Portsmouth á morgun

Við fengum 3 stig á miðvikudag gegn Wigan og strax komið að næsta leik. Framundan er baráttuleikur gegn Portsmouth á útivelli. Hemmi Hreiðars og félagar sýndu það og sönnuðu á Brúnni að það eru engir leikir léttir í þessari deild, voru hreinlega óheppnir að ná ekki í stig þar gegn sterku liði Chelsea. Portsmouth sitja á botni deildarinnar, og hafa verið að koma til að undanförnu eftir að Avrim Grant tók við liðinu. Á venjulegum degi ættu okkar menn að rúlla yfir þá, því mikill munur er á mannskap hjá liðunum. En þetta er bara ekki svona einfalt. Það er morgunljóst að heimamenn munu koma brjálaðir til leiks, enda að berjast fyrir tilverurétti sínum í deild þeirra bestu.

Ég hef ávallt gaman að Hermanni Hreiðarssyni, leikmaður sem spilar ávallt með hjartanu og er mikill baráttujaxl. Það eru góðar ástæður fyrir því hversu vinsæll hann er hjá liðinu sínu, algjör snillingur þarna á ferðinni. Því miður fyrir hann, þá er ekki mikið um mjög góða knattspyrnumenn í kringum hann. Portsmouth eru þó að mínu mati ekki með slakasta mannskapinn í deildinni, en það er algjörlega ljóst að tímabilið verður þeim gríðarlega erfitt, svo erfitt að ég á hreinlega í erfiðleikum með að sjá þá fyrir mér bjarga sér frá falli. En allt getur jú gerst og sýni þeir áfram sama karakter og á móti Chelsea á útivelli, þá er allt hægt. Ég bara vona að okkar menn mæti afar ákveðnir til leiks og haldi manni ekki í spennitreyju enn einn leikinn. Við þurfum svo mikið á því að halda að klára eitt stykki leik örugglega, hætta stressi, fylla mannskapinn af sjálfstrausti og halda áfram á beinni braut. Þetta er alveg eins og fyrir Wigan leikinn, sálartetrið hjá manni má hreinlega ekki við því að tapa stigum gegn þessum liðum í botnbaráttunni eða þeim sem eru í miðjumoðinu.

Mér skilst að Portsmouth hafi úr öllum sínum mönnum að velja og væntanlega mun Steve Finnan mæta okkur í fyrsta skipti síðan hann yfirgaf Liverpool. Honum verður pottþétt fagnað af stuðningsmönnum okkar sem verða á Fratton Park, sem og David James. Það er nú þannig að fyrrverandi leikmenn Liverpool fá nánast undantekningalaust mjög góðar móttökur þegar þeir mæta Liverpool. Hjá okkur held ég að staðan sé þannig að þeir Riera, Kelly og El Zhar séu frá vegna meiðsla, en líkur eru á því að Glen Johnson og Ryan Babel verði klárir í slaginn. Hver veit nema að sá síðarnefndi haldi upp á afmælisdaginn sinn með því að fá einhvern spilatíma og gera kannski eitthvað af viti líka. Leikurinn verður einnig sögulegur fyrir Jamie Carragher, sem mun spila sinn 600 leik fyrir félagið, svo framarlega sem ekkert komi upp á hjá kappanum. Stór og magnaður áfangi hjá kappanum.

Þá er komið að því hvernig ég ætla að stilla liðinu upp. Oft er uppi ágreiningur hjá okkur Rafa með þessar uppstillingar og hef ég oftast haft rétt fyrir mér, enda hef ég mun meira vit á þessu en hann. Ég ætla sem sagt að ganga út frá því að Johnson sé heill heilsu og ég ætla annars vegar að setja upp liðið eins og ég vil hafa það og hins vegar eins og ég held að Rafa muni stilla því upp:

Mitt lið:

Reina

Johnson – Carra – Agger – Aurelio

Mascherano
Kuyt – Aquilani – Gerrard
Torres – Ngog

Ég myndi sem sagt droppa Benayoun niður á bekkinn og skella þessu í hálfgert 4-4-2 kerfi með Javier sem djúpan miðjumann og Aquilani inn á miðri miðjunni stjórnandi spilinu. Gerrard yrði svo í meira sóknarhlutverki en síðast og hann og Kuyt myndu skipta ört um stöður í leiknum. En let’s get real, þetta verður aldrei svona.

Liðið hans Rafa:

Reina

Johnson – Carra – Agger – Insúa

Mascherano – Lucas
Kuyt – Gerrard – Aurelio
Torres

Held að Rafa sé samt sammála mér í að hvíla Yossi í þessum leik og hafa hann ferskan og tilbúinn inn af varamannabekknum. Bekkurinn gæti því orðið eitthvað á þessa leið:

Cavalieri, Skrtel, Babel, Kyrgiakos, Aquilani, Benayoun og Ngog

En það er ekkert sem heitir, þrjú stig í boði og allt sem ekki þýðir að þau verði í húsi seinnipartinn á morgun, er óásættanlegt í þeirri stöðu sem við erum komnir í. Það sem morgundagurinn þarf að snúast fyrst og síðast um er barátta, sýna djörfung og dug. Við erum með betri fótboltamenn, en það verður núllað algjörlega út ef baráttan er ekki til staðar, hugurinn þarf að vera á sínum stað og hjartað líka. Ég vona heitt og innilega að fyrirliðinn okkar fari að smella í gírinn sinn, hann hefur sýnt “glimpses” af sínu besta, en það þarf hreinlega meira af slíku. Það verður þvílíkur styrkur að fá Fernando aftur inn í liðið og ég vil bara keyra yfir Portsmouth á morgun og klára leikinn í fyrri hálfleik, simple as that. Þó ég fyrirfram sætti mig við 3 stig, hvernig sem þau koma, þá bara þurfum við á góðri frammistöðu liðsins að halda, búa til momentum. Ég ætla hreinlega að gerast svo djarfur að spá því að liðið hlusti á hvatningarorð mín og túlkurinn sem þeir eru með, sé búinn að fara vandlega yfir þessa upphitun með þeim. 0-3 sigur með mörkum frá fyrirliðanum, Torres og Lucas. Já, ég er að segja það, Lucas skorar í þessum leik 🙂

Yfir og út

20 Comments

  1. flott upphitun mér finnst liðið sem þú gerir vera munn gáfulegra en hans Rafa það væri gaman ef hann myndi þora að hafa það svona, en það er vonandi sigur hjá okkar mönnum á morgun það er bara skilda að taka þessi 3 stig

  2. Ég væri til í að sjá liðið eins og þú stillir því upp. Annars er það ekkert sérstaklega líklegt. Ég væri líka til í að sjá liðið eins og þú stillir upp fyrir Rafa, nema með Aquilani í stað Lucas. Ég hef fulla trú á þessum leik á morgun, og held að við vinnum þetta nokkuð öruggt. Mín spá er 0-3, þar sem Torres skorar sitt 50. deildarmark í sínum 70. deildarleik, sem bætir fyrra met LFC um heila 10 leiki. Ég ætla líka að skjóta á að Gerrard verði svakalegur í leiknum. Hann er búinn að vera að spila sig í form eftir meiðsli, og nú held ég að hann sé að komast í sitt rétta form.

  3. Fín upphitun, ágætlega sammála þér með byrjunarliðið. Held þó að Rafa fari aftur í 4-2-3-1 eins og þú segir. Hins vegar þori ég engan veginn að reyna að spá fyrir um úrslitin. Ég vona bara innilega að góða Liverpool-liðið láti sjá sig á morgun.

    Aðallega stressaður yfir þessu.

  4. Steini þitt lið fær mitt atkvæði. Algjörlega sammála þér með það að þú hafir miklu meira vit á þessu en Raffa.

  5. Góður pistill ! Verður fróðlegt að sjá hvernig liðið verður, vill sjá Aquilani í byrjunarliðinu, og Kuyt út, Kuyt er ekki leikmaður sem hefur þau gæði sem þarf að mér finnst. Annars er ómögulegt að spá fyrir um liðið þegar Rafa er annarsvegar… það eina sem ég vill er að við spilum okkar flotta fótbolta og vinnum sanfærandi sigur, það er bara krafa….

  6. Mikið vildi ég nú sjá liðið hans SSteins á morgun. Vona svo innilega að Rafa fari að skilja að það virkar engan veginn að hafa Masch og Lucas saman á miðjunni. Það er fyrir löngu orðið ljóst. Sigur á morgun gæti komið liðinu á skrið fyrir jólatörnina sem væri gífurlega mikilvægt. Er skíthræddur við leikinn en eitthvað segir mér að Aquilani setji eitt stykki og tryggi okkur sigur.

    YNWA

  7. Er ekki málið að blogga á ensku… Þá kannski nást eyru Rafa.
    ….en sammála þessari sóknaruppstillingu þarna uppi.

  8. rusl lið, drulllu lélegt, og drullu úrslit, 1-1 og sjöunda sætið verður okkar í vor. Það er mjög mikið að í herbúðum LFC, og því fyrr sem Benitez fer, því betra. Hann er orðin gjörsamlega geldur, og allt í hans leik er fyrirsjáanlegt. Lélegasta lið deildarinnar by far , Portsmouth, virkar sem mjög gott lið á morgun á móti drullu lélegu liði LFC, því miður.

  9. Mér lýst ekkert smá vel á hugmyndina þína hvernig byrjunarliðið ætti að vera. Bara eenginn til að koma inná fyrir Torres og N’gog ef þeir byrja báðir inná. Nema kannski Babel. Voronin getur það allavega ekki!

  10. vill bara óska þér til hamingju með frábærar upphitanir við þurfum á svona að halda. jákvæðni ég meina að trúa því að lucas skori ég veit að jólin eru að koma og trúin flytur fjöll en lucas er ekkkkki að fara skora.

  11. Held það væri frábært fyrir okkur ef Gerrard myndi setjann í dag. Það myndi vera gott uppá sjálfstraustið, stemninguna osfr

    Sigur, 2-0 Gerrard og Mascherano með mörkin !

  12. Ég hef talað um það áður að Johnson færi á h/kant í staðinn fyrir Kuyt, hvernig líst mönnum á það,?Tek það fram að ég er ekki einn um það. Svo taka leikinn á eftir Koma svooooooooo.

  13. Fín upphitun.
    Ekki spurning að LFC er með betra fótboltalið en það hefur ekki verið það sem hefur unnið fyrir okkur marga leiki á þessari leiktíð (nema kannski á móti Manu 😉 ) Væri alveg til í að taka 2 leiki í röð, þá gætum við kallað það “run” og farið rosa ánægðir inn í jólinn.

    Ég held að lykilatriðið í þessum leik verði áhugahvöt og sjálfstraust leikmanna. Hvort sem að liðið hans SSteins eða Rafa gengur inn á völlinn. Báðir þessir þættir eru á uppleið hjá Pompey í kjölfar þessa að skipt hefur verið um mann í brúnni. Bæði atriði virðast hafa verið vandamál hjá okkar mönnum. Ef að liðið nær að nýta sér alla jákvæðni sem hægt er að toga út úr Wigan leiknum og mætir focuserað og brjálað til leiks þá á þetta að vera í lagi. Koma svo.

  14. Ég legg til, við síðuhaldara, að Höddi B. sjái um leikskýrsluna.

    Það er kominn tími til að málefnaleg umræða eigi sér stað.

    Fokk it! Ég legg til að Höddi B. verði gerður að framkvæmdarstjóra LFC. Hann hefur hugarfar sigurvegarans 🙂

  15. Grunar að þetta verði sama lið og Benitez liðið hans SSteins nema Johnson verður ekki klár og Skrölti verður hafsent og Carra hægri bakvörður. Einhverra hluta vegna á ég ekki von á djarfri uppstillingu frá hr. Benitez í dag, væri þó til í að geyma Lucas áfram á bekknum og hafa Gerrard á miðjunni með Masch. Jafnvel Aquilani eða Benayoun fyrir framan þá.

  16. Það er eitthvað verið að tala um að Aquilani sé meiddur og verði ekki með í dag… 🙁

  17. Aquilani ekki í hóp… Dossena kemur inn í byrjunarliðið að öðru leyti nokkuð fyrirsjáanlegt

    Liverpool: Reina, Johnson, Insua, Agger, Carragher, Mascherano, Lucas, Kuyt, Dossena, Gerrard, Torres. Subs: Cavalieri, Aurelio, Benayoun, Babel, Ngog, Spearing, Skrtel.

  18. Það lítur út fyrir að ég hafi verið of bjartsýnn að spá jafntefli í þessum leik. Ég hefði átt að vera raunsær,,

Evrópudeildin – 32 liða potturinn klár

Liðið komið – Aquilani meiddur