Liðið gegn Arsenal – TORRES byrjar

Svona er liðið:

Reina

Johnson – Carra – Agger – Aurelio

Mascherano – Lucas
Kuyt – Gerrard – Benayoun
Torres

Bekkurinn: Cavalieri, Aquilani, Insua, Ngog, Degen, Skrtel, Dossena.

Semsagt, Torres byrjar inná og Aurelio kemur inn í staðinn fyrir Insúa í vinstri bakverðinum. Mér líst vel á þetta. Við gátum gefið okkur það fyrir leikinn að Aquilani myndi ekki byrja og einnig var ólíklegt að Kuyt myndi detta útúr liðinu. Slíkt virðist bara ekki gerast.

Ég er sæmilega bjartsýnn. Við eigum að taka þetta Arsenal lið.

Sem lítur einmitt svona út (Veit ekki nákvæma uppstillingu, en gæti verið eitthvað svona):

Almunia

Sagna – Gallas – Vermaelen – Traore

Song – Denilson
Walcott – Fabregas – Nasri
Arshavin

Á bekknum: Fabianski, Diaby, Eduardo, Vela, Ramsey, Silvestre, Wilshere.

45 Comments

 1. Er svekktur yfir að Lucas og Kuyt byrji 🙁
  Skal éta það oní mig ef þeir eiga góðan leik 😉

  Áfram LFC !!!

 2. Sáttur með liðið fyrirfram. Gott að hafa Agger sem mér finnst mun betri varnarmaður og FÓTBOLTAMAÐUR en Skrtel. Ég vona bara að Aquilani fái sinn skerf af spilatíma, því hann verður að fara að komast í form fyrir törnina sem er framundan.

 3. það á greinilega að spila upp á stigið fyrst það á að vera með 2 minnst skapandi miðjumennina í deildinni enn eina ferðina saman á miðjunni

 4. Hvaða fuck!!!

  Af hverju skoraði Torres ekki úr þessu dauðafæri?

  Af hverju var ekki dæmt víti á Gallas þegar hann straujaði Gerrard í teignum?

 5. Það er fyndið að það eru mun færri komment þegar við erum að spila vel.

 6. eitt fallegasta mark sem ég hef á ævinni séð, djöfull eretta frábært!

 7. Megi hann halda áfram að pota þessu inn sem lengst! Hefur meira að segja bara verið fínn í dag.

 8. Stórleikja Kuyt mættur á svæðið 🙂 Stórglæsilegt mark að hætti meistarans 😉

 9. Sannfærandi spilamennska það sem af er og sanngjörn staða í hálfleik, ætti þó að vera 2-0 hefði dómarinn ekki tekið af okkur vítið.

  Halda þessu áfram og sigurinn verður okkar 🙂

 10. Er það bara ég, eða hefur hið “stórskemmtilega og léttleikandi” lið Wengers skapað eitt færi í hálfleiknum?

  Eru einhverjar fígúrur í fótboltanum leiðinlegri en Wenger?

  Ég væri frekar til í að vera fastur í lyftu með Drogba heldur en að þurfa að hlusta á Wenger í 5 mínútur

  Koma svo rauðir!!!!!!!!

 11. Djöfull er ég ánægður með þennan leik… og þá er ég ekki bara að tala um að við séum að vinna. Var á leiðinni að kommenta um þetta þegar markið kom.

  Það er bara allt annað að sjá liðið. Miklu skemmtilegra að horfa á það. Menn eru að berjast og hafa gaman af þessu. Ef þetta heldur svona áfram þá vinnum við þennan leik og ef þetta heldur áfram svona út tímabilið þá endum við í topp 4.

 12. Mjög góður fyrri hálfleikur hjá okkar mönnum. Kuyt búinn að vera ágætur, ekki frábær, en ekki lélegur, og ekki skaðar að hann setti hann. Torres er búinn að vera fínn, en maður sér samt að það vantar aðeins uppá fitnessið. Gerrard er búinn að vera mjög góður. En það sem er búið að vera best er miðjan. Hún hefur étið Arsenal miðjuna trekk í trekk. Lucas mjög góður, en maður fyrri hálfleiksins klárlega Mascherano. Vonandi heldur þetta bara svona áfram.

 13. 19, nákvæmlega. Ætti engan að undra að sjá Kuyt byrja í stórleik, er alltaf að pota inn mörkum í svona leikjum. Big game player!

 14. Hmmm, af hverju verða kommentin mín stundum svona. Stóð efst “65. mín.”.

 15. 1-2!
  Hvað getur maður sagt?
  Á þetta að vara svona allt tímabilið?

 16. Þetta mark skrifast alfarið á Reina… eða þannig.

  Helvítis fokking fokk. Nú er ég að verða svartsýnn. Torres endist örugglega ekki út leikinn og ég er hræddur um hvað gerist ef N’gog kemur inn í staðinn fyrir hann.

 17. það er bara e-h djók hvað liðið skítur alltaf uppá bak þegar þeir komast yfir í leikjum.. Gjörsamlega yfirspiluðu þá alveg þangað til Kuyt skoraði. Er Benitez ekki búin að segja þeim að leikurinn er 90 + min!!!

 18. Af hverju er ég að sleppa því að læra til að horfa á Liverpool?

 19. Þessi frammistaða endurspeglar bara gengið það sem af er tímabili. Þetta er engin tilviljun, liðið er bara ekki betra en þetta. Því miður er það bara þannig.

 20. Djöfull þoli ég ekki svona neikvæðni í mönnum, fariði að baka smákökur eða eitthvað. Vinnum þetta 3-2.

 21. Leikurinn ekki búinn en það sem komið er (80min) er þvílíkt andleysi að ég hallast að því að Gerrard og félagar vilji losna við Benna. Þetta er ekki mönnum bjóðandi að það sé ekki einu sinni barátta í liðinu á heimavelli og lentir undir á móti Arsenal.

 22. Ég er mjög undrandi á Gerrard. Hann er fyrstur í liðinu til að hengja haus. Heimtar endalaust aukaspyrnum fyrir engar sakir og hættir bara að elta boltann þegar ekkert er dæmt.

  Frekar pirrandi.

 23. Drulla eigin stuðningsmanna Liverpool er að svínvirka fyrir andstæðinga Liverpool. Til hamingju með það.

  You do walk alone unless you are winning.

 24. Ok, 7. sætið.

  13 stigum á eftir Chelsea, 10 stigum á eftir Man.Utd., 7 stigum á eftir Arsenal og Aston Villa (og Arsenal eiga leik til góða), 3 stigum á eftir Tottenham og 2 stigum á eftir Man.City (sem eiga líka leik til góða).

  Jafnmörg stig og Birmingham, 1 stigi á undan Fulham og 3 stigum á undan Sunderland og Stoke.

  Ætli Benitez verði rekinn ef Birmingham, Fulham, Sunderland og Stoke fara yfir okkur? Það ekki svo langsótt að það gerist.

  Æi vá, ég get ekki hugsað um þetta. Ég verð þunglyndur.

  Hvenær kemur viðsnúningurinn sem ég er alltaf að bíða eftir, alltaf að vonast eftir. Hvar er Liverpool liðið mitt?

 25. Ég er hræddur um að jólaskapið sem ég var kominn í sé horfið. Ég veit ekki hvort ég þolimikið meira af þessu. : (

 26. Eitt gott við þetta. Eykur líkur á því að við verðum lausir við Benítes sem fyrst. Og menn þurfa að vera verulega veruleikaskertir ef þeir halda að ef allir stuðningsmenn væru bara að ropa endalausri aðdáun á öllu sem Benítes gerir uppúr sér hefði þessi leikur og hinir endalausu aðrir leikir á leiktíðinni sem við erum búnir að skíta á okkur í unnist.

Arsenal á morgun

Liverpool 1 – Arsenal 2