Liðið gegn Blackburn

Jæja, liðið gegn Blackburn er komið.

Það er skemmtilegt að Rafa Benitez les Kop.is og fylgdi fyrirmælum mínum frá því í gær 100%.

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Insúa

Mascherano – Lucas
Benayoun – Gerrard – Riera
Kuyt

Bekkur: Cavalieri, Aquilani, Kyrgiakos, Ngog, El Zhar, Skrtel, Dossena.

Semsagt, kantmennirnir sem komu inná í síðasta leik og bættu leik liðsins byrja báðir – Yossi og Riera. Kuyt fer fram og Aurelio og Ngog á bekkinn (Aurelio dettur reyndar útúr hópnum). Mér líst verulega vel á þessa uppstillingu. Við klárum þetta 3-0 og Aquilani spilar síðasta hálftímann. Feiti Sam finnur sér svo eitthvað nýtt til að væla yfir eftir leikinn.

Áfram Liverpool!!

49 Comments

 1. Mér finnst næstum að Kuyt og Benayoun ættu að skifta um pláss. Kuyt er ekki mesti framherji í heiminum.

  Reyndar heldur ekki Benayoun, en hann er oft meira deadly í sókn.

 2. Sennilega það sterkasta sem hópurinn hefur uppá að bjóða í dag, Postulani fær síðan vonandi koma úr bómullarpakkningunum og byrja gegn Fiorentina svo hægt sé að koma honum í gang.

 3. Ég sem hélt að það væri fullreynt að nota Kuyt einan uppá topp. En menn eins og Babel hljóta að spyrja sig afhverju Kuyt sé ekki tekin úr liðinu fyrir að skora mark!

 4. Sá ekki fyrir að Aurelio færi úr hóp og tippa því á að hann hafi meiðst við að leika við krakkana! Liðið kemur ekki á óvart þó ég sé aar lítið spenntur fyrir enn einum leiknum með Kuyt upp á topp! (samt nokkuð viss um að hann skori í dag).

 5. Ekki leggst það vel í mig að hafa Kuyt einan á toppnum.
  Við vinnum samt þennan leik 🙂

 6. Er ekki bara verið að hvíla Aurelio fyrir leikinn mikilvæga gegn Fiorentina í næstu viku, annars fínt lið og sérstaklega mikilvægt að vera ekki að rótera í vörninni sem hefur haldið hreinu tvo leiki í röð.

 7. Flott lið og held ég að Kuyt troði sokk upp í alla sem að keppast við að gagnrýna hann og setji þrennu í dag!

  ….og skemmtilegt að Rafa sé loksins farinn að lesa kop.is.

  • Flott lið og held ég að Kuyt troði sokk upp í alla sem að keppast við að gagnrýna hann og setji þrennu í dag!

  Það væri mikið gott ef hann tæki upp á því blessaður ! En hann þarf að gera það í meira en einum leik, þ.e. sannfæra mann um að hann sé málið einn upp á topp. Sé það ekki gerast nokkurntíma.

 8. Jæja, lýst svo sem vel á þetta, er þó enn ekki sannfærður um miðjusamstarf Lucas og Masch. Það einfaldlega hlýtur að vera krafa frá Aquilani sjálfum og öllum stuðningsmönnum að hann fái amk. 30-35 mínútur í þessum leik, sama hver staða leiksins er. Ég hlusta heldur ekki á eitthvað bull um að Blackburn séu ruddar og grófir, það eru öll liðin í deildinni með grófa leikmenn og þetta er bara partur af sportinu. Maðurinn hlýtur líka að fara að spyrja sjálfan sig hvenær í ósköpunum hann fær að spila.

  Annars er ég bjartsýnn fyrir þetta, kominn í King Kenny treyjuna (sem ég hef bara klæðst í sigrunum gegn United og Everton,hlýtur að vera happa) og Stevie heldur upp á daginn með því að setja allavega 1 ef ekki 2 😀

 9. Mér líst ekkert svakalega vel á þetta. Blackburn er með gríðarlega líkamlega sterkt lið og mjög hávaxið lið, þónokkuð margir leikmenn yfir 190cm. Þeir eru hættulegir í föstum leikatriðum og þar hef ég mestar áhyggjur. Við erum með svakalega lágvaxið lið og marga leikmenn sem skortir hæð og styrk.

  Blackburn leikmennirnir eru hinsvegar langt í frá flinkir og spila með tvo djúpa miðjumenn í fjarveru Dunn. Við þurfum bara að pressa almennilega á leikmenn Blackburn, því þeir gera mistök. Við eigum nú að taka þetta, en með Kuyt sem striker, þá veit maður ekkert hvernig þetta fer.

 10. Flott lið, það besta sem er í boði fyrir okkur í dag.

  2-0, Kuyt og Johnson með mörkin.

 11. Mér sýnist Benitez hafa hreinlega úr öllum sterkustu leikmönnum Liverpool að velja í dag fyrir utan Torres og Babel, þannig að það verður ekki hægt að kenna meiðslum um ef illa fer í dag.
  Hins vegar hef ég trú á að L’pool klári þennan leik enda á að skipa mun öflugra liði en Blackburn. Allt annað en 3 stig er skandall….

 12. “”Flott lið og held ég að Kuyt troði sokk upp í alla sem að keppast við að gagnrýna hann og setji þrennu í dag!”

  Það væri mikið gott ef hann tæki upp á því blessaður ! En hann þarf að gera það í meira en einum leik, þ.e. sannfæra mann um að hann sé málið einn upp á topp. Sé það ekki gerast nokkurntíma.””

  Nú vona ég það enn meira 😉

 13. Mér líst vel á þetta lið og ánægður af fá inn Riera og Yossi á kantana.
  Ég spái þessu 0-3
  Ég heimta að fá að fá að sjá Aquilani í þessum leik.

 14. “Það er skemmtilegt að Rafa Benitez les Kop.is og fylgdi fyrirmælum mínum frá því í gær 100%”

  Ngog er á bekknum og Aurelio ekki í hópnum, er ekki eittvhað bogið við þessi 100%?

 15. Einhver með góðan link á leikinn. Iraqgoals ekki að virka fyrir mig núna 🙁

 16. Því miður þá held ég að Robinson í marki Blackburn muni eiga stórleik og halda þeim inní leiknum. Þetta fer 1-1 Benayoun með mark LFC. Útivallarform LFC ekki uppá marga fiska á þessu tímabili 🙁

 17. Hvernig er þetta að spilast?
  E-r búinn að taka hressilega tæklingu á Diouf ?

 18. Við erum ekki að ná neinni stjórn á leiknum og erum hálf þynnkulegir eitthvað. Vonandi vinnur þetta á þegar líður á leikinn.

 19. Sælir félagar.

  Djöfulsins hörmung er að horfa á þessa knattspyrnu hjá okkar mönnum. Johnson er búinn að vera ömurlegur sóknarlega. Spurning hvort honum er bannað að fara fram fyrir miðju. Houllier syndrómið í sinni ömurlegustu mynd.

  Soknarleikurinn er tilviljunarkenndur og fullur af hræðslu við gagnsóknir. Þetta er meiri aumingjaskapurinn.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 20. Úffff…..átakannlega slakur fyrri hálfleikur. Vonandi að það færist meira líf þetta.

 21. Heimskuleg taktik að mínu mati að hafa Kuyt fremstan, með þessa sterku og stóru miðverði í kringum sig þá getur hann ekki neitt. En þeir eru hægir og ætti frekar að notfæra sér Ngog fyrir hraðan, svo er Rafa að vonast eftir sendingum af kanti, vonast eftir skallamarki. Það er ekki að fara gerast með Samba og Nielsen þarna í miðverðunum, þeir éta alla þessa bolta og Kuyt á ekki séns í þá, 0-0 spái ég.

 22. Það er ekki að sjá að fyrirliðinn okkar ætli að halda neitt sérstaklega uppá daginn, virkar í fílu og hálf áhugalaus.
  Kuyt er ekki að fara að gera neitt með þessari fyrstu snertingu sinni frekar en vanalega.
  Annars batamerki á leik okkar manna eftir því sem leið á leikinn, í seinni hálfleik ætti þreytan í liði Blackburn að fara að sjást betur.
  Og svo vil ég bæta því við að Diouf er alveg jafn mikið fífl og vanalega 🙂
  Kooooma svo!

 23. Það er ekkert samræmi í dómum. Aukaspyrnur á allt sem hægt er L’pool megin en sólatæklingar og hvað sem er sleppur hinumegin.

  Það er ekkert út á liðsvalið að setja í sjálfu sér, þetta lið ða að geta unnið B’burn auðveldlega. En þá verða menn líka að spila einhvern sóknarbolta og sýna að þeir hafi pung í að vinna svona leiki. Og Rafa verður að breyta taktík og keyra á þessa skaula. Ef hann hefur pung en ekki pí…

  Þ:að er nú þannig.

  YNWA

 24. ég held að Stebbi G hafi haldið upp á tímamótin með einhverri majones brauðtertu sem frú G hefur hent í í morgun.Hann er bara ekki með ennþá!!!En Dirk er svo sannarlega með eins og alltaf(þá meina ég alltaf jafn lélegur)Benni jón er ekki að taka sín frægu upphlaup.Riera búinn að vera slakur eins og reyndar allt liðið!!Djöfull er þetta orðin leiðinleg knattspyrna sem lpool spilar þessa dagana

 25. Ég neita því að ekki að það er spennandi tilhugsun að fá Aquillani inná miðjuna fyrir Lucas. Það þarf að skerpa sóknarleikinn og einhvern sem getur haldið boltanum inná miðjunni.

 26. Erum við bunir að skora úr hornspyrnu á þessu tímabili ? man ekki eftir einu

 27. Það fer eitthvað voðalega lítið fyrir Aquilani, er hann bara uppá punt?????

 28. Það er komið korter frá því Rafa var að gefa Aquilani fyrirskipanir. Afhverju setur hann ekki manninn inn og tekur Lucas út?

 29. Er ekki algjör óþarfi að keyra Aquilani út, Sævar?

  Er ekki spurning að hvíla hann lengur bara. Mér sýnist við alveg vera með þetta miðað við spilamennsku okkar.

 30. Það er svosem lítil hætta á að hann meiðist á bekknum, enda ekki nema um 20 miljón punda fjárfesting….Verðum að passa uppá hana……

 31. Þarf maður ekki bara að fara að taka sér frí frá þessu liði…maður verður svo reiður að horfa á þennan viðbjóð!!!!

 32. Það er með ólíkindum að okkar menn séu ekki búnir að skora. Þessi skipting á El Zhar með öllu furðuleg. Hvað er þetta, af hverju setur hann ekki Aquilani inná völlinn ????

 33. Af hverju er Man.Utd alltaf að klára litlu liðin með stæl á meðan við skítum á okkur trekk í trekk.

  Eru 0-4 yfir á útivelli á móti West Ham. Ætli Ferguson hafi lagt upp með að halda hreinu eins og Benitez og hanga á jafnteflinu.

 34. Maður bara getur engan veginn áttað sig á því hvað er eiginlega í gangi í kollinum á Benitez!!! Jesus hvað þetta er orðið pirrandi!!!!!!!!!!!!

 35. Virkilega dapurt. 3 stigin hefðu getað dottið báðum megin, þannig að 0-0 jafntefli e.t.v. sanngjörn úrslit milli tveggja miðlungsliði. Vildi óska þess að ég hefði eytt þessum tveimur tímum í að horfa á eitthvað annað en þennan leik.

  Kannski mátti við búast við þessu skemmtanagildi þegar lið Benitez mætir liði Big Sam…..

 36. bjartsýnir strákar 🙂 liverpool er að verða að sama miðlungsliðinu og houllier tókst að gera það . semsagt maður getur ekki sett neinar kröfur á þetta lið lengur . þvílíkur horbjóður sem þessi leikur var og hvar í helvítis andskotanum er aquaman !!!!!!!!!!????? mig hlakkar gríðalega mikið til þess að lesa öllu jákvæðu póstanna frá ykkur “tryggu” stuðningsmönnum liverpool … sjáum hvað þið finnið jákvætt í dag .

 37. Benitez er ábyggilega inní klefa núna að hrósa liðinu fyrir gott stig. Metnaður liðsins verður aldrei meiri en hjá stjóranum og fannst mér það sýna sig í dag. Að setja ekki manninn sem á að leysa Alonso af hólmi ekki inná til að lífga uppá leik liðsins er óskiljanlegur og er hann að mínu mati ekki rétti maðurinn til að stýra liðinu.
  Burt með Benítez, og það strax. Eins og Davíð Oddson er höfundur að hruni íslenska hagkerfisins þá er Benítez höfundurinn að hnignun Liverpool……..

 38. Diddi 42.
  Þeir eru í með betra lið og betri stjóra. simple as ****

Blackburn á morgun

Blackburn 0 – Liverpool 0