Blackburn 0 – Liverpool 0

Okkar menn fóru á Ewood Park og mættu þar Blackburn í dag.

Rafa stillti þessu upp svona í byrjun.

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Insúa

Mascherano – Lucas
Benayoun – Gerrard – Riera
Kuyt

Bekkur: Cavalieri, Aquilani, Kyrgiakos, Ngog, El Zhar, Skrtel, Dossena.

Ég hélt að þetta væri okkar sterkasta uppstilling miðað við þann mannskap sem er heill.

Eftirá að hyggja þá voru þó menn einsog Benayoun og Riera alls ekki tilbúnir í 90 mínútur því þeir voru fullkomlega afleitir. Fyrri hálfleikurinn á þessum leik var svo með ólíkindum leiðinlegur að það nær ekki nokkurri átt. Ég man ekki eftir að Liverpool hafi átt skot á markið. Hörmung frá A-Ö

Í seinni hálfleik skánaði þetta og okkar menn sköpuðu nokkur færi. Ngog klúðraði meðal annars færi fyrir opnu marki af eins meters færi (hann var þó nokkuð óheppinn þar sem að boltinn skoppaði rétt áður en hann fékk hann. Rafa skipti inná El Zhar og Ngog, en af einhverjum verulega furðulegum ástæðum þá þótti honum ekki tilefni til að skipta inn þriðja manninum. Ef að leikurinn í dag öskraði ekki á skapandi miðjumann, þá veit ég hreinlega ekki hvenær það á að gerast. Ég veit hvort að þessi seta Aquilani á bekknum er einhver léttur brandari hjá Benitez, en ef hann treystir honum ekki í leiki þá á hann einfaldlega að vera HEIMA. Ekki á bekknum.

**Maður leiksins**: Ég ætla að velja Steven Gerrard því hann spilaði sinn 500. leik fyrir okkar lið og hann reyndi allavegana eitthvað í seinni hálfleiknum.

Þannig fór það. Ég sem vonaðist til þess að sigur gegn Everton gæfi mönnum smá sjálfstraust og að þeir myndu keyra yfir þetta Blackburn lið. En ó nei.

Það er ekki hægt að horfa framhjá því að þetta Liverpool lið er einfaldlega að spila afskaplega lélegan bolta. Miðjan með þá Lucas og Mascherano er einfaldlega ekki nógu sterk. Lucas er ekki Anti-Kristur einsog margir virðast telja, en hann er heldur ekki nógu góður til þess að vera fyrsti kostur í framliggjandi miðjumann í svona liði. Sú uppstilling að hafa Gerrard nánast frammi og Lucas og Mascherano á miðjunni virkar ekki. PUNKTUR. Annaðhvort þarf Gerrard að færa sig aftur á miðjuna og byrja að taka þátt í spili hjá Liverpool eða það þarf að skipta út annaðhvort Lucas eða Mascherano.

Ég var ekki stærsti aðdáandi Xabi Alonso einsog hann lék 2 af 3 síðustu tímabilum sínum hjá Liverpool. En hann má þó eiga það að hann reyndi að klára vandamálin sjálfur. Lucas spilar dálítið einsog ég myndi spila ef ég vaknaði allt í einu í Liverpool treyju og inná miðjum Anfield. Ég myndi einfaldlega gera hlutina eins einfalt og ég gæti gert til að verða mér ekki til skammar. Þannig virkar Lucas. Kannski er það sjálfstraustið og ég er viss um að þessi ótrúlega gagnrýni sem hann hefur fengið hefur ekki hjálpað. En hann reynir alltaf að koma sínum vandamálum yfir á aðra. Þannig eru sendingarnar frá honum alltaf stuttar beint til hliðar eða afturábak. Engar langar sendingar, sem geta brotið spilið upp munu koma frá þeim Suður-Amerísku félögum á miðjunni okkar.

Og þegar þeir spila einsog þeir hafa gert að undanförnu þá er Steven Gerrard einfaldlega ekki með í leiknum. Sem annar framherji með mann einsog Fernando Torres þá getur Gerrard verið stórkostlegur. En þegar hann á að vera nánast okkar aðalframherji með litla aðstoð frá miðjunni, þá gengur þetta einfaldlega ekki upp.

Ég sé svo sem ekki margar lausnir í þessu, en mikið afskaplega er það dapurt að á eftir séu liðin í sjöunda sæti deildarinnar og liðið í efsta sæti að fara að mætast og ég held með liðinu í efsta sæti. Það sýnir hversu lágar væntingarnar eru orðnar hjá manni.

Það þarf eitthvað að gerast í þessu liði. Við þurfum að fá Torres inn eða við þurfum að brjóta upp þessa miðju hjá okkur. Hið fyrra ráðum við ekki yfir, en hinu seinna ræður Benitez yfir. Hann þarf að taka hausinn útúr rassgatinu á sér og sjá að þetta leikskipulag er ekki að virka með þessa leikmenn sem hann hefur yfir að ráða og hann treystir í fullan leik þessa dagana.

Næst er það fullkomlega tilganslaus leikur gegn Fiorentina í Meistaradeildinni. Ef að Aquilani verður þar á bekknum í meira en 80 mínútur þá mun ég tryllast. Og svo er það heimaleikur gegn Robin van Persie lausu Arsenal liði – og þar á eftir þrír leikir gegn Wolves, Wigan og Portsmouth.

108 Comments

 1. ManU með einn byrjunarliðsmann í vörninni og vinna á útivelli 4-0. Við???

  Góði helv. managerinn.

 2. Liverpool er djók lið við getum ekki unnið lið eins og blackburn ég nenni ekki einu sinni að kommenta á þetta drasl lið góða helgi felagar

 3. Jáá, ætli það verði ekki öllu skellt á óheppni og meiðsli leikmanna, ekki ömurlegur og illa skipulagður fótbolti, skelfilegt andleysi og lélegt lið…

 4. Af hverju er ekki haegt ad profa Aquilani I svona leik – hvernig getur thetta verid slappara framavid

 5. Þetta var nú sorgleg frammistaða hjá okkar mönnum í dag. Með eindæmum andlausir í fyrri hálfleik, alltof hægar sóknar uppbyggingar og virkilega slakar sendingar og heimskulegar ákvarðanir. Mascherano og Lucas voru skelfilegir að mínu mati þó Masch skárri. Gerrard átti fína spretti en þó aðeins í seinni hálfleik. Riera líklegast lélegasti maður vallarins en hann er nú að stíga upp úr meiðslum og vonandi betri á komandi vikum. Ótrúlegt að við náðum ekki að klára þetta skítlélega lið Blackburn og skal enginn hérna inn dirfast að tala um tölfræði og hvað við vorum meira með boltann, áttum fleiri skot og þess háttar. Það telur ekki rassgat þegar að við getum ekki komið boltanum í netið. Hvað er svo málið með Benitez og Aquilani, til hvers var verið að versla þennan mann ef hann fær ekki einu sinni 10 mínútur til að koma sér af stað. Ætlar Benitez að skýla sér á bak við að Blackburn séu svo líkamlegt lið og harðir ??? Ég meina þetta er enski boltinn, öll lið eru líkamlega erfið og sterk. Ég bara skil þetta ekki. Ætli ég kjósi ekki bara Carra sem mann leiksins svei mér þá.
  Sorglegt.

 6. Sælir félagar.

  Til hvers er maður að ergja sig á því að horfa á þessa leiki. Það er nákvæmlega ekkert sem gleður mann nema eitt til tvö augnablik þegar Johnson kemur og gerir eitthvað sem gæti hugsanlæega endað með marki ef það væru alvörumenn í teignum.

  Nei maður verður að sætta sig við að þetta var sanngjörn niðurstaða og við komnir niður á miðja fyrri síðu þar sem við eigum heima, að því er virðist.

  Af hverju að spila allann fyrri hálfleik eins og slakt annarar deildar lið sem þarf að verjast fyrst og fremst til að halda stiginu og koma svo síðasta korterið og reyna að vinna leikinn. Af hverju ekki að nota allan leiktímann í að það reyna að vinna. Ég skil það ekki og ef það er einhver sem skilur það þá endilega skýri hann það fyrir mér.

  Fjórða sæti meistaradeildar er í ljósárafjarlægð frá þessari spilamennsku enda á lið sem spilar svona ekkert erindi í meistaradeildina. Andskotinn hafi það bara.

  Það er nú þannig.

 7. Þessi miðja fer að verða fullreynd gegn svona liðum. JM gat ekki neitt í þessum leik og Lucas var litlu betri. Riera og Benayoun ákvaðu báðuir að eiga arfaslakan dag, Riera svo slakan að hann var tekinn útaf á 51.mín, af Benitez!!
  Kuyt vinur minn var hreinasta hörmung einn frammi, rétt eins og vanalega en þó öllu gáfulegri þegar hann var kominn aftar á vðllinn. Gerrard gerði ekki mikið í dag og gat því miður ekki reddað okkur út úr þessu eins og hann hefur oft gert. N´Gog var líflegur og bara átti að skora en GUÐ MINN GÓÐUR HVAÐ VIÐ SÖKNUM TORRES! í janúar þurfum við að kaupa gáfulegan framherja og ef það er ekki hægt þá verðum við að stela slíkum.
  Glen Johnson var eini í byrjunarliðinu með einhvern almennilegan hraða og suprise suprise þá var hann okkar besti maður og nánast sá eini sem skapaði einhvern usla.
  Fékk hausverk af því að horfa á þennan leik.

 8. Benitez er ábyggilega inní klefa núna að hrósa liðinu fyrir gott stig. Metnaður liðsins verður aldrei meiri en hjá stjóranum og fannst mér það sýna sig í dag. Að setja ekki manninn sem á að leysa Alonso af hólmi ekki inná til að lífga uppá leik liðsins er óskiljanlegur og er hann að mínu mati ekki rétti maðurinn til að stýra liðinu. Burt með Benítez, og það strax. Eins og Davíð Oddson er höfundur að hruni íslenska hagkerfisins þá er Benítez höfundurinn að hnignun Liverpool……..

 9. Minn kæri Babu. Þessir menn ákveða ekki að eiga ekki betri leik en þetta. Þeir eru einfaldlega ekki betri en þetta.

  Það er nú þannig.

 10. Hversu slæmt er ástandið orðið þegar varnarmennirnir Glen Johnson og Agger eru orðnir okkar hættulegustu sóknarmenn!!! sorglegt!!

 11. Hefði þetta ekki verið mjög góður leikur til að fá Aquilani inn síðastu 20-30 mín ?

  Við vorum geldir sóknarlega, nema þegar Glen J. tók á rás og einstaka tilþrif frá Gerrard. Sókndjarfur miðjumaður hefði allavega ekki gert hlutina verri.

  Annars sanngjörn úrslit, því miður. Eina jákvæða er að við héldum hreinu 3 leikinn í röð. Það er framför.

 12. Helvítis eigendurnir. Þeir gerðu jafntefli í þessum leik. Já og svo vorum við auðvitað óheppnir. Rafa ber að sjálfsögðu enga ábyrgð á þessu.

  Ég held við ættum bara að skila Aquilani til Roma. Hann fær aldrei að spila.

 13. Ég hélt að eina leiðin til að bæta leikform sitt væri að spila leiki, en það er víst alger vitleysa hjá mér.

 14. Benitez hefur sagt að hann vilji ekki setja Aquilani inná í stöðunni 0-0 eða 1-0 fyrir Liverpool þar sem hann er ekki viss um hvernig Aquilani mun spjara sig í svo jöfnum leikjum og hvort það muni leiða til þessa að Liverpool missi einhver tök í leiknum. Vandi er hins vegar sá að Liverpool er ekki að vinna neina leiki stórt þessa dagana og því hangir 20m maðurinn á bekknum endalaust.
  Hann fær séns í næstu viku í tilgangslausum leik og vonandi getur hann þá sannfært Benitez um að hann sé tilbúinn í alvöru leiki í deildinni.

 15. Er ekki málið að hætta þessu röfli hérna og fá sér bara jólabjór?
  Botninum er náð.

 16. WHY !!!!!! afhverju er ekkert gert í þessu !???? benitez er ekki að sýna að hann eigi skilið öll þau völd sem honum voru færð með síðasta samningi sínum . maðurinn er að missa allt niður um sig !!!!

 17. Var ég að halda öðru fram?

  Þessi miðja hefur aldrei verið góð gegn liðum sem eru veikari en Liverpool, þ.e. lið sem við sækjum á. Þetta hlítur bara að fara verða fullreynt enda skapa þeir andskotann ekki neitt.

  Það er í svona leikjum sem við söknum Alonso sem allra mest eða þá þessum postulíns ítala okkar sem ég spái að spili gegn Fiorentina

 18. Árni Jón, er langt á undan þér. Öðruvísi hefði ég ekki haft þolinmæði í að horfa á þennan leik…….

 19. Ég vil meina að Lucas hafi verið bara fínn. Hann komst upp að endamörkum einu sinni og krossaði vel. Hvað gerði Mascherano betur?

  Eitt mjög gott dæmi var um miðjan seinni hálfleik þegar hann vann boltann og gaf fram undir pressu frá Blackburn manni. Sendingin rataði ekki á neinn Liverpool mann, sem var kannski allt í lagi. Það sem var skelfilegt var að það voru ÞRÍR leikmenn Liverpool á sama fermetranum á vallarhelmingi Blackburn. ENGINN var að spá í að finna opin svæði.

  Benitez er að skíta í sig. Engin mótivering, ekkert skipulag, tómur skítur.

 20. já eruð þið ekki ánægðir með þjálfarann hann má sko ekki fara neitt þetta var bara eitthvað óstuð á liðinu elsku benni halda áfram og skila liðinu í 8 og allir verða ánægðir. ussssussss

 21. Góð skýrsla Einar. En ég vil benda á að eins og ég skil leikskipulag Rafa þá á Lucas að vera framliggjandi og stjórna spilinu framá við. Það er aftur á móti Masc sem er miklu sókndjarfari og skapar meira framá við í einum leik en Lucas á heilli öld.

  Ég er sammála um það að Rafa þarf að draga hausinn út úr rassgatinu á sér og þurrka skítinn af gleraugunum. Þá ef til vill tekur hann eftir postulíninu sem hann keypti fyrir 20 millur og hendir því inná í stað Lucasar Leiva sem ég vil að fari heim með næstu vél og verði í fríi til vors. Það er betra að brjóta þennan postulínsvasa í leik en að skreyta bekkinn með honum.

  Það er nú þannig.

 22. Það er líka rétt að það gerist sífellt erfiðara að verja Rafa og stjórnun hans á liðinu. Ég reyni það ekki lengur en er ekki ennþá farinn að taka undir það að hann verði rekinn. En ég viðurkenni að þetta er sífellt erfiðari og erfiðari staða og maður er að verða algerlega passívur í henni.

  Það er nú þannig.

 23. Benitez þarf einfaldlega að finna þær hreðjar sem hann sýndi í fyrra. Að mæta með 2 varnarmiðjumenn gegn Blackburn og einn striker er í besta falli aumingjaskapur og segir mér hreinlega að maðurinn er sáttur með stigið. Á hvaða tímapunkti virtust Blackburn líklegir til að fara að sækja af einhverju viti í leiknum og mynda þarf með einhverja þörf fyrir bæði Lucas (Einar Örn btw lýsir nákvæmlega tilfinngingum mínum um hann) og Masc?

  Með Aquilani scenario-ið er maður einfaldlega bara orðlaus. Ef maðurinn er ekki heill af hverju, afsakið orðbragðið, í fjandanum er hann þá á bekknum ? Það eru svona spilamennskur sem einfaldlega fá mann til að óska þess að maður hefði valið United fyrir nokkrum árum. Hvernig geta þeir mætt á Upton Park, töluvert betra lið sem spilar þar en Blackburn, með vængbrotið lið og slátrað þeim 0-4 ?

  Jú, þetta er mjög einfalt. Þeirra leikskipulag er ekki byggt á einhverjum stærðfræðiformúlum og búið til í excel. Þar eru einfaldlega þeir menn sem eru heilir látnir spila og þeir hafa það frelsi sem þeir þurfa. Fótbolti er svo einföld íþrótt að nánast hver sem er getur verið góður í henni. Í liði Liverpool í dag voru 11 frábærir spilarar sem hafa spilað íþróttina í hátt 20 ár hver en samt er ekkert passion, engar tilfinningar og engin gleði. Maður spyr sig þá auðvitað, af hverju er það svoleiðis ? Amk. fyrir þennan pening myndi ég sennilega finna passion fyrir lífshlaupi smámaura. Það er eitthvað bogið við uppsetningu liðsins. Þetta er einfaldlega bara leiðinlegt. Hvort sem það er stjóranum, eigendunum eða Kermit að kenna er bara hreinlega ekki gott að segja …

 24. Sigkarl. Þetta finnst mér einfaldlega rangt hjá þér, þessir menn eru mun betri en þetta og hafa sýnt það vel inni á vellinum, stundum eru menn of fljótir að gleyma. Vandamálið liggur í því að þeim er spilað þrátt fyrir að vera ekki í standi sem sýnir best hversu lítil breidd er í hópnum. Og hvernig þú finnur það út að Mach sé meira skapandi framávið en Lucas nær bara ekki nokkurri átt.

 25. Einar Örn ég er svo 100% sammála þér með Lucas. Þetta er nákvæmlega það sem ég er búinn að segja í allt tímabilið um þennan leikmann. Ég er hreinlega að sturlast úr pirringi yfir þessu helvítis rugli í Rafa með Aquilani.

 26. Koma svo stuðningsmenn Benitez… tjáið ykkur.

  Bendið endilega á að hann hafi náð betri árangri en Houllier og Roy Evans. Það eru aðal rökin.

  Benitez er að eyðileggja Liverpool, svo einfalt er það. Ég veit um einstaklinga sem hafa hætt að styðja Liverpool… þeir nenna ekki að horfa á svona ömurlega leiðinlegan fótbolta viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár.

  Benitez er gjörsamlega búinn að skíta upp á bak. Ef hann hefur ekki æru til þess að segja upp sjálfur þá á að reka hann. Mér er skítsama hvað það kostar. Það kostar meira að hafa hann áfram við stjórnvölin.

 27. Fyllilega sanngjörn úrslit ein ömurlegt það er nú að játa það.
  Okkar menn mættu hreinlega ekki til leiks fyrr en í seinni hálfleik og það verður að segjast að áhugaleysi leikmanna er algerlega til skammar.
  Maður leiksins að mínu mati er Glen Johnson sem átti alveg magnaða spretti sem hefðu átt að skila mörkum en lamaðir framherjar Liverpool gátu ekkert.
  N’Gog er klárlega maðurinn til að vera fremstur þegar Torres er fjarverandi, Kuyt verður að fá að máta bekkinn því það er ekki eðlilegt að hann sé með áskrift í byrjunarliðið eftir hverja skíta frammistöðuna eftir aðra.
  El Zhar (ZaHar eins og Arnar B. kýs að kalla hann) átti ágæta innkomu en þrátt fyrir hellings huff and puff þá var engin grísasteik hjá okkar mönnum í dag.

  Ég er algerlega sannfærður að Ítalska sætabrauðið okkar muni spila drjúgan hluta af leiknum gegn Fiorentina og komi svo meir og meir inní liðið af krafti.

  Eins svekkjandi og þessi úrslit eru nú þá var það vitað mál fyrirfram að þessi leikur yrði erfiður, persónulega var ég svolítið hissa á að sjá bjartsýnisspárnar hérna fyrir leikinn.

  Y.N.W.A.

 28. Það er einfalt að sjá Bjammi minn góður. Masc sem á að vera varnartengiliður á fleiri tilraunir til marks, fleiri sendingar framávið og gerir tilraun til að vinna boltann af markmanni andstæðinganna og ef einhver sóknarþungi væri í þessu liði þá hefði getað orðið úr því mark. Lucas ógnaði aldrei allan leikinn (enda væri mér sama umm hann ef ég væri andstæðingur hans, hann getur ekki skorað). Hvað menn eins og Benyoun, Lucas, Insua, Aurelio, El Zhar, Skrtel, Dossena o.s.frv. þá finnst mér þeir einfaldlega ekki nógu góðir. Það er mitt álit og við getum alveg verið ósammála um það.

  Það er nú þannig.

 29. Sælir stuðningsmenn Liverpool. það hafa verið hér á þessari síðu menn sem hafa talið að Lukas Lélegi hafi bar verið góður. Væntanlega munu þeir halda því áfram að svo sé. Meðan við höfum þetta lið með hann í liðinu verður þetta skelfilegt ár. Okkar ástkæri þjálfari er kominn á endastöð með þetta lið.

 30. Frábær leikskýrsla Einar þarf ekki að bæta neinu við. Liðið heldur áfram að verða sér til skammar undir stjórn Hr. Benitez þetta árið mikið er ég nú feginn að hann er nýbúinn að skrifa undir nýjann langann samning.
  Farinn í rommið.

 31. 28 “Ég veit um einstaklinga sem hafa hætt að styðja Liverpool… þeir nenna ekki að horfa á svona ömurlega leiðinlegan fótbolta viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár”

  Þeirra verður sárt saknað 🙂

 32. ‘Eg held að þetta lið sé komið á sama stað og liðið hans Souness þegar hann hætti. Ég er farinn að horfa á þetta lið eins og það er,en ekki hvernig ég vil að það sé, og þetta er leiðinlegt lið sem spilar hægan og hugmyndalausann fótbolta og margir leikmenn kunna ekki að taka á móti boltanum þegar þeir fá hann. Þetta er í rauninni svo sorglegt að ég ætla að hætta að tjá mig hérna þangað til einhverjar breytingar verða og þá meina ég að það verði skift um stjóra.

 33. hvað er að Rafa hvurslags liðsskipan er þetta burtu með manninn áður en hann gengur af Liv dauðu ég segi það satt. Hvað er þetta með ykkur sem geta varið manninn koma svo Jose áður en Rafa gerir út af við okkurvið skiluðum Houllier var það ekki og þeir eru með sömu getu

 34. “Benitez hefur sagt að hann vilji ekki setja Aquilani inná í stöðunni 0-0 eða 1-0 fyrir Liverpool þar sem hann er ekki viss um hvernig Aquilani mun spjara sig í svo jöfnum leikjum og hvort það muni leiða til þessa að Liverpool missi einhver tök í leiknum.”

  Hvernig getur það verið að leikmaður sem var keyptur á um 20 milljónir punda sé ekki fær í að spila jafna leiki? Þetta er einhver almesta þvæla sem ég veit um.
  Eins og Jói G þá hélt ég að eina leiðin til að komast í leikform væri að spila. Nema maður sé að misskilja svona hrikalega.

 35. Ég held að ég hafi skemmt mér meira að horfa á jólamyndbönd með Bó Hall en þá leiksýningu sem gleðigjafarnir Sam Allardyce og Rafa Benitez buðu uppá í dag. Sé þá fyrir mér kampakáta með árangur dagsins enda gekk leikplanið fullkomnlega upp.

  Ég velti enn fyrir mér hvernig Liverpool tókst að láta sleðanna Samba og Nelsen líta út eins og Nesta og Cannavaro í dag. Hættulegusta færi Liverpool kom eftir samspil í gegnum vörnina þar sem boltanum var haldið niðri. Það er þekkt vandamál lið undir stjórn Big Sam að þau eiga í mestum vandræðum þegar boltinn er á jörðinni. Þess í stað gerðu kantmenn Liverpool og bakverðir lítið annað en að dæla háaum bolta á Kuyt og Ngog sem voru einir frammi.

  Nenni ekki að væla yfir Aquilani……það er eitthvað dæmi sem ég hreinlega skil ekki og mun ekki koma til með að skila. Sama hversu skelfilega Masche og Lucas spila þá virðist ekki vera þörf á að fá spilandi miðjumann sem getur skapað færi og haldið boltanum.

  Niðurstaða dagsins var einfaldlega sanngjarnt jafntefli tveggja miðlungsliða.

 36. Þetta er hrein og bein hörmung. Það er ekkert annað sem hægt er að segja!

 37. ljósasti punkturinn var að við náðum að halda hreinu í 90 mín… 3 leikinn í röð minnir mig

 38. JÁ mönnum Benitez fer fækkandi með hverjum deginum sem líður. Ég hef verið á báðum áttum en núna er ég bara orðinn alger NEI maður. NEI TAKK. Það er sorglegt að við skulum vera miðlungslið á Englandi. Tottenham, Aston Villa, MAnchester City og Birmingham eru öll komin fram úr Liverpool eins og er. Það þarf að koma peningum í þetta strax ef að það á að gera eitthvað og ráða Gus Hiddink sem stjóra og það strax í gær !

 39. ég er hætt að fylgjast með þessu ömurlega liverpoolliði þar til hann fer þessi þjálfaramynd eitt virðist þó gott að hann ætlar að ná í rússann Pavlochenko

 40. Koma svo stuðningsmenn Benitez… tjáið ykkur.

  Mikið afskaplega fara svona innlegg í taugarnar á mér. Það þarf kannski að útskýra það fyrir fólki sem virðist fyrirlíta Benitez að við, sem viljum hafa hann sem þjálfara, biðjum ekki til hans á kvöldin og stöndum uppá sófann og klöppum fyrir honum eftir svona leiki.

  Mér fannst þetta ömurlegur leikur í dag og mér hefur fundist spilamennskan ömurleg að undanförnu. En ég hef ennþá trú á að Benitez geti lagað hlutina.

  Við sem styðjum Benitez gerum það ekki vegna spilamennskunnar á þessu tímabili, heldur gerum við það þrátt fyrir hana. Við gerum það vegna þess að okkur finnst Liverpool liðinu hafa farið gríðarlega fram frá því að hann tók við og þar til í sumar.

  Við treystum honum einfaldlega til að koma liðinu útúr þessari kreppu. Ef það kemur í ljós að á þessu tímabili sýni liðið engin batamerki, þá mun sú trú auðvitað dafna eða deyja út. En við snúum ekki baki við liðinu okkar og þjálfararanum vegna þess að það leikur ömurlega í tvo mánuði.

 41. Var að horfa á Man C – Chelsea. Það sem ég öfunda stuðningsmenn Chelsea af liðinu þeirra og þó sérstaklega spilamennskunni, upplegginu
  i leiknum og leikgleðinni og sigurviljanum frá FYRSTU mínútu. Bullandi sóknarbolti allan leikinn. Ég ætla ekki að bera það saman við annað lið sem ég hefi taugar til. Ég hefi einfaldlega ekki taugar í það. Hinsvegar væri ég til í að bera saman tóman poka Rafa við stóra punginn á stjóra Chelsea.

  Það er nú þannig.

 42. Fyrirfram dauðadæmt jafntefli, sem varð raunin. Fyrir utan Johnson þá er enginn í liðinu sem virðist vera nálægt því að skapa einhverja hættu. Með betra formi gæti það komið, en eins og liðið er að spila þá virðist vera nóg að taka Gerrard úr umferð og liðið verður steingelt. Ég verð reyndar að setja spurningarmerki við frammistöðu hans sem fyrirliða. Þegar honum gengur illa og liðinu öllu þá virðist ákefðin beinast öll inn á við. Hann virðist reyna að berja sig áfram en aldrei sér maður hann hvetja menn áfram og peppa þá upp. Mashcerano virðist vera maðurinn sem sóknir liðsins virðast eiga að fara gegnum á miðjunni, og þrátt fyrir að hann hafi bætt sendingargetuna um fleiri hundruð prósent þá er ekki sanngjarnt að ætlast til þess að hann spili eins og sóknarsinnaður miðjumaður. Þess vegna hefur hann fengið gagnrýni sem minnir mann óþægilega á Fletcher-heilkenni sem margir voru þjáðir af um árið.
  Ég sé bara ekki að Rafa sé að fara að snúa þessu við, nema kannski að hann leyfi e.t.v bómullarmanninum að spila einhvern tíma á þessu tímabili.

 43. Góð skýrsla Einar Örn, og frábært svar (#44) við leiðindaspurningu. Það er fátt jafn pirrandi og menn sem koma hérna inn og þykjast hafa unnið einhvern móralskan sigur yfir stuðningsmönnum Benítez þegar liðinu gengur illa.

  Þetta var lélegt í dag. Það er reyndar jákvætt að halda hreinu í þriðja leiknum í röð, og vonandi heldur það lengi áfram, en allt annað var slappt. Ég hafði á orði við sessunauta mína að þetta væri týpískt svona leikur þar sem Torres hefði náð einhvern veginn að vinna hann fyrir okkur, 1-0, en þar sem hann vantaði hafðist þetta ekki. Það er einfaldlega döpur staðreynd að án Torres í dag erum við ekki bara vængbrotnir heldur komum rellunni varla í gang, sóknarlega séð.

  Þannig ætti það ekki að vera. Við erum með menn eins og Gerrard, Benayoun, Riera, Johnson og Ngog (HRIKALEGA óheppinn í dauðafæri dagsins) og þeir ættu að vera nóg til að kála þessu skítlélega Blackburn-liði. Það sem vantar hins vegar er, eins og Einar Örn fer vel yfir í leikskýrslunni, að flæðið í leik liðsins er ekki til þess gerandi að opna einhverjar glufur framarlega á vellinum. Á meðan boltinn gengur svona hægt og óöruggt manna á milli, að því er virðist án alls tilgangs, munu Gerrard framarlega og aðrir sóknarmenn aldrei finna nein sóknarfæri.

  Lucas og Mascherano gera ákveðna hluti mjög vel saman. Í dag voru þeir enn og aftur með öll völd á miðjunni, þ.e. hleyptu andstæðingunum ekkert í boltann og lentu aldrei undir neinni pressu, brutu allar sóknir andstæðinganna á bak aftur. En það þarf einfaldlega meira til hjá miðjumönnum og eins og Einar Örn segir er hvorugur þeirra líklegur til að koma nokkurn tímann með sendinguna sem galopnar vörn andstæðinganna, eins og Alonso gerði í nánast hverjum einasta leik, hvort sem hann lék vel eða ekki. Alonso átti misjöfn tímabil hjá okkur en hann var þó ALLTAF að leita að glufum til að nýta. Þetta einfaldlega vantar í Lucas og Mascherano.

  Þetta er það sem Benítez þarf að laga, fyrst og fremst. Það eru þó nokkrar vikur síðan ég nánast grátbað hann að laga leikkerfið hjá sér að leikmannahópnum með því að taka upp demantamiðjuna sem er að reynast Chelsea svo vel (hjá okkur væri Mascherano aftastur, Gerrard við hlið Lucas og svo Benayoun í holunni, og þá myndum við kannski ekki sakna Aquilani jafn mikið – og svo TVO FRAMHERJA, Ngog/Kuyt/Torres) en hann virðist ætla að berja höfðinu við steininn með leikkerfi sem einfaldlega virkar ekki með núverandi mannskap.

  Liðið er á uppleið aftur eftir skelfilegt haust. Taplaust í nóvember og það sem af er desember, haldið hreinu núna þrjá leiki í röð og unnið tvo leiki á undan þessum. Þetta er á uppleið en það er að gerast of hægt til að við getum verið eitthvað bjartsýnir á framhaldið. Sú hætta er alveg fyrir hendi að jafnvel fjórða sætið verði orðið erfitt þegar liðið byrjar loksins að spila alvöru sóknarbolta aftur, en Benítez virðist vera of þrjóskur til að blása lífi í lífvana sóknartaktík með því að gera þær breytingar sem virðast nauðsynlegar.

  Já, og eins og bróðir minn sagði við mig í lok leiks í dag, þá er Aquilani verstu kaup tímabilsins í Evrópu á meðan hann ekki spilar. Ég skil að hann hafi verið keyptur með lengri tíma en nokkra mánuði í huga, og ég skil að hann sé búinn að vera lengur frá en Rafa og læknateymið hjá LFC sáu fyrir, en það eru núna SJÖ VIKUR síðan hann átti stórgóðar fimmtán mínútur gegn Arsenal. Það getur vel verið að Rafa vilji ekki nota hann í grófum leikjum, eða á lélegu grasi í Ungverjalandi, eða þegar leikurinn er naumt staddur, en að Aquilani skuli bara vera búinn að fá einhverjar 5-10 mínútur samtals í tveimur leikjum síðan hann kom inná gegn Arsenal er með öllu óverjandi. Það er bara staðreynd.

 44. Í öllum leikjum úrvalsdeildarinnar þarf að sýna kraft og áræði og það er svekkjandi að sjá að bæði þessi atriði eru ekki til staðar í dag. Liverpoolleikmenn reyna yfirleitt ekki að taka menn á og þessar endalausu sendingar á varnarmenn er hundleiðinlegar. Uppleggið í dag virtist vera að bakverðirnir mættu ekki taka neina ,,sénsa” og það tekur alla gleði úr spilinu. Hvað miðjuna varðar þá á LEIKSTJÓRNANDI að vera þar í aðalhlutverki. Í dag er enginn leikstjórnandi í liðinu! Mascherano er varnarsinnaður miðjumaður og Lucas sýnir því miður ekkert sem réttlætir veru sína í liðinu. Hann er fínn í stuttum áhættulausum sendingum eins og Einar Örn bendir á en annað gerist því miður ekki. Þetta er bara endalaust áhugalaust basl sem liðið verður að komast yfir. Fljótir áræðnir leikmenn er e-ð sem sárlega vantar í liðið og mikilvægi Torres kemur best í ljós í þessum leikjum sem við EIGUM að vinna.

 45. Liverpool hefur vissulega tekið framförum undir stjórn Benitez en ekki gleyma því að á sama tíma hafa Tottenham, Aston Villa, Man Utd, Chelsea og Manchester City tekið framförum.

  Helstu vandamál Liverpool frá fyrsta tímabili undir stjórn Benitez er hugmyndaleysi í sóknarleik liðsins. Liðið getur ekki stjórnað leik og á mesta basli gegn minni liðum sem liggja aftarlega og beita skyndisóknum. Man Utd og Chelsea eiga ekki við þetta vandamál að stríða og þar skilur að. Benitez er búinn að vera með liðið í 5 ár og liðið er enn að kljást við sömu vandamálin og fyrir 5 árum síðan þegar hann tók við.
  Það er ekkert sem bendir til þess að hann sé að finna lausn á þessu vandamáli. Nánast öll tímabilin undir stjórn Benitez hafa klárast í haustmánuðum…..Því miður tel ég að það sé rétt að hleypa nýjum manni að með nýjar áherslur og nýjar hugmyndir. Við skulum ekki gleyma því að Gerrard og Carra eru að komast á seinni hlutann á ferlinum og ljóst að þeir koma aldrei til með verða enskir meistarar meðan Benitez er hjá Liverpool.

 46. “ljóst að þeir koma aldrei til með verða enskir meistarar meðan Benitez er hjá Liverpool”

  Eins bjánaleg og þessi fullyrðing er nú þá ætla ég að koma með aðra alveg jafn bjánalega:

  Við skulum ekki gleyma því að Gerrard og Carra eru að komast á seinni hlutann á ferlinum og ljóst er að þeir munu örugglega verða enskir meistarar meðan Benitez er hjá Liverpool, það er öruggt 🙂

  Kv.
  Nostradamus

 47. Rafa er að eyðileggja Aquilani með þessu rugli. Hann verður búinn að ná úr honum öllu sjálfstrausti þegar hann loks fær að spila. Svipað og með Babel. Ég er enn þeirrar skoðunar að ef Babel hefði farið í Arsenal fyrir þremur árum væri hann einn besti maður deildarinnar og ALLTAF í byrjunarliði þar. Aquilani fær ekki að byrja því Rafa treystir honum ekki í jafna leiki!!!! Hvað er verið að segja leikmanninum? Það er verið að brjóta hann niður. Því miður þá er Rafa ekki rétti maðurinn fyrir Liverpool. Við munum aldrei vinna deildina með hann sem stjóra. Ég er þeirrar skoðunar að mannskapurinn sem hann er með í höndunum sé mjög góður og vel sé hægt að vinna deildina með honum. Vantar einn striker – annars stöndum við algerlega jafnfætis Utd og chelsea hvað mannskap varðar. Stjórinn er stóra vandamálið. Ef við værum ekki í þessum eigendavandræðum þá væri hann löngu farinn. Rafa hefur hins vegar orðið sameingartákn stuðningsmanna í andstöðunni við eigendurna og það hefur haldið honum á lífi.

 48. Rafa Benitez:
  “We were thinking of putting him on today but the game was too open. When a player isn’t match fit, it is a risk to put him on the pitch.”

  Jahá, heldur hann að stuðningsmenn Liverpool séu heilalausir? Afhverju gat El Zhar spilað í engu leikförmi en ekki Aquilani? Þessi bull rök hjá Benitez halda ekki vatni.

 49. Tjaaa….Hafliði það er vissulega hægt að slá sér upp o-sem riddara með að klippa allt úr samhengi, taka út eina setningu og sleppa því að horfast í augu við rökin.

  Eins svekkjandi og þessi úrslit eru nú þá var það vitað mál fyrirfram að þessi leikur yrði erfiður, persónulega var ég svolítið hissa á að sjá bjartsýnisspárnar hérna fyrir leikinn.

  Eins bjánaleg og þessi setning hljómar, þá er þetta nú sannkallaður Nostradamus….þ.e.a.s. Mister Wise Guy eftir á……:)

 50. Gunnar Ingi (#55) – góð spurning. Ég veit ekki hvernig Rafa ætlar að réttlæta þessi orð sín um Aquilani og að leikurinn í dag hafi verið of opinn fyrir mann í engri leikæfingu, þegar hann lét El Zhar hafa sínar fyrstu mínútur á tímabilinu í einmitt þessum leik.

 51. Ja.. hérna. Liverpool er að ná nýjum hæðum í meðalmennskunni.

  Mér dettur ekkert gáfulegt í hug til að segja um þessa hörmung.

  Mér fallast hendur……

  YNWA

 52. …-Crossing fingers-…
  Rafa sjáðu sóma þinn í því að segja starfinu lausu….

 53. Hafliði, hvað í ósköpunum er svona bjánalegt við þá fullyrðingu að LFC verði aldrei enskur meistari undir stjórna Benitez??

  Mér finnst reynslan reyndar hafa sýnt mjög vel að það stefnir alls ekki í það að liðið verði meistari undir hans stjórn. Rafael er frábær í stóru leikjunum og þeim leikjum sem “mestu” máli skipta…. EN til að vinna deild, hvað þá deild sem spannar 38 leiki, þá þarftu að vinna hina leikina líka. Vinna líka Blackburn, Porthsmouth o.s.frv… Sigur í þeim leikjum gefur 3 stig, alveg eins og sigur gegn Man Utd.

  Ástæðan fyrir því að ég vil Benitez í burtu er ekki vegna þess að liðið spilar “leiðinlegan fótbolta” eða að Benitez fagni ekki mörkum… Mér er nákvæmlega sama um þá hluti – svo fremi sem liðið vinni leiki. Sagan hefur bara sýnt að hann á í miklum erfiðleikum með minni liðin og þau lið sem LFC “á” að vinna.

  Leikkerfið hans virkar betur í stóru leikjunum, og þegar lið spilar mjög aftarlega gegn LFC fáum við oft ekki nær engin almennileg færi. Þetta hefur ekki breyst á fimm árum. Í fyrra t.d. á liðið sitt lang besta tímabil í hvað um 20 ár? Liðið vinnur Man U, Chelsea o.s.frv. en tapar algjörum óþarfa stigum endalaust, oft á heimavelli.

  Það er ástæðan fyrir því að ég vil RB burt. Hann vinnur ekki ensku deildina (mín skoðun) og mér finnst það ekki bjánaleg fullyrðing.

 54. Aquilani byrjar næsta leik segir Benítez á opinberu síðunni,í frétt sem er efst núna augljóslega bara til að róa æsta stuðningsmenn. Að hann byrji næst gerir þá ákvörðun hans að nota hann ekki í eina mínútu í dag ENN furðulegri! Af hverju ekki að leyfa honum að spila smá til að komast í smá leikform í það minnsta? Hann treystir honum greinilega ekki í alvöru leik heldur lætur hann hann byrja í leik sem skiptir engu máli.

  Rafa segir svo síðar í viðtalinu: “He can only get match fitness by playing. We were hoping to play him in the reserves the other day but the game was postponed, so we have to carry on and then he will have a chance against Fiorentina.”

  NÁKVÆMLEGA! Dæs…

 55. Skelfilegt að sjá fyrirliðann okkar dýfa sér svona í örvæntingarfullri tilraun til að fá vítaspyrnu.
  Annars er fátt um leikinn að segja, alveg grátlegt.

 56. Það þarf að ger eithvað……. flest önnur lið skipta um stjóra og rífa hópinn svo upp með þeim skiptum.

  ég vill fara að sjá eithvað gerast.. hvort sem það eru stjórabreytingar eða bara breitingar á mönnum… leik kerfum eða hverju sem er…. bara að eithvað fari að gerast…

 57. http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=84386

  Er maðurinn ekki að grínast þetta var ömurlegt frá 1 mín til þeirrar 92. seinni hálfleikurinn var einungis skárri helmingurinn af tveim ömurlegum. Þetta er metnaðurinn í þessum manni. Ég gefstu upp, ég vil benitez burt.
  Lélegt lið stút fullt af meðalskussum, sorglega lélegur fótbolti, ömurlegur á að horfa og umfram allt algjörlega árangurslaus. Ég spyr, hvað sjá menn í spilunnum að þetta sé eitthvað að breytast?
  Meistaradeildinn FARINN
  Titilbaráttan FARINN
  Deildar bikarinn FARINN
  og Desember er rétt að byrja
  Baráttan um fjórða sætið lítur ekki svo vel út þau lið sem eru fyrir ofan okkur eru einfaldlega að spila mun skemtilegri og árangursríkari fótbolta og svo eru þau einfaldlega bara betri og betur mönnuð en Liverpool
  Hvað er Benitez að gera þannig að hann sé þess verðugur að vera áfram stjóri hjá okkur? ég bara sé það ekki því miður.

 58. Guðbjörn, þessi linkur sýnir alla leiki hjá benitez frá því hann byrjaði að þjálfa, ekki alla leiki hans hjá Liverpool.
  Gildir það sama með Houllier.

  Sé ekki betur en að tölfræðin hjá Liverpool sé:

  Benitez 5 ár 315 leikir 178 sigrar 56% vinningshlutfall

  Houllier 7 ár 325 leikir 165 sigrar 51% vinningshlutfall

  Svo má benda á að Houllier var 2 árum lengur en stjórnaði samt næstum því jafn mörgun leikjum, væntanlega útaf Evrópukeppnum, þar sem má nokkuð örugglega segja að erfiðari andstæðingar séu.

  Annars er þetta skemmtileg samantekt á þessari síður, stendur meðal annars að sigurhlutfallið há Ferguson og wenger er ekkert mikið betra en hjá benitez. Þarf nú varla að taka fram að Mourinho rústar þessu (70% vinningshlutfall)

  http://www.liverpool-kop.com/2009/12/benitez-vs-ferguson-vs-wenger-vs_04.html

  Annars verð ég að segja að það sem skiptir mig meira máli eru bikarar en ekki vinningshlutfall, þetta tvennt fer nú samt yfirleitt saman 😉 en það er ekki endalaust hægt að benda á tölfræði þegar maður hefur ekki mikið að sýna fyrir hana. Vonum bara að við skilum UEFA og/eða FA cup í hús, þá held ég að hlutirnir róist aðeins.

 59. djöfull fynst mér þetta orðið hlægilegt… flest allir hérna kusu hérna um daginn að halda Benitez en gera svo ekkert annað en að rakka manninn niður.. En ég hinst vegar hef alltaf viljað hann burt og hann má endilega taka Lucas og Kuyt með sér, þá er ég sáttur. ég hef sagt þetta svo oft hérna, vonandi fariði að taka aðein mark á manni! Þessir menn eiga bara ekki heima í þessu liði því miður. Enn einu sinni sast ég fyrir framan sjónvarpið og horfði á leiðinlegan leik, þar sem Benitez spilaði uppá ekkert annað en að halda hreinu og reyna að skora eitt mark. Djöfull er það óþolandi, held að hann skilji bara ekki að það nær aldrei árángri. heitasta helvíti…

 60. Það er óskiljanlegt að Rafa skuli enn þrjóskast við að hafa Lucas og Mascherano saman á miðjunni. Það varð ljóst fyrir löngu síðan að þetta virkar engan veginn. Báðir eru þeir steingeldir sóknarlega. Svo þegar 20 millj. punda maðurinn er leikfær er hann frystur! Þetta er bara með öllu óskiljanlegt. Síðan er það framlínan. Að vera með N´Gog og Kuyt til að leysa Torres af þarna er djók. Því miður er meiðslasaga Torres hjá Liverpool þannig að við verðum að hafa alvöru senter til taks. Það sjá það allir að N´Gog er ekki sá maður. Ég hef bent á Nistelroy í þessu tilviki. M.v. fjárhagsstöðu klúbbsins held ég að það væri klókt að fá hann lánaðan til haustsins. Þótt hann hafi verið í Man U þá er mér bara nákv.lega sama. Við þurfum sóknarmann sem kostar okkur ekki mikið og við þurfum hann í janúar. Ég segi að ef Rafa gerir ekki eitthvað róttækt í málunum næsta mánuðinn er ekkert annað í stöðunni en að láta hann fjúka. Persónulega myndi ég vilja fá Jose Mourinho. Hvað sem menn segja um hann þá hefur hann náð árangri þar sem hann hefur verið.

 61. Já eftir nokkra bjóra er þetta ekkert betra.
  Alveg sammála LP og fleirum um að þessi leikaðferð sem hann er með gengur ekki með Masch og Lucas. Hún gengur upp með Gerrard við hlið annars hvors þeirra. Það er bara þannig. Ég er búinn að sjá nóg af þessu samstarfi Brasilíu og Argentínu.
  Ég er þó ánægður með að að Voronin nokkur sé í frystinum. Kalluglan er þó ekki að spila honum. Það er betra að kjúllarnir hreyfi sig heldur en að rasssíðir karlpungar hlaupi um í búningum.

  Keppnin um fjórða sætði er staðreynd, kannski vinnum við FA cup eða Europa Cup og það verður að hafa það. En ég ætla rétt að vona að Rafa fari að taka hausin út úr rassgatinu á sér og fara að breyta meira til en hann gerir. Og hann á að sækja fleiri unglinga og setja í liðið. Það er lang besta leiðin.

  Góður þessi Jólabjór …….. Skál félagar.

 62. flott skýrsla…… félagar munið … að ekkert lið er betra en síðasti leikur…..að benda á að benitez hafi náð einhverju stigameti í fyrra er auðvitað bara grín……. þá var lucas og insua ekki í byrjunarliðinu!!!!!! nú hefur lucas byrjað inná í öllum deildarleikjunum. Benitez er búinn að verðfella Liverpool með því að hafa meðal 2. deildar menn eins og Lucas, Insua og El zhar nálægt borginni

 63. Lucas Leiva er ekki Anti-kristur. Hann er transsexual og ein besta knattspyrnukona heims í dag. Rafa Benitez? Hann er Strokarinn. Strokar burtu sálirnar…

 64. Fyrir tímabilið þá sagði Alex Ferguson að hann reiknaði ekki með Liverpool í titilbaráttu þetta árið þar sem þeir hefðu hreinlega leikið yfir getu í fyrra. Það virðist nú ætla að rætast hjá karlpungnum, en hvort ástæðan er sú að við lékum yfir getu í fyrra en á pari núna er svo annað mál.

  En það blasir samt við að það er hreinlega orðið leiðinlegt að horfa á Liverpool spila fótbolta. Alltof margir varnarsinnaðir leikmenn inná vellinum og sárafáir sem geta skorað mörk og tekið menn á. Gerrard, þessi frábæri leikmaður varla svipur hjá sjón um þessar mundir. Hann er nokkuð direct spilari og þegar hann fær boltann eftir frábærar sóknarsendingar frá hinum sískapandi suðræna miðjudúett og veltir því fyrir sér á hvern eigi að senda til að koma boltanum í mark andstæðinganna fallast honum sennilega hendur, já eða fætur. Ekkert í boði nema varnarmenn, varnarsinnaðir miðjumenn eða varnarsinnaðir sóknarmenn. Algjörlega heilristað ástand. Vinsamlegast snúðu til baka hið fyrsta Torres og ekki meiðast aftur næstu árin. Lucas og Kuyt eru til í að skipta við þig og skella sér í nokkurra mánaða sjúkraþjálfun…

 65. 72 Baros:

  “Fyrir tímabilið þá sagði Alex Ferguson að hann reiknaði ekki með Liverpool í titilbaráttu þetta árið þar sem þeir hefðu hreinlega leikið yfir getu í fyrra. Það virðist nú ætla að rætast hjá karlpungnum”
  Verð því miður að viðurkenna að rauðnefurinn hafði líklega rétt fyrir sér!

 66. Sælir – úff hvað þetta var lélegur leikur. Ég skil alveg að Benitez vilji loka öllu til baka eftir öll þessi ódýru mörk sem við höfum fengið á okkur í síðustu leikjum eða eiginlega allt þetta tímabil og það að klára núna 3ja leikinn í röð án þess að fá á okkur mark er jákvætt en það er það eina jákvæða við þennan leik.

  Það að kenna Lucas um allt sem miður fer er ódýrt. Þetta er ungur og góður leikmaður sem fær það hlutverk að leysa af Alonso sem er einn besti miðjumaður heims og var seldur til Real Madrid á 30 miljónir punda. Hann er fínn leikmaður og góður í þessu liði en hann er ekki nógu góður til að leysa af Alonso strax. Það er dálítið mikið að ætlast til þess að hann geri það. Það er þessi undarlegi sparnaður á Aquilani sem maður bara skilur ekki. Af hverju fékk hann ekki korter í þessum leik ef hann getur verið í byrjunarliðinu í næsta leik?

  Ítalinn er ekki notaður í leik sem öskraði á skapandi miðjumann sem ég hef skilið að hann sé. Hann var ekki tilbúinn til þess að setja hann inná en hann á að vera í byrjunarliðinu á móti Fiorentina segir Benitez. Hverjum er ekki sama um þennan leik á móti Fiorentína. Ég held að hann hafi líka sagt að Torres eigi að vera í liðinu í þeim leik. Ég spyr bara af hverju? Ég sé enga ástæðu til þess og það á bara að hvíla hann í þeim leik og nota hann í leikjum sem skipta einhverju máli.

  En sóknarlega var liðið alveg hræðilegt í dag og okkar besti maður var Johnson sem voru frábær kaup. Það sýnir manni líka hversu mikilvægt það er fyrir þjálfara að fá þá menn sem þeir vilja. Benitez hefur oftar en ekki þurft að velja næstbesta kostinn eða þriðjabesta ef út í það er farið en það er vandamál sem Chelsea og ManU hafa ekki átt við.

  Það er til að mynda sorglegt að sjá El Zhar koma inná til að eiga að breyta einhverju. Að mínu mati er hann ekki lengur ungur og efnilegur heldur bara ekki nógu góður til að vera í þessu liði. Aðrir voru bara lélegir.

  Benitez sagði í byrjun ágúst að hann væri að vinna í því að kaupa annan senter til að bakka upp Torres og Gerrard en hann fékk svo ekki pening til þess. Ég held að það sé mikið í gangi á bakvið tjöldin og við sjáum það ekki allt. Ég er þeirrar skoðunar að eigendurnir séu það versta sem komið gat fyrir þennan frábæra klúbb.

  Það er ennþá fullt eftir að þessu tímabili og núna verðum við bara að ná 4ða sætinu. Það verður bara að duga í ár því miður. Svo þarf að styrkja miðjuna og kaupa heimsklassa senter við hliðina á Torres. Selja Babel, El Zhar og Dossena og fá betri leikmenn í staðinn. Hvernig væri til dæmis að fá einn kantmann sem væri alveg eldsnöggur? Kuyt er ágætur en hann er ekki snöggur og sama má segja um Riera, Babel, Benayoun.

  Áfram Liverpool – YNWA!
  en svakalega getur verið erfitt stundum að halda með þessu liði

 67. Hvernig væri nú að lofa Dossena að spila, sem og Aquilani. Mér finnst Insua bara ekkert sérstakur í þessari stöðu, allavega ekki svo góður að Dossena fái ekki einu sinni sjéns. Ítalskur landsliðsmaður þar á ferð.

  Mikið sakna ég Alonso og Arbeloa :-/

 68. Nenni ekki út í smáatriði, allir voru ekki að spla fótbolta og Liv þarf að fara að æfa sendingar og að læra að skora, en þeir eru góðir að spila aftur á vörnina og á Reina, meiru druslurnar þessir leikmenn, þessa dagana, sitt.

 69. Þetta er bara komi gott hjá Karlinum. Held að hann sé búinn að tapa trú leikmanna og þá er þetta búið. Leiðinlegur með eindæmum hann Benitez. Ég er hjartanlega sammála mönnum hérna, afhverju er Aqualini alltaf á bekknum ef það á ekkert að nota hann ? Maður fattar þetta bara enganveginn, væri ekki nær þá að hann væri að spila með varaliðinu.

  Sennilega er það rétt að menn vöru að spila yfir getu í fyrra, fullt af sigrum þar sem sigurmarkið kom á síðustu sekundum leiksins, það gefur liðum trú og það er jú einmit trúin sem flytur fjöll og skorar mörk.

  Ömurlegt lið í alla staði og því miður held ég að við verðum að fara í enn eina uppbygginguna á þessu liði

 70. Já Rafa kallinn þarf að fara, þyrfti að sjá sóma sinn í því og segja upp. Honum þakka ég fyrir mikla dyggð og marga góða sigra. Það góða við það að það kæmi nýr stjóri inn er að hann þyrfti kannski ekki að fara í eins miklar breytingar og Rafa þurfti á sínum tíma. Ég meina það eru góðir leikmenn þarna sem hvaða lið sem er myndi vilja hafa eins og Torres og Gerrard, Johnson og Reina og svo framvegis. En nýjan stjóra takk og það strax !

 71. Ég las viðtal við Bennitez eftir leik, þar sagði hann að nú væri komið ákveðið jafnvægi á miðjuna með endurkomu Gerrard með Lucas og Masherano.
  Ok, flott. Benni hefur gert marga góða hluti og við eigum eftir að eflast með Torres og Aguilani sem getur ekki annað en styrkt liðið þegar hann fær séns.

  Klára tímabilið ,ná 4 og senda benna heim, fá eiganda sem á pening og stefna framávið.

  Benni er komin á endastöð, held allir hljóti að sjá það. Maðurinn hefur ekkert plan B og heldur bara áfram með plan A þó það virki ekki leik eftir leik.

 72. Góðan daginn…
  Djöfull var ég pirraður í gær… ekki bara það að liverpool gat ekki neitt heldur eru við komnir með leikara í liðið okkar… hvað var Gerrard að hugsa í gær… þetta var verra en þegar N’gog fiskaði vítið um daginn….
  REKA RAFA og það strax.. ætlar hann að nota 20 milljóna punda manninn á bekknum í allan vetur.. það verður að fara herða upp í þessum Ítala djöfli.. hann verður bara að sætta sig við það að enski boltinn er harður og miklu hraðarni en sá ítalski og ef hann þorir ekki að spila þá getur hann bara farið heim eða Rafa selt hann ef hann þorir ekki að nota hann í þessum hörðu leikjum!

 73. Mikið er ég feginn að hafa bara sleppt því að horfa á þennan leik. Í fyrsta skipti ever þá hafði ég ekki löngun til að horfa. Ég er búinn að tjá mig oft um að Masch-Lucas-Kuyt séu bara ekki að virka og ég held að blind níræð kelling sem hefur ekkert vit á fótbolta ,,sjái” að það er ekki verið að nota þessa menn rétt – leikskipulagið er í molum. Ég er búinn að vera púlari lengi og held því að sjálfstögðu áfram. Ég mun reyna að horfa á eitthvað af næstu leikjum…en úff það er erfitt að horfa uppá hrun okkar kæra ,,stórveldis” og þetta þarf að gerast ofan á kreppuna!

 74. Næsti leikur er í meistaradeildinni sem skiftir engu máli og þá á að nota ítalann segir Rafa?????? ég held að þeir ættu bara að sleppa þessum leik og þjálfa þettað lið betur. Og hvað með þessa gömlu Liv leikmenn sem eru að aðstoða Rafa, það hefur bara versnað síðan þeir komu ,djö maður.

 75. ja var ad horfa a leik i juventus inter tar var gamal pullari
  sissoko hann var godur og traustur a midjuni
  hann er betri en lukas og jm til saman

 76. Rafa segir að við séum komnir með “jafnvægi á miðjuna” … það eina jafnvægi sem er þar er sú staðreynd að allir eru jafngeldir sóknarlega – hörmung að horfa á leik liðsins þessar vikurnar, annan eins leiðindarfótbolta hef ég ekki séð síðan á tímum Houllier þegar Henchoz og Hyypia voru uppá sitt besta.

  Þetta bara einfaldlega verður að fara að skána, annars fara ALLIR að missa þolinmæðina.

 77. Ég verð bara að fá að koma inná annað…

  Rafa segir að þessir leikir séu “of hættulegir” fyrir Aquilani til að taka þátt – þegar liðið hefur aldrei þurft jafnmikið á skapandi miðjumanni að halda. En samt er hann tilbúin að spila:

  a) Gerrard eftir meiðslin þegar hann hafði ekki æft í tæpar 4 vikur.

  b) Riera í tvígang rétt eftir meiðslin, annað skiptið meiddist hann.

  c) Yossi þegar hann segir sjálfur og sést klárlega að maðurinn er ekki tilbúin í 90 mínútur korteri eftir meiðslin.

  d) Torres spilaði 3 eða 4 leiki meiddur þar til (og með) Marsaille.

  En 20 mp maðurinn okkar virðist vera búin til úr postilíni – afhverju í andskotanum ekki að taka áhættu þegar við einfaldlega meigum ekki við að tapa fleiri stigum – er verið að spara hann þar til við eigum alveg örugglega ekki séns á neinu á þessu tímabili og pressan því minni ? Ef hann er nægilega góður þá finnur hann pláss til að athafna sig – allir góðir leikmenn gera það, ég man nú ekki betur en að Xabi og Garcia hafi báðir spilað debut gegn Bolton hér um árið korteri eftir að hafa skrifað undir, alveg óvanir enska boltanum.

  Ég er ekki að segja að Aquilani sé einhver töfralausn , en spilamennska okkar getur bara ekki orðið verri, held ég geti fullyrt það – og áhættufælni getur orðið okkur að falli eins og andstæðan, að spila honum ekki. Ef staðreyndin er sú að hann er ekki nægilega heill, hversvegar í veröldinni er hann þá á bekknum ? Þvílíkt bull…

 78. Ég þori ekki að tjá mig um þennan leik því þetta var svo hræðilegt. Sóknin er svo bitlaus að ég líki því við að skera kókoshnetu með skeið. Ég hef oft og mörgum sinnum velt því fyrir mér hvort það væri ekki betra að spila 4-4-2.

  REINA
  JOHNSON – CARRA – AGGER/SKRTEL – INSÚA/AURELIO
  MASCH
  BENAYOUN – GERRARD – RIERA/AURELIO
  KUYT/BABEL – TORRES

  Ég býst ekki við því að Aquilani verði okkar framtíðar vatnsberi ef hann verður ekki seldur í sumar PERIOD. Ég væri til í að sjá þetta lið sem og einu sinni á þessu tímabili. Eitthvað nýtt svona til tilbreytingar sem Rafa var nú svo þekktur fyrir á fyrstu tímabilunum.

 79. Sælir félagar

  Leikurinn í gær afgreiddur af minni hálfu og nenni ég ekki að ræða meira um hann. Mér væri líka mikil þægð í því ef Rafael Benitez tjáði sig sem minnst um þennan leik, framistöðu leikmanna, þróun liðsins, og framtíðarhorfur, hvenær á að nota leikmenn og í hvernig ???? leikjum. Hvílíkt helvítis kjaftæði.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 80. Svo lengi sem Benayoun er á fokking kantinum, þá mun ekkert koma út úr honum. Djöfulsins heitasta helvíti.

 81. Merkilegt nokk en Kuyt er efstur Liverpoolmanna í Actim Index og í 5.sæti af öllum.

 82. Frekar slappur leikur. En ég vil benda á eitt. Það er ekki hægt að benda á man utd í samanburði við liverpool. Þeir eru með miki betri hóp enda hafa þeir peninga til þess. Hvernig hefðu þið stillt þessu upp í gær. Vörnin hjá okkur er nu ekki buinn að vera upp á marga fiska og mér finnst við hreinlega þurfa tvo djúpa til að verja vörnina eins kjánalega og það hljómar. Annað dæmi með ítalann okkar. Everton og blackburn leikir eru ekki góðir fyrir mann að byrja að spila sem að var það meiddur að talið var að ferillinn væri búinn. Það hefði nu heyrst eitthvað ef að benítez hefði sett hann inn á og það hefði komið góð tækling og hann brotnað því að ef að þið sjáið blackburn liðið þá er það ekki það míksta í deildinni og hvað þá derby slagur við everton sem að var líklega lélegri leikur hjá okkur en leikurinn í gær. Málið er einfaldlega það að það vantar aur til að búa til breidd. Reynið að halda veislu fyrir ellefu manns með 100 kalli. hugsa að fólk yrði jafn ánægt með það og líverpool. Liðið í gær var alveg nógu sterkt til að vinna blackburn. Þegar út á völlinn er komið þá eru það þeir ellefu leikmenn sem spila leikinn sem ráða honum sama hvað þjálfarinn segir og gerir. það voru leikmennirnir sem að skitu á sig en ekki þjálfarinn
  en að á að byggja á góðu og hreint mark er alltaf gott. Ekki skipta um þjálfara þá koma nýjar hugmyndir nýjir leikmenn og það tekur 4-5 ár að’ byggja upp lið á ný.

 83. Jói #89 það er nú ekkert skrítið afhverju hann er svona ofarlega enda fær hann boltann mjög oft í leikjum og sendir hann undantekningar laust afturábak, það er nú ekki flókið. Hef aldrei séð manninn keyra upp hornið og reyna sendingu fyrir eða skipta boltanum yfir á hinn kantinn. Þetta Actim er bara bull og vitleysa. Svo er annað mál, menn eru að tala um að meiðslin séu að hrjá okkar lið og kenna þar af leiðandi því nokkuð um gengi liðsins í vetur. veit nú ekki betur en að 7 varnarmenn séu meiddir hjá United en samt vinna þeir 4-0 á útivelli. Við erum einfaldlega bara með lélegan framkvæmdastjóra því að hópurinn er miklu sterkari en hjá Ógeðslega liðinu frá manchester!!

 84. mundi #91 .. afhverju heldur þú að leikmenn sem eru inná skíti á sig á vellinum þegar að eins góður og klár knattspyrnustjóri og benitez á að vera er að stýra þessu ????? eru þeir semsagt bara hópur af aumingjum ???? eða eru þeir allir ofmetnir ???? eða hreinlega geta bara ekkert yfir höfuð ???? ég held að ég segi NEI við þessu öllu , auðvitað er það maðurinn í brúnni sem á að gera menn klára í ALLA leiki !!!!! það vantar neista í þetta og hann er klárlega ekki að koma frá hr benitez .

  það er nú þannig 😉

 85. Grellir:
  “Við erum einfaldlega bara með lélegan framkvæmdastjóra því að hópurinn er miklu sterkari en hjá Ógeðslega liðinu frá manchester!!”

  Er það í alvöru ástæðan fyrir því að þér finnst Benítez vera lélegur að Manure er með sterkari hóp? Hvaða grín er þetta? Og í guðanna bænum ekki svara mér með þessum sama vælukór að hann hafi eytt svo miklum pening en hafi ekki hópinn til að sýna það því það hefur oft komið fram hver sannleikurinn á bak við það er.

  Benítez hefur einfaldlega ALDREI fengið nægan pening til þess að hafa efni á þeim leikmönnum sem hann virkilega langaði til þess að bæta við hópinn. Nákvæmlega þess vegna hefur hann þurft að sætta sig við að kaupa 3. – 4. kost og reyna að hækka verðmiðann á þeim með það að markmiði að selja þá með hagnaði svo hægt sé að kaupa aðeins dýrari leikmann. Hjá hvaða toppliði hefur einhver þurft að vinna svona (og á sama tíma sýnt jafn góðan árangur og Benítez)?

 86. Ætla ekki að ausa úr pirringsbrunni mínum hérna, er ósáttur við jafnteflið, en jákvætt að halda hreinu. Bilið í toppsætið hefur þrátt fyrir allt minnkað! En ég læt þetta nægja um leikinn. Fannst samt vont að sjá DV í morgun sem útnefndi Gerrard sem skúrk helgarinnar fyrir dívuna sem hann tók. Og þrátt fyrir að ég telji fyrirliða vor ekki skúrk, þá er ég ekki sáttur við þetta hjá honum: http://www.youtube.com/watch?v=bt435JrJndM

  Glen Johnson var þó í liði vikunnar 🙂

 87. Alltaf þessi endalausa afsökun með Benna að hann hafi ekki fengið nægan pening. Kommon, hann er alveg búinn að fá nóg til að við getum gert meiri kröfur. Hvers vegna í ósköpunum eigum við t.d. bara einn alvöru striker? Er það út af peningaleysi??? Auðvitað ekki, Benni vill bara hafa 1 striker frammi og það er Torres. Það sættir sig enginn alvöru striker við að sitja meira og minna á bekknum þegar Torres er heill.

 88. Nennir einhver að segja mér hvað Blackburn hefur tapað mörgum leikjum á heimavelli á tímabilinu.

 89. Af þeim átta leikjum sem þeir hafa spilað á heimavelli hafa þeir tapað 1, gert 3 jafntefli og unnið 4,

  Tók mig 15 sek að komast að þessu Matti, hefði trúlega tekið þig styttri tíma að komast að þessu sjálfur, heldur en það tók þig að skrifa þessa spurningu hér :).

  http://www.mbl.is/mm/enski/team.html?team_id=3489

 90. Spurning hvort að DV séu hlutlausir, Hemmi Hreiðars átti frábæra dívu í leiknum um helgina sem hann fékk víti fyrir.

 91. Þú hefur sannfært mig. Blackburn er stórlið sem Liverpool á ekki að gera neina kröfu um að vinna, hvað þá spila vel. Eða reyna.

  Liverpool hefðu frekar átt að reyna að semja um jafntefli fyrir fram við geysisterkt lið Blackburn sem eru einungis óheppnir að vera ekki á toppi deildarinnar.

 92. Ég skil ekki af hverju það er ekki hægt að kaupa góða kantmenn í þetta lið.
  Núna er t.d Bellamy að gera góða hluti á VINSTRI kantinum hjá Man City en hann var ekki nægilega góður fyrir okkur, sjáið lið eins og Tottenham, City eða Aston Villa. Allt eru þetta lið sem eru kominn fyrir ofan okkur og allt eru þetta lið með snögga tekníska kantmenn sem geta klárað leiki.
  Við höfum menn eins og Kuyt sem er ja frekar glataður kantmaður með engan hraða og enga tækni en samt er hann fastamaður á kantinum hjá okkur.
  Af hverju er ekki hægt að reyna að fá menn eins og : SWP, Lennon, Bentley, Modric, Downing, Milner, Young því allt eru þetta leikmenn sem myndu ganga inní Liverpool liðið í dag því miður.
  Og þegar glugginn var að loka af hverju var ekki reynt að fá Niko Kranjcar
  sem var til sölu á einhverjar 2 millur en fór til Tottenham ?
  Málið er bara að Benitez vill bara hafa vinnuhesta í liðinu og ef þeir ná góðri tölfræði þá halda þeir sér í liðinu, eins og t.d Lucas sem að nær góðri töæfræði með þessum 2 metra sendingum og því treystir Benitez ekki Aquilani inná völlinn. Benitez sér bara fótboltann sem skák og menn þurfa ekki einu sinni að vera sérstaklega góðir í fótbolta svo framarlega sem þeir séu duglegir.

 93. Ég held að við poolarar verðum að átta okkur á því að við erum ekkert að fara að vinna deildina á næstu árum. Ekki nema að einhverjir moldríkir arabar kaupi liðið á næstunni. Eins leiðinlegt og það er að þá snýst þetta allt um peninga. Við erum núna komnir langt langt á eftir Utd og Chelsea, Arsenal standa mun betur en við, Man City eiga bara eftir að verða betri og betri með sína ótæmandi sjóði og meira að segja Tottenham eru komnir með svipað sterkt lið og við en klárlega með mun meiri breidd. Jújú örugglega er hægt að kreista eitthvað meira úr þessum hóp heldur en Benitez er að gera og örugglega hægt að spila skemmtilegri bolta en það er enginn stjóri í heiminum að fara gera þetta lið að meisturum. Ef staðan er eins og hún virðist vera hjá þessum blessuðum könum (nánast blankir) þá erum við komnir í svipaðan flokk og Tottenham og Aston Villa, þar sem við horfum á fjórða sætið sem toppsætið í byrjun tímabilsins. Eina sem við eigum umfram þessi lið er nafnið og hefðin.

 94. Þú hefur sannfært mig. Blackburn er stórlið sem Liverpool á ekki að gera neina kröfu um að vinna, hvað þá spila vel. Eða reyna.

  Nei, Blackburn er ekki stórlið og Liverpool á að vinna þá á góðum degi. En Blackburn er ekki hrikalega lélegt lið og þeir veita flestum liðum ágætis fyrirstöðu.

  Liverpool spilaði skelfilega illa í fyrra hálfleik, nokkuð vel í seinni.

  Ég skil ekki af hverju það er ekki hægt að kaupa góða kantmenn í þetta lið. Núna er t.d Bellamy að gera góða hluti á VINSTRI kantinum hjá Man City en hann var ekki nægilega góður fyrir okkur

  Við þurftum að selja Bellamy til að geta keypt Torres. Það er einfaldlega raunveruleikinn hjá Liverpool – við höfum ekki efni á manni eins og Bellamy á bekkinn.

 95. Margt rétt hjá þér í þessu Kobbih (103), við erum að dragast hratt aftur úr Chelsea, United og City allavega fjárhagslega. Og ef maður ber saman leikmannahópana hvað varðar breidd er sérstaklega Chelsea í mun betri málum en við.

  Ég er samt ekki sammála þér með Tottenham og Villa. Liverpool er ennþá stærri klúbbur en þessi lið. Breiddin reyndar meiri hjá Tottenham eins og er, allavega sóknarlega, en Liverpool eru með heimsklassa leikmenn inn á milli sem gerir Liverpool að betra og stærra liði. Gerrard, Torres, Mascherano, Glen Johnson, Reina, vonandi Aquilani, sérðu fyrir þér menn í þessum gæðaflokki spila fyrir Aston Villa eða Tottenham ?

  Liverpool eru núna á sama stað og þessi lið í deildinni af því liðið hefur verið að spila langt undir getu. Við erum samt með betri hóp en þessi lið, allavega að mínu mati.

 96. Úff. Það eru aldeilis ragnarökin. Ég verð að mótmæla. Ekki af því að ég dýrka Benítez og dái heldur vegna þess að liðið fékk nógu mörg færi í leiknum til að klára hann. En þar kemur að hluta Benítez, við eigum ekki nógu góða klárara í hópnum þegar Torres er ekki með. Í tvígang tókst Kuyt ekki að skora í gegnum varnarpakkann í dauðafæri. N’Gog klúðraði næstum því á línu og Mascherano tókst ekki að nýta sér það að hafa náð boltanum AF MARKMANNINUM!!!Og svo skutu menn sáralítið á lélegasta línumarkmann deildarinnar.

  En hvað Benítez varðar þá stillti hann upp liði sem átti, og hefði getað unnið Blackburn. Með Torres frammi hefði þessi leikur endað 3-0. Já, við vorum ömurlegir í fyrri hálfleik og já, miðjuspilið er allt of hægt og margt sem hefur komið hérna fram er rétt, en þetta er ekki nálægt því eins hörmulegt og menn vilja vera láta. Matti bendir á að Blackburn eru búnir að tapa einum leik sem þýðir einfaldlega að við þurfum toppleik til að vinna þá. Við vorum nálægt því. Gerrard er ekki í toppformi, Riera og Benayoun ekki heldur. Eins og staðan er, með tilliti til lítils og þröngs hóps – sem er að hluta Benítez að kenna, að hluta stjórnendum félagsins – þá er lítið hægt að kvarta yfir þessu. Svona er staðan í dag og hún er pirrandi.

  http://www.knattspyrna.bloggar.is

 97. Matti (104), spiluðum við sæmilega vel?
  * Liverpool had 60% of the possession at Blackburn but mustered just two shots on target.
  * Liverpool’s league record wthout Fernando Torres this season: P5, W1, D3, L1. That form over 15 games would put them 12th in today’s table.
  * At this stage last season, Liverpool were top of the league with 34 points from 15 games
  Ekki hægt að afsaka hvern leik fyrir sig. Þó við séum að stjórna leikjum eða meira með boltann þá erum við ekki nógu ógnandi.
  Keli (105), get tekið sömu aðferð og þú og spurt hvort þú sjáir leikmenn eins og Insua, Lucas, Kuyt, Riera, Babel, Ngog og Voronin spila fyrir Aston Villa eða Tottenham (sem eiga að vera fyrir neðan okkur) eða hvað þá Man. City, Arsenal, Man. Utd. eða Chelsea? Held ekki.

 98. http://www.liverpool-kop.com/2009/12/lfc-game-by-game-stat-comparison-this.html?
  Sýnir að við erum með 10 færri stig út úr leikjum þetta tímabil ef það er miðað við leiki gegn sömu liðum í fyrra og 11 fleiri mörk á okkur í 13 leikjum (teknir út leikir við ný lið eða lið sem féllu). Án Torres erum við einfaldlega miðlungslið þó við séum með heimsklassaleikmenn. Hvernig er það hægt og hvar liggur ábyrgðin? Held að það sé augljóst.
  Að nota peningaleysi sem afsökun er ekki nóg, Aston Villa og Arsenal eyða minnu en við en spila betri fótbolta og eru betri en við. Hvað þá með lið sem eru við hliðina á okkur í töflunni, Fulham og Birmingham.

Liðið gegn Blackburn

Skýring frá Babel