? Það er engin leið að túlka þetta þannig, síst af öllu þegar hann meiðist verr en „fórnarlambið“.

  Hitt er svo annað mál að þessi rifrildi um Rafa og hvort menn eru með eða á móti eru orðin þreytt að mínu mati. Það er eins og menn verði að vera annað hvort 100% á bak við stjórann eða vilja reka hann helst í gær. Eins og það sé ekkert þar á milli. Sjálfur er ég hvorki 100% með né 100% á móti heldur horfi ég forvitinn (og gagnrýninn) á það hvernig hann stendur sig við þær erfiðu aðstæður sem hann finnur sig nú í.

  Eins og ég las á góðri twitter-síðu í dag: það er stjórninni að kenna að við erum ekki með lið sem getur keppt um deildartitilinn. Það er Rafa að kenna að við erum ekki með lið sem getur keppt við Portsmouth, Fulham, Sunderland og fleiri slík lið.

  Sannleikurinn er alltaf mitt á milli, á gráa svæðinu. Ég þori fullur sjálfstrausts að segja að það er jafn heimskulegt að segja að ástandið sé allt Gillett & Hicks að kenna og það er að segja að ástandið sé allt Rafa Benítez að kenna. Þeir eru þrír af hópi fólks sem bera ábyrgð á ástandinu. Sá hópur inniheldur einnig fólk eins og fyrri eigendur klúbbsins, fyrrum rekstrarstjóra, núverandi leikmenn, fjármálaheiminn sem olli heimskreppunni, fjölmiðla, dómara, strandbolta, annars konar óheppni og síðast en alls ekki síst, okkur stuðningsmennina.

  Þannig að kannski ættu menn aðeins að slaka á pirringnum í garð Rafa, eða í garð ákveðinna leikmanna, eða í garð Gillett & Hicks, og reyna í stað þess að stíga eitt skref afturábak og sjá málið í heild sinni í stað þess að einblína á eina sprungu af hundrað og láta eins og hún ein sé að verki.

 86. Í þeim viðtölum sem ég hef séð í dag hefur þetta verið copy/paste hjá Rafa. “við vorum góðir í fyrri hálfleik, síðan skora þeir mark og rauða spjaldið breytti öllu”. Þetta hefur einhvern vegin verið lýsingin á öllum leikjum okkar á leiktíðinni. Í stað þess að segja “rautt spjald” segir hann e.t.v. “meiðsli”, “strandbolti” eða eitthvað annað. Svo lýkur hann öllum leikjum með því að segja “nú verðum við bara að einbeita okkur að næsta leik”
  Hvernig væri að viðurkenna að hann og leikmennirnir hafi skitið á sig án aðstoðar frá dómaranum eða æðri máttarvöldum. Hvernig væri að sýna að hann hafi einhverjar tilfinningar gagnvart þessu öllu og verði jafnvel reiður, og glaður þegar vel gengur. Hvernig væri að geyma hrokann þangað til það er innistæða fyrir honum.

  Annars óska ég ykkur púllurunum gleðilegra jóla. Rafa eða ekki Rafa… Áfram Liverpool.

 87. Maggi#98

  Eins og ég sagði þá snérst mitt komment ekkert um þína hæfileika sem þjálfari, ég hef engan áhuga á því að draga þín störf inn í þessa umræðu. Ég var einfaldlega að benda á að maður sem hefur verið leikmaður og þjálfari ætti að þekkja lið sem hefur tapað trúnni á þjálfarann (ég held að við höfum meira að segja spilað saman undir þjálfara sem tapaði trausti leikmanna – það kanski útkýrir hver ég er). Í síðustu leikjum finnst mér svo greinilegt að menn hafa misst trúna á verkefnið, menn bugast við minnsta mótlæti, pirrast og gefast í raun upp.

  Ég, eins og þú, hætti aldrei að styðja mitt lið og ég veit vel að Liverpool snýst ekki um Rafa. Það er hinsvegar útilokað að ræða fótbolta án þess að tala um þjálfarann. Hvað gerði Rafa í dag til þess að reyna að vinna leikinn? Það er auðvitað ekki gott að vera manni færri en á móti liði eins og Portsmouth á það ekki að vera vandamál og það hefði verið mun “ásættanlegra” að fá seinna markið á sig ef Rafa hefði tekið áhættu fram á við. Með fullri virðingu fyrir vörninni hjá Portsmouth þá er hún drasl og það er óþolandi að sjá þessa miðlungsmenn í botnliði deildarinnar líta út eins og algjöra snillinga. Rafa hafði marga kosti í stöðunni en valdi að breyta engu. Skiptingarnar, maður fyrir mann í sömu stöðu, sama taktík og ekkert til þess fallið að valda Hemma og félögum vandræðum.
  Varðandi síðasta tímabil…það getur tekið mörg ár að byggja upp gott lið en það þarf oft ekki nema nokkrar vikur til þess að eyðileggja það.

 88. Ertu að grínast Maggi? Hefurðu skoðað ferilskránna hjá Mancini og borið hana saman við Mark Hughes, bæði sem leikmaður og þjálfari? Erum að tala um aaaaðeins færari mann.

 89. Kristján Atli þú minnir mig helst á útrásarvíking sem segir að hrunið sé okkur íslendingum öllum að kenna. Bara fyrir það fyrsta ef við hefðum unnið Sunderland, Blackburn, Fulham, Birmingham, Portsmouth værum við með 13 stigum meira en við erum með í dag og á toppnum ásamt Chelsea. Maður getur alveg fyrirgefið þessi töp gegn Tottenham, Chelsea, og jafnvel Villa á heimavelli, en erum með svo miklu sterkari leikmannahópa en þessi 5 lið sem ég nefndi fyrst og það er engum öðrum en Rafa að kenna að við unnum þau ekki, ekki eigendum, stjórninni, fjármálamörkuðum, Davíd Oddssyni eða Jólasveininum. Þetta var bara Rafa.

  Eins þú kemur inná í leikskýrsluni þá er það með öllu óskiljanlegt af hverju við stilltum ekki upp sóknarsinnuðu liði og völtuðum yfir þetta arfaslaka Pompey liði, sem eru á botninum btw. Rafa kaus þess í stað að nota 3 sóknarsinnaða leikmenn og restin voru varnarsinnaðir. Rafa bauð uppá þetta í dag eins og svo oft áður.

 90. Ívar, jess! Það hlaut að koma einn almennilegur klassískur! “Þið eruð verri en liðið sem spilaði í dag. Þvílík uppgjöf og brotthlaup stuðningsmanna.”

  Ég hreinlega elska þetta. Þegar menn koma hér inn og skamma aðra fyrir að vera ekki “alvöru” stuðningsmenn. Menn sem þykjast vera meiri Liverpool menn sökum þess að við verjum ekki liðið, eða stjórann öllu heldur, út í rauðan dauðann!

  Ég tel mig ekki vera slakari stuðningsmann þó ég krefjist þess að sá sem stjórni LFC nái árangri. Ég tel mig ekki vera minni Liverpool mann en þú þó ég vilji alls ekki hafa mann að stjórna liðinu sem virðist sigla stefnulaust með liðið út í óvissuna.

  En engu að síður hef ég alveg hrikalega gaman af ykkur sem teljið ykkur vera hina “alvöru” stuðningsmenn LFC.

 91. Maggi, það var reyndar ekki ætlun mín að fara í einhverja herferð fyrir Mancini. Nefndi þetta City dæmi með þar sem menn hafa talað um að engir þjálfarar séu í boði nema eitthvað rusl.

  En hvað hefur hann fram yfir Hughes? Hefur hann ekki unnið ítölsku deildina þrisvar eða fjórum sinnum? Síðan hefur hann gert þrjú lið á Ítalíu að bikarmeisturum.

  Ég tel þetta vera ágætis árangur hjá manninum og held ég öllu meira en Mark Hughes hefur unnið. Og ef við miðum við að þetta sé “óreyndur” þjálfari líkt og þú nefnir þá hlýtur að vera ágætt að vinna deildina þetta oft og gera svo þrjú lið af bikarmeisturum. Greinilega rétt að byrja í þessu maðurinn.

  Þú getur svo kannski rifjað upp þessa titla sem Hughes hefur unnið?

 92. Það hljóta að vera álög á öðru sæti í deildinni fyrir okkur. Seinustu tvö skiptin sem við höfum lent í öðru sæti þá höfum við átt hörmulegar leiktíðir eftir á.

 93. “Lolli, á sem sagt að reka Rafa strax af því að rauða spjaldið var hárréttur dómur? Frábær röksemdarfærsla.”

  Nei alls ekki, það á að reka Rafa útaf því að:

  Man City (já Man Shitty) var að reka þjálfarann sinn í dag og þeir eru 2 stigum fyrir ofan okkur og eiga leik til góða. Auk þess hafa þeir ekki dottið út úr meistaradeildinni. Eigum við ekki að gera meiri kröfur til okkar liðs heldur en Man City (já þetta er Man Shitty).

  Rafa Benitez þekkir ekki enskan fótbolta. Hann undantekningalaust notar ræfilslega taktíkleik eftir leik sem skilar engu, hvorki á stigatöflunni né í almeningsálitinu.

  Rafa Benitez á líklegast í ástarsambandi við Dirk Kuyt. Slíkt er ólíðandi og hæfir ekki atvinnumanni eins og honum.

  Hann kann engan veginn að ná því besta úr leikmönnum sínum sbr Lucas Leiva, Carragher og fleiri. Hann hefur ekki þann þátt.

  Hann kann ekki að gleðjast þegar vel gengur og þegar illa gengur notar hann alltaf sömu og sömu stöðluðu afsakanirnar sem meika ekkert sens, sbr afsakanaflóðið í kjölfar leiksins í dag.

  Hann er herfilegur í leikmannakaupum og hefur engan skilning hvernig á að byggja upp unga og hæfileikaríka leikmenn. Í staðinn gætu leyndir gullmolar hafa farið annað og í þeirra stað hafa leikmenn eins og Kuyt, Leiva og Dossena fengið að spila. Auk þess kaupir hann leikmenn eins og Aquilani, Dossena, Skrtel og Mascherano fyrir um 55 milljónir punda. Er það góður árangur?

  Hann veit ekki til þess að það þurfi að peppa menn upp fyrir leiki. Afhverju geta leikmenn ekki spilað eins og gegn Man Utd gegn liðum eins og Pompey, Hull og Wigan.

  Hann úthlutaði Andryi Voronin treyju númer 10.

  Hann notar Lucas og Mascherano spila saman á miðjunni leik eftir leik. Er maðurinn að horfa á mynd í Ipodinum sínum á hliðarlíðunni, sér hann ekki að þetta er ekki að virka?

  Hann hefur aðeins unnið 2 titla á ferli sínum á Liverpool sem spannar yfir 5 og hálft ár sem er ekki ásættanlegt hjá Liverpool FC.

 94. Sælir
  Ég hef haldið með Liverpool síðan 1983 og horfi á flest alla leiki með liðinu.. Mér finnst alveg hræðilegt að horfa upp á liðið í dag. Lið sem átti að vera orðið meistari eftir plani Benitez. Því miður þá er kallinn bara kominn á endastöð, hann virðist vera alveg óendanlega þrjóskur og viðurkennir ekki mistök sín með liðsvali í næsta leik á eftir. Hvernig ætli sé fyrir mennina sem að eru að spila stöðuna hans Kuyt að horfa á hann eiga ömurlega leiki en vita að hann muni alltaf spila næsta leik, menn hljóta að verða svolítið pirraðir (vonlitlir)
  Svo er eitt, sumir keppast hér um að verja Benitez og tengja það við hvað þeir séu harðir stuðningsmenn og hinir sem að séu ósáttir séu bara í ruglinu, hvenær finnst ykkur komið nóg ? Ég get einungis talað fyrir sjálfan mig en þegar að LIVERPOOL FC vinnur einungis 3 af 15 leikjum þá er bara eitthvað að. þetta er ekki bara alltaf óheppni eða veðrið eða dómarinn

  Ég vil annan stjóra, mann sem að þorir að taka menn úr liðinu sem að spila illa og leyfa öðrum sem að standa sig vel að spila næsta leik líka

  Áfram Liverpool

 95. Var að horfa á real spila og mér finnst alveg sorglegt að vita til þess að þegar við seldum Alonso til real gátum við auðveldlega fengið Rafel vandervart til að reyna fylla hans skarð, alveg frábær leikmaður þar á ferð. En í staðinn vildi rafa kaupa meiddan ítala á tæpar 20mills og pælið í því rafa keypti hann alveg aleinn og fékk að ráða öllu í sambandi á þeim kaupum.
  Ég persónulega hef ekki allt of mikla trú á þessum ítala meiðslasaga hans er bara allt of löng og maður hefur séð það í gegnum tíðina að menn sem eiga það til að meiðast oft þá heldur það oftast áfram allan ferilinn.
  Ég er ekki að fullyrða það með hann og ég voni að hann eigi eftir að sýna það að mér skjátlist (ágætur leikmaður þar á ferð)
  En mér finnst þessi kaup bara vera ein stór mistök frá upphafi og rafa réð þarna öllu.
  Stór mínus hjá rafa að ætla honum að fylla skarð Alonso mér persónulega vera mikill klassamunur á þessum leikmönnum ég sá hann stundum spila með Roma og ítalska landsliðinu.
  Þetta eru ein af mörgum mistökum Rafa sem hann hefur gert á þessu tímabili.

 96. Jæja hvað getur maður sagt um þetta lið,

  Ekki fyrir svo löngu 8-9 mánuðum síðan þá var þetta lið sannkallað mulningslið. átti ekki vandræðum að skora mörk, hver mann ekki eftir mörkinn 4 sem við skoruðum á móti Scums ? eða Ch$$$$A? eða Arsnal? og Madrid fengu líka sinn skammt. í vetur hef ég ekki séð þetta lið koma til leiks. verðum við að nota þessa frægu afsökun að Liðið hans Benitez hefur alltaf spilað betur eftir jól?

  Í dag missti ég alla trú á þessu liði. af hverju ? nú þegar ég horfi á leik eftir leik og við erum í stöðugu basli þegar við komum fram fyrir miðjunna og vitum ekki hvað við eigum að gera. Sóknarleikurinn okkar er svo heftur þessa daganna að jafnvel Torres getur ekki bjargað því, Gerrard er horfinn hef ekki séð til hans síðan á Crazy night at Club hitting pepole. Kuyt virðist ódauðlegur Maður leiksins trekk í trekk þó hann spili fótbolta eins og Rolla myndi gera það. Hlaupa fram og til baka. Þegar liðið byrjaði að hiksta í haust þá vonaðist maður Aquilani myndi bjarga því, það er ekki að fara gerast :S

  Held bara að leikaðferðinn 4 – 2 – 3 – 1 sé ekki að virka lengur fleiri á því? held bara að öll lið vita allveg hvernig á kæfa okkar leik þannig að við lítum út eins og Tranmere. ekki góð líking en samt á sláandi við :S

  En að öðru smá Static að hætti Arnar Björns. í Vetur er Liverpool búið að spila 26 leiki og 11 sigrar 4 jafntefli 11 töp. á sama tíma í fyrra vorum við búnir að tapa 2 leikjum og enduðum í 5 töpum allt tímabilið. árið þar áður 9 töp. það sér hver heilvita maður að þetta lið er í mikilli sálarkrísu og Sá sem stjórnar skipinnu er ekki hæfur til verks. ég veit ekki hvað þarf eiginlega að gerast til að Benitez stígi til hliðar en ef hann sér ekki að hann er ekki starfinnu vaxin lengur. Liverpool þarf alvarlega að spá í brjóta fallega orðsporið að hafa aldrei rekið Manager á miðju tímabili en eins og staðan er í dag er hún bara óásættanleg að minni hálfu.

 97. Þeir sem geta séð Match of the Day á BBC1 geta klárlega séð mann sem er búinn að missa það. Að svara fréttamanni BBC þegar hann spyr hvernig honum fannst dómari leiksins vera: “The referee was absolutely perfect” sýnir bara hversu verulega pirraður hann er orðinn, og tími kominn til að senda hann í ævilangt frí frá Liverpool.

  Ég veit ekki með aðra Liverpool aðdáendur en ég er virkilega óánægður með þessi svör hans en þau eru eins og honum sé orðið skítsama eða að reyna að pirra fréttamenn frekar. Ég endurtek enn eina ferðina…..ef hann er ekki “með hausinn í lagi” þá á hann að senda Sammy Lee til að tala við fréttamenn!!!!! Með fullri virðingu fyrir gúbbífiskum en þá tel ég að Rafa Benitez sé með verra minni en þeir!

  Ok, ‘I want to talk about facts’……….Þjálfari sem stjórnar liði sem á að kallast stórlið, mætir ekki á útivöll gegn neðsta liði deildarinnar með 3 sókndjarfa menn og og aðra meira varnarsinnaða og ætlast síðan til að liðið vinni leikinn. Hann gleymir alveg því að Portsmouth voru að skipta um stjóra og þeir hafa snar batnað undanfarið og hreinlega rúlluðu yfir Liverpool! Þjálfarinn er með virkilega fátæklegt úrval af góðum leikmönnum í liðinu og ætti því að stilla upp því sterkasta sem hann getur í staðinn fyrir að mæta á svæðið með einhverja “uppistand” liðs uppstillingu þar sem virkilega hægur og hreint út sagt hrikalega lélegur ítali er vinstri kantur. Ég veit ekki hvort hann var að refsa Benayoun fyrir að vera einn af skárri leikmönnum liðsins en þetta er bara ekki nógu gott!

  Mann /#$/#%”# er að setja óþarfa pressu á sig sjálfann og liðið að vinna leiki með djók uppstillingu! Væri ekki við hæfi að bara skella Sammy Lee á miðjuna og gefa ævilangt-meidda ítalanum 3ja mánaða aukafrí?? Ef að tap gegn Wolverhampton í næsta leik þýðir að Benitez verði rekinn að þá óska ég þess heitast að það gerist! Það er til lengri tíma litið mun hagstæðara en að hafa Rafa við stjórnvölinn. Ef ég ætti að dæma um það hvort glasið væri hálf fullt eða hálf tómt myndi ég segja að mönnum að opna augun. Glasið er horfið!

 98. @ #30 Bill Hicks

  Ég hef ekki séð myndina, en hún hlýtur að vera frábrugðinn bókinni, miðað við þína nálgun allavega. Clough tók við liði sem hann hafði gagnrýnt linnulaust. Bæði hans persóna og hvernig hann nálgaðist verkefnið gerði verkefnið dauðadæmt. Stóri punkturinn, í bókinni allavega, er að þetta var liðið hans Reevie. “his team, his players” síendurtekur Clough í bókinni.
  Þarna liggur munurinn. Þetta er nefnilega “liðið” hans Rafa “his team, his players”

  @ maggi

  Auðvitað á skítkast ekkert heima á jafn góðri síðu og http://www.kop.is vissulega er. Reyndar er skítkastið í all miklu hófi á þessari síðu finnst mér allavega. kíktu á http://www.bbc.co.uk eða http://www.timesonline.com ef þú villt alvöru drullu. Málefnaleg umræða er vissulega alltaf af hinu góða eeeeeeeen þegar maður kemur heim eftir vinnudaginn og sér konuna sína í höndum annars manns…. er maður kannski ekki alveg í skapi fyrir málefnalega umræðu. Maður segir einfaldlega “drullaðu þér út!!!!”

  @ kar et al…

  Þetta var pjúra rautt spjald. Þannig er það bara. Enginn klaufaskapur ekki neitt. bara rautt.

  Og það er hárrétt hjá þér KAR. Þetta er ekki bara svart/hvítt. Við erum samt örugglega sammála um það, að eitthvað mikið mikið er að… og hlutirnir verða að skána strax!!! ekki satt?

  Ef einhver getur bent á betri leið en að skipta um stjóra “I’m all ears”

  @rest

  Ef að styðja sitt lið í gegnum súrt og sætt gerir mig að einhverju, þá er ég eitthvað. Einhver talaði um betri/verri stuðningsmenn. ég er hvorugt ég er stuðnigsmaður punktur!

 99. Þetta er bara fyndið allt saman! Ef Gillett og Hicks væri ekki með klúbbinn í fjárhagslegri spennitreyju væri löngu búið að reka karlgreyið hann Rafa. Getum ekkert gert nema að horfa á liðið hnoðast áfram. Fáránlegt vinnuumhverfi fyrir alla.

  Vorkenni honum og leikmönnum að þurfa að vera í miðju STORMSINS. Geng í gegnum svona love/hate relationship þessa dagana.

 100. Væri gaman að sjá könnun um stuðning Rafa, er iss um að hann er ekki með meira en 10% stuðning. Virðast langflestir vera búnir að missa þolinmæðina

 101. stb: lestu áfram! Ég segi bara eins og síðuhaldarar, hafið þetta málefnanlegt, for crying out loud!!

 102. Viðar Geir (#124) – við framkvæmdum einmitt slíka könnun fyrir tæplega þremur vikum. Þá kusu rúmlega 1.200 manns og varð niðurstaðan sú að 61% kjósenda vildu hafa Rafa áfram við stjórnvölinn af einni eða annarri ástæðu.

  Það getur vel verið eftir töpin gegn Arsenal og nú Portsmouth að hann myndi skora eitthvað lægra í dag en ég stórefast um að hann fengi aðeins 10% atkvæða. Það hefur ekki helmingur lesenda síðunnar skipt um skoðun og snúist gegn Rafa á síðustu þremur vikum, það er óhugsandi.

 103. Góðan dag,, ég las hér að ofan að RB endi viðtölin á eftirfarandi setningu, við verðum að hugsa um næsta leik. Þarna er vittleysan hjá RB, nota bene, hann verður að spá í leikinn sem var verið að leika og sjá andleysið hjá mönnum sínum og sendingagetuna og skotin sem fara yfirleitt framhjá, já svona yfirleitt að pæla í leiknum með liðinu og þjálfarateyminu sínu, getur svo sem vel verið að hann geri það, en ef svo er, þá verður hann að fara að láta menn hlusta á sig. Ég segi að það er best að hann far vegna þess að með framkomu sinni á vellinum, þá er hann drumbslegur og leiðinlegur á að líta og efalaust er hann það líka á æfingum og það peppar ekki liðið upp + vnnubrögðin á liðinu eru ekki lengur að virka og svo í lokinn mynnir mig að Hullier hafi náð 2 sætinu, hvenær man ég ekki og nenni ekki að gá að því, hér að ofan er talað um að 2 sætið hafi ekki náðst sl, 20 ár, held að Maggi hafi sagt það…..

 104. Lolli það er Man City ekki Man Shitty, skil ekki afhverju þú finnur hjá þér þörf til að kalla liðið shit.

 105. Er ekki bara best að halda kallinum þangað til við fáum nýtt eignarhald á klúbbinn, sem verður vonandi fyrir næsta sumar. Þá væri kannski ráð að skipta um stjóra og fara í enn eina uppbygginguna eins og spjallverjar hér virðast vilja.

 106. Kristján Atli segir akkúrat það sem ég styð.

  Einn maður er ekki málið, heldur heildaruppsetning félags. Nenni ekki lengur að ræða hér hvað Rafa hefur gengið í gegnum til að halda félaginu saman, því það er nokkuð ljóst að enginn nennir heldur að hlusta á það.

  Bjarki Már, sennilega veit ég þá hvað þú ert að meina og ég get alveg stutt það að í því tilviki var afskaplega erfitt að mæta á æfingar og í leiki. Enn þann dag í dag veit ég um menn sem tengdust félaginu okkar sem eru reiðir þeirri ákvörðun, því liðið okkar féll um deild þá og var í þeirri deild ansi hreint lengi. En sá þjálfari var hjá okkur í 4 – 5 mánuði og synd væri að segja að hann hafi byrjað vel eða náð til leikmannanna nokkurn tíma.

  Rafael Benitez er vinsæll á meðal stóru nafnanna í Liverpool þó alls ekki sé sjálfgefið að þeir muni kveðja liðið með honum. Sennilega hefur síðasti vetur átt stóran þátt í því. Menn sem keppast hér um að rífa hann niður, t.d. út af taktík eða mótiveringu ættu kannski að rifja upp t.d. að við unnum “double” í deildinni yfir Chelsea í fyrsta sinn í 15 ár og unnum stærsta sigur liðs á Old Trafford frá því sautján hundruð og súrkál. Svoleiðis gerist ekki nema hjá snilldarþjálfara, bara sama hvað allir segja. Heppni telur ekki þar.

  Ég sá í gær lið sem var að reyna að berjast, nokkuð sem ég sá ekki gegn Birmingham, Fulham og í seinni gegn Arsenal. Hins vegar held ég að pirringur Gerrard, Torres, Reina og Masch komi til vegna þess að liðið er ekki að leika vel. Sennilega líka því að við erum ekki með nógu mikið af gæðaleikmönnum utan við liðið okkar. Við erum vissulega með fullt af landsliðsmönnum, en ekki alveg heimsklassamönnum. Það þarf að breytast, alveg ljóst.

  Mancini v Hughes. Mancini átti flott tímabil með Inter vissulega, en reyndar hjá yfirburðamannskap í ítölsku deildinni. Þar áður vann hann bikartitla með Fiorentina og Lazio en gekk illa í deildinni.

  En það er ekki það sem ég er að meina. Við skulum sjá hvað gerist á næstu vikum og ég skal vera fyrstur til að rétta upp hendina ef sá ágæti drengur nær árangri hjá þeim ljósbláu. Ég tel bara einfaldlega Mancini vera lentan í deild sem hann ræður ekki við, svo einfalt. Hann þekkir t.d. ekki það tímabil sem nú er framundan, í slydduéljum og skítakulda og hann hefur aldrei rekist á lið á Ítalíu sem líkjast Portsmouth á nokkurn hátt.

  Hann fékk töluverða gagnrýni fyrir að vera taktískt slakur og fyrir að vera í lítilli snertingu við liðið og stuðningsmenn þess.

  Ég segi enn og aftur að Mark Hughes er góður fótboltastjóri. Hann var sirkusstjóri og þurfti að díla við ólíklegustu vitleysur og vitleysinga þar sem hann var, en það gekk að sjálfsögðu ekki. Ég væri bara alveg til í að sjá hann á Anfield ef Rafa fer.

  Ég segi enn og aftur að ef að menn eru að gefast upp á Rafa þá hljóta menn að færa liðið frá meginlandstilrauninni sinni. Fyrst var ráðinn heilinn á bakvið franska landsliðið og heimsmeistaratitil þess, óumdeildan þjálfara sem hefur alls staðar náð árangri og er sennilega virtasti þjálfunarkennari í heimi. Það gekk ekki.

  Þá var sóttur þjálfari sem hafði náð undraverðum árangri með meðallið í sterkustu deildinni utan Englands og frábærum árangri í Evrópukeppnum, “master tactician” þó menn séu nú ekki að skrifa alveg uppá það.

  Houllier fór til Lyon og hélt áfram að ná góðum árangri þar. Þegar Rafa fer þarf hann ekki að bíða lengi eftir nýju starfi. Real Madrid og AC Milan verða þar efst á blaði og þar mun hann ná árangri.

  Það aftur á móti væri þá að koma í ljós að þessir menn ráða ekki við bresku aðstæðurnar, þess vegna vona ég innilega að við fáum nú ekki nýja nálgun, t.d. portúgalska mótormunninn og enn eina beygjuna í átt til annarra áhrifa.

  Bara breskt á diskinn minn takk! Martin O’Neill minn fyrsti kostur en þar á eftir án vafa Mark Hughes.

  En ég ítreka að ég skal éta ofanímig ef eitthvað gerist hjá Mancini meira en hjá Hughes…

 107. Tímabilið 2001-2002 lenti Liv í sæti nr, 2 með 80 stig. Halda kallinum? ‘Eg segi NEI, þótt að hann hafi náð 2 sæti á seinsta tímabili þá hafa menn í gegnum tíðina verið upp til hópa óánægir með hans vinnubrögð,,liðsval, skiptingar(mannval og tímaval) og svo þessi þrjóska sem er að ganga frá kallinum. Ég hitti mann sem hefur oft farið á Anfild og hann segir að það sé ósköp dapurt að koma þessa dagana, stemmingin sé ekki sú sama.

 108. Svo er fínt að kíkja á slúðrið hjá BBC og skoða hvað þar flýtur upp um Liverpool og líka hvað gerðist eftir leik hjá City…

 109. Er bara ekki kominn tími til þess að Liverpool fari að spila fótbolta?
  Það er ömurlegt að horfa á þetttahelvítis kick’n run hjá þeim. Efast stórlega um það að Rafa setji leiks kipulagið upp þannig, að um leið og Carra fær boltan, þá bara burt með hann. Hvernig eiga menn í stöðu Lucasar annars að búa til spil ef helvítis blaðran flýgur yfir hausinn á þeim á hraða ljóssins? Er þetta ekki spurning um að gera einu sinni það sem þjálfarinn leggur upp með. Er búinn að naga neglur í allt haust yfir slöku gengi Liverpool. Neglurnar eru fyrir löngu búnar. Rafa hefur sýnt okkur að hann kann alveg að stýra liðum til sigurs. Eftir svo langa hrinu taps og mjög óheppilegra atvika er málið orðið sálrænt. Það er eins og menn ætli að klára málið einir. Ekki sem lið. Liðsheildin er í molum og sjálfstraustið líka. Það þarf að byrja alveg frá gunni aftur. Þeir sem vilja fara fari bara, hinir sem eftir eru verða að sanna að þeir eru þess verðugir að spila í Liverpool treyjunni. Það er ekki í boði að væla yfir að fá ekki tækifæri. Nota helvítis tækifærið þegar það kemur. Fyrirliðinn á nú sem aldrei fyr að sýna hver hann er. Annað hvort er ahnn scouser eða ekki. Ef illa gengur þjappar hann liðinu saman, ef vel gengur kippir hann mönnum niður á jörðina. Ég vil sjá baráttuandann frá Istanbul 2005! Hvar er sá andi? enn á fylliríi eftir sigurinn meistaradeildinni 2005? Liðið þarf að einbeita sér nú að 4 sætinu klára með þokkalegri sæmd ogÞAÐ VERÐUR AÐ KAUPA MENN ! Við skulum átta okkur á því að Rafa verður ekki látinn fara núna. Það er ekki háttur Liverpool og verður ekki. Ef hann fer þá fer hann í vor. Efast samt um það. Hann er sá besti sem við höfum haft lengi. Fer aldrei ofan af því. Það eru ákveðnar prímadonnur í liðinu sem eru að skemma líka.
  Takk fyrir mig. You´ll never walk alone!

 110. Tilraun til greiningar á liðsuppbyggingu

  Enska úrvalsdeildin er líkamlega mjög erfið deild og í því ljósi er mjög forvitnilegt að skoða samsetningu Liverpool liðsins sem spilaði við Portsmouth. Fyrir það fyrsta þá eru margir í liðinu lágvaxnir (Mascherano, Benayoun, Insua, Spearing) og eiga ekki neinn möguleika í skallabolta (Mascherano, Benayoun, Insua, Lucas, Dossena, Spearing). Margir þessara leikmanna eru líka léttir og skortir líkamsstyrk (Lucas, Benayoun, Insua, Spearing) og falla eins og fis ef komið er við þá. Leikmennirnir eru hins vegar allir vel spilandi og því hefur liðið getað verið með boltan langtímum saman í leikjum EF andstæðingurinn pressar ekki þeim mun meira. Því er alltaf reynt að spila boltanum í þröngum stöðum (reitabolti út við hliðarlínu) og innköst eru yfirleitt stutt og reynt að spila boltanum alveg við hliðarlínu. Of margir leikmenn eru ekki sprettharðir og auðvelt að hlaupa þá uppi (Lucas, Kuyt, Insua, Mascherano, Spearing) og aðrir geta ekki leikið á leikmenn og skapað óvæntar aðstæður með því (Mascherano, Lucas, Kuyt, Dossena, Spearing).
  Svar ,,litlu“ liðanna við þessu er einfalt; pressið leikmennina endalaust, látið þá finna fyrir líkamsstyrk ykkar og gefið þeim engan tíma. Þetta hafa ,,litlu“ liðin gert og afleiðingin er sú að leikmenn Liverpool eru orðni ,,nervus“ og allt er farið að ganga á afturfótunum.
  Það er ljóst að öflugann skapandi miðjumann vantar og hann þarf líka að vera líkamlega sterkur því það er mikil harka í flestum leikjanna. Þarna söknum við Alonso klárlega og eini leikmaðurinn sem við eigum í dag sem hefur þá hæfileika sem þarf er Gerrard. Hann spilar bara framar á vellinum og ástæðan fyrir því að hann hefur ekki fundið sig í haust (fyrir utan meiðslin) er að allt spilið er mjög aftarlega á vellinum og nær ekki fram. Því miður held ég að Aquilani hafi ekki (enn sem komið er og hugsanlega ekki þetta leiktímabil) þann líkamsstyrk sem þarf í úrvalsdeildina og hann á líka eftir að vera ragur eftir sín hræðilegu meiðsli.
  Gegn ,,stóru“ liðunum hefur okkur oft gengið betur(sbr. tímabilið 2008-2009 og ManUtd. og Arsenal fyrri hálfleikurí haust) enda spila þau ekki eins ,,aggressíft“ og hjá þeim fara líkamsstyrkur og gæði meira saman en hjá ,,litlu“ liðunum.
  Benitez kom fyrr í haust inn á leikmannakaup og verðlag leikmanna. Þar kom fram að leikmaður sem er í grunninn mjög góður kostar mun hærri upphæðir ef hann er að auki stór og fljótur. Þar ræður peningaleg staða liðanna úrslitum og félagið hefur ekki átt neitt að þeim sl. tvö ár. Því hafa sölur á leikmönnum staðið undir kaupum á nýjum leikmönnum. Þetta er skelfileg staða og því miður get ég ekki séð að neitt rætist úr á næstunni.
  Er vandi okkar ekki bara kominn til að vera? Eða þurfum við að fá stóran gamaldags ,,aggressífan“ miðvallarleikmann sem getur staðið í lappirnar og aðrir hræðast? Ég veit ekki hvað þarf en þetta er bara innlegg í umræðuna:-)

 111. Verulega gott innlegg hér nr. 135. Sammála mjög mörgu sem þar kemur fram, sem og umræðunni í 134. Að sjálfsögðu leggur stjórinn ekki upp þetta kick n’run, en leikmennirnir inni á vellinum eru lentir í sálrænni krísu og virðast ekki þora að nýta sína hæfileika.

  Svona vandamál rista djúpt og ég er sammála þessum síðustu tveimur pistlum í því að það þarf að kaupa menn í janúar sem leysa þann vanda sem við erum að lenda trekk í trekk í gegn líkamlega sterkum mótherjum. Aston Villa byrjuðu á að spila svona gegn okkur í haust og því miður höfum við ekki fundið svarið við því. Sennilega út af því að okkur vantar líkamlega sterkari menn, en líka því að kantmennirnir okkar hafa alls ekki hjálpað að halda boltanum þegar fram er komið. Á sama hátt hefur N’Gog alls ekki sömu hæfileika í því og Torres og því er það oft að gerast að þegar við töpum boltanum ofarlega þá gerist það alltof hratt og miðjumennirnir okkar virka langt frá sínum mönnum.

  Benayoun var frábær í fyrravor og Riera er fínn í að halda boltanum líka. Babel, Dossena og Kuyt eru ekki í þeim klassa að halda bolta vel. Svo þegar bætist við að Skrtel er búinn að týna takkaskónum og Aurelio og Johnson eru ekki heilir er vandinn töluverður….

  Ég held að við þurfum afgerandi miðjumann, líkamlega sterkan til að berjast með vörninni, er t.d. alveg til í að sjá Yaya Toure skipt við Masch og pening og síðan er lykilatriði að fá alvöru sóknarmenn, tvo, á kantana ef við ætlum að spila 4231 og einn senter og einn kantmann ef á að fara í 442.

  Þetta átti auðvitað að gerast í sumar en fjárhagsstaða klúbbsins virðist ekki leyfa það. Því vona ég innilega að takist að breyta fyrir janúar…..

 112. Það lýtur út fyrir að þetta vandamál verði viðvarandi í vetur því miður .
  Sá reyndar á BBC slúðrinu að Chelsea eru tilbúnir að leggja út 61millj punda fyrir molann okkar hann Torres. Hann er kvattur til þess að hugsa um ferilinn sinn og fara frá Liverpool. Hvað finnst mönnum? Ég segi: Fari þeir sem vilja fara. losum hvort sem er bílfarm af milljónum fyrir kvikindið. Langtímauppbygging liðsins tekur lengri tíma en þennan vetur, og menn verða að átta sig á að enska dollann kemur ekki strax. Ef það harmonerar ekki saman við “ferilinn minn” (þoli ekki svona þankagang)
  þá verða menn að fara. Þetta er reyndar haft eftir umboðsmanni Torres að hann ætti að hugsa um ferilinn. Það verður eftirsjá af honum ef hann fer enginn spurning.

 113. Það er algjörlega ljóst að Carragher hefur alltaf sparkað boltanum eins langt í burtu og hann getur þegar hann fær boltann, og einhver andstæðingur er í 15 metra radíus. Þetta er engin nýuppfundin sálræn krísa. Þetta hefur alltaf verið svona hjá honum. Hann er gjörsamlega með akkúrat enga boltatækni og líður greinilega mjög illa með boltann. Þetta er hluti af ógengi Liverpool síðustu árin og ein af ástæðum þess að við höfum dregist aftur úr hinum stóru liðunum. Aðalvarnarmaðurinn okkar kann ekki að spila fótbolta.

  Ég hef alltaf fengið mikla óþægindatilfinningu þegar Carragher fær boltann.

  Hins vegar fæ ég ekki þessa tilfinningu þegar Agger er með boltann, hann kann að spila fótboltanum. Já og jafnvel að skjóta.

  Mig hlakkar til þegar Carragher sest í helgan stein. Það er með ólíkindum að þessi fótboltamaður hafi verið allan þennan tíma í fremstu víglínu í okkar liði.

  Man einhver eftir því að önnur lið hafi sýnt Carragher áhuga?

 114. Maggi, ég segi nú bara eins og einn sem kommentar þarna:
  “Gus said:
  I can’t believe I wasted 3 minutes reading this nonsense.
  Lets blame polar shifting.
  This is sickening.”

  Út með manninn og það STRAX. Það er ekki hægt að kenna eigendum, sundboltum, dómurum, rauðu spjaldi, dúfum og ég veit ekki hverju og hverju fyrir ömurlegum uppstilltingum, ömurlega lélegum sóknarleik, áhugalausum leikmönnum, ömurlegum skiptingum og ömurlegum úrslitum. Það virðist engu máli skipta hvaða lið spilar, hvort Gerrard og Torres séu með eða ekki, Benitez fær þetta lið ekki til að spila fótbolta. Út með Benitez áður en við verðum það djúpt sokkin að allir okkar bestu leikmenn muni vilja fara!

 115. Rekum Liverpool og fáum eh annað lið í staðinn, djö er það annars orðið þreytandi að sjá frétt um að Torres sé alltaf á förum frá okkur eftir hvern tapaðan leik. Afhverju skrifa slúðurdálkarnir t.d. ekki um að Rooney sé á förum frá Man Utd í hvert sinn sem þeir tapa leik eða Fabregas með Arsenal?

 116. Ég er virkilega farinn að halda að benitez sé bara lítið sjúkt þrjóskt barn miðað við viðtalið sem ég var að lesa við hann þar sem hann segir stanslaust að dómarinn hafi verið fullkominn. Alveg magnað að hann sé bara með leyfi til að skemma klúbbinn

 117. Kobbi ef þú lest fótboltafréttir þá er það daglegt brauð að Fabregas er á leiðinni til Barcelona einn daginn og svo Real Madrid hinn daginn. Ekkert óeðlilegt við að Torres sé orðaður við þessa stóru ríku klúbba, hann er nú einu sinni besti framherji í heimi OG hann leikur með miðlungsliði. Þetta er uppskrift að stórsölu.

 118. Rafa kemur afar illa fyrir í viðtölum þegar pressan er á honum. Þetta viðtal við hann er auðvitað til skammar en reyndar í takt við fótboltann sem liðið leikur undir hans stjórn.

  http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=84938

  Það hefur verið augljóst í dágóðan tíma að Rafa er kominn í þrot með þetta lið. Auðvitað væri best að Rafa myndi átta sig á því sjálfur og segja einfaldlega af sér. En ég held því miður að hann sé ekki maður til þess. Þess vegna verða þessir vanhæfu kanar að ,,gefa honum sparkið” og hefðu í raun átt að vera búnir að því.

  Vonandi fékk Gus Hiddink fallegt jólakort frá LFC.

 119. Ég held að RB sé eins og einn landliðsþjálfari okkar, ef einhver sagði honum að vera með þennan eða hinn í liðinu, þá fór hann allsekki eftir því, og ef einhver sagði, ekki taka þennan, þá var hann strax tekinn í hópinn, þannig að menn voru farnir að vera neikvæðir út í þá menn sem þeir vildu fá í liðið. RB er þannig =einráður. Var hann annars ekki að gera góða hluti með Valensia (ath stafs,) en var varla til áður sem góður þjálfari? Held að Liv hafi verið með marga í sigtinu, en fengu ekki þá sem þeir vildu eða voru of seinir og enduðu á RB.

 120. Las þessa líka Gunnar Ingi og er alveg sammála sumu.

  Ég hins vegar ætla að fá að gera athugasemdir við ýmislegt. T.d. það að um leið og Torres kom inná var uppstilling liðsins auðvitað 4231, hitt er bara hreint blaður. Kuyt varð þá kantmaður, ef þú lest það sem ég segi hér að ofan þá tel ég leikmannahóp okkar miðast við 4231. Bendi t.d. á uppstillingu United í gær þar sem Owen var efstur og framan við Rooney. Algerlega vonlaust að mínu mati og sást í gær. Er ég þá að segja að ég sé gáfaðri en Ferguson í taktík? Nei. Ferguson var að reyna að fitta Owen inn í sitt kerfi og það gekk ekki. Þjálfarar velja sér taktík og þessi taktík, 4231 hefur skilað Mourinho öllum sínum titlum og m.a. spænska landsliðinu sínum titli.

  Varnarsinnaðir menn. Vissulega margir í gær, en hvern annan vildirðu í byrjunarliðið. Aquilani meiddur. Pacheco hugsanlega á bekk en aldrei í byrjunarliði. Torres og N’Gog saman og spila 442? Hugsanlegt auðvitað. En það bara breytir ekki þeirri staðreynd að þetta byrjunarlið hefði átt að vinna Pompey. Ekki nokkur spurning. Lucas, Masch og Gerrard hafa unnið fullt af leikjum saman og því ekki ólíklegt að þeir yrðu fyrir valinu fyrst Aqua vantaði.

  Dossena er settur upp sem varnarmaður þarna, sem og Johnson. Valið á vinstri kantinum stóð á milli Dossena og Aurelio svo það er vonlaust að ætla að gagnrýna það. Nema að einhver vilji fá hálfmeidda vælukjóann Babel í liðið og reikna með að hann rífi eitthvað upp. Sorry. Ekki ég. Lið spila vanalega með fimm varnarsinnaða og fimm sóknarsinnaða. Ef þú sérð að við urðum að spila með bakvörð á vinstri kanti þá snýst málið eingöngu um eitt spurningamerki á byrjunarliðinu og það snýst um það að stilla Lucas og Masch upp saman. Það er auðvitað hlægilegt að Kuyt sé talinn vera varnarmaður.

  Benayoun. Ég veit ekki með ykkur hina, en frá því að Yossi skoraði þrennu gegn Burnley hefur að mínu mati hans leið legið niður á við. Hann kom inná í gær, sýnilega ekki líkamlega tilbúinn (frekar en Aurelio, Aquilani, Torres og jafnvel Johnson og Gerrard) og var hreint ömurlegur. Hefði engu stóru breytt, frekar en í öðrum leikjum að undanförnu.

  Í dag er auðvitað vonlaust að ætla eitthvað að standa í vörn fyrir Rafael Benitez. Svo við skulum bara reka hann.

  Þegar sú hlið peningsins kemur upp er sko eins gott að eitthvað lagist, og það strax. Sú aðgerð mun þýða að allur peningur til leikmannakaupa í janúar hverfur og sá sem tekur við þarf að spila úr þeim hópi manna sem Rafa skilur eftir sig. Það er bara þannig.

  Ég veit ekki með ykkur öll, en ég tel LYKILATRIÐI fyrir Liverpool að þangað komi 2 – 3 heimsklassaleikmenn í sóknarstöður liðsins. Það kostar í dag á bilinu 40 – 60 milljónir punda, sérstaklega þar sem nú er talið að Mancini fái 200 – 250 milljónir punda að versla fyrir í janúar! Þá peninga þurfum við að fá hjá nýjum fjárfestum, þeir m.a. munu skoða hver staðan er á liðinu til framtíðar.

  Ef að Rafa verður rekinn verðum við öll að átta okkur á því að þá er liðinu beygt í aðra átt og alveg ljóst, fullkomlega ljóst, að það mun þýða nýtt uppbyggingarstarf. Það er bara í Football Manager þar sem slíkir hlutir renna hljóðlega áfram, enda tölvukarlar þar án tilfinninga og blóðs. Einfaldleikinn að halda það að með því að reka Rafa bara sé lausnin komin hrópar hátt á mig.

  Eins og það hlægilega sullumbull hér að við skulum bara “hirða peninginn” fyrir Gerrard og Torres. HVAÐA RUGL ER Í GANGI??? Hafa menn séð bitleysi væng- og sóknarspils United eftir að Ronaldo fór? Er ekki verið að grenja yfir því að Alonso fór? Halda EINHVERJIR að það verði liðinu til framdráttar að selja tvo okkar LANGBESTU leikmenn sem vinna saman eins og einn maður……

  Jesús Kristur!

  Og svo hvað? Á framtíð Liverpool að vera sú að reka þjálfara um leið og run eins og nú hefur verið í gangi kemur upp? Óháð öðru? Á valdið að liggja hjá leikmannahóp eða áhorfendum hvenær “nóg er komið”? Á rödd eins og þessi í Liverpool-Kop að verða rödd framtíðar hjá Liverpool.

  Svona “Ég sagði ykkur það alltaf, því miður. Nú hlýtur einhver að fara að hlusta” – raddir voru háværar að reka Ferguson, tvisvar, og dettur nú upp hjá Liverpool.

  Það verður að koma í ljós hvort Rafa ævintýrið hefur runnið sitt skeið og við förum í nýjar áttir. Þá treysti ég því að þeir hér sem munu gleðjast muni verða samtaka félaginu í því að fara í nýja átt og gefa nýja manninum möguleika á að koma sínum hugmyndum að. Því það að taka við liði er langur ferill að vinna í, allavega ef að ná á árangri til framtíðar.

  Það er alls ekki sjálfgefið að Liverpool Football Club verði alltaf í CL þó að Rafa hafi tekist að halda okkur það. Það er ekki sjálfgefið að liðið okkar sem hefur á síðustu tveimur árum eitt nettó minni upphæðum til leikmannakaupa en Manchester City, Tottenham og SUNDERLAND verði í toppslagnum, hvað þá á toppnum. Til að okkur takist að vinna titla á meðan að við eigum ekki svipaða gullkistu og hin liðin virðast eiga þarf nefnilega að finna mann sem er góður að byggja upp lið og finna demanta í ruslinu.

  Ég segi enn og aftur að það þarf að skoða allt fyrirtækið Liverpool FC í samhengi og fjölga heimsklassamönnum í liðinu. Ef okkur tekst það ekki munum við ekki sjá ensku dolluna í þeim raunveruleika sem okkur birtist.

  Sunday Times talar um þá leikmenn sem Mancini ætlar að stökkva á. Þar er talað um Ribery, Aguero, Henry, Di Maria, Yaya Toure, Upson og MASCHERANO og TORRES. Þá alla, svona til að við skoðum málin í samhengi við raunveruleikann.

  Á meðan er talað um að við eigum möguleika á að kaupa Scott Parker ef við seljum Mascherano og getum keypt Pavlyuchenko EF við seljum Dossena, Voronin og Degen OG setjum Babel uppí. Já, alveg rétt, svo getum við fengið Van Nistelrooy að láni EF við getum borgað launin hans.

  Ég hef því í raun minni áhyggjur af stöðu stjórans okkar í dag heldur en útlitinu fyrir liðið okkar til framtíðar. Ég viðurkenni alveg að í dag vildi ég frekar frá fréttir af því að liðinu hafi tekist að laða til þess fjárfesta sem eiga peninga til að styrkja liðið heldur en því að búið sé að reka Rafa. Því hvort sem Rafa verður hjá eða fer frá fyrirtækinu er það langtímavandi þess, það að liðið er ekki samkeppnishæft á leikmannamarkaðnum í dag og það er aðalástæða þess að við erum ekki að vinna titilinn að mínu mati. Í sumar átti auðvitað að styrkja liðið VERULEGA en það var ekki gert.

  Svo verð ég að viðurkenna að mér líður illa að hlusta á menn tengja brotthvarf Xabi Alonso einhverju tengdu stjórninni. Sá drengur vildi fara heim til Spánar með unga fjölskyldu til að sleppa við skatta og við seldum hann á yfirverði. Auðvitað selur maður menn sem vilja fara.

  Svo til þeirra sem sakna Robbie Keane (sem ég enn einu sinni minni á að hefði ekki verið keyptur ef Rafa hefði ráðið málum, því peningurinn sem fór í Keane vildi hann að færi í Barry, sem by the way, er einn SEX lykilmanna City sem urðu vitlausir eftir leik í gær) þá skilst mér að hann sé til sölu hjá Spurs fyrir 6 milljónir punda. Var kannski eitthvað vit í því hjá Rafa að lágmarka skaðann af því að kaupa hann með því að selja hann strax í janúar? Mér allavega finnst það….

 121. Og Már í 146.

  Nei. Rafael Benitez var fyrsti kostur Liverpool. Það er alveg ljóst og ráðning hans var borin undir Carra, Gerrard og Owen. Enda liðið snúið í klessu af Valencialiði Benitez þennan vetur. Carra og Gerrard ákváðu að gefa Liverpool séns fyrst Benitez kom en Owen ekki. Ef þú lest ævisögur C og G kemur það fram, sem og aðdáun þeirra á stjórnun Rafa. En það er víst eitthvað sem ekki er mjög fréttnæmt núna…

  Þetta er nú kannski það sem er í gangi hjá okkur núna, fullkomlega endalaus neikvæðni bara í eina átt og á meðan sleppa allir hinir sem að liðinu koma.

 122. Og Guus Hiddink?

  Hefur unnið EINN titil utan Hollands. Það var FA bikarinn í fyrra. Sextíuogþriggja ára stjóri sem aldrei hefur verið lengur en þrjú ár hjá sama liðinu og vill alltaf klásúlu í samningum sínum að fá að fara ef safaríkt landsliðsþjálfarastarf kemur upp.

  Þú meinar að þar liggi framtíðin…..

 123. Alveg er makalaus hrokinn gagnvart öðrum deildum en þeirri ensku sem vellur fram eins og gröftur í ummælum t.d. Magga #130. Tal um einhverja “meginlandstilraun” er svo vitlaust að maður veit ekki hvort maður á að hlægja eða gráta.

  Hvað er það sem gerir ensku deildina svona ALLT ALLT öðruvísi en allar aðrar deildir í heiminum? Hver eru rökin fyrir því að Mancini hefði ekki getað rekist á nokkurt einasta lið í ítölsku deildinni sem svipar til Portsmouth? Eru ekki til drasllið á Ítalíu sem spila lélegan bolta? Hafa ítölsk eða frönsk eða spænsk lið aldrei spilað í kulda eða hreti á ævinni áður?

  Þessi hugmynd að e-ð land eða þjóð sé svo sérstakt og allt öðruvísi en öll önnur en ekkert minna en út í hött og að það þurfa enskan þjálfara til að “skilja” ensku deildina er enn meira út í Hróa. Var það ekki Howard Atkinson sem var síðasti Englendingurinn til að vinna þessa blessuðu deild?! Kannski við getum fengið hann til að taka við og notið hans yfirskilvitlega og dulræna skilnings á ensku deildinni sem hann hefur í krafti eingöngu þess að hann fæddist á Bretlandseyjum en ekki þessu ógeðslega og stórhættulega meginlandi.

  Ég verða að viðurkenna að ég gerði mér ekki grein fyrir að það væru til breskir þjóðernissinnar á Íslandi. Ætli þeir séu skráðir í BNP líka?

 124. Svo af því að menn vísa í Liverpool – Kop er hér einmitt það sem ég vildi sagt hafa. Þarna er ég um það bil 99,7% sammála og hef reyndar lengi verið á því að þarna sé eina nafnið sem líklegt er að gæti komið inn í þetta félag og skilað því fram á við án þess að þurfa að byrja á byrjunarreit.

  http://www.liverpool-kop.com/2009/12/lfc-need-motivator-and-martino-neill-is.html

  En því miður held ég að hann sé ekki nógu fínt nafn í suma…..

 125. Það bara heimskulegt að fara herma eftir Spænska landsliðið leik tatík
  4231 af því Liverpool hefur ekki það úrval miðjumenn sem Spænska landsliðið hefur dæmi um Xavi, Iniesta, Fabregas, David Silva, Senna, Pedro en Liverpool hefur bara Aqui, Gerrard , Mash, Lucas, Yossi,

  Liverpool á að nota 442

 126. Ef minnið svíkur mig ekki Maggi þá var það nú Mr. Motormouth sem var valkostur eitt, Rafa númer tvö.

  En mér finnst þessi hræðsluáróður þinn ekki góður. Það er ekkert sem segir að allt fari til helvítis þó Rafi fari. Margir eru svo ótrúlega hræddir við breytingar. Nýr maður þarf ekkert 5 ár til að byggja upp sitt lið, spurðu bara Wenger. Ég kaupi það heldur ekki að allir peningar fari þó Rafa fari. Ef Rafa er eitthvað annt um klúbbinn(sem margir halda reyndar orðið ekki) þá hlítur að vera hægt að gera við hann sangjarnan starfslokasamning. Það nafn sem ég verð alltaf æ spenntari fyrir er Laurent Blanc. Sá er að gera aldreilis frábæra hluti með Bordaux liðið núna.

  En ég er þó sammála þér um að okkur vantar sárnauðsynlega pening inní klúbbinn og að losna við kanana…við þurfum bara að losna við Benitez sem fyrst líka af mínu mati.

 127. Svo ég leiðrétti þig strax Kjartan minn þó ég sé frekur í pistlana núna þá er ég að tala um Breta sem þekkir aðstæðurnar og þarf ekki langan tíma til að setja sig inní allt. Þú bjóst sjálfur til enskur. Breti hefur orðið enskur meistari í 116 af 121 skipti og í 18 af 18 skiptum hjá Liverpool.

  Þetta á ekki neitt skylt við hroka heldur einfaldlega þá staðreynd að ég tel að ef að hæfileikamenn eins og Houllier og Benitez nái ekki árangri sé málið að líta sér nær. Nokkuð sem var “The Liverpool way” í um 107 ár og gekk ágætlega minnir mig.

  Svo er fínt hjá þér að enda á því að bendla mig við að vera breskur þjóðernissinni, það að ætla að bera mönnum á brigsl fordóma er yfirleitt leið til að hleypa umræðu í neðanbeltisfarveg þar sem rök og gagnrýni byggð á þeim er ekki talin með. Ef þú myndir lesa það sem ég segi þá er ég nú ekki beint á móti Rafa með einhvern “Breta-rasisma”, heldur er bara að lýsa því fyrir þér og öðrum að Houlliers-way og Rafa-revolution hefur ekki gengið betur en það að mér finnst kannski komið að því að fara að skoða eldri leiðir sem gáfust vel…

  En Kjartan, í alvöru. Ekki búa til umræðu um rasisma tengda mér, en ef þú gerir það fyndist mér gott að þú gerðir það undir fullu nafni eða tengdir við þig mynd minn kæri.

 128. Sælir félagar.

  Rafael Benitez er búinn . Hann er búinn að gera það sem hann getur fyrir þetta lið. Svo einfalt er það. Hann getur ekki náð liðinu upp úr krísunni sem það er í. Hann hefur ekki þrek, hugmyndaflug, geðslag eða þá gæfu til að bera sem þarf til að takast á við stöðuna, gera breytingar, spila aðra taktík, nota aðra leikmenn en þá sem eru áskrifendur að byrjunarliðssæti. Ergo hann verður að fara.

  Það þýðir ekkert að vera að bölsótast útí menn eins og mig og aðra sem eru komnir á þessa skoðun. Þetta er okkar mat á stöðunni og það er búið að ræða það fram og aftur af hverju við metum það svo.

  Við erum ekkert verri menn fyrir það, ekkert verri fylgismenn og ekkert endilega með móðursýki. Auðvitað koma fram upphrópanir og reiði þegar gengið er eins og það hefur verið undanfarið. Það er auðvitað vegna þess að mönnum er ekki sama.

  Að vera fylgismaður knattspyrnuliðs er tilfinningamál, það er stolt, hópkennd, virðing sem ekkert getur komið í staðinn fyrir og ekkert má hnekkja. Því bregðast menn oft á tíðum ókvæða við þegar gengið er eins og það hefur verið.

  Ástæður manna til að vilja Rafael Benitez burtu eru því tilfinningatengdar og ekki alltaf röklegar. Eða að minstakosti ekki eingöngu röklegar. En þær eru samt fullgildar.

  Það eru í dag afar fá rök fyrir því að Benitez haldi áfram. Mótmæli þess eru oft á tíðum ekki rökleg heldur tilfinningaleg. Það er að menn vilja ekki einhvern annan stjóra af því að þeim líkaði ekki við hann hjá öðrum liðum, menn eru hræddir við að fá eitthvað verra, ef til vill fara einhverjir ef Benitez fer, klúbburinn rekur ekki stjóra á miðju tímabili, Istmbul, sigrar á hötuðu liði MU o. s. frv.

  Engin af þessum tilfinningaröku halda í dag. Gengi liðsins hefur í haust verið með þeim hætti að það fer að fara í sögubækur sem eitt slakasta tímabundna gengi klúbbsins í sögunni. Þar sem stjórinn og leikmenn virðast ekki þessumkomnir að breyta þessu verður annarhvor aðilinn að vikja.

  Það er ljóst að þessir tveir grundvallar þættir harmonera ekki saman lengur verður að fá nýjan streng í hörpuna svo hún haldi hljómfegurð sinni. Hvorn strenginn vilja menn skipta um. Fyrir mér er það einfalt. Benitez!

  Hinn strengurin, liðið, er gerður úr mörgum þáttum sem heita leikmenn. Í þeim streng er hægt að skipta um þætti og tvinna nýja inn. Það er ekki hægt í einstrengnum Rafael Benitez og því verður hann að víkja svo harpan megi hljóma á ný

  Það er nú þannig.

  YNWA

 129. Kristján ég man eftir þeirri könnnun en eins og þú segir þá var hún gerð fyrir 3 vikum síðan og einmitt þá voru margir að tala um að gefa honum fram að áramótum og svo margir sem vildu gefa honum út tímabilið, úrslitin hafa verið skelfileg síðan þá og þú þarft ekki nema renna hér yfir kommentin og nánast hver maður vill láta hann fara. Auðvitað eru lesendur miklu fleiri en þeir sem kommenta og því gæti vel verið að hann fengi meiri en 10% stuðning enda tók ég bara svona til orða…..

 130. Maggi # 151, ég hef alltaf verið spenntur fyrir O’Neill og er enn, áður en Rafa kom vildi ég helst fá Martin O og tel að ef svo fer að Rafa fari þá sé hann maðurinn í starfið.

  Enn sem komið er hef ég meiri áhyggjur af leikmönnunum okkar en þjálfaranum, það eru þeir sem spila leik eftir leik með hangandi haus og það að margir vilji meina að það sé Rafa að kenna vegna þess að hann “mótiverar þá ekki” þá finnst mér það bara fyndið.

  Það á ekki að þurfa að mótivera atvinnumenn, menn eiga bara að koma öskrandi brjálaðir í hvern einasta leik og sérstaklega eftir að láta hvert liðið á fætur öðru niðurlægja sig.

 131. Sammála þér Hafliði. Ég er sjálfur á báðum áttum með Rafa eins og er, en ég held að það sé best að gefa honum út tímabilið og sjá svo til. En þetta er hópur af atvinnumönnum, sumir hverjir fæddir og uppaldir Scouser-ar, það á ekki að þurfa Benitez til að mótivera þá. Allt tal um að það sé algerlega Rafa að kenna að mórallinn er slæmur gerir ráð fyrir að þetta séu 10 ára strákar, en ekki fullorðnir atvinnumenn. Það getur vel verið að Rafa hafi slæm áhrif á móralinn, ég held ekki, en það getur vel verið. En leikmennirnir sjálfir bera talsverða ábyrgð líka og eiga skilið talsverða gagnrýni.

 132. Bara breskt á diskinn minn takk! Martin O’Neill minn fyrsti kostur en þar á eftir án vafa Mark Hughes.

  og

  Ég segi enn og aftur að ef að menn eru að gefast upp á Rafa þá hljóta menn að færa liðið frá meginlandstilrauninni sinni

  Ég get ekki lesið neitt úr þessu annað en ósk um breskan þjálfara.

  Varðandi það að þessir 18 titlar sem Liverpool vann hafi verið undir breskum stjórum þá dugir það lítt sem rökstuðningur fyrir að það sé the way to go núna. Liverpool vann deildina fyrir 20 árum síðan tæpum þegar allir þjálfarar voru enskir/breskir. Síðan þá hefur enginn Englendingur unnið deildina. Ef þú vilt stinga upp á Skota þá er ég alveg til í Ferguson…

  Ég er annars ekki að væna neinn um rasisma, né er ég í einhverjum feluleik. Gef upp rétt tölvupóstfang og heimasíðu þar sem hægt er að hafa uppi á mér. Það er meira en hægt er að segja um flesta sem kommenta hér. Ég er bara að benda á hversu fáránleg þessi retorík um meinta sérstöðu ensku deildarinnar er og í því sambandi virðast furðumargir Íslendingar búa yfir einhverri breskri þjóðerniskennd. Eins og erlendir þjálfarar og leikmenn geti ekki mögulega skilið eða spjarað sig í þessari einstöku deild því hún sé svo allt öðruvísi en allar aðrar. Það er nú bara þannig að flestir bestu leikmenn og þjálfarar þessarar deildar síðustu 10-15 ár hafa verið erlendir.

 133. Kjartan: ég er að mörgu leiti sammála þér, en við skulum hafa eitt á hreinu. Þegar þú bendlar fólk við BNP þá ertu að væna það um rasisma.

 134. Ef fólk er að leita enska þjálfara ætti maður að kíkja á Harry Redknapp en ég væri meiri til í Guus Hiddink en það ég myndi segja það væri meira líkur að Guus myndi koma en Harry

 135. @Maggi:
  “Tel bara einfaldlega Mancini vera lentan í deild sem hann ræður ekki við, svo einfalt. Hann þekkir t.d. ekki það tímabil sem nú er framundan, í slydduéljum og skítakulda og hann hefur aldrei rekist á lið á Ítalíu sem líkjast Portsmouth á nokkurn hátt.”

  Mancini bjó nú reyndar og spilaði í/með Leichester nokkra leiki undir lok ferilsins, á kaldasta tíma ársins í Englandi (janúar/febrúar), og fékk þar þann áhuga á enska boltanum sem hann hefur haft. Þannig að hann er ekki alveg ókunnugur, þó að raunreynsla sé kannski lítil.

  Það er hins vegar einhver misskilningur að það sé ekki kalt og leiðinlegt veður oft í mörgum hlutum Ítalíu á veturna. Norðrið er yfirleitt frekar kalt, sérstaklega í kringum alpanna, aðeins mildara t.d. á Pó sléttunni en samt kalt. Í Torino, þar sem Mancini bjó og starfaði seinast, fer hiti t.d. mjög sjaldan yfir frostmark í desember og janúar.

 136. Mér hefur fundist að Rafa eigi skilið að fá tækifæri til rétta skútuna af, en því miður þá sýnist mér dallurinn sokkinn og því verði að kalla út björgunarsveitina. Við skulum þó sjá hvort skútan skjótist ekki upp sem korktappi! Það væri óskandi.

  Eitt langar mig þó að spyrja þá sem setja út á þá sem vilja skipta um stjóra – ber Rafa enga ábyrgð á stöðu mála og þessu gengi okkar í vetur?

  Mér sýnist eins og langflestir í söfnuði Rafa vilji kenna öllu öðru um en honum. Er það málefnalegt? Ég hef sagt það áður og segi það aftur, mér finnst Rafa skulda okkur alvöru útskýringar á stöðu mála, ekki þessar ömurlegu afsakanir aftur og aftur. Þá er líka auðveldara að skilja hvað er í gangi og auðveldara að styðja hann. En hann veit kannski bara ekki hvað er í gangi? Ef svo er, þá væri heiðarlegast að segja það bara!

  Ps.
  Verður þetta fyrsti þráðurinn til að fara í 200 pósta?

 137. lol nú erum við að fara fylgjast með leikjum hjá birmham , sunderland , stoke, og vonast eftir að þessi lið misstígi sig svo að við eigum möguleika á 7 SÆTINU !!!!!!!!!!!!! allir draumar um að ná meistaradeildarsæti eru fyrir löngu horfnir og koma ekki aftur þetta tímabilið , sem er að nokkru leiti jákvætt því að þá fer liverpool í algjöra naflaskoðun vonandi og öll illkynja krabbamein skorin í burt , sem eru þónokkur virðist vera .

  þetta rugl með torres er nákvæmlega ekkert annað en rugl !!!! þetta er maður með hreint liverpool hjarta og það er ekki inní myndinni að hann fari eitthvað annað í vetur .

 138. Það er alveg rétt hjá þér Maggi að stærsti vandinn sem stendur okkur fyrir dyrum er fjárhagslegur. Það væri frábært að fá inn fjársterka aðila til að rétta klúbbinn við og fjárfesta einhverjum leikmönnum. En þessi fjárhagslegi vandi á eftir að aukast enn frekar ÞEGAR Rafa kemur okkur ekki inní CL í vor. Það þarf ekkert að fjölyrða um fjárhæðirnar sem tapast ef liðið nær ekki í CL.

  Ég held svei mér þá að Rafa hafi tapað búningsklefanum fyrir löngu og það er einfaldlega ekki hægt að hafa stjóra sem nýtur ekki fulls trausts leikmanna. Auðvitað er þetta bara mín skoðun en staðan og spilamennska liðsins gefa til kynna að það er eitthvað meira en lítið að.

  Þó að ég hafi nefnt Hiddink sérstaklega í ummælum mínum áður er hann alls ekki sá eini sem kemur til greina að mínu mati. Martin O’Neill, Blanc, Dalgish og margir aðrir eru vel færir um að taka við þessu liði. Málið er að það er til fullt af góðum framkvæmdarstjórum, þó að sumir snillingar hér tali alltaf eins og það séu til 3-4 góðir stjórar í heiminum. Við þurfum einhvern sterkan karakter til að fá leikmenn í gang fram á vorið.

  Eflaust þarf einhver uppbygging að eiga sér stað hjá nýjum þjálfara. Þurfum við í alvöru að vera eitthvað hrædd við það?

  Ég held líka að það væri gott að skipta um mann núna en ekki í vor. Í fyrsta lagi sé ég ekki að Rafa geti stýrt þessu liði í CL sæti og eins og áður sagði eykur það enn frekar á peninga vanda klúbbsins. Í öðru lagi þá held ég að það væri mjög gott fyrir nýjan stjóra að fá að kynnast leikmönnum liðsins á síðari helming þessarar leiktíðar. Þá fær hann að sjá hvað hann getur gert og hvaða stefnu hann vill taka með hópinn. Stjórinn verður eflaust betur í stakk búinn í vor að segja til um hvaða leikmenn hann vill fá til að styrkja hópinn og hverjum hann er tilbúinn að fórna.

  Það er bara kominn tími á eitthvað ferskt hjá LFC.

 139. Ég ætla ekki að undanþiggja Rafael Benitez í þeim vanda sem blasir við hjá Liverpool. Hann hefur verið alltof þrjóskur og ekki tilbúinn að hugsa út fyrir kassann í mörgum leikjum. Ekki vafi þar á.

  Menn tala um að ég sé með hræðsluáróður af því að ég hef áhyggjur af félaginu í heild ef Rafa fer. Rangt. Ég hef áhyggjur af félaginu, óháð því hvort Rafa fer eða ekki. Staðreyndir eru einfaldlega þannig að það er gríðarlega kostnaðarsamt að losa hann frá og eins gott þá að hann sé vandinn. Ætla ekki að nota orðið æxli, því það er eitthvað sem tengist ekki fótboltaliði, heldur lífi og/eða dauða fólks. Því það mun kosta milljónir punda að losa hann og þjálfaralið hans frá, ef það er ekki vandinn þá er félagið í enn verri málum. Því eins og mál standa nú ER félagið í vondum málum fjárhagslega.

  Vaxtagreiðslur af lánum eru um 2 – 3 milljónir punda. Öll innkoma vegna leikja duga nú ekki til að velta reikningum mánaðarlega og því eru bónusar LÍFSNAUÐSYNLEGIR fyrir félagið ef einhverja leikmenn á að fá. Þetta er enginn áróður heldur einfaldlega það sem við lesum út ef við nennum að fara í gegnum uppgjörsskýrslur og hlustum á viðtöl við t.d. Benitez og Purslow í haust. Eini plúsinn á móti er sá sennilega að Rafa skrifaði upp á samninga með “klásúlum”. Sums staðar er talið að það að komast ekki í CL gefi félaginu kost á að segja honum upp án kostnaðar. Ég er því ekki að leika mér að því að vekja hér hræðslu, bara dettur slíkt ekki í hug, heldur bara að útskýra það að mér finnst þurfa að skoða fyrirtækið allt, fara í naflaskoðun eins og hér hefur verið nefnt og þar eru allir undir, leikmenn og aðrir starfsmenn.

  Gott að vera búinn að tengja Kjartan persónu, fattaði ekki að klikka á þig Kjartan, fínt mál. Annars er búið að svara rasistaumræðunni fyrir mig.

  SigKarl minn kæri, ekki er ég að telja þig minni stuðningsmann en mig, eða þeir sem vilja Rafa burt. Bara ekki séns. Hins vegar pirra ég mig á orðavali sumra og einföldun á aðstæðum, t.d. með því að bara eigi að losa eigi Torres og Gerrard. Mér hefur þvert á móti fundist ansi fast vera skotið á þá sem vilja draga úr því að láta bara stjórann fara, þeir sem sitja þann hóp fá nú yfirleitt þyngri högg hér að ofan sýnist mér.

  Ég sjálfur sagði fyrir Stoke leik í ágúst að ég var þá sannfærður að litlu munaði að Rafa hætti, held reyndar að hann hafi gert það og verið talaður út úr því af leikmönnum og / eða öðrum starfsmönnum félagsins. Þann dag var verið að eltast við Michael Turner frá Hull og ákveðinn Jovetic hjá Fiorentina.

  Mín “samsæriskenning” er að þarna hafi Rafa komist að því að hann ætti bara 2 – 3 milljónir punda eftir til að kaupa leikmenn og því orðið ljóst að hann gæti ekki styrkt sitt lið. Það m.a. held ég að hafi leitt til fyrsta leiks Daniels Ayala það kvöld. Það sem eftir lifði ágúst þurfti hann svo að kljást við það að óvíst var hvort Agger myndi spila og meiðsli Skrtel urðu svo til þess að Kyrgiakos var keyptur. Þetta kvöld, eftir leik, talaði Rafa um að hann væri hjá LFC af því að hann elskaði liðið og aðdáendur, svaraði engu um samskipti sín við yfirmenn sína hjá félaginu. Síðan höfum við frétt að þarna á svipuðum tíma var boðið í Torres, væntanlega einhvern grunað hver vandinn var á Anfield. By the way, Torres er uppalinn hjá Atletico en fór þaðan til að vinna titla. Ef engir slíkir eru í sjónmáli á Anfield er auðvitað viðbúið að hann fari þaðan líka. Eins er með Gerrard sem hafði tvisvar tekið ákvörðun að fara af því hann taldi liðið á leið í ógöngur.

  Ég ÍTREKA að þetta eru bara mínar getgátur og við fáum aldrei að vita hvað er að gerast á bakvið tjöld, því Purslow hefur lokað félaginu sem er vel. Ég treysti mikið á þann mann, og er alveg sannfærður um að hann veit hvernig á að reka fyrirtæki þannig að það virki.

  Það er því hann sem tekur ákvarðanir út frá því sem er í gangi í félaginu í heild og hingað til hefur hann bakkað Rafa upp 100%. Hvað sem síðar verður.

  En ég ítreka enn og aftur að ég tel vandann liggja hjá fyrirtækinu í heild og þarmeð auðvitað Rafa líka. Fyrirtækið er að berjast á markaði þar sem það er án vafa minnimáttar þegar kemur að peningamálum og þegar sú staða hefur breyst er ég sannfærður um að hlutir verða öðruvísi. Því er það mín ósk um jólagjöf frá LFC að snillinn Purslow nái að kreysta pund út úr Könunum eða finni minnihlutaeigendur sem eru tilbúnir að leggja pening í félagið.

  Það gæti orðið alvöru aðgerð, en ekki bara plástur eða koss á meiddið!

 140. Það skiptir ekki nokkru máli hver stjórnar þessu liði okkar í dag. Boltinn er nú orðinn þannig að við keppum ekkert lengur við þessi stórlið nema að fá meiri peninga til umráða og þar af leiðandi miklu miklu meiri breidd í þennann hóp okkar !

  Fyrst keypti Benites fullt af meðalmönnum, keypti marga fyriri þessa litlu aura sem hann fékk. Það var ómögulegt samkv flestum stuðningsmönnum. Síðan breytir hann greinilega aðeins um stíl og fer að eyða meira í færri menn, johnson, Torres, Aqualini en þá sitjum við uppi með hóp sem er allt of þunnur. Á góðum degi með alla okkar menn heila erum við með virkilega sterkt byrjunarlið en ekki mikið meira en það.

  Stemningin er ömurleg í auknablikinu í klúbbnum, það dettur lítið með okkar mönnum og erfitt fyrir alla þjálfara sem lenda í því að takast á við það. Ég er viss um að Benitez er að reyna sitt besta. Að fá nýjan mann inn er alveg örugglega mjög gott ef litið er til skamms tíma. Til lengri tíma held ég að það sé bara enn einn þjálfarinn sem á eftir að fara nákvæmlega sama hring og Houlier og Rafa, sérstaklega ef peningamálin fara ekki að breytast.

  Það munaði litlu á sínum tíma að ManU léti Ferguson fara eftir að hafa skilað litlum árángri með liðið fyrstu 5-6 árin. En nei…..þeir ákváðu að halda honum og sjáið hvað gerðist ! Mér persónulega finnst að við eigum að halda Rafa og leyfa honum allavegana að klára þetta tímabil.

 141. Bannið hjá Mascerano skyldi þó aldrei verða okkur á vissan hátt blessun. Ef JM vantar þá gæti Rafa neyðst til að spila Gerrard eða Aquilani á miðjunni og jafnvel tveimur frammi… Hann hefur þó gert í því að valda manni vonbrigðum þannig að ég býst ekki við því frekar en vanalega.

 142. Sælir félagar

  Góður pistill Maggi og niðurstaða hans fyrst og fremst sorgleg. Það er í raun mannlegur harmleikur falinn á bak við svona ástand.

  Ég er líka á, því eins og þú og fleiri, að Benitez er að gera það sem hann getur og það hefur hann alltaf gert. Stundum er það það rétta og nóg til að vinna titla eins og í Istambul.

  En eins og nú er komið virðist hann ekki hitta á það rétta og stundin er röng. Því fer sem fer og hans tími virðist liðinn. Hann þarf að átta sig á því sjálfur – eða sem væri enn betra sýna fram á að ég hafi rangt fyrir mér.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 143. langar bara að benda mönnum á það að man utd var með einhverja leppalúða í vörninni hjá sér á móti Fulham og töpuðu sannfærandi. við vorum nánast með fullskipað lið á móti þeim og töpuðum líka.
  svo koma okkar menn á Fratton Park með fullskipað lið (fyrir utan Aquilani) og skíta upp á bak! man utd geta allavega borið fyrir sig meiðslavandræði en hjá okkur er þetta bara alger aumingjaskapur.
  ég ætla ekki að drulla yfir rafa því menn hafa gert nóg að því hér að ofan, en mér finnst að það eigi að reka hann á stundinni!
  takk fyrir mig

 144. Hræðilegur leikur, en við áttum þó nokkur færi sem við áttum að klára. (Agger inní markinu). Lee Mason er greinilega ekki svo sérstaklega hrifinn af Liverpool, var það ekki hann sem dæmdi leikinn gegn Fulham? Það þarf að skoða þetta. Eitt gott við það að Masch fer í bann er að Aquilani fær þá væntanlega að spila.

Liðið komið – Aquilani meiddur

Hvað í fjandanum hefur breyst? – og vangaveltur um það hvort við vorum á lyfjum síðasta sumar