Wigan á morgun

Svei mér þá ef maður er bara ekki nokkuð sáttur að fá strax annan leik eftir ferlegan endi á fínni byrjun síðastliðinn sunnudag.

Semsagt, á morgun mæta Wigan Athletic til leiks á Anfield Road í Liverpool, en þar hefur heimaliðið ekki unnið leik síðan 25.október þegar ofursmálið var lagt að velli 2-0.

Stundum er það besta sem lið lendir í er að fá leik snemma eftir slæm úrslit, stundum það versta. Óháð því skulum við byrja á að rýna í liðskipan okkar manna á morgun. Ég hef talað um það hér nú nýlega að ég tel Rafa hafa áttað sig á því að “goodwill” aðdáenda gagnvart honum er í sögulegu lágmarki og því held ég að hann muni lítið rótera.

Þó virðast menn vera tæpir, allavega félagarnir Glen Johnson og Masch, en ég hef trú á að þeir verði báðir “patchaðir upp” annað kvöld.

Liðskipan

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Aurelio

Mascherano – Aquilani
Kuyt – Gerrard – Benayoun

Torres

Ég held semsagt að Rafa láti Ítalann byrja, enn útaf því að hann þarf að fá menn með sér, ekki bara áhorfendur heldur líka leikmenn! Vel gæti verið að Insua fari í bakvörðinn og Aurelio á kantinn, en ég tippa á þetta lið.

Ef Johnson verður meiddur spilar Degen, ef ekki Masch þá Lucas.

Frá tapleiknum við Arsenal hafa mörg orð fallið, Rafa segist viss um að liðið muni rétta úr kútnum og lagði það verkefni í hendur leikmanna að þeir verði að átta sig á því að þeir þurfi að fara að sýna frammistöðu sem hæfir Liverpool. Sammála honum um það! Fyrirliðinn okkar þegir en Carra karlinn er sá sem nú er staddur með sverð og skjöld á lofti, síðast í dag þegar hann biður fólk um að dæma liðið í maí en hafði reyndar áður bent á að hann biðji fyrir árangri í vor eftir það sem liðið “hefur gengið í gegnum”. Einhvern veginn finnst mér þetta skrýtið orðalag og þögn fyrirliðans sérkennileg. Kannski er það samt bara ég með áhyggjur af slæmu baklandi…

En það er auðvitað ljóst að á morgun er það skýr krafa að við tökum þrjú stig gegn “upp og niður” liði Wigan Athletic. Liðinu er stjórnað af Spánverjanum Martinez sem virðist vera afar vel við Rafa karlinn og er handviss um að LFC nái hæðum í vor. Þeir útborgarar Manchester skora töluvert af mörkum, en leka þeim líka og því er viðbúið að um markaleik verði að ræða. Liðið býr yfir töluverðri reynslu í mönnum eins og Bramble, Boyce, Scharner, N’Zogbia og auðvitað meiðslaverjunni Kirkland, en þó verður örugglega skemmtilegasti leikmaður þeirra ólíkindatólið Hugo Rodalega, kólumbískur framherji sem hefur skorað sex mörk í sextán leikjum í vetur. Var reyndar skúrkur þeirra í síðasta leik þegar hann klúðraði víti í uppbótartíma sem hefði skilað þeim þremur stigum gegn Stoke.

Ég held að möguleikarnir á útkomu morgundagsins séu tveir.

Annað hvort mætir Liverpool albrjálað til leiks, rekur Wigan til baka og sýnir vígtennurnar frá byrjun og síðan allan leikinn. Auðvitað eigum við að vera töluvert sterkari og ef að menn fara á fullt á það auðvitað að verða útkoman, og þar með öruggur sigur, t.d. 3-0 eða 4-1. Gerrard, Torres og Aquilani nái saman og láti okkur brosa hringinn. Þá eignumst við aftur von að liðið sé á réttri leið og framundan sé bjartari tíð.

Eða að vandi LFC er ennþá töluverður og við höktum af stað í byrjun, jafnvel þó við skorum og verðum inni í skelinni, skreiðumst til að vinna 2-1 eða lendum í enn einu jafnteflinu, 2-2.

Í dag veit ég ekki hvort mér finnst líklegra, en einhvernveginn held ég að við vitum meira um liðið okkar eftir morgundaginn… Ég ætla því að fara í búninginn minn, sannfæra mig um fyrri kostinn, hlusta á You’ll never walk alone á fullum styrk og senda alla mína strauma til borgarinnar við Merseyána, þannig að ég geti sagst hafa gert mitt.

Svo við skulum segja 4-1, Torres 2, Gerrard og Benayoun með mörkin…

KOMA SVO!

44 Comments

 1. Ég vil ekki sjá Kuyt í byrjunarliðinu á morgun enda finnst mér hann ekki henta í þennann leik og vonast ég til þess að Babel verði orðinn heill og fái að spila heilann leik á morgun eða jafnvel Dossena á vinstri og Johnson á hægri kantinum og Degen í bakverðinum.

  Ég vona svo innilega að við slátrum þessum leik og leikmennirnir fái smá sjálfstraust en ég óttast jafntefli í enn einum leiðinlegum leik á morgun.

 2. 1-3 fyrir wigan…mín trú á liverpool er akkurat eingin og meiga þakka fyrir að falla ekki annars held ég að þeir hefðu gott af því.

 3. Ásmundur Kuyt var minn maður leiksins á móti Arsenal allavega í fyrri hálfleik og finnst hann vera betri kostur en Pacheco og Babel. En þessi leikur VERÐUR að vinnast, jafntefli eða tap mun líklega verða til brottreksts Rafa. Ég ætla verða bjartsýnn og segja 2-0 skorum 1 á fyrsta korterinu og síðan 1 á síðasta korterinu. Torres með bæði.

 4. Ég vil sjá Liverpool ná tveggja marka forystu. Það hefur ekki gerst fááááránlega lengi.

  Ef við náum því, þá gæti ég vel séð okkur rústa þessu. En ég get svo sem alveg líka séð fyrir mér sama ströggl og síðustu vikur. En það er skemmtilegra að vera bjarstýnn en svartsýnn.

 5. Það ætti að vera formsatriði að klára Wigan heima, jafntefli þýðir 2 töpuð stig, og tap þýðir að hlutirnir geta enn versnað, þó ótrúlegt megi virðast.

 6. Nú er komið að þeim tímapunkti þar sem við verðum bara hreinlega að vinna næsta leik og ég held að við komum til með að gera það. Persónulega er ég ekki á því að hafa Kuyt í byrjunarliðinu, hef sagt það aður að hann á að vera á æfingasvæðinu að læra að taka á móti bolta án þess að missa hann sífelt of langt frá sér. Ég vill sjá Aquilani í byrjunarliðinu og ég vill sjá Liverpool spila fanta góðan bolta vinna sanfærandi sigur 3 – 0, hverjir skora skiptir ekki máli, það sem skiptir máli er að liðið finni taktin og að leikmenn öðlist sjálfstraust og sjái að það er hægt að gera það sem til þarf upp á framhaldið að gera…

 7. Mér finnst Kuyt vera frábær á erfiðum útivelli og á móti þessum sterkustu liðum en á móti þessum liðum sm við ”eigum” að vinna þá finnst mér koma of lítið frá honum og þar vil ég fá meiri hraða frá köntunum og hraði er ekki beint sterkasta hliðin hans Kuyt.
  Og sérstaklega á ALLS ekki að spila Kuyt einum frammi enda sást það um daginn að þegar hann fór útaf á 63 mín þá hafði hann ekki átt EITT skot hvorki á markið né framhjá markinu og svo kom Pascheco inná og hann náði þrususkoti innan við 3 mín eftir að hann kom inná völlinn.

 8. Spái því að liðið komi sterkt til baka eftir óþægileg úrslit undanfarið, við vinnum með 2-3 mörkum.

 9. Hvað er fólk að tala um að tímabilið verði að byrja á morgun!!! sjitt hvað er lagnt síðan það átti að byrja og þessi setning orðin svoldið þreitt!!!

  En mikið er ég sammála EÖ #7 að það er akkurat sem manni vantar núna er að liðið taki sig saman í fésinu og nái 2marka forustu á fyrstu 25 mín…. og glæða hjörtu okkar svartsýnu hér inná kop!!

  3-1 fyrir auðvitað LFC torres með 3….. og ekkert bull!!!

 10. Mikilvægast á morgun verður að komast yfir og helst að ná öðru markinu. Það yrði skelfilegt að lenda 1-0 undir uppá sjálfstraustið og pressuna að gera. Ef liðið kemst í 2-0 hef ég trú á að það komi fleiri mörk í kjölfarið.

  Það má heldur ekki gleyma því að Liverpool hefur á síðustu leiktíðum átt í erfiðleikum með Wigan. Í fyrra fór Liverpool með eftirminnanlegan heimasigur 3-2 (1-2 undir 10 mín og manni fleiri) og síðari leikurinn fór 1-1 í hundleiðinlegum leik. Á leiktíðnni þar á undan vann Liverpool 0-1 útisigur en gerði síðan jafntefli við Wigan í seinni leiknum á heimavelli 1-1. Gott ef það var ekki sjálfur Titus Bramble sem skoraði í þeim leik.

  Ég hallast að heimasigri á morgun og allt annað en sigur yrðu gífurleg vonbrigði. Maður hélt að sigurinn gegn Utd. myndi vera það sem þyrfti til að sparka liðinu í gang, svo var ekki. Svo komu fleiri leikir í kjölfarið og liðið hökktir enn. Það er alveg ljóst að liðið má ekki við því að hökkta mikið lengur og jólavertíðin gæti átt eftir að reynast dýrkeypt þegar uppi verður staðið. Leikurinn á morgun er því gríðarlega mikilvægur að missa önnur lið ekki lengra framúr sér.

 11. Við eigum að öllu eðlilegu að vinna Wigan. En þar sem fátt bendir til þess að allt sé eðlilegt, þá er ég ekki mjög bjartsýnn á þennan leik. Hvað munu menn segja ef niðurstaðan verður jafntefli eða tap, sérstaklega ef spilamennskan verður svipuð og hún hefur verið uppá síðkastið? Það verður forvitnilegt ef svo fer. Auðvitað vonast maður samt eftir sigri, en ég hef ekki mjög góða tilfinningu fyrir þessu.

 12. Ásmundur (#4) sagði:

  Ég vil ekki sjá Kuyt í byrjunarliðinu á morgun enda finnst mér hann ekki henta í þennann leik

  Kuyt skoraði tvö mörk í sama leik í fyrra í 3-2 sigri okkar á Wigan á Anfield. Hann skoraði í síðasta leik liðsins um helgina og hefur, þrátt fyrir að vera daprari en venjulega í vetur, skorað fimm mörk og lagt upp tvö í 15 deildarleikjum í vetur. Af hægri kantinum. Og það köllum við lélegt tímabil hjá honum.

  Hvernig væri að menn byggðu skoðanir sínar á tölfræði svona til tilbreytingar? Mér er farið að þykja þreytt þegar menn tjá sig byggt eingöngu á tilfinningum í garð leikmanna eða þjálfara í stað þess sem tölfræðin sýnir klárlega.

  Annars, góð upphitun Maggi og ég er eiginlega sammála þér með byrjunarliðið. Kannski róterar Rafa örlítið og leyfir t.d. Insúa, Degen og Aquilani að byrja en annars myndi ég gera ráð fyrir sama liði og gegn Arsenal. Vona einnig að þetta verði sigurleikur en það er ómögulegt að segja með bæði okkur og Wigan þessa dagana hvaða lið mætir til leiks. Ef 9-1 taplið Wigan frá því gegn Tottenham um daginn mætir til leiks verður þetta skotæfing hjá okkar mönnum en ef góða Wigan-liðið mætir (það sem t.d. vann Chelsea í október) gætum við lent í verulegum vandræðum.

  Mín spá: 2-0 og Káturinn með bæði. Byggt á tölfræði og því að Wigan-liðið er ekki með framherja á við þann sem skoraði bæði mörkin gegn okkur í fyrra, Zaki. 😉

 13. Lýst vel á þetta sem “#4 Ásmundur” sagði… væri skemmtilegt að prófa að setja Kuyt á bekkinn einu sinni og spila bæði Johnson og Degen. Er samt ekkert spenntur fyrir Babel, né Dossena í stað Aurelio… Annars er ég bara sáttur við það ef Insúa er ekki inná…

 14. Ég verð að taka undir með þeim sem segja hér að Pacheco eigi að fá að vera á bekknum eftir flotta innkomu síðast, ef staðan verður góð eftir 65 mín þá er tilvalið að hleypa þessum framtíðar snilla inná og hvíla gullöndina okkar.

 15. Ég vona að Torres taki 2 eða fleiri, og setji þar með met í að vera langfljótastur Liverpool manna til að skora 50 mörk fyrir klúbbinn. Metið er núna 50 mörk í 80 leikjum, en Torres er með 48 í 69 minnir mig.

  Liverpool vinnur þennan leik sannfærandi, það kemur ekkert annað til greina.

 16. Jafntefli/Tap = Wigan bakkar, skyndisóknir og hugmyndasnauða liðið okkar finnur enga leið til að komast í færi til að skora.
  En að sjálfsögðu vonast ég eftir sigri

 17. Ég væri til í að skipta Benitez út fyrir einn þjálfara og það væri Alfreð Gíslason. 1. ef hann hefði stjórna íslenska landsliðinu á Olympíuleiknunum þá hefðum við unnið það mót. 2. Hann er fæddur sigurvegari.

  Ef þið samþykkið hann ekki út af því að hann er handboltaþjálfari(þeir hita alltaf upp í fótbolta þessir handboltamenn), þá samþykki ég enga þjálfarabreytingu nema Benitez deyji eða hættir sjálfur.

  Niðurstaða :
  Benitez verður áfram.

 18. Sælir allir hvernig væri nú að fara að hætta þessu leikkerfi sem allir eru búnir að sjá í gegnum og breyta um miðju lucas og jm hafa ekki skorað mark í ár ef lið á að eiga séns verða að koma mörk frá miðjunni fyrir mér er alltaf verið að spila 4-5-1 og þrátt fyrir að torres sé frábær finnst mér hann oft einn á móti fjórum.Svo er það rafa sem gerir ekkert af því að taka menn í gegn fyrir lélega frammistöðu t.d. gerrard á móti arsenal ekki bara hvað hann var slappur líka ömurlegt hugarfar sem fyrirliði sívælandi og hættir oft of flótt ég væri til að sjá rafa setja hann á tréverkið á móti wigan svona spilar þú ekki og heldur sæti þínu. þetta á við um carra líka bara til að láta menn vita að þeir eru ekki í áskrit.

 19. Sælir félagar.

  Þögn fyrirliðans er æpandi og annaðhvort er hann í viðvarandi fýlu útí ??? eða hann hefur ekkert að segja, hefur ekkert að gefa. Hvort sem það er, er það slæmt.

  Hvað leikinn í kvöld varðar þá er ekkert annað en sigur sem liðið og Rafa geta boðið uppá. Benitez verður að fara að gleðja áhangendur liðsins og verður að gera svo vel að stilla upp til sóknar og byggja á hugmyndinni að skora mörk, fá á sig einmhver mörk en skora bara fleiri en andstæðingurinn.

  Rafa verður að sjá um það að liðið spili allan leikinn. Færslan á liðinu verði þannig að þegar liðið sækir séu fleiri en enginn í teignum og menn nenni að hlaupa og spila í tvisvar 45 mín. á fullu. Það þýðir ekki að bjóða uppá annað í þeim leikjum sem eftir eru. Það er að menn fari að vinna þá vinnu sem þeim er borgað (og það ekkert smávegis) fyrir.

  Fari stjórinn og liðið í þennan fasa þá vinnst leikurinn með þriggja til fjögurra marka mun annars verður þetta ströggl og vesen, og leikurinn getur jafnt tapast/unnist/jafnteflst. Þá verður enginn ein niðurstaða líklegri en önnur.

  Því vil ég fá bullandi sóknarbolta þar sem skoruð verða mörk og þá spái ég 3 til 5 á móti einu. Ef ekki þá hætti ég að horfa á leikinn eftir 10 mín til korter og fer að skrifa jólakort sem er meira gefandi en horfa á liðið sitt spila eins og það gerði í síðari hálfleik á móti Arse.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 20. það er ekkert minna.. þegar að lítið gengur hjá félaginu, og menn geta ekki alltaf haft þetta einsog þeir vilja þá hóta menn bara hætta að horfa á liðið og fara skrifa jólakort? ég á nú bara ekki til eitt einasta aukatekið orð….
  En ég mun aldrei hætta að horfa á Liverpool spila fótbolta, sama hvort þeir séu frábærir eða alveg grútlélegir!!

  You’ll Never Walk Alone

 21. 100 leikur Torres, hátíð og stemming út af 50 árum frá Shanks kallinum.
  Aguilani verður í byrjunarliði og ég finn stemminguna alla leið á klakann, 4-0, sýning og við stimplum okkur inn í baráttuna um 4 sætið og þær dollur sem í boði eru með stjörnuleik.

 22. Sammála þér Davíð, þetta verður stjörnuleikur af okkar hálfu og ég trúi því að við fáum að sjá það Liverpool lið sem við best þekkjum… Aquilani verður vinandi í með frá byrjun og Kuyt á bekknum… hef trú á að það verði markaveisla í kvöld… ÁFRAM LIVERPOOL…!!!

 23. alveg magnað að eftir þetta mark hjá kuyt á sunnudaginn þá skríða kuyt fans uppúr holunum sínum og fara að réttlæta val hans í byrjunarliðið !!!!!!!!!!! maðurinn er búinn að vera byrði á liðinu í vetur og hefur ekkert að gera með þetta byrjunarliðssæti sem hann virðist eiga fyrir víst hjá punglausum þjálfara !!!!!!!!! ÞOLI EKKI KUYT HANN ÁTTI AÐ VERA UPPI Á 7 ÁRATUGNUM AÐ SPILA FÓTBOLTA Þ.E.A.S

 24. Mikið langar mig að sjá 4-4-2 kerfið í kveld. Gerrard og mash/aquilani á miðjunni og Torres frammi með einhverjum þokkalegum.

 25. Grellir

  Þú hefir ef til vill þær sjálfspindingartilhneigingar að vilja horfa á liðið niðurlægja sig á vellinum. Þú um það, ég geri ekki athugasemdir við það.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 26. Það sem verður, einfaldlega verður – að eiga sér stað í kvöld er frammistaða þar sem við vinnum örugglega og spilum vel. Það er ekkert lengur sem heitir að fá stigin sama hvenrig við spilum, það virkar ekki, sbr viðbrögðin eftir Everton & Utd sigrana (ofl).

  Þessir leikmenn verða að hætta að láta eins og litlir krakkar, sjálfstraustið ekki nógu gott bla bla bla – farið þá á sjálfsstyrkingarnámskeið ef egóið er ekki sterkara en þetta. Þið klæðist Liverpool treyjunni og skulið fara að spila eins og þið eigið það skilið. Þetta á við alla leikmenn Liverpool – ekki síst hinn þögla Gerrard.

  Er ég að miskilja hlutverk fyrirliðans, eða eru það ekki sterkir menn sem eiga að stíga upp á erfiðum tímum ? Það reyndar á við fleiri en Gerrard, menn verða bara að hætta þessari sjálfsvorkun og fara að gera eitthvað af viti. Þvílíkar postulínsdúkkulísur sem eru í þessu liði….

  3-o sigur hjá okkar mönnum, Torres verður sá sem er leitað til og sá eini sem svarar kallinu, aðrir verða klappandi á bakið á hvorum öðrum og biðjandi með Carra til guðs um betra gengi – það er jú rétta leiðin til að rétta úr kútnum, leita til æðri máttarvalda – Torres.

 27. KUYT úr liðinu og það strax.

  Menn eru á með og á móti þessum leikmanni. Sumir segja að hann sé drasl, aðrir að hann sé góður fyrir liðinu og segja að skoða verði tölfræðina hjá honum – 5 mörk og 2 stoðsendingar í 15 deildum í vetur. Allt er það gott og blessað.

  EN HVAR ER TÖLFRÆÐIN um hvað hann hefur tapað mörgum boltum eftir einfaldar sendingar – hvað hefur hann klúðrað mörgum skyndisóknum með sendingum alltaf til baka og með sínum skjaldbökuhraða. Hvergi er minnst á þetta. Einu tilfellin sem hann hefur náð að skora og gefa stoðsendingar er eftir eitthvað klafs inn í teig, ekkert eftir uppbyggilegt og gott samspil.

  ÚT með manninn og það strax.

  kv,
  Jolli

 28. JolliLFC (#36) – tölfræðin yfir mörk skoruð og stoðsendingar hjá Kuyt af hægri kantinum tala sínu máli. Það er einfaldlega enginn vængmaður, eftir að Ronaldo fór frá Englandi, sem skorar jafn mikið af kantinum og Kuyt.

  Hin tölfræðin sem þú vísar í með tapaða bolta og slíkt skiptir ekki öllu máli. Það er sennilega best að mæla áhrif hans á liðið (eða áhrif eins leikmanns almennt) með því að skoða hvernig liðinu gengur með hann í liðinu og svo án hans. Mig minnir t.d. að ég hafi einhvern tímann séð að liðið hali inn fleiri stig að meðaltali þegar Gerrard er fjarverandi en með hann í liðinu, og svo minnir mig að ég hafi séð hið gagnstæða með Kuyt. Ég skal setja þá tölfræði hérna inn ef ég finn hana.

 29. Þó að Kuyt hafi skorað 5 mörk og lagt upp 2 mörk í deildinni, þá er Kuyt ekki búinn að vera góður á þessu seasoni. Segja að það sé góð tölfræði fyrir kantara, ok en hann hann hefur verið að detta í centerinn stundum þegar Torres var meiddur og þar er hann steingeldur, einn á toppnum.
  Tölfræði er af hinu góða en tölfræði segir ekki alltaf alla söguna.
  Ég hef séð flest leiki Liverpool á þessu tímabili og overall er Kuyt búinn að vera lélegur. Það er hægt að týna margt til eins og er talið er upp í fyrri póstum. Takmarkaður knattspyrnumaður, einfalt!
  Hann var líka arfaslakur fyrir áramót í fyrra. Benitez er bara svona hrifinn af honum að hann tímir ekki að taka hann útúr liðinu þrátt fyrir stöðuga og grautlélega spilamennsku. Maður verður bara að vona að þeir báðir fari að girða sig í brók. En helst af öllu myndi vilja fá alvöru hægri kantara. Kuyt er fínn varamaður til að henda inná af og til. Á ekki heima í byrjunarliði Liverpool.

  Plís Aquilani í byrjunarliðið!

 30. Kristján Atli: Það er ekkert hægt að byggja mat manna á leikmanni á tölfræði einni saman en heldur ekki tölfræði einni saman. Þegar þú ert að fjalla um kantmann þá hlýtur að skipta máli hversu mörgum krossum hann kemur á kollinn á félögum sínum, er það ekki? Vissulega hægt að skoða það með tölfræði. Síðan má líka vel vera að Kuyt sé með blekkjandi tölfræði þegar kemur að heppnuðum sendingum, hann sendir ansi oft til baka í stað þess að taka varnarmann á eða reynir að krossa boltann. Ég þarf líka ekkert að sjá neina tölfræði eins og gegn Fiorentina til að vita að hann var grútlélegur í þeim leik. Vandamálið með Kuyt vita allir. Hann getur ekki tekið menn á, getur ekki krossað boltann, getur ekki tekið á móti honum undir pressu og svo getur hann varla gefið góðar sendingar. Kostirnir eru hins vegar óþrjótandi dugnaður, marksækni, kraftur og jafnvel staðsetningar. Þess vegna á hann ekkert að spila við slöku liðin þar sem þarf vídd og krossa.

  En við vinnum örugglega í kvöld og við fáum gott skap fram á helgi allavega og róum okkur niður á rekum Rafa umræðunni…

  http://www.knattspyrna.bloggar.is

 31. Yrði nokkuð ánægður með þessa uppstillingu, nema ég tek undir með #40. Kuyt á ekki að vera á kantinum, hann á að vera inni í boxinu. Hann er fínn leikmaður og valuable fyrir Liverpool, en ekki á kantinum. Það getur vel verið að tölfræðiforrit Rafa birti honum flotta súlur og kökurit þegar hann lemur Kuyt á lyklaborðið en…þá er hann ekki að nota forsendur eins og: Creativity, sendingargetu þegar sendingar eru lengri en 5 metrar, fyrirgjafir, taka menn á, gefa boltann framá við, hraða o.sfrv.

  Tökum þetta svo í kvöld! 3-1!

 32. Gott að sjá Kristján verja Kuyt sem að mínu mati fær ekki sanngjarna gagnrýni oft á tíðum. Það er ágætt að sjá að ég get enn verið sammála síðuhöldurum einhversstaðar…lol.

  Annars er ég voðalega lítið spenntur fyrir þessu í kvöld. Ég er farinn að finna sömu þreytuna og ég fann fyrir leiki á GH tímabilinu. Ég vil auðvitað sjá liðið vinna en veit að ef við töpum eða gerum jafntefli verð ég fljótur að taka pollýönuna og hugsa að tími RB renni brátt út.

 33. ég ætla að spá 1-1 jafntefli og telst ég bjartsýnn miðað við spilamennskuna undanfarið 😀 vonum það besta…. 😀

Að reka þjálfarann / stjórann…

Ömurlegtheit