Arsenal á morgun

Það er algjörlega ljóst að ein mest ofnotaða klisjan í boltanum er að þessi og hinn leikurinn sé algjör úrslitaleikur. Klisjur eru auðvitað klisjur af því að þær eiga oft ansi vel við og það má segja að leikur okkar manna á morgun geti talist vera hálfgerður úrslitaleikur. Það yrði hreinlega alveg aaaaaagalega vont, slæmt og hörmulegt að tapa honum. Það var nógu slæmt að sjá leikinn á síðasta tímabili þegar Arsenal voru sundurspilaðir á Anfield, en leikurinn endaði 4-4. Það hreinlega má bara ekki gerast aftur, við hreinlega VERÐUM að vinna á morgun. Ekki bara til að halda áfram baráttunni um að blanda sér í toppbaráttuna, heldur líka bara til að bjarga sálartetri mínu (og eflaust margra annarra Poolara).

Ég veit ekki hversu margir hafa reynt að nudda gengi okkar manna framan í mig undanfarið, en þeir eru MARGIR. Ég fæ reglulega þá spurningu hvort ég vilji nokkuð ræða fótbolta (og svo kemur alltaf glott í kjölfarið). Ég einfaldlega skil ekki svona spurningar. Ég mun aldrei, ALDREI fara í felur sem stuðningsmaður Liverpool. Ég mun ALDREI hætta að horfa á leiki. Ég mun ALDREI hætta að ræða þessa æðislegu íþrótt sem fótboltinn er. Ég mun ALDREI hætta að styðja Liverpool FC. Menn mega nudda og nudda, það getur verið sárt og allt það, en í felur fer maður ekki. Á morgun (og þetta er stolið) 13. desember vil ég að tímabilið hjá Liverpool FC hefjist. Framundan er barátta um að komast í eitthvað af toppsætunum. Framundan er barátta um FA bikarinn. Framundan er barátta um Europa League bikarinn. Framundan eru fjölmargir leikir og undirbúningstímabilið er að klárast í dag. Rafa, Stevie, Carra, Fernando…náðuð þið þessu? Tímabilið er að byrja á morgun og við viljum byrja það með krafti. Slakt undirbúningstímabil að baki og við ætlum bara að læra af því og spila eins og menn núna.

En mótherjar okkar á morgun eru Arsenal. Ef ég á að tala beint frá hjartanu, þá er ég ekkert svaðalega hrifinn af því liði (og geri mér grein fyrir að vera í minnihluta það). Mér finnst þetta Arsenal lið vera stórlega ofmetið, jú nokkrir virkilega góðir knattspyrnumenn eins og Cesc, Arshavin og Van Persie, en þar fyrir utan þá finnst mér þetta bara alls ekki neitt spes lið. Mér finnst til að mynda lið eins og Tottenham, Man.City og Aston Villa vera með betri mannskap en Arsenal. Það sem þeir búa þó að er að þeir eru með stórkostlegan stjóra sem er búinn að vera þarna lengi og allir vita hvernig hann starfar. Ég er ekki frá því að ef ég ætti að velja besta stjórann í veröldinni, þá yrði Wenger þar efstur á blaði. Því það er alveg ljóst að þó svo að mér finnist þetta Arsenal lið ofmetið (aðallega vegna umfjöllunar) þá er stjórinn þeirra búinn að framkvæma algjört kraftaverk þegar kemur að liðsuppbyggingu miðað við útgjöld, algjört kraftaverk.

En hvað um það, leikurinn á morgun er það sem skiptir öllu máli. Sigur gefur okkur jú 3 stig eins og hefðbundið er. En það sem glöggir lesendur gera sér líklega grein fyrir, þá myndi það þýða að keppinautar okkar fá 0 stig. Það sem sagt myndi þýða það að heilt 1 stig myndi skilja þessi 2 lið að í töflunni, þrátt fyrir versta árangur okkar norðan Alpafjalla síðan forfaðir Babú fann Selfoss og nam þar land. En er raunhæft að gera sér vonir um sigur miðað við það sem á undan er gengið. Uhh, leyf mér að hugsa…JÁ. Torres er að koma tilbaka og að mínu mati erum við með talsvert sterkara lið en Arsenal. Það sem þarf að gerast er að við förum að spila FÓTBOLTA. Þá meina ég fótbolta eins og við vorum að sýna á síðasta tímabili. Liðið getur þetta alveg, það er ljóst, það þarf bara að hrista upp í hausnum á öllum sem koma að þessu liði og koma þeim í skilning um að þeir geti þetta vel. Núna eru flestir okkar menn komnir úr meiðslum og því ekkert því til fyrirstöðu að taka vel á móti þessu Arsenal liði og klára það á Anfield.

Þá að liðunum. Van Persie er frá vegna meiðsla og það veikir þá umtalsvert og eins er Bendtner fjarverandi (sem reyndar styrkir þá umtalsvert). Engar nýjar fréttir með Rosicky, hann er að sjálfsögðu meiddur. En svo er slatti af leikmönnum sem teljast vera “tæpir”, sem reyndar þýðir að þeir leiki allir á morgun. Það er búið að rífa legið úr heilu hryssustóði til að maka á kappana og þeir koma út ataðir til leiks á morgun og er ég feginn að horfa bara á leikinn í sjónvarpinu, það bara hlýtur að vera ferlegur óþefur af þessu þegar það þornar í vindinum. En jæja, nóg um þeirra lið. Hjá okkur verða þeir Riera, Kelly og El Zhar örugglega fjarverandi, en ekki er vitað frekar um stöðuna á Ryan Babel. Aðrir eru heilir, þó sumir séu að reyna að ná upp leikæfingu. Ég held að Rafa muni stilla upp sínu allra sterkasta liði á morgun, ég held meira að segja (kannski er það bara vonin mín sem talar) að hann muni taka smá séns. Það eina sem ég er í smá vandræðum með að stilla upp er vinstri kantstaðan. Þar koma nokkrir til greina, þó svo að ég hallist helst að því að Yossi verði þar (Aurelio kemur líka til greina). Ég ætla því að giska á að Rafa stilli þessu svona upp:

Reina

Johnson – Carra – Agger – Insúa

Mascherano – Aquilani
Kuyt – Gerrard – Benayoun
Torres

Bekkurinn: Cavalieri, Skrtel, Doessena, Aurelio, Lucas, Babel og Ngog

Ég held einfaldlega að Rafa komi ekki til með að droppa Kuyt, þrátt fyrir skelfilegan leik síðast og slakt form undanfarið. Ég er reyndar nokkuð viss um að ég hafi rangt fyrir mér með Aquilani í byrjunarliði, en ég ætla samt að stilla honum þar upp á kostnað Lucas. Þetta lið getur svo vel unnið Arsenal að það hálfa væri nóg. Ég ætla að leyfa mér að halda áfram að bryðja gleðipillurnar mínar og spá okkar mönnum sigri og að tímabilið hefjist formlega. Eigum við ekki að segja 2-1 og að þeir félagar Stevie og Fernando sjái um að marka þessi tímamót okkar. Æj hvað er gaman að vera svona bjartsýnn 🙂

YNWA

59 Comments

  1. Já Steini ég væri til í að vera svona bjartsýnn! Nallararnir eru allavega kokhraustir sem sást ágætlega í morgun þegar ég skellti mér í klippingu á Rakarastofu Björns og Kjartans á Selfossi sem líklega mætti telja sem höfuðstöðvar Arsenal á Íslandi “já þú hefur haft vit á því að koma fyrir leik” sögðu þeir bölvaðir 😉

    En við eigum inni 3 stig eftir þetta erkibull í fyrra.

    Snilldarupphitun btw

  2. Mikið innilega vona ég að þú hafir rétt fyrir þér með byrjunarliðið. Rétt vona að Rafa láti Aquilani byrja í staðinn fyrir Lucas. Þetta er ekki árás á Lucas heldur er það fullreynt að láta hann og Mascherano vera saman á miðjunni. Verðum að koma Aquilani í gang. Held að heimaleikur gegn Arsenal sé akkúrat rétti leikurinn til þess.

    Áfram Liverpool!

  3. djöööfull líst mer vel á byrjunarliðið ,, vona að þetta verði svona!

  4. Mikið vildi ég óska tímabilið hjá Liverpool hæfist formlega á sama tíma og deildarkeppnin fer í gang. Svekkjandi að þurfa að bíða eftir þeim langt fram eftir vetri.

    Annars vona ég umfram allt að Liverpool muni byrja að spila skemmtilegan fótbolta. Ég myndi jafnvel fyrirgefa tap ef liðið setur smá trukk í þetta, tekur sénsa og reynir virkilega að spila almennilegan sóknarbolta.

  5. Pacheco inn fyrir Kuyt og Masch einn fyrir framan….. Draumórar ég veit 😉 en hversu skemmtilegt yrði spilið fram á við með Gerrard, Acuilani, Benayoun, Pacheco og Torres……..

    En býst frekar við að sjá fljúgandi bleika fíla fyrir utan gluggann…

    Áfram LFC !!!

  6. Alveg eins og í allan vetur þá líst mér ótrúlega illa á að sjá Mascherano og Lucas saman á miðjunni og Kuyt hægra megin. Ég vil fá Gerrard niður á miðjuna með Mascherano og Kyut í holuna. Yossi getur verið hægra megin á miðjunni og Riera vinstra megin. Með svona uppstillingu gæti komið smá hraði, creativity og ógnun…ekki steingelt og á hraða snigilsins eins og verið hefur.

  7. @babu

    Það verður sko heldur betur pöntuð klipping hjá Kjartani og co. á mánudag. 😉

    Karmalestinn er að koma heim 😀

  8. Líst vel á byrjunarliðið hjá SStein. fyrir utan að Kyyt má fara hita sætið á bekknum, ekkert sem réttlætir það að hann eigi fast sæti í liðinnu miðað við spilamennskunna í Vetur. væri frekar til í að setja Carrager í hægri bak og Glen johnson í Hægri kant og slóvakan í vörninna og ég held að kanturinn væri hætturlegri en Johnson-Kyyt sem segir allt mitt álit á Kyyt undanfarið.

  9. Er Riera meiddur ? Klárlega heima á vinstri kanntinum. ótrúleg þrjóska í Rafa mun skila Kuyt byrjunaliðssæti enn eina ferðina. Skritíð hvað karlinn er tregur við að prófa nýja hluti.

    Annars spái ég bara að við tökum þetta á morgun 2-1.

  10. Eftir leikinn í vikunni í meistaradeildinni, (þótt hann hafi ekki skipt máli), þá sést andleysi liðsins mjög vel og ég efast um að þetta andleysi er eitthvað að hverfa. Leikmenn eru svekktir eftir slæmt gengi liðsins og sést vel á þeim, og það mun ekkert breytast á morgun. Gæti alveg trúað að Arsenal muni rúlla yfir okkur. Því miður, engin bjartsýni frá mér í þessu, vona að ég hafi rangt fyrir mér.

  11. Vill einhver hringja í bæði SStein og Benitez og láta þá vita að tímabilið byrjar í ágúst, ekki desember :p

    Annars er ekkert sem réttlætir veru Kuyt í námundan við liðið og því vona ég að hann verði eftir heima. Er Rieira meiddur? annars væri ég til í Yossi – Gerrard – Rieira fyrir aftan Torres. Skil ekki hvernig mönnum dettur í hug að spila með hægan bakvörð í frammliggjandi kantstöðu. Það er engin furða að það er ekkert flæði í sóknarleik okkar þegar kannt/framherjar eru Kuyt og Aurelio Með Masch og Lucas fyrir aftan sig. Síðan vil ég Masch og Aquilani á miðjunni.

  12. Bolton 3 : 3 Man. City
    Tottenh. 0 : 1 Wolverhampton
    Chelsea 3 : 3 Everton
    Staðfest … ekki slæm úrslit þetta 😉 svo er bara að RÚSTA Arsenal!!!

  13. Nú er bara að vona að Aston Villa nái að stríða Man Utd, og svo auðvitað verðum við að vinna Arsenal á morgun 🙂

    Flott upphitun b.t.w. 🙂

  14. Flottur Steini.

    Sammála þínum upphitunum vanalega og þessi segir allt sem ég vildi segja, sérstaklega feitletruðu hástafirnir!

    Svo er ljóst að verulega skelfur á sumum bæjum eftir daginn. Mikið leið mér vel að sjá Redknapp tekinn í bakaríið af litlu liði sem pakkaði í vörn. Bæði þar sem hann réð ekki þar við sitt alþekkta bragð með lið eins og Soton, Hammers og Pompey gegn stærri liðunum og ég treysti því að sonur hans, Jamie fyrrum Liverpoolmaður, láti nú pabba heyra það!

    Því liðið sem Spurs stillti upp í dag kostaði verulega peninga!

  15. YES YES YESSSSS hreint frábær úrslit i dag og dagurinn bara rétt byrjaður – koma svo Aston Villa, sýnið hvað í ykkur býr! 😀 😀

    Avanti LIVERPOOL – R A F A – http://www.kop.is

    PS: SSTEINN ef vid töpum borga eg næstu klippingu fyrir þig 😉 😀 😛

  16. Heimskasta setning sem ég hef heyrt. “Nú byrjar tímabilið hjá okkur” ,Benitez
    Come on, af hverju byrjaðir þú ekki bara tímabilið á sama tíma og hin liðin?

  17. Nokkuð rétt hjá þér SSteinn með allt nema að Lucas verður á miðjunni með Mascherano. Rafa mun ekki stilla ítalanum upp, en hann mun líklega láta hann koma inn á þegar c.a. 30 mínútur eru eftir.

  18. ég er nokkuð hræddur um að arsenal sé lið sem hentar okkur engan veginn því miður (ekki það að hin liðin hafi hentað okkur mikið uppá síðkastið) ég held bara að arsenal séu of sterkir fyrir okkar vænbrotna lið . spá þessu 1-3 á morgun 🙁 . ætla samt INNILEGA að vona að ég hafi rangt fyrir mér .

  19. Eg spai að Aquilani eigi þatt i öllum okkar mörkum a morgun ! 2 assist allavega

  20. Ég væri til í að sjá Benitez láta Torres og N´gog framm. N´gog er búinn að vera nokkuð seigur á þessu tímabili og það væri gaman að sjá tvo framherja.

  21. Já sæll það er eins gott að eitthvað blóð renni í Livrpool á morgun annars verð ég að taka undir með Klinsman

  22. Man Utd var að tapa fyrir Aston Villa 🙂
    Skrítin umferð í enska þessa helgina :/

  23. Ok, þessi úrslit í dag hljóta að geta kveikt í mönnum. Við getum komst uppí 5. sæti með bara Aston Villa fyrir ofan okkur (sem er liðið sem ég er minnst stressaður fyrir af Tottenham, Man City og Aston Villa).

    Hef fulla trú á að menn geti lamið sig saman fyrir þennan leik og að við getum unnið Arsenal. En við verðum þá að byrja að spila almennilega. Við unnum Man U á Anfield og getum klárlega klárað Arsenal líka.

    Plús það að 4-4 úrslitin gegn Arsenal í fyrra voru FÁRÁNLEG úrslit – því við áttum þann leik frá A-Ö. Ég held að ég hafi sjaldan verið jafn trylltur yfir leik og þá. Ef að Arshavin skorar á morgun þá tryllist ég.

  24. Plís, ekki Benayoun á kantinum… Og ef hann verður á kantinum, plís hægri kantinum.

  25. Held að Lucas og Mascherano miðjan verði notuð í þessum leik því þetta er einn af 8 leikjum á tímabilinu þar sem þeir fúnkera saman. Þeir þurfa ekkert að stjórna leiknum mín vegna, þeir þurfa ekkert að eiga 40 metra sendingar sem koma Torres á auðan sjó, þeir þurfa bara að djöflast og hjálpa vörninni að halda hreinu. Aquilani kemur svo inn og við klárum leikinn 1-0 með marki frá Kuyt. Það eru tölur sem ég þrái heitt þessa dagana.

    http://www.knattspyrna.bloggar.is

  26. Ég væri vel til í að sjá Benayoun á hægri og Pacheco á vinstri, en liðið að öðru leyti eins og þú stilltir því upp. Ég er hins vegar talsvert hræddur um að Lucas og Masch verði saman á miðjunni. Arsenal er mjög gott sóknarlið og það gæti alveg gerst að Rafa reyni að vera conservative og stilla upp varnarsinnaðri miðju. Það væru samt mistök.

  27. þetta eru draumórar að halda að rafa stilli upp annari miðju en lucas-masch … ekki séns að hann setji gerrard á miðjuna og aquaman er klárlega ekki í plönunum hjá rafa í alvöru leikjum . þannig að þetta verður sama bullið og hefur verið í gangi undanfarna leiki . eins og ég hef sagt þá held ég að arsenal taki þetta og klári leikinn frekar snemma jafnvel í fyrri hálfleik þar sem að þeir spila hraðan og árangursríkan fótbolta , eitthvað sem er ekki beint spennandi fyrir rafa og hans vörn ..

  28. Samkvæmt opinberu síðunni þá kemur vel til greina að stilla Aquilani upp í byrjunarliðinu á morgun.

  29. Væri til í að fara að gefa Insúa frí klárlega okkar veikasti hlekkur. annars styð ég uppstillingu SSteins

  30. Dreymdi skrítinn draum í nótt Rafa fékk úr að gjöf frá konunni??

    Vonandi boðar þetta eitthvað gott nema að tími hans sé liðnn

  31. Hvernig væri þetta:

                   Reina
    

    Johnson Carragher Agger Aurelio

           Lucas Mascherano
         Gerrard Aquilani Yossi
                    Torres
    
  32. johnson-carragher-agger-aurelio/insua
    mascherano-aquilini
    yossi-gerrard-riera
    torres
    alltilæ ad hvíla kuyt aðeins

  33. Aquilani spilaði mikið á móti Fiorentina og við þurfum að fara varlega að honum ekki ráðlegt að nota hann í svona leik sem gæti orðið jafn og harður. Eins mikilvægt að gefa Torres tíma til að koma til baka eftir meiðslin, mun væntanlega byrja á bekknum. Pacheco munum við ekki sjá aftur á tímabilinu. Lucas hefur sínt mikinn dugnað (sennilega á æfingum) og mun þessvegna byrja á miðjunni með Masherano. Og Gerrard mun spila í ca 75 mínútur þar sem hann spilaði allan leikinn gegn Fiorentina, varla tilbúin í 180 min í sömu vikunni. Og sama hvernig fer þá minni ég ykkur á það að “we are improving”

  34. Held að allir séu sammála að kuyt á ekki að spila er bara búinn að vera of lélegur lengi.
    Hvernig væri að hafa yossi á hægri og Dossena á vinstri fannst hann ágætur á móti Fiorentina og hann þarf að sanna sig.
    Hann er líka duglegur að mæta í teiginn og þeir báðir.
    En svo aftur á móti er hann ansi oft arfa slakur kannski helst þá í bakverðinum.
    En menn verða að berjast allan tíman og halda einbeitingu ef þetta á að vinnast.
    Finnst líklegt að þetta verði jafnt en vonandi sigur.
    Áfram Liverpool.

  35. Það er enginn ástæða að vera eitthvað hræddir fyrir þennan leik. Þau stig sem Arsenal hefur unnið sér inn á þessu tímabili hafa flest verið á heimavelli gegn lakari liðum og það er einmitt á móti þeim liðum sem þeir eru að spila þennan ,,frábæra” bolta sinn. Á stóru sviðunum hafa þeir klikkað, töpuðu tvisvar í Manchester borg, létu Chelsea niðurlægja sig og töpuðu einnig gegn Sunderland og þetta æðislega lið er bara með einum tapleik minna en Liverpool.
    Úrslit okkar manna hafa verið að koma til, alls ekki sterkasta lið í síðasta leik og ég er algjörlega sannfærður um að við tökum nallana sannfærandi vegna þess að Liverpool er að standa sig á mótu stóru strákunum.

  36. Ég held að Lucas byrji pottþétt á kostnað Aquilani. Svo er ekki ólíklegt að Ngog byrji fremstur og Torres verði á bekknum. Aurelio gæti svo komið á vænginn á kostnað Yossi.
    Ómögulegt að spá um úrslit, en ef Torres og Aquilani fá að spila í 30+ mín hallast ég að sigri okkar manna.

  37. Auðvitað er maður hræddur fyrir leikinn á morgun. Miðað við hvernig Benitez hefur verið á þessari leiktíð held ég að það sé nánast öruggt að Kuyt byrji inná og Masch og Lucas verði á miðjunni. Hinsvegar vonast ég eftir að Aurelio verði í vinstri (johnson,carra,agger,aurelio) og svo að Riera verði á hægri og Benyoun á vinstri. Held að Aquilani verði á bekknum og komi svo inná. Gæti vel trúað að Torres byrji leikinn

  38. Við kunnum ekki að nýta okkur ófarir annara liða þannig að ég spái jafntefli á morgun1-1 og guess what,arsenal skorar í uppbótartíma.Giska á að hinn arfaslaki kyut skori annað hvort fyrir okkur eða þá.btw þá finnst mér alltaf best að vera svartsýnn fyrir leiki

  39. Morgundagurinn? Alveg pottþétt skipulag sem klikkar ekki: Heimavöllur. Allir í vörn. Hugsanlega einn á toppnum. Vissara að ógna ekki gestunum. Alveg Rafaesque.
    Hvernig væri að spila fótbolta? Hætta þessum feluleik hugleysingjans. Tapa þá með sæmd! Og þá meina ég með fleiri en Kát glefsandi gagnslaust hægri vinstri frammi.

  40. Draumabyrjunarlið:

    Mark: Reina
    Vörn: Johnson, Carragher, Agger, Aurelio
    Varnartengiliður: Mascherano
    Miðja: Benayoun, Gerrard, Aquilani, Riera
    Sókn: Torres

    Bekkur: Cavalieri, N’gog, Pacheco, Kuyt, Lucas, Skrtel, Insua

  41. það er ekki langt síðan að hann var ða tala um viðbótartímann þá var þa ðá móti man city og þá sagði hann að þetta er bara dómarinn sem ákveður þetta hann er fljótur að snúast við þessi maður
    en hvað varðar liverpool þá verðum við að hvíla menn eins og Kuyt og lucas i þessum leik og reyna að spila fótbolta þá kannski eigum við séns þetta eru akkurat úrslitinn fyrir okkur
    ég vill sjá koma smá blóð i tennurnar hjá liverpool mönnum á morgun og láta aðeins finna fyrir sér ekki bara macca að reyna sér og berjast um allann völlinn

  42. Rafa mun stilla upp eins varnarsinnuðu liði og hann getur. Lucas og Mascherano saman á miðjunni. Aurelio á vinstri kanti og Kuyt á hægri. Arsenal mun skora á okkur svo það er eins gott að Torres og Gerrars nái góðum leik. Hef þó enga trú á sigri. Það er allt sjálfstraust úr liðinu, enginn að skapa neitt og mér finnst í raun engin sál í liðinu núna. Spái 1 – 3 tapi. Er sammála Ssteini um að Arsenal liðið er mjög ofmetið. Við erum með miklu betri mannskap.

    ps. Vona innilega að ég hafi rangt fyrir mér með úrslitin…

  43. Ef við hættum að liggja til baka og þessum sprengjuvörpunum fram á við í stað þess að spila boltanum úr vörninni, þá eigum við góðan séns. Tala nú ekki um ef Mascherano fær að vinna sitt hlutverk á miðjunni í stað þess að þurfa að vera að bera boltann upp völlinn.
    2-0

  44. Merkilegt að menn tala um að N´gog eigi að vera frammi með Torres eða einn frammi (ef Torres er frá), en N´gog getur ekki blautann, hann er verri en Babel sem menn hafa verið að hrauna yfir, og veit einhver um Babel, er hann meiddur? Málið er að við eigum 1 framherja (Torres) sem getur klárað leiki,,,, en Kuyt var betri þessar 10 mín sem hann var frammi en N´gog var allan sinn tima á móti Everton, þannig að Kuyt er kostur nr 2. N´gog er því miður ekki að gera góða hluti, en stundum sæmilega,,,
    Svmkmaæt rnsanókn við Cmabrigde hkóásla þá stkpiir ekki mlái í hðvaa röð stfiar í oðri eru, það enia sem stikipr mlái er að frtsyi og stíasði stinaurfn séu á rtéutm satð. Aillr hniir sfitarnir gtea vireð í aöljrgu rlgui en þú gtuer smat lseið það aðvuledlgea. Áæðsatn fiyrr þsesu er að mnnashgrniuun les ekki hevrn satf friyr sig hleudr oirðð sem hiled. 😉

  45. Smá fróðleikur sem er í lokinn á nr 50 kom of snöggt, smá klúður hjá mínum, 😉

  46. „Það ætti að leysa dómara undan þeirri ábyrgð að ákveða hver uppbótartíminn sé[þegar United þarf á því að halda]. Leikurinn stoppaði tvisvar í rúmar tvær mínútur en samt var bara bætt þrem mínútum við leikinn,” sagði Ferguson ákveðinn en hann er að skilorði og þarf að gæta orða sinna.

  47. Ekki séns að Aguilani fái að byrja, því miður.
    Hef samt fulla trú á því að við tökum þennan leik, heimavöllur, Torres og Gerrard sjá um þetta dæmi og Aguilani fær vonandi einhverjar mínútur í restina.

  48. Hero, það er náttúrulega algjörlega ótækt þegar dómarar virða ekki meginreglu FA og halda uppi skyltinu until we score í lok leikja á OT sem heimaliðið er ekki að vinna.

  49. Nennti ekki að lesa commentin undir þessum skrýtna pistli hjá Steini. Ég virði skoðun þína Steinnm en þessi pistill fékk mig bara til að hlæja 😀 Þú ert greinilega mjög litaður af Arsenal hatri og með Liverpool gletaugu í þokkabót.

    Þú segir að Villa og Spurs séu með betri leikmannahóp en Arsenal ! Þú ert örugglega einn af fáum með þessa skoðun og svo segirðu að Liverpool sé með talsvert sterkara lið en Arsenal. Hahaha þetta finnst mér nú bara skrýtin ummæli :S

  50. AE – Liverpool náðu mikklu lengra en Arsenal í fyrra og allir voru sammála um að þeir væru með mun öflugra lið (enda lýgur taflan varla svona rosalega í lok tímabils). Síðan þá seldu Arsenal 2 rándýra leikmenn sem má færa góð rök fyrir að hafi verið með þeirra bestu mönnum og keyptu lítið í staðinn. Á meðan seldi Liverpool 1 sinn besta mann og keyptu besta hægri bakvörð englands í sumar.

    Svo út frá þessu mætti vel halda því fram sem SSteinn gerir – vissulega getur þú bent á töfluna í dag til sönnunar um annað, en ég hugsa að þú getir það ekki í maí

  51. Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Agger, Aurelio, Kuyt, Mascherano, Lucas, Benayoun, Gerrard, Torres. Subs: Cavalieri, Aquilani, Insua, Ngog, Degen, Skrtel, Dossena.

  52. Byrjunarliðið:

    Reina, Johnson, Carragher, Agger, Aurelio, Lucas, Masherano, Kuyt, Gerrard, Benayoun, Torres

Heiðarleiki í fótbolta

Liðið gegn Arsenal – TORRES byrjar