Liðið komið – Aquilani meiddur

Liðið fyrir Portsmouth er komið og er það nokkuð óvænt:

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Insúa

Lucas – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Dossena
Torres

**Bekkur:** Cavalieri, Skrtel, Aurelio, Spearing, Babel, Benayoun, Ngog.

Þeir eru að segja á LFC TV að Aquilani sé með lítilvæg meiðsli í kálfa og missi því af í dag en það vekur athygli að Rafa róteri aðeins og setji Dossena inn í liðið frekar en Benayoun eða Ngog. Ryan Babel er svo á bekknum í fyrsta skipti í nokkrar vikur.

Þetta verður fróðlegt. Áfram Liverpool!

87 Comments

 1. Mér fannst Dossena vera fínn í seinasta leik sem hann var með en ég hefði viljað fá Aurelio í bakvörðinn fyrir Insua. Einnig hefði ég viljað fá N’Gog í liðið.

 2. Maður er nú ekkert alltof bjartsýnn, en Torres og Gerrard hljóta að redda þessu. Þeir eru einu mennirnir sem geta e-h sóknarlega séð !

 3. Mjög skrítið að Aurelio sé á bekknum í dag miðað við hvað hann stóð sig fínt í síðasta leik. Loksins voru að koma alvöru krossar fyrir markið. Held að Dossena eigi ekki eftir að gera mikið í þessum leik en vonandi afsannar hann þá kenningu mína. Koma svo tökum Pompey 0-2 og höldum áfram að safna stigum.

 4. Mæli með því að Benítez spyrji konuna sína næst þegar hann fer á klósettið að míga hvað þetta sé sem hangir fyrir neðan slátrið á sér!

  Benítez GROW SOME BALLS!!!

  Langþreyttur á þessu leiðinda liðsvali og þetta helvítis Valencia 4 2 3 1 leikkerfi. Höfum ekki mannskapinn í þetta blessaða kerfi. Verð bara að segja enn einu sinni að Lucas og Kuyt eru ekki að funkera í þessu kerfi.

  Þetta verður erfiður leikur og tel okkur vera góða ef við náum jafntefli gegn baráttuglöðu liði Portsmouth.

  Áfram Liverpool!

 5. Að hann Voronin okkar láti bjóða sér þetta!, hann er ekki einu sinni á bekknum á móti botnliðinu! Hann fer fram á sölu í janúar það er alveg víst.

 6. G&T ásamt hvaða 9 leikmönnum sem er á að vera nóg til að vinna þetta portsmouth lið. Áfram LFC.

 7. Annars var ég að heyra frá mönnum sem voru í lánsinum um síðustu helgi eftir leikinn við Arsenal og þar kom víst fram að það væri verið að leita að eftirmanni Benitez á fullu því Gerrard væri tilbúinn til að fara miðað við óbreytt ástand…

 8. Hvert er Johnson að skalla boltann??? Skalla beint útaf ekki til hliðar…

 9. Er þetta e-h grín eða? þetta er orðið hálf fyndið bara… að hann skuli ekki sjá að Lucas og Kuyt er bara ekki nógu góðir fyrir liðið!! hvenar ætli grautfúli feiti spánverjinn átti sig á því þarna á hliðarlínunni??

 10. ja hérna……óskiljanleg ákvörðun….þriðja markið í röð sem hann gefur.

 11. Já, einmitt Lucas og Kuyt. Lucas er búinn að vera fínn í þessum leik. Ekki minnasat á Glen Johnson sem er búinn að gefa 3 mörk á síðustu 3 leikjum. Tvö á móti Arsenal og svo núna. Ef það ætti að skipta einhverjum út er það hann.

 12. Þó við erum undir ættum við að vera 1-2 yfir miðað við færin sem við erum að skapa okkur. Ég hef trú á því að EF við höldum þessu áfram út leikinn og hættum ekki í háleik eins og maður hefur verið að sjá vinnum við þennan leik.

 13. Úfff…það er bara alltof áberandi hvað það vantar mann til þess að byggja upp þessar sóknir og koma boltanum á mennina sem eiga að skora þessi mörk…Masche er ekki maður í það og Lucas er eitthvað týndur, oft eins og hann hafi ekkki hugmynd um hvar hann á að spila og er einhversstaðar í no mans land þegar við erum með boltann, Gerrard verður bara að fara niður á miðju og Lucas út af…það er samt ekkert að fara að gerast, Fyrsta skipting kemur á 70. minútu, þá fer dossena út af fyrir Benayoun, önnur skipting á 80. mínútu þar sem Aurelio kemur inná fyrir insua og svo lokaskiptingin á 85. mínútu þar sem Lucas er tekinn út af fyrir Ngog/babel

 14. Glen Johnson skiptir á treyju við Steve Finnan í hálfleik og jafnar í seinni hálfleik

 15. Hvernig væri nú að menn færu að róa sig aðeins með Lucas, af hverju eruð þið ekki að skíta út Gerrard????? Hvað hefur Gerrard verið að gera í síðustu leikjum? Akkúrat ekki neitt, hann labbar um völlinn með hangandi haus, lélegar sendingar hjá honum enginn áhugi. Þetta smitar svo útfrá sér því hann er jú fyrirliði og á að rífa liðið upp.
  En ég hefði mikinn áhuga á að sjá Pacheco koma þarna inn og spreyta sig eins og staðan er í dag þá höfum við litlu að tapa.
  Og ef að Gerrard vill fara þá bara selja hann á 30-40 kúlur og kaupa tvo leikmenn í staðinn.

 16. þetta er alveg hrikalegt glen johnson er alveg buinn að vera steiktur og hvað er Lucas buinn að vera góður hvað er það sem að hann er buinn að gera Lucas er bara ekki góður i neinnu það er bara ekki floknari en það hann er ágætur i að senda boltan til baka,

 17. Enskir dómarar eru þeir allra, allra, allra, allra lélegustu í heimi.

  Þetta er beinlínis hlægilegt.

  En nú er að sjá úr hverju menn eru gerðir.

 18. Þarna gerist akkúrat það sem vantar hjá Liverpool. Ben Haim fer í tveggja fóta tæklingu í standandi Mascherano. Samt hópast leikmenn Portsmouth á Masch. Sem verður til þess að hann fær rautt. Ég meina hvenær hafið þið séð mann fá rautt fyrir að standa í lappirnar án þess að vera að kýla eða olnboga einhvern ???

  Okkar menn hafa getuna, en virðast algerlega heilalausir. Alveg óþolandi að horfa uppá þetta. Spurning um að senda allt liðið á myndlistarnámskeið.

 19. eða ekki….gerði ekki ráð fyrir fíflalegri tæklingu masch…en góðu fréttirnar eru þær að SG er kominn á miðjuna!

 20. Hvað í ansk. er Mascherano að gera??????!!!!!
  Liðið gjörsamlega agalaust….algjörlega búið að missa Coolið….

  Pirringur, ekkert sjálfstraust, ráðaleysi, agaleysi…..sorry Benitez. This is the END

 21. Þetta er nú eitt fáránlegasta rauða spjald sem ég hef séð. Dómarinn í ruglinu.

 22. Af hverju var þetta bara gult en ekki rautt, hamrar hann aftanfrá.. djöfuls rugl

 23. Þetta var ekki rautt á Masch fyrir 5. aura. Ef menn hafa eitthvert smá hundsvit á fótbolta sjá þeir það.

 24. patti ert þú eitthvað ruglaður hvað er rautt við þetta spjald endilega útskyrðu það hvernig þú færð rautt á þetta og 3 leikja bann

 25. Sólatækling beint í legginn á honum með boltann víðsfjarri, ekki rautt spjald? Farðu að læra fótbolta ArnarÓ.

 26. Well.. Mascha var nú ekki hætt uppi með lappirnar þarna og svo að ef að hinn leikmaðurinn meiddi sig svona rosalega mikið af hverju gat hann þá verið fyrsti maður að Mascha til að öskra á hann???
  Og fyrst Mascha fékk rautt þarna þá hefði alveg verið hægt að gefa rautt á Portsmouth leikmanninn fyrir tæklingu aftan frá… Það stendur jú í reglum að tækling aftan frá skuli vera beint rautt spjald…
  En fyrir utan þessar hefðbundnu 15-20 mín sem okkar leikmenn virðast vera að nenna að spila fótbolta þá sé ég ekki mikið í spilunum að Benitez geti staðið við loforðið sem hann gaf að við endum í 4 sæti…
  Nema hann sé búnað semja við 3-4 leikmenn sem koma í janúar og enginn veit um.

 27. Djöfull erum við í ruglinu. Ekkert sjálfstraust, ísilagður útivöllur á móti liði í botnbaráttu og það einum leikmanni færri, shhhhhiiiiiittttttt!

 28. hann fór á milli lappanna á honum ef þetta er rautt spjald þá eru ansi oft rauð spjöld i fótboltanum manstu eftir chelsea -man utd þá var svona tækling þegar að chelsea skoraði þá dæmdi dómarinn aukaspyrnu en ekki aukaspyrnu og rautt spjald, þetta kallast að tækla yfir boltann

 29. skil ekki hvað menn eru endilega að kenna Johsson um markið Reyna á þetta skuldlaust það er dauðasök að fá á sig svona mark á nærstöngina og rauða spjaldið tómt rugl en skiptir ekki máli slátrum þessu í seinni. Það eina jákvæða við rauða spjaldið er að þá neyðist hr Benitez til þess að setja einhvern annan á miðjuna sem verður kannski til þess að mynda eitthvað miðjuspil fram á við.

 30. Sóðaleg tækling já, en ekki rautt.
  Gult í mesta lagi.
  En það eru 10 gaurar á frosnum velli sem þurfa að klára þetta.
  Ef þeir klára ekki þetta lið er útlitið ekki bjart.
  Kommmaaa svooooo !!!

 31. ég vona að portsmouth taki þennan leik svona 4-0 bara svo einhverjar af þessum prímadonnum í okkar liði fari aðeins að hugsa af hverju í andskotanum þeir spila fótbolta. Hversu erfitt er að setja smá hjarta í það sem þessir menn segjast elska, þeir eru að spila fótbolta fyrir peninga ekkert annað, Ég held að Steven Gerrard sé útbrunnin.

 32. Þetta rauða spjald er fáránlegt. Mascherano reynir klárlega við boltann, Ben Haim kemur inn með báða fætur og nær aðeins á undan í boltann þannig að Mascherano lendir með löppina ofan á ristinni á honum. Mascherano er aldrei með takkana uppi (það gerir Ben Haim hins vegar) og það er augljóslega enginn illur ásetningur í þessu hjá honum. Hann meiðist svo verr í tæklingunni en Ben Haim, þökk sé því að Ben Haim fór með báða fætur inn í tæklinguna.

  Hvernig það er beint rautt á Mascherano og gult á Ben Haim skil ég ekki. Þarna átti dómarinn að gefa báðum gult spjald eða sleppa báðum. Aldrei að refsa öðrum meira en hinum.

  Rugl. Algjört helvítis rugl. Og þetta í sama hálfleik og varnarmenn Portsmouth hafa fengið að berja stanslaust á Torres án viðvörunar og Michael Brown átti tveggja fóta tæklingu á Kuyt fimm mínútum áður, án viðvörunar. Svona er dómgæslan á Englandi í dag.

  Að því sögðu, þá er þetta mjög lélegur hálfleikur hjá okkar mönnum. Við stjórnuðum leiknum framan af en misstum hana fljótlega og þetta jafnaðist út. Rafa að mínu mati klúðraði þessu með því að fara aftur í 4-2-3-1 sem hefur gefið okkur þétta vörn og miðju en litla ógn upp kantana og nánast enga ógn inní teig. Þeir voru komnir yfir og verðskulduðu það áður en Masch fór útaf og ég sé ekki hvernig við komum til baka úr þessu.

  Ég hata þetta tímabil.

 33. Alveg hreint og klárt að Mascherano hittir ekki boltann, fer ekki með sólann hátt og þetta er “mistimed challenge”. Ef svoleiðis væri rautt spjald væri óþarfi að spila leiki í enska boltanum.

  En þessi ágæti dómari, Lee Mason hefur áður dæmt leiki og er hreinlega vonlaus dómari. Hann mun örugglega halda áfram að vera kjánalegur og menn þurfa einfaldlega að berja sig saman og vinna sig til baka. Dómarinn vinnur þetta ekki fyrir okkur.

  Enn segi ég að staðreyndir í liðinu eru þær að við erum ekki með góða kantstrikera og því hefur lítið orðið úr hættunni okkar. Nú þegar að Gerrard dettur á miðjuna verður að breyta um kantmann, helst báðum megin og fá ógn þar. Annars er þetta vonlaust.

  Og hvað þarf hann Agger vinur okkar gott færi til að skora!

 34. já einmitt, kenniði dómaranum um þetta.. Þetta lið er bara ekki betra en þetta, því miður!! Og ekki er Benitez að hjálpa til með þetta liðsval og menn gjörsamlega agalausir anskotinn hafi það! Djöfull er ég búin að fá nóg af þessum litlausa spánverja þarna á hliðarlínunni.. mér er gjörsamlega ofboðið!!

 35. 37.

  Mascha var nú ekki hætt uppi með lappirnar þarna og svo að ef að hinn leikmaðurinn meiddi sig svona rosalega mikið af hverju gat hann þá verið fyrsti maður að Mascha til að öskra á hann???

  Síðast þegar ég vissi var spjöldum ekki útdeilt eftir því hve mikið sá sem brotið var á meiddi sig…

 36. Endilega haltu áfram að væla Kristján Atli, þetta var rautt spjald og ekkert annað, ekki var það Ben Haim að kenna að hann var á undan í boltann.

 37. Og Belhadj var kolrangstæður í markinu. Síðan var atriði þar sem Agger sýndist mér skalla í innkast og Piquionne var rangstæður fyrir aftan hann. Að halda því fram að Piquionne hafi ekki haft áhrif á leikinn er fullkomlega út í hött. En leikurinn er samt slakur hjá okkar mönnum og dómgæslan er alls ekki til að bæta það. Óþolandi hvað þessi dómarafífl hafa engan skilning á fótbolta.

 38. Rautt eða gult, málið var einfaldlega að þetta moment í leiknum bauð uppá að dómarinn tæki svona ákvörðun. Leikmenn Liverpool voru orðnir pirraði, nöldrandi í dómaranum, gerðu glórulaus mistök og svo kom þetta moment sem leit miklu verr út í fyrstu en það var í raun og veru. Gat ekki betur séð en að fjórði dómari hafi annað hvort staðfest skoðun dómarans eða bent honum á rautt.,,,,,skiptir ekki öllu. Held að ef að þetta hefði gerst fyrir markið eða á öðrum tímapunkti hefði þetta aldrei verið rautt spjald. Andrúmsloftið í leiknum og á vellinum gerði það að verkum að dómarinn tók þessa ákvörðun.

 39. jæja, er ekki bara mál að næsta ferð lfc klúbbsins á íslandi fari beint til liverpool borgar og við eggjum húsið hans rafa ef þessi leikur tapast

 40. Hversu slæmt er það þegar maður horfir á hvern leikinn á eftir öðrum og hreinlega er ekki að nenna því og ekki að fá neina ánægju úrúr því. Leiddist mjög áðan og það var áður en markið kom og Masc fór útaf. Að tapa þessum leik verður ekki rauða spjaldinu að kenna heldur ömurlegri spilamennsku. Virðumst ekki geta unnið 3-4 leiki í röð.

 41. Kæri Jólasveinn
  Á eina ósk um jólagjöf. Viltu láta reka Rafa frá Liverpool. Hann er að skemma uppáhalds liðið mitt.

  Kveðja Einar

 42. glæsilegt 4 leikjabann fyrir þetta brot er alveg snild dómarar eru bara fifl og eiga það alveg skuldlaust djöfulsins rugl lengra bann minnir mig en keane fékk fyrir að stutta ferlinum hjá alfe inge holland

 43. Benitez að gambla…skipting á 53 mín!!!!!…sóknarmaður inn fyrir vinsti bakvarðarkant….

 44. Hehe, Torres brýtur einu sinni á sér og gerir nákvæmlega það sama og varnarmenn fá að gera við hann allavega 10 sinnum í leik og hann fær spjald 🙂

 45. 55 hann fær 4 leikja bann vegna þess að hann er búinn að fá rautt áður á tímabilinu held ég.

 46. Ég spyr…..ætla menn að eyða restinni af þessum seinni hálfleik í pirring og pirringsbrot eða reyna jafna leikinn…..Þetta er að verða spurning hver fýkur næst útaf frekar en að hver nær að jafna leikinn.

 47. eru þið virkilega að kenna dómaranum um þetta? eru þið ekkert að sjá spilamennskuna hjá liðinu? þetta er nátturlega bara e-h grín!! íslenska landsliðið myndi spila betur en þetta…

 48. já það er útafþví en gaman að sjá þetta brot og hann fær 3 leiki fyrir þetta brot sem er svo langt frá því að vera rautt sðjald núna gula spjaldið sem glen johnson fær mér sýnist hann ekki vita mikið hvað hann er að gera þarna inna

 49. Ég hef nú hingað til verið einn af þeim sem verja Rafa en þetta gengur ekki lengur. Það er kominn tími til að láta karlinn fara og fá almennilegan stjóra til liðsins.

  Einnig væri æðislegt ef að það fengjust betri eigendur á sama tíma!

 50. Eru leikmenn að missa trú á Rafa, einhvað mikið er að. Það var Dossena sem gerði stór mistök í markinu skildi Insua einan með tvo menn. En líklega er tími Rafa búinn að vera.

 51. Jahá. Við erum að ná nýjum hæðum í aulaskap. Jæja, það styttist þá allavega í brottför spanjólans.

 52. Þetta er hlægilegt.

  Ætla kanarnir svo bara að halda áfram að bora í nefið úti í Bandaríkjunum og leyfa þessum skrípaleik að halda áfram eða?????? liðið okkar er aðhlátursefni þessa árs held ég. maður hreinlega er kjaftstopp og svo kemur Benni örugglega eftir leik og kennir rauða spjaldinu um tapið en gleymir alveg ömurlegri spilamennsku hans manna.

 53. Jæja, hvað þarf að breytast til að eitthvað breytist. Allir leikmenn í tómu rugli, bara mismikið, ekki er hægt að skipta um þá alla. Er ekki eina lausnin að skipta um þjálfarateymi, ég sé ekki aðra leið út úr þessari mykju.

 54. Jæja, hvað segiði Benitez-menn? Eru ekki allir bara í stuði. Það er ástæða fyrir því að Gerrard, Torres og Kuyt og já bara allt helvítis liðið er svona áhugalaust, andlaust og gerilsneytt allri baráttu og sigurvilja. Liðið hefur misst trúna á manninum í brúnni. Það sést langar leiðir. Og það er sorglegt.
  Benitez er frábær þjálfari, ekki misskilja, en þegar þú hefur misst búningsherbergið, misst trú leikmanna á því leikskipulagi sem lagt er upp með þá er þetta niðurstaðan. Og þetta á ekki eftir að breytast. Ekki í næstu leikjum, ekki á þessari leiktíð. Liðið er rúið öllu sjálfstrausti og leikmennirnir þurfa að fara sanna sig uppá nýtt. Það gera þeir fyrir nýjan þjálfara.

 55. Shit hvað tími Benitez er liðinn. Fer ekkert á milli mála. Leikmenn hafa greinilega enga trú á því sem þeir eru að gera, enga trú á stjóranum og enga leikgleði.

  Leiðinlegur bolti og lélegur árangur…. það er það sem þetta season hefur snúist um hjá Liverpool.

 56. Jæja nú má Rafa kallinn segja af sér, svo það þurfi ekki að eyða 20millum í að reka hann, svo það sé hægt að styrkja liðið með þessum 20millum með nýjum stjóra!

 57. Þetta er sorglegt og minnir óneitanlega á síðustu leiki Houllier með Liverpool.
  Það er ekkert í spilunum að Benitez nái að rífa þetta upp bara pirringur og vonleysi. Ekki vottur að leikgleði og ekki er Benitez líklegur til þess að ná að smita leikmenn af henni….

 58. Jæja, nú er botninum náð. Spilamennskan er hörmung. Eitthvað verður undan að láta og það verður að vera Benitez. Rafa er ekki að ná liðinu uppúr þessari djúpu holu, því miður.

 59. Ekki reyna að afsaka þig með rauða spjaldinu Benitez! Gátuð ekkert fyrir það og ekkert eftir það! Gemmér góða afmælisgjöf og hættu núna í dag takk!

 60. glæsilegt að byrja þennan leik með 9 varnamenn inná og 2 menn sem geta sótt þetta er alveg skelfilega lélegt lið sem maður heldur með ætla rétt að vona að hann verði rekinn og við kaupum allnokkra i janúar þeir virðast ekki hafa miklu trú á þessum þjálfara andskota

 61. Viddi þú segir virðumst ekki geta unnið 3-4 leiki í röð! Við getum ekki unnið 2 leiki í röð hehe 🙂 Þetta er orðið grátbroslegt! Mikið andskoti er erfitt að vera stuðningsmaður Liverpool í dag! Erum að spila á móti Portsmouth og eigum varla skot á markið, áhugaleysið í hámarki, sjálfstraustið í lágmarki og mér sýnist Gerrard vera búinn að hálfgefast uppá þessu ásamt mörgum í liðinu, getuleysið á köntunum og bakvörðunum var gríðarlegt í dag, það gerðist eiginlega bara ekki neitt hjá okkar liði í dag hvergi á vellinum! Guði gefi okkur eitthvað til að brosa yfir á nýju ári, hringja í Fowler og fá hann í Janúar hehe…

 62. Þetta hrun Liverpool fer meira á sálina en íslenska efnahagshrunið.

 63. Skil bara ekki að spila 442 á móti Wigan sem gekk að mestu bara andskoti vel miðað við oft á þessu tímabili. Og falla svo aftur í sömu gryfjuna og spila leiðinlegan 4231 fótbolta.

  Lets go back to basic. Það geta allir spilað 442!

 64. Jæja, ætlaði að bíða eftir skýrslunni en það er ekki til neins þar sem það er útilokað að nokkuð í henni breyti því sem ég er að hugsa. Ég hef hingað til verið á þeirri skoðun að Rafa eigi að fá meiri tíma en eftir þennan leik er ég búinn að missa þolinmæðina. Það er greinilegt að hann er kominn á endastöð með liðið og það er jafnframt greinilegt að leikmenn eru búnir að missa trúna á Rafa og sjálfum sér. Maggi fór yfir ákveðna hluti um daginn sem tengust þjálfamálum og hann ætti manna best að sjá og þekkja lið sem hefur ekki trú á þjálfaranum (þetta er ekki skot á þína hæfileika sem þjálfari Maggi;-).

  Auðvitað er hægt að segja að Rafa spili ekki leikina en hann leggur þá upp og ber ábyrgð á liðsvali og öðru í kringum liðið. Hann er ábyrgur fyrir því að stappa stálinu í menn og rífa þá upp þegar illa gengur en hann virðist algjörlega lamaður í þeim huta. Rafa virðist vera fastur í einhverjum kassa og sem honum virðist ómögulegt að komast úr. Hann heldur fast í kerfi sem auðsýnilega virkar ekki og getur engan vegin brugðist við þegar þess þarf.

  Liverpool er búið að vinna 4 af síðustu 17 leikjum og það ætti að segja sína sögu. Það að liðið hafi náð öðru sæti á síðasta tímabili hefur akkúrat ekkert að segja núna og þetta er algjörlega óásættanlegt. Við misstum Alonso og keyptum í staðinn mann sem var meiddur og hefur nánast ekkert spilað á tímabilinu. Þau kaup voru á ábyrgð Rafa og hann greinilega vanmat illilega hópinn sem hann hafði í höndunum. Í það minnsta hefur honum tekist herfilega upp með að ná einhverju út úr honum. Menn hafa notað það sem afsökun fyrir því að reka Rafa ekki að það sé enginn til að taka við en staðreyndin er sú að sá sem tekur við þarf ekki að ná góðum árangri til þess að gera betur en Rafa síðustu mánuði.

  Varðandi þetta rauða spjald þá hefur maður oft séð menn sleppa með svona brot en maður hefur líka oft séð menn fá rautt. Mér fannst þetta harður dómur en Liverpool á ekkert að þurfa fleiri menn en 10 til þess að vinna Portsmouth.

 65. fyndið hvað það lyftist á manni brúnin við að horfa á Fulham leikinn

 66. Það skal enginn efast um að getan í leikmannahópnum er til staðar til að gera mun betur.
  Vandamálið er að það skiptir engu máli hvað þú heitir og hvað þú getur í fótbolta ef þú hefur ekki mikið sjálfstraust. Leikmaður með takmarkaða fótboltagetu en óbilandi sjálfstraut er oft á tíðum meira virðis en frábær knattspyrnumaður án nokkurs sjálfstraust.

  Annað vandamál hjá Liverpool er það vottar ekki fyrir leikgleði í leik liðsins. Kannski afleiðing þess að illa gengur en mér finnst það samt sem áður ekki afsökun fyrir því að menn fagna ekki sigri hvað þá þegar menn varla mörkum sbr. Fiorentina. Ég lít ekki á það sem gild rök að það hafi ekkert verið í húfi, menn eru að fagna mörkum í 3. deild og utandeild á Íslandi! Hvaða skilaboð eru menn að senda með fagna ekki mörkum??? Jú einfaldlega we dont give a SH** about the resault…..frábær skilaboð til tugi þúsunda áhorfaenda á vellinum.

  Spurning í dag er hins vegar er “Gleðipinninn” Rafa rétti maðurinn til þess að ná að byggja upp sjálfstraust og leikgleði hjá liðinu?

  Mín skoðun að liðið er komið á leiðarenda undir stjórn Benitez. Hann einfaldlega nær ekki lengur til leikmanna og andrúmsloftið virkar þvingað. Menn koma inná með hangandi haus og menn hafa engan veginn gaman af því sem þeir eru að gera.
  Það sem flækir málið er að þó að nýr stjóri tæki við þá held að liðið sé einfaldlega í þannig höndum (eigenda) að það á sér vart viðreisnarvon. Kannski erum við að horfa á upphafið á einhverjum öldudal sem við verðum í næstu árin, þar sem önnur lið með sterkari bakhjarl sigla framúr eða og vonandi að þetta sé eitthvað tímabundið ástand innan tímabilsins.

Portsmouth á morgun

Portsmouth 2 – “Liverpool” 0