Liverpool 1 – Arsenal 2

Chelsea, Man City, Everton og einhver haugur af öðrum liðum gerðu jafntefli í deildinni í gær. Man Utd og Tottenham töpuðu óvænt á heimavelli. Okkar menn mættu í kjölfarið, í dag, vængbrotnu Arsenal-liði á Anfield og höfðu frábært tækifæri til að laga stöðu sína gagnvart flestum toppliðunum í dag. Arsenal-liðið hafði tapað á útivelli í vetur gegn Man Utd og Man City og verið gjörsigrað af Chelsea á heimavelli, og nú vantaði þá meira og minna alla framherjana sína. Það var alveg ljóst að Liverpool var að fara að vinna þennan leik, koma þessu tímabili aftur í fluggírinn og leggja þessari krísu endanlega að baki sér. Ljúka kaflanum sem kostaði okkur Meistaradeildina og titilbaráttuna.

En nei. Bara … nei. Engan veginn. Alls ekki. Þetta gat ekki verið svo auðvelt.

Rafa stillti upp meira eða minna sínu sterkasta liði í dag. Aquilani var ekki alveg fær í að byrja leikinn svo að Lucas var inni, og okkur vantaði kannski Babel í stað Dossena á bekkinn og þá hefðum við getað kallað þetta okkar sterkasta 18-manna hóp og sterkasta byrjunarlið. Eins og áður sagði var Arsenal-liðið vængbrotið og einstaklega smávaxið. Varla gátu þeir farið að valda okkur erfiðleikum í fyrirgjöfum? Er það hægt?

Fyrri hálfleikurinn var eign okkar manna. Við vorum betri, sterkari, grimmari og áttum að vera meira en 1-0 yfir í hléi. **Kuyt** skoraði úr frákasti eftir klúðurslega kýlingu Almunia frá markinu á 42. mínútu en þar áður höfðu Torres og Gerrard klúðrað úrvalsfærum til að koma okkur yfir. Það var hins vegar ekkert sem benti til þess eftir 45 mínútur að Arsenal-liðið gæti skorað mark í þessum leik.

Þess vegna var það svo týpískt að þeir skyldu vera komnir 2-1 yfir eftir kortér af seinni hálfleiknum. Fyrra markið kom þegar þeir sluppu upp hægra megin, gáfu fyrir og þótt Carragher og Johnson væru nánast einir um boltann á markteignum endaði hann í marki okkar manna. Carra reyndi að opna líkamann og hreinsa frá en hitti boltann ekki svo hann hrökk í **Johnson** og í nærhornið. Sjálfsmark. Týpískt. Guðirnir hata okkur.

Fimm mínútum síðar kom sigurmarkið. Aftur kom boltinn fyrir frá hægri væng Arsenal og aftur, þrátt fyrir að vera að spila gegn dvergvöxnu liði, réðum við ekki við fyrirgjöfina. Aftur var það Johnson sem átti sök en hann kláraði ekki að hreinsa frá við vítateigshornið svo að **Arshavin** stakk sér til hliðar við hann með boltann og klíndi honum svo í stöngina og inn efst í markhorninu nær.

Þar með lauk sóknartilburðum Arsenal í þessum leik. Sjálfsmark og stórbrotið einstaklingsmark manns sem hreinlega getur ekki klúðrað skoti á Anfield.

Okkar menn höfðu þó 35 mínútur til að rétta sinn hlut í þessum leik, leik sem þeir höfðu yfirburði í, en þess í stað bara fjaraði leikurinn út í einhverri örvæntingu okkar manna sem virtust gera allt rangt. Gerrard datt í að reyna að fiska aukaspyrnur við hvert tækifæri, Johnson og Aurelio týndust algjörlega og Benayoun hlýtur að hafa farið í sturtu í hálfleik því hann gerði ekkert eftir hlé. Lucas, sem hafði stjórnað miðjunni með Mascherano í fyrri hálfleik, hvarf um leið og Mascherano fór út af meiddur og til að bæta olíu á eldinn fékk Aquilani hálftímann til að hleypa lífi í spilamennsku okkar manna en horfði nær allan þann hálftíma á boltann sigla yfir höfuðið á sér.

Það er sama hvað hann er góður miðjumaður, hvort hann heitir Aquilani eða Alonso, það er engin leið að ætlast til að viðkomandi breyti leiknum ef hann fær aldrei boltann. Öll fimm árin sem Alonso var hjá okkur sáum við hann reglulega lenda í þessu, reyna að hafa áhrif á leikinn en gera lítið annað en horfa á Carra og co. dæla boltanum heilalaust fram á fremstu menn okkar í einhverri veikri von um að eitthvað myndi falla með okkur. Ef þú ert miðvörður hjá Liverpool og sérð Aquilani koma inná sem varamaður áttu að hafa vit á því að hætta þessum kýlingum og reyna frekar að mata hann á boltanum í fætur svo hann geti tekið að sér að finna glufur á vörn andstæðinganna.

Við borguðum ekki 17m punda fyrir Aquilani af því að Johnson, Carragher, Agger og Aurelio eru betri sendingarmenn. Þeir eiga að skammast sín fyrir að hafa ekki meiri yfirvegun í dag.

Þessi leikur, tekinn einn og sér, réðist að mínu mati á tvennu: Mascherano, sem var að éta miðju Arsenal í fyrri hálfleik, meiddist í fáránlegri tæklingu Denilson á honum og varð fljótlega í seinni hálfleik að fara út af. Fyrir vikið hleyptum við Fabregas og co. inn í leikinn og misstum tökin á miðjunni. Hitt atriðið sem skipti sköpum er að Arsenal-liðið sem mætti út á völl í seinni hálfleik var miklu öflugra og ákveðnara en það sem spilaði fyrri hálfleikinn. Wenger virðist hafa tekið hárþurrkuna á sína menn í hálfleik og það dugði. Hann náði að snúa gangi leiksins sér í hag, á meðan Benítez missti góða stöðu sér úr greipum.

Þannig var þessi leikur, einn og sér. Hrikalega svekkjandi, ótrúlega ósanngjarn en um leið verðskuldaður því Arsenal-menn héldu haus og gerðu það sem þurfti, okkar menn ekki.

Sé þessi leikur hins vegar tekinn fyrir sem hluti af heild og skoðaður í samhengi við tímabilið í heild sinni hingað til birtist öllu svartari mynd þar sem sífellt verður erfiðara að afsaka stjórann eða leikmenn og kenna meiðslum eða óheppni um. Taflan lýgur ekki og við erum einfaldlega með sjöunda besta liðið í þessari Úrvalsdeild í dag. En það er svo sem efni í fleiri pistla og umræður, ég hef ekki geð í mér til að fara út í þá sálma í dag.

Næsti leikur er á miðvikudag gegn Wigan á Anfield í deildinni, og ég sver það að ef ég sé einhvern leikmanninn eða þjálfarann reyna að peppa móralinn upp fyrir þann leik eða segja að tímabilið hefjist hérna veit ég ekki hvað ég geri.

YNWA.

95 Comments

 1. Ég hef bara eitt að segja, það er eitthvað að hjá okkar ástkæra liði…eitthvað mikið að.

 2. Jæja félagar, þá er þetta búið. Þetta er dagurinn sem ég missti endanlega trú á Rafa. Burt með Rafael Benites frá Liverpool.

 3. Gaman að sjá að Houllier er aftur farinn að stjórna á Anfield…

  Eru Rafa-klappstýrurnar enn á því að hann sé maðurinn? Er hann að reyna að svara spurningunni: Hversu marga miðjumenn get ég keypt sem geta bara spilað boltanum afturábak eða til hliðar? Eða er spurningin: Hversu slakur get ég orðið áður en ég er rekinn? Er hann í einhverjum Office Space fíling?

 4. “A disparaging defeat, despite fielding their best team, for a club nearing crisis point.”

  Þetta er farið að minna mig ansi mikið á síðustu dagana undir Houllier. Og ekki hjálpaði að vita að Alonso var í stúkunni að horfa… Vá, hvað við söknum hans.

 5. Ég spáði 1 – 3 tapi í dag í upphitunarblogginu og var því miður nálægt því. Eftir að við lentum undir áttum við ekki eitt einasta skot á markið! Pælið í því hvað auðvelt er að verjast þessu liði okkar. Þegar maður horfir á liðin á pappírnum þá erum við með talsvert betri mannskap en Arsenal. Það dugir bara ekki til. Ég ef enga trú á að Rafa nái að rífa okkur upp. Jú kannski náum við fjórða sætinu – en efast um það eftir daginn í dag.

  Gerðu það hættu Rafa Benitez! Ef þú elskar klúbbinn jafn mikið og þú segir þá segir þú starfi þínu lausu með þeim orðum að þú komir liðinu ekki lengra.

 6. Það virðist aldrei skipta máli að Chelsea og United tapi stigum því þá töpum við stigum líka.

 7. Sælir félagar

  Nú er nóg komið. Nú vil ég Benitez burt með fyrstu ferð. Leikskipulag, færslan á liðinu og svo skiptingar (postulínið sett inná þegar 10 mín eru eftir) og svo að liðið kemur inná úr leikhléi eins og þeir séu í sumarfríi er nóg fyrir mig. Burt með spánverjann og það með fyrstu ferð.

  Færslan á liðinu er nóg til að maður getur ælt. Aðeins í föstum leikatriðum er fleiri en einn maður kominn inn í teig. Horfið til dæmis á MU sem menn hata svo mikið. Þegar þeir vinna boltan þá færist allt liðið fram og 3 til 5 leikmenn komnir inn í teig þegar boltinn kemur. Þessi munur skrifast alfarið á leikskipulag og byggingar Rafa á leik liðsins.

  Nú segja menn að MU hafi tapað fyrir Villa í gær. Það er rétt en það breytir því ekki sem ég var að segja hér að ofan. Færslan drápseðlið og barátta manna er öll önnur en hjá Liverpool. Og hvernig menn koma út úr leikhléinu bendir til að Rafa hafi sagt þeim að halda. Enda reyndu menn ekki að vinna leikinn fyrr en seinna mark Ars kom. En þá er mótiveringin í leikhléinu það sem situr í mönnum og því fer sem fór.

  Þessi leikur varð að vinnast og hann gerði það ekki. Þetta var úrslitaleikur fyrir mér hvort Rafael Benitez heldur áfram með þetta lið. Nú er ég búinn að fá nóg, hanmá fara strax fyrir mér og mér er sama hvert.

  Frammistaða leikmanna var allavega en Johnson kórónaði ömurlegan leik sinn með seinna marki Arsavins sem hann átti skuldlaust. Ömurlegur leikur hjá honum. Og ég held að hann hafi farið þrisvar fram yfir miðju í fyrri hálfleik og aldrei í seinni. Hver skipuleggur það??? Auðvitað höfundur leikskipulagsins.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 8. 3-0 hefði verið sanngjarnt í hálfleik.
  Eftir sjálfsmark var allur vindur úr liðinu.
  Verstu menn Liverpool í dag voru Gerrard og Torres.

 9. Engin að skapa neitt og spilið skelfilega hægt..Annars held ég að jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit.

 10. þetta var níundi leikurinn í röð sem Liverpool leikur illa. Þrátt fyrir að heppnin hafi verið með okkur gegn Everton þá lék liðið samt illa í þeim leik að mínu mati. Hvað þarf til að mótívera þetta lið? Amk virðist Benitez ekki vera með nein tromp í erminni. Allt argar á breytingar en flestir eru samt enn á því að þrjóski spánverjinn sé ennþá rétti maðurinn til að stýra þessu.

 11. Rafa virðist skorta alla ástríðu , maður sér hann aldrei skipta skapi.

 12. Spurning hvort þetta sé ekki orðið gott í bili? hvernag er orðið of margir tapleikir til að skipta um stjóra? fyrir mér þá hefur hann tapað búningsherberginu, búinn að eyðileggja allt sem heitir sköpun og hugmyndaflug. Liðið er njörvað í einhver bolta sem öftustu 6 eiga snerta sem mest og reyna dáleiða heimin í þunglyndi. þannig líður mér þegar ég horfi á þennan frábæra bolta sem liverpool spilar þessa daganna.

  Hvað kom eiginlega fyrir í hálfleik? hvernig stendur á því að eftir 15 min í seinni hálfleik er Arsenal með tæp 80% með boltan á útivelli og liverpool allveg bara Frosið.

  Svei mér þá að ég segi ekki bara upp áskriftinni að stöð 2 sport ekkert sem gleður augað orðið

 13. Ég hef ekki kommentað hér áður, eingöngu lesið hvað menn hafa fram að færa um mitt ástkæra lið. En nú segi ég… er ekki komið nóg! ? Það sjá allir að eitthvað mikið er að hjá klúbbnum.

 14. Þetta voru mjög slæm úrslit fyrir okkur. Við spiluðum fyrri hálfleikinn vel og vorum í raun óheppnir að vera ekki 2-0 yfir í hálfleik. En um leið og síðari hálfleikur hófst og Arsenal jafnaði, hrundi liðið. Þeir virtust tapa allri trú á verkefnið og voru mjög slakir.

  En þannig að maður taki smá “Pollýönu” á þetta…

  …Þetta tap gæti orðið til þess að Rafa kveðji klúbbinn. (fingers crossed)

 15. Torres og Gerrard verstir? Þeir voru nú ekkert stórkostlegir, en ég held að Johnson hljóti að fá titillinn versti maður leiksins, skorar sjálfsmark og réttir Arshavin boltann fyrir seinna markið. Núllar út allt annað sem pilturinn gerði.

 16. jæja, núna eru tapleikirnir orðir fleiri en sigurleikir á þessu tímabili, sé undirbúningstímabilið tekið með í reikninginn. ef þeir eru fráskildir þá stendur þetta svona: 10 tapleikir (6 í deild, 3 í CL og 1 í Carling Cup); 10 sigrar (7 í deild, 2 í CL og 1 í Carling Cup); 4 jafntefli (3 í deild, 1 í CL).

  en við getum huggað okkur við eitt… með þessari afraslöku frammistöðu, leik eftir leik, viku eftir viku. þá eru fá, ef nokkur lið sem sýna jafn mikinn stöðugleika og liverpool. þetta er algjör djöfulsins dásemd.

 17. Birgir#12! Ég hefi fram að þessu verið í þeim hópi sem vill halda Rafa á Anfield. Nú er það búið. Hann er kominn á endastöð og ég vil hann burt ekki seinna en strax. Það er alveg klárt, og sást á því hvernig stemmt liðið kemur úr leikhleinu að hann er að gera eitthvað verilega vitlaust og alæmt með liðið mitt/okkar sem við styðjum af heilum hug. Þ.e.Liðið en ekki Rafa. Því vil ég hann ekki lengur, Ég er algerlega búinn að snúa við honum bakinu. Og ég bið til allra góðra vætta að hann segi af sér og það strax í kvöld.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 18. Því miður er ég sammála nokkrum hérna inni. Aðalvandamálið var ekki að tapa í dag. Spiluðu Liverpool fótbolta? NEI. Í alvöru talað. Allt skipulag leiks virðist byggjast upp á handahófskenndu boppi, og við áttum eftir markið í dag ekki EINA sókn sem virkilega ógnaði vallarhelmingi Arsenal.

  Já þetta er því miður dagurinn, þar sem ég missti endanlega trúnna á honum Benitez.

 19. Torres og Gerrard voru skelfilegir í dag. Johnson var slakur en sjálfsmarkið var náttúrulega hrikaleg óheppni. En í alvöru talað, hvað gerði Gerrard af viti í dag? Átti að fá víti en annars var hann sífellt að kasta sér í grasið.

  Mascerano var afar öflugur. Ég held að skýringin á því af hverju liði missti tökum á leiknum var að hann jafnaði sig ekki eftir meiðsli.

 20. Miðað við spilamennsku liverpool þessa dagana má þakka fyrir ef liðið verður í einhverri evrópukeppi á næsta ári ! Kannski Inter toto 🙂

 21. ég segi enn og aftur hvar er Jose með tilfinningarnar og burtu með þig Rafa Beneties sem ´tímir ekki að láta djásnin inn á í leik

 22. Ég verð nú að taka upp hanskann fyrir Benitez hérna….. og henda honum svo aftur á gólfið því ég get ekki með góðri samvisku reynt að verja þennan mann lengur. Þetta lið er svo miklu miklu betra en þetta og við höfum sýnt það margoft áður en ég er farinn að hallast að því að Benitez sé að skemma meira heldur en byggja upp.
  Ég held að ég vilji fá þennan mann í burtu núna.

 23. Palli í comment 6 heldur því fram að Liverpool sé með talsvert betra lið á pappírunum en Arsenal. HAhaha þið Liverpool verðið nú að taka þessi Liverpool gleraugu af ykkur.

 24. Hann verður aldrei rekinn, hann segir starfi sínu aldrei lausu og eftir þessi 4 ár sem hann á eftir verður Liverpool í umspili um að komast upp í úrvalsdeildina! Það er ekki til einn dropi af metnaði hjá þessum ástkæra klúbb okkar þannig að það þarf jú, nýja eigendur, nýja stjórn og síðast en ekki síst, NÝJAN ÞJÁLFARA!!! Sama hvort það kæmi keila í staðinn fyrir hann, þetta getur ekki versnað. Ætli hann segi ekki að tímabilið hefjist núna á miðvikudaginn?

 25. feiti spánverjinn er hrikalega niðurdrepandi þegar hann situr alveg frosinn og krotar í bókardrusluna,manni langar hreinlega ekki að horfa meira á liðið sitt lengur.

 26. jújú, það má skíta yfir rafa og hans taktík og hans skiptingar og hans stemmningsleysi.

  en hann er víst ekki á leikvellinum sjálfum þótt hann segi til. þvílíkan aumingjagang hef ég ekki séð lengi. steven gerrard er sirka 1/10 af því sem hann getur verið. ótrúlegt ef rétt reynist að chelski bjóði 30 kúlur í hann þar sem hann stendur engan veginn undir því og hefur ekki gert lengi. ég er pirraður út í rafa og ég er pirraður út í johnson og ég er pirraður út í hina aumingjana. en steven gerrard…captain fantastic…þvílíkt væl og stemmningsleysi…þvílíkur helvítis brandari í dag.

 27. Tja, ég get þó sagt eitt jákvætt um Rafael Benitez, því þrátt fyrir allt þá er liðið í dag mun sterkara en það var þegar hann tók við því. Benitez hefur reyndar aldrei verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér, en í raun hef ég aldrei fyrr hrópað á afsögn hans þó óteljandi oft hafi maður bölvað honum.

  En hvað sjá menn í stöðunni? Þetta er ekki þægilegasti tíminn til að skipta um gaffer, í ljósi þess að Rafa og allt teymið hans er nýbúið að semja. Mín spá er samt sú að Rafael fái jólaleikina til þess að snúa blaðinu við þó ég óski þess að hann sjálfur segi af sér strax í kvöld.

 28. Jæja, betra er seint en aldrei. Menn eru þá loksins farnir að átta sig á því að Benitez er ekki að fara færa okkur Englandsmeistaratitil.

 29. 26 AE – já ég er þeirrar skoðunar að við séum með mun sterkari mannskap en Arsenal. Eins og Einar bendir á í upphitunarbloggi þá er Arsena liðið mjög ofmetið og Wenger hefur gert kraftaverk með þann mannskap sem hann hefur haft úr að moða sl. ár. En það er þannig að þegar Liverpool liðið spilar eðlilega er það eitt besta lið Evrópu. Það er bara að spila langt undir getu.

 30. @ 32 Palli…
  Eitt besta lið í Evrópu ? Hvað þá eitt af 100 bestu ?

 31. Sammála því að Gerrard hafi verið slappur í dag, eins Torres og í raun allt liðið ef út í það er farið. Það getur ekki verið eðlilegt að jafn frábærir knattspyrnumenn hverfi heilu leikina og standi ítrekað einir frammi fyrir 3-4 mönnum anstæðinganna og geti ekki komið boltanum annað en til baka, hundfúlir og úríllir út í allt og alla. Það væri til lítils að kaupa leikmenn fyrir hundruði milljóna eins og staðan er, liðið er að leika hægan og gjörsamlega bitlausa knattspyrnu sem engan vegin er til þess fallin að nýta hæfileika leikmanna liðsins. Þar er eingöngu við þjálfara liðs að sakast, hann verður að taka ábyrgð á því, helst strax!

 32. Númer 1.2 og 3 þá vantar svo sárlega kantmenn í þetta lið.
  Hvorki Kuyt né Yossi eru kantmenn en eru alltaf spilaðir sem slíkir, hvernig væri að drullast til þess að kaupa menn á kantana sem geta komið með bolta í teiginn. Bentley fæst á slikk í jan og hann myndi styrkja hægri kantinn okkar.

  • Benitez byrjaði með sitt sterkasta lið, Aquilani er ekki einu sinni í formi fyrir 45 mínútur (augljóst í síðasta leik)
  • Liverpool var miklu sterkara liðið í fyrri hálleik, Torres fékk dauðafæri og Gerrard átti að fá vítaspyrnu
  • Arsenal komst inn í leikinn þegar Mascerano meiddist, það er algjört lykilatriði í þessum leik.
  • Gerrard á ekki að koma nálægt byrjunarliðinu um þessar mundir, annað hvort hata dómarar hann eða Gerrard lætur sig detta of auðveldlega. Ég held að hið síðara sé nær sannleikanum. Maðurinn er einaldlega ekki í leikformi vegna meiðsla.
  • Torres er ekki að spila vel. Tapar of mörgum boltum og leggur ekki á menn þegar hann getur það.
  • Aquilani kom inn á – gerði fátt af viti
  • Johnson átti góða spretti fram á við í fyrri hálfleik, hrikalega óheppinn í sjálfsmarkinu
  • Johnson var augljóslega ekki í lagi í lokin og því skipti Benitez Degen innn á – Degen var næstum búinn að leggja upp mark 2 mín síðar
 33. Munurinn á Asernal og Liverpool er stjórnunin meðan að við höfum hálfdauðann spænskan heypoka stjórnar sá franski eins og herforingi og nær ótrúlega miklu út úr sínum mannskap.

 34. Jáhahah Palli. Ég get alveg verið sammála þér með það að leikmannahópur Liverpool er ágætur og ætti með réttu að skila þeim í 3-5 sæti í deildinni, en Arsenal er með svipaðan leikmannahóp(að mínu mati aðeins betri) en mér finnst einstaklega merkilegt að þið margir hérna haldið því fram að þið séuð með betri hóp. Já ekki bara betri heldur talsvert betri. Ég kaupi það ekki 😉

  Þið vill oft verða hjá mjög hörðum poolurum að þeir ofmeta leikmennina sína. Kuyt,Riera,Lucas,Mascareno,Skrtel og fleiri eru bara ekki eins góðir og þið haldið. Mín skoðun.

 35. Þórhallur, frá því Benitez Benitez tók við stjórn hefur hann náð töluvert meira úr Liverpool liðinu heldur en Wenger úr Arsenal á sama tíma.

 36. Menn eru alveg að missa sig hérna. Við vinnum sem lið og töpum sem lið!! Þýðir ekkert alltaf að treysta á Gerrard og Torres, voða erfitt fyrir þá að vera alltaf frábærir þegar það eru eintómir miðlungsleikmenn í þessu liði.

 37. Það verður að segjast eins og er að leikmenn sem eru í þessu liði eru engan veginn nógu góðir. Við sáum það í dag. Þeir eru alltof hægir. Leikmenn Arsenal voru fljótari á alla bolta, bæði í vörn og sókn. Okkar leikmenn náðu ekki að komast afturfyrir bakverðina eða almennt framhjá varnar-og miðjumönnum þeirra. Ég hef marg sagt það hér að meðan þú ert með þetta hæga leikmenn mun árangurinn verða eins og hann er. Ég baka spyr: Hafa miðjumenn liðsins skorað mörk sem skipta máli.

 38. Ég hef alla tið talið að Rafa sé rétti maðurinn í starfið hjá Liverpool, en nú verður skinsemin að taka við og hann þarf að pakka saman og það sem fyrst. Það er algerlega óásættanlegt hvernig liðið okkar er að spila…. Ég hef trú á að við séum með fanta mannskap, en þeir eru bara ekki að ná saman undir stjórn Rafa, og því þarf hann að víkja og það strax….

 39. Matti hvernig færðu það út? hvað hefur Benitez unnið deildina oft?

 40. In Rafa we trust. Þetta á ekki við lengur. Hann er kominn á endastöð. Hef sagt það í nokkra mánuði. Hef ekki horft á liverpool spila í 4 leikjum og mun ekki horfa fyrr en hann er farinn.

 41. Félagar
  Eis og fleiri hér hefi ég misst trúna á að Rafael Benitez ráði við verkefi sitt. Það er að koma liðinu á sigurbraut og vinna enska meistaratitilinn. Hann vinnur hann auðvitað ekki á þessu tímabili og é á ekki von á að hann vinni hann á einhverju öðru tímabili. Tækifærið sem rann li’ðinu úr greipum núna mun ekki koma aftur á þessu tímabili. Því miður.

  Liverpool liðið er sterkara en fyrir síðasta tímabil en veikar en á síðasta tímabili. Þessi veikleiki liggur ekki fyrst og fremst í leikmönnum heldur í stjórnun og skipulagi liðsins. Það er að segja Rafael Benites. Ég er orðinn sannfærður um það. Auðvitað eru menn þarna sem ekki eiga heima í meistaraliði. Leiva, Dossena, Aurelio, Degeen, Skrtel, Insúa og jafnvel Agger og ef til vill fleiri sem ég man ekki að nefna. Johnson átti skelfilegan leik en hann er mjög góður leikmaður þegar allt er í lagi.

  En þessi hópur er ekki að marki veikari en hann var í fyrra nema það vantar Alonso (djöfull fór það í taugarnar á mér að sjá hann í stúkunni. Af hverju er hann ekki kyrr í Madrid fyrst hann vildi fara. Ég vil ekki sjá hann þarna aftur). Hinsvegar er eitthvað að gerast innan liðsins sem verður algerlega að skrifast á stjórann. Dæmi um það er hvernig liðið kom inn í seinni hálfleik leiksins í dag.

  Vegna þessa ástands vil ég Rafa burtu og mér er nokkurnvegin sama hver tekur við. Þetta getur ekki versnað og þegar botninum er náð þá getum við ekki farið neðar. Því mun liðið aðeins geta breyst til hins betra með nýjum stjórnanda því neða getur það ekki farið.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 42. Ég skil ekki af hverju ætti að reka Benitez? Það eru nú ekki mörgum stjórum í deildinni sem tekst að skipta 14 leikmönnum út af í einum og sama leiknum. Þetta tekst honum samt með því að dulbúa 11 leikmenn sem líta út alveg eins og byrjunarliðið, og skipta þeim öllum útaf í hálfleik. Eina vandamálið er það að þessir 11 sem skipt er inná í hálfleik hafa bara 25% af knatspyrnegetu þeirra sem byrjuðu leikinn. svo eru 3 sem fá að prófa sig þegar 2-3 mínutur eru eftir af leiknum.

  Segi það og skrifa snjallari stjóri er ekki til í heiminum.

 43. Þetta er ekkert benitez að kenna mer finnst það allavegna það er sem er að eru að leikmennirnir geta ekki shit en auðvita keypti benitez þá en þeir eiga bara að vera betri á vellinum serstkalega G og T

 44. Hversu langt á þetta að ganga? eru kanarnir bara að bora í nefið heima hjá sér og leyfa þessu bara að halda áfram? Er þeim alveg sama þó klúbburinn sé gjörsamlega á leið til helvítis? Hvernig gátu menn spilað eins og þeir gerðu í 45 mínútur en hreinlega mætt ekki til leiks korteri síðar? Þvílíkt andleysi í nánast hverjum einasta manni og Gerrard farin að láta sig falla fyrstur manna ásamt því að hengja haus. Eru menn bara búnir að missa trúnna á Benitez? Þetta getur ekki gengið svona lengur.

  Þó það kosti peninga að láta Benna fara verður það samt sennilega minna tjón heldur en að láta hlutina ganga svona áfram. Hvernig væri að hringja til Ítalíu og ráða eitt stk Mourinho til starfa og fara að snúa þessu bulli við???

 45. Jæja.

  Fyrir það fyrsta. Liverpoolliðið sem lék fyrri hálfleikinn væri langefst í ensku deildinni að mínu mati. Héldum boltanum, fengum dauðafæri, áttum að sjálfsögðu að fá víti og vorum algerlega yfir í leiknum. Ég reyndar sagði við félaga minn sem ég horfði á með að mér fannst Glen Johnson líta illa út, væri meiddur að mínu viti. Svo var líka alveg ljóst að Masch meiddist og í hálfleik vildi ég að skipt hefði verið um þessa báða.

  En fyrri hálfleikurinn var AFAR vel leikinn, enda trylltist Wenger gjörsamlega í hálfleik og hundskammaði sína menn við að vera áhorfendur í 45 mínútur.

  En þegar þú ert bara 1-0 yfir á Anfield virðist LFC alltaf velja sama kostinn, þar er ég sammála SigKarli. Upphaf seinni hálfleiks var ALGER SKELFING, fullkomlega alveg eins og gegn Man City og Fiorentina.

  Glen Johnson á auðvitað bæði mörkin 100% sjálfur, ég er algerlega viss um að hann var látinn spila meiddur í dag, nokkuð sem ég tel ALDREI réttlætanlegt og kostaði töluvert, 1-2 undir og Arsenal búið að skora tvö mörk úr einu færi!

  En þá kom að því sem ég er reiður yfir í dag. Þetta gerist á 57.mínútu og þaðan frá sáum við í raun ekki til sólar.

  Við erum með fullt af góðum fótboltamönnum sem mér virðast nú vera búnir að tapa plottinu, því enginn skal reyna að segja mér að Rafa sé ekki búinn að skipuleggja leikina út í hörgul. En hann hefur KLÁRLEGA EKKI lagt upp þann ömurlega leik sem liðið sýndi í lokin.

  Hér inni eru fullt af mönnum sem aldrei hafa þjálfað fótboltalið, en auðvitað sáum við allir vonlaust fótboltalið spila eins og kjánar. Menn eins og Benayoun, Gerrard, Carragher og Aurelio voru algerlega út úr móanum og Torres örþreyttur og formlaus, eða Aquilani sem er svo langt frá að vera almennilega leikfær einfaldlega duga ekki gegn liði eins og Arsenal.

  Rafa hlýtur að sjá þetta, enda er hann ekki að draga undan í viðtölum eftir leik að seinni hálfleikurinn var hrein skelfing. Ég sagði við félaga minn að í raun vildi ég fá tap í stað jafnteflis svo að menn “sleppi” ekki með skrekkinn og stig.

  Ég held að það sé ekki hlutverk eins eða neins að “verja” Rafa, enda frammistaða alls liðsins og þá um leið þjálfaranna ömurleg og óverjandi í seinni hálfleik. Málið er bara svo einfalt að nú eru liðnir tveir mánuðir þar sem liðið höktir og lykilmenn leika illa eða eru frá. Auðvitað verður Rafa að finna lausn á því á meðan hann fær að vera við stjórnvölinn.

  En miðað við leik dagsins er ég sannfærður um að hann gerir sér grein fyrir því að heitt er orðið undir honum. Torres var látinn spila í 90 mínútur, var ekki með leikform nema 55 í mesta lagi, ég er algerlega handviss um að Johnson var settur “í meðferð” til að spila þennan leik og Masch spilaði meiddur í 20 mínútur og Aquilani fór fyrr inn en hann ætlaði. Svo kom N’Gog inná og við spiluðum með tvo “hreina” sentera í fyrsta sinn í svakalega langan tíma. Þetta er allt eitthvað sem er ólíkt þeim Rafa sem hefur verið að stjórna undanfarin ár, þrjóskan að víkja kannski, eða bara það að hann finnur að hann er að tapa áliti á meðal leikmanna og hörðustu aðdáendanna á Anfield (sem þagði allan seinni hálfleik)??????

  Veit ekki. Hitt veit ég að fyrir rúmum tveimur árum kallaði ég eftir þjálfaraskiptum eftir tap gegn Barnsley í bikarnum, og bað um að Martin O’Neill tæki við liðinu strax. Ég ætla ekki að gera það núna, en það er alveg ljóst að næstu dagar eru þeir mikilvægustu í stjóratíð Rafa Benitez. Nú verður hann að starta vélinni, mér er skítsama um fjórða sætið eða ekki, hann þarf bara að sýna mér að honum takist að snúa vélinni í gang og endurtaka leikinn frá í fyrra. Strax.

  En arftakann verður erfitt að finna, lið sem ekki getur keypt menn og er nýbúið að skipta um ALLT þjálfaraliðið til að uppfylla stefnu stjórans. Hver verður tilbúinn í það? Menn tala um Guus Hiddink, hann mun ekki stoppa lengi við hjá LFC frekar en á öðrum stöðum. José Mourinho? Þá gleymum við fallegum fótbolta. Jurgen Klinsmann, Juande Ramos, Laurent Blanc???? Come on! Kenny Dalglish? Hættur “day to day” þjálfun og engin ástæða til að pússa hann upp í annað en hann er að gera.

  En það eitt og sér er ekki ástæða til að halda honum. Leikmennirnir sem ég sá spila í dag voru ráðvilltir kjánar sem ekki treystu sér til að spila fótbolta, alls ekki þeir sömu og léku fyrri hálfleikinn. Í seinni hálfleik var hægt að syngja um flesta “You’re not fit to wear the shirt”……

  Og það er algerlega klárt og á hreinu að þjálfaraskipti þýðir stefnubreytingu og lengri tíma í uppbyggingu. En kannski er bara kominn tími á það…..

  En hefur LFC efni á að fara í nýja uppbyggingu?????

  Svo vona ég innilega að Liverpool menn fari að horfa á liðið sitt. Þeir sem styðja sitt lið bara á góðum dögum heita “rækjuaðdáendur” og eiga heima á OT….

 46. sá einhverstaðar að þeir væru búinir að selja hokký og baseball liðin sín… kannski er von á aur…

 47. Strákar það er allsherjar plott í gangi, Mourinho var víst að móðga menn allsvakalega á ítalíu í dag og verður rekinn á morgun frá Inter, verður svo ráðinn framkvæmdastjóri Liverpool öðruhvorumeginn við næstu helgi !

 48. Shitt!!!

  Hvað var að Gerrard í dag??? Er hann í einkakennslu hjá Ronaldo hvernig skal Dýfa sér amk 10 sinnum í sama leiknum? Fokk hvað þetta fór í taugarnar á mér og hann á ekki að gagngrýna aðra dýfingamenn eins og hann gerði hér um árið, það kallast einfaldlega HRÆSNI í minni sveit!

  Annað mál, það sást að Liverpool eru hændir Mascha þarna á miðjunni, Fabregas og co. vissu ekki hvaðan á sér vatnið stóð í fyrri hálfleik!

  Johnson dapur en aftur á móti mjög óheppinn í sjálfsmarkinu, Lucas góður í fyrri, skelfilegur í seinni ásamt flestu Liverpool liðinu eins og einhver orðaði það hér fyrir ofan þá er klefinn nánast farinn frá Benitez og þegar það hefur gerst þá er einungis eitt í stöðunni… Vitum allir hvað það er drengir…

 49. Svo vona ég innilega að Liverpool menn fari að horfa á liðið sitt. Þeir sem styðja sitt lið bara á góðum dögum heita “rækjuaðdáendur” og eiga heima á OT….

  Held að enginn hafi sagst hættur að fylgjast með á meðan illa gengi heldur á meðan að Benítez er þarna áfram. Sem þýðir kannski í reynd það sama…

 50. 55.

  Það finnst mér að láta óvild í garð þjálfara yfirgnæfa aðdáun á liðinu, og í raun þýða að maður styðji sitt lið bara þegar það er manni sjálfum þóknanlegt = = = =

  Rækjusamlokur.

  Held með Liverpool. Þegar Rafa fer frá Liverpool verður hann ekki lengur Liverpoolmaður og má gera það sem honum sýnist. Þess vegna horfi ég á hvern leik og fagna hverju marki og verð svekktur við hvert tap.

  Rafa er ekki sá sem málið snýst um, heldur Liverpool.

 51. Sælir félagar

  Góður Maggi enda fékkstu gott uppeldi. Við styðjum liðið ut yfir gröf og dauða. Rafa er ekki liðið og liðið er stærra en Rafa.

  Það er nú þannig

  YNWA

 52. Matti hvernig færðu það út? hvað hefur Benitez unnið deildina oft?

  Jafn oft og Wenger síðan hann tók við Liverpool.

 53. Hæ. Jæja.
  Bless Rafael Benites.

  ég veit ekki um Rafael Benites. hann er að gera ekkert ráða liverpool ?
  hverju byrjuni Aquilani spliar móti Arsenal daginn ?
  YNWA

  takk fyrir.

 54. Þetta var hræðilegt. Þetta virkaði líka of auðvelt fyrir Arsenal eftir að þeir komust yfir. Þar sem Liverpool á engan kantmann þessa dagana gátu Arsenal einfaldlega þétt pakkann á miðjunni og lokað þannig á okkar hættulegustu menn. Algjörlega steindautt kantspilið í þessu liði. Engin ógnun.

  En það sem mér þykir verst er hugarfarið í liðinu. Hvar er neistinn sem maður hefur svo oft séð undanfarin ár ?

  Annars tek ég undir hvert orð hjá Magga (# 56). Menn eru á villigötum ef þeir hætta að fylgjast með Liverpool út af því að þeir hata Benitez. Ekki miklir stuðningsmenn það.

 55. Þegar trúin er farin út um verður og vind þá má ekki mikið gerast svo menn glopri sjálfstraustinu. Gerrard hlýtur að vera orðinn leiður á þessu, sér ekki fram á að vinna nokkuð á síðustu 3-4 árunum á ferlinum og það er ekki uppörvandi.

  En ég held að Murinho verði ekki lengi hjá Inter til viðbótar. Þeir gerðu jafntefli í kvöld á móti Atalanta og hann hrinti blaðamanni í kjölfarið. Þetta er ekki alveg að gera sig þarna á Ítalíu hjá kallinum. Eigum við ekki bara að segja að það sé byrjað að ræða við Murinho að taka við Liverpool strax eftir áramót. Benni fer svo til Real í sumar.

 56. 56.

  Það finnst mér að láta óvild í garð þjálfara yfirgnæfa aðdáun á liðinu, og í raun þýða að maður styðji sitt lið bara þegar það er manni sjálfum þóknanlegt

  Ég verð að respectfully disagree. Stuðningsmenn hafa mjög litla möguleika á að láta óánægju sína með lið eða stefnu þeirra í ljós. Einu úrræði þeirra til að hafa áhrif er að hætta að mæta á leiki, hætta að kaupa alls kyns merkjavöruglingur tengt liðinu, hætta að horfa. Hvaða skilaboð sendir það stjórnendum liðs, bæði stjórnarmönnum sem og þjálfaraliði, að aðdáendur troðfylli völlinn og syngi sig hása alveg óháð hvernig gengur og eyði seðlabúntum í alls kyns kínverskt drasl með liðsmerkinu á? Það er ávísun á að ekkert breytist.

  Margir hafa brugðist hart við því að blindur stuðningur Liverpool-aðdáenda sé gagnrýndur en sú gagnrýni er byggð á talsverðum misskilningi. Ef þetta lélega run Liverpool-liðsins núna væri alveg einangrað dæmi þá hefði ég ekkert á móti því að stuðningsmenn stæðu fast á bak við liðið jafnvel eftir hræðilega tapleiki. En þetta er ekki eingangrað dæmi, er það nokkuð?

  Í tuttugu ár er sama staðan búin að vera uppi á teningnum hjá þessu liði. Þjálfarar hafa komið og farið og alltaf eigum við að vera bara 1-2 góðum leikmönnum frá því að vera í titilbaráttu. Við tökum deildina á næsta ári. Núna er þetta “næsta ár” búið að standa í tuttugu ár eins og sérstaklega slæm útgáfa af Groundhog Day. Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til að þetta ástand muni batna í fyrirsjáanlegri framtíð. Eins og Daði benti á um daginn þá eru samt ennþá stuðingsmenn sem halda að hvert klúðrið af fætur öðru sé hluti af einhverju stórkostlegu framtíðarplani í endurreisn klúbbsins.

  Stuðningsmennirnir eru ekki saklausir áhorfendur í þessum efnum. Flestir þeirra gátu ekki beðið eftir að G&H tækju við eignarhaldi liðsins til þess að liðið gæti “haldið í við United og Chelsea”. Nú finna sömu menn Könunum allt til foráttu og afsaka slæmt gengi með að engir peningar séu til. Þetta máttu þeir segja sér sjálfir áður en Kanarnir tóku við.

 57. Við erum jafnlangt frá botn- og toppsætinu! 13 stig í hvora átt.

  Þó að Johnson hafi gert 2 hræðileg mistök í dag að þá finnst mér Benitez ekki vera bestur í að halda sjálfstraustinu hjá liðinu.
  Ég vil fá Benitez burt. Ég held að hann sé bara ekki nógu góður í að láta liðið trúa að þeir geti þetta. Þetta tímabil er eiginlega ónýtt þannig að það er alveg eins gott að fá nýjan stjóra núna eins og þegar tímabilið er búið.

 58. Það sem er hræðilegast í þessu öllu , að seinni parturinn af síðasta tímabili gaf ákveðin fyrirheit, falska von. Fyrir vikið er mun sárara að horfa uppá enn eitt árið án titilbaráttu. Þegar svo er komið, þarf að finna blóraböggul, og þá er Rafa að sjálfsögðu auðveldasta bráðin.

  Það er nú samt þannig að það flest það sem hegði getað klikkað hefur gert það á þessu tímabili. Blöðrur, léleg dómgæsla, lykilleikmenn meiddir eða spilandi langt undir getu. Ósamstaða vegna eigendanna hefur einnig áhrif.

  Það sem er enn ömurlegra er að horfast í augu við það, eða viðurkenna, að Rafa sé ekki rétti maðurinn. Einfaldlega vegna þess að það þýðir enn eitt uppbyggingartímabilið, sem þýðir að síðustu 5 ár hafa verið til einskis rétt eins og 5 árin þar á undan undir Houllier. Sérstaklega vegna þess að síðasta ár gaf svo mikla von. Von.

  kv/

 59. Jæja bræður og systur

  Skelfilegt hreint skelfilegt….

  Ætla að taka undir með #50 Magga. Sammála hverju orði þar.

  Eru þjálfaskipti ekki að verða óumflýjanleg? Hvað þarf eiginlega að sökkva djúpt?

  Svo þætti mér gaman að sjá einhverja af þessum “dýfum” hans Gerrard í dag. Ég gat allavega talið 5-6 leikbrot sem hann fékk ekki aukaspyrnu úr, auk vítaspyrnunar auðvitað.

  Torres átti ekkert erindi á vellinum eftir 60 mín. nákvæmlega ekkert. LFC var stálheppið að hann skyldi hafa komist heill úr þessum leik (ef hann gerði það þeas)

  Innkoman hans Degen í dag var ansi jákvæð. Eitthvað segir mér að hann verði tekinn í góða sátt mun fyrr en síðar.

  En stóra málið er auðvitað, eins og Maggi benti á, að það er komið ofsalegt “Panic” í liðið!

  Annars ætla ég mér að verða ósammála KAR í leikskýrslu. Ég hafði það alveg á tilfinninguni að það væri verið að leita að Aquilani. Hann fann sér aldrei bara svæði eða tíma til að taka á móti sendingum og vinna úr þeim. Segir meira um leikformið hans heldur en leikmanninn. (Reyndar eru KAR og EÖE hafnir yfir alla gagnrýni í mínum huga, fyrir að halda þessa síðu).

  LFC er rosalega mikill partur af mér og mínu lífi (Líklega meira en heilbrigt almennt þykir). Ég rífst og skammast og rökræði og órökræði LFC alla daga allann daginn. Akkúrat núna vil ég stjórann í burt helst í gær, það getur samt breyst ótrúlega fljótt. En þegar LFC spilar, þá er ég heilshugar á bakvið mitt lið alla leið.
  Höldum því gott fólk. Gagnrýnum liðið þegar það á það skilið (á svo sannarlega við í dag) en hættum aldrei að styðja okkar menn.

  Rauður þangað til ég er dauður

  P.s

  Ekkert bull um “snilldina” hans Wengers Væló. Arsenal vann ekki þennan leik fyrir fimmaur, það var LFC sem tapaði honum!!!

 60. Ég fékk alveg skelfilegt deja-vu í dag. Í dag eru 6 ár síðan liðið hans Gerard Houllier tapaði fyrir Southampton 1-2 á Anfield. Þá missti ég endanlega trúna á að hann næði að snúa slöku gengi sér í vil. Í dag held ég að ég hafi misst endanlega trúna á að Benítez geti snúið þessu gengi við. Hann má fara mín vegna. Ég hef sveiflast til og frá eins og margir í þessu en þetta er orðið gott. Það er akkúrat engin ástæða til þess að hann haldi áfram með þetta lið.

  • Hann bað um þrjú ár til að byggja upp lið. Nú er komið fimm og hálft ár.

  • Hann gerir leikinn allt of flókinn. Fótbolti er einföld íþrótt þar sem öllu máli skiptir að fá kantspil og fyrirgjafir og síðan að verjast sem ein heild og að menn hjálpist að. Liverpool liðið skortir breidd inni á vellinum, þeir sækja ekki nægjanlega stíft upp hornin og koma með slaka krossa. Síðan er yfirleitt ekki nokkur maður inni í teg að berjast við 3-4 varnarmenn og markmann. Varnarleikurinn hefur verið hræðilegur í haust. Ástæðan er helst að bakverðirnir eru ansi sókndjarfir og djúpu miðjumennirnir hafa ekki náð að kovera svæðin þeirra. Og svo föstu leikatriðin sem eru brandari hjá þessu liði, bæði í sókn og vörn.

  • Benítez er allt of þrjóskur á breytingar. 4-2-3-1 byrjar að virka, með Kuyt á kantinum og Torres frammi. Þá verður það hið eina kerfi sem honum dettur í hug að nota næsta árið og selur menn sem ekki passa inn í það. Þjálfari verður að vera sveigjanlegur með kerfi og laga það að þeim mannskap sem hann hefur. Það er bráðnauðsynlegt hverju liði að eiga a.m.k. tvo hágæða sentera. Liverpool hefur misst þá nokkra síðustu ár. Af hverju hefur Benítez ekki einfaldlega spilað með tvo sentera og einn þegar Torres hefur verið meiddur? Þá hefði hann getað haldið Crouch og jafnvel Bellamy. Það fúnkerar einfaldlega ekki að spila með einn senter og eiga engan annan hágæðasenter því enginn slíkur vill eyða tímabilinu á bekknum meðan Torres er heill (sem hefur reyndar ekki verið oft upp á síðkastið).

  • Enn hefur ekki tekist að kaupa almennilega kantmenn. Benítez gerir allt of miklar kröfur varnarlega á kantmenn sína og þess vegna hefur enginn af þeim kantmönnum sem hann hefur notað náð að blómstra. Houllier átti við sama vandamál að stríða, nema að demantamiðjan hans virkaði aldrei vegna þess að bakverðirnir voru aldrei nógu öflugir sóknarlega. Ferguson lenti í því fyrir ca. 10 árum að fara að krefjast of mikils varnarlega af Ryan Giggs. Það olli því að hann gat ekkert í nokkrum leikjum. Ferguson brást við því þannig að hann sagði Giggs að hlusta ekki á það sem hann sagði áður. Giggs fór aftur að blómstra með það sama.

  • Það þarf lítið að rökræða innáskiptingar Benítez. Hann er hræddur við að taka sénsa í leikjum, systemið er það sem er heilagt. Allt of heilagt.

  • Lykilmenn í liðinu eru ekkert líklegri til að fara ef nýr toppþjálfari kemur til liðsins. Það þarf ekki að fara í 5 ára uppbyggingu. Lykilmenn hljóta að vera farnir að missa trúna á þjálfaranum, annað er óhugsandi. Honum tókst ekki að halda Alonso og eftir tímabil eins og þetta stefnir í að vera þá er ekkert líklegra að hann nái að halda þeim frekar en einhver annar. Og þegar ég tala um einhvern annan þá hljóta stjórnendur félagsins að skoða málið það vel að einhver fáviti verði ekki fenginn í starfið. Þeir eru jú að spila með eigin peninga og verðmæti.

 61. Svo þætti mér gaman að sjá einhverja af þessum “dýfum” hans Gerrard í dag. Ég gat allavega talið 5-6 leikbrot sem hann fékk ekki aukaspyrnu úr, auk vítaspyrnunar auðvitað.

  Hann var mjög valtur á hnjánum. Það fór ekki framhjá neinum og algjör óþarfi að verja það. Á meðan menn dýfa sér svona og eins og Ngog gerði, þá eru dómarar ekki að leyfa liverpool að njóta vafans þegar það kemur að vítaspyrnudómum.

 62. Ég bara skil ekki eitt.

  Var þá síðasti vetur leikmönnunum að þakka en þessi er þjálfaranum að kenna? Þokkaleg einföldun það!

  Og svo að láta eins og Liverpool sé á svipuðum stað nú og áður en Rafa kom er auðvitað ekki annað en að menn eru að hlusta á hljóðin úr afturenda Klinsmann og Souness.

  Liverpool hefur aldrei verið nær enska titlinum en síðasta vor frá því við unnum hann síðast. ALDREI. Var það svoleiðis þegar Evans tók við af Souness – NEHEI! Var það svoleiðis þegar Houllier tók við af Evans, ALDEILIS EKKI! En þegar Benitez tók við af Houllier. Eigum við að HLÆJA, með menn eins og Le Tallec, Cissé og Baros í lykilhlutverkum?????

  Auðvitað hlýtur Benitez að bera stóran hluta vandans sem nú stendur fyrir dyrum, alveg eins og hann átti stóran þátt í besta deildarárangri LFC í tugi ára síðasta vetur. Þetta er svo einfalt, þjálfarinn er að vinna í harmoníu við leikmannahópinn og stjornina. Það er eitthvað að í þessari jöfnu þessa dagana og það þurfa allir að toga í sömu átt. Í dag og kvöld sást það nú ekki vera í gangi, heldur virkaði ráðleysið INNI Á VELLINUM fullkomið og það er vitnisburður um menn eins og Carra, Gerrard, Masch, Torres og alla hina HEIMSKLASSALEIKMENNINA sem eru þarna inná. Þvílíka bullið sem er verið að borga þessum mönnum ef þeir þurfa að láta öskra á sig í slíkri stöðu eins og er nú í gangi. Maður deyr í þessari treyju eða mætir ekki til leiks. Margir hefðu í dag átt að skila treyjunni.

  En dettur ykkur hér í hug, einhverjum, að einhver annar labbi bara þarna inn og mótiveri liðið sem sitt lið? Valur Reykjavík og Atli Eðvalds, einhver? Menn tala um José Mourinho, sem er enn að þjálfa hjá Inter og vinnur titla. En það gerir hann með því að spila 75% varnarleik með sínum liðum, er alveg gríðarlega óvinsæll Á ÍTALÍU!!!!! By the way var í raun REKINN frá Chelsea því hann spilaði svo leiðinlegan fótbolta. Á meðan að hann talaði niður til LFC. Ég sé hann ekki mótivera t.d. Carragher, Torres, Masch eða Reina. En kannski er ég bara svona einfaldur. Verður að koma í ljós.

  Það er algerlega á morguntæru að Rafael Benitez er að átta sig á því að hann er fastur upp við vegg og aðdáun á honum er í sögulegu lágmarki. Fyrir þremur árum datt United út úr CL og vann ekki meistaratitilinn sem Chelsea vann þá annað árið í röð. Í öllum innhringiþáttum og á spjallsíðum var talað um að gamli Rauður “væri búinn að missa það” og “nú er komið að því að skipta”. Hann bara bretti upp ermarnar og sýndi hvað á að gera til að þagga niður í mönnum.

  Eftir síðasta vetur á Rafael Benitez að mínu mati skilið að fá að sýna það að hann sé maður til að standa í lappirnar í mesta storminum sem á honum hefur dunið og það væri ekki miklu til góðs að hendast í að ráða “bara einhvern annan”!

  Þvi ég er sammála því að í liði Liverpool eru nokkrir leikmenn sem varla verða tilbúnir til að byrja uppá nýtt, en ákveða bara að fara hvert í heim sem er þar sem nærveru þeirra er óskað í meistaraliðum. Carra og Gerrard t.d. unnu með Evans og Houllier á undan Rafa. Sé þá ekki endilega vera áfram hjá nýjum manni, hvað þá Spánverjana sem Rafa fékk til liðsins.

  Svo aðeins varðandi aðdáendurna. Hvenær eiginlega átti þá að mæta á völlinn? Þá átti nú Anfield bara að vera tómur á tíma Souness og hvað þá hjá Evans sem vann einn deildarbikar á SEX árum. Svo þá síðustu tvo vetur Houllier. Hverju hefði það skilað? Svona hugsunarháttur finnst mér hreint út í hött (með respect eða ekki) og bara alls ekki líkt Liverpoolhugsunarhætti. Ég t.d. dáðist að Newcastleaðdáendunum sem fylltu völlinn í allan fyrravetur og hafa gert í allan vetur. Liðið “mitt” er alltaf liðið “mitt”. Skalt bóka það Kjartan að ef ég ætti season-ticket á Anfield mætti ég á ALLA leiki og ef mér verður boðið á Wiganleikinn í fyrramálið flýg ég út og syng mig á hásan, fyrir leik á “The Park”, fyrir leik og í leiknum á “The Kop”. Þú mátt alveg spara þér “kínverska draslið” mín vegna, en ég gæti bara ekki verið nokkuð meira ósammála.

  Sem leikmaður og þjálfari þoldi ég ekki “besserwisserana og rækjufólkið” sem stóð uppi í brekku þegar vel gekk, en hristi hausinn, nöldraði og fór um leið og eitthvað bjátaði á.

  Megi þessi slæmi kafli verða til þess að allir slíkir “Poolarar” bara flytji sig aðeins til austurs og fari að dásama stubbinn í treyju nr. 7 þar, arftaka Cantona, Beckham og Ronaldo!

 63. hvursu lengi á þetta kjaftæði með Benitez að ganga, ég vildi óska þess að þessi feiti spánverji kæmi sér í burtu, þessi leiðinlegi þjálfari er að eyðileggja liverpool.

 64. “Menn tala um José Mourinho, sem er enn að þjálfa hjá Inter og vinnur titla. En það gerir hann með því að spila 75% varnarleik með sínum liðum, er alveg gríðarlega óvinsæll Á ÍTALÍU!!!!! By the way var í raun REKINN frá Chelsea því hann spilaði svo leiðinlegan fótbolta. Á meðan að hann talaði niður til LFC. Ég sé hann ekki mótivera t.d. Carragher, Torres, Masch eða Reina. En kannski er ég bara svona einfaldur. Verður að koma í ljós.”
  Það er eitt sem ég hef aldrei skilið á þessari siðu og það er gagnryni á Jose Mourinho. Já, þeir Benitez háðu harðar rimmur en ég mæli bara með að menn fari t.d. á wikipedia og skoði ferilskrá Mourinho. Hvað sem menn segja þá hefur hann algjörlega efni á því að kalla sig “The Special One”. Að hann nái ekki að mótivera menn finnst mér furðuleg pæling. Einhvern veginn sé ég frekar fyrir mér að hann sé meistari í því að fá menn til að hugsa og anda sem lið og leggja hjarta og sál í leikinn.

 65. 69 Maggi.
  Besta commentið frá stofun síðunnar, segir allt sem segja þarf um vandamál liverpool á þessari leiktíð.
  Þannig er nú það. (takk sigkarl) 🙂

 66. Að fylgjast með Liverpool þetta season er eins og að horfa á Groundhog Day, þá frábæru mynd…það verst er að það er ekki frábært að horfa á Liverpool. Það er bara stöðug endurtekning á því sama. Sama leikskipulag, sama miðjan (Masch/Lucas/Kuyt), sama hugmyndaleysið, sama kjarkleysið, sama baráttuleysið, sama niðurstaða o.s.frv. Það sjá allir að liðið er ekki að fúnkera. Það er hægt að setja á sig tvo hatta. 1. Burt með Rafa. 2. Gefum Rafa séns að laga þetta. Ég er svo svekktur að ég ætla ekki að tjá mig um hvorn hattinn ég er með á höfðinu en velti hinsvegar oft fyrir mér hvers vegna í ósköpunum Rafa útskýri ekki fyrir okkur, stuðningsmönnum, hvað sé að? Mér finnst að við eigum það alveg skilið. Við fáum bara alltaf að heyra sömu afsakanirnar.

  Ég segi, það er vanvirðing við áhangendur og klúbbinn að koma alltaf með sömu innihaldslausu afsakanirnar. Aftur og aftur og aftur og aftur….og aftur og aftur og aftur…!

 67. Skora á menn að leita uppi MOTD frá því í kvöld og horfa á hann. Segið svo að Howard Webb hafi ekki haft áhrif á útkomu þessa leiks. Alan Hansen vildi meirasegja meina að hann hefði geta veifað rauða spjaldinu á Fabregas þegar hann braut nokkuð gróflega á Macherano í aðdraganda jöfnunarmarks Arsenal (Já Arsenal fengu aukaspyrnu af eh óútskýranlegum ástæðum)

 68. “Ég segi, það er vanvirðing við áhangendur og klúbbinn að koma alltaf með sömu innihaldslausu afsakanirnar. Aftur og aftur og aftur og aftur….og aftur og aftur og aftur…!”

  Það sem ég vildi sagt hafa. Aðdáendur ættu ekki að sætta sig við þetta rugl endalaust.
  Svo for the record lenti Houllier í öðru sæti á sínum tíma sjö stigum á eftir Arsenal. Í vor lenti Benítez í öðru, fjórum stigum á eftir United. Í bæði skipti var í raun enginn séns til staðar og það munar einum sigurleik á árangrinum. Allar fullyrðingar um að gengi Liverpool undir Benítez sé fordæmalaust gott er kjaftæði. Ef ekki væri fyrir tilviljunarkenndan úrslitaleik CL á fyrsta tímabili væri Benítez ekki mikið hærra skrifaður en Frakkinn varkári.

 69. burt með rafa. þó svo að hann vann huga ykkar og hjörtu í CL 2005 réttlættir það ekki að hann geti labbað inn á völlinn með hvítann fána þessa dagana.

 70. Ívar Örn #67: Til að byrja með vil ég segja það að mér finnst þú einn af betri kommenturum á þessari síðu. Hafði sömuleiðis gaman af því að lesa knattspyrnubloggið þitt á sínum tíma – hættur með það? En að þessu sinni er ég hinsvegar alveg hrikalega ósammála þér!

  Ef Rafa Benitez bað einungis um þrjú ár til þess að byggja upp lið þá er hann vitleysingur. Því hann hefði vel átt að vita það að verkefnið yrði erfiðara en svo! Ef þú ert með lið sem hefur verið að fjarlægjast andstæðingana tvö árin á undan, þá þarftu að byrja á því að ná sama hraða og þau. Þegar þú hefur náð þeim hraða ertu samt ennþá langt á eftir þeim. Til þess að ná þeim þarftu semsagt að hlaupa hraðar. Það er töluvert þrekvirki. Ef við bætum því ofan á að Rafael Benitez hefur haft minni pening til að styrkja sinn 60stiga hóp sem hann erfði frá Houllier en ManUtd og Chelsea hafa fengið til að styrkja sína 80stiga lið þá er það afrek út af fyrir sig að bilið hafi ekki stækkað – hvað þá minnkað!

  Það sem hann hefur væntanlega ekki tekið með inn í reikningin þegar hann tók við var hve skítblankur þessi klúbbur var og er. Hvað þá að kaup á mönnum eins og Walcott, Barry og Pato yrði Veto-uð af Rick Parry af knattspyrnulegum ástæðum!

  Knattspyrna er mjög flókin íþrótt. (Þrátt fyrir að reglurnar séu einfaldar.) – og í margbreytileika íþróttarinnar liggur styrkur RB. Það sem aðskilur knattspyrnu einna helst frá flestum liðsíþróttum er þrennt. Hversu langir leikirnir eru, hve margir leikmenn eru inná í einu, og hve stórt svæði hver og einn leikmaður þarf að standa skil á.

  Þessi þrjú atriði gera það að verkum að knattspyrnan bíður upp á mun frekari leikfræðilegar bollalengingar en aðrar íþróttagreinar. Langur leiktími, ólík hlutverk og verkaskipting leikmanna og síðast en ekki síst notkun á svæði býður upp á ýmsa möguleika fyrir lið með takmarkaða knattspyrnuhæfileika til að ná árangri. Dæmi um slíkt má benda á framgöngu Rafael Benitez í Meistaradeildinni með Liverpool. (Tímabilið í ár er að sjálfsögðu undantekningin sem sannar regluna…)

  Ég er sammála því að það sé sammála hverju liði sem ætlar sér að eiga raunhæfa möguleika á því að vinna enska meistaratitilinn að eiga a.m.k. tvo hágæða sentera. Ég legg til að einhver taki það að sér að bera þau tíðindi undir eigendur Liverpool. Peter Crouch vildi fara. Benitez vildi halda honum. Bellamy var seldur til að fjármagna Torres.

  Það er rétt að það er erfitt að halda góðum leikmönnum (senterum) ánægðum á bekknum. En það er þó hægt. Séu þeim borguð sæmileg laun. Slíkt er ekki hægt hjá Liverpool.

  En af hverju er það svona fúndamental atriði að spila með tvo sentera? 4-4-2? Veit ekki betur en að 90% knattspyrnustjóra í evrópu séu hættir slíku?

  Ef við myndum spila með 4-4-2 tel ég alveg ljóst að hvorugur okkar tveggja bestu manna myndu njóta sín í slíku kerfi. Torres hentar best að vera einn frammi. Sést t.d. vel hjá spænska landsliðinu. Þar er hann góður – en ekki nándar nærri jafn góður og hjá Liverpool. Sambúðin með Villa hentar honum ekki jafnvel og sambúðin með Gerrard.

  Sömu sögu er að segja af Gerrard. Ef hann væri að spila á 4-4-2 miðju gæti hann ekki skilað sama sóknarhlutverki og hann hefur gert seinustu 18 mánuðina, og ég held að enginn geti haldið því fram að hann myndi nýtast vel í hlutverki leikstjórnanda.

  Kannski væri gott að geta breytt nú, á þessum síðustu og verstu í tígulmiðju. En sóknarmannaleysið hrjáir okkur. En er hægt að ásaka Benitez fyrir það að hafa ekki eytt sínum takmörkuðu fjárráðum í kaup á sóknarmanni? 4-2-3-1 kerfið hefur gengið frábærlega frá Mars 2008-Maí 2009. Eina almennilega hikst liðsins á þessu tímabili var þegar Robbie Keane var í liðinu, samvinna G&T var brotin upp og liðið var að spila 4-4-2. Er hægt að halda því fram að það hafi verið rangt hjá Benitez að ætla að treysta á þetta kerfi áfram?

  ,,Varnarleikurinn hefur verið hræðilegur í haust.”
  Þar er ég hjartanlega sammála þér. Stór ástæða fyrir því hlýtur að vera meiðsli. Alls hafa verið brúkaðar 11 mismunandi varnaruppstillingar það sem af er vetri! Ljóst má vera að ekkert slíkt getur höndlað slíkt hringl á vörninni án þess að vörnin hripleki. Leikurinn í dag var t.a.m. einungis fimmti leikurinn á tímabilinu þar sem við höfum getað stillt upp okkar sterkustu vörn. Með Aurelio eða Insua í vinstri bak, Carra og Agger í haffsent og Glen Johnson í hægri bak. Í þessum fimm leikjum höfðum við haldið hreinu þangað til Johnson skoraði sjálfsmarkið í dag.

  Það að Liverpool-liðið hafi ekki náð að aðlagast því hversu sóknarsinnaða bakverði við erum komnir með er því að einhverju leyti ýkt vandamál. Með okkar sterkustu vörn hefur það ekki kostað okkur nein mörk þangað til í leiknum í dag. Hinsvegar er eðlilegt það taka leikmenn dágóðan tíma að venjast slíkum breytingum á leikstíl og hlutverki þeirra innan liðsins. Það er ekkert óeðlilegt að slíkar breytingar smelli ekki fyrr en á seinni hluta tímabils. Jafnvel til langstíma litið, munu okkar sókndjörfu bakverðir alltaf kosta okkur mörk af og til. Það er einfaldlega fórnarkostnaður.

  Persónulega held ég að okkar stærsta, langstærsta vandamál(fyrir utan meiðsli það sem af er, sundbolta, og algjöran skort á sjálfstraustu sökum slaks gengis) sé vöntun á Xabi nokkrum Alonso. Held það hafi verið stórlega vanmetið hversu gríðarlega mikilvægur hann var þessu liði.

  Þó ég hafi enn tröllatrú á Rafael Benitez verð ég hinsvegar að viðurkenna að ég er eilítið farinn að efast um að hægt sé að snúa þessu við úr þessu. Þegar svartsýnin, bölmóðurinn og vonleysið er orðið svona rosalega mikið. Pirraðir, fúlir og reiðir stuðningsmenn – neikvæð fjölmiðlaumfjöllun – sjálfstraust leikmanna í lamasessi – slæm úrslit – pirraður og fúlir stuðningsmenn – neikvæð fjölmiðlaumfjöllun – Anfield þögull – slæm úrslit – neikvæð fjölmiðlaumfjöllun = Holan dýpkar og dýpkar.

  Ástandið er orðið svo viðkvæmt. Það má ekkert útaf bregða án þess að hringkekjan fari af stað aftur. Kannski er holan orðin of djúp.

  ,, Og þegar ég tala um einhvern annan þá hljóta stjórnendur félagsins að skoða málið það vel að einhver fáviti verði ekki fenginn í starfið.”
  Ég kalla þig bjartsýnan. Ef þeir vilja reka Rafa þá hafa þeir þrjá kosti. Í fyrsta lagi gætu þeir ráðið heimsklassa knattspyrnustjóra – sem væri starfinu vaxinn. Slíkur knattspyrnustjóri myndi hinsvegar ALDREI vilja taka við skítblönku liði sem fer á kúpuna ef 4. sætið næst ekki en stuðningsmenn sem krefjast titils. Frekar bíða þeir- handan við hornið bíða störf hjá Real Madrid og Manchester-liðunum. Slík störf eru mun líklegri til árangurs en að taka við okkar liði – því miður. Annar kosturinn væri að ráða einhvern sem þeim, með sína ,,sérfræðiþekkingu” á knattspyrnu lýst vel á. Sbr. Júrgen Klínsmann. Þriðji kosturinn væri loks að ráða einhvern sem okkur stuðningsmönnunum lýst vel á. Sbr. Kenny Dalglish. Það gæti aflað þeim mikilla vinsælda meðal stuðningsmanna og gæti verið þeim ágætis friðþæging frá amstri eigin óvinsælda og peningaleysis.

  Persónulega lýst mér herfilega á annan og þriðja kostinn. Að ráða heimsklassastjóra er loks útópía.

  Á meðan kostirnir eru ekki betri en þetta vil ég heyra betri rökstuðning fyrir því að reka eigi Rafa.

  Sömuleiðis finnst mér það sanngjörn lágmarksafstaða að í ljósi þess góða árangurs sem Rafa hefur náð í gegnum árin að hann fái að klára þetta tímabil hið minnsta. Sama hversu litla trú menn hafa á honum, þá finnst mér sjálfsagt liðið þurfi að drulla upp á bak í lengri tíma en 2-3 mánuði áður en réttlætanlegt er að skipta um kall í brúnni.

 71. Sé að einhverjir hér segja að Johnson hafi ekki verið góður. Ég er svo hjartanlega ósammála! Hann var mjög góður í fyrri hálfleik, en eftir sjálfsmarkið var það eins og hann hafi orðið svona rosalega hræddur við að klúðra, og þar af leiðandi klúðraði hann að sjálfsögðu aftur nokkrum mínútum seinna, þegar hann senti á Arshavin..

  Ég veit ekki hvort lausnin sé að Benítez segi upp, eins og einhver sagði hér ofarlega, en ég veit það, að ef Benítez fer, þá getur alveg verið að fleiri lykilmenn kveðji..

 72. Kristinn, og Maggi, er í lang lang flestum tilvikum sammála ykkur

  Getur bara verið pirrandi að sjá t.d Man utd spila með gjörsamlega vængbrotið lið og sigra í lang flestum tilvikum, þeir spiluðu með Giggs í bakverði, Fletcher og Carric í miðverði, samt sigruðu þeir 4-0 á útivelli á móti West Ham, við þurfum að rotera vörninni okkar annsi mikið, en samt yfirleit alltaf með varnarmenn í varnarstöðum, og við erum heppnir með að slefa jafntefli.

  Aðalega þetta sem pirrar mig, við getum kvartað yfir meiðslum, og margt annað, ekkert virðist falla með okkur (nema kannski Evertone leikurinn). En þegar hin stærri liðin lenda í þessu þá virðast þeir samt oft ná sigri. Það er þar sem ég set spurningarmerkið mitt við Benitez, geri mér grein fyrir því að mórallinn er allt annar og Ferguson hefur nú verið lengur með sitt lið og þeir hafa gert fátt annað en að sigra seinustu árin.

  Það er bara, maður sér Man utd spila með næstum alla varnarmennina sína meidda, samt ná þeir öruggum sigri.

  Við erum með tvo meidda og allt virðist falla saman, við fáum á okkur mörk og kannski náum jafntefli.

  Eg persónulega vill halda benitez, en það virðist vanta eitthvað upp á hjá honum.

 73. Með fullri virðingu fyrir Southamton þá er það ekki Arsenal. Svo vil ég frekar falla þar sem vörnin sökkar en þegar allir liggja til baka. Það sem ég er að segja er að þetta er Balance milli sóknar og varnar. Benitez er að að ströggla að finna þennan Balance. Hann mun finna hann ef hann færi stuðning.

  Benitez getur ekki treyst á stuðning frá fjölmiðlum, eðililega, en stuðning á hann að fá frá Sounesss,eðlilega, eigendum Liverpool, eðlilega, Klingsmann sem eigendur vilja fá, óeðlilega því hann vill starfið enda málaliði sem hefur hag liverpool ekki fyrir brjósti.

  Svo er það stuðningur stuðningsmanna Liverpool, þann stuðning hefur hann ekki ókskorðaðan. Er það Benitez eða stuðningsmönnunum að kenna?

 74. Já það vantar td miklu meiri breidd í þetta lið. Við eigum bara enga almennilega menn til að koma inn af bekknum og breyta gangi mála. Engir peningar, engin árangur, engin árángur ennþá minni peningar, enn minni árángur. Það sem getur bjargað þessum klúbb núna er að einhver með almennilegann aur kaupi klúbbinn.

 75. Wenger er frábær stjóri og ekki minnkað álit mitt á honum í gær þegar hann sagði eftirfarandi.

  Gunners boss Wenger said: ”Liverpool are a good side and when they find their confidence they can beat anyone in the league. They have Fernando Torres and Steven Gerrard back, Alberto Aquilani will get fitter and many teams will drop points at Anfield. They played in the first half with an impressive level of performance.”

  http://soccernet.espn.go.com/news/story?id=712905&sec=england&cc=5739

 76. Ég vil bara segja að ég er nánast 100% sammála kommentum 69 og 80 hjá Magga og Kristni. Ég ætla að reyna að henda saman stuttum pistli um mínar skoðanir á þessum leik þegar ég er aðeins búinn að melta þetta betur.

 77. Amen Maggi. Amen.
  Þessi ræða hefði verið flott í predikunarstólnum.

 78. Já Liv hefur ekki skora mikið undanfarið, man eftir því í meistaradeildinni að Voronin komst einn á móti markmanni og klúðraði því, og fékk aldeilis yfir sig hraunið hér á síðuni, nú sama gerðist hjá Torres í gær en ekki er nú hraunað mikið núna. Ég hef sagt það oft áður að menn eru alltof hræddir við að skjóta á markið, það er eins og að 2-3 megi skjóta en hinir meg bara gef´ann og helst til baka á vörnina eða á Reina. Kanski er það engin lausn að fá nýjan þjálfara eftilvill eru leikmenn eitthvað stressaðir og jafnvel að hugsa sér til hreifings og eru þar af leiðandi ekki að vinna vinnuna sína, en hvað sem því líður er ekki gaman að horfa á liðið sitt þessa daganna.

 79. Sælir félagar
  Frábærir pistlar hjá Magga og Kristni. Ég vil samt leiðrétta það hjá Magga að Mourinho hafi verið rekinn vegna fótboltans sem hann spilaði. Hann lenti uppá kant við rússann eiganda liðsins vegna leikmannaítroðslu Abromovits þegar hann tróð Shevsenco (ath stafs). Ekki að það skipti nokkru máli í sjálfu sér. Ég vil frekar Rafa áfram, þó ég álíti að hann sé kominn á endastöð með liðið, en Mourinho.

  Hvað Rafa varðar er þetta spurning eins og Kristinn segir hvort holan er orðin “of djúp”. Ef óheppni eins og sjálfsmark Johnson nægir til að brjóta liðið niður (samkv. Rafa) þá er liðið orðið það brothætt í höndum hans að það verður ekki við gert. Holan er þá orðin “of djúp”.

  Ég segi hér í þessum kommentum að ég vilji Rafa burtu. Liðið er stærra en hann og ef hann ræður ekki við að rétta kúrsinn verður hann að fara. Hinsvegar er það svo að ég á enga ósk heitari en honum takist það. En eins og liðið kom út úr leikhléinu (nota bene einu marki yfir) þá sé ég ekki að hann ráði við það.

  Þá átti liðið að koma (að mínu viti) fullt sjálfstrausts, sigurvissu og baráttugleði og negla Arse aftur í eigin teig með baráttu og sóknarþunga sínum. En hvað gerist? menn koma inn í leikinn gjörsamlega á hælunum. Þarna er eitthvað að sem skrifast á Rafa og engan annan. Hafi menn (Torres, Johnson, Masc) ekki verið í færum til að klára leikinn átti að skipta og það strax og segja mönnum að sækja bara og sækja fleiri mörk. Og standa í lappirnar.

  Hvað gerðist í klefanum í leikhléinu væri fróðlegt að vita. Við sáum í Istambul hvað Rafa getur gert í klefanum. Hvar er sá sálarstyrkur sem gat snúið við töpuðum leik gegn einu besta félagsliði Evrópu? Hann er ekki að finna á Anfield núna því miður. Er þá holan orðin “of djúp”? Það er spurningin sem hvílir á okkur óg öllum hlutaðeigandi (við erum ekki beinir hlutaðeigendur ef til vill sem betur fer) verða að gera upp við sig.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 80. Algerlega sammála SigKarli.

  Hefði viljað að EINHVER blaðamaður hefði gengið á manninn og leikmennina til að ræða ÖMURLEGA byrjun seinni hálfleiks enn einn ganginn efir að vera 1-0 yfir, enn einn ganginn.

  En það gerðist ekki. Skil ekki blaðamenn!

 81. Held að fyrri leikaraskapur Gerrard (síðast gegn Blackburn um síðustu helgi) hafi komið í bakið á honum í þessu Gallas atviki. Dómarar eru einfaldlega farnir að hugsa sig tvisvar um þegar hann á í hlut.

 82. Ég þakka hlý orð Kristinn og mjög vel rökstutt mál. Ég er eitthvað að myndast við að byrja bloggið aftur. Við þurfum líklega að vera sammála um að vera ósammála um sumt en ég er líka sammála mörgu sem þú segir, þetta er síður en svo svart-hvítt mál og Benítez hefur sér margt til málsbóta.

  Ég finn reyndar ekki kvótið þar sem hann sagðist ætla að verða þrjú ár að ná titlinum en ég tel mig muna það því í samanburði þá bað Houllier um fimm ár þegar hann byrjaði. Það vakti allavega með mér von þá. Líklega hefur hann ekki gert sér grein fyrir ástandinu á hópnum þegar hann tók við honum. Sem ég tel reyndar hafa verið of mikið gert úr, en get ekki rökstutt það með öðru en eigin innsæi og reynslu.

  Alveg rétt, Benítez hefur ekki fengið þann stuðning sem hann hefur þurft til að ná upp í stóru klúbbana og líklega hefur hann vanmetið fjárhagslega getu klúbbsins.

  Ég er algjörlega ósammála því að fótbolti per se sé flókin íþrótt. Margir hafa tendensa til að gera hann flóknari en hann er, þetta snýst um sendingar, einstaklingsframtak, tímasetningar, ákvarðanir og fyrirfram gefnar hlaupaleiðir leikmanna. Það er rétt að það er hægt að útbúa ýmsar brellur og leikatriði en bottom line-ið er það, og árangur flestra bestu liða heims fyrr og síðar sýnir það. Kantspil og krossar. Það er það sem blívur. Það er í sjálfu sér miklu flóknara að útfæra varnarleik svo sómi sé að.

  Pointið með 4-4-2 var eiginlega meira til að sýna fram á að ósveigjanleiki Benítez hefur áhrif þarna. Ef þú ert með tvo háklassa sentera þá spilarðu þeim báðum. Ef annar er meiddur, þá hefur það ekki eins mikil áhrif eins og ef Senterinn þinn er meiddur. Þá breytirðu yfir í 4-2-3-1. Hvað er Ancelotti að gera? Hann spilar bæði Anelka og Drogba. Hann spilar demantamiðju af því að hann er með hóp sem fúnkerar best þannig. Hann er búinn að breyta 4-3-3 liði í 4-4-2 lið því að hann er ekki með nógu öfluga kantmenn. Eitt kerfi er ekkert betra en annað, þetta snýst um að stilla upp kerfi sem kemur bestu leikmönnunum fyrir. Það hefur gengið ágætlega hjá Benítez eins og þú segir, en ef það er orsök þess að aðeins er hægt að hafa einn klassa senter í hópnum, sem er nokkuð oft meiddur, þá er það stór galli á því kerfi.

  Ég tek undir með þér um brotthvarf Xabi Alonso. Það væri gaman ef einhver gæti gert tölfræðilega úttekt á tímabilinu í fyrra þegar hann spilaði, og þeim tímabilum þegar hann var meiddur eða að ná sér eftir meiðsli. Lucasi og Mascherano er ætlað allt of stórt hlutverk, hlutverk sem þeir ráða alls ekki við.

  Það má líka vel vera rökrétt að hann fái að klára tímabilið. Það er jú, the Liverpool Way. Ég hef hins vegar enga trú á því að ekki finnist toppþjálfari. Enginn af okkur hérna hefur forsendur til að meta aðra þjálfara en þessa sem hafa verið nefndir hér. En ég hef áður nefnt þjálfar Wolfsburg, Lyon og Deschamps hjá Marseille sem hugsanlega kandídata. Það þarf ekki að vera náungi sem hefur unnið HM landsliða, CL, ensku, hollensku og sænsku deildinda. Göran? Nei, segi svona.

  Og þá ert það þú Maggi:

  Vorið 2002 endaði Liverpool í öðru sæti með 80 stig, 7 stigum á eftir Arsenal sem vann deildina. Sounds familiar? Hefur ekkert með Klinsmann eða Souness að gera. Þeir prumpa með andlitinu og ég eins og fleiri hlusta ekki á það sem þeir segja.

  “Með menn eins og Cissé, Baros og Le Tallec í lykilhlutverkum”: Kommon Maggi, þeir voru alls ekki í lykilhlutverkum, heldur voru það Gerrard, Hamann, Owen, Hyypia og Henchoz sem voru lykilmenn Houllier. Jafnvel Danny Murphy. Þeir standast þannig séð ágætlega samanburð við Kuyt, N´Gog og Lucas ef út í það er farið.

  Varðandi Gerrard og Carra, þá er margt sem spilar inn í. Gerrard vill án efa fá enskan titil í safnið sitt en á móti kemur að hann gæti orðið einn leikjahæsti leikmaður Liverpool frá upphafi og yrði gríðarlega virtur í sínum heimabæ ef hann kláraði ferilinn þar. Carra klárar ferilinn hjá Liverpool. Það er pottþétt mál. Spánverjarnir eru hins vegar miklu meira vafamál. Torres og Reina eru í hópi mikilvægustu leikmanna liðsins og það er ekkert ólíklegt að þeir vilji fara í betri lið.

  Þess vegna er eiginlega ómögulegt að segja til um hvað myndi gerast í leikmannamálum ef Benítez færi.

  En eins og ég segi, ég sveiflast fram og til baka í þessu og skrif eins og Kristins og Magga hafa veruleg áhrif þar á. Ég held samt að framtíð Benítez verði varla lengri en fram á vorið, hann er á leiðinni að tapa stuðningsmönnunum. Eitthvað stórt þarf að gerast. Ég var að skoða leikjaplanið fyrir Arsenalleikinn og sá þar að í sjálfu sér ætti að vera hægt að vinna einhverja 9 leiki í röð. En holan er orðin svo djúp að maður hefur varla trú á því að þeir taki Wigan á miðvikudaginn. Ég verð samt límdur við skjáinn og vona heitt og innilega að þeir klári þann leik.

  Peace out!

  http://www.knattspyrna.bloggar.is

Liðið gegn Arsenal – TORRES byrjar

Að reka þjálfarann / stjórann…