Kristján Gauti búinn að skrifa undir…

Þá er það orðið staðfest að íslendingarnir á mála hjá Liverpool eru orðnir tveir því í dag var það staðfest á opinberu síðunni að Kristján Gauti Emilsson hefði skrifað undir þriggja ára samning við Liverpool og gengur hann til liðs við akademíu félagsins í janúar.

Þar sem ég hef mikið til verið að fylgjast með alvöru fótbolta hér innanlands undanfarið þá get ég ekki sagt að ég hafi mikla hugmynd um þennan strák. Hann kemur frá FH og Heimir Guðjóns var allavega ekkert að draga neitt úr getu hans og lýsir honum sem gríðarlegu efni miðað við aldur.

Þetta er sókndjarfur miðjumaður miðað við opinberu síðuna og aðdáandi Liverpool frá barnæsku að ég held.

Endilega deilið visku ykkar um gutta ef þið vitið meira en ég (KAR?)

En Kristján Gauti, ef þú ert að lesa þetta (gæti acutally átt við í þetta skiptið) velkominn til Liverpool, búðu þig undir að SSteinn eigi eftir að líma sig á þig í framtíðinni 🙂

24 Comments

 1. Gríðalega góður, sendingar, skot og leikskilningur. Hann var með litla bróðir í u17 og að hans sögn bara einn sá allra besti í sínum aldursflokki.
  Hlakka til að sjá hann spila.

  Og smá tengd þessu þá finnst mer benitez eiga að fara spila ungu leikmönnum frekar en að spila lélegu gömlu. Vil sjá meira af pacheco í staðinn fyrir voronin og kuyt. Og afhverju var martin kelly ekki í liðinu í gær í stað darby, finnst hann betri.

  • afhverju var martin kelly ekki í liðinu í gær í stað darby, finnst hann betri.

  Hann er bara ennþá meiddur held ég

 2. Sky-menn töluðu um að Kelly sé nýstiginn upp úr meiðslum og hafi verið í kortunum fyrir leikinn í gær.

 3. Það eina sem ég hef um þessa færslu að segja, Babú góður, er að ef þú heldur að þú hafir verið að horfa á alvöru fótbolta á Selfossi síðustu árin bíður þín eitt stykki heljarinnar sjokk þegar þú mætir í Krikann á næsta ári.

  FH > Selfoss. Fact. 😉

 4. Ég spilaði nú með kauða í sumar í FH og þetta er án efa besti fótboltamaður sem að Ísland elur upp hingað til. Sendingar, skot , fyrirgjafir og hraði allt fullkomið. Hann á örugglega eftir að standa sig frábærlega og á þetta fyllilega skilið.

 5. Það verður gaman að fylgjast með honum vonandi stendur hann sig og spilar með LFC í framtíðinni.

  YNWA

 6. Þetta eru skemmtilegar fréttir. Við óskum honum auðvitað innilega til hamingju. Ég get rétt ímyndað mér hversu spennandi það er fyrir íslenskan Liverpool aðdáanda að fá actually að spila með liðinu. Það er ótrúlegt.

  Til hamingju, Kristján Gauti.

 7. Vilkommen….

  Vonandi að hann nái að þroskast og bæta sig sem leikmaður. Hefði ekki verið leiðinlegt að vera í hans sporum þegar maður var 17 ára, klárlega draumur hvers ungs poolara (ekki það að maður hafi verið eitthvað nálægt því að komast í þessi spor 🙂 ). Frábært afrek og vonandi að hann njóti tímans hjá L’pool.

 8. Það sem ég veit um þennan strák er að hann tekur fótboltann mjög alvarlega og er mjög skynsamur þegar kemur að íþróttum. Svo veit ég að hann er með mjööög stórt Liverpool hjarta þannig að hann er að fara til þess liðs sem hann hefur stutt frá barnæsku.

 9. Verður gaman að sjá hvernig fer hjá Kristjáni Gauta.

  Hann er töluvert efni, það mesta held ég sem komið hefur fram hér lengi, hefur í raun allt sem knattspyrnumaður á hans aldri þarf. Það sem ég heyri mest af honum frá þjálfurunum hans er hversu svakalegan leikskilning hann hefur og hvernig hann hefur hingað til ALLTAF náð að bæta sig með því að takast á við nýjar áskoranir.

  Frábært að eiga tvo íslenska drengi á Anfield og mikið voðalega væri nú gaman ef annar, hvað þá báðir, næðu árangri þar!

  En það er langt í það!

 10. Erum við að tala um leikmann af kaliberi Eiðs Smára hérna, sem pakkaði íslensku deildinni saman 17 ára gamall? Ef ekki þá finnst mér stór spurning hvort hann hefði ekki átt að taka allavega eitt tímabil hérna heima í viðbót. Annars veit maður ekkert um gang mála í þessum bransa, mér þætti fróðlegt að heyra hvað Liverpool þarf að borga fyrir svona strák.

 11. Eru þetta ekki bara einhverjar árangurstengdar uppeldisbætur. Ættu að fá fínan pening ef og þegar hann spilar sinn fyrsta leik

 12. Þessi strákur var ekki á samning hjá FH og því væntanlega rétt sem Magginn segjir að um sé að ræða eh uppeldisbætur. Kári, hvaða Liverpoolaðdáandi helduru að hafni tækifærinu á að ganga til liðs við þetta félag á þeim forsendum að hann vilji spila eitt tímabil heima í viðbót?

  Ég óska Kristjáni Gauta bara til hamingju og vona að hann nái sem lengst, hvort sem það verði með Liverpool eða minni klúbb.

 13. Ég veit ekki Pétur, auðvitað verður gaman fyrir hann að hafa það á ferilskránni að hafa verið á mála hjá Liverpool en hvort hann bæti sig meira með kjúklingunum þar eða að æfa og spila með fullorðnum karlmönnum í besta liði Íslands er svo spurning. Margir ungir strákar sem höndla svo einveruna illa, líður ekki eins og heima hjá sér osfrv. En vonandi gengur þetta allt eins og í sögu.

 14. Ég held ad tad sé nú alveg oruggt ad tad er betra fyrir 16 ára strák ad spila med u18 hjá Liverpool en hjá FH, med fullri virdingu. Og tad maetti einhver senda Benitez mail ad kíkja á Ingólf Sig hjá KR, sá hann spila í 10 mínútur gegn ÍBV í sumar og vá hvad hann er ad fara ná langt!

 15. Stefan J. guð minn almattugur ekki segja þetta.. Þessi gutti er svo hrikalega ofmetinn, ingolfur meina eg þa, að það halfa væri alveg nog. Hann er með goða boltatækni, en ef þu hefur mann sem djöflast i honum allan leikinn þa getur hann ekki skit. Hef spilað oft og mörgu sinnum a moti honum og aldrei hefur hann getað neitt.

 16. Maður situr hér í sakleysi sínu að horfa á LFCtv og poppar ekki Höddi Magg inn í viðtal og mærir Íslendinginn unga upp úr skónum. Gaman að því.

 17. Gaman að þessu..
  Vona að sjá hann spila í framtíðinni……..

  Til hamingju Kristján Gauti !

  Áfram LFC !!!

 18. Þetta er spennandi en get nú ekkki sagt annað en grey strákurinn. Hann hefur ekki fylgst með því hvernig ungum leikmönnum vegnar og þroskast hjá Benitez og Liverpool. Guðlaugur er þá amk kominn með PLaystation keppinaut.

 19. Þessi drengur, Kristján Gauti, er efnilegur, en aldrei dytti mér í hug að Liverpool myndu kaupa hann. En vonandi gengur honum samt vel þó ég efist um þetta. Guðlaugur Victor var til dæmis töluvert umfangsmeiri leikmaður á þessum aldri og ekki munar nú miklu á milli þeirra þó þeir séu reyndar mögulega ólíkir.

  Fyndið samt að um leið og byrjað er að tala um leikmann sem fer til L’pool frá FH, og einhver minnist á Ingólfur Sigurðsson KR-ing þá eru Hafnfirðingarnir mættir með kyndlana og drullið.

  Það er alvitað vestur í bæ að Ingólfur Sig er undir öflugri smásjá Man Utd. þó sá klúbbur sé vissulega ekki vinsæll hér hjá okkur, en sá drengur er alls ekki síðri, jafnvel með meira potential á einu ákveðnu sviði (tækni og dribble) heldur en Kristján Gauti.

  Aftur vil ég óska Kristjáni til hamingju og ég vona að honum vegni vel, en handa þeim sem að reyndi að gera lítið úr Ingólfi þá var sá drengur einmitt hluti af 2. flokk KR í sumar sem slátraði íslandsmótinu og pakkaði saman 2. flokk FH sem enduðu í öðru sæti, 6-0, en Kristján Gauti gegndi þar einmitt lykilhlutverki.

  Margir leikmenn KR í þeim leik litu betur út en Kristján Gauti, sem undirstrikar undran mína á því að hann sé farinn til Liverpool en allir geta átt slæman dag, en kannski er umbinn hans bara svona fjári góður.

 20. Strákar, strákar … Ingólfur er mikið efni og Viktor Páll var það líka á sínum tíma en Kristján Gauti var valinn til að spila leiki með aðalliði Íslandsmeistaranna. Slíkt afrekaði Viktor Páll aldrei. Gerið ekki lítið úr því.

  Þetta voru einhverjir 3-4 leikir hjá Kristjáni Gauta í sumar og ég held ég hafi séð tvo þeirra. Virkaði vel spilandi og stór í þeim, á greinilega eftir að massa sig aðeins upp og styrkja sig og vonandi auka hraðann en þetta er hörkugóður fótboltamaður.

  Óþarfi að vera að rökræða eitthvað KR vs. FH dæmi hérna. Óskum Íslendingnum bara góðs gengis hjá Liverpool. Hann er að upplifa draum sem við höfum allir á einhverjum tímapunkti alið í brjósti.

 21. Enda Viktor Páll úr grafarvoginum/árbænum, töluvert minni spámenn og minni klúbbar þar.

  Ingólfur afrekaði hins vegar að spila fyrir Stórveldið og skora í fyrsta leiknum sínum, sem verður að teljast töluvert meiri árangur en að fá að spila með fimleikafélagi.

Liverpool 1 – Fiorentina 2

Heiðarleiki í fótbolta