Skýring frá Babel

Ryan Babel skýrði frá því á opinberu síðunni að að sjálfsögðu hefði hann ekki verið svo tröllheimskur að tala við hið hataða sorptímarit frá London sem ég neita að nefna í þessari færslu.

Eitthvað grunar mig að margir megi nú éta orð sín hvort sem það var á sjálfu Liverpool Echo, hér inni eða í góðra vina hópi og hafa það sem reglu í lífinu að taka ALLTAF afstöðu með leikmanni Liverpool, sama hvað þeim kann að finnast um viðkomandi, frekar heldur en þessum blessaða #%$”$ klósettpappír.

Eins er líka bara fínt að miða við að allt sem þú lest er lýgi þegar þetta blað á við… ef þú ert á annaðborð svo illa gefin að lesa þetta blað.

15 Comments

 1. Uppskáldað viðtal. Af hverju kemur það manni ekki á óvart þegar þessi sorasnepill er annars vegar.

 2. það er nú fínt að heyra það en Babel verður að fara girða sig í brók og sýna það að hann eigi heima í Liverpool liðinu. Hefur alls ekki verið að gera góða hluti þegar hann fær tækifæri, þau séu nú af frekar skornum skammti.

 3. kristó…þeir eru nú ekki margir leikmenn sem hafa verið að spila vel á þessu tímabili,að mínu áliti er aðeins einn leikmaður sem er aö spila vel og það er REINA og einginn annar sem er að spila vel

 4. Gubbi.. Ekki helduru í alvöru að Reina sé búinn að leika vel?!?!.. Fram að everton leiknum er hann búinn að virðast ráðvilltur, vita ekkert í sinn haus, fær á sig mark og lúkkar eins og hann hafi verið barinn í barkann. Hann er búinn að vera ásamt vörninni alveg hræðilegur. Frábær markmaður samt sem áður en ekki líkur sjálfum sér.

 5. Eftir að ég sá leikinn við Blackburn fékk ég góða staðfestingu á því að “viðtalið” var lygi frá upphafi til enda. Í því kom fram að Babel átti að vera fúll með að fá ekki að æfa og spila í bláum skóm vegna þess að blár er Evertonlitur. Well, þegar El Zhar kom inná leit út fyrir að hann væri að spila í bláum skóm. Hmmmmmm

  Auk þess var þetta “viðtal” í The “%$ þannig að!!!

 6. Gott og vel.

  Ekkert kemur á óvart frá the s..

  Eftir stendur…
  Af hverju er Babel svona lengi að koma þessu frá sér?
  Ætlar hann að sækja sinn rétt í þessu? Umfjöllunin er klárlega skaðabótaskyld…

  Það er einhver andskotans skítafýla af þessu öllu saman…

 7. kristó..mér finnnst Reina hafa spilað eins vel og hægt er miðað við þá vörn sem hann hefur fyrir framan sig það er eingan vegin hægt að ættlast til þess að markvörður spili vel þegar varnarmennirnir eru út úr kort, og frmmistað Reina á móti everton gerir hann að besta leikmanni livirpool…ÞAÐ ER MÍN SKOÐUN EN ÞARF EKKI AÐ ENDURSPEGLA SKOÐANNIR ANNARA PÚLLARA 🙂

 8. Ég sagði þetta frá upphaf, maður trúir ekki orði frá þessu Sun drasli..

 9. Guðbjörn. Hvað með Torres, 10 mörk í 10 leikjum hlýtur að teljast að leika vel.

 10. Sælir félagar

  Ég er sáttur við skýringar Babels. Á sínum tíma sagði ég a ég tryði því ekki að hann væri svona heimskur og ef hann væri það þá mætti hann fara mín vegna.

  Ég var einn af þeim sem hafði tröllatrú á þessum dreng en það hefur fjarað mikið undan þeirri trú. Ég vona af heilum hug að hann komi tvíefldur úr meiðslunum og vinni sér stöðu í byrjunarliði. Eins og liðið hefur spilað undanfarið ætti það ekki að vera svo erfitt í sjálfu sér.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 11. Sammála þér Grétar Amazeen. Torres hefur veruð svakalegur í vetur. Og mér finnst að menn séu full neikvæðir hérna. Mér finnst johnson komast vel frá sínu, a.m.k. fram á við. Vandamálið er fyrst og fremst að við erum einfaldlega ekki með nógu gott lið til að vera í toppbaráttunni ef það verða mikil meiðsli. Vonbrigðin með gengi hafa áhrif á móral og sjálfsöryggi sem leiðir til að menn hætta að berjast. Það sem mér hefur fundist vanta í marga leiki er að berjast um hvern einasta bolta. Sem lið eins og Udt eru frægir fyrir að gera. Þess vegna erum við að tapa leikjum á síðustu stundu en ekki vinna. Við verðum að vinna tæpu leikina á síðustu mínutunum eins og við gerðum í fyrra.

  Við þurfum betri mannskap og það þarf að rífa liðið upp á afturendanum og berjast.

  Babel hefur gæðin en það vantar eitthvað upp á hjá honum sjálfum, mentaly. Selja hann í janúar takk.

Blackburn 0 – Liverpool 0

Lið áratugarins