Liverpool 1 – Fiorentina 2

Þátttöku okkar manna í Meistaradeildinni þetta árið lauk í kvöld á lokaleik riðilsins. Um var að ræða heimaleik gegn Fiorentina, leik sem hefði svo hæglega getað orðið klassískt Evrópukvöld og hreinn úrslitaleikur en þökk sé getuleysi okkar manna í þessum riðli var hér um lítið annað en sýningarleik að ræða. Það varð úr að bæði lið hvíldu lykilmenn og Fiorentina unnu **2-1 útisigur** í sæmilegum leik.

Rafa stillti upp eftirfarandi liði í kvöld:

Cavalieri

Darby – Skrtel – Agger – Insúa

Mascherano – Aquilani
Benayoun – Gerrard – Dossena
Kuyt

**BEKKUR:** Reina, Kyrgiakos, Carragher, Spearing, Pacheco (inn f. Aquilani), Torres (inn f. Kuyt) og Aurelio (inn f. Mascherano).

Sem sagt, Rafa gaf um hálfu aðalliðinu frí í kvöld og hinn helmingurinn var annað hvort tekinn útaf eða kom inná í nokkrar mínútur.

Fyrri hálfleikurinn var frekar bragðdaufur. Engin spenna, engin pressa og hvorugt liðið að nenna þessu mikið. Undir lok hálfleiksins kom þó mark Liverpool þegar **Benayoun** skallaði góða aukaspyrnu Gerrard inn af stönginni.

Síðari hálfleikurinn var fjörugri, bæði lið sóttu aðeins meira og okkar menn hefðu átt að vera búnir að tvöfalda forystuna þegar Fiorentina-menn jöfnuðu eftir 60 mínútna leik eftir að Steven Darby hafði látið teyma sig út úr stöðu sinni og einhver Fiorentina-leikmaðurinn var mættur í eyðuna á fjær og setti boltann inn.

Eftir þetta fór Rafa að skipta leikmönnum útaf/inná og spil okkar manna datt niður. Gerrard og Dossena, og svo varamennirnir Torres og Pacheco, voru næst því að skora fyrir okkar menn en eins og venjulega í þessum riðli voru það andstæðingarnir sem unnu með sigurmarki undir lokin. Á 93. mínútu missti Darby boltann í einhverju rugli á vængnum, sá sem vann boltann af honum gaf fyrir og Gilardino skoraði sigurmark Ítalanna sem fagna fyrir vikið sigri í þessum riðli.

Það þýðir ekkert að lesa mikið í þennan leik, og í raun ætti maður ekki að svekkja sig á úrslitunum heldur, en þetta var engu að síður alveg týpískt fyrir Liverpool. Þetta var þriðji leikurinn sem okkar menn tapa niður í uppbótartíma og það er ljóst að ef allir leikir í þessum riðli hefðu verið flautaðir af um leið og 90 mínúturnar voru búnar hefðu okkar menn unnið riðilinn. Það er mögnuð tilhugsun en um leið sorgleg.

**MAÐUR LEIKSINS:** Byrjum á því sem allir biðu eftir – Aquilani var ágætur í kvöld. Virkaði frískur, átti nokkrar fínar sendingar og reyndi að taka þátt í spilinu. Lék í 76 mínútur og komst vel frá sínu (meiddist sem betur fer ekki). Það sást þó mjög vel á köflum að hér var á ferðinni leikmaður sem hefur ekkert leikið í rúmlega hálft ár og maður skildi aðeins betur hvers vegna Rafa hefur verið að hvíla hann í tvísýnum leikjum. Samt, einhvers staðar verða menn að byrja og þetta var góður ráspunktur fyrir hann. Vonum að hann geti byggt á þessu og öðlast leikform í desember því við munum þurfa á honum að halda eftir áramót, klárlega.

Aðrir voru misjafnir. Insúa og Dossena fannst mér báðir mjög góðir vinstra megin, og þá lék Benayoun vel hægra megin. Mascherano var mistækur fannst mér, enda kannski svolítið að bera Aquilani uppi líka, og í vörninni reyndi lítið á Skrtel og Agger. Cavalieri er flottur markvörður sem stóð sig vel og á enga sök í mörkunum. Sökin í þeim báðum fellur því miður á nýliðann í liðinu, Darby, sem olli verkefninu einfaldlega ekki í kvöld. Samt, við verðum að gefa honum sama frímiða og Aquilani – einhvers staðar verða menn að byrja. Frammi held ég að Dirk Kuyt hafi alveg örugglega verið að spila, en er þó ekki viss.

Maður leiksins var þó klárlega **Steven Gerrard**. Lagði upp markið, stjórnaði spilinu, var út um allt og okkar besti maður. Frammistaða hans í kvöld, sem og frískleg innkoma Torres undir lokin, gefur okkur von um að hlutirnir fari nú aðeins að batna á næstu vikum.

Framundan er leikur gegn Arsenal í deildinni, upphafið á jólavertíðinni, og svo eftir áramót tekur liðið þátt í Evrópudeildinni með liðum eins og Juventus (Sissoko og co.), Valencia, Roma, Wolfsburg, Marseille, Standard Liege, Ajax, Hamburg, Sporting Lisbon, Galatasaray (Kewell, Baros og co.), Panathinaikos (Cissé, Biscan og co.), Red Bull Salzburg, Villareal, Fenerbahce, Benfica, Shakhtar Donetsk, PSV Eindhoven, Werder Bremen, Athletic Bilbao og nokkrum öðrum liðum, þ.á.m. hugsanlega ensku liðunum Everton og Fulham og skoska liðinu Celtic.

Lesið aðeins yfir þennan liðalista og reynið svo að segja mér að við getum ekki gert gott úr því sem komið er og skemmt okkur aðeins í Evrópudeildinni á næsta ári.

Ég ætla mér allavega að taka mér svona mánaðarfrí frá Evrópupælingum og svo ætla ég að sökkva mér í Evrópudeildina og gleyma því alveg að Meistaradeildin sé til … fram á næsta haust. 😉

84 Comments

 1. Er þetta eitthvað grín? Hvar er einbeitin í lokin. Vita leikmenn ekki að uppbótartími telst til þessarra 2x 45 mínútna?
  SORGLEGT!

 2. HA erum við að tapa leik með marki í uppbótartíma… það getur ekki verið…
  værum á toppnum ef leikurinn væri bara 80 mín… sorglega hlægilegt eiginlega

 3. Góður leikmaður þessi Darby, passar vel inn í þetta miðlungslið…

 4. Dapurt……Liverpool átti að klára þetta í stöðunni 1-0. Gerrard var að dæla flottum boltum úr aukaspyrnum og hornum fyrir markið en menn voru enganveginn á tánum inní teignum.

  Aftur á móti verður að hrósa Fiorentina fyrir frábærlega vel skipulagðan leik. Þeir lágu aftarlega, pressuðu stíft á eiginvallarhelming og sóttu hratt. Uppskrift að því hvernig á að spila á móti Liverpool. Skiptu svo um gír í restina og káruðu leikinn. Vissulega smá heppni en þeir sköpuðu hana sjálfir með því að hætta ekki og pressa alla lausa bolta.

  Þessi leikur endurspeglaði einfaldlega spilamennsku liðsins í meistaradeildinni og sýndi fram á að liðið var einfaldlega ekki nægjanlega gott til þess að komast áfram af þessu sinni.

 5. Þetta var ósanngjarnt að mínu mati því mér fannst við eiga hættulegri sóknir en mistök frá Darby kláruðu okkur.
  En ég verð að gagngrýna Benitez fyrir að hafa Kuyt einan frammi, hann átti ekki 1 skot hvorki á markið né framhjá markinu og hann spilar sem framherji liðsins.
  En ég var ánægður með Pacheco og líka gaman að sjá loksins Aquilani mættan á svæðið. En þessi leikur var einskis virði fyrir mér og mér svo sem alveg sama eða allavega er ég ekkert sérstaklega fúll, kannski er maður bara orðinn svona vanur að sjá liðið tapa ég veit það ekki.

 6. Ég hugsa að flestir geti verið sammála mér að þetta tap var ekki Benitez að kenna, gaf Aquilani loksins séns, ekki hægt að sitja útá skiptingarnar því þær voru allar í þá áttina að hann vildi vinna leikinn en ekki halda jafnteflisstöðunni og gaf ungum Pacheco rúmlega korter sem var flott.
  Hugsa að leikmennirnir hafi bara ekki verið með hugann alveg við verkefnið því þeir voru hvort sem er dottnir út, hefði verið allt annar leikur ef við hefðum átt möguleika á að komast áfram ef við hefðum sigrað.
  Síðan tala sumir um að hann hefði átt að leyfa bara kjúklingum að spila þennan leik, en þið sjáið líka hvaða meðferð greyið Darby fær frá ykkur sem var jú eini nýliðinn í þessum leik í byrjunarliði! Það er svoleiðis drullað yfir hann 🙂
  Hugsa að það verði allt annað Liverpool lið sem mætir til leiks 13 desember næstkomandi og rúlli yfir Arsenal 🙂
  Það má jú alltaf vona!

  YNWA

 7. Já Trausti, greyið Darby, vonandi tekur hann ekki næst svona snúning aftur heldur gefur aftur á markmann, pretty basic stuff, desværre.

 8. Benitez er algjörlega kominn á leiðarenda! Þetta lið spilar allra leiðinlegasta fótbolta Evrópu og það er bara ekki séns að mótmæla því. Það gerist ekkert þarna inná vellinum nema afturábak sendingar og svo laaaangar sendingar á engan þegar þeir komast ekki lengra afturábak. Þeir eiga oft í erfiðleikum að komast bara framyfir miðju!
  Pacecho á bara að vera í byrjunarliðinu alla leiki, búinn að horfa mikið á hann með varaliðinu og hann leggur upp annað hvert mark og skorar fullt líka.
  Kuyt… Kuyt og aftur Kuyt(er að hugsa mjög slæma hlutin núna um hann).
  Þetta lagast aldrei nema Benitez og hundurinn hans Kuyt fara.

 9. Hvert stefnir þetta lið? Lóðrétt niður? Reyndar var þetta leikur sem skipti litlu nema skapa reynslu. Og eitthvað sem heitir stolt. Sem hefur ekki verið ofarlega í huga Liverpool manna í vetur því þar ræður meðalmennskan ríkjum. Launin greidd, annað skiptir þá engu. Eina huggunin gæti verið sú að liðið gerði eitthvað óvart af viti næsta sunnudag. En nennir maður þessi mikið lengur?

 10. Kæri Jóli,

  Viltu gefa mér nýjan manager í staðinn fyrir Benitez?!

  Þinn Maggi

  ps. Það var ömurlegt að horfa á þetta í kvöld. Við sköpuðum ekkert færi í leiknum. Markið kom upp úr föstu leikatriði og eina “hættan” sem skapaðist við mark Fiorentina var við hornspyrnur. Hverju í ósköpunum höfum við að tapa á því að skipta út Rafa? Þetta mun ekki lagast með hann í brúnni…

 11. Bobby, kallgreyið í sínum fyrsta meistaradeildarleik(að ég held) og það í vörn Liverpool sem er ekki búinn að vera með besta sjálfstraustið og allir byrjaðir að skíta á sig af stressi þegar það er komið uppí viðbótartíma og staðan er jöfn, ég hugsa að ég geti alveg fyrirgefið strákgreyinu fyrir þessi mistök enda leikur sem skipti ekki nokkru einasta máli! Enda hefði hann aldrei verið í liðinu ef þetta hefði verið einhver stórmeistaraslagur! Get alveg viðurkennt að ég hefði verið brjál ef þetta hefði verið gert í leik sem skiptir einhverju máli! 🙂

 12. Sigurvegarar í riðlum evrópudeildar + 4 bestu í 3 sæti í Cl dragast ekki saman. Liverpool er með 5 besta árangur í 3 sæti.

 13. Aquilani var drulluflottur í kvöld, vildi alltaf fá boltan, spilaði í fyrstu snertingu og reyndi yfirleitt alltaf að snúa og spila boltanum framá við. En Kuyt? er hann ekkert að grínast með þetta? Djöfull er maðurinn lélegur, þetta er orðið hálf vandræðanlegt.. bæði fyrir Benitez og Kuyt!

 14. Það er flott Villi m, þá fáum við vonandi eitthvað almennilegt lið!

 15. Svo er hann með mann að nafni Pacheco á bekknum, hverju hefði hann nú tapað á því að hvíla drullu lélega og hægfara Kuyt og leyfa þessum unga, fljóta, tækníska og skotfasta spánverja að spila. Svona bara uppá reynsluna, það er nú ekki einsog þessi leikur skiptir miklu máli!!!! sáu þið liðið hjá Arsenal, ég þekkti 2 af 11. Burtu með Benitez og það helst í gær!

 16. Þetta tap skrifast algerlega á áhugaleysi leikmanna, menn voru hættir að nenna hlaupunum og gáfu á endanum leikinn frá sér, Darby gerði þarna aulaleg mistök en gleymum því ekki að það var enginn vararmaður Liverpool tilbúinn í þessa lokasókn Fiorentina, því fór sem fór.

  En þrátt fyrir þetta svekkelsi þá eru margir ljósir punktar til að minnast á, hér eru nokkrir:

  Við eigum alveg þrælgóðann varamarkvörð, Cavalieri stóð sig eins og hetja í markinu í kvöld átti eitt sjeikí augnablik þegar úthlaup var illa tímasett undir lok leiks.

  Aquilani stóð sig alveg ágætlega í fyrsta leik sínum í byrjunarliðinu, held að hann eigi eftir að bæta liðið mikið í framtíðinni haldist hann heill.

  Torres kom inná og minnti rækilega á að hann er maður sem allar varnir eru skíthræddar við, hann verður í byrjunarliðinu gegn Arsenal á sunnudaginn og það eitt gerir það að verkum að svartsýnin gufar upp hjá manni fyrir leiki Liverpool.

  Daniel Pacheco, þessi tæplega 19 ára gamli drengur átti glæsilega innkomu í liðið í kvöld. Það er alveg ljóst að hann er búinn með varaliðs tímann sinn hjá Liverpool, klárlega miðið efni.

  Svo vil ég bara minnast á að mér fannst alveg magnað að hlusta á aðdáendur liðsins syngja hástöfum You’ll Never Walk Alone strax eftir að Fiorentina skoruðu sigurmarkið. Mikil og mörg Liverpool hjörtu á vellinum í kvöld.

 17. ég get nú ekki annað en verið stór sáttur við nýliðanna okkar í þessum leik (fyrir utan klúðrið undir lokinn.. ) allt annað að sjá til Darby en Ayala í hans fyrsta leik… strákurinn virkaði bara þrusu öflugur og einbeitur,,, og ekki má gleima Pacheco …. sjitt það er sko eitthvað efnið í honum!!! strákurinn var ekkert annað en sjáltraustið uppmálað 😉 leiðindar leikur en skiptir engu máli 🙂

 18. Átti auðvitað að standa “mikið efni” en ekki “klárlega miðið efni.” 🙂

 19. Alveg er ótrúlegt að menn skuli nenna að detta í eitthvað stórkostlegt þunglyndi útaf þessum leik. Ég er búinn að eyða einhverjum 7 kommentum, sem voru hreinasta skítkast eða þvæla.

  Annars þá fannst mér margt jákvætt í seinni hálfleik, sérstaklega frammistaða Gerrard og Pacheco. Liðið má þó prófa einhvern daginn að spila líka vel fyrstu 45 mínúturnar og svo uppbótartíma. Ef leikir væru bara spilaðir frá 46-88. mínútu, þá værum við rosalegir. 🙂

  En já, vinnum Arsenal og þá er allt gleymt. Sá einhverja stiklu áðan þar sem verið var að auglýsa þann leik með óþolandi fögnunum hans Arshavin. Ef það er einhver maður sem á inni feita tæklingu þá er það hann.

 20. Trausti hvernig er ekki haægt að skrifa þetta á Rafa. Er hann ekki stjórinn sem tekur ákvarðanir eða ?? Þetta er 100 % hans tap í kvöld og svo koma leikmennirnir með 50 % og svo aðstoðarmenn með 50 . Þannig að þetta var 200 % tap í kvöld. Og hvaða lið er að fara sigra sterkt lið eins og Fierontina með tvö vinstri bakverði inn á ?? og svo 3 vinstri bakverði inná seinustu 10 min. Þetta er svo sorglegur leikmannahópur. Helvítis fokking Manchester vinnur Wolfsburg 3 – 1 með einn varnarmann í byrjunarliði. Það er enginn leikmaður að spila með hjartanu hjá Liverpool. Allir að spá í launatjékkanum. Ég sé alveg fyrir mér viðtalið við Rafa eftir leik, iuuu we had some good chances and we played well b ut we where unlucky. Had some good crosses bla bla bla bla. Það er eins og hann sé með ræðuna tilbúna fyrir leik sama hvernig fer. Þessi leikur var ömurlegur sama þótt hann hafi ekki skipt neinu máli. Núna gefst ég upp. Hefði verið gott að hafa heilagan Mikjál í liðinu núna, en neiiiiii þrjóskan var alltof mikil.

  Over and out

 21. Trausti hvernig er ekki haægt að skrifa þetta á Rafa. Er hann ekki stjórinn sem tekur ákvarðanir eða ?? Þetta er 100 % hans tap í kvöld og svo koma leikmennirnir með 50 % og svo aðstoðarmenn með 50 . Þannig að þetta var 200 % tap í kvöld. Og hvaða lið er að fara sigra sterkt lið eins og Fierontina með tvö vinstri bakverði inn á ?? og svo 3 vinstri bakverði inná seinustu 10 min. Þetta er svo sorglegur leikmannahópur. Helvítis fokking Manchester vinnur Wolfsburg 3 – 1 með einn varnarmann í byrjunarliði. Það er enginn leikmaður að spila með hjartanu hjá Liverpool. Allir að spá í launatjékkanum. Ég sé alveg fyrir mér viðtalið við Rafa eftir leik, iuuu we had some good chances and we played well but we where unlucky. Had some good crosses bla bla bla bla. Það er eins og hann sé með ræðuna tilbúna fyrir leik sama hvernig fer. Þessi leikur var ömurlegur sama þótt hann hafi ekki skipt neinu máli. Núna gefst ég upp. Hefði verið gott að hafa heilagan Mikjál í liðinu núna, en neiiiiii þrjóskan var alltof mikil.

  Over and out

 22. Þetta er 100 % hans tap í kvöld og svo koma leikmennirnir með 50 % og svo aðstoðarmenn með 50 . Þannig að þetta var 200 % tap í kvöld

  Ja hérna.

 23. “Svo vil ég bara minnast á að mér fannst alveg magnað að hlusta á aðdáendur liðsins syngja hástöfum You’ll Never Walk Alone strax eftir að Fiorentina skoruðu sigurmarkið. Mikil og mörg Liverpool hjörtu á vellinum í kvöld.”
  Er ég sá eini sem læt þennan skilyrðislausa skátastuðning fara PÍNULÍTIÐ í taugarnar á mér?

 24. Ég held að Liverpool merkið fari bráðum að detta af Anfield stúkunni og ofan á hausinn á Benitez

 25. Nei ari ég er sammála. Þetta kallast bara á góðri Íslensku “Metnaðarleysi”

 26. æhhj veit ekki hvar ég á að byrja þannig að ég held ég segi ekki neitt, nema jú Hafliði þú gefur Liverpool hjartanu í manni styrk til að skreppa hreinlega ekki saman og já þetta voru skárstu innáskiptingar Benitez í LAAAAAAngan tíma… klapp fyrir því, samt tapaðist leikurinn. jeii

  piff

 27. Þetta var fyllilega verðskuldað hjá Fiorentina. Þeir eru einfaldlega betri en við, sýndu það á Ítalíu og aftur í kvöld.

  Við vorum þriðja besta liðið í þessum riðli, litlu betri en lið frá Ungverjalandi.

 28. Mæli með að menn skoði aðdraganda að marki númer eitt hjá Barcelona í kvöld. Þetta minnir mann á Liverpool 80’og eitthvað. Það hljóta einhverjir fleiri hér að muna eftir þeirri spilamennsku.

 29. Það var hárrétt sem Hörður Magnússon sagði eftir leikinn frá Anfield í sjonvarpinu. Daprasta stemmning á Anfield sem hann hefur upplifað. Segir það ekki hvert Benitez er að fara með liðið. Hann er á góðri leið að eyðileggja þennan fornfræga klúbb. Og enginn gerir neitt til að stöðva það, allir glápa bara á og röfla eins og ég og fleirri, enda getum við Púllarar á Íslandi lítið gert. En Benitez drepur ekki okkar metnað!!!!!!!!!!!

  ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 30. Hvernig getiði verið að hrósa þessum varamarkmanni? Var ákaflega ótraustur líkt og vanalega þegar hann spilar, átti jólasveinaúthlaup auk þess sem hann var nánast búinn að missa boltann fyrir fætur eins ítalans í fyrri hálfleik. Skal svosem ekki kenna honum um mörkin en mikið djöfull vona ég að Reina meiðist aldrei

 31. hvað eru við samt að gera með þennan blessaða kuyt hann er búinn að vera alveg viðbjóðslega lélegur hann er búinn að skora 2 mörk og leggja upp 2 mörk held ég alveg pottþétt. gaurinn gétur ekkert og að vera framherji og eiga ekki 1 skot í átt að markinu í dag er alveg fáranlegt, og svo voru fiorentína með 7 gaura sem spila oftast ekki i byrjunarliðinu hjá þeim og við töpum á móti þeim hvað er að gerast
  1 ljós punktur i þessu er Aquaman hann er buinn að senda boltan oftar framá við en þessi blessaði Lucas

 32. Endastöð Benítez: JÁ

  13 stig í síðustu 14 leikjum !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  Kuyt er rusl

  Líst mjög vel á Pacheco

  Áfram LFC ( án Benítez )

  Þetta er orðið það þreytt að maður er hættur að pirra sig og það er ekki gott…

  Þetta eru staðreyndir ……………

 33. Mér fannst einna magnaðast að sjá Kuyt fara af velli og tölfræðin sem birtist var SHOTS=0 / ON TARGET=0. Hvernig er það hægt fyrir sóknarmann sem spilar í ca. 60 mínútur með stórliði? Alveg hreint með ólíkindum

 34. Er ekkert óeðlilegt að það sé lítil stemmning á leik sem hefur enga þýðingu… það verður alvöru stemmning á sunnudaginn, það er bókað mál.

 35. PF: Jólasveinaúthlaup af því að það er desember? Nei, hættu nú alveg, þetta úthlaup stoppaði Giladino eða hvað hann nú heitir frá því að skora. Hann var annars að standa sig vel í þessu leik hann Cavalieri, var að gera fína hluti, veit ekki hvaða leik þú varst að eiginlega að horfa á.

 36. Einar Örn hvernig getur þú sagt ef við vinnum Arsenal er allt gleymt.
  Alla vega gleymi ég ekki spilamennsku liverpool á þessu tímabili þótt þeir þeir myndu slysast til að vinna Arsenal(eins og þeir unnu schum)
  Benitez verður að fara taka ábyrgð á liðinu og spilamennsku þess ekki alltaf fela sig á bak við einhverja ljósa punkta við hvern leik.

 37. Þessi leikur lýsti þátttöku Liverpool í CL þetta árið vel. Að sjálfsögðu hefði maður kosið sigur i síðasta leik en ég get varla sagt að ég sé svekktur, löngu búinn að taka svekkelsið út. Það er þó hægt að tína nokkra jákvæða hluti út úr þessum leik. Aquilani var fínn, greinilega ryðgaður en það kemur. Masch virðist vera að koma til baka, það var allavega barátta í honum og það er meira hægt er að segja um hann fram til þessa. Hann er náttúrulega lamaður sendingamaður og er engan veginn fær um að spila einnar snertingar fótbolta en hann er góður tæklari og ætti ekki að koma nálægt boltanum nema á rassgatinu. Það var að sjálfsögðu jákvætt að sjá Torres aftur og Pacheco átti góða innkomu, það er vonandi að Benitez nái hausnum úr afturendanum á sér og spili honum oftar.

  Að öðru leiti var þetta fyrirsjáanlegt, liðið spilar hálfgerðan Exel fótbolta og það er greinilegt að Benitez telur að formúlan gangi ekki upp án þess að hafa Kuyt í henni (mínus er stundum nauðsynlegur). Mistökin hjá Darby í seinna markinu voru skelfileg en það var jákvætt að þau komu í leik sem skipti ekki máli, hann gerir þessi mistök örugglega ekki aftur. Ég get ekki verið sammála Kristjáni um að hann eigi einhverja sök á fyrra markinu, hann stígur út í hann sem annar hafsentinn (Skertl) átti að taka og þarf því að gefa sitt svæði eftir.

  Það var frábært að heyra YNWA í lokinn og lýsandi fyrir stuðningsmenn LFC.
  Það er fullt eftir af fótbolta þó að þátttöku í CL sé lokið. Við tökum Arsenal um helgina og blöndum okkur af fullum krafti í baráttuna um fjórða sætið:-)

 38. Og Einar Örn……. Það er mjög skiljanlegt að menn detti í þunglyndi og því um líkt þegar við stillum upp mjög sterku liði með Gerrard, Mascherano, Agger, Insua, Kuyt ( áskrifandi ) , Benayoun, Torres inná, Skrtel, Aqua…..

  Og Fiorentina vantaði sex eða sjö menn……

  Þetta átti greinilega að vinnast og koma mönnum í gang, en NEI……

  Er það ekki áhyggjuatriði ?????

  Þú ert svo rosalega blindur á þetta Einar að hálfa væri nóg !!!

 39. Það hafa ávallt komið vond tímabil hjá Liverpool á undanförnum keppnistímabilum (ég tel ekki lengur en Rafa-tíð núna). Mér finnst vonda tímabilið vera bara óvenju langt í ár. Jákvætt við ensku deildina er að það eru fleiri lið að berjast um efstu fjögur sætin. Ég geri fastlega ráð fyrir að Chelski vinni deildina, en hitt er allt up for grabs.

  Varðandi leikinn í kvöld, þá tók ég heilshugar undir SSteina (til hamingju!) í upphituninni þó svo ég hafði ekkert skrifað kommentið. Þessi leikur átti að vera fullur af afslappelsi og “leikgleði”, og sigur hefði átt að vera skylda.

  Það þýðir ekkert að segja “ef leikirnir hefðu verið akkúrat 90 mínútur” þá hefðum við unnið riðilinn… það skiptir ekki máli. Mark er mark, hvort sem það er gert á 1. eða 93. mínútu. 1:0 tap er alveg jafnsárt, hvort sem markið kom á 5. mínútu eða 92. mínútu. Þú sem atvinnumaður í fótbolta átt að haga þér þannig, að leikurinn er ekki búinn fyrr en feita konan hefur sungið. Það að nokkrir leikir hafi tapast í uppbótartíma segir meira um hæfni Liverpool en óheppni. Ég þoli alla vega ekki sjálfur að tala of mikið um óheppni.

  Niðurstaðan er skýr: önnur keppni og þar eigum við að setja markið hátt. Engin slorlið í pottinum og stoltið skal rifið upp. Ég yrði alveg sáttur við dollu í vor. En bíðum og sjáum.

  Takið ykkur á, Púllarar! Hættið þessum aumingjaskap og farið að spila fótbolta – allan leikinn!!! Sýnið okkur gamla góða takta sem við vitum að býr í ykkur!!

  Áfram Liverpool – ávallt!

 40. LFC.TV á morgun.
  Leikmaður 1 = “Við munum komast á beinu brautina aftur”
  Leikmaður 2 = “Það er enginn betri en Benitez til að snúa hlutunum við”
  Leikmaður 3 = “Styðjum Benitez 100%”

  Bara þannig að þið þurfið ekki að fara á lfc.tv á morgun 😉 Alltaf sama lumman þar á ferð. Það færi enginn leikmaður að dissa Benitez því þá fengi hann ekkert að spila

 41. Við vinnum þá ekki þrennuna þetta árið en maður sættir sig alveg við tvennu. Það eru enn 69 stig í pottinum við gætum endað með 93 stig og það ætti að duga. Svo vinnum við alltaf bikarinn, skárra væri það nú.

 42. “Svo vil ég bara minnast á að mér fannst alveg magnað að hlusta á aðdáendur liðsins syngja hástöfum You’ll Never Walk Alone strax eftir að Fiorentina skoruðu sigurmarkið. Mikil og mörg Liverpool hjörtu á vellinum í kvöld.”

  Flott haldið áfram að syngja
  Liðið drullar uppá bak og allir syngja. Ekki að baula eða labba út, nei nei. Liðið er búið að standa sig svo vel að það á skilið stuðning, einmitt.
  Rafa á endastöð. Menn hljóta að fara að átta sig á því. Ef liðið heldur áfram að spila svona og tapa þá hljóta menn að fara að átta sig.

 43. Koma ekki snillingarnir skríðandi úr tréverkinu til að drulla yfir liðið í leik sem skipti engu og tapast vegna mistaka ungs nýliða. Auðvitað var minni stemming á vellinum, því… leikurinn skipti ekki máli! Hér að ofan er líka drullað yfir Rafa fyrir að hafa ekki leyft Pacheco að spila, sem by the way spilaði… til hvers að horfa á leikinn og vita hvað gerist þegar aðal sportið er að fara á netið sem fyrst eftir leikinn til að drulla yfir allt og alla. 😛

 44. Já, líka nýjasta nýtt.. stuðningsmenn eiga ekki að styðja liðið nema þegar því gengur vel!!!

 45. Þessi leikur skipti auðvitað engu máli. Mér líst vel á ítalska vatnsundrið, góður bolti í honum, sást í vítateig andstæðinganna og leikur boltanum framávið. Vonandi upphafið af löngu fríi Lucasar, nema til að leysa Mascherano af. Djöfull var hressandi að fá Torres inn fyrir Kuyt, þvílíkur gæðamunur á þeim leikmönnum. Eins var gaman að sjá loksins Pacheco.

  Við erum með hörkulið með alla okkar bestu menn heila og vonandi hættir Benitez þessari eilífu varnarmennsku um allan völl. Ef ekki verður það hans banabiti. Blása til sóknar herra Benitez, upp í stúku með alla þessa bakverði og varnarsinnuðu sóknarmenn sem ráfað hafa um völlinn á þessari leiktíð eins og vitstola gimbur! Þá verður a.m.k. gaman að horfa á leiki.

 46. Þetta gengur manna á meðal (aðallega Man Utd manna):

  Góðan dag. Þú ert komin/n í samband við Liverpool.

  Í augnablikinu erum við utan allra bikarmöguleika og allir titlar uppteknir, vinsamlegast hafðu samband við Old Trafford.

  Þeim nægir ekki að sigra. Þeir þurfa að hella salti í sárið. Sannir íþróttamenn.

 47. Ég bara get ekki skilið afhverju svona margir hérna eru að tala um að þessi leikur hafi ekki skipt neinu máli…sjálfstraustið í liðinu er ein rjúkandi rúst og auðvitað skipti þessi leikur miklu máli,bara eins og allir leikir….og við töpuðum honum…tímabært að opna augun…

 48. Áfram Liverpool, næsta leik takk, og 100% meiri áhuga og metnað í hann.

  Ég er ánægður með að Dossena og Aquilani fengu langþráð tækifæri.

  Arsenal næst, og sigur takk fyrir.

  YNWA

 49. Hollenski smalahundurinn er svo gjörsamlega búin að drulla uppá bak greyið. Ég hálf vorkenni karl greyinu, en samt hata ég hann alveg fáránlega mikið. Ég elska þetta lið, og alla leikmenn liðsins en síðan kemur þessi hægfara, og hálflamaði sóknar/kanntmaður og ég bara gjörsamlega þoli hann ekki. Hvernig er þetta hægt? Núna er ég farin að skilja afhverju allir stuðningsmenn Man utd og fleirri liða elska þennan asna. Ég er ekki að reyna vera leiðinlegur, en við erum að tala um Liverpool FC. Stærsta lið allra tíma í mínum huga, og hann er bara með áskrift að byrjunarliðinu. þó svo við höfum aðeins fengið 13 stig úr 14 leikjum, spilað okkur útúr CL. Og ég er ekki að segja þetta bara eftir þennan leik, ég er búin að segja þetta frá því ég sá hann hlaupa fyrst inná Anfield Road. Sögufrægasta knattspyrnuvöll í heimi. Að hann skuli fá að njóta þessara forréttinda. Vonandi að Benitez fari að sjá þetta. Þegar að hann spilar frammi á hann yfirleitt aldrei skot á markið, og þegar hann er á kanntinum, þá á hann yfirleitt aldrei fyrigjöf upp við endalínu. Þetta er orðið frekar vandræðalegt og hálf hlægilegt.

 50. Kuyt átti slæman dag í dag. Hann hefur líka átt nokkra aðra slæma leiki í vetur. Það breytir því ekki að hann er kominn með 5 mörk og 2 stoðsendingar í vetur, og var einn okkar allra sterkasti maður í fyrra. Sumir drulla bara yfir hann án þess að hafa hugmynd um hvað þeir eru að tala um. Það skiptir ekki máli hvernig hann lítur út, og það að kalla hann “smalahund” eru engin helvítis rök! Hann er búinn að standa sig mjög vel með LFC og margir gætu drullast til að vera þakklátir fyrir það.

 51. Held að margir líti bara á Kuyt sem holdgerving þeirrar hörmungar sem liðið er orðið, þess vegna fái hann fullslæma útreið þrátt fyrir þokkalegar frammistöður og að leggja sig fram. Hann er hægur, ekki teknískur, ekki skapandi, fyrirsjáanlegur og eiginlega hálfgerð vél. Ekki ósvipað og það Liverpool-lið sem við erum að sjá viku eftir viku.

 52. þetta liverpool lið er svakalegt…ég ættla ekki einu sinni að reynja að tjá mig um þessa…bíbb:)…svo það er best að hafa vít á því að halda kjafti

 53. Baddi:

  Einar Örn hvernig getur þú sagt ef við vinnum Arsenal er allt gleymt. Alla vega gleymi ég ekki spilamennsku liverpool á þessu tímabili þótt þeir þeir myndu slysast til að vinna Arsenal(eins og þeir unnu schum) Benitez

  Æi, nú ertu bara að reyna að misskilja mig. Ég er ekki að segja að sigur gegn Arsenal muni fá okkur til að gleyma öllu á þessu tímabili. Auðvitað ekki. Ég segi bara að þessi leikur skipti nákvæmlega engu máli ef við vinnum Arsenal.

  Þú ert svo rosalega blindur á þetta Einar að hálfa væri nóg !!!

  Blindur á hvað? Að Liverpool sé að spila illa? Lastu síðustu skýrslu frá mér?

  Ég er búinn að taka út svo mikinn pirring á þessu Meistaradeildar-tímabili í ár að pirringurinn var bara búinn. Ég var búinn að sætta mig við það tvisvar að við værum dottnir út (bæði eftir Lyon jafnteflið og Debrecen leikinn) þannig að ég byrjaði að horfa á þennan leik bara útaf forvitni. Ef ég hefði verið nógu svartsýnn fyrir leikinn þá hefði ég ábyggilega getað pirrað mig á tapleik (af því að við töpuðum) eða sigurleik (af hverju kom sigurleikur svona seint).

  Þessi leikur breytti engu.

  Svo finnst mér það ótrúleg magnað þegar að menn sitja fyrir framan tölvuna sína og dissa aðdáendurna, sem stóðu í rigningunni á Anfield og sungu You’ll Never Walk Alone. Skammist ykkar.

  Hvernig hefðuð þið hagað ykkur í hálfleik í Istanbúl? Hefðuð þið púað þá?

 54. Þá er þátttöku okkar í meistaradeildinn þetta árið lokið, því miður.
  En ef maður rýnir leik okkar manna frá því í gær og skoðum það sem var jákvætt og neikvætt.
  Jákvætt: Aquilani fékk loksins að spila og þegar hann verður kominn í betra form þá verður liðið miklu öflugara fram á við með hann á miðjunni ásamt Mascherano.
  Mascherano sýndi góða baráttu í kvöld, fannst allt annað að sjá til hans heldur en undanfarið.
  Gerrard virkaði öflugur og virðist vera að komast í betra form.
  Torres mættur á svæðið og vonandi helst hann heill.
  Darby spilaði bara ágætlega gerði sig að vísu sekann um slæm mistök í lokinn en við erum alltaf að tala um að ungviðið fái ekki nægileg tækifæri og svo þegar þeir fá tækifærið þá eru þeir rakkaðir niður í skítinn þegar þeir gera mistök.
  Pacheco kom skemmtilega á óvart með góðri innkomu. Að mínu mati hefði Benítez átt að vera búinn að láta hann spila miklu meira á kostnað Lucas eða Mascherano.
  Cavalieri stóð sig vel.
  Neikvæðu hlutirnir; Liðið byrjaði leikinn ekki af krafti fyrr en í seinni hálfleik.
  Með Kuyt þarna einann framm þá erum við frekar slakir
  Enn og aftur þá vantar meira kannt spil og krossa inn í ( spurning hver á að taka á móti þeim) það er svo einfallt að loka á lið sem sækja nánast eingögngu upp miðjuna.
  Hraða og ákveðni vantar í spilamennskuna og að menn taki af skarið.
  Skrtel er full ótraustur þarna í öftustu víglínu, hefði viljað sjá Carrager spila þarna með Darby og leiðbeina honum.
  Í lokinn er það svo hann Kuyt kallinn ég held að það væri prufandi að setja hann bara í vörnina hann les leikinn ágætlega, getur sent boltann, skallað og tekið menn á og er mikill vinnuþjarkur. Hann er ekki að ná að notfæra sér þetta frammi en hjá varnarmanni væru þetta góðir kostir og væri gaman að sjá hvernig hann skilaði þessu hlutverki því ég bara þoli ekki að horfa á hann þarna í sókninni.

 55. fá svo Jose M á þetta lið og sýna því hvað það þarf til að spila fótbolta

 56. “Í lokinn er það svo hann Kuyt kallinn ég held að það væri prufandi að setja hann bara í vörnina hann les leikinn ágætlega, getur sent boltann, skallað og tekið menn á og er mikill vinnuþjarkur. Hann er ekki að ná að notfæra sér þetta frammi en hjá varnarmanni væru þetta góðir kostir og væri gaman að sjá hvernig hann skilaði þessu hlutverki því ég bara þoli ekki að horfa á hann þarna í sókninni.”

  Kuyt getur EKKI sent boltan né tekið menn á… hann á bara einfaldlega ekki heima í þessu liði.

 57. Dálítið til í þessu hjá Boga nr.43 en common, við erum ekkert að fara að reka Benitez núna.
  Ég er líka nokkuð viss um að 90% manna hér inni séu afar þakklátir Kuyt fyrir hans framlag til Liverpool í gegnum tíðina, en gæjinn verður samt að fara að taka sig á. Hvar er stabílitetið?
  Annars fannst mér fyrra markið miklu frekar Skirtel að kenn sem missti veika sendingu framhjá sér þannig að Darby greyið sat uppi einn á tvo. Er það bara ég eða?

 58. Algerlega sammála Einari í #60 varðandi það að baula á fólkið sem söng á Anfield Road í gærkvöldi. Mér finnst alltof margir þurfa að kynna sér sögu félagsins og ástæður þess að t.d. menn eins og Klinsmann, Henry og nú síðast Arshavin tala um það magnaða fólk sem á Anfield kemur. Síðast þegar ég var á Anfield töpuðu okkar menn bikarleik 1-3 í frábærum leik. Þegar Thierry Henry labbaði útaf í lok leiks stóð nær allur völlurinn upp og klappaði fyrir honum og síðan í uppbótartíma glumdi lagið sem við eigum skuldlaust. Gæsahúð dauðans og ástæða þess að maður styður sitt félag en stekkur aldrei af vagninum.

  Nenni ekki að kommenta um þennan leik sem sýndi mér bara að Darby er ekki nógu góður núna og þarf að komast á lán sem fyrst og vonandi hækkaði verðmiðinn á Dossena.

  Gaman að sjá Pacheco koma þarna inná og mér fannst bara allt í lagi að Fiorentina vann riðilinn í raun.

  Bring on Europa League.

 59. Mér fannst Aquliani vera góður, vantaði klárlega leikæfingu. En þarna er gaur sem er góður á boltann og reyndi alltaf að senda boltann fram á við í staðinn að leyfa markmanni að klappa honum aðeins, hefur klárlega gott auga fyrir leiknum annað en hann Lucas okkar. Darby fannst mér fínn fyrir utan mistökin í síðasta markinu. En maður leiksins er klárlega Kuyt, maðurinn setti heimsmet í rangstöðum í þessum leik, verðum nú að gefa honum hrós fyrir það. En það var nú samt best að sjá það hvað leikurinn breyttist þegar Torrea kom inná, hvað spilið breyttist, hann gerði meira á 5min heldur en kuyt allan leikinn. Svo er það Pachero, tókuð þiið eftir því hvað hann var alltaf að byðja um boltann, ánægður með hann, kemur þarna 18 ára gutti inní liðið og var hvergi smeykur, vonandi fær hann fleiri sénsa.

 60. Í mínum huga var þetta bara allt í lagi leikur. Benitez var að gefa mönnum sjens em ekki hafa fengið mikla sjensa í vetur og útkoman var bara ágæt.
  Diarby að leika sinn fyrsta leik. Var gómaður illa í seinna markinu. Komst samt allt í lagi frá leiknum.
  Agger og Skrtel voru að leika saman í fyrsta skipti held ég nánast í vetur. Voru allt í lagi, ekki mikið meira um það að segja.
  Aquilani var bara flottur. Líst mjög vel á hann. Hann á vonandi eftir að koma bara betur og betur inn í leikinn.
  Gerrard og Torres fáránlega góðir, en greinilega bara komnir í c.a. 70% stöðu.
  Tölfræði Kuyt segir allt sem segja þarf og hann verður að girða sig í brók.

  Næstu skref, koma unglingunum meira inn og meira inn í liðið. Ef liðið er svona blankt að það er ekki hægt að kaupa menn þá verða menn að sækja nýjan talent niður í unglingastarfið eins og ég hef áður sagt.

  Næst: alvöruleikur á móti Nöllunum. Sjáum hvað setur.

  YNWA!

 61. Hvað eru menn að bulla með að leikurinn hafi ekki skipt neinu máli?? Það er mikill peningur í húfi fyrir sigurleiki og ef Liverpool hefði unnið leikinn hefðuð þið verið í efri styrkleikaflokki í EL, en í staðin eigið þið í hættu á að mæta liðum eins og Juventus og Wolfsburg. Og svo fannst mér aquaman ekki vera eins frábær og margir eru að tala um, auðvitað fyrsti leikurinn í langann tíma en margir eru þegar farnir að tala um að hann sé að bæta liðið um heilann helling og blabla, maðurinn má ekki fá punghár án þess að púlarar hrósi honum fyrir það, finnst að menn eigi að halda sér aðeins niðri á jörðinni.

 62. Eins og það var jákvætt að sjá Aquilani og Torres þá fannst mér jafn jákvætt að sjá Fabio Aurelio og vona ég innilega að hann hætti nú að meiðast og sinni vinstri bakvarðastöðunni því Insua er í mínum huga ekki framtíðarmaður í þessa stöðu. Hann leit svo illa út varnarlega í fyrri hálfleik að það var grátlegt. Hann gleymir sér í hverjum einasta leik og missir menn inn fyrir sig meðan hann starir á boltann. Hann er einfaldlega ekki nógu góður, hvorki varnarlega né sóknarlega. Eins og liðið er í dag er Fabio langbesti vinstri bakvörðurinn okkar.

  Dossena var síðan bara mjög góður í gær, kom mér á óvart hvað hann býr yfir miklum hraða, mér finnst ekkert útséð með það að Benitez geti gert góðan bakvörð úr honum. Ég vona að hann verði áfram í Liverpool því hann styrkir hópinn klárlega. Við megum nú ekki við því að draga úr breiddinni.

  Vona að við lendum með Juventus og Everton í riðli í Europa league.

 63. Búið að breyta fyrirkomulagi Europa League.

  Beint í 32ja liða úrslit, samkvæmt mínum heimildum fara allir “tapararnir” úr CL í fyrri hattinn, þ.e. sterkari hattinn. Eftir það er bara dregið venjulega.

  Fyrir að sigra leikinn í gær hefði UEFA látið okkur hafa 500 þúsund pund í stað 180 þúsunda. Miðað við að hver heimaleikur skilar um 1.5 milljónum punda er það nú ekki stórt og mér finnst alveg verjandi að svona leikir séu nýttir fyrir menn eins og Cavalieri, Darby, Dossena og Pacheco.

  Svo tek ég undir áhyggjur með Kuyt. Hann er í tilvistarkreppu karlanginn og meira að segja virkar þreyttur!

 64. Leikur liðsins í gær var bara einkennandi fyrir gengi liðsins í þessari keppni í ár. Það sem er hins vegar einkennandi fyrir leik liðsins er ótrúleg jarðarfarastemmning.

  Tók einhver eftir því að liðið fagnaði varla markinu sem það skoraði og komst 1-0 yfir. Skítt sama þó svo að liðið hafi ekki átt möguleika á að komast áfram, það segir manni bara allt um það hugafar sem menn fóru með inní leikinn, mönnum var slett sama um sigur eða tap í þessum leik.

  Hvað varðar Aquilani þá er alveg ljóst að hann á langt í land með að komast í form. Ég held að maður geti farið að vænta einhvers af honum í fyrsta lagi í feb/mars þegar hann verður kominn í e-a leikæfingu. Hins vegar mátti alveg sjá takta til hans sem lofa góðu eins og sendingar framávið og hve góða yfirsýn hann hefur á leikinn. Á eflaust eftir að reynast liðinu vel seinni hluta móts.

  Jákvæðu fréttirnar eftir þennan leik eru að hópurinn er loksins að skríða saman og ekki líður á löngu að Gerrard og Torres fara leiða sóknina á nýjan leik. Stærsta verk Benitez framundan er að berja sjálfstraust og leikgleði í hópinn. Það er alveg klárt að liðið er ekki að fara gera stóra hluti ef menn ætla koma með hangandi haus í hvern leikinn á fætur öðrum.

  Tek þó fram að það væri einföldun að kenna slæmu gengi eingöngu á að Torres og Gerrard eru búnir að vera mikið meiddir. Minni á að þeir misstu af mörgum leikjum saman í fyrra vegna meiðsla en árangur liðsins var engu að síður betri en í ár. Vandamálið er fjölþætt bæði innan og utan vallar.

 65. Samt svolítil þversögn í þessu hjá mér. Fyrst er ég ekkert pirraður yfir þessu tapi en svo skoðaði ég betur þessa 14 leiki og þau 13 stig sem við höfum fengið úr þeim…. þá varð ég virkilega reiður, og hellti mér yfir Einar Örn 😉
  Aðallega vegna þess að mér finnst alltof margir komast upp með þetta.
  Benítez fyrst og fremst, síðan er það Duracell kanínan hans Benítez sem mér finnst löngu tímabært að fara að hvíla ( 4ever ).
  Reina
  Glen Carra Agger Insua
  Masch
  Gerrard Aquilani
  Benayoun
  Torres Pacheco

         Vá hvað ég væri til í að sjá þetta lið !!!
  

  Lucas er ekki nógu góður sérstaklega með Mascherano þarna líka, þeir tveir skora ekki og það er óþolandi að horfa uppá sem miðjumenn.

  Vona bara núna að Benítez sé með pung og leyfi Pacheco að spreyta sig í næstu leikjum….. kom rosalega vel út og er búinn að bíða lengi eftir að sjá eitthvað af honum. Virðist vera með mikið sjálfstraust og hæfileika með því, sem er mjög góð blanda 😉

  Fyndið hversu margir Scums Utd menn kommenta hérna og fylgjast með. Er ekki viss um að það sé á hinn veginn líka !

  Áfram Liverpool !

 66. Vá hvað kom asnalega út ! Hvernig setur maður þetta upp ???

  Reina í marki og vörnin eins við vitum allir með Masch einn fyrir framan, Gerrard og Aquilani á miðju, Benayoun í holunni og Torres Pacheco frammi.

 67. Svo finnst mér það ótrúleg magnað þegar að menn sitja fyrir framan tölvuna sína og dissa aðdáendurna, sem stóðu í rigningunni á Anfield og sungu You’ll Never Walk Alone. Skammist ykkar.

  Hvernig hefðuð þið hagað ykkur í hálfleik í Istanbúl? Hefðuð þið púað þá?

  Lykilorðin hér eru “í hálfleik í Istanbúl”. Enginn að stinga upp á að stuðningsmenn eigi að baula á liðið á meðan á leiknum stendur. Þegar leiknum er hins vegar lokið þá er það ekkert minna en hlægilegt að menn standi og hylli liðið eftir þá hörmung sem það hefur verið síðustu mánuði.

 68. eða kannski frekar Pacheco og Benayoun á köntum sem sóknartengiliðir og Torres einn striker…..

 69. Ok, nú er tímabilið búið og nýtt hefst 13. desember.

  Þetta er ekkert flókið. Við erum dottnir út úr Meistaradeildinni og deildarbikarnum og erum að skíta á okkur í deildinni.

  Gott og vel.

  En ég held að það hafi verið ákveðinn tímapunktur að tapa á móti Fiorentina í gær. Leikurinn skipti engu máli. Við vorum dottnir út og það hlýtur að vera hálf niðurdrepandi að þurfa að spila svona leik og hvað þá að peppa sig til að berjast eins og ljón.

  Tímamótin í gær fólust að miklu leyti í því að Torres og Aquilani spiluðu fyrir okkur og Gerrard sýndi að hann er allur að koma til.

  1. desember verðum við með sama sem alla í liðinu heila. Reina, Johnson, Garragher, Agger, Skrtel, Aurelio, Insua, Mascerano, Aquilani, Gerrard, Riera, Benayoun, Kyut, Torres. Meistaradeildin er búinn, punktur. Deildin er það sem skiptir máli (+FA Cup smá).

  Ef við vinnum Arsenal þá er ég sannfærður, algjörlega sannfærður um að það sé byrjunin á endanum á þessum hræðilega gengi Liverpool í ár. Að við munum halda áfram og vinna (litlu) liðin í næstu þremur leikjum á eftir og troða okkur aftur upp í fjögur (jafnvel þrjú) efstu sætin í deildinni. Þá verð ég líka hoppandi kátur.

  Ef hins vegar Benitez tekst ekki að rífa upp stemmninguna hjá mannskapnum. Að fá menn til að berjast eins og vitleysingar á móti Arsenal. Að halda áfram að berjast og sækja jafnvel þó við komumst einu marki yfir, jafnvel þó við lendum tveimur mörkum undir. Ef honum tekst ekki að vinna með alla okkar bestu menn heila. Með Van Persie og fleiri meidda hjá Arsenal. Ef leikurinn verður eitthvað svipaður mörgum öðrum leikjum á tímabilinu til þessa. Að leikmenn mæti með hangandi haus, missi niður forystu, fái á sig mark í uppbótartíma. Þá er ég hræddur um að það verði vísir þess að við náum ekki einu af fjórum efstu sætunum á tímabilinu og að tímabilið verði hræðilegt flopp. Að tíma Benitez með liðið ljúki í lok tímabils (jafnvel fyrr).

  Kjaftæði hugsa eflaust margir. Þessi leikur skiptir ekki svona miklu. Hvað ef við vinnum Arsenal og töpum síðan fyrir lakara liði í næsta leik, eins og gerðist eftir leikina á móti Man. Utd. og Everton. Er þá ekki sigurinn unnin til einskis? Það eru líka yfir 20 leikir eftir af tímabilinu og nóg af stigum í boði þó við töpum á móti Arsenal.

  Jú jú, þetta eru ágætis punktar. Ég ætla hins vegar ekkert að reyna að útskýra þetta öðruvísi en þannig að ég bara veit að leikurinn á móti Arsenal er lykilleikur á tímabilinu. Þetta er leikurinn sem skiptir öllu máli. Ef það verður viðsnúningur á gengi liðsins í ár þá verður það 13. desember. Það er ekkert sem heitir, við verðum að vinna Arsenal.

  Og ég trúi því að munum gera það.

 70. Hmm, skrýtið. Af hverju kom þessi kafli sem átti að vera “Í desember verðum við með sama sem alla í liðinu heila….” eins og tilvitnun?

  Alla vega, átti ekki að vera þannig.

 71. Maður á sem sagt bara að hvetja sitt lið þegar vel gengur ? Hvaða bull er þetta.

  Liverpool aðdáendur er oft nefndir sem bestur stuðningsmenn í heimi, af hverju ? Jú einmitt af því að þeir standa með sínu liði sama hvað á gengur. Hvað myndi það bæta að baula á menn eftir leiki eins og í gær ?

  Þetta hefur ekkert með metnað að gera, eða kröfur. Einfaldlega að standa með sínu liði og sýna að maður hafi trú á þeim. Getið kallað það móralskan stuðning ef þið viljið. Auðvitað eru allir óánægðir með spilamennskuna í augnablikinu, en mér finnst MJÖG lélegt að beina sínum pirring að the Kop. Þetta lag hefur verið sungið fyrir og eftir leik í næstum 50 ár, eiga menn að hætta þeirri hefð af því að liðið er í lægð ?

 72. Tekið af http://www.uefa.com
  The round of 32 pairings are determined by means of a draw. This round is
  played according to the knockout system, with each club playing each
  opponent twice, in home and away matches (two legs). The UEFA
  administration ensures that the following principles are respected.
  a) Clubs from the same association cannot be drawn against each other.
  b) The 12 UEFA Europa League group-winners and the four best thirdranked
  teams in the UEFA Champions League group stage are drawn
  against the 12 UEFA Europa League group runners-up and the remaining
  third-ranked teams in the UEFA Champions League group stage.
  c) The winners and runners-up of the same group cannot be drawn against
  each other.
  d) Group-winners and the four best third-ranked in the UEFA Champions
  League group stage play the return leg at home

 73. Dæmigert. Formatið klúðraðist auðvitað á þessu. En það er ljóst að við verðum ekki “seeded” vegna markatölu, og getum ekki mætt ensku liði og spilum fyrri leikinn heima. Hins vegar gæti orðið eitthvað vesen þar sem að Everton verða ekki heldur seeded og því eiga þeir að spila í sömu viku og við í Englandi. Allaveganna, ef við hefðum ekki aulast til að fá á okkur þetta mark í lokin í gær eða unnið Debrecen með sómasamlegum mun þá hefðum við sloppið við eitthvað af þessum stærri nöfnum í næstu umferð.

 74. FRÁBÆRT.

  Margir,margir, margir ljósir punktar td:

  -Liðið andlaust en og aftur, sem sagt komið jafnvægi í þetta allt.
  -Við eigum enga peninga til að fá alvöru menn,framtíðin tryggð.
  -fullt af flottum leikmönnum hjá okkur eins og Kyut, Skretel, Insua, Dossena, Voronin, Lucas, N gog, Babel þannig að breiddin er glæsileg.
  -Rafa virðist mjög góður í að bregðast við og breyta plani A í B þegar plan A virkar ekki. Þess vegna getum við stólað á stórhættulega miðju Lucas og Masherano á ný á móti ARSENAL.
  – Lið okkar spilar bráðskemmtilegan fótbolta, ég næ oft að halda mér vakandi fram að 60-70 min.
  -Gott hjá okkur að selja ALONSO, MAÐURINN VAR ALLT OF GÓÐUR, ÁTTI MIKIÐ EFTIR AÐ SAMNINGI SÍNUM OG ÞURFTI AÐ SPILA AF FULLUM KRAFTI FYRIR OKKUR HVORT SEM HANN VILDI FARA EÐA EKKI M.A. ÚT AF HM NÆSTA SUMAR, ÞESS VEGNA FLOTT AÐ SELJA HANN NOKKRUM DÖGUM FYRIR TÍMABILIÐ. VIÐ ERUM JÚ BARA SMÁLIÐ OG EF EINHVER VILL FARA GETUM VIÐ EKKI HAFT NEITT UM ÞAÐ AÐ SEGJA.
  -Flott upp á framtíðina að selja alltaf leikmenn til að búa til pening til að kaupa, með þessu munum við alltaf halda nauðsynlegri breidd og getum haft pláss áfram fyrir Voronin og vini hans.
  – Gott að framkvæmdastjórinn gerir sér grein fyrir því að fótbolti er bara stærfræði, frábært, vonandi klikkar Arsenal á margföldunartöflunni um helgina.
  -Gott að Benítes fagnar aldrei mörkum og sýnir engar tilfinningar, strákarnir gætu jú tekið upp á því að fara að skora reglulega til að þóknast bossanum, ekki viljum við það.
  -Frábært að taka ekki Owen frítt þegar liðið á enga peninga til að styrkja sig, hver þarf Owen með menn eins og Voronin, Kyut, N gog til að raða þeim inn.

  Og svona mætti lengi telja, framtíðin er svo björt það hálfa væri nóg.

 75. Er Otto Rehagel nokkuð á lausu? Gerði góða hluti með Grikkland, virtust vera hálf vankaðir leikmenn en unnu samt EM. Slíkur maður myndi slefa yfir samstarfi við Kyut og Lucas.

  Annars er ég nú bara að djóka, reyna að brjóta þetta aðeins upp, svipað og margir sem pósta hérna. Slökum aðeins á sjáum hvað gerist í deildinni í framhaldi af þessu. Held að liðið eigi eftir að svara þessu á vellinum eftir þessa hörmungartíð.

 76. Sælir félagar

  Að mörgu leyti góður æfingaleikur og mér sýnist að Aquilani hafi tötsið en vantar greinilega mikið uppá leikformið.

  Mér fannst flestir komast sæmilega frá þessum leik nema Daniel Agger og svo auðvitað Derby sem einfaldlega réði ekki við hlutverk sitt og því fór sem fór. Hann átti þó lipra spretti inn á milli og verður að teljast sæmilegt efni.

  Mér líst hinsvegar enn betur á Pacheco. Hann kom inná fullur af sjálfstrausti og óhræddur við stærð leiksins. (stærð????) En heilt yfir var þetta í góðu lagi og Torresinn á eftir að gleðja mann mikið ef hann helst heill. Það er ég viss um.

  Það er hinsvegar áhyggjuefni að menn halda ekki einbeitingu eða vantar þrek til að klára leiki. Þessi mörk á síðustu sekúndum leikja eru óþolandi.

  Það er nú þannig

  YNWA

Liðið komið – Aquilani byrjar

Kristján Gauti búinn að skrifa undir…