Liverpool – Wigan

Liðið gegn Wigan er komið og það er svona:

Reina

Carragheer – Skrtel – Agger – Insua

Benayoun -Mascherano – Gerrard – Aurelio

N´Gog – Kuyt

Bekkur: Cavalieri, Aquilani, Torres, Kyrgiakos, Lucas, Darby, Dossena.

Spái að þetta sé 4-4-2 kerfi með Gerrard á miðri miðjunni sem er eitthvað sem við höfum ÖSKRAÐ á með hverjum leiknum sem Mascherano og Lucas hafa þvælst fyrir hvor öðrum í upphafi þessa tímabils. Með þessu tippa ég á að Aurelio fari á vinstri kantinn frekar en á miðjuna í 4-2-3-1 kerfi.

Johnson dettur einnig út úr byrjunarliðinu vegna meiðsla, hann var allavega alveg klárlega ekki heill í leiknum gegn Arsenal…en afhverju Degen/Darby kemur ekki inn í hægri bak skil ég ekki, Carragher er alveg steingeldur í þessari stöðu.

Torres er því ver og andskotans miður ekki í byrjunarliðinu í dag sem er hræilegt, í hans stað kemur N´Gog sem hefur Kuyt sér til aðstoðar, ekki sóknarlína sem myndi hræða margar varnarlínur. Hafa skal þó í huga að Titus Bramble er í Wigan.

Aquilani er ásamt Torres á bekknum sem ég er ekkert himinlifandi með en sjáum hvað setur, núna dugar ekki bara ljót 3 stig. Það þarf að gera þetta af alvöru, allar 90.mín.

Lið Wigan er svo svona:

Kirkland

Melchiot – Boyce – Bramble – Thomas

Scharner – Figueroa – Gomez – Diame – N´Zogbia

Rodallega

Bekkur: Kingson, Amaya, Cho, Scotland, Koumas, Sinclair, De Ridder.

En þess má til gamans geta að ég hef ekki hugmynd um það hvernig þessu er stillt upp hjá Wigan, veit að Kirkland er í marki, Melciot og Bramble í vörn, N´Zogbia vinstramegin og Rodallega frammi.

Dómari er síðan Phil Dowd söngvari í No Doubt

63 Comments

 1. Kuyt er alveg frekar duglegur en hann getur nú samt ekki bæði verið á hægri kanti og frammi???

 2. Hvað með Kjötið, hann er ekki samt að geta, er hann 2? Ég veit ekki hehe lol. Væri gott að hafa sama mannin x2 væri samstillturXD En nóg um það, tímabilið hefst í dag, ef við töpum i´d rather walk allone(sá þetta á netinu fannst það snilld). Bæjó Liverpool3 – Hitt liðið 0

 3. Er Rafa í alvöru að setja bakvörð sem lítið hefur getað það sem af er móti á miðjuna í stað Ítalans? Fyrirfram er þetta alveg ótrúlega vitlaust en ég verð þó að viðurkenna að þetta kemur manni ekkert á óvart enda Rafa Benitez mjög skrítinn stjóri svo ég fari nú fínt í þetta.

 4. Skiptir engu hvaða lið spilar. Gerrard er með og það ætti að segja sýna sögu. Held mér við 4-1 sigur.. Torres kemur af bekknum með tvennu.

  • Kuyt er alveg frekar duglegur en hann getur nú samt ekki bæði verið á hægri kanti og frammi???

  Ég er orðinn svo langþreyttur á Kuyt að ég farinn að sjá hann tvöfalt! Annars sá ég þetta strax og lagaði, en datt auðvitað að af ##%& netinu og gaf gott svigrúm fyrir eðalbrandara 😉

  Fyrir þá sem ekki skilja þá var Kuyt bæði frammi og á hægri kanti í fyrstu liðsuppstillingu hjá mér

 5. Annars kæmi mér ekkert á óvart að enn og aftur sé verið að stilla upp í 4-2-3-1 kerfi með kuyt á hægri, gerrard í holunni, aurelio á miðjunni og benayoun á vinstri…vonast nú samt til að þetta sé eins og Babu stillir þessu upp…

 6. Er þetta eitthvað grín? Af hverju er Degen ekki í bakverði? Af hverju er Waterboy ekki inná? Af hverju er Torres ekki inná? Af hverju er Kuyt inná? Ég skil ekki Hr. Benitez svona dags daglega en í dag er ég alveg lost!

 7. Er með væntingar eins og venjulega en það kæmi mér ekkert rosalega á óvart að þetta yrði steingelt hjá okkur í kvöld með engann Torres.

 8. Ef við vinnum ekki í kvöld þá, svei mér þá þá veit ég ekki hvað ég geri!

  En er einhver fótur fyrir þessum fréttum af Ar-öpunum sem vilja kaupa LFC? Eða borgar sig kannski ekki að tala um þetta fyrr en þetta verður orðið að alvöru umræðum.

 9. Ég sæi líka alveg Aurelio spila stöðuna hans Lucas, sem er gott að því leytinu til að hann getur sent boltann sæmilega og ætti að spjara sig varnarlega líka. Einnig getur hann auðveldlega róterað sig framar og uppá vinstri vænginn.

  Þetta verður erfiður leikur, þetta Wigan lið á eftir að pakka í vörn.

 10. Af hverju halda menn að þetta sé 4-4-2 ?
  Er þetta ekki bara sama gamla kerfði nema að núna er Aurelio í staðinn fyrir Lucas og Gerrard fyrir aftan N’Gog.

  • En er einhver fótur fyrir þessum fréttum af Ar-öpunum sem vilja kaupa LFC? Eða borgar sig kannski ekki að tala um þetta fyrr en þetta verður orðið að alvöru umræðum.

  Hvað finnst þér reynslan hafa kent þér hvað þetta varðar? Ég var ekki einu sinni búinn að heyra af þessu fyrr en ég sé þetta hjá þér (fór þá á NewsNow).

  Af hverju halda menn að þetta sé 4-4-2 ? Er þetta ekki bara sama gamla kerfði nema að núna er Aurelio í staðinn fyrir Lucas og Gerrard fyrir aftan N’Gog.

  Vegna þess að Lucas dettur fullfrískur út og Aquilani er líka heill. Eins fannst mér Aurelio hræðilegur síðast þegar ég sá hann á miðjunni. En það er auðvitað ekkert útilokað eins og ég kom nú inná í upphafspóstinum.

 11. Tökum þetta!

  Annars vil ég minna á að ekki er svo langt síðan að í upphitun hér á þessari síðu var einmitt gert grín að Herra Brambe, sem svo endaði með að skora sigurmark gegn okkur ef ég man rétt (gæti þó verið misminni).

  Kooooooma svo!

 12. Það er alveg rétt hjá þér Hafliði, then again þá er gert grín af Bramle fyrir hvern leik 😉

 13. 4-0 og “liðið komið á skrið”. Kippt niður á jörðina í næsta leik.

 14. Eruð þið ekki að grínast í mér, Aquilani á bekknum ég trúi þessu bara varla… Torres er eitthvað tæpur fyrst hann er ekki inná það hlítur bara að vera…. Ok þetta er bara Rafa og það vona ég hans vegna að þetta vinnist, en mér líst ekki á þessa uppstilingu….

 15. Ef spánverjinn pattaralegi ætlar loksins að fara að spila 442 með 2 framherja og Gerrard á miðjunni er kannski von á því að eitthvað gott fari að gerast. Ég held að Kuyt standi sig sem annar striker.

 16. Ég get varla kvartað yfir þessu liði í upphafi leiks. Torres ekki klár í að byrja og Aquilani ekki heldur. Lucas fær langþráða hvíld og Gerrard og Benayoun eru sóknarhliðin af demantamiðjunni sem ég hef grátbeðið um undanfarið. Kuyt styður við Ngog frammi.

  Hljómar vel. Vonum að þeir fylgi því eftir með góðum sigri svo Rafa sannfærist um að hann geti notað fleiri en eina uppstillingu.

 17. Væri snilld að fá góðan link á Mac. Helst einhven sem hverfur ekki eftir 20sec vegna þess að það er svo svakalega mikið af fólki. “einmitt”

 18. liverpool soknarbolti ? mer bara hlynar um hjartarætur að horfa a þennan leik

 19. Takk Zúri, var að horfa á spænska stöð, en hún er hljóðlaus svo þetta er snilld(hvað þá ef maður hefði heyrt hljóðinn þegar við skoruðum, var það goooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooool)

 20. ég er búinn að vera að fylgjast með liverpool i þessum leik hvað hreyfingaleysið er svakalega litið, það vantar allar hreyfingar án bolta og svo vill égf sjá aftur i seinni hálfleik eins og við byrjuðum fyrrihálfleikinn smá kraft i okkur við erum á móti einhverju skitaliði og þeir eru meira með boltann hjá okkur þetta er alveg skelfilegt, torres inn fyrir kuyt vona ég snemma i síðarihálfleik þá eru við með 2 fljóta inná

 21. Viktor EB og fleiri

  Ef þið lendið í því að linkur frá ykkur komi ekki þá er þetta að lenda í spam síunni hjá okkur. Gætuð prufað að senda link laust comment hingað inn til að benda okkur á það.

  Ég fylgdist með þessu lengi framan af leik en greinilega ekki alveg nógu lengi

 22. Þrátt fyrir ágæta stöðu í hálfleik þá held ég að ákveðinn aðili nr. 9 í góðu formi væri búinn að hakka þessa slöppu wigan vörn í sig og staðan væri líklega 3-0… núna er bara að vona að það verði ekki allt sett í bakkgír líkt og venjan er þegar við komumst yfir og við klárum þetta á eðlilegu tempói…

 23. Mér finnst þetta of þunglamalegt samt eitthvað, það vantar einhvern léttleika og gleði í þetta. Útaf með Kuyt, Insua og Carra, inn með Torres, Aquilani og Degen!

 24. Tottenham er að vinna Man city 1-0 og Arsenal er að gera jafntefli á móti Burnley og Chelsea er að gera jafntefli á móti Porstmouth.

 25. Jæja, nú verður 2 markið að koma til þess að slátra þessu liði. Ef Liverpool liðið væri með smá sjálfstraust væri liðið búið að klára þennan leik í fyrri hálfleik með 3-4 mörkum. Vörn Wigan er skelfileg.

  Meðan munurinn er aðeins eitt mark þá geta ein mistök reynst ansi dýrkeypt auk þess sem tíminn líður eykst pressan á Liverpool og menn með viðkvæmt sjálfstraust gætu klikkað í lokin.

 26. Sælir félagar

  Þessi leikur er galopinn. Færslan á liðiðu mjög hæg framávið en hröð til baka. Hversvegna í andskotanum geta þessir menn ekki skorað fleiri en eitt mark. Af hverju í djö… er Dirk Kuyt inná vellinum. Ég held að skjaldbaka færi fram úr honum. Og ítalska postulínið á tréhillunni svo það brotni nú ekki og Torres eeki með enn sem komið er. ‘otrúlega varnarsinnuð uppstilling í leik sem verður að vinnast.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 27. Er verið að gera grín? Lucas inná en ekki Aquilani? Nú er mér öllum lokið, burt með feita barþjóninn!

 28. Jæja…handbremsan sett á…spurning hvort þetta gangi upp í þetta skiptið…

 29. jæja nú er ég alveg mátt hvað er þessi þjálfari að pæla núna Lucas alveg klassi hvað er með þetta fifl taktu kuyt útaf fyrir Torres og setjum annað mark ekki að reyna að halda markinu

  Djöfull hata ég þennan þjálfara

 30. hann tekur pottþétt Ngog útaf

  þetta er alveg meira fiflið hvað er gaurinn að pæla

 31. Wigan ekki verra liðið á vellinum. Núna er Benitez með Carra, Agger, Skrtel, Insua, Masch, Lucas og Kuyt inná vellinum, allt varnarmenn. Bara Gerrard, Torres og Benayoun sem rata um handan miðlínu. Talandi um að vera með kúkinn í buxunum á heimavelli á móti STÓRLIÐI WIGAN!

 32. Láttu ekki svona, meina Wigan er bara næstum búnað skora tvö mörk á síðustu tveim mínútum…
  Líka gaman þegar 1/3(Gerrard) af þeim sem virðast vera að sækja er með áhuga á við meðal gullfisk í samstæðuspili…

 33. Einhver sammála um að Mascherano hefði átt af fá rautt spjald án tafar!!! Glórulaus tækling hjá honum. Fíla hann sem leikmann en þetta var stórhættuleg tækling. Vill sjá leikbann á hann, ótrúlegt að sjá þetta í íþróttum fullorðinna manna.

 34. þetta gæti verið ljótasta mark sem ég hef séð…en mér er eiginlega alveg sama 🙂

 35. Er ekki allt í lagi með menn? Að missa sig yfir neikvæðninni þegar liðið er loksins að vinna leik? Og hvað með að Mascherano hafi átt að fá rautt spjald? Þetta var klárt gult en aldrei meira, varla einhver árás á leikmanninn.

  Slakiði aðeins á. Liðið er að vinna, njótum þess. Það gerist ekki oft. 😉

  • Einhver sammála um að Mascherano hefði átt af fá rautt spjald án tafar!!! Glórulaus tækling hjá honum. Fíla hann sem leikmann en þetta var stórhættuleg tækling. Vill sjá leikbann á hann, ótrúlegt að sjá þetta í íþróttum fullorðinna manna.

  Ertu ekki að horfa á leikinn sem er í beinni núna?

 36. Af hverju er kínverski lýsirinn sem er að lýsa leiknum mínum alltaf að segja Luis Saha? Af hverju???

  Ég er að verða sturlaður af forvitni. Hann er búinn að segja Luis Saha oftar en Torres, Gerrard og Carragher til samans í þessum leik.

  Er Luis Saha á leiðinni til okkar? Er hann á leiðinni í Wigan? Dó hann? Hvað með Luis Saha?

 37. djöfull var þetta ekki rautt á macca en mér finnst hann vera einni gaurinn i Liverpool liðinu sem er að hlaupa og hann stoppar allar sóknir mér finnst hinnir ekki vera nógu öfleigir i dag og finnst að Gerrard þurfi að fara að koma sér i gang

 38. Jæja 2-1 Búið spil, ef ekki væri fyrir Torres hefði þessi endað 1-1 svo mikið er víst.

 39. Jákvætt = 3 stig og mörkin hjá N’Gog og Torres.
  Neikvætt = allt annað við þennan leik!

 40. Þetta spilaðist eins og maður átti von á. Það mátti búast við ströggl sigri í þetta skipti enda var leikur liðsins einkennandi fyrir gott lið sem leikur án sjálfstraust. Í stöðunni 1-0 þorði engin að taka af skarið og panic bottom var á allt fram að seinna markinu þegar Torres refsaði Wigan illilega fyrir mistök. Hef það á tilfinningunni ef hann hefði byrjað leikinn þá hefði þessi leikur endað með stærri sigri.

  Kærkomin 3 stig og það eitt skiptir máli. Sjálfstraustið eyksti dálítið og nú er bæra að byggja ofan á það og vinna næsta leik…..eitt skref í rétta átt.

 41. Furðulegar umræður hérna á köflum og neikvæðnin algjör.

  Varla að maður nenni að lesa kommentin hérna eftir sigurleiki, hvað þá tapleiki.

  Lolli: Ef ekki væri fyrir N’gog þá hefði þetta líka verið 1-1, er það ekki?

 42. góður sigur loksins,maður leiksins klárlega mascerano og þetta leikerfi hentar honum svo vel því að hann stöðvaði fult af sóknum. N’gog var góður og virðist vaxa með hvejum leiknum og kuyt fanst mér fínn óheppinn að skora ekki svo komu Torres , Aquilani og með fína innkomu en talandi um gerrard hann spilaði kanski ekki sinn besta leik en getur ekki altaf verið súpermann hann er að stíga uppúr meiðslum og auðvitað mjög svekktur útaf gengi Liverpool en hann dreifði spilinnu vel og hann á eftir að koma aftur sterkur inn eftir jól.

Ömurlegtheit

Liverpool – Wigan 2-1